Tíminn - 26.08.1933, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.08.1933, Blaðsíða 2
188 TÍMINN Islenzkum landbúnaði hefir verið rétt nokkur hjálparhönd með kreppuhjálpinni, með því að fá ódýrari og hagkvæmari lán. En þetta er aðeins hjálp í bráð, það þarf að greiða vexti og afborg- anir einnig af þessum lánum. Til þess að hjálpa landbúnaðinum í lengd, er því ekki til nema eitt einasta ráð, og það er að tryggja hann sem arðvænlega atvinnu- grein, þ. e. atvinnu, sem svarar kostnaði, og nú má ekki nema staðar, undirbúning undir þetta starf verður þegar að hefja. Þetta starf verður vitanlega ekki unnið nema í samráði og undir handleiðslu stofnana bændanna sjálfra, Sambandsins, samvinnufé- laganna og Búnaðaríélagsins, á- samt aðstoð ríkisvaídsins, sem bændur eiga og undir sjálfum sér hvernig yrði af hendi látið. En bændastéttin verður þó fyrst og fremst að vera sjálf með lífi og sál í þessu starfi. Án þess er starfið dautt og vonlaust. En í því liggur hættan nú, sem fyr, hve bændumir eru einangi’aðir og hve sjaldan þeim gefst kost- ur á að fá þá heildar yfirsýn, sem aðrir atvinnurekendur hafa aðstöðu til, vun sína atvinnugrein. Með þessu notast ver reynzla og glöggskygni bóndans fyrir hans eigin atvinnugrein en á sér stað um atvinnurekendur í öðrum greinum. Islenzkir bændur, sem hafa haft aðstöðu til að ferðast um útlönd, hafa sýnt það, að þeir hafa opin augun. Þær nýjungar, sem þeir Hermann á Þingeyrum og Torfi í Ólafsdal fluttu inn í landið, eru ekki lítils virði. Við skulum þessvegna hefja nýja sókn í landbúnaðarmálum með því að ríkið veiti 10—15 bændum tækifæri til að fá yfir- sýn yfir landbúnað nágranna- þjóðanna og reynzlan skal sanna, að það mun svara kostnaði. o .... Valtýr til sjós. Mogginn hefir fyllst mikilli bræði yfir því, að Tíminn birti grein um hina frækilegu togarabjörgun Einars skipstjóra Einarssonar. Hyggst hano að leiða athyggli manna frá afreki þessu með því að ausa óhróðri á E. E. og er það flest gamlar upp- tuggur, dylgjur og ósannindi. Loþs ber blaðið fram tvær spuroingar, og þótt Tíminn telji sér óskylt og líka tilgangslaUst að uppfræða blað, sem er jafn gálaust um meðferð á sann- leikanum, þykir þó rétt að reyna enn til þrautar. Fyrri spumingin hljóð- ar svo: „Hvaða varðskipsstjóri sigldi á togara, sem hann var að taka'. Svar: þetta óhapp henti Friðrik Ó- lafsson, þá skipherra á þór, 17. marz 1929, er hann tók þýzka togarann Otto Rudolph frá Wesermiinde. Var skaðabótakrafa gerð til íslenzlcu stjórnarinnar fyrir vikið, og varð skipherra þórs að játa, að árekstur- inn hefði ekki verið að kenna tog- araskipstjóranum. þór skemmdist líka talsvert. Eftir mælingu skip- herra var togarinn 0,7 sjómilur íyrir innan landhelgislinu, en eftir að á- reksturinn varð, sýndist honum að mœling þessi væri þó ekki nákvæm- ari en svo, að eftir atvikum væri rétt að láta togarann sleppa. — Síð- ari spurningin er á þessa leið: „Hvaða varðskip sigldi hér um tíma jafnan með bilaðann botn, vegna þess hve skipherrann var nærgöng- ull við grynningar?" Svar: Tíman- um er minnisstæðust sú beýglan, sem varðskipið Óðinn varð fyrir 18. júlí 1931 fyrir Norðurlandi. Sú beygla