Tíminn - 19.09.1935, Blaðsíða 2
158
TIMINN
íhaldið })(>rði ekki að mæta
á fnndanum I Yestur-SkaftfifeHssýslii
Á sunnudaginn boðaði mið-
stjórn Framsóknarflokksins til
sjö funda í Vestur-Skapta-
fellssýslu.
Á föstudagskvöld tilkynnti
„miðstjórn Bændaflokksins“ í
Reykjavík, að hún myndi ekki
senda fulltrúa á fundina. Mun
þetta aðallega hafa stafað af
því, að stofnun þessi, sem nú
er naumast annað en firma-
nafnið tómt, hafði ekki nógu
mörgum ræðumönnum á að
skipa til að senda á sjö fundi.
— Á síðustu stundu — í há-
degisútvarpi á laugardag —
birti svo miðstjóm „Sjálfstæð-
isflokksins samskonar yfirlýs-
ingu. — Lét Gísli sýslumaður
það boð ganga um sýsluna, að
hann óskaði ekki eftir, að liðs-
menn hans sæktu fundina!
Hin raunverulega ástæða
fyrir þessari framkomu sýslu-
manns var óttinn við það, að
liðsmenn hans' snérust af
trúnni, ef fulltrúum annara
stjórnmálaflokka gæfist kostur
að skýra þeim frá gangi lands-
málanna.
Hér syðra var þetta látið
heita svo, að íhaldið vildi ekki
tefja bændur frá heyvinnu, en
sannleikurinn er sá, að hér
var um að ræða hentugasta
tíma, sem völ var a, milli aðaj-
sláttar og haustanna, enda dag-
urinn valinn í samráði við bú-
setta menn í sýslunni. Hins-
vegar var það gp / af kusteisi
við Gísla sýslumann, að halda
ekki fundina í vor eins og ann-
arsstaðar, því að þá var hann
erlendis og gat ekki mætt. En
hræðsla G. Sv. við fundahöld
nú hefir sýnilega mátt sín
meir hjá honum en löngunin
til að endurgjalda þessa kurt-
eisi.
I Vík sóttu fundinn rúmlega
hundrað manns. Þar mætti
Eysteinn Jónsson ráðherra,
Haraldur Guðmundsson ráð-
herra, Gísli Sveinsson sýslu-
maður og Magnús í Reynisdal.
Voru tveir þeir síðarnefndu
fyrir íhaldsflokkinn.
Umræðurnar á þessum fundi í
Vík báru glöggt vitni um rök-
þrot íhaldsmanna. Gísli Sveins-
son reyndi að deila á stjórnina
með almennum vandræða orða-
tiltækjum, svo sem: „Eins og
allir vita“, „svo sem ótal dæmi
sanna“ o. s. frv., en fyllti ann-
ars út ræðutíma sinn með
orðaglingri. Hefir þetta jafnan
einkennt landsmálaræður þessa
manns, og stafar meðfram af
yfirborðshætti og vanþekkingu
á málum.
Nokkrar tilraunir gerði hann
til að verja, framkomu íhalds-
ins gagnvart bændum í afurða-
sölumálunum og fjármálastjórn
þess í Reykjavíkurbæ. Sagði
hann að fjáreyðsla, bæjarins
stafaði af því, að socialistar
væru . kröfufrekir og íhaldið
(sem þó er í meirahluta) hefði
ekki getað staðið gegn kröfum
þeirra! Er þetta m’erkileg yfir-
lýsing, ef rétt er, að hið mikla
,.sjálfstæði“ í Reykjavík skuli
„liggja undir socialistum“ á
svo átakanlegan hátt, svo að
notað sé oYðatiltæki Isafoldar!
Eysteinn Jónsson ráðherra
skoraði á G. Sv. að gera grein
fyrir því, hversvegna hann og
flokkur hans hefði verið á
móti því að fella niður dýr-
tíðaruppbótina á háum launum
á síðasta Alþingi.
