Tíminn - 21.08.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1935, Blaðsíða 2
138 TlMINN „Doktorsritgerð" hin nýja Oddur Guðjónsson birtir í þrem blöðum Morg-unblaðsins í s. 1. viku langa ritsmíð um ut- anríkisverzlunina. Er grein þessi að mestu árásir á gjald- eyris- og innflutningsnefnd, en flestar á sandi byggðar, eins og þær athugasemdir, sem maður þessi hefir áður gert við störf nefndarinnar. Verða hér gerðar að umtalsefni nokkrar stærstu rangfærslurn- ar og blekkingamar í ritsmið „doktorsins". Mestu rúmi eyðir 0. G. í skx-if um viðskiptin við Þýzka- land. Hann getur þess, sem flestum mun kunnugt, að sam- kvæmt samningunum við Þýzkaland er ekki hægt að selja vörur þangað nema méð því móti að taka jafngildi þeirra í þýzkum vörum. 0. G. segir, að um síðustu áramót hafi það verið ‘vitað, að fram- leiðsla á þeim vörum, „sem með góðu móti ekki er hægt að selja annarsstaðar en í Þýzkalandi, myndi aukast stór- kostlega á árinu“. Árið 1934 var um það bil helmingur þess verðmætis, sem fékkst fyrir íslenzkar vörur í Þýzka- iandi, andvirði síldar og síldar- afurða. Nú er komið fram í miðjan ágústmánuð, og enn er það, því mið,ur, ekki sjáan- legt, að framleiðsla þessarar vöru aukist stórkostlega á ár- inu, þó að hinn vísi „doktor“ hafi vitað um þá framleiðslu- aukningu þegar í byrjun árs- ins. Þá telur „doktorinn“, að nefndin hafi vanrækt að beina vörukaupum kaupmanna til Þýzkalands, eftir því er þörf krefur, en til þess að breiða yfir afglöp nefndarinnar í þessu efni, hafi ríkisstjómin gefið út bráðabirgðalög um út- flutning ýmsra afurða, til þess að geta hindrað útflutning þeirra til Þýzkalands að meira eða mínna leyti. Hér kemst 0. G. lengst frá því rétta. Ef frá eru talin Miðjarðarhafslöndin, sem kaupa íslenzka fiskinn, getur O. G. ekki bent á nokk- urt dæmi þess, að verzlunum hafj verið neitað um vöruinn- flutning frá Þýzkalandi, en sagt að kaupa viðkomandi vör- ur annarsstaðar. Hitt vita allir, að gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hefir gengið mjög langt í því, að setja það skilyrði fyrir leyfisveitingum, að vör- umar yrðu keyptar í Þýzka- landi, þótt innflytjendur hafi óskað að kaupa í öðrum lönd- um. Svo að segja daglega ber- ast nefndinni erindi frá kaup- mönnunum, húsbændum 0. G„ þar sem þeir biðja nefndina að falla frá skilyrðinu um kaup í Þýzkalandi, þó að þeir sömu menn láti nú þennan þjón sinn skrifa skæting um nefndina, fyrir að vanrækja að beina vörukaupum til Þýzkalands. En þrátt fyrir það, að nefnd- in hefir gert mjög mikið að því, að veita innflutningsleyfi með skilyrði um kaup í Þýzkalandi, og það jafnvel í mörgum tilfellum þó að vöru- verðið væri þar allmiklu ,hærra en annarsstaðar, þá má vel vera, að mögulegt hefði verið að ganga eitthvað lengra í því að þvinga menn til viðskipta við það land. En ef það er að einhverju leyti rétt, sem 0. G. segir, að þýzkar vörur séu keyptar frá Danmörku, þá ætti ,,doktorinn“ að byrja sín- ar umvandanir heimafyrir, hjá k-aupmönnunum, og fá þá til að færa þau viðskipti til Þýzkalands, án þess að þeir væru neyddir til þess af gjald- eyrisu og innflutningsnefnd, ef viðskiptin við Þýzkaland eru íslendingum svo hagkvæm, sem 0. G. telur þau vera. Sennilega væri „Sjálfstæðis“- hetjunum það ljúfara, að fara eftir tillögum 0. G. í þessu efni, heldur en að hlýða fyrir- skipunum nefndarinnar. 