Tíminn - 12.02.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.02.1935, Blaðsíða 1
Gamali og nýii landnám Eftir því sem skýrslur herma eru mynduð um 700 hjónabönd árlega hér á landi. Af þessum 700 hjónaböndum! koma um 400 hjón í stað þein-a, sem deyja, en fólks- fjölgunin í landinu er það ör, að á hverju ári bætast við 300 ný heimili. Þetta er ekki furða, þegar þess er gætt, að á síðari árum fjölgar fólkinu í landinu um 1600—1900 menn. Þetta er að vísu gleðilegt. Landið er stórt og auðugt að náttúrugæðum, og þjóðin er fá- menn, og þarf að verða fjöl- mennari og styrkjast við það. En samt er þessi þjóðar- aukning talsvert mikið vanda- mál fyrir landsmenn. Þrjú- hundruð ný heimili árlega er mikið átak. Það þarf mikla vinnu, fyrirhyggju og dugnað til að byggja 300 ný hús eða bæi, með nauðsynlegum útbún- aði innan húss og utan, og um leið atvinnu sem gefur 300 nýj- um fjölskyldum sæmilegt lífs- framfæri. Samt verður þetta að gerast. Ef það mistekst er komin hungursneyð og hallæri í landi. Þá situr þjóðin úrræðalaus og vanmáttug við hin góðu fiski- mið, hina miklu fossa og hina frjósömu gróðurmold. Vandinn er ekki annar en sá, að hefja nýtt landnám, og skapa nýja atvinnu við land- búnað, útgerð og iðnað. Land- gæðin eru nægilega mikil og þjóðin hraust og vinnusöm. Það eina sem með þarf er að taka á vandamálunum með framsýni og viti. Ef hinir gömlu landnáms- menn gætu risið upp úr gröf- um sínum, og nútímamenn heyrt mál þeirra og tillögur, þá er líklegt að gömlu mennimir segðu eitthvað á þessa leið: Okkur finnst undarlegt ef þið íslendingar á 20. öldinni er- uð í vandræðum með að lifa í landinu. Við komunij að Islandi sem eyðieyju. Við byggðum landið milli fjalls og fjöru' á skömmum tíma. Við gáfum byggðinni þann svip, sem hún hefir fram á þennan dag. Sennilega myndu gömlu mennirnir bæta við, að nútíma- Islendingar hefðu ótal hluti sér til bjargar í lífsbaráttunni, sem þá voru óþekktir. Þeir hefðu stðr gufuskip til siglinga milli landa, stór, vélknúin fiskiskip, vita, liafnir, veður- spár, útvarp, síma, vegakerfi um1 landið, brýr yfir flestar stærri ár, varanlegt byggingar- efni, húsþök, sem ekki leka, margháttaðar vinnuvélar til að létta störfin á sjó og landi. Unga kynslóðin, feður henn- ar og mæður, verða að játa að þetta er rétt. Hér þarf að gera nýtt landnám, og það nokkuð stórfellt. En ef litið er á land- nám forfeðranna og aðstöðu- muninn, þá er verk samtíðar- innar auðvelt. Dæmi forfeðr- anna á að geta gefið ungu kynslóðinni kjark til að skapa 300 ný heimili árlega og at- vinnu handa 300 fjölskyldumL J. J. Fiskvevzlunin Um síðustu áramót voru 18 þús. tonn af þurkuðum salt- fiski óseld í landinu. Þetta er ægileg staðreynd. 