Vafðist G. Sv. þá.tunga um
tönn, en reyndi svo að skrökva
því upp, að íhaldið hefði verið
á móti niðurfelling dýrtíðar-
uppbótarinnar af því að ekki
hefði fengizt lækkun á láunum
utan launalaga. Minnti ráð-
herrann hann þá á það, að í
sjálfum fjárlögunum væri á-
kvæði um að lækka laun utan
launalaga tilsvarandi við nið-
urfelling dýrtíðaruppbótarinn-
ar. Gat G. Sv. þá engu svarað
en bjargaði sér á handahlaup-
um út í sínar hversdagslegu
fullyrðingar um að „eins og
allir vissu“ væri stjómin
eyðslusöm og á móti allri
spamaðarviðleitni!
Magnús í Reynisdal, sem á
þessum fundi kom fram sem
málsvari „einkafyrirtækisins“
barmaði sér mjög yfir því, að
honum sjálfum hefði verið lít-
ill sómi sýndur í Framsóknar-
flokknum, á meðan hann hefði
talið sig Framsóknarmann. Var
helzt að skilja, að þessi van-
ræksla flokksins á persónu
Magnúsar hefði valdið miklu
um sinnaskipti -hans. Er þetta
að vísu leiðinlegt, og það því
fremur sem ekki er fyrirsjáan-
legt, að hið deyjandi „einka-
fyrirtæki“ sé þess umkomið að
veita honum' þar mikla upp-
reisn.
A Litla-Hvammi sátu fund-
inn 2fl)—30 manns og voru það
flest Framsóknannenn. Páll
Zophóníásson alþm. mætti þar
af hálfu Framsóknarflokksins
og sr. Ingimar Jónsson af hálfu
Alþýðuflokksins.
Fundurinn í Kirkjubæjar-
klaustri var sóttur úr þrem
austustu hreppum sýslunnar.
Fundarmenn voru rúmlega 40.
Féll niður fundur sá, er boð-
aður hafði verið í Múlakoti á
Síðu, og komu menn, er þang-
að áttu fundarsókn, að Kirkju-
bæjarklaustri. Þar töluðu af
hálfu Framsóknarflokksins
Hallgrímur Jónasson kennari,
Helgi Lárusson kaupfélags-
stjóri og Gísli Guðmundsson
ritstjóri og af hálfu Alþýðu-
flokksins Stefán Jóh. Stefáns-
son og Pétur G. Guðmúndsson.
Af innanhéraðsmönnum töluðu
Lárus Helgason bóndi í Kirkju-
bæjarklaustri og Þórarinn
Helgason bóndi í Þykkvabæ,
sem er Framsóknarmaður.
Enginn lagði „Sjálfstæðis-
flokknum“ lið.
I Meðallandi voru um 30
manns á fundi. Þar mætti
Bjarni Ásgeirsson alþm. af
hálfu Framsóknarflokksins og
Óskar Sæmundsson bifreiðar-
stjóri af hálfu Alþýðuflokks-
ins.
Fundirnir höfðu verið boð-
aðir í öllum hreppum sýslnun-
ar. En þrfr af fundunum féllu
niður: í Múlakoti, að Hlíð í
Skaptártungu og í Álftaveri.
Ástæðurnar til þess að fund-
ir féllu niður á þessum stöðum
voru sumpart þurkurinn, sem
var dágóður þennan dag, og
sérstaklega kom í göðar þarfir
í Skaptártungu, og þá einnig
hitt, að ekki var von á full-
trúum nema sumra stjórn-
stjórnmálaflokka, og að íhald-
ið hafði gefið sínum mönnum
fyrirmæli um að sitja heima.
En sumir af fulltrúum Fram-
'sóknarflokksins, sem fóru
austur fyrir Sarid, fengu þar
fregnir af því, að íhaldið væri
að undirbúa í kyrþey önnur
fundahöld í sýslunni nú á næst-
unni — og það jafnvel á sunnu-
daginn kemur. Er þó sá dag-
ur sízt hentugri fyrir héraðs-
búa til fundarsóknar, því að
þá eru fjallgöngur byrjaðar.
