Tíminn - 30.10.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.10.1934, Blaðsíða 1
<§>jaíbbagi 6(a6sine et 1. Jónl. Árgangutinn fosiat 10 ft. 49. blað. Reykjavík, 80. október 1934. StjómoálatyndirRlr austantjalls A sunnudaginn voru haldnir 8 fundir i Arness- sýslu um mjölkur- og kjötsöiulögin Fundimir, sem Framsóknar- í'élag Árnesinga boðaði til d sunnudaginn, voru yfirleitt vel sóttir og fóru vel fram. íhaldsflokkurinn sendi menn á alla fundina og „Bændaflokk- urinn“ eftir því, sem liðskost- ur hans leyfði. Skal greint nánara frá hverj. um fundi fyrir sig. Fundurinn í Gaulverja- ráðherra mætti þar fyrir hönd Framsóknarfloklcsins. Fyrir íhaldið mætti Jón Pálmason, en fyrir „bændafl." Pálmi Einars- son og Hannes frá Hvamms- tanga. Á fundinum var samþykkt með öllum greiddum atkvæð- um, að þakka núverandi ríkis- stjóm fyrir skjótar og góðar framkvæmdir í afurðasölumál- unum. kvæðagreiðslur, en svo óljósar, að ekki fékkst skýr atkvæða- tala, enda var þá búið að bæta inn í hana viðaukatillögu frá P. M., um frjálsa sölu á hangi- keti og andmælum gegn hækk- un verðjöfnunargjalds. P. Magnússon andmælti til- lögunni m. a. með eftirfarandi rökum: ' „Ég er svo frændmargur hér í Hrunamannahreppi, að mér þætti leiðinlegt ef tillagan yrði samþykkt“. Og fundarmenn aumkvuðust yfir „frændann“ með því að greiða atkv. svo óljóst, að ekki yrði tölu á þau komið. Borgarfundurinn. Hannes Jónsson dýralækxrir ; og Páll Diðriksson mættu þar j fyrir Framsóknarflokkinn, en Garðar Þorsteinsson og Jón i Stóradal fyrir íhaldið og „bændaflokkinn“. Traustsyfirlýsing til stjóm- arinnar var felld með 12:6 at- kvæðum. Fundurinn var mjög illa sóttur. Garðar Gíslason hefir þar fjártöku og var fjölskylda, sem annast viðskiptin fyrir hann, látin koma á fundinn rétt fyrir atkvæðagreiðsluna og tókst íhaldinu þannig, að fó meirahluta atkvæða. bæ. 1 Gaulverjabæ mættu fyrir Framsóknarflokkinn alþingis- inennimir Jónas Jónsson og Þorbergur Þorleifsson, en fyrir íhaldsflokkinn Magnús á Blika- stöðum. Á fundinum voru samþykkt- ar svohljóðandi tillögur með öll- um greiddum atkvæðum: „Fundurinn ályktar að þakka ríkisstjóm þeirri, sem nú sit- ur, röggsama framkvæmd um framkvæmd bráðabirgðalaga um afurðasölu bænda „Fundurinn mótmælir harð- lega framkomu þeirra blaða og stjórnmálamanna, sem hafa reynt að spilla fyrir bráða- birgðalögum núverandi ríkis stjómar um kjöt og mjólkur- sölu“. Magnús á Blikastöðum bar fram tillögu um mótmæli gegn mjólkurlækkuninni. Henni var vísað frá með svohljóðandi dagskrá: „þar sem þessi tillaga felur í sér fullkomið vantraust á tvo beztu menn þessa hérað3, Sigurgrím í Holti og Egil Thor- arensen, sem hafa imnið með alúð og trúmennsku að lausn mjólkurmálsins fyrir Árnes- inga, tekur fundurinn fyrir næsta mál á tlagskrá“. Á fundi voru um 60—70 manns. Skeggjastaða fundurinn. Þar mætti Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra fyrir Fram- sóknarflokkinn, Thor Thors fyrir íhaldið og Magnús Torfa- son fyrir „bændaflokkinn". Samþykkt var svohljóðandi tillaga með öllum greiddum at- kvæðum: „Almennur fundur, haldinn að Skeggjastöðum 28/10. 