0. G. telur að ríkisstjórnin muni hafa í hyggju að tak- marka útflutning á síldarmjöli, fiskimjöli, ull og gærum til Þýzkalands, og finnst honum það mjög athugavert. Mér er alveg ókunnugt um fyrirætlan- ir ríkisstjórnarinnar í þessu efni, en hitt liggur í augum uppi, að þar sem mjög margar áf þeim vörutegundum, sem við þurfum að kaupa frá út- | löndum, eru ófáanlegar í Þýzkalandi, er ekki hægt að leyfa ótakmarkaða sölu á ís- lenzkum afurðum þangað, því að Þjóðverjar greiða eingöngu með þýzkum vörum, eins og áður er fram tekið. Af þeim innflutningi, sem þegar hefir verið leyfður á þessu ári, eru vörur til útgerðar langstærsti liðurinn. Er verðmæti þeirra nálega l/3 af öllum leyfis- veitingum. Mjög lítið af þess- um vörum er hægt að kaupa í Þýzkalandi. Tilraun var gerð •til að fá síldartunnur þaðan, en reyndist ómögulegt vegna dýrleika. Af komvörum er að- eins hægt að fá hafragrjón í Þýzkalandi, en verðmæti þeirra er ekki nema ca. 12% af kornvöruinnflu'tningnum. Kaffi og sykur hefir verið ó- fáanlegt í Þýzkalandi. Timbur og sement sömuleiðis. Hráefni til iðnaðar, sem nemur hárri fjárhæð, verður að langmestu leyti að kaupa annarsstaðar en í Þýzkalandi. Þannig mætti halda áfram að telja. Hér er um nauðsynjavörur að ræða, sem árlega þarf að flytja inn fyrir háar fjárhæðir, en sem ekki er hægt að fá í skiptum fyrir íslenzkar vörur í Þýzka- landi. Þessar nauðsynjar þarf að borga, og það verður ekki gert með öðru en íslenzkum útflutningsvörum. Þegar þetta er athugað, geta vitanlega engir, aðrir en rithöfundar Mbl., haldið því fram í alvöru, að hægt sé að selja íslenzkar vörur til Þýzkalands án nokk- urra takmarkana og veita kaupmönnum, leyfi til að kaupa iðnaðarvörur í staðinn. „Doktorinn“ er í upphafi greinar sinnar mjög hróðugur yfir því, að útlit sé fyrir að innflutningurinn á þessu ári verði meiri en gjaldeyris. og innflutningsnefnd hafi gefið „fyrirmæli“ um að hann skyldi verða. Vitanlega hefir nefndin aldrei gefiQ út „fyrirmæli“ ud hvað heildarinnflutningurinn eigi að vera mikill. Og þótt innflutningurinn sé nú meiri en æskilegt hefði verið, þá er öllum vitanlegt, að hann væri nokkrum milljónum króna meiri, ef engar innflutnings- hömlur hefðu verið. En hvern- ig sem útkoman verður á þessu ári, má 0. G. vita það, að á- fram verður unnið að því að bæta viðskiptajöfnuðinn, þar til sæmilegum árangri er náð. Það verður að gerast með enn meiri takmörkunum á inn- flutningum, með því að haga atvinnurekstrinum þannig, að sem mestum sparnaði á er- lendum gjaldeyri verði þar við komið, og með því að gera þá breytingu á utanríkisverzl- uninni, að innkaup erlendra vara verði gei’ð af fáum verzl- unarfyrirtækjum. Þetta getur orðið annaðhvort á þann hátt, að kaupmannaverzlanirnar sameinist um innkaupin, eins Ein var sú manntegund í fornum sögum, er minnstrar virðingar naut. Það voru flugu- menn. Sá var háttur flugu. manns, að svíkja þann, er hon- um treysti, í hendur óvinar hans, eða vega að honum óvið- búnum. Þegar svo stóð á, hafði íiugumaðurinn tekið við trún- aði í flokki þess, er svíkja skyldi. Eða hann — og það er minnisstæðast — kom sem förumaður, lítilsmegandi, og þá húsaskjól. En er nótt var í garð gengin, braut hann boð- orð gistivináttunnar og dreng- skaparins, skaut lokum frá hurðum og hleypti fjandmönn- unum í bæinn. Til svo fárlegra vei’ka völd- ust eigi aðrir en hinir verstu menn eða auðnuleysingjar. Og jafnan skyldu þeir ógildir falla, ef upp komst um svikin. H. Það er raun mikil þessari þjóð nú, og þýðir þó ekki að