Tíminn - 03.04.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.04.1934, Blaðsíða 2
54 T 1 M I N N félaga. En allt færist þó í þá átt. Hefi ég t. d. engan heyrt andmæla því, að gera Sölusam- bandið að samvinnufélagi eða heildsölu samvinnufélaga. Lýs- isframleiðendur hafa stofnað samlög og síldarframleiðendur hafa setið á ráðstefnu í vetur og haft ráðagerðir um stofnun síldarsamlags. Samtök þessi beinast ein- göngu að útflutningsvörum. 1 umsetningu sjávarafurðanna gætir innanlandssölunnar (þ. e. þeirra vara, sem notaðar eru í landinu) svo lítið, að enn hefir ekkert verið um það talað að bæta fyrirkomulag þeirrar verzlunar vegna framleiðend- anna. Hinsvegar er líklegt, að neytendurnir reyni bráðlega að koma einhverri lagfæringu á þessi mál, einkum hér í Reykjavík, því bæjarverzlunin með fisk er einhver sá mesti skrælingjaháttur, sem þekkist í bæjarlífinu. Verðið, sem neyt- endur borga fyrir fiskinn, er þrefalt til fimmfalt, miðað við útflutningsVerð, og öll meðferð fiskjarins á fisksölustöðunum svo sóðaleg, að ótrúlegt er, að slíkt skuli liðið ár eftir ár óá- talið af heilbrigðisstjórn bæj- arins. IIL Sala landbúnaðarvara innanlands. Þegar kaupfélögin hófu starf- semi sína hér á landi uin og eftir 1880, var annað aðalvið- fangsefni þeirra, að seljafram- leiðsluvörur félagsmanna. — Þessar framleiðsluvörur voru því nær eingöngu landbúnaðar- vörur, því það er ekki fyr en á tveimur síðustu áratugum, sem framleiðendur við sjávar- síðuna fara að taka verulegan þátt í samstarfi kaupfélags- manna. Með vexti útgerðarinn- ar á undanförnum áratugum, hefir fólkinu fjölgað mjög ört í sjóþorpum og bæjum. Er nú svo komið, að íbúatala sveit- anna stendur í stað ár eftir ár, en íbúum bæja og sjóþorpa fjölgar um 1500 manns á ári. Þessi breyting atvinnulífsins hefir haft þær afleiðingar, að innanlandsverzlun með land- búnaðarafurðir hefir aukizt mjög mikið, og mest síðasta áratuginn. Er nú svo komið, að ætla má, að af aðalfram- leiðsluvöru bænda sé ekki flutt út hin síðari ár nema um x/z- hluti kjötframleiðslunnar. — Samvinnufélögin hafa af eðli- legum ástæðum lagt meiri á- herzlu á útflutninginn en inn- anlandssöluna. Samtök bænda um afurðasöluna beindust í upphafi eingöngu að útflutn- ingnum. Innanlandssalan var aukaatriði, nema þá helzt hér í Reykjavík. Eftir því sem innlendi mark- aðurinn hefir aukizt, hin síð- ari ár, hafa komið í ljós skipu- lagsgallar hjá félögunum, sem orsaka glundroða á framboð- um og tiltölulega lágt vöru- verð til framleiðenda. Það sem mestum ófarnaði veldur í - þessu efni, er sá galli á skipu- lagi félaganna, að aldrei hefir verið innleidd eða framkvæmd söluskylda hjá félagsmönnum. Þetta hefir ekki haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir verzlun með þann hluta fram- leiðsluvaranna, sem fluttar eru til útlanda. Þar treysta félags- menn yfirleitt á félögin, enda eiga þeir ekki hægt um vik með að losna við vörurnar á annan hátt af eigin ramleik, og kaupmenn hafa yfirleitt lagt litla alúð við þessa verzl- un. T. d. hefir enginn kaup- maður komið upp frystihúsi, til að geta flutt út frosið kjöt. Félagsmenn í kaupfélögum og sláturfélögum geta aftur á móti auðveldlega boðið vörur sínar til sölu á innlendum