Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.05.1935, Blaðsíða 4
79 TÍMINN Karl Finnbogason, skólastj., Seyðisfirði: Hrifla Djúpá fellur austur úr Ljósa- vatni, til Skjálfandafljóts, og akiptir héruðum. Frá henni breiðast hrjóstrugir viðarmóar Bárðardals inn til lands, en grösugar mýrar Köldukinnar til sjávar. Bœrinn Hrifla er Bárð- ardals megin árinnar, austar- lega í dalnum, og á hvergi land til fjalls. Á einu vori, nálægt síðustu aldamótum, flutti eg búslóð fóstra míns, Karls Emils Prið- rik8sonar, frá Stóruvöllum í Bárðardal að Hálsi í Köldukinn. Milii bæjanna er fast að þing- mannaleið. Eg var einn með lest og fór dagfari og náttfari, nokkrar ferðir. Ekki fór eg venjulega leið — um Ljósavatn — en nær Skjálfandafljóti, sem beinast varð stefnt á „Kinnar- felliðu, því þar þótti mér fast- ara undir fæti en annarsstaðar í „Fram-kinn“, þótt vegleysa væri. Á ferðum þessum varð Hrifla mér áfangastaður, og reyndist svo, að bæði eg og hrossin urðu þeim stundum fegnust, er við sáum bæinn. Áður hafði eg lít il kynni haft af staðnum og fólkinu þar. Nú komst eg að raun um, að þarna í móunum, sem annars virtust svo kosta- snauðir, var unnið hið menni- legasta starf með góðum árangri — f kyrþey. Og síðan hefir mér orðið ljósara, hvers eðlis það var. Jón bóndi í Hriflu var lítill maður vexti og lét ekki mikið yfir sér. Og mér fannst hann vera í náttúrlegu samræmi við þennan litla bæ, sem bar svo lítið á þarna í móunum. Hann er athugull og orðheppinn, dá- lítið kíminn og kunní vel að segja frá; hafði líka frá mörgu að segja, þegar tími var til. Og hann átti metnað og öryggi þess manns, sem jafnan hefir fyrir augum árangur verka sinna, hvert sem hann lítur. Túnið hans var ekki stórt, en það var bætt, ágætlega hirt og garður hlaðinn um það. Húsin voru öll hið bezta gerð eg um gengin. Allt voru þetta handaverk Jóns bónda og skylduliðs hans, og allt bar það vott um hyggindi, alúð og elju. — Og Jón bóndi i óx mér í augum, því oftar sem mig bar að garði hans. Rannveig húsfreyja var glæsi- legri og aðsópsmeiri en maður hennar. Allur bragur innanhúss bar henni vitni um smekkvísi, gáfur og skörungsskap. Mér duldist ekki, að slík kona hefði einnig sómt sér vel í stærri húsakynnum. Börnin virtust mér samþýdd heimilinu og óvenju vel að sér. Og hjónin voru staðráðin í að fá þeim heimiliskennara næsta vetur. Þarna var gróandi í öllu. Og mér óx trú á mennina — og móana. Nú hefir Jónas Jónsson fært nafn Hriflu inn í sögu landsins, svo að ekki verður af máð. En hverjir gerðu garðinn frægan ? Karl Fínnbogason. smiðjuna, að auka þyrfti stór- lega upplag blðsins vegnahinn- ar óhemju götusölu. Eftir því sem á daginn leið varð æ meir að auka upplagið, unz það var orðið 3500 eint. umfram venju- legt upplag. Mun láta nærri að götusalan hafl alls orðið þrír fjórðu hlutar þeirrar upplags- aukningar, og er slíkt einsdæmi hér á landi. Margs fieira er að minnast. En hér skal staðar numið. Ég nota tækifærið, á þessum hátindi æfi hans, til að þakka prýðilegt samstarf á undaförn- um árum. Jón Þórðarson. Guðmundur Jónsson frá Hóli: Reykjatorfan þjóðareign Eitt af nýmælum þeim sem Jónas Jónsson átti frumkvæði að, beitti sér fyrir ok kom í framkvæmd á fyrstu stjómar- árum Framsóknarflokksins, var að tryggja þjóðinni þau fágætu og margvíslegu verðmæti, sem fólgin eru í jarðeigninni