1934, vegna bráðabirgðalaga um sölu á kjöti og mjólk, lýsir yfir fylgi sínu við þessar ráðstaf- anir og telur, að þar sé lagt inn á þá einu réttu og færu leið, til lausnar á þessum miklu hagsmunamálum bændanna. Þakkar fundurinn ríkisstjórn- inni og Framsóknarflokknum fyrir myndarlegar og skjótar aðgerðir I þessum málum. Hinsvegar telur hann vítaverð- ar og með öllu óverjandi þær árásir, sem gerðar hafa verið á þessar aðgerðir, og í mesta máta ódrengilegar þær tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til þess, að rægja þá saman, sem sameiginlegra hagsmuna eiga að gæta um lausn þessaia mála“. Fundurinn á Vatnsleysu. Hermann Jónasson forsætis- Fundurinn að Húsatóft- um. Þar mætti sr. Sveinbjöm Ilögnason fyrir Framsóknar- flokkinn og Gunnar Thorodd- sen fyrir íhaldið. Till. sama efnis og þær, or samþykktar voru á framan- greindum fundum, var sam- þykkt þar með öllum greiddum atkvæðum. Fundurinn í ölfusinu. Fyrir Framsóknarflokkinn mættu þeir Bernharð Stefáns- son alþm. og Guðbrandur Magnússon forstjóri. Fyrir í- haldið Magnús Guðmundsson og fyrir „bændaflokkinn“ Sig- urður búnaðarmálastjóri og Svafar Guðmundsson. Fundurinn samþykkti svo- látandi tillögu í einu hljóði: Fundurinn lítur svo á, að það sem sparast við fram- kvæmd mjólkurlaganna eigi að renna til framleiðenda, þar eð mjólkurverð er nú mjög lágt í hlutfalli við verkakaup nú og fýrir stríð. Á þessum fundi er ekki sízt eftirtektarverð þau ummæli Magnúsar Guðmundssonar, að fjandskaparummæli Morgun- blaðsins og Vísis ,út af kjöt- verðinu, mundu hafa átt sér stað „áður en vitað var um verðlagið, sem sett yrði á kjöt- ið“. Ennfremur sagði Magnús: „Nú er engin óánægja í Reykjavík út af kjötverðinu. Jafnvel hefir verðið verið sett of lágt“. M. G. kvaðst enga ábyrgð bera á því, sem staðið hefði í flokksblöðum hans um mjólk- urlögin og kjötlögin og reyndi ekki að afsaka framkomu þess- ara blaða nema með því einu, að þau mundu hafa fjandskap- azt gegn kjötverðinu áður en vitað var hvert ástæða væri til þess. Fundurinn á Ásum. þar mættu fyrir Framsókn- arflokkinn Jörundur Brynjólfs- son alþm. og Ingvar Pálmason alþm. og fyrir íhaldið Eiríkur Einarsson starfsmaður í Lands- bankanum. Á fundinum fór ekki fram nein atkvæðagreiðsla. Fundurinn á Flúðum. Bjami Bjarnason alþm. og Hallgr. Jónasson ritstj. mættu þar fyrir Framsóknarflokkinn og Pétur Magnússon bankastj. fyrir íhaldsflokkinn. Á fundinum kom fram traustsyfirlýsing til stjórnar- innar. Voru um hana tvær at- Flótti ihaldsmanna Þeir afneita stefnu sinni, blöð- um sínum og sjálfum sérf Frá fundunum i Árnessýslu Eins og getið hafði verið um ' hér í blaðinu, boðaði Fram- sóknarfélag Árnessýslu til 8 funda samtímis í sýslunni s. 1. sunnudag. Á fundunum mættu, auk innanhéraðsmanna, þingmenn kjördæmisins, ýmsir þing- menn flokksins og nokkrir aðrir Framsóknarmenn héðan úr bænum. Til umræðu voru hin nýju bráðabirgðalög stjórnarinnar um kjöt- og mjólkur-lögin. Á fundunum mættu,, auk þeirra, sem áður er getið, íhaldsmenn, bæði þingmenn og flokksins og aðrir héðan að sunnan, og svo vorú fáeinir menn úr „bændaflokknum“, á' sumum fundunum. Það er nú að fullu ljóst, að á þessu hausti fá bændur um 23 aura hærra verð fyrir hvert kg. kjöts en í fyrra. Er þes3i hækkun talin að nema