Tíminn - 25.09.1935, Blaðsíða 1
(£5}aíbbagi
feiaCðin? ci I. |4ni
Átganfluifnn tootax 7 í*.
S^fgteiböla
®9 inngcimta á íaugaocg lO.
Öiinl 2353 - póotfeóií ð&l
XIX. árg.
Reykjavík, 25. sept. 1935.
40. biaö.
Alvarlegir
íímar
Skráning atvinnulausra mánna
hefir farið framl í Reykjavík
undanfarið og atvinnubóta-
vinna er hafin.
Það er vitað, að fjöldi fólks
hefir 'farið mjög illa út úr síld-
veiðunum í sumar. Af þeim
ástæðum má búast við, að miklu
fieiri eigi erfitt með að fleyta
sér yfir vetrartímann en orðið
hefði, ef sumaratvinnan hefði
ekki brugðist á þennan hátt.
Það er vitanlega skylt, að
bær og ríki geri það, sem í
þeirra valdi stendur til að
hjálpa atvinnulausu fólki til að
fá verkefni, og skapa ný verk-
efni, ef þau sem völ er á,
hrökkva ekki til.
En hinu má ekki gleyma að
geta hinl opinbera, bæjar og
ríkis, til að skapa ný verkefni,
er takmörkuð. Og því má
heldur ekki gleyma, að það er
hreint neyðarúrræði og alger-
lega óviðunandi til frambúðar,
að láta menn vinna að störf-
um, sem ekki eru til neinnar
arðsemi og naumást teljandi
gagns, eða a. m. k. svo lítið að-
kallandi, að vel mætti bíða síð-
ari tíma.
I þessu sambandi verður að
undirstrika eitt meginatriði:
Að það er ekkert vit í að
hugsa sér það eða ætlast til
þess, að hægt sé að finna við-
unandi verkefni innan Reykja-
víkurbæjar, fyrir alla þá
mörgu menn, sem hér eru at-
vinnuþurfi.
Skipulagslausar atvinnubæt-
ur eru fásinna, sem hlýtur að
koma í koll. Það verður að
beina vinnunni þangað, sem
hennar er þörf, hvort, sem það
er á þeim stað þar sem menn
af tilviljun eiga heima eða ein-
hversstaðar annarsstaðar.
Þessvegna beitti Framsóknar-
ííokkurinn sér fyrir því á síð-
asta Alþingi, og knúði það
fram, að ákveðið var í fjár-
iögum. að nota allt að 100 þús.
kr. af atvinnubótafénu til að
vinna að undirbúningi nýbýla í
sveit. Þessu f járlagaákvæði
verður atvinnumálaiáðherrann
að byrja að framfylgja tafar-
laust, og setja bæjarstjóminni
þau skilyrði fyrir ríkisfram-
laginu, að hún láti nú þegar
hef ja slíka vinnu á meðan jörð
er þíð og áður en tíð spillist til
mikilla muna.
Og fyrst og fremst verður að
grípa þau verkefni, sem fyrir
hendi eru. Hér er starfandi
vinnumiðlunarskrifstofa, sem
ríkið rekui’. Hún hefir m. a.
það hlutverk að vísa, atvinnu-
lausu fólki í bænum á vetrar-
vistir útj um land. Auðvitað er
þar ekki um mikið kaup að
að ræða. En rnenn fá þó frítt
fæði og annað „uppihald“ í
slíkum vistum, og slíkt má eft-
ir atvikum telja viðunandi yf-
ir hinn „dauða tíma“ ársins.
Það er a. m. k. ólíkt ánægju-
legra en að hírast hér í bæn-
um við þröngan kost og mann-
skemmandi iðjuleysi.
Það er auðvitað sök sér, þó
að fjölskyldufeður veigri sér
við því að fara á þennan hátt
frá heimilumj sínum. En það er
blátt áfram skylda fyrir hvem
Búnaðar*
bankinn
og sijórn hans
Um leið og skipaður var nýr
aðalbankastjóri í Búnaðarbank-
ann, var ákveðið af landbúnað-
arráðherra að lækka banka-
stjóralaunin úr 19200 kr. niður
í 12 þús. kr. Var frá þessu
sagt hér í blaðinu um leið og
veitingu starfsins.
En stuttu síðar kemur út
grein í Mbl. og ísafold, undir-
rituð af höfundi „mosagreinar- j
innar“. Þar er því skrökvað |
upp, þvert ofan í staðreyndir,
og sýnilega gegn betri vitund,
að bankastjóralaunin séu 20
þús. kr. Sýnir þetta eins og
fleira, hvílíkur „aumingi“
greinarhöf. er í meðferð sann-
leikans. En í þessari grein fer
svo höf. að tæpa á því að
bankastjórar Búnaðarbankans
séu of margir, og að nú ætti að
fækka þeim.