kostaði tveggja mánaða töf frá gæzlu- starfinu og 60—70 þús. kr. aðgerð í Kaupmannahöfn. Jóhann P. Jónsson, færasti maður íhaldsins, til sjós a. m. k., var þá með skipið er þetta vildi tii og gjörðist þetta í blíðskap- arveðri að morgni dags. Svipað, og þó minna óhapp kom fyrir þór, skip- herra F. Ó., 29. apríl 1927, er hann festist á kletti út af Eyrarbakka og hékk þar nærri klukkutíma og slapp þaðan naumlega. — Valtýr ætti að leiða hjá sér björgunarmál og strand- varnir. Mogginn er ekki sjófær. Ætli það sé ekki eitthvað að botninum. K. Eiðaskóli. Á Eiðum austur hefir nú um 50 ára skeið verið menntasetur. Fyrst lengi búnaðarskóli, síðar alþýðuskóli. Austfirðingar afhentu ríkinu Eiða- skóla til eignar í sama mund og skólanum var breytt í alþýðuskóla. A Eiðum eru hinir ágætustu kennslukraftar. Að því leyti stend- ur skólinn fyllilega jafnfætis öðrum alþýðuskólum hér &• landi. þrátt fyr- ir þetta hefir skólinn eigi verið vel sóttur síðustu árin. Er enginn vafi á því, að það á rót sína að rekja til þess, að Eiðaskóli er að ýmsu leiti ver útbúinn en hinir yngri keppinautar hans, Laugaskóli, Laug- arvatnsskóli og Reykholtsskóli. Mis- munur sá, sem óneitanlega er á þessum skólum og Eiðaskóla og öðr- um eldri skólum, er fram kominn sökum þess, að þeir eru yngri og nútímatœkni beitt til þess að gera þá sem vistlegasta, og eigi síður af því, að skólar þeir, er ég nefndi áðan, eru allir á „heitum stöðum", en þvi fylgir sérstaklega góð að- staða til sundiðkunar, sem unga fólkið hefir nú réttilega lært að meta mikils. Auk þess hefir um alla þessa skóia staðið styr mikill og þeir orð- ið fyrir árásum frá andófsmönnum alþýðufræðslu í landinu, og hefir það einnig haft áhrif i þá átt, að draga athyglina frá þeim menntastofnunum, sem fyrir voru og höfðu fengið „eldskírn“ kyrstöðumannanna áður. það sem nú hefir verið drepið á, liefir orðið til þess, að ýmsir þeir unglingar af Austurlandi, sem ella hefðu farið á Eiðaskóla, hafa farið á aðra skóla og stundað nám þar. Er slíkt eðlilegt. Sé ég síður en svo ofsjónum yfir því, þótt skóiar þeir, sem ég hefi nefnt, hljóti mikla og góða aðsókn. En það, sem ég vil leggja áherzlu á í línum þessum er það, að Austurland gatur alls ekki verið og á ekki að vera héraðsskóla- laust. Ýmsir miður víðsýnir menn hafa látið sér það um munn fara, að það væri eigi sýnt að mikil þörf væri fyrir alþýðuskóla á Austurlandi, það sannaði aðsóknin að Eiðum. þessum mönnum til athugunar má nefna það til dæmis um sókn Austfirð- inga á héraðsskóla, að eitt árið voru um 20 Múl-sýslungar á Laugarvatns- skólanuiíi. Ástæðumar til þess að þeir sækja ekki Eiðaskólann betur en reynzlan sýnir, hefi ég drepið á. það liggur fyrir að gera Eiðaskóla jafn vel úr garði og hina skólana og nota tæknina til þess að vega upp þann mismun, sgm er á aðstöð- unni þar og á þeim stöðum, sem ég hefi nefnt, að svo miklu leyti, sem slíkt er unnt. þegar Austfirðingar afhentu rík- inu Eiðaskóla, stóð hann að öllum búnaði jafnfætis öðrum skólum í sinni röð. það er því aðeins sann- gjörn krafa til ríkisins, að það sjái um að svo verði á hverjum tima. Hitt má öllum Austfirðingum ijóst vera, að þótt krafan