Tíminn - 05.02.1935, Blaðsíða 2
18
T í M I N N
Ómerktur eiður
1 sókn sinni á heiður og lífs-
starf Sigurðar Kristinssonar
forstjóra Sambandsins leiddi
Valtýr Stefánsson ólaf Thors,
núverandi formann íhalds-
flokksins sem vitni. Mbl. hafði
fullyrt, að Sigurður Kristins-
son hefði gefið faisvottorð, og
að hann væri þar af leiðandi
ekki maklegur trausts. En hin
mikla þýðing, sem Sigurður
Kristinsson hefir fyrir sam-
vinnufélögin í landinu, er það,
að haxm nýtur trausts allra
heiðarlegra manna, sem eru fé-
lagsrrienn eða skipta við Sam-
bandið. 0g þetta traust hefir
Sig. Kristinsson áunnið sér
með drengskap sínum, kjarki
og sannleiksást. Það þarf nokk-
uð mikla dirfsku fyrir úrhrök
mannfélagsins eins og aðstand-
endur Mbl. til að hyggja sig
þess umkomna að geta sannað
á slíkan mann, að hann gefi
falsvottorð og sé ódrengur.
Mbl. ætlaði sér þetta, og
það hafði eina von. ólafur
Thors átti að sanna fyrir rétti
og með eiði, að Sig. Kristins-
son væri eins og Mbl. lýsti
honum.
ólafur Thors gerði það sem
hann gat. Hann vann eið að
auðvirðilegri lygasögu, ómerki-
legri í alla staði. En eið-
stafur Ólafs átti þó að gefa
lygasögunni það líf, að árás
Mbl. á Sigurð Kristinsson yrði
talin sannmæli.
Dómarinn leyfði ólafi Thors
að sverja um lygasöguna. En
hann tók ekkert tillit til fram-
burðar ólafs. Hann ómerkti
eið Ólafs. Hann sýknaði Sig-
urð Kristinsson af álygum!
Mbl. Dómarinn stimplaði um-
sögn V. St. með eiðfestum
vitnastuðningi ólafs Thors sem
hreina lygi, og dæmdi V. St. í
miklar fésektir.
En nú vaknar spumingin:
Var rétt af dómaranum að
leyfa Ólafi Thors að sverja, úr
því dómarinn sá, að það sem
hann vildi sverja um var lýgi?
Alveg sérstaklega varð að taka
tillit til þess að ólafur er álit-
inn einhver ósannsöglasti mað-
ur í þeim hóp, sem stendur að
Mbl. og er þá nokkuð sagt. Og
það þurfti alla þá frekju og
léttúðugan dónaskap, sem þessi
maður hefir til að bera, til þess
að leggja út með framburð og
svardögum að sanna á Sig.
Kristinsson, að hann gefi fals-
vottorð og sé ódrengur.
Menn leita dýpra í málið.
Er Ólafur alltaf vitnisbær? Það
liggur í ættinni hættulegt
minnisleysi. Jensen faðir hans,
sem annars er talinn vel viti
borinn maður, tapaði alveg
minninu um tíma eftir að mil-
jónanfélagið var farið á höfuð-
ið undir stjóm Jensens, og
ekki búið að stofna Kveldúlf.
Dómarar, sem rannsökuðu það,
hvernig miljónafélagið tapaði
auði sínum, urðu að gefast upp
við að fá nokkra vitneskju hjá
forstjóranum. Minnið bilaði al-
veg með fjárhag hins dána fé-
lags. Það kom aftur um stund-
ar sakir a. m. k. þegar Kveld-
úlfur byrjaði starfsemi sína.
Jensen var þá dæmdur óvitnis-
bær. Minnisleysi hans virðist
hafa orðið áberandi aftur ný-
verið, er hann gleymdi litlu
mjólkurflöskunum í 4 ár, og
gleymdi að þær voru of litlar.
Menn munu spyrja: Er hægt
ag gera ráð fyrir, að Ólafur
hafi að erfðum gallað minni?