Er þá auðsætt áform íhalds-
ins: Að reyna að eyðileggja,
fundi Framsóknarmanna og
nota yfirskinsástæður til að
koma sér hjá að mæta þar —
en boða síðan aðra fundi, svo
fljótt, að ekki séu líkur til að
stj órnarflokkarnir geti komið
því við að senda fulltrúa aust-
ur í annað sinn. Ætlar það þá
að hafa „eintal“ við kjósendur
eins og G. Sv. á leiðarþingun-
um áður.
Sjálfsagt verður þessi ódjarf-
mannlega framkoma íhaldsins
til þess að draga úr trausti í-
haldskjósenda í sýslunni á
hetjuskap (!) G. Sv. Má Fram-
sóknarflokkurinn vel við það
una, þótt hitt hefði raunar ver-
ið ákjósanlegra, að fá andstæð-
ingana til að standa fyrir mál-
stað sínum á öllum fundunum
í áheyrn almennings.
Ný „mosagrein"
íhaldsblað í Reykjavík
lýsir „tilhugalífi“ sveita-
fólksins og bóndanum,
sem „þvær sér aldrei
nema þegar hann fer til
kirkju á jólum og hvíta-
sunnu*.
Rétt um sama leyti og í-
haldsmenn hér í bænum stofn-
uðu hið svokallaða „neytenda-
félag“ til að vinna á móti kjöt-
og mjólkurkaupum, birtist ein-
kennileg grein í Vísi. Kom
þessi grein út fimmtudaginn
6. þ. m. og ber yfirskriftina:
„Úr ástabréfi Sigvalda“. —
I greinarkomi þessu er brugð-
ið upp nokkuð eftirtektarverðri
mynd af menningarástandi og
hugsunarhætti, sem tíðkist í
sveitunum. Verður ekki séð, að
tilgangurinn geti annar verið
en að gefa höfuðstaðarbúum
hugmynd um þetta menningar-
ástand, á sama hátt og gert
var fyrir fáum árum í hinni
nafntoguðu „mosagrein“ Sig-
urðar Kristjánssonar.
Þessi nýja „mosagrein“ er í
sendibréfsstíl. Ungur vinnu-
maður í sveit skrifar unnustu
sinni á öðrum bæ, og gerir
henni grein fyrir framtíðará-
formum sínum og ýmislegu í
því sambandi. Hér fara á eftir
nokkrir kaflar:
Eg ann þér svo heitt, Jóka
mín, að þú líður mér ekki úr
huga allan sólarhringinn. Moki ég
flórinn, þá hugsa ég um þig,
brynni ég kusunni, þá hugsa ég
um þig. En aldrei er ást mín
stjórnlausari en þegar ég kembi
hjálmóttu kvigunni. Hún er svo
blíð og góð og falleg og minnir
mig á elskuna míha. Ég geri það
stundum að gamni mínu, að kalla
hana Jóku“.
,,Og þegar við erum orðin hjón
fyrir guði og mönnum, þá ætla ég
að þvo mér ekki sjaldnar en einu
sinni í viku. Hann Bergur hérna,
húsbóndi minn, þvær sér aldrei,
nema þegar hann fer til kirkju, á
jolum og livítasunnu. Ég er á
móti öllum sóðaskap og lengur en
sex mánuði verð ég ekki í sömu
skyrtunni -— án þess að gutla úr
henni, — þegar við erum orðin
hjón .....“
„.... Ég er nærri því viss um,
að við getum aukizt og margfald-
ast í hérrans nafni, en hvort við
getum fyllt alla jörðina af börn-
um, það er víst hæpið.' það hefir
engum tekizt, enda segir mér svo
hugur um, að hún sé nokkuð stór,
ef það er þá satt þetta sem þeir
eru að segja, að til sé mikið af
löndum hinum megin við sjóinn.
Eg hefi Yiú satt að segja lialdið,
að ekki væri til, fyrir utan ísland,
nema Danmörk, þar sem kóngur-
inn hýr, og svo náttúrlega Jerú-
salem og Golgata. — —“.
