Tíminn - 09.10.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1934, Blaðsíða 1
(öjaíbbagi frlaftstns tt I. )iai. lÁiaangurlnu (ostar IO tu JKfgreibsla ®í lnn£)elmta á Íangavsg 10. ®lml 2555 - P6»tb61J 661 45. blað. Reykjavík, 9. október 1934. XVm. árg. Fjárlagaræðan Cysteinn Jónsson fjármálaráðherra gerir grein fyrír fjár- lagafrumvarpi stjórnarinnar fyrir árið 1935 og fjárhags- afkomu kreppuáranna. Stefna stjórnarinnar: Lækkun nauðsynjavöru- og frdmleiðslu- tolla. Hækkun hátekju- og stór- eignaskatts og tolla á munað- arvörum. Niðurfelling dýrtíðar- uppbótar á háum launum. Stór- aukin framlög til atvinnuvega og verklegra framkvæmda. — Greiðsluhallalaus fjárlög. Áður en ég vík að frum- ’varpi því til fjárlaga fyrir ár- ið 1935, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi, mun ég, svo sem venja hefir verið undan- farið, fara nokkrum orðum um afkomu ríkissjóðs og fjár- málaástandið í landinu yfir - leitt. Sá inngangur er alveg nauðsynlegur, til þess að menn geti áttað sig til fulls á þeim grundvelli, sem fjárlagafrum- varpið fyrir árið 1935 hlaut að hyggjast á. Kreppuárln. Nú stendur svo sérstaklega á. að Alþingi er háð að hausti, og að fyrverandi fjármálaráð- herra hefir í sérstöku útvarps- erindi, 6. marz s. 1., gert grein fyrir afkomú ársins 1933, að svo miklu leyti, sem þá var um hana vitað. Erindi þetta hefir og komið fyrir almenn- ingssjónir og sé ég því ekki á- stæðu til að gefa skýrslu um einstök atriði í afkomu þess árs. Hinsvegar tei ég mjög vel viðeigandi, að rifja hér upp höfuðatriðin í fjarhagsaf- komu vorri undanfarin kreppu- ár. Með því móti fæst áreiðan- lega gleggst mynd af þeim erfiðleikum, sem við hefir ver- ið að stríða og sem1 þjóðin á óneitanlega enn í höggi við. Hagur þjóðarinnar út á við. Þótt þetta yfirlit sé gefið í sambandi við fjárlagaumræður og umræður um afkomu rík- issjóðs, hlýtur það að verða tvíþætt. Afkoma þjóðarinnar út á við, út- og innflutningur og greiðslujöfnuður við útlönd hefir svo gagngerð áhrif á af- komu allra landsmanna og af- komu ríkissjóðs sérstaklega, að hún hlýtur að mynda ann- an þáttinn í því yfirliti, sem gefa á hugmynd um grund- völlinn, sem aðgerðir þings og stjómar í fjármálum verða að byggjast 6. Ázið 1931. Árið 1981 hefir verið talið fyrsta kreppuárið hér. Á því ári voru tekjur ríkissjóðs mik- ið lægri en undanfarin ár eða um 15.3 miljónir. Höfðu ver- ið áætlaðar í fjárlögum 12.8 miljónir. Útgjöldin voru þá, að viðbættum afborgunum fastra lána og öðrum eigna- hreyfingum, um 18.2 miijónir, en samkvæmt fjárlögum voru þau 12.8 miljónir. Greiðslu- halli ársins 1931 var því um 2.9 miljónir. Bið ég menn að gæta þess sérstaklega, að þeg- ar um greiðsluhalla er að ræða, eru taMar með útgjöld- um afborganir a.f föstum lán- um ríkissjóðs. Yfirlitið miða ég við greiðslujöfnuð en ekki reksturshalla eða rekstursaf- gang ríkissjóðs, sökum þess, að ekki er vel komið um rekst- ur ríkissjóðs fyrr en afborg- anir fastra lána eru af hönd- um inntar án nýrra lántaka. Útflutningur íslenzkra af- urða 1931 var um 48 milj., en innflutningur um 48.1. Var því verzlunarjöfnuður lítið eitt ó- hagstæður, en greiðslujöfnuð- ur við útlönd hefir verið mjög óhagstæður það ár. Eftir því, sem næst verður komizt um upphæðir þeirra greiðslna ann- ara en fyrir vörur, sem mynda greiðslujöfnuðinn, er talið að útborganir þjóðarinnar séu eigi minna en 8 miljónum hærri en innborganir. Þýðir