Tíminn - 02.07.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1935, Blaðsíða 3
TIMINN m Fyrsta fulltrúaþingj Sambands íslenzkra barn&kennare \ Undanfarin 14 ár hefir Sam- band íslenzkra bamakennara gengizt fyrir árlegum kennara- þingum. Hafa þar verið rædd hagsmunamál stéttarinnar ásamt ýmsuro menningarmál- um þjóðarinnar, sérstaklega þau, er barnafræðsluna snerta. Á síðustu árum hafa þing þessi verið svo fjölmenn (í samband- inu er nú yfir 400 manns), að erfitt hefir verið um afgreiðsla hinna mörgu og merku mála, ci "ynr hafa legið. Skipulags- breyting var því nauðsynleg á þessu sviði, og á síðasta kenn- araþingi voru lög samin og reglur settar um árleg fulltrúa- þing, er kæmu í stað hinna al- mennu kennaraþinga. Landinu var skipt í kjörsvæði 23 að tölu, og kjósa Sambandsfélagar úr sínum hópi einn fulltrúa fyrir hvern tug félaga eða brot úr tug, og gildir sú kosning til eins árs í senn. Þetta fyrsta fulltrúaþing var háð í Reykja- vík dagana 17.—22. júní, og voru mættir 45 fulltúrar af 49, sem rétt röfðu til þingsetu. Fjölmörg mál lágu fyrir þinginu og verður hér aðeins getið þeirra stærstu. I. Launamálið. Kennarastéttin hefir árum saman átt í launabaráttu og leitað til þingsins hvað eftir annað um launabætur. En lítið hefir áunnizt og er stéttin hin láglaunaðasta, af öllum opinber- um starfsstéttum. I sambandi við minnihluta milliþinganefnd- ar í launamálum, samþykkti sambandsstjóm eftirfarandi kröfur um laun kennara: a) Kennarar við fasta skóla utan kaupstaða, heimangöngu og heimavistarskóla, skulu hafa árslaun 3200,00 kr. fyrir 6 mánaða starf og hlutfalls- lega, hækkandi, ef starfstími lengist. b) Kennarar við skóla í kaupstöðum og kauptúnum yfir 1000 íbúa skulu hafa árslaun 4500.00 kr. fyrir 7 mánaða starf og hlutfallslega hækk- andi, ef starfstími lengist. c) Skólastjórar skulu hafa, auk kennaralauna, kr. 200,00 fyrir hvem af fyrstu 5 kennur- um skólans, kr. 100,00 fyrir hvern af næstu 5 kennurum og kr. 50,00 fyrir hvern kennara, sem fram yfir er, þó ekki yfir 7400.00 kr. í kaupstöðum, og ekki minna en kr. 400.00 fram yfir kennara, sama skóla. d) Þar sem skólastjóri er jafnframt eini kennari skólans, hefir hann fyrir skólastjóm kr. 400.00. e) Skólastjórar við heim'a- vistarskóla skulu hafa krónur 750.00 fyrir skólastjóm og um- sjón, auk þess sem greitt er framyfir, ef fleiri en hann kenna við skólann. f) Farkennarar hafi að launum kr. 850.00 á ári, auk þess fæði, húsnæði, ljós og hita þann tíma, sem skólinn starfar, eða jafngildi þess í peningum. g) Kennarar og skólastjóri Málleysingjaskólans í Reykja- vík skulu hafa sömú laun og kennarar og skólastjórar í kaupstöðum. h) Laun skólastjóra og kenn- ara við bamaskóla greiða: í Reykjavík, ríkissjóður2/5, en bæjarsjóður s/5. í öðrum kaupstöðum, ríkis- sjóður s/7, en bæjarsjóður 4/7. í heim'angönguskóluin utan kaupstaða: ríkissjóður V3, en bæjar- og sveitarsjóðir V3- í heimavistarskólum 3A, en sveitasjóðir x/4. í farskólum' ríkissjóður kr. 700.00, en sveitasjóður kr. 150.00, auk fæðis, húsnæðis, ljóss og hita. fyrir kennara. i) Starfstími bamaskóla á ári skal vera í kaupstöðum 9( mánuðir. í öðrum heiman- gönguskólum 6—9 mánuðir. 