Tíminn - 26.02.1935, Side 2
80
T 1 M I N N
„Móðurskipið“ undir íhaidssíjórn
Frá fundum á Hynmmstanga
Morgunblaðið 12. þ. m. flyt-
ur grein nieð fyrirsögninni:
„Sendimaður stj órnarinnar fær
herfilega útreið á Hvamms-
tanga“.
Af því ég þykist ekki hafa
verri aðstöðu til að segja frá
þessum fundi en Valtýr, vil ég
biðja Tímann fyrir eftirfarandi
línur:
Fyrir hönd Framsóknar-
flokksins vorum við Gunnar
Þórðarson í Grænumýrartungu
þeir einu, sem mættir voru af
utanhéraðsmönnum. —
Á Hvammstanga höfðu verið
boðaðir tveir fundir þennan
dag. Almennur bændafundur
fyrir Vestur-Húnavatnssýslu
kl. 2 e. m. og almennur stjórn-
málafundur kl. 4. Þegar á
Hvammstanga kom, hitti ég
Hannes Jónsson og bauð hann
mig hjartanlega velkominn. Ég
vildi fá hjá honum upplýsing-
ar um fyrirkomulag fundarins,
en um það varðist hann allra
frétta. Klukkan 4, þegar
bændafundurinn var settur,
var komið allmargt af fólki í
fundarsalinn, því það var eins
og áður er sagt, hinn rétti
tími, sem ákveðinn hafði verið
fyrir stjómmálafundinn. —
Kvaddi Hannes sér hljóðs og
bað alla aðra fundarmenn að
ganga út, en bændur úr V.-
Húnavatnssýslu. Kvað fundinn
eingöngu fyrir bændur þar úr
sýslu, og öllum öðrum óvið-
komandi. Eggert Levy kvað þó
myndi vera óhætt að leyfa
þeim að sitja á hinum aftasta
bekk, en undir því vildi Hann-
es ekki eiga. Urðu þá, eins og
áður er um getið hér í blaðinu,
nokkur orðaskifti milli Hann-
esar og fundarmanna, en út í
það verður ekki nánar farið að
sinni.
Áður en þingmálafundurinn
hófst, gerði ég fyrirspum til
fundarboðanda um það, hvort
við Gunnar í Grænumýrar-
tungu fengjum ekki málfrelsi
og tillögurétt á fundinum.
Kvað Hannes það geta komið
til mála, svona að einhverju
leyti, ef við færum bónarveg
að fundinum, en um rétt kvað
hann ekki vera að ræða.
Krafðist ég þess þá, að fund-
urinn yrði látinn skera úr
þessum ágreiningi. Eftir að
þeir Hannes og Levy höfðu
borið ráð sín saman, kváðu |
þeir okkur mundi verða veitt-
Ur þessi réttur til jafns við
aðra, að minnsta kosti svona
fyrst um sinn, en til mála gæti
komið, að takmarka eitthvað
\ið okkur þegar á fundinn
liði, ef við yrðum eitthvað
: fyrir innanhéraðsmönnum. —
Krafðist ég þess þá, að fá því
svarað skýrt og ákveðið, hvort
þessar takmarkanir ættu að ná
sérstaklega til okkar, en því
var aldrei svarað ákveðið.
Kl. mun hafa verið um níu,
þegar fundur hófst. Hannes
Jónsson setti fundinn og nefndi
til fundarstjóra Þorstein á
Reykjum, en ritari varð Sig-
urður Pálmason kaupmaður á
Hvammstanga. Flutti svo
Hannes Jónsson langt erindi á
,víð og dreif, þar sem hvergi
var komið verulega inn á á-
greiningsmál flokkanna. Var
hann svo langorður og leiðin-
legur, að fundarmenn voru
crðnir steinleiðir og margir
komnir út. Næstur talaði ég,
en spurði fundarstjóra áður en
ég byrjaði, hvað ég ætti ráð á
löngum ræðutíma, og kvað
hann það vera Vz tíma, sem
við gætum fengið að þessu
sinni, og skiptum við Gunnar
honum á milli okkar. Ég byrj-
aði með því að sýna fram á,
hvað framkoma Hannesar á
bændafundinum hefði verið í
alla staði ósæmileg og óverj-
andi. . .