það, að til þess að greiðslu- jöfnuðurinn sé hagstæður, þyrfti útflutningur vara að nema um 8 milj. meira en inn- 'flutningur. Með vissu verður þetta ekki vitað, en nálægt hinu rétta verður komizt. Árið 1931 hefir því verið greiðsluhalli á rekstri ríkis- sjóðs og skuldir safnazt við útlönd. Ástæðurnar ber vitan- lega fyrst og fremst að rekja til hins mikla verðfalls á af- urðum landsmanna. ÁrlO 1932. Arið 1932, annað kreppuár- ið, reyndust tekjur ríkissjóðs 11.1 milj., en voru á fjárlög- Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. um áætlaðar 11.4 miljónir. Greiðslur ríkissjóðs taldar á sama hátt og 1981 reyndust um 13.9 miljónir. Voru sam- kvæmt fjárlögum 11.5 milj. Greiðsluhalli ríkissjóðs var um 2.8 milj. Vörur voru þá út- fluttar fyrir 47.8 milj. en inn- fluttar fyrir 37.3 milj. Verzl- unarjöfnuður því hagstæður um 10.4 milj. og greiðslujöfn- uður við útlönd hagstæður. Gætti hér áhrifa innflutnings- haftanna. Jafnhliða því, sem innflutningshöftin björguðu greiðslujöfnuðinum við útlönd 1932, vegna þess hve mjög dró úr innflutningnum þeirra vegna, gætti áhrifa þeirra á afkomu ríkissjóðsins í því, að tolltekjumar hröpuðu niður og komust langt niður fyrir það, sem þær hafa verið um mörg ár, fyr og síðar. Varð því mikill greiðsluhalli hjá ríkissjóði, enda þótt útgjöld ríkissjóðs væru lægri en þau höfðu verið um langt skeið, og lægri en þau hafa verið síðan. Þessi af- koma ársins 1932 sýnir mjög glöggt sambandið á milli tekna ríkissjóðs og vöruinn- flutningsins. Hún sýnir, að semja verður fjárlög og skattalög með nákvæmú tilliti til þess, sem framundan virð- ist um möguleika fyrir vöru- innkaupum til landsins Arið 1933. Árið 1933 er síðasta érið, sem nokkumveginn fullnaðar- skýrslur eru til um. Tekjur ríkissjóðs á því ári voru um 18.7 milj., en voru áætlaðar um 11 milj. Greiðslumar reyndust um 15 miljónir, en ætlaðar á fjárlögum um 12 milj. Greiðsluhalli ríkissjóðs árið 1933 var um 1.3 miljónir. Samkv. bráðabirgðaskýrslum Hagstofunnar fyrir árið 1933 voru fluttar út vörur fyrir um 49.8 milj. króna, en inn vörur fyrir um 47.4 milj. 1933. Má búast við að tölur þessar hækki nokkuð við endanlega skýrslugerð, en ekki ástæða til að ætla annað en að þær sýni nokkurnveginn réttan mismun út- og innflutnings. Hefir verzlunarjöfnuðurinn því verið hagstæður um ca. 2.4 milj., en greiðslujöfnuðurinn við útlönd óhagstæður vegna þess hve greiðslur aðrar en fyrir vörur, eru okkur I óhag, svo sem áðan var drepið á. Heildar- svipurinn á afkomu ársins 1933 var því sá, að hagur þjóðarinnar út á við versnaði töluvert og greiðsluhalli ríkis- sjóðs var nokkuð á 2. miljón. Var haxm þó rnikið lægri en undanfarin ár. Ríkisskuldir í árslok voru 89.996 þús. kr. og höfðu hækkað um 916 þúsund krónur á árinu. Sjóður hækk- aði hinsvegar um 535 þús. krónur á árinu. Um einstök at- riði viðvíkjandi afkomú ríkis- sjóðs á árinu 1983, tel ég fullnægjandi að vísa til opin- berrar greinargerðar fyrver- andi fjármálaráðherra, sem áður er minnst. Þó vil ég gefa stutta skýrslu um breytingu enska lánsins frá 1921. Breytina uuka lánslns trá 1921. Eins og fyrverandi fjármála- ráðherra gat um í opinberri skýrslu sinni, hafði fyrverandi stjóm samið um það, að [ersetiiírskuriuilii um kosninguna til eiri deildar [A öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá til- raun þeirri er gerð var af íhaldsmönnum og „einkafyrirtækinu", til að gera Alþingi