1 heimavistarskólum 6—9 mán- uðir. I farskólum 6 mánuðir. j) Barnafjöldi skal að með- altali vera á hvern kennara 45 börn 7 og 8 ára, eða 30 börn 10—14 ára. Fulltrúaþingið samþ. eftir- farandi breytingartillögur: 1. a-liður, kr. 3200 hækki í kr. 3600 til samræmis við b- lið. 2. f-liður kr. 850 hækki í kr. 1200. i ■ ; Fulltrúaþingið álítur, að á móti þeirri hækkun á útgjöld- um ríkissjóðs, sem af tillögum fulltrúaþingsin í launamálum barnakennara leiðir, megi koma: a) Lenging starfstíma bama- kennara á ári samkvæmt frum- varpi til fræðslulaga, er myndi takmarka fjölda barnakennara. b) Lækkun á Launum há- launamanna. Framh. Svavar viðkvænmr Það virðist hafa komið við hjartað í mínum gamla sam- herja og góðkunningja Svaf- ari Guðmundssyni, að ég klapp. aði fyrir séra Sigurði Einars- syni á Borgamesfundinum 10. þ. m., því að hann ritar um það rúmlega tveggja dálka grein í blað sitt 15. þ. m. með yfir- skriftinni: Sigurjón í Krums- hólum, og dregur þá ályktun af þessu, að dómgreind mín sé svo lítil, að ég geti „ekki greint á milli“ stefnu Framsóknar- flokksins og stefnu Alþýðu- flokksins. Það er nú svo um m'ig, að ég þakka með lófataki hverjum þeim ræðumanni, sem vinnur aðdáun mína, annaðhvort með orðsnilld eða rökfimi eða hvor- tveggju, og tel mig hafa fulla heimild til þess, hvaða stjóm- málaflokki, sem ræðumaðurinn fylgir. Hefði Svafari tekizt þetta á áðurnefndum' fundi, myndi ég engu síður hafa klappað fyrir honum. Ég hafði ekki búist við þeim heiðri að verða talinn leiðandi stjarna í neinum stjómmála- flokki, en það er að sjá af nið- urlagi áðurnefndrar greinar, að Sv G. telji mig það, þar sem hann segir: „og allt Framsókn- arliðið klappaði með“. Annars get ég sagt Svafari það, að ég held enn þeirri dóm_ greind, sem ég hafði þegar kynning okkar hófst, og hann varð kaupfélagsstjóri í Borg- arnesi, og mér er það vel ljóst, hvað íslenzku stjómmálaflokk- unum ber á milli í aðalatrið- unum. En ég tel víst að íslenzkir stjómmálamenn og þá einkurn þeir, sem fylgja „Bændaflokkn- um“, gætu a. m. k. gert annað þarfara á þeim erfiðleika tím- um, sem nú standa yfir en að rægja saman bændur og verka- menn,. sem1 að sjálfsögðu þurfa og eiga að standa hlið við hlið móti íhaldinu. Að lokum skal ég geta þess, Sesselía D. Gnligitlir frá Sveinatungu andaðist 27. maí s. 1. Hún var fædd í Snóksdal í Dalasýslu 11. jan. 1890. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Baldvinsson, d. 1924, og Halldóra Gísladótt- ir, sem um síðastliðin 10 ár hefir dvalið á heimili dóttur sinnar og er nú mjög farin að heilsu. Sesselja ólst upp hjá foreldrum sínum og var á heimili þeirra þar til að hún lævði ljósmóðurfræði. Útskrif- aðist hún með 1. einkunn 2. apríl 1919 og tók þá strax við ljósmóðurumdæmi í Miðdala- hreppi í Dalasýslu og starfaði í því umdæmi í þrjú ár. Þá fluttist hún í Norðurárdal í Mýrasýslu og tók við ljósmóð- urstarfi þar, er hún stundaði til dauðadags. Sesselja giftist Kjartani Klemenssyni frá Fellsmúla í Miðdölum 25. nóv. 1922. Byrj- uðu þau hjón búskap að Hvassafelli í Norðurárdal, en eftir tvtggja ára veru þar fluttu þau að Sveinatungu í sömu sveit, keyptu þá jörð og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem öll eru á unga aldri. Sesselja sál. var námfús, prýðilega greind, ráðsnjöll, trú- rækin, grandvör og brjóstgóð, sem1 bezt kom fram í um- hyggjunni við lítilmagnann og alla þá, sem! eitthvað áttu erf- itt. Kunnugur. Úrval af allskonar vðrum til Tækifærisgjafa HARALDUR HAGAN Sími 3890. Austurstræti 8. Jónas Jónsson alþm. er nú á ferðalagi um Suður-þingeyjarsýslu og heldur þar flokksfundi. Mbl. kvartar yfir uppnefnum í tilcfni af því að hinn svokallaði „Bændaflokkur" hefir stundum verið kallaður „einkafyrirtæki“. Allir vita, að þetta „fyrirtæki" er stofnað og starfrækt af nokkrum iiálaunamönnum i Reykjavík, þó að fáeinir bændur hafi flækzt í net þess. Og að bændum yfirleitt þyk- ii skömm að því að þetta „fyrir- tæki“ skuli kenna sig við þeirra nafn. —- Auk þessa býr Mbl. í glerhúsi að tala um uppnefni, því að ekkert biað hér á landi notar meira þann sið en oinmitt Mbl. Morgunblaðið segir frá því í fyrradag, að landsmenn óski eftir „að skipastóll Eimskipafélagsins fjöigi“(i!) og að nauðsynlegt sé að geyma fossanöfnin. — Hann er dálítið leiðinlegur þessi kviði um að fossanöfnin muni þrjóta, haldi skipastólnum áfram að „fjölga"! En þeim sem bera kvíðboga fyrir, að „fjólurnar" séu að visna í jurtagarði Mbl., má vera ánægja að því að sjá þær enn í fullum blóma. Ársrit skógræktaríélagsins 1935 hefir verið sent blaðinu. í ritinu birtast*eftirfarandi greinar: Nokkr- ar leiðbeiningar um skógrækt eítir Hákon Bjamason, Nokkur orð um trjárækt til heimilisprýði eftir Valtý Stefánsson, Örfoka land eft- ir H. J. Hólmjárn, Skógurinn, sem heimkynni jurta og dýra eftir Arna Friðriksson, Fjárframlög til skógræktar eftir M. Júl. Magnús, Fregnir úr Fossvogsstöðinni eftir Hákon Bjarnason, Félagsstarfsemi eftir M. Júl. Magnús, Reikningar félagsins og félagsmannatal. Nazistaútgáfa Morgunbl., sem kallar sig ísland, belgir sig út með það í gær, að kynsjúkdómar liafi farið i vöxt og lauslætisbörn- um fjölgað á árunum 1931—34, vegna þess, að fylgi socialista hef- ir aukizt á sama tíma. Vafalaust er þetta runnið undan rótum í- lialdsforspraklcanna, en ‘þótt „of gróft“ fyrir Morgunblaðið. En í- baldið ætti að athuga annað: Á þessum tíma hefir nazismadraugn- um fyrst skotið upp i íslenzku þjóðlífi og Morgunblaðsliðið horf- ið meira yfir til lögleysisverka og cinræðisstefnunnar. Er ekki eins hægt að finna samband milli þess og kynsjúkdómanna, ef íhaldið telur á annað borð, að þeir standi i einhverju sambandi við stjóm- mál? að ég tel að stjómmálafundir þeir, sem haldnir hafa verið um land allt nú undanfama