1 fyrsta lagi: hann drægi
fundarmenn sundur eftir sín-
um geðþótta, og vísaði þeim,
sem honum sýndist, á dyr. 1
öðru lagi neitaði hann hlut-
fallskosningu, og bæði jafn-
framt um að kjósa ákveðna
menn. í þriðja lagi drægi hann
inn á fundinn hápólitísk deilu-
mál, ofan í áðurgefna yfirlýs-
ingu hans og Levys, um það
að fundurinn ætti að vera ó-
pólitískur. Ennfremur tók ég
til athugunar pólitíska sögu
Hannesar og skoraði á hann að
gefa við því skýringar, á
hvem hátt hefði átt að taka
til greina hækkunartillögur í-
haldsins og þeirra félaga, H. J.
og Þ. Briem, án þess að sjá
fyrir tekjum á móti. Þessa á-
skorun endurtók ég tvisvar, en
Hannes vék sér undan og svar-
aði út í hött. í sama strenginn
tók Gunnar í Grænumýrar-
tungu, og vítti mjög fram-
lcomu Hannesar. Auk þess töl-
uðu Framsóknármenn, sem bú-
settir eru innanhéraðs: Ölafur
Björnsson í Núpsdalstungu.
deildi einkum rökfast á Hann-
es og íhaldið fyrir lodd-
araleik þann, sem öllum er
kunnur orðinn, Ennfremur tal-
aði á íundinum einn verkamað-
ur af Hvammstanga, en öðrum
ekki veitt orðið, þó hann bæði
þrisvar um það.
Þegar hér var komið, voru
drykkjulæti meðal íhaldsmanna
orðin mjög áberandi og gekk
það jafnvel svo langt, að einn
þeirra, Guðmundur í Grafar-
koti, tók orðið af Hannesi, af
því að honum þótti hann ekki
vera nógu ötull, og hætti ekki
fyrr en einn af flokksbræðrum
hans setti hann ofan á stólinn
aftur. Var nú skipst á orðum
um stund. Hannes og Levy
töluðu fyrir hönd íhaldsins en
við Gunnar fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins.
Að lokum bar ég fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Fundurinn lítur svo á, að
tilraun sú, sem gerð var til
flokksmyndunar af IJannesi
Jónssyni og félögum hans, hafi
verið með öllu tilefnislaus, og
til tjóns fyrir bændastétt
landsins. Telur fundurinn nú
vera sannað, að sérstaða
bændaflokksins sé yfirskyn eitt
og að kjósendur hér hafi ver-
ið blekktir til fylgis við núver-
andi þingmann. Lýsir fundur-
inn fyllsta vantrausti á þing-
manninum og skorar á hann
að segja af sér þeim starfa nú
þegar“.
Þegar þessi tillaga kom
fram, kom hið mesta fát á
Hannes og Levy. Levy hljóp
fram fyrir Hannes til svara, en
Ilannes sleppti sér svo, að
hann gaf þá yfirlýsingu, að
hann gerði ekkert með það
þó þessi tillaga yrði samþykkt,
en ef meirihluti kjósanda í
sýslunni óskaði eftir, mundi
hann segja af sér. Hannes var
vitanlega mjög hræddur um að
íhaldsmenn mundu ekki gleypa
agnið, en sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu. Komu þeir því
með aðra tillögu um allt ann-
að efni og létu fundarstjóra
úrskurða, að hún ætti að ræð-
ast en hin ekki. Aftur krafðist
ég þess að mín tillaga yrði
tekin til umræðu og að at-
kvæðagreiðsla yrði um hana
fyr. Kom þá mjög áberandi í
Ijós þrekleysi fundarstjóra.