sé sanngjörn, þá verður erfitt að fá henni fullnægt til hlítar og vel verður að fylgja á eftir. Mestan þunga fengi krafa þessi við það, að Austfirðingar stæðu fast saman um að sækja vel Eiðaskóla, en láta þó jafnframt óhikað uppi hvað ábótavant þykir um aðstöðu alla við skólann. Með þessu sýndu Austfirðingar það, að þeir vildu sækja- nám við nokkru verri aðstöðu um skeið, til þess að sýna þörfina fyrir skóla eystra óumdeilanlega, og hversu mikils virði þeim sé að hafa alþýðumenntasetur í fjórðungn- um. þegar ástæður eru athugaðar og því sérstakur gaumur gefinn, að Eiða- skóli hefir ágæta kennslukrafta, þá má telja víst, að upp rísi austanlands sterk alda til styrktar Eiðaskóla og um leið þeim umbótakröfum, sem fram verða bornar i þessu máli. 17. ágúst 1933. Eysteinn Jónsson. -----o----- Frá Reykholtsskóla. Allt bendir til þess, að hvert rúm verði fullskipað í Reykholtsskóla næsta vetur. Um- sóknir um skólann eru nú fleiri en á sama tíma í fyrra. Ættu því þeir, sem hafa í hyggju að sækja þar um skólavist, að senda umsóknir fyr en seinna. Ankaþing. Með bréfi forsætisráðherra, Ásgeirs Ásgeirssonar 21. þ. m., er hann sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, er botn sleginn í hið óskemmtilega þvarg íhaldsblaðanna um aukaþing og kosningar á veturnóttum. Mun það nú ráðið, að aukaþing komi sam- an í byrjun nóvembermánaðar n.k. og samkomulag fengið um það, að nýjar kosningar fari ekki fram fyrri en í júni næsta ár. þótt íhaldið hafi beðið fullkominn ósigur í þessu máli, þar sem veturnóttaksningarnar voru aðalkrafa þeirra, látast blöð í- lialdsins sem þau hafi fengið sigur mikinn og er það ekki í fyrsta sinn sem þessi lítilþægu og ómerkilegu málgögn hafa flokksmenn sína að ginningarfíflum til þess að breiða yfir flan forsprakkanna og sinn eig- inn amlóðaskap. Bréf forsætisráð- herra, stílað til miðstjórnar ihalds- flokksins, er á þessa leið: „Hérmeð tilkynnist þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin hefir orðið sammála um að leggja til við konung, að kvatt verði til auka- þings 1. nóvember næstkomandi til samþykktar á frumvarpi því til samþykktar á frumvarpi því til breyt- ingar á stjórn'skipunarlögunum, sem samþykkt var á síðasta Alþingi, nýrra kosningalaga og annara breyt- inga, sem leiða af stjórnlagabreyt- ingunni, að því tilskildu, að sam- komulag náist um, að lagaákvæði verði sett um, að heimilt sé að kveðja til reglulegs þings (fjárlaga- þings) síðar en 15. febrúar á næsta ári að afstöðnum kosningum, sem sýnt er að geta ekki farið fram fyr en í júnímánuði. Ásg. Ásgeirsson." A víðavaní'i. Kjötsalan innanlands er nú í hinu mesta öngþveiti. Sam- vinnufélögin reyna að skipuleggja markaðinn og halda verðinu hæfi- legu á hverjum tíma, en það reynist ókleift vegna ihlutunar kaupmanna, spekulanta og ekki sizt bænda, sem flytja kjötið skipulagslaust á mark- aðinn og bjóða það hver niður fyrir öðrum. Afleiðing af þessu er sú, að hér í Reykjavík er söluverð sam- vinnufélaganna nú — 25. ágúst — komið niður í verð sem svarar til 1 lcr. kgr. í innkaupi hér á staðnum, og þó bjóða aðrir það fyrir lægra verð. Til dæmis um óheilbrigðina í verzlun þ essari gengur