óstarf- hæft. Hér fer á eftri, orðréttur, úrskurður sé, er for- seti sameinaðs Alþingis, Jón Baldvinsson, kvað upp um kosninguna til efri deildar]: Við kosningar til efri deildar Alþingis hafa komið fram' fimm listar. Á A-listanum er nöfn 9 alþingismanna úr Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum, en þeir flokk- ar, ásamt hv. þm. Vestur-ísfirðinga, sem er utan flokka, hafa borið þennan lista fram. Á B-listanum, lista Sjálfstæðisflokksins, eru 6 alþingismenn úr þeim flokki. Þingmannatala á hvorum þessara lista um sig er hlutfalls- lega sú, er þessir flokkar, er að listunum standa, geta, eftir atkvæðamagni sínu í þinginu, kosið til efri deildar Alþingis. Þessir listar eru því bornir fram í sam- ræmi við úrslit kosninga og í samræmi við tfni stjórnarskrárinnar frá 1984. Úrskurða ég þá lista gilda. Samkvæmt 2. grein stj ómarskrárínnar frá 1934 á þriðjungur þingmanna að eiga sæti í efri deild, en sé ekki unnt að skipta til þriðjunga í deildirnar, eiga þeir þingmenn, einn eða tveir, sem umfram eru, sæti í neðri deild. Nú er tala alþingismanna 49, og ber því að kjósa 16 alþingismenn til að taka sæti í efri deild Alþingis. En samanlögð tala al- þingismanna á áðurnefndum tveim listuni er eigi nema 15. Á fundinum í gær lýsti forseti eftir lista fi’á Bændaflokknum, en hv. 10. landskjörinn svaraði því, að Bændaflokkurinn óskaði ekki eftir því, að kjósa til efri deildar. Bar þá hv. 2. þm. Reykvíkinga fram lista, er hlaut einkennið C-listi, og var á þeim lista nafn Þoi’steins Briem. Eftir fundarhlé, er veitt var samkv. ósk hv. 10. landkj., kom eigi fiam flokkslisti frá Bændaflokknum, en hv. þm. Vestur-Húnv. bar fram lista, er merkt- ur var D-listi, og var á þeim lista nafn Héð- ins Valdimarssonar, og loks kom fram listi frá hv. 10. landkj., er hlaut einkennið E- listi, með nafni Magnúsar Torfasonar. Með þeirri breytingu á stjórnarskipunar- logum landsins, sem samþykkt var til fulln- ustu á auka-Alþingi 1933, og með nýjum kosningalögum, sem sett voru samkvæmt hinni nýju stj órnarskrá, er gerð stórfelld breyting á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis, og stjórnmálaflokkum, sérstaklega þingflokkum, veittur meiri réttur en áður. Þannig er það lögbundið að það skuli standa á kjörseðli kosninga til Alþingis, í hvaða flokki frambjóðandi sé. Þó að mönnum sé einnig heimilt að bjóða sig fram til þings utan flokka, þá gerir stjórnarskrá og kosn- ingalög aðallega ráð fyrir því, að kosið sé um flokka. Umbjóðendur þmgmanna, kjósendurnir, hafa við síðustu alþingiskosningai- hér á lundi í raun og veru í fyrsta sinni kosið eftir flokkum. Á Alþingi eiga þingflokkar því að hafa þann rétt og þær skyldur, sem kosningam- ar hafa veitt þeim, en hvorki méiri né minni. Bændaflokkurinn hefir atkvæðamagn til ]>ess, að kjósa einn alþingismann til efri deildar. „Ég tel ekki að Bændaflokkurinn geti slcotið sér undan því að eiga einn alþingis- mann í efri deild, en heldur ekki að ein- stakir þingmenn geti borið fram lista með nafni eða nöfnum alþingismanna úr öðrum flokki, sem hefir uppfyllt þá skyldu að leggja fram lista við kosninguna, méð jafn- mörgm nöfnum, og sá flokkur á rétt á að kjósa til efri deildar, og heldur ekki með nafni eða nöfnum alþingismanna úr eigin flokki, ef það er ekld flokkslisti. Þá er kom- ið út fyrir þau takmörk, sem stjómarskrá og kosningalög gera ráð fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.