18 þús. tonn eru milli fjórða hluta og þriðj- ungs af heils árs afla. Hvemig á að fara að því að selja allan þennan fisk? Og hvernig á að selja allan aflann á þessu ári? Gömlu markaðirnir fyrir ís- lenzkan fisk hafa stöðugt ver- ið að þrengjast nú síðustu árin. Árin 1927—1930 voru flutt héð- an til Bretlands 10—18 þús. tonn af saltfiski á ári. Nú má ekki flytja þangað nema 5300 tonn. Til Spánar voru áður flutt yfir 30 þús. tonn. Nú er ekki trygging fyrir meir; mnflutn- ingi þar en tæpum 17 þús. toxm- um, og engar líkur fyrir meira en rúml. 20 þús. tonnum. Til að bæta upp rýmunina á hinum gömlu mörkuðum hefði þurft að vinna nýja mark- aði. En þetta hefir ekki verið gert. Einstaklingsframtakið í fisksölunni hefir annaðhvort verið óframsýnt eða getulaust: En „forvígismenn" þessara mála hafa verið óþarflega heimaríkir. Þeir hafa afbeðið öll afskipti annara. Þeir hafa talið saltfisksöluna og „sam- bönd“ sín í Suðurlöndum sín eigin „viðskiptaleyndarmál". Þeir hafa haft trú á sinni eigin „ráðkænsku". Og nú er útkom- an þessi. Aldrei hefir nokkur ríkis- stjórn hér á landi komið að erfiðari viðfangsefnum en þeim, sem á s. 1. sumri biðu núverandi ríkísstjómar í fisk- sölumálunum. En stjómin og flokkar hennar hafa gert sitt til að taka á þessui viðfangsefni með festu. Síðasta þing setti i.'ýja löggjöf um fiskútflutning og öflun markaða. Ýmsir þeir, sem sízt ættu að láta mikið yfir sér í þessu efni, létu sér að vísu sæma að vera á móti hinni nýju löggjöf og jafnvel hafa í hótunum, ef hún næði fram að ganga. En lögin gengu í gildi um' áramótin, og nú er hin nýja fiskimálanefnd byrjuð á sínum erfiðu verkefnuml I þeind nefnd eiga sæti fulltrúar frá ríkisstjóm, bönkum, Fiskifé- laginu, samvinnufélögunum, verkamannafélögunum og eig- endum botnvörpuskipa. Tilraun er nú hafin um að verka harðfisk í stómm stíl til útflutnings. Eftir því sem Helgi Briem fiskifulltrúi skýr- ir frá hafa Norðmenn flutt úr árlega um 22—38 þús. tonn af harðfiski síðustu 10 árin. Mest af norska harðfiskinum fer til Italíu og Vestur-Afríku, en dreifist þó til æði margra landa í Evrópu og til Bandaríkjanna hafa á s. 1. ári selt um 1000 tonn. Hér á landi er harðfisk- ur að vísu vel þekktur eins og allir vita, og var áður útflutn- ingsvara. Og árið 1917 var hertur afli úr einni veiðiför eins reykvísks togara. Var talið, að sú veiðiför hefði borgað sig mjög vel. Harðfiskur þessi var seldur til Austurríkis. En slík- ar tilraunir vom þó ekki fleiri gerðar, þvi að íslenzku togar- amir voru þá aeldir úr landi. A víðavangi Glæsilegur sigur í Rangárþingi. Nýkomin frétt úr Rangár- þingi hermir, að á 250—300 manna fundi að Hvoli síðastlið- inn sunnudag hafi íhaldsmenn beðið gífurlegan ósigur. Fund- urinn samþykkti í einu hljóði þakklæti fyrir lögin um af- urðasöluna og lýsti andúð á framferði Mbl. og Vísis og allra þeirra er á móti hafa staðið. Einn íhaldsmaður sagðí eftir íundinn, að hann hefði aldrei vitað Pétur Magnússon bíða þvílíkan ósigur þar í sýslu. Bændur eystra eru famir að skilja að „systur“ Péturs, þær Guðrún í Ási, Ragnhildur í Há- teigi og María Maack sýna hinn sanna hug íhaldsins í garð sveitamanna. Kveldúlfur á undanhaldi. Mjög er nú tekið að hnigna veldi Kveldúlfsbræðra hér í bænum. Togaraeigendur áttu að kjósa einn mann í