Það var raunar leiðinlegt, að
íhaldsmenn skyldu ekki upp-
götva þetta snjallræði, meðan
samherji þeirra, Þorsteinn
Briem, réð yfir bankanum. En
betra er seint en aldrei. Og
Tíminn vill fyrir sitt leyti
stuðla að því, að íhaldsmönn-
um! gefizt þegar á þingi í vet-
ur kostur á að sýna sinn raun-
verulega hug til bankastjóra-
fækkunar.
Fyrir stjórn Búnaðarbank
ans, og Kreppulánasjóðs samkv.
ráðstöfun Þorsteins Briem, hef-
ir verið greitt undanfarið sem
hér segir á ári:
Aðalbankastjóri 19200 kr.
2 meðbankastjórar 12800 —
Sérstök laun tveggja
bankast j óranna
fyrir stjórn
Kreppulánasjóðs 14400 —
Auka stjórnaimaður
í Kreppulánasjóði
(Jón frá Stóradal) 7200 —
Samtals 53600 kr.
Tíminn álítur, að fenginni
reynslu, að nægilegt væri að
hafa aðeins einn bankastjóra í
Búnaðarbankanum, og méð
honum einn gæzlustjóra. Hafi
bankastjórinn 12 þús. kr. laun
eins og nú og gæzlustjórinn 5
þús., sem er alveg nóg, og taki
bankinn við stjórn Kreppulána-
sjóðs, sem líka er sjálfsagt,
yrði allur -stj órnarkostnaður 17
þús. kr, í stað 53600 krónur
í tíð Þorsteins Briem. Sparnað-
ur fyrir lánsstofnanir landbún-
aðarins af þessarl ráðstöfun
yrði þá yfir 36 þúsund krónur.
Tíminn mun beita sér fyrir
því, að ríkisstjómin gefi Al-
þingi kost á að athuga þenn-
an sparnaðarmöguleika, Og hjá
bændum landsins myndi slíkur
sparnaður áreiðanlega mælast
vel fyrir.
einhleypan mann eða ungling,
sem vantar vinnu, að nota sér
þessi tækifæri, og þyngja ekki
á vinnumarkaði fjölskyldu-
mannanna inni í bænum, ef
annað er mögulegt.
Allir þeir, sem svo stendur
á fyrir, og ekki finna sjálfir
úrræði, ættu að snúa sér til
vinnumiðlunarskrifstofunnar i
Mjólkurfélagshúsinu í Rvík
sem! allra fyrst.
A víðavangi
V afasamt ráð.
Blaðhelmingui- „einkaf.vrir-
tækisins“ er með ónot og ill-
hryssing út af því, að Páli E.
Óiasyni skyldi ekki vera boðin
aðalbankastj órastaðan við Bún-
aðarbankann. Satt að segja
mun engum hafa dottið það
„úrræði“ í hug, enda ekki ann-
að sýnilegt en að Páll megi vel
við una, að vera kyrr á sínum
stað í stjórnarráðinu. Og ekki
er heldur ástæða til að hafa í
frammi neitt sérstakt yfirlæti
viðvíkjandi stjórn Páls áður
fyr á bankanum. Að vísu mun
hann hafa gert ýmislegt þar
vel en annað miður, eins og
verða vill. T. d. munu Árnes-
ingar varla álíta, að hið svo-
lcallaða Hjálmtýs-lán á Stokks-
eyri, sé nein fyrirmynd í vinnu-
brögðum.
Nú her ekki neitt á milli,
Hingað til hefir blað „einka-
fyrirtækisins“ látist vera með
innflutningshöftum. Nú virðist
það ekki álíta þess þörf að
„látast“ lengur. Birtist nú
grein í blaðinu eftir einhvern
Jóh. Árnason, sem mun vera
bankaskrifari, og er þar slegið
föstu, að innflutningshöftin
séu þýðingarlaus og eina ráðið
til þess að halda verzlunarjöfn-
uðinum hagstæðum, sé að halda
niðri kaupgetunni. — Er nú í
blaði „einkafyrirtækisins“ tek-
ið undir kenningar M. J. um
„að slá niður“ kaupgetuna. —
Ekki óefnileg kenning fyrir
bændurna, sem þurfa að selja á
innlendum markaði. — Vitan-
lega. mætti „slá niður“ eitthvað
af kaupgetu M. J. og Jóh. Árna-
sonar og annara óeðlilega hátt
launaðra starfsmlanna í kaup-
stöðum, en kaupgetu almenn-
ings á að halda uppi eins og
unnt er og beina henni frá er-
lendum vörum með höftum,
studdum af vöruskömintun til
neytenda, ef útkoma ársins í
ár sýnir, að færa þarf niður
innflutning almennra neyzlu
vara, Skyldi sú stefna ekki
bændum heilladrýgri ?