fyrir Árnessýslu eina í haust um 60 þús. krónum. íhaldsmenn á lensinu. Það sem einkenndi umræður margra eða flpstra fundanna var flótti íhaldsmanna frá sjálfum sér, frá skoðunum sín- um, eins og þær koma fram manna á milli heima fyrir, frá ummælum sjálfs sín og flokks- bræðra sinna áður og annars- staðar í sambandi við dag- skrármálin og síðast en ekki sízt frá blöðum sínum og mál- gögnum. Og sá flótti var átakanlegur — og skoplegur. íhaldsmenn hafa gefið út og gefa enn út sæg af blöðum. Þeir eiga mörg þessi blöð j sjálfir, kosta þau og skrifa í [i þau og nióta algerlega stefnu þeirra og málafærslu. !: öll þessi blöð hafa fjand- 1 skapast gegn bráðabirgðalögum um afurðasöluna, fjandskapast af þeirri heift og áfergi, sem mun vera dæmafá. En þegar fundamönnum var bent á þessi ummæli íhalds- blaðanna, þegar níð Mbl. og Vísis var lesið upp gegn mál- unum, risu íhaldsmennimir upp, hver um annan og sóru og sárt við lögðu, að þessi blöð kæmu sér ekkert við. Það sem þau segðu væri þeim hin mesta raun og hugarkvöL það varð ekki annað á þeim skilið en að íhaldsflokkurinn væri algerlega blaðlaus flokk- ur, ætti ekkert málgagn, sem fengist til þess að túlka hug þeirra og stefnumáL Afneitun Péturs. Á einum fundinum, t. d. þar sem Pétur Magnússon var mættur, sagði hann að Mbl. væri ekki blað íhaldsflokks- ins og að „Mbl. hefði talað afar óviturlega um bráða- birgðalögin". Hann sagði m. a., að „engixm heilvita maður léti sér detta til hugar, að hafa á móti því, áð bændur fengju hækkað verð fyrir kjötið“. Þá var honum bent á grein í hinu útskúfaða málgagni þeirra MbLeins dags gamla og eftir flokksbróður hans Magnús Jónsson, þar sem eftirfarandi klausa stendur m. a. um kjöt- lögin og kjötverð: „Tilgangur laga þessara er vitanlega sá, að tryggja það, að kjöt fáist ekki með góðu verði hér né í öðrum sjávarplássum". Svo var lýst heift Magnúsar Jónssonar til verðhækkunar- innar, eins og hún hefir birzt í greinum sjálfs hans. Pétur Magnússon var svo spurður, hvort hann teldi M. J. í þeim hópi manna, sem ekld væri „heilvita“. Hann svaraði því ekki, en hélt hinsvegar áfram að af- neita Mbl. Og hann afneitaði sínum eigin málgögnum af stórum meiri uppgerð, beizkju og hugarangri en sankti Pétur nafni hans afneitaði sínum meistara á hættustundinni. Hvort P. M. iðrast á eftir eins og nafni hans, skal hér ósagt látið. Magnús Guðmundsson sver af sér Mbl. Þá var frammistaða Magn- úsar Guðmundssonar á fundin- um í Hveragerði ekki síður aum. Hann afneitaði Mbl. og Vísi af grátklökkri auðmýkt. Vildi alls ekkert við þau blöð kannast né það, sem í þeim stæði, haxm bæri enga ábyrgð á því, (og þá náttúrlega ekki heldur því, sem haim hefir skrifað í þau ajálfur). ®8 innþelmta á íaugaoeg 10. 6lmi 2353 — Póst&ólf 961 ' xvm. firg. Alþingi 23.-29. október Kjötlögin eru nú komin gegnum efri deild og búið að taka þau á dagskrá til 1. umr. í neðri deild. Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á lögunum, samkv. tillög- um landbúnaðarnefndar og í samráði við ríkisstjómina: 1. Undanþága til að selja reykt kjöt frá heimilum, enda sé greitt af því verðjöfnunargjald. 2. Um slátrunarleyfi handa einstaklingum, sem illfært eiga með rekstur á fé sínu til sláturhúss. 