Tíminn - 25.09.1934, Qupperneq 3

Tíminn - 25.09.1934, Qupperneq 3
T 1 M I N N 165 Fellibylur hefir geisað í Japan. Yfir 2000 manns hafa farizt, um 260 eru horfnir, og yfir 13 þús. hafa særst. Talsverð snjókoma var norðan- lands fyrra hluta síðustu viku og verstu veður. Á fimmtudagsnótt varð maður úti í Húnavatns- sýslu, Guðmundur Magnússon bóndi í Koti í Vatnsdal. Menntaskólinn í Reykjavik var settur 20. þ. m. Á nú að breyta starfstíma skólans þannig, að kennsla hefjist fyr að hausti og hætti fyr að vori en áður hefir verið. Rússland var tekið inn i þjóða- bandalagið 18. þ m. Er þetta tal- ið til stærstu heimsviðburða, og bendir á, að rússneska stjórnin sé að hverfa frá hinum ein- strengingslega „i'éttlínu“-kom- múnisma. Bretar hafa á orði, að koma á einkasölu á útfluttri síld frá Bi-etlandi. Hroðalegt námuslys varð i Eng- landi í vikunni sem leið. 264 menn íórust í námunni. Dómsmálaráðherra Hermann Jónasson hefir falið Skipaútgerð ríkisins yfirstjóm landhelgis- gæzlunnar aftur áxi sérstaks end- urgjalds. Var það gert með bréfi dags. 21. þ. m. Er þar með felld- ur niður 4000 kr. bitlingur frá tíð fyrv. stjórnar. Smiði brúarinnar á Kerlingar- dalsá er nú lokið. Úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hev- skap er þar lokið. Heyfengur mun vfirleitt vera með minna móii og úthey ei-u töluvert hrakin. — Sæmileg veðrátta hefir verið þar seinustu daga. Slátrun í Vík byrjar í þessari viku. Gert er ráö yfyrir, að slátrað verði heldur fleira fé en í fyrra. Sjóreki. í síðastliðnum mánuði rak á Sigi’íðarstaða- og þingeyra- sandi í Húnavatnssýslu ca. 1500 girðingarstaura, óvenju granna. Um líkt -leyti rak á Skaga norður af Kálfshamarsvík nýlegan snyi’pinótabát. Allir þessir munir eru ómerktir og er ekki vitað um hvaða orsakir eru til þessa reka. íþróttakennarafélag íslands hef- ir verið stofnað fyrir skömmu og er því ætlað að vinna að ýmsum hagsmunamálum stéttarinnar. — Stofnendumir voru 14 íþrótta- kennarar. Stjórnina skipá: Valdi- mar Sveinbjömsson (form.), Jón þoi’steinsson og Ólöf Árnadóttir. Nokkrir vegavinnumenn úr Húnavatnssýslu og Skagafirði, er komu saman 18. þ. m. í Vatns- dalshólum sér til skemmtunar, fundu við dys Friðriks og Agnes- ar 3 steyptar silfurmillur af upp- hlut. Lágu þær í mold er hafði verið grafin upp úr dysinni. Auk þessa fundu þeir nokkur bein, cr virtust hafa orðið eftir er grafið var í dysina fyr í sumar. Halldór Haildórsson stud. mag. hefir verið ráðinn til kennslu í íslenzku og stærðfræði við menntaskólann á Akureyri fram- an af vetri í stað Brynjólfs Sveinssonar, sem er forfallaður í bili sakir veikinda. — Halldór kenndi við Samvinnuskólann í | fyrravetur. i Átta mannslát voru í Reykjavtk ' vikuna 2.—8. sept síðastl. Samtíðin, septemberheftið, er ný- lega komið út. Efni þess er: Álar íslands, eftir Ragnar E. Kvaran, Er ófriður í nánd, eftir Guð.Iaug Rósinkranz, Listaverkið, eftir Pét- ur Georg, Franskar bælcur, eftir þórliall þorgilsson, Kappleikar og met, eftir Ólaf Sveinsson og fram- haldssagan. Listaverkið eftir Pét- ur Georg, er hörð ádeila á ís- lenzka listdómendur, sett fram á nokkuð óvanalegan, en hnittinn hátt. Kornrækt í Reykholti. Félag í Reylcholtsdalnum hefir gengizt fyrir því, að koma upp einskon- ar kornyrkjustöð í Reykholti og var höfrum og byggi sáð í 15 dag- sláttur af landi í sumar. Tveir danskir menn haía aðallega starfað að þessu, ásamt manni frá Klemensi Kristjánssyni á Sámsstöðum. Lítur út fyrir, að þessi tilraun ætli að gefast vel. Á Ströndnm var aftakaveður slðastl. miðvikudag og festi fönn niður að sjó. Á fjöllum var mjög mikil fannkoma og hefir fé fund- izt