markaði, án milligöngu félag- anna. Eru þessi skipulagslausu framboð bænda á framleiðslu- vörunum, helzta orsökin til viðskiptaglundroðans og hins lága verðlags, sem einkum hef- ir verið áberandi 2—3 síðustu árin. Á þessu verður að ráða bót. Það er á valdi lands- manna sjálfra, að tryggja bændum það hátt verð fyrir það af framleiðsluvörunum, sem selt er innanlands, að hægt sé að lifa viðunandi lífi á landbúnaði, og það er hags- munamál allra stétta þjóðfé- lagsins, að takast megi að finna leið til þess. En fyrst og fremst eru það bændumir sjálfir, sem verða að sýna þann þroska og skilning, sem gerir það mögulegt að koma þessum málum í viðunandi horf. — Þær framleiðsluvörur bænda, sem ég geri hér á eftir að umtals- efni, eru kjöt, mjólk og mjólk- urafurðir, kartöflur og egg. Framleiðsla á eggjum og kartöflum hefir aukizt mjög mikið seinni árin, en þó vantar talsvert á, að nægilega mikið sé framleitt til að fullnægja þörf landsmanna. Þó gengur mjög illa að selja þessar vörur, af því þær geymast illa og mikið berst að á skömmum tíma ár hvert. Einfaldasta ráðið til að létta fyrir framleiðendum, er að rík- ið taki einkasölu á kartöflum og eggjum. Með því móti er hægt að gera framleiðendum unnt að losna við þessar vörur, og þó ríkið borgaði ekki hátt verð, þá er ólíkt meiri trygg- ing í því fyrir framleiðendur, heldur en með núverandi fyrir- komulagi, þar sem allt er í ó- vissu með söluna, af því verzl- anir vilja heldur kaupa útlend- ar kartöflur og egg, þar sem oftast nær er hægt að selja þessar innfluttu vörur með miklu meiri hagnaði. Fyrir neytendur ætti þetta að koma í sama stað niður, því engin ástæða er til að ætla, að út- söluverð til almennings þyrfti að hækka. Einkasalan mundi líka geta gert miklu betri inn- kaup á þeim vörum, sem flytja þyrfti inn, heldur en með nú- verandi fyrirkomulagi, þar sem innflutningurinn er dreifður á margar hendur. Geymsla á eggjum og kar- töflum er því nær óhugsandi, ef hver framleiðandi þarf að annast hana sjálfur. Hinsvegar gæti ríkiseinkasala komið upp 2—3 geymslustöðum á landinu, án þess að kostnaður af því yrði óbærilegur. Eðlilegast virðist mér, að Áburðareinkasalan og Kar- töflu. og Eggjasalan yrðu und- ir sömu stjórn. IV. Erlend löggjöf. Ég mun einkum minnast á þær tvær vörutegundir, kjöt og mjólk, sem íslenzkir bændur aðallega framleiða og skipta því jnestu máli fyrir atvinnurekst- ur þeirra. Eftir að landbúnaðarkreppan fór fyrir alvöru að sverfa að framleiðendum í nágrannalönd- unum, svo bersýnilegt var að atvinnulífinu væri hætta búin, byrjuðu ríkisstjómir og lög- gjafarþing að láta sölu afurð- anna til sín taka. Víðast munu þó samvinnufélög framleiðenda, mjólkurbú, sláturfélög o. s. frv. hafa átt frumkvæðið. Og það er einkennilegt, að alstaðar, á Norðurlöndum að minnsta kosti, eru ráðstafanimar mið- aðar við að til séu samvinnu- félög og ráðstafanir löggjafar- valdsins því beinlínis grund- vallaðar á samvinnufélögunum. Ráðstafanir löggjafarvalds- ins hafa forðað atvinnuvegun- um frá því að falla í rústir. Hinsvegar ber ekki að loka aug- unum fyrir því, að ýmsar þess- ar ráðstafanir hafa reynzt erf- iðar í framkvæmd og árangur- inn ekki orðið eins glæsilegur og margir ætla. Verður drepið