Reykj- um í Ölfusi. Var tillaga hans um þetta mál samþykkt á Al- þingi 1929. Hátíðarárið 1930 líratt hann af stað tvennskonar fram. kvæmdum samtímis á hinni nýju þjóðareign. Önnur var bygging hressingarhælis fyrir berklasjúklinga og giktveikt fólk, er búa skyldi við betri og heilnæmari bataskilyrði en áð- ur höfðu! þekkst hér á landi. Hin var nýtísku garðræktarstöð næð vermihúsum, sem reist var íyrir hælig og ríkisspítalana í Iteykjavik. Reynzla áranna síðan hefir sannað að staðurinn er til hvorutveggja frábærlega vel fallinn. En í rauninni er hér þó byrjun ein á þeirri fjölbreyttu hagnýtni, sem J. J. hefir hugs- að sér á þessum stöðumi, fyrir almenning á komandi árum. Hér er ekki rúm til að gera þess grein, enda er þess að vænta að J. J. eigi sjálfur eftir að fylgja ým'sum slíkum málum áleiðis til framkvæmdanna. En svo eitt þeirra sé tekið skal geta þess nú, að sumárið 1931 reit J. J. grein í Tímann, þar sen. hann dregur upp rhynd af þeim veruleik, að í hinum fögru og skjólríku dölum inn af Reykjum eigi að veita al- menningi í Reykjavík og Hafn- arfirði — einkum húsfreyjum meg börnum sínum — aðstöðu til hressandi sumardvalar ár hvert. .— Þetta er enn mál f ramtíðarinnar, og þau era mörg á þessum stað. En allir þeir, sem eiga leið um fjöl- farnasta þjóðveg landsins — fram hjá Reykjuím — mega líta þar inn til dalanna fagurt, gróðurríkt land, yljað af tugum hveralauga og heitra linda — land, sem geymir í skauti sínu möguleika og skilyrði til margs- konar heillaríkra framkvæmda í hlutfalli við langa framtíð ungrar, vaxandi þjóðar. Þar sem víðar mun íslenzka þjóðin bera giftu til þess að láta hug- sjónir Jónasar Jónssonar ræt- ast. Guðm. JónsSon. Jón Þórðarson, prentari : Kynni mín við blaðamanninn }. J Bjarni Asgeirsson, alþingismaður: Fjórðungur aldar Jónas Jónsson er sá af blaða- mönnum, er ég sem prentari hefi lengst átt samstarf með um æflna Margs er því að minnast, en fátt eitt af því verður hér skráð. Frá fyratu kynnum mínum við blaðamenn í ársbyrjun 1906 og fram til þessa tíma, hefi ég eng- um kynnzt, sem komizt hefir í samjöfnuð við hann hvað hrað- virkni og hugmyndagnægðsnert- ir. Um hvað Jónas hefir skrifað og hvernig það hefir verið fram- sett, er flestum kunnugt. Óþarfl er því að gera þess grein hér, Hitt mun mönnum ekki jafn- kunnugt, að oft hefir hann á einum klukkutíma skrifað um 8000 stafl, án þess að þurfa nokkurntíma að láta pennann hvílast, til að ígrunda á hvern hátt hugsunin skyldi fram- sett eða niðurröðun efnis hagað. Það virtist allt skipulagt í hin- um frjóa heila, áður en tekið var til ritstarfanna. Oft hefir mig undrað það, að jafnframt því, Bem hann hefir verið að skrifa, hefir hann átt samtal við menn, sem næfstaddir hafa ver- ið, án þess að hætta störfum. Þó hygg ég, að hann hafi held- ur kosið að vera í einrúmi, eða án mikillar truflunar, ef um vandasamar ritsmíðar var að ræða. — Fullyrða má, að enginn núlifandi íslendingur hefir afkastað jafnmiklu í rituðu máli, sem hann. Meginhlutann af öllum ritstörfum sínum hefir hann unnið án þess að fá nokkra þóknun fyrir. Iðulega hefir það átt sér stað, að hann heflr kom- ið í prentsmiðju þá, sem blöð samvinnumanna eru prentuð í, seint að kvöldi eða snpmma morguns, og ritað á 1—2 klst. greinar sem fyllt hafa marga dálka 1 blöðum flokkBins. Ég minnist þess, er prent- smiðjan