daga, — eins og yfirleitt flest- ir aðrir þesskonar fundir, hefðu mátt verða til meira gagns. Það er ekkert við því að segja, þótt andstæðingar hverrar stjórnar gagnrýni verk henn- ar, sé gagnrýnin byggð á viti og sanngirni. En aðfinnslurnar eru því aðeins réttmætar, að bent sé á, að þau verk, sem að er fundið, hefði átt að vinna á annan betri hátt, og hvernig það hefði mátt verða. Að rífa niður, en byggja ekk- ert í staðinn er óvitaháttur, jafnvel þó að það sem rifið er, sé eitthvað gallað, eins og t. d. moldarbæirnir á Islandi. Það væri mikil þjóðarnauðsyn að rífa þá niður, en það dettur engum heilvita manni í hug að gera það, nema jafnóðum og annað betra sé byggt í stað- inn. 29. júní 1935. Sigurj. Kristjánsson. byjar 5. október og starfar í 2 deildum í 6 mánuði. Kendar eru allar almennar skölanámsgreinar, en áherzla lögð á móðurmálið, stærðfræði, náttúrufræði og sögu, Tungumál, enska, Danska eða sænska. Handavinna og teikning kennd bæði piltum og stúlkum. Fjölbreyttar íþróttir, sund, leikfimi, glíma og útiíþróttir Inntökuskilyrði eru: Fullnaðarpróf barna, læknis- vottorð, ábyrgð á skilvísri greiðslu og gott siðferði. Dagfæði pílta var s. 1. vetur kr. 1,20 en lU minna fyrir stúlkur. Umsóknir sendist skólastjóra f, 20. ágúst. Aðalkennarastaðan við skólann er laus til umsókn- ar. Umsóknir ásamt launakröfu sendist skólanefnd fyrir 20. ágúst. Björn Guðmundsson. starfar frá 1. október til 14. maí. Aðalnámsgreinar eru: Islenska, reikningur, næringarefnafræði, heilsufræði, matreiðsla, mjólkurvinnsla, fatasaumur, hannyrðir, vefn- aðar og véiprjón. Skólagjald er kr. 75,00. Fæðiskostn- aður var síðastliðinn vetur 1.04 kr. á dag. Símastöð Staðarfell. Umsóknir sendist undirritaðri. Sigurborg Kristjánsdöttir Staðarfelli. H1. Eímskipafélag Islands Arður til hluthafa Á aðaifundi félagsins, sem haldinn var þ. 22. þ.m., var samþykkt að greiða 4°/0 — fjóra af hundraði — í arð af hlutafénu. Hluthafar framvísi arðmiðum á aðalskrifstofu fé- iagsins í Reykjavík, eða hjá afgreiðslumönnum félags- ins úti um iand. sattpétur Víðáttan og yfirferðin er ekki aðalatriðið. Það er meira um vert að fá fulla eftirtekju af því, sem ræktað er. Notið kaiksaltpéfur milli slátta og tryggið ykkur góðan seinni sJátt. Happdrætti Háskóla Islands Dregíð verður í 5. flokki 10. júlí Hæsti vinningur 15 þúsund kr, 300 vinningar - samtals 63400 kr. Enn eru til nálega 5/6 ef vinningum þeasa árs. Kr eppulána sj óðsbréf V eðdeiidarbréf Veðskuldabréf Önnumst kaup og sölu allskonar verðbréfa, fasteigna og skipa. Kauphöllin Lækjargötu 2* Opín kl- 4—6. Á laugard. 2—4. Sími 3780. V í n numiðlunar skrifstofan í Reykjavik Hafuarstræti 5 Sím 2941 Bændur, vanti yður drengi til snúninga, kaupamenn eða kaupakonur, þá símið eða skrifið Vinnumiðlunarskrif- stofunni og hún mun útvega yður fólk, sem vant er allri sveitavinnu. NB. Allar ráðningar fara fram endurgjaldslaust. Kaupum ávalt og seljum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.