fennt. Slátrun á Hvammstanga byrjaði 20. þ. m. Er gert ráð fyrir, að 14—15 þús. sauðfjár verði slátrað hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetn- inga i haust eða um það bil þriðjungi meira en í fyrra. Kaupfélag Dýrfirðinga hefir lát- ið byggja sláturhús í sumar. Nýlátinu er Hjörtur Davíðsson bóndi að Hlíð á Langanesi, á sjö- tugsaldri, dugnaðar- og sæmdar- maðui’. Síra Jakob Jónsson á Norðfirði er á förum til Ameríku og ætlar að dvelja þar í eitt ár. Hefir Sameinaða kirkjufélagið í Kan- ada boðið honum þangað og mun hann einkum hafa prestsþjónustu á liendi í Winnipeg og WinyarcL Fjölskylda hans dvelur hér í bæn- um og sr. Páll Stephensen gegn- ir preststörfum á Norðfirði á meðan hann dvelur vestra. Samband norðlenzkra kvenna hélt ársfurid sinn á Akureyri nú alveg nýlega og minnt- ist um leið 20 ára afmælis félags- ins, er var stofnað á Akureyri ár- ið 1914. Fundinn sátu 16 fulltrú- ar, auk stjómar og stofnanda fé- lagsins, Halldóru Bjamadóttur. Fulltmai’ voru úr Eyjafjarðar- sýslu, af Akureyri, úr þingeyjar- sýslu og Skagafirði. Um 50 konur á Akureyri og úr nærliggjandi sveitum sóttu fundinn, auk full- trúa. Handavinnusýning var í sambandi við fundinn. Landsspítalinn 1933. — Skýrsla Landsspítalans fyrir árið 1933 er nýlega komin út. Samkvæmt skýrslunni hafa 1117 sjúklingar komið í spítalann á árinu og legutími þeii'ra samanl. 44658 dag- ar. Á lyflæknisdeild hafa legið á árinu 310 sjúklingar. Megnið af sjúklingunum höfðu langvarandi sjúkdóma. 18 þeirra dóu í deild- inni. Yfirlæknir deildarinnar var Jón Hj. Sigurðsson próf. og að- stoðarlæknir Bjöm Gunnlaugsson. í handiæknisdeildinni hafa leg- iö 558 sjúklingar. 42 þeiri’a dóu þar. — Aðgerðir í skurðstofu voru ski’áðar 378 á árinu. Yfir- læknir deildarinnar var Guð- mundur Thoroddsen próf, og að- stoðai’læknir Kristinn Bjömsson. Um- fæðingardeildina segir í yfir- litinu: Af þeim 268 konrnn, sem komu á árinu, voru 198 giftar, en 70 ógiftar. Fæðingar voru alls 250. Fæðandi konur voru 248. Tví- burar fæddust tvisvar sinnum. Yfii’ljósmóðir var Jóhanna Frið- riksdóttir. — f Röntgendeildinni voru 1887 sjúklingar teknir til röntgenskoðunar, 222 til röntgen- lækningar og 463 sjúklingar nutu ljóslækninga. Ljósböð vora alls 12825. Yfirlæknir röntgendeildar var Gunnlaugur Claessen dr. med og aðstoðarlæknir Sveinn Gunn- arsson. Innflutningur 1932. Nýkomnar verzlunarskýrslur skipta innflutn- ingnum í eftirfarandi flokka: Matvæli 4.3 milj. kr., munaðar- vara 3.4 miij. kr., vefnaður og fatnaður 4.2 milj. kr., heimilis- munir og aðrir hlutir til persónu- legrar notkunar 2.3 milj. kr., ijós- meti og eldsneyti 5.4 milj. kr., byggingarefni 3.2 milj. kr., til sjávarútvegs 5.9 milj. kr., til iandbúnaðar 1.7 milj. kr. og til annai’ar fi’amleiðslu 6.9 milj. kr. AIls nam innflutningui’inn 37.4 milj. króna. Skýrslu um radlumlækningar 1929—1932 hefir dr. Gunnlaugux’ Claessen nýlega gefið út. Skýrslan er um 113 sjúlclinga, sem geisl- aðir hafa verið á þessu tímabili, vegna ýmsra sjúkdóma og hefir árangurinn í flestum tilfellum verið mjög góður. Á Landsnefnd Hallgrimskirkju heiir orðið sú breyting, að Knútur Ai’ngrímsson, sem nú dvelur er- lendis hefir vikið þar sæti, en í hans stað er kominn í nefndina Guðmundur Gunniaugsson kaup- maður, til heimilis í Leifsgötu 16 Reylcjavík. Norskur prestur hefir nýlega oi’ðið að láta af embætti fyrir ýmsar yfii’sjónir, sem sóknarbörn hans gáfu honum að sök. Ein þyngsta ásökunin var sú, að hann hefði einu sinni við líkfylgd halt með sér brennivínsflösku og hvað Takið eftia?! í fyrsta lagi fáið þér góða tryggingu og í öðru lagi góða vexti af þeim peningum, sem þér verjið til að kaupa lífti-yggingu í Andvöku Llftryggið yður! IVKiiiiid að borga. Timann Reykjavik. Slmi 1249 ( 3 linur) Símnefni: Sléturfélag. Áskurður (á brouö) á\xilt fyrii’Iiggjainli: Hangíbjúgu(Spegep.)nr I, giid ! Dó. — 2. — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, gxld, Do. nijó, Soðr.ar Svína-rullupy Isur, Do. Kélfamllu-pylsur, Do. Sauða-mllupvlsur, > Dci. Mosaikpylsur, Do. Malakoífpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, DiX. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylaur. Vðrur þessar *ru allar búnar tli á eigin vinnustofu, og Btandast — afl dóml neyt- enda —■ s&manburð vtð ■amakonar erlandar. Verötíkrér sendar, og p&nt- anir afgreiddar um allt land. Sjális er höudin hoilust Kaupið iunlenda framleiðslu þegar hún er jöfn erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápi:, þvottaefni (I freins hvítt), kerti allskonar, skósvertu, skógulu, leðurfeiti, gólfáburð, vagn- áburð, fægilöjr og kreólin-bað- lög. Kaupifl HREIN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást i flestum verzlunum land*- ins. H.í, Hreinn Skúlagötu. ReykjavQfi. Simi «825. TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Reykjavíkur. Iliniillillf WHIHúh !'■ IIIII114 III I I'I 1 Kolaverzfun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: KOL. Reykjnvík. Sfml 1933. eftir annaö drukkiö úr flöskunni, að öllum viðstöddum áhorfandi, og þrátt fyrir það þó hann sæti i vagninum við hliðina á lík- kistunni. „Eldborg“ hefir vei’ið leigð Guðm. Jóhannssyni skipstj., til fiskveiða og flutninga á ísfiski frá Norður- og Austurlandi, til Eng- lands. Um helmingur skipshafn- ai’innar eru Borgnesingar. Ráðgert er aö „Eldborgin" gangi frá Borgarnesi á fiskveiðar á vertíð- inni í vetur. UppvöSslusemi nazista. það har við fyrir nokkru á götú í Berlín, þegar einkennisbúinn flokltur naz- ista gekk þar um, að einn maður vék sér út úr fylkingunni, sneri sér að einum áhorfendanum og greiddi honum mikið högg í and- litið. Maðurinn, sem barinn var, er amerískur pi’ófessor. Nazistinn kvaðst hafa þekkt hann og jafn- framt vitað, að hann væri kennari við háslcóla í Chicago, sem hefði lýst fyrix’litningu sinni á naz- ismanum. Og þá ástæðu færði hann tii hermdarverksins. Kunningi!! LlTTU Á HANN MANNA! w oq SERVUS - G0LD Biddu um þessi rakblöð. Þau fást í nær öllum kaupfélögum landsins. Lagersími 2628. — Pósthólf 373. MAUSER fjár- og stórgripabyssur á kr. 20,00. Sport-rifflar kal. 22, meö 60 cm. hlaupi á kr. 30,00. Super-X riffla og fjárbj'ssu skot em 50% kraftmeiri en venjuleg skot. það bezta er ódýrast. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR. Reykjavík. W 5» I TRÚLOFUN ARHRIN G AR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Austurstr. 3. Sími 3890 Framh. af 2. síðu. ingarsteini, og koma inn óánægju með verðjöfnunargjaldið hjá bænum, sem selja á innlendum markaði og aftur óánægju hjá kjötneytendum yfir því að verð kjötsins væri of hátt. Aðrir hafa aftur í’eynt að koma inn óánægju hjá bændum yfir því, að kjötverðið væri sett of lágt. Þeir sem þetta gera eru menn, sem lítið hafa sett sig inn í málið, og hugsa mest um að reyna að hafa stundarhagnað af úlfúðinni, sem þeir von- ast eftir að geta komið af stað, en minna um hitt, hverja þýðingu það hafi fyrir heildina. Við þurfum ekid annað en rifja upp hvemig kjötverzluninni var komið í fyrra, til þess að sjá hvernig ástandið var. Þá var drifið svo mikið að kjöti á innlendan markað, bæði á Akureyri og hér í Reykja- vík, að kjötverðið fór niður fyrir verð á freðkjötinu. Útsöluverð á Akureyri komst niður í 70 aura