Eða kemur annað til. Hann
hefir hælt áfengi nokkuð mik-
ið. Hann mun hafa hælt stór-
felldum drykkjuskap opinber-
lega. Hvaða áhrif hefir það á
menn að lifa eftir reglunum:
„fullur í gær, fullur í dag og
fullur á morgun"? Era menn
vel minnugir og fyllilega vitnis-
bærir eftir t. d. þriggja daga
whisky-drykkju? Og hversu á
að dæma um hálfruglaðar end-
urminningar frá undangengn-
um „túradögum"? Og hvers
virði eru víndraumamir, jafn-
vel þó þeir séu eiðfestir? Og
hvar eru svo hin siðferðilega
ábyrgð réttarfarsins ?
En það á að verða alvarlegt
umhugsunarefni fyrir þjóðina,
þegar siðspilling íhaldsménnsk-
unnar er orðin svo mikil, að
vesalingunum við Mbl. dettur í
hug, að bera svik og ódreng-
skap á Sig. Kristinsson, að nota
Ól. Th. sem vitni, að láta eið-
festa hann, og fá lyginni
hrundið með dómi, og dómfest
að málið sé vonlaust, þó að for-
maður íhaldsflokksins sé búinn
að vinna eið með framburði
Mbl.
Mbl. hefir beðið dómstólana
að dæma. Málinu er lokið. Lygi
Mbl. er ómerkt með dómi. Eið-
festur framburður ólafs Thors
er ómerktur í þeim dómi. Ekk-
ert er eftir, sem máli skiptir,
nema að meta og endurmeta
vitnishæfileika formanns íhalds
flokksins. Eftir niðurstöðu
dómsins í árásarmálinu á Sig.
Kristinsson, er fullkomlega
þörf að biðja um skýringar,
jafnvel miklar skýringar.
n.
Nýjir framkvæmdir á Eiðum
í fjárlagafrumvarpinu, sem
núverandi ríkisstjóm lagði fyr-
ir síðasta þing var 50 þúsund
l róna fjárveiting til rafveitu á
Eiðum vegna skólans þar.
Þessi fjárveiting hlaut sam-
þykki þingsins og má því telja
víst, að á næsta sumri verði
hafizt handa um þessar nýju
framkvæmdir.
Það er mikið fagnaðarefni
Austlendingum' hve stjóm og
þingmeirihluti hefir tekið hér
réttilega og hiklaust 1 streng-
inn gagnvart andstöðu íhalds-
manna í fjárveitinganefnd og á
Alþingi'. Því þessar væntan-
legu umbætur á Eiðaskóla hafa
verið áhugamál og baráttumál
á Austurlandi undanfarin ár,
og þó alveg sérstaklega eftir að
upp tóku að rísa héraðsskólar
á heitum stöðum með full-
komna aðstöðu til sundkennslu
vetur sem sumar, jafnframt
byggingu heitra sundlauga.
Á tímabili þessara hröðu
framfara hefst almenn sund-
mennt íslendinga í annað sinn
— nema á Austurlandi —. Það
hefir enn farið varhluta af
þessum mikilvægu menningar-
framkvæmdum.
Magnús Stefánsson á Lauga-
hvoli vakti minnisstæða at-
hygli á þessu efni síðastl. vet-
ur 1 einu af útvarpserindum
þeim, er hann flutti um sund-
mennt íslendinga.
Hann skýrði frá því eftir ör-
uggum heimildum, að af fram-
lögum ríkissjóðs til bygginga á
sundlaugum hafi til þes3 tíma
komið í hlut Austurlands 1220
kr„ \ en hlut hinna landsfjórð-
unganna 90000 kr.
Auðvitað koma hér til greina
jarðeðlislegar ástæður. Þúsund-
in eina, sem fór austur yfir lín-
una frá Jökulsá á Sólheima-
sandi norður í Axarfjörð, var
veitt til sundlaugar 1 Vopna-
firði, þar semj er eini veruleg-
ur jarðhitastaður í byggð á
Austurlandi. Hinar 90 þúsund-
irnar fóru til sundlauga í öðr-
um landsfjórðungum og var
sízt um of til jafn brýnna
þjóðþarfa.
