Tíminn - 26.03.1935, Síða 1

Tíminn - 26.03.1935, Síða 1
<£5}aíbbagi feUfcoin* e t J. »4t»i Ataanfluifuu fo»tat 7 b> Reykjavík, 26. maiz 1935. 13. blaS. Um mjólkurmálið og framkvæmd þess Bráðabirgðalögin um söluí og meðferð mjólkur og rjóma voru gefin út af Hermanni Jónassyni landbúnaðarráðherra í sept. sl. og stuttu síðar var byrjað að framkvæma þau. Alþingi stað- festi síðan bráðabirgðalögin* með nokkrum mjnniháttar breyt ingum. Og 15. jan sl. tók mjólk- ursamsalan í Reykjavík til starfa. Mjólkurlögin eru því ekki búin að sýna sig 1 fullri íramkvæmd nema rúma tvo mánuði. En með því að málið vekur mikla athygli og margir eiga þar hagsmuna að gæta, þykir rétt að gefa um það stutt yfirlit nú. Viðleitnin til þess að kom'a sameiginlegu skipulagi á sölu mjólkur frá öllum þeim, er nota Reykjavíkurmarkaðinn, er nokk urra ára gömul. Mjólkurbanda- lag Suðurlands var stofnað í þeim tilgangi, en ekki tókst að koma á með því þeim ujnbót- um, sem öll mjólkurbúin töldu sig geta unað við. Þá var lög- gjafarleiðin reynd. En bæði þing og stjóm gugnuðu á að koma málinu fram', af ótta við að taka á sig óvild þeirra aðila, sem' í byrjun kynnu að telja sig fyrir borð boma. En nú- verandi stjóm ákvað strax að láta ekki þetía aðgerðarleysi haldast áfram og taka á sig á- byrgðina af því að leysa málið. Tilgangurinn með mjólkur- lögunum er sá, að draga úr flutningskostnaði á mjólk til markaðsstaðarins og sölukostn- aðinum á marlcaðsstaðnum, o? að koma í veg fyrir „mjóikur- stríð“ milli mjólkurbúa eða ein- stakra framleiðenda, seih myndi hafa knúð mjólkumerð- ið alveg óeðlilega niður1). Sölu- kostnaðinn átti að lækka m. a. með því að fækka mjólkurbúð- unum, en flutningslcostnaðinn með því, að láta bá mjólk, sem næst er markaðsstað, sitja fyr- ir sölu. Af þeirri mjólk átti svo að greiða verðjöfnunar- gjald, sem gengi til hinna i'jar- lægari sveita, sem settu mjóllt sína aðallega til vinnslu. Þann- ig átti að hindra mjólkurstríð- ið. Þetta er það aðal efni, Sem í mjólkurlögunum felst. Sjálí lögin voru rækilega undirbúin, fyrst af fundi samvinnuielag- anna í fyrravetur, síðar af af- urðasölunefnd, og loks vann landbúnaðarráðherra langan tíma að því sl. sumar, að koma á samkomulagi milli hinna ein- stöku aðila og kynna sér hin mismunandi sjónarmið þeirra áður en bráðabirgðalögin voru gefin út. Kom þar þá einkuih *) þetta mjólkurstríð var raun- verulega byrjatJ, því aO mikií var selt aí mjólk til Rvíkur undir hinu opinbera verði. það var ein3U n ir kafbátahernaður milU , framleið- endanna sjélfra. til greina mjólkurbúin tvö aust- anfjalls, Mjólkursamlag Borg- firðinga, Mjólkurfélag Reykja- víkur, framleiðendur á bæjar- löndum Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar og svo að sjálfsógðu hinn aðili máls'ns, neycendurnir í Reykjavík og Hafnarfirði. — Loks má svo r.efna hið stóra kúabú á Korpúlfsstöðum, sem er eign einstaics manns í Reyk- javík og hefir frá upphafi ver- ið til mikilla erfiðleika og óá- nægju við framkvæmd málsina. Samkvæm:; Rgununi er út- söluverð mjóllmr á hverjum tíma ákveðið af fimm mönnum. Tveir af þeim tru' tilneí’ndir af framleiðendum, tveir af bæjar- itjórn og einn af ráðherra land- búnaðarms. Má ekki selja mjólk til neytenda við lægra verði en ákveðið er af þessum fir.mi mönnum. Hinsvegar hefir Mjólkursölu- nefnd (skipuð sjö mönnum) umsjón með framkvæmd lag- anna að öðru leyti, gerir tillög- ur um verðjöfnunargjaldið, veitir leyfi, sker: úr hverskonar ágreiningi milli mjólkurbúanna o. s. frv. Ennfremur var henni í lögunum falið að setja á stofn mjólkursamsöluna í Rvik og hafa á hendi yfirstjórn henn ar þangað til 1. maí. Eftir þann tíma er ætlast til að