Tíminn - 25.09.1934, Qupperneq 4
T 1 M 1 N N
innlendi, þá fá þeir aftur sitt gjald, en ella
fer það til að bæta upp verðið hjá hinum,
sem við verri markað hafa að búa.
Hvemig- haustverðið á kjötinu verður í
haust, getur enginn sagt nema hér, þar
sem svo til allt, eða alveg allt selzt á inn-
lendum markaði.
í Reykjavík er heildsöluverðið í heilum
kroppum frá sláturhúsi kr. 1,15 pr. kg. af
bezta kjöti. Fyrir það verð fá þeir neytend-
ur kjötið, sem kaupa það beint frá slátur-
húsinu. Bændur fá þó ekki þetta verð. Frá
því dragast hér í Reykjavík um 18 aurar.
En það er kostnaður við söluna (frá
sláturhúsvegg), verðjöfnunargjald o. s.
frv. og verður þá verðið, sem bændur fá,
milii 0,95 og’ 0,98 aurar fyrir bezta kjöt.
Annarsstaðar á landinu er kostnaður við
söluna miklu minni, svo þó verðið þar sé
lægra, þá-fá bændur ekki mikið roinna, en
þó sem svarar flutningsgjaldi á þá staði,
sem heildsöluverðið er hærra, eða því sem
næst. Hvað þeir bændur svo endanlega fá,
sem verða að selja meiri eða minni hluta
af kjötinu til annara landa fer vitanlega
eftir sölunni þangað, og um það getur eng-
inn sagt nú, hvemig hún endanlega verður.
En þess er að vænta, að hún, þegar verð-
jöfnunargjaldið kemur til, verði það góð,
að munurinn á því verði, sem þeir fá, og
hinir, sem eingöngu sitja að innanlands-
markaðinum, verði ekki óeðlilega mikill. En
reynslan mun fljótt sýna hvert verðjöfn-
unargjaldið þarf að vera, eins og hún líka
mun sýna hvort ekki þarf að breyta lög-
unum í öðrum atriðum til að tryggja betur
en nú er, að sem næst framleiðsluverð fáist
fyrir kjötið.
Kjöt, sem ekki er nema af öðrum eða
þriðja verðflokki, er 10 og 20 aurum lægra
í verði en kjöt af fyrsta verðflokki, en víða
á landinu er lítið af því. Áhrif hefir það
nokkur á verðið til bænda, sérstaklega hér
sunnanlands, að þyngdarmark skrokkanna í
fyrsta verðflokk er nú einu kilogrammi
lægra en í fyrra, sé það vel feitt, og fer því
meira af kjötinu í fyrsta verðflokk en áð-
ur. Meðalverðið verður því hærra.
Fyrst ég er að skrifa um þessi mál, og
benda á staðreyndir, þá get ég varla látið
vera að benda á ærkjötið. Magurt, seigt,
og líttætilegt eins og það er, má það heita
óseljanleg vara. Ég benti á það um daginn,
í grein hér í blaðinu, að það væri hægt að
nota það til fóðurs handa skepnum, og þá
sérstaklega kúm, því það væri eggjahvítu-
ríkt. Þetta hefir farið fyrir brjóstið á
aumingja Valtý Stefánssyni, og þó ég sé
ekki vanur að svara því sem persónulega
er beint að mér, þá vil ég málefnisins
vegna segja enn nokkur orð um ærkjötið.
Það er miklu alvarlegra mál en margur
„Valtýrinn“ hyggur, hvað gera á við ær-
kjötið. Þó Valtýr sé nú búinn að gleyma
sínum fyrri fræðum, og þekki ekki að það
sé notað til fóðurs, þá er það nú svo, að
til þessa er það gott. Algengt er hér og þar
um landið að nota hrossakjöt til fóðurs. Úr
bók sem Valtýr á sínum tíma á að hafa lært,
„Iiestens Sundhedspleje bl. 49“ ætti honum
þó að vera þetta kunnugt. Kjötmjöl sem bú-
ið er til úr úrgangskjöti, er talinn eggja-
hvíturíkasti fóðurbætirinn sem til er, og nú
sem' stendur eitt af dýrustu fóðurbætisteg-
undunum sem er á fóðurbætismarkaðinum.
Mér er ekki kunnugt um hvað þær verk-
smiðjur kosta, sem vinna kjötmjöl úr úr-
gangskjöti, en mér finnst málið þess vert
að um það sé hugsað með fullri alvöru
eins og nú er komið kjötmarkaðinum með
ærkjötið.
En Valtýr hefir valið sér annað hlut-
verk. Hann reynir í blaði sínu að vinna að
því, að Reykvíkingar hætti að kaupa kjöt.
Það er hans umhyggja fyrir bændunum.
Og hann má vera viss um það, að þeir
þakka honum þá liðveizlu sem hann nú
veitir þeim í því að ná viðunandi lág-
marlcsverði fyrir kjöt sitt, verði, sem þó
þrátt fyrir allt, aldrei verður hærra en það,
að þeir geti lifað á starfi sínu og fullnægt
lífskröfum, sem eru lítið brot af þeim kröf-
um, sem hann og margir aðrir gera. Og
hann má vita það, Valtýr Stefánsson, að
honum tekst ekki að kveikja þá úlfbúð
milli bænda innbyrðis, né millí bænda og
verkamanna, sem hann nú er að reyna, því,
sem betur fer, eru þeir menn í meirahluta
í landinu, sem skilja að hér er verið að
gera tilraun til að bæta úr því ástandi sem
vai' gjörsamlega óviðunandi, og sem þjóðar-
nauðsyn var að úr væri bætt.
i P. Z.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Prentsmiðjan Acta 1934
Tilkynning
frá Kj ötver ðlaésneínd
I. VERÐFLOKKUR.
Kjöt af dilkum með kroppþyngd 12 kg. eða meira, hold-
góðum sauðum, algeldum ám með 20 kg. ltroppþunga eða
meira og af veturgömlu fé, með 15 kg. kroppþunga eða meira,
allt þó því aðeins að kjötið sé feitt.