fiskimála- nefnd, og eitt atkvæði að vera fyrir skip. Kveldúlfur á 7 skip, en alls voru skipin um 40, að Hafnfirðingum meðtöldum. Brátt sást, að ekki þýddi að stinga upp á neinum af sonum Jensens. Þá reyndu þeii’ einn vin sinn, Sigurð Kristjánsson alþm. En hann fékk ekki nema 7 atkv., aðeins skip Kveldúlfs. Engir vildu styðja Jensens- synina. Þegar einn af helztu mönnunum í liði íhaldsins frétti þetta sagði hann: „Hamingjan hjálpi okkur að hafa fyrir for- mann þann mann, sem togara- eigendur, mestu máttarstólpar í liði okkar, vilja ekki líta við“. Jafnvel togaraeigendur eru famir að sjá, að synir Jensens hugsa um Jensenana, og annað ekki. Það boðar einangrun. Mbl. ræðst á Sig. Kristinsson. Mbl. réðist með fólsku á Sig- urð Kristinsson, taldi hann hafa gefið „falsvottorð“ og einkis trausts maklegan. S. Kr. stefndi Mbl. fyrir meiðyrði. Vitni voru leidd í málinu og eiðar unnir. Jón Ámason og Jónas Jónsson sönnuðu sögu Sigurðar, en Ólafur Tors bar fram einhvem þvætting sem hann þóttist hafa eftir Tryggva Þórhallssyni, en Tr. Þ. vildi ekki feðra söguna, neitaði ag koma fyrir rétt, en sagði skilríkum manni, að ef hann bæri vitni, þá yrði hann að játa að Sigurður hefði á réttu að standa. Mbl. tapaði málinu og var dæmt í stórsektir. Valtýr áleit Tr. Þ. sem bandamann kominn undir hæl íhaldsins og var honum stórreiður fyrir að vilja ekki styðja íhaldið. Birti Mbl. þá af honum gömlu þing- rofsmyndina í hefndarskyni. Mbl. undi illa ósigri sínum, vildi enn halda fram, að Sig- urður Kristinsson væri líklegur til illra athafna. Snéri Mbl. nú heypt sinni að J. J. fyrir að segja hið sanna um málið með S. Kr. og Jóni Ámasyni. Nýja dagbl. dró í efa framburð Ól. Th. sakir minnisleysis í ættinni, og þess, að hann hefir sagt um sig sjálfan „fullur í dag, fullur í gær, fullur á morgun“. ól. Th. reiddiat þessu og taldi sig þurfa í meiðyrðamál við N. dagbl. J. J. taldi þá rétt að taka á Vísi og Mbl. og unna þeim aðilum þess, að fá tvenn- ar 400 kr. í sekt fyrir ósið- lega framkomu. Una ritstjói-ar Vísis og Mbl. illa við að falla þannig á vopn sín, og eiga vísa stóra hrakför og opinbera smán. Má það líka heita furða, er svo heimskir ig lítilfjörlegir menn eins og Valtýr Stefáns- son og Páll Steingrímsson hyggja sig þess umkomna, að etja kappi við Sigurð Krist- insson. Sparað á Kleppi. Á Kleppi eru tveir yfirlækn- ar, Þórður Sveinsson og Helgi Tómasson. Þeir hafa aðskilin bú um allt nema mat sjúklinga og skrifstofuhald. Spítaladeild Helga er lítið eitt fjölmenn- ari, en ekki munar það miklu. En Helgi hefir eytt 9 sinnum meira úr ríkissjóði í lyf handa sínum sjúldingum heldur en Þórður. Meirihluti þings áleit að sjúklingar Ilelga hlytu að vera vel á sig komnir, ef þeir fengju þrefaldan skaimnt á við það, sem Þórður veitir. Þess- vegna fær Þórður nú í ár 500 kr. í lyf handa sínum sjúkling- um, en Helgi 1500. En það sem þannig sparast á Helga, var lagt til hliðar í styrk handa 2 læknaefnum til að nema geð- veikrafræði. I því er líka sparnaður, því að