mjólkur- búin og félög mjólkurframleið- enda á bæjarlöndunum geti skip að stjórn fyrir samsöluna, ef þau koma sér saman uml að gera það. Ef það samkomulag næst ekki, ákveða lögin að Mjólkursölunefnd stjómi sam- sölunni áfram. Þetta ákvæði um að Mjólkur- sölunefnd stjómaði samsölunni a. m. k. fyrst um sinn, var sett til þess að hindra það, að ö- samkomulag gæti orðið þess valdandi, að samsalan yrði ekki sett á stofn eða að hún legð- ist niður vegna ósamkomulags. En ef ekki væri samsala, væri ómögulegt að tryggja það, að sparnaður yrði á flutnings- og sölukostnaði, og lögin þá í raun- inni gagnslaus. Og full ástæða var til að óttast um samkomu- lagið, eftir þeirri reynslu, sem áður var fengin af Mjólkur- bandalagi Suðurlands. Mjólkursamsalan tók svo til starfa um miðjan janúar, eins og áður er sagt, og seldi mjólk í 38 búðum í stað þeirra 105, sem áður höfðu verið í Reykja- vík. Seldi hún í fyrsta lagi mjólk frá Mjólkurfélagi Reykja víkur og af bæjarlandinu, sem var gerilsneidd í gerilsneiðing- arstöð Mjólkurfélagsins í Rvík. í öðra lagi mjólk frá Korpúlfs- stöðum, sem var hreinsuð þar og í þriðja lagi mjólk frá búunum austanfjalls, og var hún gerilsneidd þar. En all- margir framleiðendur á bæjar- löndum Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar, sem þess óskuðu, Frh. neðanm/Us á 2. síðu. A víðavangi Valtýr veður reyk. Morgunbl. er að gefa það i slcyn, að fjármálaráðh. hafi farið óheiðarlega með tölur í sambandi við ríkislántökuna og sé sú sönnunin, að í lánsútboð- inu sé halli ársins 1934 talinn ca. 1,5 milj. króna, en hann hafi reynst ca. 2.4 milj. eftir bráðabirgðauppgjörinu í fjár- lagaræðunni. Ef Mbl. hefði viljað vita hið rétta í .þessu, í stað þess að birta um þetta skætingsgrein, hefði það getað snúið sér til ráðherrans og fengið upplýsingar um málið. Málið liggur þannig fyrir, að þegar Magnús Sigurðsson fór til London, sem umboðsmaður fjármálaráðh., lá ekkert full- komið bráðabirgðauppgjör fyr- ir, en þar sem! upplýsingar þurfti að gefa um aflcomu árs- ins, sem a. m. k. væru nærri lagi, þá var gert yfirlit eftir þeim gögnum, sem fyrir lágu á þeim tíma, og taldist til að reksturshalli' ársins mundi verða um 1,5 milj. Nákvæmari skýrslu var ekki tök á að gefa á þeim tíma, sem upplýsingar þurftu að liggja fyrir. Þegar endanlegt bráðabirgð- aruppgjör fór síðar fram, reyndist reksturshallinn um 1.880 þús. Greiðsluhallinn reyndíst hinsvegar ca. 2,4 milj., en það skiftir elcki aðal- máli í þessu sambandi, heldur rekstrarhallinn. 1 greiðsluhall- anum eru nefnilega taldar með afborganir fastra lána. Eldri og yngri Glaumur. Jón í Stóradal finnur að hann er Glaumur Guðmundar í Ási. Jón skilur lílcinguna. við Grettissögu. Hreysti og snilld Grettis var honum nóg vörn í 19 ár, þar til ólánsmanneskjan flutti sviksemi og ómennsku í návist hans. Á sama hátt var Guðm. í Ási sigri hrósandi í 19 ár í félagsmálum Húnvetninga. Vitsmunir hans, hófsemi og drengskapur voru honum vöm í öllum hættum1, þar til Jón frændi hans í Stóradal þóttist fara að þjóna honum eins og Glaumur Gretti. Með Jóni kom hin slysa-gjarna eiginhags- muna veiðimennska iim í vam- arlið Guðm. í Ási. Einn af nánustu samstarfsmönnum Jóns í Stóradal úr uppreistinni gegn Framsóknarstefnunni, fann, eftir nokkurra mánaða samstarf, lykilinn að gæfuleysi þessa manns. Hann sagði, að utan um Jón Jónsson væri ein- hver ólánshjúpur, sem reynast mundi skaðvænn öllum sem treystu honum. Þessi maður benti á að Jón hefði eyðilagt pólitíska framtíð Guðm. í Ási, Tr. Þ., Halldórs Stefánssonar og Lárusar í Klaustri. Vegna þessa skaðvæna andrúmslofts er Hannes Jónsson nú orðinn íhaldsmaður, og Ásgeir Ás- geirsson