3. Aó verðjöfnunargjald megi vera allt að 10 aura pr. kg., í stað 8 aura í lögunum. 4. Heim- ild til að undanþiggja kjöt af mylkum ám verð j öfnunarg j aldi. Málþófið á Alþingi keyrði úr öllu hófi fram í neðri deild sl. miðvikudag. Hafði þá mikill meirihluti íhaldsmanna í deildinni tekið til máls við sömu umræðu um eitt af stjómai'fnimvörpunum og mai-gir búnir að tala sig dauða, enda var málið búið að þvæl- ast fyrir deildinni dögum saman. Nokkrir þingmenn úr stjóraai'flokknum tóku sig þá saman og ki'öfðust þess samlivæmt þing- sköpum, að gengið yrði til atkvæða um, að umræðum um málið yrði slitið tafariaust. Fékkst að vísu ekki nægilegt atkvæðamagn í deildiniii, til að skei'a umræður niður, en þessi alvarlega áminning varð þó til þess, að heldur sljákkaði í íhaldsmönnum, og tókst að afgreiða frumvarpið næsta dag. Ýms ný mál komu fram í þinginu í vik- unni, sem leið. Skulu nokkui’ þeirra nefnd. Ríkisstjórnin flytur frv. um útflutnings- bann á síldarmjöli. Er þar um að ræða staðfesting bráðabirgðalaganna, sem; land- búnaðarráðherra gaf út í haust vegna yfir- vofandi skorts á fóðurbæti. Þingmenn Eyfirðinga flytja frv. um lög- reglustjóra í ólafsfirði. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar flytur frv. um að framlengja til þi'iggja ára breyt- ingarákvæði þau um rýmkun á banni gegn dragnótaveiði, er samþykkt voru á þingi 1933 og ná til dragnótaveiðanna við Suður- og Vesturland, að Látrabjargi. Bergur Jónsson og Finnur Jónsson flytja frv. um síldarverksmiðjur rikisins. Er þar gömlu lögunum um síldarverksmiðjuna á Siglufirði breytt með tilliti til þess, að ríkið hefir nú eignazt fleiri verksmiðjur og lögin að öðru leyti færð til samræmis við reynslu undanfarinna ára. Gert er ráð fyrir, að í stjóm verksmiðjanna seu þrír meim .skipaðir af ríkisstjórninni, og falli urhboð núverandi verksmiðjustjórnar niður um leið og lögin ganga í gildi. Ýmsar tillögur eru fram komnar um breytingar á fátækralöggjöfinni. Páll Zop- lióníasson og Þorbergur Þorleifsson flytja frv. um, að framfærsluskyldan hvíli á dval- ai-sveit, en sveitfestitíminn sé afnuminn, og fátækraflutningurinn hverfi. Atvinnu- málaráðherra hefir flutt sérstakt frv. um afnám fátækraflutnings. þá hafa þeir Jónas Guðmundsson og Emil Jónsson flutt frum- varp til nýrra framfærslulaga, þar sem á- kveðið er, að landið skuli vera eitt fram- færsluhérað. Framfærslukostnaður greiðist í upphafi af heimilissveit. Síðan reiknist út meðaltalsframfærslukostnaður á mann í landinu. Er ríkissjóði ætlað að endurgreiða það, sem er fram yfir meðaltalskostnað, þannig að Reykjavík fái x/3 af því endur- greitt en önnur bæja. og sveitafélög 2/8 endurgreitt. ^ Enginn vafi er á því, að framfærsla þurfamanna er nú að verða ýmsum fátæk- ari sveitafélögum algerlega um megn, og sér í lagi það, að verða að framfæra þurfa- menn í dýrtíð kaupstaðanna. Breytinga ei’ Íiví brýn þörf, en vafamál, að hægt sé að láta þær ganga fram á þessu þingi. En Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir eðlilegri lausn þess máls hið allra fyrsta. Hallgrímur Jónasson ritstjóri Nýja dag- blaðsins er fertugur í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.