lauslega á helztu ráðstafanir nágrannalandanna. Ég hefi í höndum flest lög, sem sett hafa verið um þessi mál í Dan- mörku og Svíþjóð síðan 1930, og einstök lög frá Englandi og Noregi. I. England: Mjólkurlög fyrir Skotland 25. maí 1933. Samkvæmt þessum lögum skal skipuleggja sölu á mjólk og mjólkurafurðum í Skot- landi. Félagssvæðin eru tiltekin í lögunum. í lögunum er skip- uð bráðabirgðastj óm og stjóm- endur tilgreindir. Þessi stjórn annast framkvæmdir þangað til framleiðendur hafa valið sér nýja stjóm á aðalfundi, sem skal haldinn ekki síðar en 12 mánuðum eftir að lögin öðl- ast gildi. I lögunum eru ákvæði um stj ómarkosningu. Ennfrem- ur um, hverjir geta orðið fé- lagsmenn. Eru það allir mjólk- urframleiðendur, einstaklingar, samvinnufélög og hlutafélög. Átkvæðisréttur er bundinn við framleiðslumagn mjólkur hjá félagsmanni eða félagi. Skrásettir félagsmenn em skuldbundnir að afhenda alla sölumjólk sína til stjómar fé- lagsins. Eftir að lögin eru kom- in til framkvæmda er öllum mjólkurframleiðendum bönnuð sala á mjólk og mjólkurafurð- um á félagssvæðinu og út fyrir það, nema þeim sem kunna að hafa fengið undanþágu frá því að skrá sig sem félagsmenn, en það eru t. d. kúabú, sem rek- in em af sjúkrahúsum o. s. frv. Félagsstjórnin greiðir mjólk- ina eftir á mánaðarlega, en hefir leyfi til að halda eftir af verðinu fyrir öllum reksturs- kostnaði, sjóðstillögum o. fl., sem kveðið er á um í lögunum. n. Svíþjóð: 1. Lög um mjólkurskatt 26. júní 1933. Skatturinn er ákveðinn eftir tillögum mjólkurbúasambands, þó aldrei hærri en 3 au. á kg. Skatturinn er greiddur af allri sölumjólk, hvort sem hún er notuð til vinnslu eða neyzlu. Skatturinn er notaður til upp- bótar á verð útfluttra mjólkur- afurða. Það sem þá er eftir og ekki er notað af mjólkumefnd (sjá síðar) er úthlutað sem uppbót á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu í landinu og flutt út. — Landinu er skipt í verð- jöfnunarhéröð. Ríkisstjórnin skipar mjólkur- nefnd. Hún á að fylgjast með markaði fyrir mjólk og mjólk- urafurðir, gera tillögur um mjólkurskatt, sjá um að stjóm- ir mjólkurbúa og sambanda þeirra haldi lög og reglur, hafa eftirlit með verðskráningu mjólkur og mjólkurafurða, að sjá um að mjólkurbúasambönd- in innheimti skattinn. Nefndin hefir ennfremur umsjón með innflutningi á mjólk og mjólk- urafurðum (sjá lög um einka- sölu á mjólk og mjólkurafurð- um 10./2. 1933). Samkvæmt einkasölulögunum ber að borga skatt af innfluttri mjólk og mjólkurafurðum til mjólkurbúa sambandsins. 2. Lög um sláturfjárskatt 26./6. 1933. Skattur greiðist af öllu slát- urfé, sem við skoðun reynist góð verzlunarvara. Hann er notaður til að greiða fyrir sölu sláturfjárafurða. — Skatturiiux má mest vera 3 kr. fyrir stórgripi, 2 kr. fyrir svín og 1 kr. fyrir önnur sláturdýr. Innheimtu skattsins annast nefnd, sem lögum (lög 10/10. 1913) samkvæmt á að sjá um framkvæmd á kjötskoðun. Skattinn greiða eigendur slát- urhúsa, hann er lagður í sjóð. Ríkisstjómin skipar nefnd til að sjá um framkvæmd laganna, gera tillögur um skatthæðina og hvernig skattinum skuli var- ið, svo tilgangi laganna væri náð. III. Noregur. Bráðabirgða lagafyrirmæli til að greiða fyrir sölu landbúnað- arvara 6/6. 