Tíminn - 07.01.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.01.1935, Blaðsíða 1
LANOS&OKASAFN ^faíbbagi 6ia{sln» cc I. Jiioi. ^.tSöugötlna tostax 7 ft JKfereibsla ®ð *nnf)etnito á £augaoefl 1p. €iintí 2353 - PóatJjélf ððl 1. blað. Reykjavík, 7. janúar 1935. XIX. árg. Nýtí Iand Ný bióð Laust fyrir Alþingishátíðina 1930 kom hingað mjög nierkur sænskur fræðimaður, Einar Fors Bergström. Hann ferða'ð- ist hér um landið nokkrar vik- ur, kynntist ótrúlega mörgu, bæði mönnum og málefnum. Hann hafði hið glögga auga gestsins og skildi betur en flestir menn aðrir, sem heim- sótt hafa ísland, þá miklu um- breytingu á högum lands og þjóðar, sem hefir verið að ger- ast og er að gerast þann dag í dag. Bergström skrifaði eftir að iiann kom heim bók um ísland og Islendinga. Sú bók heitir „ísland í deiglunni“. Þar koma fram skoðanir og athuganir hins skarpskyggna höf. um það hveniig ísland og íslendingar eru að breytast úr kyrstæðri, andlega heilbrígðri þjóð, í stór- breytingafúsa, óróafulla nú- tímaþjóð. Einn af elztu íhaldsmönnum í Reykjavík sagði eftir kosn- ingaósigur Mbl.-manna 1931. „Það þarf ekki aðeins að skapa nýtt land, heldur líka nýja þjóð“. íhaldsmaðurinn og Berg- ström sjá sama fyrirbrigðið, en dæma það misjafnt. íhalds- maðurinn sér að hið gamla land og hinar gömlu venjur eru að hvierfa. Hann harmar það, og hann óskar ag landið og þjóðin geti endurfæðst eins og honum þykir bezt henta, að vinnandi stéttirnar striti upp til dala og út á miðum fyrir „heldri menn- ina“ í nokkrum kauptúnum, sem lifi athafnalausu hóglífi við það auðunna starf að halda vörð um kyrstöðuna í landinu og réttleysi þess, sem er minni máttar. Þegar Páll á Þverá lýsir þeim þrem skaðsemdarbylgjum, sem gengið hafi yfir landið, og eyðilagt „hið gamla, góða ís- land“, þá heldur hann alltaf sömu röðinni. Fyrst er kaup- félagshreyfingin, sem síðar leiddi til þess að Sambandið var stofnað. Þar næst kom templarahreyfingin, sem fæddi af sér vínbann og áfengistak- markanir. Og að síðustu kom verkamannahreyfingin, sem hann mun vafalaust að ein- hverju leyti kenna um ný- breytni eins og einkasölu á bif- reiðum. Menn geta verið mjög ósam- mála um gildi þeirra lífsskoð- ana, sem Páll á Þverá aðhyll- ist og predikar. En um það verður ekki deilt, að samvinnu- hreyfingin, sem byrjaði að hafa hér áhríf í harðindunum miklu fyrir rúmlega hálfri öld, er móðir hins nýja umbótalífs á Islandi. Undir hennar merkj- um hefir verið sótt fram síðan um 1880. Samvinnan er undir- aldan í hinu mikla og marg- háttaða starfi, sem unnið hefir verið af tveim kynslóðum að því að breyta Islandi í nútíma- mermingarland. Og hið nýja Island á og mun verða mótað af anda og starfi samvinnunnar fremur en nokk- urri annari umbótahreyfingu. 3Í J. Þrjú merk aívinnumál Síðasta Alþingi samþykkti þrenn lög um skipulag á sölu þriggja þýðingarmestu fram- leiðslugreina í landinu. Þessi lög eru um innanlandssölu á kjöti og mjólk og um sölu á saltíiski erlendis. Það gildir það sama um alla þessa þrjá lagabálka, að Jón Árnason framkvæmdastjóri hef- ir átt meginþátt í að undirbúa allar þessar nýjungar af hálfu Framsóknarmanna. En Jón Árnason hefir, svo sem kunn- ugt er, síðan 1920 unnið meira að sölu landbúnaðarafurða en nokkur annar íslendingur. 