Tíminn - 26.02.1935, Síða 3

Tíminn - 26.02.1935, Síða 3
T í M I N N 81 Eigí má framselja umboð til þess að fara með atkvæði á landsfundi. Fulltrúar félaga og sam- banda skulu kosnir á aðalfund- um þeirra. Að öðru leyti fer um fulltrúakosningar til lands- fundarins eftir reglum er stjórn og fulltrúaráð Lands- sambands íslenzkra bænda set- ur, og síðar verða lagðar fyrir landsfund til samþykktar. 5. gr. Aðalfundur sambandsins skal nefndur landsfundur bænda. Á aðalfundi skal kjósastjórn sambandsins, formann og fjóra meðstjómendur, ásamt tveimur varamönnum. Stjórnin kýs sér varaformann. Ennfrem- ur skal kjósa 21 manna full- trúaráð, er starfar milli lands- funda. Skal það kosið þannig, að einn fulltrúi sé úr hverju sveitakjördæmi. Forraaður er einnig formaður fulltrúaráðs. Kosning stjórnar og fulltrúa- ráðs gildir milli landsfunda. Landsfundur skal haldinn a. m. k. annaðhvert ár, til skiftis í hinum ýmsu landshlutum, ef við verður komið. 6. gr. Stjórn sambandsins kveður til fulltrúafunda þegar þörf krefur. — Einnig geta 5 full- trúaráðsmenn krafizt að full- trúaráðsfundur verði haldinn. Fulltrúaráðið tekur til meðferð- ar öll mál, er sambandið varð- ar, og samþykkir starfsskrá þess; 7. gr. Stjómin fer með öll mál sambandsins milli fulltrúa- funda, bæði inn á við og út á við. Hún getur tilnefnt menn innan sambandsins til þess að undirbúa ýms mál fyrir full- trúaráðsfundi og undirbýr þá og landsfundi, að því leyti sem fulltruaráðið gerir það ekki. Hún leggur fyrir fulltrúaráð og landsfundi skýrslur um störf sambandsins á liðnu ári. Á landsfundi leggur stjórnin fram reikninga landssam- bandsins til samþykktar, end- urskoðaða af fulltrúaráði. 8. gr. 1 byrjun hvers landsfundar leggur stjórnin fram áætlun um útgjöld sambandsins til næsta landsfundar. Útgjalda- upphæðin, að svo miklu leyti sem hún ekki fæst annarsstað- ar frá, er jafnað niður á þá að- ilja, er senda fulltrúa á lands- fund, í hlutfalli við, hve marga fulltrúa hver félagsdeild hefir heimild til að senda. Skulu fulltrúar standa skil á gjald- inu á næsta landsfundi. 9. gr. Til landsfundar skal boða með tveggja mánaða fyrirvara í aðalblöðum landsins og í út- varpinu, og er hann lögmætur, ef þannig hefir verið til hans boðað. Til fulltrúaráðsfunda skal boða með mánaðarfyrir- vara, og eru þeir lögmætir, ef fullur helmingur kosinna full- trúa sækir þá. 10. gr. Lögum þessum má breyta á landsfundi, enda samþykki 3/5 greiddra atkvæða breytinguna. Kosning í stjórn og fulltrúaráð Landssambandsins í stjórn hins nýstofnaða Landssambands íslenzkra bænda voru á landsfundinum kosnir þessir fimm menn: Ólafur Bjarnason bóndi í Brautarholti, formaður. Jón Hannesson bóndi í Deild- artungu. Hafsteinn Pétursson bóndi Gunnsteinsstöðum. Gestur Andrésson, bóndi Hálsi. Sigurgrímur Jónsson, bóndi Holti. .Og til vara: Guðmundur Jónsson bóndi, Hvítárbakka. Björn Konráðsson ráðsmað- ur, Vífilsstöðum. í fulltrúarág Landssambands- ins voru kosnir þessir menn: Kolbeinn, Högnason bóndi, Kollafirði. Guðmundur Jónsson bóndi, Hvítárbakka. Sverrir Gíslason bóndi, Hvammi. Hallur Kristjánsson bóndi, Gríshóli. Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður, Búðardal. Guðmundur Jónsson kaupfé- lagsstj óri, Sveinseyri. Jóhannes Davíðsson bóndi, Hjarðardal. Páll Pálsson bóndi, Þúfum!. Gunnar Þórðarson bóndi, Grænumýrartungu. Eggert Levy bóndi, Ósum. Runólfur Björnsson bóndi, Kornsá. Sigurður Þórðarson bóndi, Nautabúi. Garðar Sigurgeirsson, bóndi, Staðarhóli. Arnór Sigurjónsson bóndi, Hjalla. Pétur Siggeirsson bóndi, Oddsstöðum. Björn Hallsson bóndi, Rangá. Benedikt Blöndal bóndi, Hallormsstað. Sigurður Jónsson bóndi, Stafafelli. Eyjólfur Guðmundsson bóndi, Hvoli. Guðjón.Jónsson bóndi, Ási. Gísli Jónsson bóndi, Stóru- Reykjum. Auk þessara aðalmanna í fulltrúaráði, voru kjörnir jafn- margir varamenn. Farsóttartilíelli á, öllu landinu í janúarmánuði voru 2277 talsins, þar af 1160 i Rcykjavík, 409 á Suð- urlandi, 139 á Vcsturlandi, 35G á Norðurlandi og 213 á Austurlandi. Kvefsóttartilfelli voru flcst, 947 og þar næst kverkabólgutilfelli, 918. Fiskaílinn var orðinn á öllu landinu 15. þ. m. 1528 smál. miðað við verkaðan fisk. Er þessi afli eingöngu í Vcstfirðingafjórðungi og Sunnlendingafjórðungi. Á sama tima í fyrra var aflinn eklci ncma 225 smál. í húsi einu í Grindavík iá við slysi riýlega. — Fjórir menn í licrbergi höfðu sofnað frá ofni halffullum af kolum og kolaglóð, en spjaldið hafði lokast og Kol- sýruloft myndast í herbcrginu. Um morguninn var fólkið orðið svo veikt, að það gat enga björg sér veitt, ncma einn maður, sem staulaðist fram, cn þá ætlaði að líða yfir hann. Gluggi var þcgar opnaður og læknir sóttur. Hitt íólkið var í hálfgerðu dái. Læknir segir fólkið nú úr allri hættu, en að ckki hafi munað mikiu, að al- varlegt s’ys yrði. Ný kvennadeild í Slysa'varr.a- félagi íslands hcfir verið stofnuð á Eskifirði. Stofnendurnir voru ná- lægt 70. Deildin ætlar að beita sér fyrir því, að kevpt veröi björgun- arskúta fvrir Austurland. Frá Dalvik. Blaðið átti nýlega tal við Baldvin Jóhannsson útibússtjóra á Dalvik. Sagði hnnn að fram til 19. dos. hefðu alltaf öðru hvoru verið jarð- skjálftahræringar og þá (19. dcs.) hefði komið snnrpur kippur að nóttu til, svo fólk hcfði almennt vaknað i rúmum sinum. Eftir það hefði borið fremur lítið á hrær- ingum, þar til um lok janúar- mánaðar, þá heíði komið nll- snarpur kippur. Baldvin n sagði langt komiö nð byggja upp það, scm hrunið hcfði og skemmst í jarðskjnlftunum. Sumir menn hefðu bcðið mikið tjón af jarð- skjálftunum, sem þeir fengju ekki bætt og almennt hefðu hcimilis- feður látið mikln vinnu af hendi «n endurgjalds. Ferðalag þorsksins. í seinasta Ægi er skýrt frá því, að 4. júní síðastl. sumar hafi veiðst í Kjölle- fjord í Norðui'-Noregi (Finnmörku) þorskur, sem var merktur við Vestmannaeyjar 1931. Snjóflóðið mikln. Fyrra mánu- dag voru 50 ár liðin frá snjóflóð- inu mikla á Seyðisfirði, þar sem 24 mcnn íórust af 90, sem í snjó- flóðinu lcntu. Margir þeirra er af komust meiddust þó meira og minna og björguðust sumir moð naumindum. Til minningar um þá er fórust, voru fánar dregnir i hálfa stöng á Seyðisfirði. — 25 árum seinna, 18. febr. 1910, varð annað snjóflóð í Hnífsdal, litlu. minna, og fórust í því 19 manns. Fuglamerkingar. Samkvæmt skýrslu Náttúrufræðafélagsins voru á siðasti. ári merktir hér á landi 720 fuglar. Eru fuglategund- irnar 38, sem mcrktar hafa venð í þetta sinn. Af fuglum, sem merktir hafa verið hér á landi a undanförnum árum, hafa 37 end- urheimzt á síðastl. ári, þar af 13 ei'l. 3 (smyrilsungi, urtandarungi og stelkur) voru skotnir á Skot- landi, þrír (duggönd, skúfönd og hrossagauksungi) á írlandi, einn (duggönd) skammt frá Amsterdam í Hollandi, tveir (hvorttveggja graf- éndur, merktar á Sandi í Suður- þingeyjarsýslu 1934) á Ítalíu, cinn (rauðhhöfðaönd, einnig merkt á Sandi í júlímánuði 1934) í Virgin- ia í Bandaríkjunum, og sá ellefti (grafönd) í þýzkalandi. Lögmaður Hauptmanns liefir á- frýjað liflátsdómnum, og verður Hauptmann því ckki tekinn af