hafði í þjónustu sinni einn af braðvirkustu vólsetjur- um landsins. Jónas sat við lítið borð í vélsetjaraklefanum og skrifaði, en setjarinn setti. Báð- ir öttu kapp. Fingur setjarans léku um stafaborð vélarinnar. Hver línan af annari þaut í gegn- um vélina. En því hraðar, sem setjarinn setti, því örar leið penni Jónasar um handritapapp- írinn. Oftast urðu leikslokin þau, að þegar greinin var fullsamin, var drjúgum meira ósett af hand- riti, en verið hafði í byrjun. Ég minnist þess úr síðustu kosningahríð, að þá skrifaði Jónas á örskömmum tíma eina af sinum snjöllustu og minnis- stæðustu kosningagreinum. Ég minnist þess, er Jónas var eitt sinn að fara í ferðalag, sem oftar. Ritstjóri Tímans var las- inn. Litið handrit var komið, en útkomudagur blaðsins nálgaðist óðum. Jónas kom í prentsmiðj- una til að vita hvað efni blaðið liði Hann ætlaði að leggja af stað um kvöldlð. í snatri settist hann við borðið og skrifaði tvær eða þrjár greinar á örlítilli stundu. Daginn eftir sagðist hann senda meira handrit. Morguninn eftir kom frá honum það stór bunki af handritum, að ekki komst í það tölublað nema nokkur hluti þeirra. Ég minnist ekki hvað sízt, er í setningu og prentun var grein- in „Stóra bombanu. Það var á allra vitorði, að Jónas var að svara hinni hörðustu árás, sem gerð hafði verið á hann. Fólkið var forvitið. Því lék hug- ur á að vita á hvern hátt svar- ið mundi verða. Andstæðingar hans komu, maður eftir mann, til að vita hvað útkomu blaðs- ins liði. Nóttina, sem blaðið var prentað, var aðsóknin orðin það mikil, að loka varð prentsmiðj- unni. Daginn eftir hófst sala biaðsins. Klukkustund eftir að sala hófst, var símað í prent- Það fer vel á því að Jónas Jónsson skuli vera fæddur í maímánuði. Sá mánuður er venjulega tímabil leysinganna, umbrotanna, og voryrkjunnar í íslenzkri náttúru. Hann virðist líka hafa fengið þrótt og eðli vorleysinganna í vöggugjöf. Það er nú réttur aldarfjórð- ungur frá því að ég kynntist honum fyrst. Það var veturinn 1909—10. Ég var þá við nám í Reykjavík. Hann var nýkominn þangað „utan úr heimi“. Ég tók þá nokkurn þátt í störfum Ungmennafél. Reykja- víkur. Hann gekk í félagið um haustið og hóf þá starfsemi sína í ungmennafélögunuml Starfsemi, sem var hinn glæsi- legasti inngangur er ég get hugsað mér, að dáðríkri um- bótastarfsemi í opinberum mál- um. Ungmennafélögin voru þá full af vorhuga. Okkur fannst daginn alltaf vera að lengja, og við biðum sumarsins með óþreyju. Og Jónas kom inn í félags- starfsemina eins og suðrænn þeyvindur. Það fylgdi honum asahláka, hvar sem hann fór. Ég man alltaf eftir fyrsta málinu, sem hann flutti í félag- inu. Það var bókmenntalegs efnis. Tildrögin voru þau, að bókaútgefandi einn í Reykja- vík hafði látið þýða á lélega ís- lenzku allmikið af útlend- um „reyfurum“ af- lakasta tagi., — dreift þessu út um landið af miklum dugnaði um nokkurt skeið, svo að þessar bókmenntir voru að verða aðal- sálarnæring lestrarfúsrar al- þýðu víða um landið. Guðrún Ósvífursdóttir og Auður Gís'la Súrssonar máttu þoka fyrir Kapitolu Black. Gunnar á Hlíð- arenda hvarf í skugga Ruriks Nefel, og Svarti Donald varð miklu tilkomumeiri en Grettir Ásmundarson. Fólkið svalg í sig ómetið, — eins og sumar kirkjubækumar frá þeim tíma bera með sér, en hvergi heyrðist aðvarandi rödd. Það var þetta mál er Jónas tók til