sú saga, og mun því miður vera sönn, að kaup- maður austur í Rangárvallasýslu hafi á s. 1. vori og sumri keypt mik- ið af vörum af heildsala í Reykjavík og samið svo um, að borga þær með- al annars með kjöti í sumar, er reiknast skyldi heildsalanum 15 aur- um undir almennu gangverði (þ. e. verði samvinnufélaganna) á hverjum tíma. Síðan semur heildsalinn við ýmsar verzlanir hér í bænum, um að selja þeim kjöt yfir sumarið, en á- valt 10 aurum undir heiidsöluverði samvinnufélaganna hvert kgr. — Hvernig lízt Rangæingum og öðrum á að fela þessum mönnum afurða- sölu sína? Mættu þó Rangæingar minnast þess, er þeir í fyrra haust lánuðu kaupahéðni einum fjölda slát- urfjár, og standa enn þúsundir kr. ógreiddar af andvirði þess. íhaldið og æskan. íhaldsblöðin segja, að Framsóknar- menn treysti ekki á það, að æskan vilji veita þeim fylgi. þetta er eins og gerist bein íhaldsósannindi, og gert í þeim vændum, að draga athyglina frá eigin vesaldóm. Fram- sóknarstefnan er ekki aðeins að dómi fylgjenda hennar, sú stefna sem á mestan byr hjá æskunni, heldur líka að áliti andstæðinganna. Fara hér á eftir ummæli úr ræðu Jakobs Möll- ers, sem hann hélt á Alþingi 1927, þegar um það var rætt að lækka ald- urstakmarkið við landkjörskosningar: „Hitt finn ég ekki ástæðu til að fara í launkofa með, að ef kosningar- rétturinn miðast við 35 ára aldur, þá er það fyrst og fremst til uppbótar fyrir ihaldsflokkinn, og það af þeirri einföldu ástæðu, sem vitanlegt er, að í hinum flokkunum eiga hinir yngri fremur heima". Siðabót. Ráll frá þverá, sem var einn af aðalforingjum Nazistanna í vor, hefir nýlega verið „endurreistur" og er nú kominn í sátt og samlyndi við i- haldið aftur. Til að gera sættina sem öruggasta hefir Páll verið látinn skrifa löng eftirmæli um íslands- banka sáluga í Morgunblaðið, en það sýnir aðeins vitsmuni Páls, að hann kennir grein sína við innflutnings- höftin. Falli íslandsbanka líkir Páll við aftöku Jóns Arasonar, en með því er talið að siðbót hafi til fulls komizt á í þessu landi. Samlíkingin er reyndar frumlegri en hvað hún er smekkleg, og er torvelt að sjá hvers Jón Arason á að gjalda hjá Páli. þessar hugleiðingar Páls eru þrungnar mjög af ósannindum og dylgjum og má furðu gegna, ef það er ekki sumt visvitandi, sem kallað er. Hér sést samt, að Páll hefir þá gáfu, að geta sagt satt, án þess kannske að hafa ætlað sér það, enda er hann i rauninni gáfaðasti og ritfærasti mað- ur, sem í Moggann skrifar, en um þá spekinga er það kunnugt, að þeir eiga mjög bágt með að segja satt, jafnvel þó þeir ætli sér það. Páil lætur sem sé á sér skilja, að með falli íslandsbanka hefst ný siðabót í ís- lenzkum fjármálum. það er hætt að lána vanskila- og óreiðumönnum liundruð þús. kr., án nokkurra trygg- inga, að það fáist greitt. það er hætt aö trúa Eggert Claessen, Sigurði Egg- erz, Eyjólfi á Seyðisfirði og öðrum slíkum mönnum til að liafa yfirráð yfir iánsstofnunum þjóðarinnar. það er lagður grundvöllur aö því að | skapa sterkt og heilbrigt fjármálalíí með þjóðinni. Og þó enn sé ekki langur tími síðan, er þegar fenginn glæsilegur árangur, sem ekki sést sízt á því, að sá maður, sem á sínum tíma