Hann var alveg ráðalaus. 1-
haldsmenn æptu ókvæðisorðum
Landsfundur bænda
Landsfundi bænda er nú lok-
ið. 1 Mbl. birtist löng greinum
þennan fund full af rangfærsl-
um og útúrsnúningum. Þykir í
því sambandi rétt að geta þess,
að þann tíma sem fundurinn
stóð yfir, virti Mbl. hann þess
ekki að segja fréttir af störfum
hans, lét sér nægja að birta um
hann stutta skætingsgrein og
kalla hann „skrípasamkundu".
Fyrir fjórum árum voru bænd-
ur, sem hér komu saman til
fundahalda nefndir í dálkum
þessa sama blaðs, „mennirnir
með mosann í skegginu". Má
því segja, að „tónninn“ í
garð bændastéttarinnar hafi
lítið breyzt í þeim herbúðum.
En út af rangfærslum Mbl.
þykir rétt að gera hér stutt
yfirlit um landsfundinn, hversu
til hans var boðað, hvernig
störf hans voru, og hversu
hann hefir byggt upp hið nýja
Landssamband bænda. Að þessu
öllu athuguðu geta menn svo
gert það upp við sjálfa sig,
hvort það sé rétt, sem Mbl. seg-
ir, að Framsóknarflokkurinn
hafi misnotað aðstöðu sína á
fundinum — og þá jafnframt
kveðið upp sinn dóm um fram-
komu sumra manna úr öðrum
flokkum, sem sæti áttu þar.
undirbUningur
FUNDARINS.
Landsfundurinn var undirbú-
inn og til hans boðað .af sjö
manna nefnd, sem til þess var
lcosin á landsfundi bænda í
fyrravetur. í þessari nefnd
voru: ólafur Bjarnason í
Brautarholti, sem var formað-
ur, Guðmundur Jónsson á Hvít-
árbakka, Bjöm Bimir í Graf-
arholti, Kolbeinn Högnason í
Kollafirði, Gestur Andrésson á
Hálsi, Sigurgrímur Jónsson í
Holti og sr. Eiríkur Albertsson
á Hesti.
Af þessum mönnum eru að-
eins tveir Framsóknarmenn.
Einn er utanflokka. Hinir fjór-
ir eru flokksmenn í Sjálfstæð-
isflokknum og „Bændaflokkn-
um“. Framsóknarflokkurinn
hafði því enga aðstöðu til að
vera ráðandi í nefndinni.
Þessi sjö manna nefnd, þar
sem Framsóknarflokkurinn átti
aðeins tvo fulltrúa, ákvað það,
hvaða aðiljar skyldu hafa rétt
til að senda fulltrúa á lands-
fundinn nú, og hve marga.
Ákvörðun nefndarinnar var
sem hér segir:
Almennir héraðsfundir bænda
í hverri sýslu skyldu senda 3—
5 fulltrúa. Hvert búnaðarsam-
band 2 fulltrúa. Hvert sam-
vinnufélag bænda 1 fulltrúa.
Hvert samband kvenfélaga í
sveitum 1 fulltrúa. Hvert sam-
band ungmennafélaga í sveit-
um 1 fulltrúa. Hvert skólasam-
band í sveitum 1 fulltrúa.
Öllum þessum aðiljum sendi
undirbúningsnefndin skriflegt
fundarboð, og birti auglýs-
ingu í útvarpinu, þar sem til-
kynnt var, að þessir aðilar
hefðu, rétt til að eiga fulltrúa á
fundinum.
Og samkvæmt þessu fundar-
boði mættu á landsfundinum
rúml. 140 fulltrúar. Kjörbréf
þeirra voru tekin gild í einu
hljóði og án mótatkvæða af
til okkav Framsóknarmanna,
lögðu það til, að okkur yrði
fleygt út um glugga, dregnir
fram að dyrum og troðið á
okkur, svo fátt eitt sé talið.