meðferðar í erindi er hann flutti í félaginu. Hann gagnrýndi þessar bókmenntir og útgáfustarfsemi miskunnar- laust; dró fram andleysið, smekkleysið, málleysumar og vesaldóminn, í þessari „menn- ingarstarfsemi" og kaghýddi hana. Þannig opnaði hann eins og bezt mátti verða augu allra, er á hlýddu fjTÍr ósómanum. Erindi þetta birtist nokkru síðar í einu Reykjavíkurblað- anna og vakti feikna athygli. Ég hygg að þetta séu fyrstu afskipti J. J. af þjóðmálum1. Og hann birtist þegar með alvæpni og þvi atgerfi búinn, er við höfum kynnst hjá hon- um síðan. Hann hafði ekki fyr dregið atgeirinn úr slíðrunum, en að það söng í honum. Og hann ávann sér þegar með þessu fyrsta áhlaupi sínu hið venju- lega fylgilið forystumannsins, aðdáun samherjanna annars- vegar og hatur andstæðinganna hinsvegarý sem honum (hefir iivarvetna auðnast síðar í svo ríkum mæli og alltaf fylgir honum eins og ljós og skuggi. Ég nefni ekki fleiri einstök atvik úr starfsemi hans í ung- mennafélögunum. Sá kafli úr æfisögu hans væri efni í langa ritgerð — heila bók. Bráðlega tók hann að sér ritstjóm blaðsins Skinfaxa, er félögin gáfu út, og stjómar því um nokkurra ára skeið, — bezt ritaða blaðsins, er þá kom út á landinu. Hugsjónaauður ritstjórans, sívakandi áhugi á öllum mál- um, ásamt óvenjulegri rit- snilld, gerðu blaðið að miðdépli félagsskaparins, og Jónas Jóns- son að sjálfkjörnum foringja æskunnar í landinu allt þetta árabil. Og árin líða. Bráðum tekur stjómmálabaráttan við í sín- um íslenzka algleymingi. Jónas verður annar aðalmaðurinn við áhrifamesta stjórnmálablað landsins, þingmaður, ráðherra, flokksforingi. Alltaf ný og ný barátta, nýir sigrar, nýjar framkvæmdir. Það er sá kafíi æfi hans, semi mesta athygli vekur alls þorra landsmanna. En sá fyrri verður mér minnisstæðari. Máske vegna þess, að ég er svo gerður, að loforð voryrkjunnar heilla mig meir en efndir uppskerunnar, hversu ríkuleg sem hún reyn- ist.‘ Líklega er það þó öllu held- ur vegna hins, að þeim manni, sem fylgst hafði með Jónasi Jónssyni fyrsta áfang- ann, og fylgdi honum úr hlaði, er hann hóf þjóðmálabaráttu sína gunnreifur og vopnfimur, gat ekkert komig á óvart af því bezta sem eftir hann ligg- ur. Það hlaut næstupi allt að koma, eins og af sjálfu sér. Bjarni Ásgeirsson. Guðbrandur Magnússon, forstjóri: Leitín að tnönnum Ritstjóri Tímans hefir veitt mér þau forréttindi, sem ein- u m fyrsta starfsmanm blaðs- ins, að fylgjast sérstaklega með um efni þessa blaðs, sem gefið er út í virðingarskyni við Jónas Jónsson fimmtugan. Og hann hefir ennfremur orðið við þeirri ósk minni, að ég mætti skrifa síðasta grein- arstúfinn í blaðið. Þegar ég lít yfir það, sem aðrir hafa gert að Umtalsefni hér í blaðinu, og einkennir Jónas Jónsson, þá rifjast upp fyrir m;ér m. a. eitt atriði, sem ég tel við eiga ag minn- ast á. ’r En það er leit Jónasar Jóns- sonar að mönnum. Hann er flestum skyggnari á hvað með 'hverjum éinum býr. Og margir eru, þeir, sem sótt hafa ráð til hans þegar þeir skyldu velja sér hlut- skipti, og margvísleg er sú hjálp og sú aðstoð, sem hann hefir þá veitt þeim. í þessu er fólgin einn hinn gleggsti foringjahæfileiki J. J. Hann sér hina margháttuðu umbótamöguleika, svo að segja jöfnum höndum' í smáu og stóru. Þessvegna hefir honura reynzt svo auðvelt að benda á úrræði fyrir menn með mis- munandi hæfileika. og