flokkslaus. Jón er að því leyti líka hlið-. stæður Glaumi, að hvorugur hefir ætlað að eyðileggja hús- bændur sína. En það er eins og ólán og eymd fylgi þeim eins og skuggi. AUir hafa illt af slíkum mönnum nema þeir, sem ekki trúa þeim. Kolbeinn og mjólkin. Hér í blaðinu var fyr í vetur sýnt fram á eymd og vesöld þess málstaðar, sem myndar- bóndinn Kolbeinn í Kollafirði tók að sér að verja. Ef mál- staður Eyjólfs Jóhannssonar og Magnúsar á Blikastöðum hefði verið verjanlegur, þá hefði Kolbeinn gert það. En hann þagði og gaf þar með upp málstað sinn. Kolbeinn vill láta núverandi stjóm hjálpa sér en vill fá að vanþakka það. Hann veit að það er skömm að fjársvikum Vagns Jóhannsson- ar í Mjólkurfél., er hylmað var yfir. Hann treysti ekki Vagni, ekki Eyjólfi, elcki Korpúlfs- staðafeðgum. Hann veit, að ef þessir menn ráða í mjólkur- málinu, eru hagsmunir smá- bænda, eins og hans, troðnir r.ndir fótum. Hann veit, að nú fær hann hærra verð fyrir injólk sína og vissari sölu en Eyjólfur og Thor gátu tryggt honurn. Hann veit, að hann á allt þetta eingöngu að þakka núverandi stjóm og stuðnings- flokkum hennar. Hann veit, að sjálfur hefir hann stutt óvini stéttar sinnar og styður þá enn. Kolbeinn er einn af því skrítna íólki, sem vill láta Framsóknar- menn bjarga sér, en að sem íæstir viti það. Ihaldið og skuldimar. J. J. hefir nýlega rakið sögu ríkisskuldanna í Nýja dagblað- inu. Sést þar, að fimm sinnum hafa verið gefnar lánsheimild- ir ríkinu til handa, ca. 10 milj. í hvert sinn. íhaldið hefir bar- izt fyrir fjórum af þessum lán- tökum, en Framsóknarfl. fyrir einni. íhaldið barðist fyrir enska láninu 1921, fyrir fast- eignaveðslánunum 1926, fyrir 30 milj. kr. heimild um sama leyti hjá amerískum banka og loks voru eyðsluskuldir M. G. og Þorst. Briem sameinaðar í eitt lán nú í vetur. Sameigin- legt vig allar þessar lántökur er það, að þær gengu að mestu í ósýnilega og óarðbæra hlut-i, En framfaralánið 1930 var tek- ið fyrir forgöngu Framsóknar- manna, en tvívegis samþykkt á Alþingi af íhaldinu, með sam- hljóða atkv. í annað skiptið, en með einu mótatkvæði í síðara skiptið. íhaldið hefir þannig barist fyrir fjórum stærstu lán- tölcunum og samþyklct hina fimmtu tvívegis. Auk þess hef- ir það tekið stórlán fyrir Rvík, seinast í vetur margar miljón- ir til að virkja Sogið. Jakob Möller hefir í Vísi meðgengið sekt íhaldsins um ríkisskuldim- ar, og reynir ekki að verja hið margumtalaða hreinlæti í- haldsins í skuldamálum lands- ins og Reykjavíkurbæjar. Pálmi þakkar. Pálmi Einarsson ráðunautur var á bændafundi í ölfusinu nýlega og var þar að reyna að lcoma illindum af stað milli bænda og fátæklinganna í Rvík. Hann vanþakkaði á lævís- an hátt stuðning verkamanna- flokksins við skipulagningu mjólkursölunnar. Hartn fjölyrti Sigurður Jónsson bóndi í Stafafelli, sem varð fimmtugur 22. þ. m:. Um hann ritar Jón Eyþórsson veður- fræðingur á öðrum stað hér í blaðinu í dag. um eina grein í Alþ.blaðinu, þar sem talað var um mjólkur- lækkun í sambandi við skipu- lagninguna. Hann þagði um, að samvinnubændur í Eyjafirði hafa lækkað mjólkina miklu meira í sínu mjólkurstríði. Hann þagði um það, að allur Alþ.fl. hefir stutt Framsóknar- menn í baráttunni fyrir að bæta hag bænda með mjólkur- sölunni. Hann þagði um það,að þegar fólkið í „villunum“ í Rvík, húsbændur Pálma Ein- arssonar í pólitíkinni, gerðu samtök um að kaupa ekki mjólk af bændum, í því skyni, að eyðileggja fjárhag þeirra og samtök, þá stóð Alþýðublaðið, allur þingfl. jafnaðarmanna og þúsundir verkamanna í Rvík með málstað bændanna. Skilur Pálmi Einarsson hvaða dóm hann muni fá, maðurinn, sem fær viðurværi sitt af því, að vinna fyrir bændur, en