sýndi þessari breytingu einna mestan fjandskap, telur hana nú svo merka, að hann líkir henni við siða- ^ót- Styrbjörn. Allir þjófarl þegar Gísli Bjamason var að herja fyrir íslenzku Nazistahreyfinguna vestur í Dölum í vor, lét hann svo um mælt á fundi, að mennirnir, sem þá áttu setu á Alþingi, væru allir þjófar, nema Jóhann úr Eyjum og Jón Auðunnl Ekki aðeins fyrir af- spumina eina saman, munu Dala- menn hafa talið nokkurn vafa á um þá sérstöku matsmanns-hæfileika Gísla, sem hér komu fram. Hann liafði sem sé á sínum tíma haft með höndum innheimtu á gömlum verzl- unaiskuldum í Dölum, og kom þá ýmsuni betur að vera geymnir á kvittanirnar sem Gísli hafði orðið að gefa, því ekki var það ótítt að hann marg-krefði um sömu fjárhæðirnar. þá munu og Dalamenn hafa frétt hin frægu ummæli þessa rúsínu-manns, er hann hafði á fundi í vor, að í stjórnarráðinu væru tómir glæpa- menn. En þar liefir Gísli starfað nokkur ár, og þar veitti hann í lög- ieysu — og sennilega ölæði, Gísia Johnsen liið fræga rúsínuleyfi sitt og cr . sú frammistaða all-fræg orðin. Annars mun Dalamönnum hafa þótt það einkennileg meðmæli með „hreyf- inguimi“, að Gísla Bjarnasyni skyldi iázt að undanþiggja alþingismann- inn Guðrúnu Lárusdóttur, móður að- alforingjans, úr því hann á annað borð fór að undanskilja menn eins og Jón Auðunn og Jóhann. Á nálum. Vísir virðist vera órór í skapi þessa dagana. Hann kvartar yfir því, að greinin Hinir ofsóttu, er fyrir skömmu birtist hér í blaðinu, sé ill- kvittnisleg ritsmíð, en í grein þess- ari er skýrt frá staðreyndum um nokkra ílialdsmenn. þá kvartar hann yfir því, að því sé haldið fram, að Einar Arnórsson hafi þegið utanfar- arstyrk af Magnúsi Guðmundssyni og sé það mútur. þessu mun þó hvergi hafa verið haldið fram, held- ur er það hugarburður Visis sjálfs, sem sýnilega óttast — af hvaða á- stæðum sem það er — að þetta sé orðið almenn skoðun. Að vonum get- ur það ekki dulizt fyrir ritstj. Vísis fremur en öðrum, að sambandið milli M. G. og Einars Arnórssonar er orðið nokkuð kynlegt. Einar ger- ir Magnús að dómsmálaráðherra. Rétt á eftir segir hann af sér þing- mennsku. M. G. lætur þá Ólaf Lár- usson fara úr Hæstarétti, en skipar Einar hæstaréttardómara, skömmuáð- ur en mál hans og Behrens kemur fyrir Hæstarétt. Einar hraðsýknar svo Magnús. En nú er Ólafpr aftur settur inn í réttinn og Magnús veitir I Einari frí með fullum launum í % I ár og þar á ofan ferðastyrk til þess að hlusta á danska dómara. Vísir ætti þó ekki að láta bera svona mikið á því, hvað honum finnst þetta líta illa út. Eins og nöfn Magnúsar Guð- mundssonar og Einars Arnórssonar séu ekki næg trygging fyrir því, að hér sé allt með feldu? P. Ráðaycrðir íhaldsins. íhaldsmenn eru all gunnreifir um þessar mundir og hlakkandi yfir, að bráðum komi nú aftur hinir gömlu, góðu dagar með Reykjavíkurvald i algleymingi og eru nú miklar ráða- gerðir um ýmsar fyrstu stjórnarfram- kvæmdir tilkomandi ílraldsstjórnar. Kaupmenn og braskarar vilja afnám innflutnings- og gjaldeyrishaftanna og samvinnulaganna, Tóbakseinka- söiunnar, Áfengisverzlunarinnar, Landsmiðjunnar og Violækjaverzl- unarinnar, svo að þessar tekju- lindir hætti