„.... Eg gleymdi víst að segja
þér frá því áðan, að ég er strax
farinn að draga í búið. Ég keypti
bæði ask og vænan hrútshyrning
á uppboðinu hérna í Hlíð í vor
sem leið. Og svo keypti ég líka
hlut, sem gott er að hafa inni hjá
sér á nóttunni, sérstaklega ef mað-
ur borðar mikla vökvun á~ kvöld-
in. Ég nefni hann ekki öðru vísi,
því að ég veit hvað þú ert fín í
þér, elskan. Hann er þrælsterkur
— úr búi Jóns sáluga. — — Ég
má nú ekki vera að þessu pári
Ég- undirritaður Björn Jóns-
son, Múla, Geithellahreppi, við-
urkenni hér með, að fengnum
nánari upplýsingum, að orð
þau er ég.talaði til starfsmanna
og meðstjórnenda Kaupfélags
Berufjarðar, á Djúpavogi, hinn
19. desember f. á. í sambandi
við andvirði garna úr fé því,
sem slátrað hefir verið hjá fé-
laginu undarifarin ár, hafa ekki
við rök að styðjast.
Yfirlýsingu þessa má birta í
vikublaði.
St. á Djúpavogi 12. sept. 1985.
Björn Jónsson.
Tapast
hefir í sumar hnakktaska og
olíukápa á vegamótunum frá
Ölvusá upp í Eystrihrepp. —
Skilist að Þjórsárholti.
\
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Símn.: EOL. Reykjavík. Sími 1933
lengur. Iílukkan er orðin margt
og nöfnu þinni blessaðri í fjósinu
ei víst farið að leiðast eftir mér.
Ég bæti kannske við þetta áður
en ég fer að hátta. En það ætla ég
að segja þér núna strax, að þegar
ég sofna á nóttunni, er hjartað
fullt af .Tóku sinni — alveg blind-
fullt, eins og hann Andrés héma
vinnumaður, þegar hann er sem
vitlausastur af brennivíninu og
liggur fyrir hunda og manna fót-
um......“.
Þetta er svo sem eitthvað
annað en hin sallafína og róm-
antíska ást broddborgarabarn-
anna í höfuðstaðnum.
Og ætli það sé þá svo sem
ekki von, að hámenntuðu í-'
haldsfólki héma 1 Reykjavík
bjóði við mjólkinni og kjötinu,
seml framleitt er hjá þessu
heimska og dónalega fólki í
sveitinni!
Því að einhvem tilgang hef-
ir Vísir með því að birta þenn-
an vitlausa samsetning. Nema
það sé þá bara „innri þörf“ í
miðstjórn Sjálfstæðisflokksins
að lýsa sveitafólkinu á þennan
hátt.
En nú mun verða séð svo um,
að „Sigvaldamir" úti um
sveitimar fái að sjá bréfið
sitt, sem Reykjavíkur-íhaldið
hefir verið svo elskulegt að
semja fyrir þá.
Reykjavíkurlífið og áhrif þess
Erindi flutt af Kristni Stefánssyni skólastjóra, á
héraðssamkomu i Reykholti 4. ágúst 1935.
Það er ekki talið eftirsókn-
arvert að eiga að flytja ræðu
á svonefndum skemmtisam-
komum hér á landi. Talið er,
að flestun j áheyrendum sár-
leiðist meðan ræðan er flutt
og sé varla annað hugstæðara
á meðan, en að ræðumaður ljúki
máli sínu sem fyrst. Og menn
vita, að þetta er rétt. Fyrir því
er nú svo komið, að næstum
er ókleift að fá úrvals fyrir-
lesara, t. d. úr Reykjavík, til
þess að tala á slíkum samkom-
um. En fari svo að þeir fáist
til þess, gæta þeir sín að vera
sem stuttorðastir og tala þá
venjulegast um eitthvert til-
tölulega ómerkilegt efni. Þann
veg skilst ivér að þessu sé'
farið víðast hvar á landinu,
nema ef vera kynni á afskekkt-
ustu stöðum, þar sem áhrifa,
stærri kaupstaðanna gætir enn
lítið. I sjálfri höfuðborginni er
ástandið sízt betra. Fræðandi
fyrirlestrar ágætra ræðumanna
eru lítt eða ekki sóttir, nema
um eitthvert sérstakt tilefni
sé að ræða.