dyljast þess, sem deginum er Ijósara, að uppi eru nú hér í landinu, og hafa verið, svo að árum skiptir, menn, sem ís- lenzkir vilja teljast, og þó eru þess jafnan reiðubúnir, að svíkjast að íslenzka ríkinu og íslenzkum mönnum að flugu- mannasið. Og þessir menn eiga það sameiginlegt með hinum fornu flugumönnum, að hafa hátt í munni trúmennsku sína við þann, er svíkja skal. „Sjálf- og nýlega hafa verið gerðar tillögur um í N. dagbl., eða méð því, að ríkið taki utanrík- isveizlunina í sínar hendur. En hvernig sem viðskiptun- um verður háttað framvegis, er það flestum ljóst, að ekki getur komið til mála að fara að vilja Odds Guðjónssonar og veita verzlunarstéttinni ótak- markað frelsi til að sökkva landinu í skuldir með tak- markalausum innflutningi á erlendum vamingi. stæðismenn“ kalla, þeir sig, og ættjarðarást sína bera þeir fram fyrir lýðinn á torgum úti. Kosningabíla sína. skreyta þeir með íslenzkum fána, og henda hrópyrðum að öðrum þjóðum, þegar lítils þarf við. Þeir eru allra, manna gjarn- astir til að bera sér í munn hégómleg orð um „konungleg- an“ uppruna hinnar íslenzku þjóðar. En að baki skjallmæl- anna, býr ánauðugt innræt.i þess, sem tilbúinn er að „svíkja sinn lánardrottinn". III. Það þótti ills viti, og var mjög á orði haft, er íhalds- menn (nú „Sjálfstæðisnienn") hér í bæ hófu útgáfu flokks- blaðs ,síns með erlendu hlutafé. Aldrei var það líklegt, að slík blaðaútgáfa og flökkur sá, er að henni stóð, myndi verða til góðs farnaðar íslenzkum mál- stað. En hitt er þó enn alvar- legra, þótt varla hafi verið að því gætt, hverja þýðingu það hefir og hlýtur að hafa, að mikill hluti þeirra manna, er að Morgunblaðinu standa og völdin hafa í flokki þess, eru sjálfir þjónar erlendra hags- muna og hafa af því sitt lífs- uppeldi. Ber þar fyrst að nefna þá nokkuð fjölm'ennu stétt, sem umboðsmennsku rekur fyrir erlend verksmiðju- og verzlunarfyrirtæki, en sú stétt mun nú vera einna tekjuhæst með þjóðinni, og tekur laun sín „á þurru landi“ öðrum stétt- um fremur. Lætur að líkum, að slíkum mönnum ,séu hinir er- lendu hagsmunir eigi ókærir og byggi sína eigin framtíð eigi síður á þeim en velgengni ís- lenzks sjálfstæðis. Munu þá og í þessu ljósi skoðaðir, ýmsir „óvenjulegir atburðir“ síðustu tíma skiljanlegri en ella. En illa er þá farið, ef ekki tekst að fletta grímunni af þvílíkum þegnum hins „unga fullveldis“, áður en þeim tekst að „skjóta loku frá dyrum“. IV. Það mun vera siður allra sæmilegra manna, er við stjórnmál fást, að flytja, ekki pólitískar innanlandsdeilu r um málefni eða menn á erlendan vettvang. Því að út á við er yfirleitt litið á þjóðina sem heild og það sem illt er út bor- ið til annara landa um ríkis- stjórn, flokka eða einstaka menn, sem ráða eiga mólefnum hennar, kastar, ef því er trú- að, rýrð á landið, hnekkir áliti þjóðarinnar og getur orðið henni til tjóns. Því er þess jafnan hin mesta nauðsyn, að menn hafi hemil á sínum eigin tilfinningum eða áliti á and- stæðingum, þegar út yfir poll- inn kemur, enda er það lítil- fjörlegt gaman, að tala illa um pólitíska andstæðinga hér heima á íslandi í eyru fram- andi þjóða. Þó er hitt hættu- legast og fúlmannlegast, að bera út niðrandi frásagnir um fjárhag landsins eða atvinnu- líf, því að slíkt getur haft mikil áhrif, einkum þegar svo stendur á, að land og þjóð eru lítt þekkt og erlendum mönn- um því hætt við að trúa alls- konar tíðindum, sem héðan eru flutt. V. En ef mæla skal berum