að streyma í ríkissjóð- inn, en fari til að skapa auðsöfnun tveggja eða þriggja fépúka, þá vilja ilialdsbroddarnir leggja niður tvo eða þi'já alþýðuskóla, svo auðveldara sé að halda æskunni í viðjum menning- arleysisins og kyrstöðunnar, því þá er frekar von um, að hún sjái síður ágalla íhaldsins. Ýmsir uppáhalds- ónytjungar íhaldsins liugsa Uka gott til glóðarinnar um að mata krókinn. Hefir kvisast, að Einar Barðstrend- ingayfirvald fyrverandi vilji nú laun fyrir dyggilega fylgd og geri kröfu um að verða lögreglustjóri í Reykja- vilc. Lúðvík C. Magnússon vill held- ur ekki láta sér nægja 3500 kr. fyrir „endurskoðunina", og mun hann ekki vera ófús til að verða útvarpsstjóri. Árni frá Múla, sem hefir drepið af sér nokkur ihaldsblöð og fallið oft við alþingiskosningar hugsar lika til hreyfings og vonast liklega að fá laun fyrir að semja kennslubók í landafræði. Pétur Zophóníasson þykist líka góðra launa verður, og æskilegur umboðsmaður vínkaup- enda og skipa forystu í baráttu þeirra gegn ofhárri álagningu. Er það góð atvinna fyrir fyrv. stórtemplar. Styrbjörn. " u ,<».. Fréttir Jónas Jónsson alþm. og frú fóru til útlanda nú í vikunni og verða ytra um nokkurn tíma. Mun Jónas m. a. vera á fundi dansk-íslenzku ráð- gjafarnefndarinnar, sem haldinn verður í Kaupmannahöfn nú um mánaðarmótin. Dánardægur. Nýlega er látin Ragn- hildur, dóttir Benedikts Sveinssonar fyrv. alþm., hin efnilegasta stúlka, rétt tvítug að aldri. Yíir Sprengisand var farið í bíl ný- lega og er það í fyrsta sinn, sem hann er farinn á slíku farartæki. Stóð ferðin nokkuð lengi og var það aðallega af því, að leita varð að vegi eftii' hvern spöl, sem farinn var og stundum að snúa aftur og fara nýja leið. Mun þetta vera met í því að fara með bíl yfir vegleysur. Verður ef til vill nánara sagt frá þessu í Tímanum innan skamms. Lindberg, ameríski flugmaðurinn, sem sagt var frá í seinasta blaði, er nú farinn héðan. Flaug hann fyrst til Eskifjarðar og var þar kyrt um eina nótt. Fór hann víða yfir á leið- inni þangað, og sást til ferða hans í Borgarfirði, Eyjafirði og Skaftafells- sýslu. Frá Eskifirði fór hann til Fær- eyja, en þaðan til Skotlands. Ókunn- ugt er um ferðaáætlanir hans, en í útlendum blöðum er margt rætt um þessa mestu flughetju heimsins. Ferþrautarmótið. Um nokkurt skeið hefir verið keppt hér árlega i þeirri iþróttaraun, sem hefir það umfram aðrar, að reyna meira á fjölbreytta íþróttahæfileika. það er ferþrautin Er keppt' í einni lotu í 1000 m hlaup- um, 1000 m hjólreiðum, 1000 m kapp- róðri og 1000 m sundi. Keppnin í ár fór fram síðastl. sunnudag. Sá, sem bar sigur úr býtum heitir Haukur Einarsson, og hefir hann unnið tvisv- ar áður. Var hann 39 mín. 10,5 sek. að fara 4000 m á þennan hátt. það er fleira en hvaladrápið í Ól- afsfirði, sem veldur erfiðieikum lijá fréttariturum Morgunblaðsins. Föstu- daginn 18. þ. m. segist þeim svo frá: „Ferþrautarmótið fer fram á sunnu- daginn kemur .... Islendingasundið verður þreytt í dag og hefst að af- stöðnu ferþrautarmótinu ...“. 23. þ. m. segja þeir um Olaf fyrverandi frí- kirkjuprest í Hafnarfirði: „Hann hef-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.