1930 og 24/6. 1931. Eftir lögunum skipar ríkis- stjómin viðskiptanefnd (Om- sætningsraad). Tilnefning 1 nefndina er ákveðin í lögunum. Tilgangurinn er með samvinnu að bæta verzlun með flesk, mjólk, smjör, ost og egg. Við- skiptanefndin á að vinna að því að ná þessum tilgangi, og samkvæmt tillögum hennar get. ur konungur lagt skatt á flesk, mjólk og egg eitt ár í senn. Á lögum þessum eru svo byggð fyrirmæli landbúnaðarráðu- neytisins um skatt af þessum vörum og fleira sem snertir verzlun með þær. 1. Mjólk: Bréf frá landbúnaðarráðuneyt- inu 25/ 7. 1931. Mjólkurskatturinn er ákveð- inn 2 au. pr. kg. af kúa- og geitamjólk. Viðskiptanefndin (Omsætningsraadet) veitir skattinum móttöku. Þar sem mjólkurbúasambönd og mjólk- urframleiðendafélög, sem hafa með höndum mestan hluta mjólkurframleiðslu í hlutaðeig- andi héraði leggja til að skatt- leggja neyzlumjólk, skal það gert, og innheimtir viðkomandi félag skattinn. Skatturinn er notaður til verðuppbótar á mjólk, sení notuð er til vinnslu. 2. Flesk: Samkvæmt tillögum við- skiptanefndar er lagður skatt- ur á öll svín, sem seld eru eða afhent til slátrunar og skoðuð og stimpluð af dýralækni. Við- skiptanefndin veitir skattinum móttöku og ráðstafar honum samkvæmt 1. gr. laga 6. júní 1930 til að greiða fyrir sölu á flesld. Hefir viðskiptanefndin, eftir að Norges Flæskecentral tók til starfa, 19. apríl 1932, látið méstan hluta skattsins ganga til Flæskecentralen og má nota féð sem rekstursfé, til auglýsingastarfsemi, skipu- lagningar á markaði fyrir ílesk, umbóta á fleskmeðferð o. fl. (Ársskýrsla viðskiptanefnd- ar 1931 og 1932). Á aðalfundi N. F. í apríl 1933 var ákveðið að starfsemin skyldi einnig ná til sölu á kjöti. (Bréf 30./12. 1933 og Instilling fra Komiteen til organisering av sauekjöt- omsætningen 1933). IV. Danmörk: Landbúnaðarframleiðsla í Sví- þjóð og Noregi gerir ekki bet- ur en fullnægja þörf lands- manna. í Danmörku aftur á móti er geysimikill útflutning- ur á landbúnaðarvörum. Um 80% af verðmæti útflutnings í Danmörku er fyrir landbúnað- arvörur. Ráðstafanir Dana til verð- hækkunar eru því miklu örð- ugri viðfangs en annarsstaðar á Norðurlöndum, þar serri þeir eiga svo mikið undir því, hvem. ig gengur með sölu á fram- leiðsluvörum þeirra til útlanda. Framh. á 3. síðu. Eftir flokksþing og bændafund Síðari hluta sumars 1933 hófu þeir Jón Ámason og Eysteinn Jónsson í miðstjóm Framsóknarflokksins baráttuna fyrir því að skipuleggja afurðasöluna innanlands, til að gera íslenzkan landbúnað aftur arðvænlega atvinnu. Þeir vildu með bættu skipulagi gera ráðstafanir til að bændumir austan- fjalls fengju meira en 14 aura fyrir lítra af nýmjólk, sem fólk í Reykjavík kaupir á 42 aura. Þeir vildu fækka milliliðunum til að Læta kjör og lífsbaráttu bændanna alstaðar í landinu. Þetta var hægt. Framsóknarflokkurinn var í þann veginn að fá aðstöðu til að fram- kvæma þetta bjargráð, með því mynda stjóm til vinstri, losna við íhaldið og áhrif þess. Losna við að íhaldið gæti skapað ótal ójiarfa milliliði og mergsogið bændur lands- ins, eins og nú tíðkast. Þá brutust fáeinir þingmenn úr Fram- sóknarflokknum og mynduðu deild sér, til þess að halda við stjórn íhaldsins, til þess að halda við skipulagsleysinu