En af þessum samanburði
verður ljóst, að krafa Aust-
lendinga' var réttmæt, sú er
þeir báru fram á þingi í fyrra-
vetur, um að bætt yrði úr
ójöfnum þessum í náinni fram-
tíð, með rafveitu og sundlaug
á Eiðum. Og nú er ákveðið að
þetta sþor verður stigið. Að
þeim framkvæmdum! loknum
niun einnig á Austurlandi hefj-
ast nýtt tímabil í sundmennt
og almennu íþróttalífi. En þetta
komandi tímabil á sína forsögu,
sem hefir mikið hvatningar
gildi. Hún mun trúlega geyma
þann vitnisburð um æskufólk á
Austurlandi að það hafi á örð-
ugum tímum, með samtökum
og harðfylgi, lært og iðkað
sund í sínum köldu vötnum; og
tiltölulega kalda sjó.
Hinar nýju framkvæmdir
munu verða þess órkandi að
safna unga fólkinu að hlýju
lauginni á Eiðum. Þar verður
vagga sundlistarinnar á Aust-
urlandi. Og þar kemst fólkið
líka í kynni við kalda vatnið,
sem er samskonar að hitastigi
og það á síðar meir við að búa.
Og það mun koma frá Eiðum
með þá leikni og þá stælingu,
Samkvæmt 12. grein d-!íð áfengís-
iaganna nr. 33, 9. jan. 1935, er útsölu-
stöðum Áfengisverzlunar rikísins óheim-
ilt að afhenda áfengi nema gegn stað-
greiðslu
Fjármálaráðuneytið.
seni gerir því eðlilegt að sækja
í vötnin í heimalandinu og í
sjóinn vig ströndina langt fram
eftir aldri, ánægju, hollustu og
þrótt.
En þá er vel fyrir séð, er
nýjar framkvæmdir verða til
þess að skapa þróttmeira líf og
farsælli þjóðarmenningu.
Guðgeir Jóhannsson.
Mmiííag
5. janúar s. 1. hné í valinn
góður og gegn Hjaltdælingur,
Jón Ólafsson í Brekkukoti,
kominn um- sjötugt. Ef rékja
skyldi að eins helztu æviatriði
hans í stórum dráttum, myndi
það fljótgert. Bóndasonur úr
Svarfaðardal. Fluttist ný-
kvæntur vestur í Kolbeinsdal
1894. Bjó eftir það lengst í
Smiðsgerði þar til 1904, er
hann missti konu sína, Vil-
helmínu Jónsdóttur (systur
önnu, seinni konu sr. Páls
sálmaskálds í Viðvík). Hafðist
við eftir það mest sem lausa-
maður á ýmsum bæjum í Hóla-
hreppi, unz hann flutti til son-
ar síris 1928, er þá byrjaði bú-
skap, og var hjá honum! til
æviloka.
Það er ekki þessi ævisaga er
orkar því, að ég get ekki látið
hans ógetið með öllu. Það er
öllu frekar — og eingöngu —
skaphöfn hans og eigindir,
háttprýði hans og góðgimi,
sem því veldur. Ég hygg að
i ekki muni mega finna eitt.
dæmi, er ósanni. það, að allir
báru til hans hlýjan hug, sem
I kynntust honum lengst. Lífs-
gleði Jóns var nær einstök, svo
að öllum var alltaf hressing í
því að eiga tal við hann. Var
sú gleði jafnan hógvær og lát-
laus, eins og maðurinn var
sjálfur, þroskuð af bjartsýr.i
hans og trú á hin beztu og
æðstu mögn. Söngmaður ágæt-
ur og fróðleiksfús, þótt ekki
nyti hann bóklegrar menntunar
I nema þeirrar, er hann aílaði
sér tilsagnarlaust. Lífsskoðun
hans var hvorttveggja í senn
einföld og fullkomin: Fórnfýsi
og hverskonar dyggðir, efldar
fyrir atbeina óeigingjarnrar
framsækni, væru beztu eigind-
Stjórnmá
Fyrsti mánuður ársins hefir
verið talsvert viðburðaríkur í
stjómmálaefnum. Árið byrjaði
með því að formaður íhaldsfl.