1 hverri af þessum þrem grein- um vofði yfir stórkostl. háski, þegar núverandi stjóm og Al- þingi gripu inn í með skipulagn- inguna í sumar og haust. Kjöt- markaðurinn í Noregi og Bret- landi var takmarkaður og vax- andi ringulreið að komast á inn- lenda markaðinn. Fyrra haust- ið, sem Þ. Br. var landbúnaðar- ráðherra, fengu bændur í Sf. Sl. rúmlega 60 aura fyrir kg. Og það voru þeir, sem bezta höfðu aðstöðu. En með auknu aðstreymi úr fjarlægum lands- hlutum, hlaut verðið að falla enn meir. Án skipulags um kjöt söluna innanlands vofði algjör eyðilegging yfir bændastétt landsins í haust sem leið. Skipu lagið hefir bjargað því, sem bjargað varð. Eða lítum á hag bænda, sem lifðu af mjólkursölu til Reykja- víkur. I haust voru hér 105 mjólkurbúðir. Nú verða þær um 30. Útsöluverð á lítra var 42 aurar í Rvík. Þriðjungur af því kom til bændanna austanfjalls, helmingur til bænda í Mosfells- sveit. Stöðugt óx íramboð á mjólk. Milliliðum fjölgaði, en verðið til bændanna lækkaði. Framundan blasti við alger eyðilegging, jafnt þeirra, - sem lifðu af að framleiða mjólk og kjöt, áður en það skipulag er að koma, sem nú er að gefa sunnlenzkri bændastétt nýja trú á lífsskilyrðin í landinu. Þá tók ekki betra við með saltfiskinn, stærstu útflutn- ingsvöruna. Þar starfaði sjálf- valin sölunefnd, skammtaði hverjum forstjóra 2000 krónur í mánaðarlaun, birti aldrei reikninga, sem gáfu verulega hugmynd um starfsaðferðina. Félagið lifði aldrei nemá part úr ári, hafði ekkert vald á nýju framleiðslunni fyrstu þrjá mánuði ársins, hafði ekkert jafnaðarverð, enga tryggingar- sjóði, enga framtíð, enga for- tíð, ekkert nema hverfult augnablik. Þetta var sagan um saltfiskinn, vöruna, sem hafði misst 25% af markaði sínum sem ekkert var gert til að bæta úr fyr en nú á þingi. Snemma í fyrrahaust skrif- aði Jón Ámason hér í blaðið um skipulagsmál afurðasölunn- ar. Valtýr og Jón Kjartansson réðust á tillögur hans með fár- yrðum. í nóv. ritaði J. Á. öll- um forstöðumönnum samvinnu- félaganna og bað þá að koma á fund í Rvík eftir nýár. Sá Framh. á 2, dðu. A víðav&ngi fhaldið og austurvegurinn. í Nýja dagbl. er nýlega rak- in saga þess máls. Jóns Þorl. lagði til að járnbraut yrði lögð austur, meðan hann leitaði kjörfylgis í Árnessýslu. Síðan sofnaði það. En miðstjórn Framsóknaríl. fól Kl. Jónssyni sem vegamálaráðherra að láta rannsaka skilyrðin fýrir járn- braut eða vegi austur. Niður- staðan varð þá, að vegur væri betri en jái-nbraut og vegstæði um Lágaskarð, suðaustur frá Kolviðarhóli. Síðan lét Fram- sóknarflokkurinn lögfesta þetta vegarstæði á sumarþingi 1931. íhaldið tók þá við og svaf á málinu. En í vetur beittu ráð- herrar Framsóknarfl. sér fyrir, að atvinnubótavinna yrði notuð í veginn nú í ár. Bjami skóla- stjóri á Laugarvatni fylgdi þessu fram í fjárveitinga- nefnd, en Magnús Guðm. taldi óframkvæmanlegt að nota það vinnuafl úr Rvík austur á heiði. Reynir nú á annarsveg- ar áhuga, hinsvegar svefn. Nýstárleg Mngstjómarkenning. f áramótahugleiðingum í Mbl. segir Ólafur Thors, að allt pólitískt réttlæti í landinu velti á því, hversu búið verði að Mágnúsi Torfasyni. Hann segir, að eftir stjómarskránni megi enginn bjóða sig fram til þings, nema í flokki, og síðan verði hver þingmaður að hlýða vilja flokksins í öllu. Ól. Th. gleymir, að Ásgeir Ásgeirsson bauð sig fram utan flokka og er talinn þinghæfur fyrir því. Nú segir Ól. Th., að M. T. séí einkafyrirtækinu, og eigi að hlýða skipunum þess, og vera með íhaldinu í öllum málum. En M. T. gerir þetta ekki og er oft á móti íhaldinu. Ól. Th. « heimtar nú, að einkafyrirtæk- ið reki M. T. úr flokknum, fyrir óhlýðni. Síðan ætlar ól- afur að heimta, að M. T. sé rekinn af þingi. Hann segir, að ihaldið verði með því, vonar að soeialistar verði líka með því, en fullyrðir að Framsókn- arflokkurinn verði á móti. Á að gera þingmann þingrækan? Kenning Ól. Th. um að bæði eigi að reka M. T. úr flokki sínum og af þingi, er álitin met í heimsku, jafnvel þó að miðað sé við greinar Mbl. — ! Fyrst veit Ó1 Th. ekki, að j menn geta boðið sig fram ut- ; an flokka, og líka gengið úr ; þingflokki og verið uitan flokka. Hann