á afurðasöl- unni, til þess að skaða bændastéttina eins og þeir gátu frekast. Þorsteinn Briem og Jón Jónsson í Stóradal stóðu fyrir þessu verki. Fyrir aðgerðir þeirra eru þessir menn orðnir að leikfangi í höndum flokksins. Stjóm Fi-amsóknarflokksins leitaði til samherja sinna út um land og bað um dóm þeirra. Hvert einasta flokksfélag á landinu sendi sinn úrskurð í ályktunar- eða bréf- formi. Sá úrskurður var undantekningar- laust fordæming á klofningstilrauninni. Stjórn Framsóknarflokksins boðaði síðan til flokksþings. Það var vitaskuld áhætta. Erf- iðleikamir vom geysimiklir fyrr flokk efna- lítilla áhugamanna að fá samherjana í hin- um dreifðu byggðumí til að leggja á sig langt og dýrt ferðalag, án nokkurs fjárstuðnings, eingöngu til að vinna að hugsjónum í félags- lífi þjóðarinnar. En þetta var gert. Og Framsóknai-flokkurinn sýndi, að hann var enn í fararbroddi. Eitt hundrað og áttatíu fulltrúar sóttu flokksþingið, auk 50 annara áhugamanna, sem ekki vom fulltrúar. Úr íieiri en einni sýslu voru fulltrúar og áhuga- menn um 20. Og bak við hvem fulltrúa var félagsdeild í flokknum, hópur áhugamanna, sem er einráðinn í að berjast fyrir sam- vinnustefnunni, og umbótamálum Framsókn- arflokksins. Aldrei fyr hafði verið haldið í Reykjavík svo margmennt flokksþing byggt á skipulagi í landinu öllu. Andstæðingana setti hljóða, íhaldið mest, þar næst fyrver- andi samherja, sem nú voru svo ógæfusamir að vera orðnir að leikfangi. Ándstæðingamir sáu að Framsóknarflokkurinn var að hefja nýja sókn, að ef frá voru teknir 2—3 menn hafði hann ekki misst starfskrafta, sem mun- aði um, að áhuginn og fómarviljinn var eins mikill og nokkurn tíma fyr. Öllum var ljóst, að enginn flokkur í landinu, nema Fram- sóknarflokkurinn gat haldið svo myndarlegt flokksþing, svo fjölmennt, og með svo miklu mannvali. Þorsteinn Briem og Jón Jónsson reyndu um sama leyti að fá bændur til stuðnings við einkafyrirtæki sitt. Þeir stóðu á bak við nokkuð af hinum svonefnda bændafundi. Þeir áttu þar ítök í eitthvað 10 mönnum, sem flestir ef ekki allir voru kost- aðir til ferðar hingað af ýmiskonar opin- beru fé. Það var gerð til raun að svíkjast að bændafundinum og fá hina 30 óháðu menn til að afhenda valdið yfir sér í gulla- stokk íhaldsins. En svo aum þótti þessi til- raun, að forráðamennirnir þorðu ekki að bera tillöguna upp. Síðan Sig. Eggerz var með viðleitni, hér á árunum, til að mynda flokk utan um bein og bitlinga til handa sér og Jak. Möller, hefir aldrei nein „flokksstofnun“ í landinu verið jafn andvana fædd. Það má marka fylgið af aðstöðu „miðstjórnarmannanna“ í nágrenni Reykjavíkur. Guðm. á Hofi veit og viður- kennir, að hann sé „einn“ í Rangárvalla- sýslu. Eiiúkur á Hesti er líka „einn“ í Borg- arfirði, og um Pétur í Hjörsey er vitað, að hann getur ekki fengið yfir 8—10 atkv. í Mýrasýslu. í Árnessýslu átti að útnefna íhaldsbónda, Pál á Ásólfsstöðum. Hann neit- aði og sagðist vera „vinveittur", en í íhalds- ílokknum. Þá var krossinn lagður á ungan bónda, Þorvald í Amarbæli. Hann mótmælti og sagði, sem líka var satt, að hann væri í Framsóknarflokknum. Samt var hann „út- nefndur“ algerlega ólöglega. En hvað verð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.