ritaði áramótahugleiðingar í
Morgunblaðið. Greinin var stutt
en að méstu leyti harmagrátur
út af því að Magnús Torfason
hlýddi ekki flokksaga í varaliði
íhaldsins. Hann væri altaf með
stjórninni. 1 tilefni af því var
það heimtað að M. T. væri fyrst
rekinn úr flokki sínum og síð-
an af þingi. Almennt fannst
mönnum þessi áramótagrein
fremur brosleg. Hún sýndi að
hin mörgu stóra viðfangefni
þjóðarinnar snerta ekki leið-
toga íhaldsins. Þeir sjá ekkert
nema þörf sína að komast í
meirihluta til að kúga og fé-
fletta iðjumenn landsins.
! byrjun ársins hófst launa-
deila á togurunum í Reykjavík
og stóð fram undir mánaðar-
lokin. Tilefnið var lítið og deilan
byrjaði næstum því meira af
slysi en alvöru. Samningar á
togurunum höfðu verið óbreytt-
l í janttar
ir síðan 1929. Verulegt uppbót-
aratriði var lifrarhlutur há-
seta. En nú eru margir togar-
arnir farnir að kaupa fisk og
flytja út. Sjómenn fengu þá
engan lifrarhlut og kaup þeirra
lækkaði á sumum skipum. Þetta
vildu þeir fá leiðrétt. Kveldúlf-
ur greip tækifærið og fekk
flotann stöðvaðan. Það sem
á milli bar var varla nema
iiársbreidd, aðeins agnarbrot af
útgerðarkostnaðinum. Sj ómenn
höfðu í sjálfu sér rétt til að
óska breytinga á þessu atriði.
Á hinn bóginn gengur útgerðin
illa en mátti ekki stöðvast.
Báðir aðilar hefðu átt að sýna
þau hyggindi að berjast ekki
um fátækt sína heldur vinna í
friði meðan svo dauft var í
ári. Leiðtogar verkamanna og
útgerðarmanna voru í aðra
röndina óánægðir yfir að vera
komnir í stríð, en gátu ekki
snúið aftur, að þeim fannst.
Sáttasemjarl reyndi að miðla
málum, en útgerðarmenn neit-
uðu tillögu hans. Stóð þá í
stappi um stund, og þótti allt
benda til að Jensens-feðgar
hefðu í hyggju að stöðva skipin
alla vertíðina í því skyni að
brjóta verkamenn til hlýðni og
auðsveipni og reyna að lama
þrótt og aðstöðu stj órnarflokk-
anna. Undir mánaðarlokin kom-
ust á sættir og unnu sjómenn
nokkuð á en þó vafalaust minna
en eyðst hafði í stríðskostnað.
Jón Þorláksson borgarstjóri átti
góðan þátt í að sættir tókust
að lokum. Hinir minni útgerð-
armenn þráðu frið og vinnu;
Kveldúlfur vildi stríð við
verkamenn og ríkisstjórnina.
En Jóni þótti gaman að lítil-
lækka samherja sinn Ólaf
Thors, og launa honum þannig
lævísleg valdarán frá í fyrra
vetur og vor. Auk þess sá Jón
að Reykjavíkurbær kæmist
fljótt á vonarvöl ef engin væri
framleiðslan.