Hér bregður því mjög frá
því, sem fyrr var, þegar svo
nö segja, öll þjóðin hafði opin
eyru og vakandi athygli, væri
von á einhverjum fróðleik. Það
var sama hver hann var og
hvaðan hann kom, hvort sem
hann var fenginn úr bók eða
hlýtt á ræðumann. Og það þarf
ekki að líta langt um öxl til
þess að finna þessa tíma, jafn-
vel ég minnist þeirra. En þeir
eru samt orðnir gamlir tímar,
sem hvergi hæfa lífsskoðun og
áhugaefnuni manna í dag.
Menn eru orðnir hviklyndir og
eirðarlausir í huga. Menn vilja
að vísu sjá og heyra helzt sem
flest, en aðeins í svip. Menn-
ingin er yfirborðsmenning. Að-
eins fáir hafa vilja og skap til
þess að skyggnast inn í það.sem
ber fyrir skynfæri þeirra, svo
að þeir geti öðlast þekkingu á
því. Sannur fróðleikur og sönn
fróðleiksfýsn, sem áður ein-
kenndi þessa þjóð svo vel og
var grundvöllur íornbökmennta
vorra, er nú gleymd og grafin
fyrir ölluin fjöldanum.
Mér finnst því að Islending-
ar séu alvarlega staddir í þess-
um efnum og að vert sé að gefa
því gaum. Fátt er hættulegra
sjálfstæði voru og þjóðlífi, en
ef þessi „andlega kreppa“ fær
að leggjast eins og mara á vax-
andi hluta þjóðarinnar. Og ég
finn enn betur til þess, þegar
ég hugsa umj það, hvemig á-
statt er í þessum efnum hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum
og þekki eg þá bezt til Dan-
merkur. En þar er myndin noklc
uð önnur. Danir halda mjög
margar samkomur bæði úti og
inni, og oft er það unga fólkið,
sem gengst fyrir þeim líkt og
hér. En um þessar samkomur
þeirra má segja það, að aðal-
skemmtiatriðið er ræðuhöld á
þeim flestöllum, og sjaldan eru
þá fluttar færri ræður en tvær
og oft fleiri. Ennfremur er þess
að geta, að ræðumenn halda oft
langar ræður, tala í klukku-
stund eða lengur. Og það sem
er lærdómsríkast fyrir oss ís-
lendinga er það, að áheyrendur
sitja eða standa hljóðir og virð-
ast hlusta, vel, jafnvel þó að
ræðuhöldin standi yfir í 2—3
klst. Mér fannst þetta harla
merkilegt þegar ég bar það sam-
an við líkar aðstæður heima á
Fróni. En meginástæðan finnst
mér vera sú, að Danir eru farn-
ir að átta sig betur en vér á
þeim atburðum, sem eru að ger-
ast umhverfis þá. Þeir láta ekki
margvísleg aðvífandi áhrif toga
athyglina til og frá, svo að eng-
in athygli verður raunverulega
úr. Danir eru sannmenntaðri en
íslendingar.