lífi í næsta mánuði, eins og ákveðið hafði verið. Hinu áfrýjaða máli getur ekki verið lokið fyr en i september eða októbcr, þýzkur prestur var 18. þ. m. dæmdur i eins árs fangavist fyrir að hafa kallað Hitlcr „morðingja"- í siðastl. ágústmán. Ennfrcmur hafði hann sagt, að þýzkalandi væri stjórnað af bófum, og að þýzk blöð væru óáreiðanlcg. Hverjir glúpnuðu? í dálítilli grein í blaði „einkafyrirtækisins', ei Stefán Ilannesson skrifar, er hann m. a. með fremur ógeðsleg- ar slcttur um það til Framsóknar- manna, að þcir hafi „glúpnað og gugnað" í kjördæmamálinu. þcssi í'ithöfundur hefir farið svolítið húsavilt. Hann ætti að gæjast inn í Búnaðarbankann og spyrjast fyrir hjá aðalbankastjóranum um ]>að, hver hefði „glúpnað og gugn- að“ fyrst og mest í kjördæmamál- inu. Á aðaliundi Heimdallar, scm haldinn var síðastl. miðvikudag, var Jón þorláksson borgarstjóri kjörinn hciðursfélagi. — Sér er nú hver heiðurinn!!! Reykjavík. — Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. Niðursuðuverksmiðja Reykhús Bjúgnagerð Frystihús Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt- og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allsk.' áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði. Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir fyllstu nútíma kröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land Líi'tryg'gingaidcild Þið er aðems eitt lenzkt Hltrypgingar félag og það býður betri kjör en nukkuð annað lif- tryggingafélag starfandi hér á landi. Liftryggingardeild Hkiiíh Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sinii 1700 Prjónavélar Husqvarna- prjó.;avélar eru viðurkenndar íyrir g-æ i Pó er verðið ótrúleg-a lágt Samband ísl. samvinnuíélaga GRUNDV ÖLLUR LAGANNA. Mbl. reynir nú að telja fólki trú um, að Framsóknarmenn hafi knúið það fram, að lög landssambandsins væru samin á flokkspólitískum grundvelli, Framsóknarfloltknum í hag. Menn geta raunar séð, hví- lík firra þetta er, þegar þess er gætt t. d., að þeir Eggert Levy og Gestur Andrésson, fylgdu þessum lögum alveg jafn ákveð- ið og Framsóknarmennirnir í nefndinni, og að Eggert Levy talaði meira að segja fyrir þeim á fundinum. Á hvaða grundvelli voru þá lögin byggð? Þau voru byggð algerlega á þeim grundvelli, sem lagður var í frumvarpi undirbúningsnefnd- arinnar, sem lagt var fyrir 'j fundinn. En í þeirri nefnd átti l! Framsóknarflokkurinn, eins og áður var sagt, aðeins tvo menn af sjö. Þessu til sönnunar er rétt að taka til samanburðar annars- vegar þau ákvæði úr 4. og 5. gr. frv. undirbúningsnefndar, sem fjalla um rétt til að vera í Landssambandinu og um full- trúaréttindi og hinsvegar hin umþráttaða 4. gr. í lögunum, sem samþykkt voru: ÚR FRUMVARPI UNDIRBÚNINGS- NEFNDAR. 4. gr. Sambandið er reist á frjálsum lýðræðisgrundvelli. Félagar geta verið: a. Félagar í deildum samhands- ins, sem stofnaðar eru samkvæmt lögum þessum. b. þau félög, sem nú eru starf- andi i sveitum landsins, svo sem samvinnufélög bænda, sambönd búnaðarfélaga, ungmcnnafélaga, kvenfélög og nemcndafélög búnað- ar- og alþýðuskóla. Enníremur önnur þau íélög, er starfa að meira eða minna leyti í anda sambandsins. c. Ársfélagar. d. Heiðursfélagar, er kosnir eru á landsfundi eftir tillögum full- trúaráðs. Úr 5. gr. Atkvæðisrétt á landsfundi hafa ■ 3—5 fulltrúar fyrir hvert sýslu- íélag (dcild) og einn fulltrúi fyrir hvert samvinnufélag eða félaga- samband, og einn fyrir hver full 300 mcðlima þcirra þar að auki. Menn beri þessi ákvæði úr frv. undirbúningsnefndar sam- an við 