kem. ur svo upp í sveit með málstað íhaldsfrúnna og vanþakkar fá- tækum erfiðismönnum í Rvík, sem bættu við mjólkurkaup sín, til að hjálpa bændunum, þegar þeim lá mest á? Kjötuppbótin. Eins og getið er um á öðrum stað hér í blaðinu, ber. Her- mann Jónasson landbúnaðar- ráðherra nú fram tillögur á AI- þingi um að greiða allt að 150 þús. kr. úr ríkissjóði til verð- uppbótar á útflutt kjöt frá sl. hausti. Þessar tillögur eru bomar fram vegna þess, að vitað er nú að kjötverðið á er- lenda markaðinum er svo lágt, að verðjöfnunargjaldið hrekkur elcki til að bæta það upp að þessu sinni, svo að viðunandi sé. Þessar tillögur verða sam- þykktar með atkvæðum Fram- sóknar- og Alþýðuflokksins áð- ur en þingi er frestað. Og þær eru afgreiddar með fullri á- byrgðartilfinningu, því að jafn- framt eru bornar fram aðrar tillögur um að lækka útgjöld á öðrum liðum, sem þessu svar- ar. Á síðasta þingi heimtaði „einkafyrirtækið“ kjötuppbót. En sú krafa var gerð sem! „yf- irboð“ algerlega út í bláinn. Þá var ekkert vitað um, hvern- ig salan færi erlendis. Og „einkafyrirtækið“ benti ekki á neina leið til tekjuöflunar eða sparnaðar, til að fá fé í uppbót- ina. ©8 Jutt&íimta d £augaoeg 10. ©iml 2353 - PóBtbólf 9ÖJ XIX. árg. Utan úr heimi Þegar heimsstyrjcldin brauzt út 1914. í öllu því umtali og þeirri ólgu, sem nú er vakin í heim- inum út af síðustu tiltektum Þjóðverja með vígbúnaði sín- um, hefir ýmsum orðið að rifja upp tildrögin að heimsófriðn- um mikla 1914—1918. En þau voru eins og menn muna her- togamorðið í Serajewo 28. júní 1914. Maðurinn, sem hleypti heims- styrjöldinni af stað, beið á götuhorni í miðjum manngrú- anum, serbneskur stútent á 20. árinu, Gavril Princip að nafni. Neðan frá höfninni barst ómur af sprengingu. Rétt á eft- ir kom bifreið brunandi neðan af bryggjunni, sem var með- l’ram ánni. I henni sat maður og kona. Ungi maðurinn skalf af geðs- hræringu. Hann gerði eins og krampakenda hreyfingu með hægri hendinni, sem var falin niðri í kápuvasanum. — Of seint. Bifreiðin var þotin frain hjá. I henni sátu þau erkihertogi Frantz Ferdinand og eiginkona hans — á leið að ráðhúsi borg- arinnar. Þar staðnæmdist vagn- ijm, og erfingi hins austurríska —ungverska rílcis, tafði mátu- lega lengi til þess að slengja eftirfarandi ásökunum framan í hinn óttaslegna borgarstjóra: „Þér hafið tekið hjartanlega á móti mér — með sprengjum. Aðstoðarforingi minn er særð- ur!“ Því næst sneri hertoginn sér að vagnstjóranum og sagði: „Af stað! Til baka til for- ingja míns“. En vagnstjórinn misskildi hann. I stað þess að aka beint niður til bryggjunnar, hægði hann ferðina við homið á Péturs lconungs götu, og við beygjuna í hina þröngu götu, kom vagn hertogans á mjög hægri ferð, næstum þétt upp að gangstéttinni, þar sem ungi maðurinn stóð. Gavril Princip var naumast nieðalskytta, hvað þá meir. Iíann hefði aldrei hitt vagninn á harðri ferð. Nú gat hann næstum snortið hertogann með &kammbyssunni. Hann hleypli af tveim skotum. Síðar sagði hann, að ætlun sín hefði ekki verið sú að myrða konu hans. En bæði voru látin áður en hætt var að rjúka úr vopni G. Princip. G. Princip var ekki dæmdur til dauða. Lögin heimiluðu ekki að menn innan tvítugs væru hengdir. Og æska vegandans forðaði honum frá gálganum. Hann vantaði einn mánuð í tuttugu ár. En lögin björguðu ekki lífi hans. Lögreglan hafði lamiS hann til þeirra óbóta, að hann lézt af afleiðingum þess og fangavistinni. Heimurinn er nú hlaðinn sama sprengiefninu, sem í júní 1914. Margir óttast, að ekki þurfi nema einn, óvæntan og ef til vill ómerkilegan atburð til þess að hleypa öllu í svipað bál og þá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.