mismun- andi áhugamál. Meðan J. J. var ráðherra og veitti embætti og trúnaðar- störf, þá mátti sjá, að hann fór ekki ætíð troðnar leiðir, heldur eirrnig eftir eigin m'ati á manngildi þeirra, er hann valdi til. Og í stað þess að láta menn sækja um störf og stöð- ur, þá kom það fyrir, að hann sótti eftir mönnum í störfin og stöðurnar. Rétt þykir að láta þess get- :ð, að sótt hafa verið ráð til J. J. af valdhöfum og af forráða. inönnum ýmsra stofnana L hinni vandasömu leit — að mönnum. - - Það hefir ekki hjá því farið, að einmitt þær kröfur, sem J. J. hefir gert í þessum efnum, það mat á manngildi, sem hann hefir lagt á, hefir haft víðtæk áhrif. ívar Wennerström, núver- andi hermálaráðherra Svía, hefir sagt í blaðagrein, að hvar sem 3—4 menn væru saman á íslandi, hvort heldur væri inn við jökla eða úti á sjó, þá kviknuðu deilur um Jónas. Og hann sagði ennfremur í sömu greininni, að það væri hlutfalls lega eins mikið um hann einan deilt á Islandi, eins og þá þrjá stjómmálamenn í Svíþjóð til sam'ans, sinn af hvorum flokki, sem mestur styr stæði um þar í landi. Eru það framkvæmdaverk J. J., sem þessum deilum valda? Menn eiga hsagara með að gera sér grein fyrir því eftir lestur þessa blaðs, vegna þess, hversu minnst er þar á mörg þeirra. Ég man í svip eftir fáein- um til viðbótar, svo sem eins og Lögbókinni, ríkisprent- smiðjunni og Kristneshælinu, sem ekki er þarna getíð, en sem J. J. hefir átt frumkvæði að eða veitt öflugan stuðning. Ragnar heitinn Ólafsson sagði við vígslu Kristneshælis- ins áð þáð, að hælið væri kom- ið upp, væri engum manni ein- um meir að þakka en J. J. Það eru ekki framkvæmd- irnar og umbótastörfin sem fyrst og fremst valda deilun- um . um Jónas Jónsson. Heldur kröfur hans um jafnan rétt. Kröfur hans um samvinnu í stað samkeppni og kröfur hans um sambýlishætti mannanna yfirleitt, en þó kannske eink- um háttur hans um að meta rnenn. Framkvæmdimar og um- bótastörfin voru óhugsanleg nema með aðstoð mjög margra manna. Og það er þessi leit að áhugamönnum, mjönnum, sem líklegir voru til þess að vinna af einlægni að umbótunum, hverri umj sig, sem mestu um- tali hefir valdið. Og leit J. J. að mönnum hef- ir náð yfir öll aldursskeið. Sira Björn Þorláksson var á sínum tíma valinn til þess að hafa eftirht með áfengisútlát- um. Hann mun hafa verið elztur þeirra, semj J. J. hefir sett til starfs, en einkum hlaut þessi leit að eiga sér stað með- al yngri kynslóðarinnar, vegna þess að eldri kynslóðin var mótuð af öðrum skoðunum', hún vildi að titlar og erfð- ir skipuðu mönnum ýmist í sól eða skugga og réðu meira en hæfileikar og áskapaðúr manndómur. Þessi þáttur, þessi nýi hugs- unarháttur, sem hér er kom- inn til sögunnar /m!eð Jónasi Jónssyni, er ef til vill djúptæk- astur og afdrifaríkastur, af öllu því, sem hann hefir komið til leiðar, og þá um leið líkleg- ux' til þess að orka miklu um farnað þjóðarinnar í fram- tíðinni. Lárus Rist hefir það eftir Jóni Hjaltalín skólastjóra, að hann hafi látið þau orð falla, þegar Jónas Jónsson hafði lok- ið námi við gagnfræðaskólann á Akureyri, „að hann væri sá þyngsti lax, sem komið hefði á sína vog“. Reynslan hefir á eftirminni- legan hátt staðfest þennan dóm skólamannsins í leit hana — að mönnum. Guðbrandur Magnússon. Ritstjóri Grisli Guðmundsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.