orð- um, þá hefir framkoma ým'sra svokallaðra „sjálf,stæðismanna“ og málgagna þeirra verið sú í þessum efnum hin síðari árin, að líkara er þvi, að þar væru að verki óvinir eður fjandmenn þjóðarinnar, en íslenzkir menn með íslenzkai hagsmuni. Mörgum mun það enn í fersku minni, er Kristján Albertsson, rétt fyrir kosningar í fyrra- sumar, hljóp í eitt stærsta blað á Norðurlöndum með hinn Skúli Guðmundsson. I. Sláttnr Eftir Arna Gr. Eylaads Síðastliðið vor flutti ég er- indi í útvarpið er ég nefndi: í sláttarbyrjun. Síðan hafa mér borizt ýmsar fyrirspurnir við- víkjandi nokkrum atriðuiri þess. Af þeim ástæðum, og eft. ir ósk ritstj. Tímans, birtist hér þáttur úr erindinu. Aðstaða við heyskap hefir mjög víða breytzt stórum til batnaðar á síðasta áratug’. Túnin hafa stækkað og batnað, að minnsta kosti orðið sléttari og auðunnari vélum. Tæknin liefir einnig aukizt, bændur hafa nú meiri og betri verkfæri en áður var, bæði handverk- færi og hestaverkfæri, og kunna betur að nota, og hvað ekki er minnst um vert, hest- arnir vinna nú meira að hey- skápnum en nokkru sinni fyrr, vinna afkastamikil og erfið störf, sem um leið er létt af mannshöndunum til svo mikilla muna, að mörgum mun veita fullerfitt að átta sig á, hve gagntæk og mikilsiverð sú breyting er. Ég geng fram hjá því að minnast frekar á am- boðin, en það er vitað, að bæði hrífur og ljáir hafa breytzt til batnaðar. Aðeins eina áminn- ingu viðvíkjandi stálljáunum, einj árningunum, sem nú eru vel á vegi með að ryðja bökk- uðu ljáunum úr vegi, — hvort sem einjárnungarnir, sem þið notið, eru hinir svokölluðu Ey- landsljáir eða annað merki. Þessi eina áminning er: Brýn- ið sjaldan og lítið og vægilega, með fínu brýni, en dragið ljá- ina oft og vandlega. Hafið það til marks um hversu vanda, skal ádráttinn, að þótt ljáirnir séu dregnir þegar þið kaupið þá nýja, þá er sá ádráttur rétt aðeins til að sýna hvernig sniðið eigi að vera á ljánum, það er eftir að draga hann til eggjar áður en hann er borinn í gras. Að heyvinnuvélunum, sem hestunr er beitt fyrir, vil ég víkja nokkuð nánar, þótt ekki verði það nerna lausir þankar, því það væri nægilegt efni í fleiri erindi, án þess réttmætri athygli bænda væri neitt of- boðið. Síðustu 9—10 ár — að vorinu í vor meðtöldu — hafa bændur eignazt um 1400 siáttu- vélar, um 600 rakstrarvélar og eitthvað á annað hundrað snúningsvélar. Allt eru þetta góðar vélar, þótt menn kunni að hafa þeirra nokkuð misjöfn not. Not vélanna fara mikið eftir landi og staðháttum, en þau fara einnig að verulegu leyti eftir því, að menn þekki vélamar út og inn og kunni að beita þeim. Þótt hér sé hvorki um margbrotnar né vandnotaðar vélar að ræða, eru ýms atríði sem þörf er á að taka tillit til og ekki er síður þörf á að „kenna að búa í hendurnar á sér“, þegar um1 heyvinnuvélar er að ræða, en þegar unnið er með handverk- færum. Fyrst og aðallega er að minnast á sláttuvélamar. Nýj- asta gerð þeirra er eins og kunnugt mun, með sjálf- virkrj smurningu, það eru að- eins tveir staðir á vélinni sjálfri, sem smyrja, þarf og hvorugan nema 1—2 á slættin- um, það er að hella góðri og hreinni fituolíu í tannhjóla- geyminn, til þess þarf eina 2 lítra af olíu, og að þrýsta koppafeiti í kúluleguna, sem er fest við efri enda hlaupa- stelpunnar og leikur um hjá miðjuhjólklakksins. Þessi at- riði í meðferð hinna nýju véla, eru því vandalaus, en mega ekki gleymast. Þegar um eldri vélar er að ræða ríður