Fundarstjóra virtist vantabæði
vilja og þrek til að halda
reglu. á fundinum og veita
ræðumönnum venjulega vernd
fyrir ópum og ruddaskap nokk-
urra íhaldsmanna. Til dæmis
um frammistöðu hans má geta
þess, að hann felldi samtímis
þrjá gagnstríðandi úrskurði
um tillöguna: 1. Tillagan yrði
ekki borin upp fyr en síðust á
fundinum. 2. Leitað skyldi eft-
ir því hjá fundarmönnum með
atkvæðagreiðslu, hvort tillagan
skyldi borin undir atkvæði. 3.
Greidd yrðu atkv. um tillög-
una þá þegar. Síðasti úrskurð-
urinn mun hafa stafað af því,
að íhaldsmenn, sem voru fram
við dyr, heimtuðu að tillagan
yrði borin upp, svo þeir gætu
fengið hana til að troða á
henni, en fundarstjóri vildi
líka gera eitthvað fyrir þá.
Þegar tillagan var borin upp,
vissu fundarmenn ekki í fyrstu
um hvað verið var að greiða
atkvæði, vegna hávaðans og
snúningshraða fundarstjóra og
voru þeir ekki viðbúnir. Og
atkvæði ekki talin af Levy með
það fyrir augum, að fá sem
réttasta mynd af vilja fundar-
ins í þessum efnum, en hins-
vegar er það gefið, að íhaldið
sameinað væri í meirahluta á
fundinum. Þeir nafngreindir
íhaldsmenn, sem greiddu at-
lcvæði á móti tilögunum, voru
þessir: Sigurður Pálmason,
kaupm., Sigríður Auðuns, Guð-
mund’ur í Grafarkoti, Eggert
Levy, Gísli á Stað, Þorvaldur
á Þóroddsstöðum, Gunnar
Kristófersson, Þorsteinn Ein-
arsson, Jóhann Pálmason, Guð-
mundur á Auðunnarstöðum o.
m. fl.
Þó er eitt atriði, sem sýnir ef
til vill betur en allt annað ráð-
leysi fundarstjóra. Einu sinni
þegar Gunnar í Grænumýrar-
tungu var að tala, og var kom-
inn að því að lýsa ráðsmennslcu
Iiannesar á málefnum Reykja-
slcóla, sagðist fundarstjóri
verða að biðja hann að hætta,
vegna þess, að hann hefði mun-
að eftir því núna, að annar
hefði verið búinn að biðjá um
orðið á undan honum.
Að lokum lýsti ég því yfir,
að íhaldið hefði nú markað sér
Hannes svo að ekki yrði um
villst, með því að fella van-
traust á hann. Hann þrætti fyr-
Lðg
Landssambands
islenzkra bænda
Atkvæðagreiðsla um stofnun
landssambands ísl. bænda og
lög þess, fór fram á landsfund-
inum 20. þ. m. Höfðu þá stað-
ið langar umræður um1 málið og
ýmsar tillögur fram bomar,
svo sem nánar er um rætt á
öðrum stað í blaðinu. En úr-
T5lit urðu í aðaldráttum, sem
hér segir:
Tillaga Alexanders Guð-
mundssonar um að fresta
stofnun landssambandsins var
felld með 73:23 atkv.
Breytingartill. Gísla Sveins-
sonar sýslumanns viðvíkjandi
fulltrúakosningu í landssam-
bandinu var felld með 87:31
atlcv.
Breytingartillaga frá sr. Ei-
ríki á Hesti og þrem öðrum
nefndarmönnum ( í nefndinni
voru 15) var felld með 88.19
atlcv.
Sjálft frumvarp meirahluta
nefndarinnar (10 manna) var
samþykkt í heilu lagi með S9:
15 atlcv.