Heildsöluverð á þessu kjöti nýju til verzlana og þeirra ein-
staklinga, sem kaupa heila kroppa frá sláturhúsi eða heild-
verzlunarstað, sé fyrst um sinn frá 23. september:
Á fyrstá verðlagssvæði
kr. 1,10 pr. kg. nema í Reykjavík, Hafnarfirði og Vest-
mannaeyjum, en þar kr. 1,15 pr. kg.
Á öðru verðlagssvæði
TRYGGIÐ AÐEINS HJÁ ÍSLENZKU FÉLAGI
Pó«thólf
BRUNATRYGGINGAR
(hús, innbú, vörur o. fl.). Sími 1700.
SJÓVÁTRYGGINGAR
(skip, vörur, annar flutningur o. fl). Sími 1700.
Framkvæmdarstjórí: Sfmi 1700.
Snúið yður til
Sjóváfryggingarfélags fslands hf,
Eimskipafélagshúsinu, Reykjavík.
kr. 1,05 pr. kg.
Á þriðja verðlagssvæði
kr. 1,00 pr. kg.
Á f jórða verðlagssvæði
kr. 1,05 pr. kg. nema á Akureyri og Siglufirði, þar kr.
1,10 pr. kg.
Á fimmta verðlagssvæði
kr. 1,00 pr. kg.
í ÖÐRUM VERÐFLOKKI
sé gott dilkakjöt með 10 til 12 kg. skrokkþunga og sé það
10 aurum lægra pr. kg. en kjöt af fyrsta verðflokki.
t ÞRIÐJA -VERÐFLOKKI
séu dilkakroppar undir 10 kg. og magrir skrokkar þyngri
og kjöt af algeldu fé, sem vegna þunga eða megurðar
kemst ekki í fyrsta verðflokk, en telst þó að dómi kjöt-
mátsmanns útflutningshæft. Verð á því sé 20 aurum
lægra en af fyrsta verðflokkskjöti.
Nánari ákvæði um. heildsöluverð:
Kjöt sent heim í heilum kroppum, má seljast 5 aurum
hærra pr. kg. Gegn staðgreiðslu má gefa verzlunum 1%
afslátt frá heildsöluverði. Frystihúsum og verzlunum er
kaupa minnst 5000 kg. í einu og borga við móttöku, má
gefa 2% afslátt frá heildsöluverði.
Nánari ákvæði um smásölu:
Álagning- á venjulega brytjað kjöt (súpukjöt) má hvergi
vera meiri en 15%. Læri eða aðra sérstaka bita úr kroppnum.
leggur nefndin ekki verð á. Skylt er smásölum að auglýsa verð
á kjöttegundum í búðargluggum.
Verð á saltkjöti ákveðst fyrst uml sinn þannig, miðað við
spaðsaltað kjöt 130 kg. í tunnu:
Kjöt af dilkum 12 kg. og yfir, af vænum ungum algeldum
ám, sauðum og vænu veturgömlu fé kr. 155 pr. tunnu.
Kjöt af dilkum undir 12 kg„ enda sé það útflutningshæft,
kr. 145 pr. tunnu.
Urvalskjöt af dilkum yfir 14 kg. má selja 5 kr. hærra pr.
tunnu. —
Þegar kjötið er selt á framleiðslustað, má selja tunnuna 5
kr. lægra.
Ef keyptar eru 10 tunnur í einu, má einnig veita 5 kr. af-
slátt af hverri tunnu.
Kjöt í smærri ílátum, skal seljast með sama verði pr. kg„
en þó er heimilt að bæta við verðið sem munar því, sem ílát
og flutningur er dýrari.
Smásöluálagning á saltkjöt má ekki vera meira en 10% af
netto kaupvérði.
Kj ötverðlagsnefndin.
P. W. Jacobsen & Son
Timburverzlun
Símnefni: Granfuru. Stofnað 1824.
Carl Lundsgade Köbenhavn.
Afgreiðum fré Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og
heila skipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir.
:: :: :: :: EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. :: :: :: ::
Fóðurvörur:
HÆNSNAFÓÐUR:
Hænsnamjöl (varpfóður) JAÐAR .. í 50 kg. sekkjum.
Hænsnakorn JAÐAJR..............- 50 —- ---
Ungamjöl JAÐAR................- 50 — ——-
Ungagrjón JAÐAR...............- 50 — ----
Fóðurblanda S. 1. S. ..
Do. ö..........
Maísmjöl..........
Hafrafóðurmjöl....
Fóðursalt.........
Hafrar............
Linkökumjöl (kálfamjöl)
Jarðhnetumjöl . . . . ..
ATHUGH) VERÐ OG GÆÐI.
Samband ísl. samvinnufélaga
Inglis <$ Sons L-
Millers,
Leith Edinburgh 6.
Vörur vorar eru alþektar á íslandi FYRIR GÆÐI:
INGLIS — blandað hænsnafóður.
INGLIS — alifuglafóður.
INGLIS — maísmjöl.
INGLIS — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur.
Alt í „Blue Star“-sekkjum.
Pantanir annast.
. 75 _ ----
- 75 _ -----
- 100 —
- 50 —
- 80 — ---------
. 50 _ ----
. 90 _ ----
RETEID
X GRUNO’S
ágæta hollenzka reyktóbak
VERÐ:
AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 Vao kg.
FEINRIECHENDBR SHAG — — 0,96---
Fæst í öllum verzlunum