á að at- huga vel í tæka tíð að allt sé í góðu og fyllilega nothæfu lagi. Vélin sjálf segir venju- lega ákveðið til sín, og leikur varla vafi á því hvort tann- hjól, legur eða ásar þurfi end- urnýjunar við. Greiðan, m'eð ljáunum, þarf nánari athugun, hún verður að vera í góðu lagí, án þess er vonlaust um að vélin vinni sitt verk. Ljáirnir rnega ekki vera eyddari en svo, að blöðin gangi sem næst í odd, þegar þeir eru það eydd- ir, þarf að blaða þá að nýju eða fá nýja ljái. — Og ljáirn- ir verða að bíta, það er mis- skilinn sparnaður og óhæfa að þrælast áfram með bitlausa ljái. Þá þurfa fingurnir á greiðunni einnig að bíta, bæði brúnir þeirra og oddar, og það þarf að athuga að þeir séu ekki beygðir sitt á hvað, allir skurðfletir fingranna verða að vera í beinnj línu og sömuleiðis oddar þeirra. Séu fingumir lít- ið eyddir, má taka þá af og draga þá, en séu þeir mjög á- valir og eyddir, verður að skipta um fingur, eða slit- stálin í fingrunum, ef þeir eru af slíkri gerð. Ljárinn verður að fara vel í greiðunni, sikera fast við fingur, án þess þó að vera stirður í, því þarf oft að skipta um Ijáklemmur og slit- stálin, sem ljárinn leikur við. Loks verður að gæta þess, að greiðan stefni rétt við vélina, en slapi ekki aftur á við eins og oft vill verða á gömlum vélum. Sú meinsemd, er auð- læknuð með því að stytta í fremra staginu, en lengja í aft- ara staginu, sem fes,tir greið- una við vélarbolinn, unz greið- an er vinkili'étt við vélina, og ljár og hlaupastelpa eru í ná- kvæmlega beinni línu, en um leið og greiðan er rétt af, er athugað að ljásveiflan sé rétt, ljárinn byrji og endi sveifluna mitt á milli fingranna, þannig á það að vera á öllum hinum nýrri vélum, sem eru með þétt- fingruðum greiðum. Ef þetta er allt athugað og greiða og ljáir í góðu lagi, má lengi slá, ef vélin sjálf er óbrotin, þótt hún kunni að vera slitin og komin af bernskuskeiði. Sem vonlegt er, er bændum það mikil forvitnisspurning hver tegund sláttuvéla sé bezt, og er þá mest um það rætt, hver sjái bezt og sé léttust í drætti. Bæði þessi atriði hafa verið reynd fyrir forgöngu B. I. og því er fljótsvarað, að á þeim tegundum véla, sem hér eru mest notaðar, verður eng- inn munur fundinn, þegar um sláttugæði er að ræða. Um dráttarþungann er í rauninni sama að segja, og reynslan leiddi glögglega í ljós, að drátt- arþunginn er langtum meira undir því kominn, hvemig vél- unum er beitt, í hvernig lagi þær eru o. s. frv., heldur en því að munur sé á tegundunum. Eitt mjög merkilegt atriði í þessu er það, hvaða sláttuhraði — eða réttara sagt ljáhraði sé hæfilegastur. Þetta atriði tók verkfæranefnd B. í. til nokk- urrar athugunar í fyrrasumar, og þar siem ekki hefir verið skýrt frá þeim tilraunumi opin- berlega, vil ég nefna þær nokk- uð nánar. Samkvæmt öllum venjulegum kenningum eykst dráttarþung- inn eftir því sem ljáhraðinn er aukinn, en þegar um rótþétt og seigslæg tún er að ræða, er hæpið að fá góðan slátt nema Ijáhraðinn sé æðimikill, og þá orðið vafasamt, hvort það er nokkuð þyngra fyrir hestana að hafa mikinn ljáhraða, svo ljár- inn komist greiðlega gegnum grasið og slái hiklaust, en að hafa minni ljáhraða og að það leyfi ekki af að slátturinn gangi en ljánum hætti til að nema staðar í grasinu. Við tilraun- irnar í fyrra var notuð Herkú- les með sjálfvirkri smurningu. Vélin var þannig útbúin, að hægt var að breyta ljáhraða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.