4 gr. laganna, sem sam- þykkt voru og birt eru á öðr- um stað í blaðinu. Þess skal getið, að undirbún- ingsnefndin tók það fram, að frumvarp hennar væri sniðið eftir því fyrirkomulagi, sem gildir í landssambandi norskra bænda. Og væntanlega vill Mbl. ekki halda því fram, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ráðið lögum þess sambands! TILRAUNIR TIL AÐ SPRENGJA FUNDINN. Hver heilvita maður ætti nú að geta sagt sér það sjálfur, að það er ekki líklegt, að þeir Ólafur í Brautarholti, sr. Eirík- ur á Hesti, Eggert Levy, Gest- ur á Hálsi og Kolbeinn í Kolla- firði, hafi beinlínis stefnt að því í upphafi að setja Lands- sambandinu lög, sem væru sér- staklega Framsóknarflokknum í hag og öðrum flokkum til skaða. Enda er það vitanlega ekki svo. Þessir menn gerðu að- eins það, sem þeir álitu rétt- ast og eðlilegast til að stofna og styrkja þessi nýju samtök bændanna. Sr. Eiríkur lét sér raunar sæma á fundinijm að tala og greiða atkvæði gegn sínum eigin tillögum. Hann gekk þegar í lið með þeim, sem vildu sprengja fundinn, og kemur engum það á óvart, sem þekkir snúningshraða þessa mæta manns. Hinir komu heið- arlega fram. Þeir kunnu ekki við það að ganga gegn sinni eigin skoðun, eingöngu af því að Framsóknarmenn vildu fall- ast á hana! Mbl. ber því að vísu við nú, að lögin séu óhafandi vegna þess að samvinnufélögin eigi að hafa fulltrúa á landsfundi. Og þó á undirbúningsnefndin uppástunguna að þessu. Sig- urður á Veðramóti, Jón í Stóradal og Rúnólfur á Kornsá mættu á fundinum sem fulltrú- ar samvinnufélaga og virtu.st ekkert samvizkubit hafa. Það er líka vitað, að Framsóknar- flokkurinn þarf alls ekki á slík- um fulltrúum að halda, til að geta haft meirahluta á þessum landsfundum. Ástæðan er held- ur ekki þessi, heldur eingöngu sú, að vissir ofstopamenn 1 íhaldinu og „einkafyrirtækinu“ vildu sprengja fundinn, hvað sem það kostaði, af því að þeir þoldu ekki að vera í minna- hluta. Það er líka vitað, að menn úr Sjálfstæðisflokknum, sem ekki voru slíks hugar, voru kallaðir fyrir „Herrétt“ og þeim beinlínis hótað hörðu, ef þeir ekki vildu ganga gegn sannfæringu sinni og fyrri yf- irlýsingum. ’ MÁLALOK. Sprengingin tókst ekki. Lög Landssambandsins voru sam- þykkt með 89 atkv. gegn 15. Hin skoplega tilraun sýslumannsins í Vík til að fá bændur til að ganga með sér af fundi, fór út um þúfur. Var ekki vitað nema um tvo menn, sem hlýddu kalli hans, en það voru þeir nafn- ar, Jón á Akri og Jón á Reyni- stað. En Framsóknarmenn fóru vel með atkvæðamagn sitt alit til fundarloka. Það hefði verið næsta auðvelt að fá samþykkt á fundinum traust til ríkis- stjórnarinnar eða aðrar póli tískar ályktanir. En það var ekki gert. Framsóknarflokkur- inn vildi hafa þennan fund bændanna svo ópólitískan sem unnt væri. í stjórn hins nýja landssambands voru kosnir fimm menn. Aðeins tveir þeirra eru Framsóknarmenn. Ólafur í Brautarholti, sem áður var formaður undirbúníngs- nefndar, hefir af Framsóknar- mönnum verið kosinn formaður Landssambandsins. í fulltrúaráðið voru kosnir sex yfirlýstir andstæðingar F ramsóknarflokksins. Ihaldið og „einkafyrirtækið“ geta vitanlega gert það sem þeim sýnist til að sprengja þessi nýju landssamtök bænd- anna. Það er kannske hægt að beita hótunum og banna ein- stökum bændum að taka að sér störf. Slíkt verður væntan- lega talin „ópólitísk“ fram- koma! En þeir sem að sprenging- nnni standa, munu fá að beva ábyrgð á henni frammi fyrir almenningi í sveitum landsins.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.