Hefir bændafundurinn þar
með samþyklct svohljóðandj
LÖG
fyrir Landssamband íslenzkra
bænda.
1. gr.
Sambandið heitir „Landssam-
band íslenzkra bænda“.
2. gr.
Tilgangur sambandsins er að
vinna að efnalegri og menning-
arlegri þróun íslenzks landbún-
aðar og afla honum, og þeirri
stétt, sem að lionum1 vinnur, á-
lits og virðingar.
3. gr.
Sambandið vill ná tilgangi
sínum með því:
ir það þó hann væri nýbúinn
að lýsa því yfir, að hann mundi
segja af sér, ef meirihluti kjós-
enda óskaði þess. Auk þess
sem íhaldsmenn hefðu fífl í
hverju horni til að æpa að
fundarmönnum og mundum við
því ganga af fundi.
Ég hefi nú í fáum dráttum
lýst hvernig framkoma hins
sameinaða íhalds á Hvamms-
tanga var á umræddum fundi
og geta menn af því séð,
hvernig þeir fundir eru, sem
talið er á Morgunblaðsmáli að
„fari vel fram“.
Staddur í Rvík 14/2. 1935.
Sigurbjörn Snjólfsson.
a. Að sameina alla er að
landbúnaði vinna um lausn á
vandamálum hans.
b. Að reisa landbúnaðinn
við fjárhagslega með sann-
gjömu afurðaverði.
c. Að vera málsvari bsénda-
stéttarinnar og boðberi nýrra
hugsana og reynslu, er miðar
að velgengni landbúnaðarins.
d. Að starfa óháð stjóm-
málaflokkunum í landinu, en
knýja með áhrifum sínuml alla
ráðandi stjórnmálaflokka til
þess að vinna að framkvæmd
þeirra mála, er sambandið
beitir sér fyrir.
4. gr.
Rétt til þess að senda full-
trúa á landsfundi bænda hafa:
a. Hvert sýslufélag, nema
Vestmannaeyjasýsla, má senda
3—4 fulltrúa og skulu þeir
kosnir til tveggja ára í senn.
Fulltrúaráðið ákveður tölu full-
trúa hverrar sýslu, miðað við
fólksfjölda hennar. Rétt til að
kjósa fulltrúa og varafulltrúa
hafa þeir, sem vinna aðallega
að landbúnaði, sem fastir
starfsmenn og eru 21 árs að
aldri, enda hafi þeir búsetu í
sýslunni. Æski 25 kjósendur í
sýslunni, eða fleiri, hlutfalls-
kosningar, slcal hún viðhöfð.
Kjörgengir eru þeir, sem hafa
kosningarrétt.
b. Samvinnufélög bænda í
hverju; sýslufélagi sameigin-
lega 2 fulltrúa.
c. Búnaðarsambönd 2 full-
trúa fyrir hvert sýslu. eða
bæjarfélag, er hafa starfandi
búnaðarfélög, sem eru með-
limir sambandanna. Samyrkju-
félag jarðabænda í Vestmanna-
eyjum má senda einn fulltrúa.
d. Héraðssambönd kvenfé-
laga í sveitum 1 fulltrúa fyrir
hvert samband, enda nái það
minnst yfir eina sýslu.
e. Héraðssambönd ung-
mennafélaga í sveitum' 1 full-
trúa fyrir hvert samband, enda
nái það minnst yfir eina sýslu.
f. Nemendasambönd héraðs-,
bænda- eða húsmæðraskóla í
sveitum 1 fulltrúa fyrir hvert
skólasamband.
Rétt til þess að lcjósa full-
trúa og varafulltrúa samkvæmt
b.—f.-lið hafa þeir, sem vinna
aðallega að landbúnaði, sem
fastir starfsmenn og eru 21
árs að aldri, enda hafi þeir
búsetu í sveit, en meðlimir
ungmennafélaga og nemenda-
sambanda skulu vera fullra 18
ára. Kjörgengir eru þeir, sem
hafa kosningarrétt.
fundinum lá var að semja lög
íyrir hið nýja landssamband
bænda.