Helgi hefir talið sig þurfa 10 kr. fyrir við- tal, en nýir læknar ættu að geta haft sama taxta eins og hvítir menn. Kosningin í útvarpsráð. Fresturinn til að bera fram lista, er nú útrunninn, og komu fram þrír listar. Á lista gamla útvarpsnotendafélagsins er Ámi Friðriksson fiskifræðingur efst- ur, en í öðru sæti er Magnús „dósent“, og mun tilgangurinn hafa verið sá að reyna að láta Magnús fljóta inn á vinsældum Áma. Þykist Mbl ætla að safna öllum Sjálfstæðismönnum um þennan lista, og kemur það heldur illa heim við fyrri pré- dikanir blaðsins um, að útvarp- ið eigi að vera ópólitískt. Nýja útvarpsnotendafélagið ber fram lista með Jóni Eyþórssyni í efsta sæti, en á þriðja listan- um er Pálmi Hannesson rektor efsti maður. Listi Jóns Ey- þórssonar er listi frjálslyndra útvarpsnotenda, og vdl Tímmn mæla með því. að hann verði kosinn. „Hinir prýðilegu“. Síðan um áramót er mest spaugað að því, hve óhöndu- lega Ól. Thors fórst, er hann kom því upp, að íhaldið ætti „hina prýðilegu embættismenn" með húð og hári. Sem húsbóndi þeirra og eigandi skipar hann Þ. Briem og Hannesi að reka Magnús Torfason úr varaliðinu. Þar næst lofar hann öllu fylgi íhaldsins til að brjóta stjómar- skrána til að fá M. T. sviftan Þingmennskuumboði, af því að hann greiddi atkvæði gegn í- haldinu. E5f nokkur manndáð eða sjálfstæðl væri 1 Þ. Br„ myndi hann hafa vísað é bug þessari óhæfu og ósæmilegu til- Skúli Guðmundsson, kaupfélagsstj. Vesturdlúnvetn- inga, nú formaður innflutnings- og gjaldeyrisnefndarinnar, sem á að vinna að því, að þjóð- in kaupi ekki meiri erlendar vörur, en hún getur borgað með framleiðslu ársins. I neð- nnmálsgrein í blaðinu í dag ger- ir Sk. G. grein fyrir þessu erf- iða viðfangsefni. lög-u Ólafs. En liann þegir. Hann veit að íhaldið á alla út- gerðina síðan það léði móður- skipinu á Hvammstanga fylgi í vor. Kirkjujarðasjóðurinn. Tekjum hans á að verja til að hjálpa til að endurbyggja prestssetur og kirkjujarðir. En nú er sjóður þessi tómur. Þor- steinn Briem hefir tæmt hann gersamlega og nálega eingöngu til að endurbyggja nokkur prestsetur. Þó að undarlegt sé hefir „bændavinurinn“ alveg gleymt hinum mörgu bændum á kirkjujörðum, sem líka þurfa smáviðgerðir á sínum jörðum. Auk þess gerði Þor- steinn stjóm hins tóma sjóðs dýrari en áður. Það er gömul venja, að borga 3000 kr. fyrir að stjóma sjóðnum, en Þ. B. hækkaði þessa borgun 4rá því hann kom í stjórnarráðið, svo að hún mun nú vera 4500 kr. á ári. Voru þó þetta hjáverka- störf manns, sem annars var með fullum launum. Óvíst er, hversu gengur með hinn tóma kirkjujarðasjóð, og hina mörgu bændur á kirkjujörðum. Fundir. Á tveimur þingmálafundum Ás geirs Ásgeirssonar í Vestur- Isafjarðarsýslu hefir verið sam- þykkt að lýsa Iram'ti á ríkis- stjórninni og stefnu liennar. Ennfremur traustsyfiriýsing til Á. Á. á þeim grundvelli, að hann fylgi stjómai'flokkunum að málum. Ihaldsmenn voru niðurdregnir og höfðu sig lltt í frammi. Svipað fór ud þing- og héraðsmálafund sýslunnar. I