veit ekki, að það er með öllu óframkvæmanlegt fyrir þingið að taka þing- , mennskuumboð af manni, sem löglega hefir náð kosningu, þó að einhverjum öðrum mönnum líki ekki atkvæðagreiðslur hans. Og Ól. Th. -veit ekki, að það er séreinkenni „einkafyr- irtækisins“ að hlýða engum flokkslögum eða skipulagi. Þessi „viðleitni til flokksmynd- unar“ byrjaði á því að for- sprakkar hans neituðu að hlíta flokksreglum í Framsóknarfl. Ól. Th. dáðist þá að frelsisást Jón Árnason framkvæmdastjóri hjá Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga, sá maður, sem mest hefir unnið að undirbúningi laganna um skipulagning afurðasölunn- ar, af hálfu Framsóknarflokks- ins. þeirra. M. T. lifir algerlega eftir þessum frelsiskenningum, sem einkafyrirtækið þóttist byggja á. Skyldi hann nú verða ger útlægur? „Það segir fátt af einum*. Sá óvandi hefir komizt á í j' Búnaðarbankanum, áð bændur : úr Rangárvallasýslu eiga að snúa sér til Péturs Magnússon- ar eins, bæði um hin almennu viðskipti og um Kreppulána- sjóð. Þetta er því einkenni legra, þar sem bankastjóramir eru þrír og tveir jafnan við í einu. Pétur tekur án efa ljúf- mannlega við Rangæingum, en samt er þetta skipulag ekki með öllu viðkunnanlegt. Fram- sóknarí'lokkurinn bætti úr þessu að nokkru1 leyti um þing- lokin með því að kjósa sr. Sveinbjörn Högnason endur- skoðanda í Búnaðarbanka og Kreppulánasjóði til næstu tveggja ára. Þar var áður Pét- • ur í Hjörsey og er búizt við, að hann hafi ekki síð,ustu missir- in gefið mjög miklar gætur að því, hversu Pétur Magnússon útdeildi náðarmeðulum til vina og andstæðinga í Rangárþingi. Samtökin um fjárlögin. Aldrei fyr hafa stuðnings- menn stjómar staðið svo fast saman um fjárlögin sem nú. íhaldsmenn greiddu atkvæði með hækkunartillögum, sem numið hefðu miljónum króna. Auk þess börðust þeir á móti hverju einasta tekjuaukafrum- varpi. Ráðagerð þeirra er ber- sýnilega sú, að láta tekjuhalla- búskapinn halda áfram. Stuðn- ingsmönnum stjómarinnar var ljóst, að ef þeir stóðu ekki sam- an eins og veggur um gætilega fjárstjóm, mundi ríkið . halda áfram að síga ofan í skuldafen- ið. Fólk úti á landi undraðist hve fast hinir 25 stóðu saman í atkvæðagreiðslunum um að halda í hófi útgjöldum og ábyrgðum. En um tíma komu aðeins fram 24, og þótti það sæta furðu. Jón Auðunn var þá um stund fjarverandi 0g á með- an sat forseti sameinaðs þings hjá. Hið sama gerðu þeir oft Einar á Eyrarlandi og Jörund- ur í Skálholti, En aldrei hefir í- T íminn s i æ k k a r Með þessu blaði hefst nítj- ándi árgangur Tímans. Ýms tíðindi hafa orðið hér í landi, síðan Tíminn hóf göngu sína,og mörg baráttan háð. Oft hefir horft óvænlega í bili fyrir þeim málefnum, er honum stóðu næst, og mörgum góðum stuðningsmanni hefir hann orö- . ið á bak að sjá, svo sem verða vill, á þessum 18 árum. En vinsældir Tímans og ítök í hug- j um þjóðarinnai' hafa aldrei ; neinn hnekki beðið. Tíminn j hefir lengi verið og er stærsta og víðlesnasta vikublað í land- inu. Um Tímann og efni hans hefir verið hugsað og talað daglega um nærri tvo tugi ára á velflestum heimilum á land- inu, og það einnig af þeim, sem sjaldan hafa lesið hann eða séð. Og hugmyndir al- mennings um Tímann sjást kannske bezt í því, að áhrifa- mesti stjórnmálaflokkur lands- ins hefir löngum verið kenndur við heiti þessa blaðs. Nú um þessi áramót stækk- ar Tíminn í annað sinn. Hon- irm þykir það vera í samræmi við stækkandi verkefni þessa þjóðfélags. Jafnframt er þó á- kveðið að lækka verð blaðsins frá því sem verið hefir, til þess að gera þeim mörgu mönnum hægi’a fyrir, sem gjarnan vilja lesa blöð, en nú eiga við örðug kjör að búa. Og í þeirri von, að stækkun blaðs- ins megi verða til að auka