Fundurinn lcaus 15 manna
nefnd í þetta mál. Framsólcnar-
mönnum á fundinum hefði ver-
ið innan handar að fá meira-
hluta í þessari nefncþ En þeir
neyttu ekki aflsmunar. 1 þessa
15 manna nefnd voru aðeins
lcosnir 7 Framsóknarmenn. En
8 nefndarmenn — þ. e. meiri-
hlutinn — voru Sjálfstæðis-
menn, „Bændaflokksmenn" og
utanflokka.
En þegar að því kom að af-
greiða málið frá nefndinni,
urðu m. a. 6 Framsóknarmenn
í meirahluta. I meirahlutanum
vorit 10 menn. Af þeim voru 4
menn úr Sjálfstæðisflokknum
eða utanflokka. Sjálfstæðis-
mennirnir voru þeir Eggeri
Levý á Ósi (fyrv. frambjóð-
andi í V.-Hún.) og Gestur And-
résson á Hálsi.
En tveir Sjálfstæðismenn og
tveir „Bændafloldcsmenn“ klufu
sig út úr nefndinni. Einn Fram-
sóknarmaður tók ekki þátt í
ákvörðunum nefndarinnar.
fundinum í heild. Meirihluti
fulltrúanna var kosinn á hinum
almennu héraðsfundum, en hin-
ir aðilarnir höfðu einnig eins
og sjálfsagt var, margir notað
sinn rétt. Einstaka fundir og
félög, sem erfitt eiga með fund-
arsókn, fólu mönnum í Reykja-
vík, t. d. þingmönnum sínum,
að fara með umboð. Þannig
mætti t. d. Theodor Arnbjayn-
arson ráðunautur fyrir héraðs
fund í V.-Húnavatnasýslu, kos
inn af „Bændaflokks" og Sjálf
stæðismönnum þar. En þessir
fulltrúar voru þó mjög lítill
hluti fundarins.
Það er rétt og mun hafa ver-
ið flestum ljóst, að Framsókn-
armenn voru í meirahluta með-
al þessara 140 fulltrúa, enda
þarf engum að þykja það und-
arlegt, þar sem flokkurinn
hefir meirahluta atkvæða í
sveitum landsins.
Framsóknarmenn voru hins-
vegar fastráðnir í því þegar í
fundarbyrjun að beita þessum
meirahluta meg fullri gætni,
sem og vera bar, þar sem hér
átti að vera um samstarf að
ræða milli manna úr ýmsum
floklcum. En meirahlutanum
þótti það alveg sjálfsagt, að
þegar í byrjun yrði tryggð föst
fundarstjóm fyrir aIlan fund-
inn, til þess að hindra það með
öllu, að menn, sem kynnu að
telja sér háganlegt að sprengja
fundinn, gætu notað fundar-
stjórnina eða vöntun fundar-
stjórnar í þeim tilgangi. Niður-
staðan varð sú, að lcosin var
þriggja manna fundarstjórn.
En af hálfu Framsóknarmanna
var beinlínis lagt til, að einn
af fundarstjórunum yrði Páll
bóndi Stefánsson á Ásólfsstöð-
um, sem er ákveðinn Sjálfstæð-
ismaður.
Og einu má veita athygli: Á
fundinum kom aldrei fram frá
neinum manni nokkur minnsta
óánægja eða aðfinnsla við
framkomu og gerðir fundar-
stjóranna. Enginn maður gerði
tilraun til að draga það í efa,
að fundarstjóramir hefðu allan
fundartímann komið fram með
fyllstu sanngirni og fyllsta
réttlæti.
LAGANEFNDIN.
Fyrsta verkefnið, seni fyrir