Vestur-Húnavatnssýslu boðaði íhaldið og „einkafyrir- tækið“ til „bændafundar“ og þingmálafundar sl. laugardag. Þar var borin fram tillaga um að lýsa vantrausti á Hannesi, en íhaldið allt greiddi atkvæði á móti Iienni og bjargaði þann- ig „móðursldpinu" í annað sinn. Af hálfu miðstjómar Framsóknarflokksins mættu Gunnar Þórðarson bóndí í Grænumýrartungu og Sigur- bjöm Snjólfsson bóndi í Gils- árteigi. Uian úr heimi í vikunni, sem leið. I vikunni, sem leið, hafa orð- ið tíðindi, sem vel geta haft heimspólitíska þýðingu. Tvær fréttir má nefna stærstar í vikunni. Önnur kom frá Lond- on, hin frá Moskva. Um fyrri helgi komu tveir franskir ráðherrar til London, Flandin forsætisráðherra og Laval utanríkisráðherra. Er- indi þeirra var að ræða um milliríkjamál við stjóm Breta. Og eftir þrjá daga kemur svo sú fregn, að samkomulag hafi fengizt. Það, sem mesta at- hygli vekur í því samkomulagi er það, að 5. gr. friðarsamning- anna í Versölum 1920 eigi að falla niður. En þessi 5. gr. fjallar Um vígbúnað Þjóðverja. Er þar svo fyrir mælt, að þýzki herinn megi ekki vera nema 100 þús. manns í mesta lagi, og sé ekki almenn vamar- skylda heldur séu nienn ráðnir í herinn til 12 ára. I þýzka flotanhm mega samkv. 5. gr. ekki vera fleiri en 15 þús. hermenn. Og lofther mátti Þýzkaland ekki hafa. (Síðar, eða 1921, var svo Þjóðverjum leyft að hafa 150 þús. manna ríkislögreglu til að halda uppi friði innanlands). Það er almennt talið, að þessi ákvæði um vígbúnaðar- takmarkanir hafi verið stór- lega brotin í Þýzkalandi, eink- um eftir að Nazistar komu til valda. Og nú hefir Hitler þau að engu. Hinsvegar telja Þjóð- verjar „þjóðarheiðri“ sínum misboðið með 5. gr. En Frakk- ar hafa alltaf verið ótilleiðan- legir til að slaka til — þangað til nú. Þeir óttast hina miklu mannfjölgun Þýzkalands, hina stóru þýzku þjóð, sem er nærri helmingi stærri en sú franska — og hina vígreifu þýzku naz- ista. En úr austrinuj heyrist kurr noklcur út. af þessum tíðind- um. Sovét-Rússland vill frem- ur, að Hitler sé minnkaður en stækkaður. Og Rússum þykir nóg um að Þýzkaland skuli nú líka hafa stofnað til vináttu við erkifjandann, Pólland. — En frá Rússuiri hafa síðustu daga borizt fleiri fregnir. Ein er um það, að Bandaríldn séú nú aftur að slíta stjórnmála- sambandi við Rússland, af því að Rússar hafi ekki staðið í skilum með að greiða skuldir frá keisaratímanum, sem þeir tóku að sér þegar samningur var gerður milli ríltjanna í fyrra. önnur frétt er sú, að einn af nánustu samverka- mönnum Stalins hafi nú lýst yfir því, að miklar breytingar væru í vændum á hinu kom- múnistiska stjórnarfari. Kosn- ingar eigi héreftir að vera beinar og leynilegar, eins og í þingræðislöndum. Þetta getum við nú gert, því að nú höfum við náð því takmarki að skapa hið stéttalausa þjóðfélag, segja foringjamir! Þeir um það. — Aðrir munu «já sem «r, að í Rússlandi er lýðrseðiS nú ttð sigi’ast á einræðinu, um leið ob menning þjóðarinnar vex.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.