pr. kg., en freðkjötið varð yfir 80 og hér í Reykjavík varð meðalverð- ið, sem bændur fengu fyrir sitt kjöt neðan við það, sem freðkjötið varð, og það tölu- vert fyrir neðan. Engum dettur þó í hug að halda því fram, að svona eigi þetta að vera. Allir eru sammála um að nýtt kjöt sé betra en írosið, og eigi að vera í töluvert hærra verði. Að nú hefði sigið í sama farið ef ekkert hefði verið að gert sést glöggt af því, að 20. ágúst í sumar, þegar heildsölu- verðið hér í Reykjavík var 1,50 pr. kg. var farið að selja hér kjöt á 1,30, sem le'ngra var aðflutt, og orkar ekki tvímælis, að kjötverð nú mundi komið langt niður ef nefndin ekki hefði verið að verki. Um spaðkjötið er svipuð saga frá síðasta ári. Það var vitað í fyrrahaust, að það mundi verða lágt verð á saltkjöti í Noregi, enda reyndist það svo, að þeir, sem ein- göngu urðu að hlíta þeim markaði, fengu ekki nema tæpa 60 aura pr. kg. fyrir kjöt sitt. Allir vildu því spaðsalta og selja á inn- lenda márkaðinum. Sumum heppnaðist það, gátu selt allt sitt kjöt fyrir sæmilegt verð, en fyrir öðrum gekk það svo, að það seldist ekki, og þegar kom fram á vetur var orðið hægt að kaupa spaðkjöt fyrir helmingi lægra verð en því var haldið í að haustinu. Og nú er það svo, að enn er til spaðkjöt frá síðasta hausti, sem eigendur munu telja sér litla eig-n í. I haust vilja allir fá leyfi til að spaðsalta. Og eftir þeim leyfum, sem menn hafa farið fram á að fá, má hiklaust full- yrða, að spaðsaltað hefði verið margfalt meira í haust en innanlandssalan leyfir, og ástandið orðið enn verra en það nokkum- tíma var í fyrra. Spaðsaltaða kjötið hefir sem sé hvergi markað nema hér á landi, og má því ekki að haustinu verka meira í spaðkjöt en líkur eru til að hægt sé að selja. Það er á vitorði allra landsmanna, að bændur hafa nú um nokkur ár, og þó sér- staklega 1932 rekið fjárbú sín með halla. Þetta er ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að kjötið hefir fallið allra afurða mest í verði, en tilkostnaðurinn aftur ekki fallið að sama skapi, enda þó hann fyrir aukna ræktun og bætt verkfæri við heyskapinn hafi minnkað nokkuð. Það þarf því engan að undra þó bændur landsins séu orðnir nokkuð langeygðir eftir því að sjá bú sín aftur komast á fjárhagslega traustan grundvöll. Nú er það eins og allir vita, að kjötið cdíkar hefir ekki rúman markað. Við még- um selja um 1100 tonn af því freðnu til Englands. Mikinn hluta af því megum! við ekki selja þangað fyr en eftir áramót. Þessi ínarkaður, þó þröng-ur sé, hefir verið okkar bezti markaður, og það er að vona að svo verði enn. En hvernig hann verður á ári hverju er mikið á huldu í sláturtíðinni, því þó líkur megi draga af kjötverði í Englandi um verð á fyrri hluta kjötsins, sem þangað selst, þá er það gjörsamlega ómögulegt um síðari hlutann. I Noregi megum við selja 10000 tunnur af saltkjöti. Sá markaður Jxrengist og þverr óðum og hefir verið lakur hin síðustu ár. Og það sem við getum selt í öðrum löndum er sáralítið og dregur ekkert. Það eru því um 3/s af kjötinu, sem þurfa að seljast í sjálfu landinu. Það skiptir því ekki litlu hvemig innanlandsmarkaðurinn er. Sé hann eyðilagður með undirboðum og skipulags- leysi, þá getur ekki hjá því farið að út- koman hjá bændum verði slæm. Og það er ekki mikið, þó bændurnir, sem þess mark- aðs njóta sérstaklega, greiði nokkurt gjald — nú 6 aura af kg. — til að tryggja það, að hann haldist, eða eins og líka mætti orða það, til að kaupa hina frá markaðnum og geta búið einir að honum. Fari svo, að er- lendi markaðurinn verði eins góður og hinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.