En hver er svo skýringin á
því að íslendingar vilja ekki
lengur hlýða á ræður og eign
ast þann veg bæði fróðleik og
ýms athugunarefni, er þeim
gæti orðið til mikils þroska og
mikillar ánægju, ef þeir kynni
með að fara? Frá mínu sjónar-
n íði liggur skýringin nærri, og
hefi ég þegar áður drepið á
hana. Þessi stefnubreyting, eins
og allt annað rótleysi og hugs-
anaflökt vorra daga, er komið
frá stærri bæjunum og þá fyrst
og fremst frá Reykjavík. Yð-
ur er vafalaust öllum ljóst, að
áhrifavald höfuðborgarinnar er
máttugt til áhrifa a hugsunar-
hátt og tízku, á kröfurnar til
lífsins og allar venjur þess fólks,
sem býr í nærsveitum her.nar
og raunar landsins alls. Sum á-
hrifin, sem berast frá Revkja
vík, eru sjálfsagt holl og gagn-
leg, en sum miða líka að því
að skera sundur allar þjóðlegar
taugar og rjúxa að íullu sam-
band vort við foriíðina. Og
þessum áhrifum er alltaf að tak
ast það betur og betur.
En það er ekki nóg með það,
að Reykjavík hafi áhrif á svo
að segja. allt líf fólksins í sveit-
unum, heldur liggur mér við að
segja sýgur hún fólkið til sín
hópum saman utan af lands-
byggðinni off þá auðvitað miklu
mest úr næsveitunuml Um þá
fólksflutninga eru engar skýrsl-
ur til og væri þær þó fróðlegar.
Þetta mikla fólksstreymi til
höfuðborgarinnar' finnst mönn-
um, sem vonlegt er, öfug-
streymi. Strax og börnin kom-
ast upp, verða foreldrarnir oft
og einatt að horfa, á eftir þeim
og sjá þau hverfa inn í hring-
iðu Reykjavíkurlífsins. Og það
er eins og Reykjavík haldi því,
sem hún hefir á annað borð
klófest. Fæstir hverfa þaðan
aftur. Afleiðingarnar verða svo
þær, að einyrkjabúskapur fær-
ist mjög í vöxt. Á mörgum vild-
isjörðum eru máske hjónin ein
af íullorðnu fólki. Þetta leiðir
svo aftur til þess, að torvelt
verður um allan félagsskap úti
í byggðum landsins. Hér liggur
og veigamikil ástæða fyrir því,
að sveitakirkjumar standa hálf-
tómar flesta helgidaga ársins.
I stuttu máli: Allir hugsandi
menn viðurkenna, að til stór-
vandræða, stefnir um hag sveit-
anna og þjóðarinnar í heild,
ekki sízt í menningarlegu til-
liti, haldi fólksstraumnum á-
fram úr sveitunum og ekki
tekst að stemma á að ósi. —
En hvað bíður svo fólksins,
þegar til Reykjavíkur kemur?
Hvemig er lífið þar? Þessum
spurningum má svara á marga
vegu. Það má benda á að í
Reykjavík séu mestu og beztu
menningartækin, sem völ sé á
hér á landi. Þar eru margs-
konar skólar og söfn. Þar er
hægt að eiga samneyti við hina
vitrustu og ágætustu menn o.
s. frv. En í Reykjavík er líka
margt annað. Má ég sýna yður
dálítið inn í aðrar hliðar Reykja
víkurlífsins með því að bregða
upp fyrir yður tveimur mýnd-
um úr daglega lífinu þar, sem
sérhver ferðamaður, er kemur
til höfuðborgarinnar, getur ver-
ið sjónarvottur að ef hann vill.
Fyrir hálfum mánuði var ég
staddur í Reykjavík. Eitt kveld
ið fór ég með tveim kunningj-
um! mínum inn á Hótel Borg.
Þar hagar svo húsum, að veit-
ingasalirnir eru tveir og báðir
harla stórir, munu rúma um 400
manns sé þétt setið. Inn af
öðrum aðalsalnum eru svo
nokkur smærri herbergi, sem
einnig er setið 1 og eru opnar
dyr inn í þau. Þetta kvöld virt-
ust öll salarkynni þéttskipuð
fólki og nokkrir fengu ekkert
sæti eða borð og urðu því frá
að hverfa. Þegar ég renndi
augunum yfir allan þenn-
an manngrúa, virtist mér lang-
fiestir gestirnir vera ungir
menn og ungar konur og þar
var áreiðanlega ekkert af gömlu
fólki. Á miðju gólfi innri sal-
arins var dálítið autt svæði.
i