Ef Jensensfeðgar hefðu ráð-
ið og lagt út í styrjöld um af-
komumöguleika þjóðarinnar er
enginn vafi á að ríkisstjómin/
og umbótaflokkarnir hefðu orð-
ið- að taka skipin leigunámi í
vertíðarbyrjun, eftir Sólbakka-
fyrirmynd Ásgeirs Ásgeirsson-
ar og Magnúsar Guðmundsson-
ar. Það hefði verið bráðabirgða
úrræði, sem samvinnumenn
hefðu naumast stutt nema með
hlutaráðningu allra, er að starf
inu vinna.
í þetta sinn var saminn frið-
ur eítir stutt stríð. Það var
barist út af litlu tilefni. Fyr en
varir kemur. að því að veruleg
nýskipun verður að komast að
við útvegsmál Reykjavíkur. —
Skipin þurfa að ganga allt ár-
ið. Líf sjómannanna og atvinna
vei’ður að hafa méira ör-
yggi en nú og hin dýra og marg
skipta yfirstjórn verður að ger-
ast einfaldari og í samræmi við
það sem atvinnan gefur af sér.
Þessi lilta deila er eins og fyr-
irboði stærri átaka, þar sem
samvinnumenn munu leggja
til málanna úrræði, sem
reynd hafa verið í méira en
hálfa öld.
Seint í Janúar bar tvo at-
burði upp á sama mánaðardag-
inn. Hermann Jónasson for-
sætisráðherra var á kongs-
íundi og hafði lagt fram til
staðfestingar hin mörgu frum-
vörp sem síðasta Alþingi sam-
þykkti. Um kvöldið sat hann
boð hjá konungi landsins.
En fyrir hádegi hinn sama
dag, kl. 10 um morguninn kvað
hæstiréttur upp dóm í hinu
fræga „kollumáli". Rétturinn
sýknaði H. J. algerlega og bar
márgt til þess. En til að reyna
að geðjast íhaldinu eitthvað
lýsti rétturinn þó yfir, að skot
úr byssu H. J. mundi hafa lent
í einni kollu og drepið hana. En
þar sem hér hefði verið að
ræða um skotæfingu og óvilja-
verk þá yrði þetta ekki talið
saknæmt. Dpmurinn er talinn
eins illa gerður og hægt er,
enda sýnilega málamiðlun í
gerð hans. Einar Arnórsson sá
að málið var vonlaust hneikslis-
mál og vildi sýkna. Gömlu dóm-
t ararnir Páll Einarsson og Egg-
ert Briem vildu gera eins mikið
og hægt var fyrir íhaldið. Páll
er nú orðinn bam í annað sinn,
og segja þeir sem bezt til
þékkja að allt tal hans sé nú
orðið rugl ög elliórar. Eggert er
hraustari og leynir meir elli-
mörkum á yfirborðinu. Vegna
gömlu mannanna var sett inn í
dóminn að kúlan hefði hitt
kolluna. Vegna Einars að skot-
ið hefði verið óviljaverk til að
gera mogulegt að ljúka upp
réttri niðurstöðu. En hið rétta
var að gömlu mennirnir byggðu
á framburði Egils skögultann-
ar, með hin mörgu ljótu verk að
baki. Auk þess höfðu heiðarleg
vitni sannað, að H. J. var
heima á lögreglustöð þegar Eg_
ill þóttist hafa séð hann úti í
Örfirisey. Hæstiréttur gætti
þess ekki ag þó að sökin hefði
verið sönn í stað þess að vera
upplogin eins og vitað er, þá
var hún fyrnd. Þroskaðir dóm-
arar í næstu löndum reyna ekki
að láta í ljós skoðun um mál
sem eru fyrnd, því að þá getur
hvort sem er ekki orðið nein
aómsniðurstaða.
Eg benti í kosningahríðinni í
vor á að ofsóknin á H. J. minnti
á ofsókn fyrri tíma íhalds á
Skúla Thoroddsen. Sú ofsókn
grundvallaði fylgi og mannafor-
ráð Skúla við ísafjarðardjúp.
Eg benti á að ekki væri langt
frá djúpinu yfir á Strandir og
vel mætti svo fara að sagan end
urtæki sig þar. Þetta hefir nú