fjöl- breytni þess, og efla orku þess í baráttunni fyrir því, sem betur má fara, óska útgefendur og starfsmenn Tímans lesend- um hans gleðilegs árs. Ritstj. haldsforseti á þingi eða í bæj- arstjórn gert slíkt drengskapar- bragð. Tvennskonar útvarp. Menn muna tímana tvo með útvarpið. Annarsvegar útvarp íhaldsins, litla stöðin í Reykja- vík, Lárus Jóhannesson með gróðafélög um málið, Magnús Guðmundsson á bakvið og gef- andi félagsskap L. J. öll hugs- anleg fríðindi. Hlutleysið þann- ig að L. J. játaði það við einn af styðjendum þessa blaðs, að tilgangurinn með það útvarp væri, að geta daglega ráðist á F ramsóknarmenn. Að lokum varð útvarp íhaldsins gjald- þrota.. — Berum þetta saman við ríkisútvarpið, sem nú er. llina stóru og góðu stöð, skipulag á sölu vandaðra tækja, sífjölgandi hleðslustöðvar út um land, sem Útvarpið styrkir. Milliliðagróðanum varið til að borga stöðina og kosta marg- breytilega dagskrá. Hlutleysið tryggt svo að engin rökstudd gagnrýní hefir komið fram gegn starfi þess. Og nú þegar þrengir að um! samkeppni frá útlöndum og máske þörf á end- urvarpsstöð, þá getur Útvarpið sem Framsóknarfl. reisti, sjálft borið kostnaðinn. Uian úr heimi Sigur Þjóðabandalagsins. Síðustu mánuði ái’sins ríkti mikill ótti í flestum. stærri löndum Evrópu um að ný heimsstyrjöld væri í aðsigi. Konungur Júgóslava var drep- inn í Frakklandi. Þegnar hans kenndu Ungverjum um morðið og jafnvel áhrifamönnum í Þýzkalandi. Júgóslavar stefndu málinu til Þjóðabandalagsins, og fyrir forgöngu þess tókst að koma á sáttum. En áður en þar kom málum var engu lík- ara en að draga myndi til sömu atburða og 1914. Þjóðabandalagið var stofnað til að afstýra ófriði. 1 fyrstu gengu í það nálega allar stór- þjóðir, nema Bandaríkin og Rússland og flestar smáþjóðir nema íslendingar. Fram! undir 1930 fór gengi þess vaxandi. Hvað eftir annað tókst því að jafna deilumál þjóðanna, og beitast fyrir margháttuðum mannréttinda og mannúðar- umbótum. En er Japanar tóku með frekju og ofbeldi að ásæl- ast lönd Kínverja og skeyttu hvorki um samninga né rétt- læti, þá reyndist það ofúrefli Þjóðabandalagsins að skakka leikinn. Þoldu Japanar illa að- haldið og gengu úr bandalaginu. Litlu síðar gekk Þýzkalánd úr bandalaginu, eftir að Hitler tók þar völd. Spáðu þá margir að Þjóðabandalagið ætti skammt eftir ólifað En þar varð önnur reynd. Líkur bentu til að launbandalag væri milli Japana og Þjóð- verja. Stóð öðrum stórveldum mikill stuggur af þeirri vin- áttu. Rússar óttuðust úppgang Japana, vegna landa sinna í Asíu, og Bandaríkjamönnum þóttu Japanar nógu hættuleg- ur keppinautur, þó að þeir efldust ekki stórlega að lönd- um. Spáðu menn þá, að Japan- ar myndu herja á Rússa í Austur-Asíu, neyða þá til að draga þangað megin-liðskost sinn, og berjast þar undir erf- iðum skilyrðum, en þá myndu Þjóðverjar ráðast á Rússa heima fyrir og freista að sigra þá. Frökkum var að vísu eklci sárt um kommúnismann í Rússlandi, en þeir vildu um- fram allt ekki gera Þjóðverja of volduga. En þetta varð auðvitað til þess, að Rússar og Frakkar snéru hinum mesta íjandskap upp í mikla vináttu. Rússar treystust ekki til að standa einir, af ótta við Jap- ana og Þjóðverja sameinaða. Réðu þeir þá af að ganga í Þjóðabandalagið í haust sem leið. Þykir margt benda til, að Bandaríkin muni líka ganga inn í það á þessu ári. En þá er sennilegt, að Þjóðverjar og Japanar myndu varla treysta sér til að standa utan við.. Fyrir smáþjóðirnar eru aliar framtíðarvonir bundnar við frið, og friðarvonirnar við vax- andi gengi Þj óð abandalagsins. Hið nýja ár byrjar að því leyti vel, að vegur bandalagsins hef- ir aldrei verið meiri en nú. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.