Rógurínn um
Mjólkurbú Flóamanna.
Tímanum hefir í gær borizt
svohljóðandi yfirlýsing frá for-
stjóra Mjólkurbús Flóamanna,
hr. C. Jörgensen:
„I tilefni af grein, er stóð í
„Framsókn“ þ. 21. og í „Vísi“
sunnudaginn þ. 22. þ. m., vil ég
hér með leyfa mér að mótmæla,
að nokkurt kg. af osti hafi ver-
ið selt héðan frá Mjólkurbúi
Flóamanna til svínafóðurs
hvorki fyrir 10 aura pr. kg.
eða á öðru verði. — Þessi frá-
sögn í Framsókn og „Vísi“
hlýtur því að byggjast á óráð-
vendni í fréttaburði eða óeðli-
legri tilhneigingu ritstjóranna
til þess að fara með ósannindi,
ef þeir telja, að með því yrði
hægt að hnekkja áliti Mjólkur-
bús Flóamanna og starfsmanna
þess.
C. Jörgenscu
forstjóri Mjólkurbús Flóamanna".
Með ofanritaðri yfirlýsingu
eru þá' hrakin ein af mörgum
ósannindum, sem þau tvö sorp-
Nýju hæstaréttardómararnir, Gissur Bergsteinsson (til
vinstri) og Þórður Eyjólfsson (til hægri), sem skipaðir voni
núna í vikunni. Sbr. grein á öðrum stað í blaðinu.
blöð, sem nefnd eru, hafa reynt
að breiða út meðal landsmanna
um framleiðsluvörur bænda í
Arnessýslu.
Ósannindi Morgunblaðsins.
tJt af grein í Morgunbl. við-
víkjandi forstöðu vínverzlun-
arinnar í Rvík, hefir Tím-
inn snúið sér til ríkisstjómar-
innar og fengið eftirfarandi
upplýsingar:
Samkvæmt gildandi lögum
um aldurshámark opinberra
starfsmanna, átti Hannes Thor-
arsensen að láta af forstöðu
við vínverzlunina 1. ágúst s. 1.
Það er alrangt hjá Mbl., að mn
nokkra málshöfðun eða skaða-
bótakröfu hefði getað verið að
ræða af hans hálfu, þó að hann
hefði orðið að hætta störfum
þá. Hinsvegar varð það að sem-
komulagi milli H. Th. og ráðu-
neytisins, að H. Th. skyldi
leyft að halda áfram starfi til
næstu áramóta gegn því, að
hann frá 1. ágúst réði til sín
sem starfsmann mann þann,
sem fyrirhugað er að taki við
forstöðunni, eða annan, sem sá
maður tilnefndi, til þess að
setja sig inn í rekstur verzlun-
arinnar á þessu tímabili.
Þessi maður er nú farinn að
vinna við verzlunina, en verður
eftir áramótin aðstoðarmaður
hins nýja forstöðumanns, sem
þá tekur við. Kaup hans er
greitt af Hannesi Thorarensen,
en ekki verzluninni eins og
Mbl. gefur í skyn.
En Mbl. hefir að venju kunn-
að betur við að fara með stað-
laust fleipur, heldur en afla sér
réttra upplýsinga, sem því þó
vitanlega var innanhandar.
Kveldúlfur sendir blóm.
Frá því hefir verið skýrt, að
Landsbankanum hafi á afmæli
sínu borizt skeyti og viðurkenn-
ingarmerki frá ýmsum stofn-
unum innan lands og utan.
Meðal þessara vináttumérkja
voru, eftir því sem Mbl. segir,
„blóm frá hlutafélaginu Kveld-
úlfi“!
Það er óneitanlega fallegt af
Kveldúlfi að senda Landsbank-
anum „blóm“ á þessum heið-
ursdegi.
En hitt hefði þó áreiðanlega
verið bæði bankanum og þjóð-
inni þarfara, ef þetta prýðilega
fyrirtæki hefði puntað upp á
þessi tímamót með því að borga
eitthvað af sinni miklu skuld
eða a.. m. k. setja tryggingar
fyrir víxlum sínum.
Það hefir verið fullyrt ómót-
mælt í opinberum blöðum og á
mannfundum, að Kveldúlfur
skuldaði bönkunum nál. fimm
miljónir króna, með litlum sem
engum tryggingum.
Það hefir sömuleiðis verið
fullyrt ómótmælt, að Kveldúlf-
ur hafi notað þetta mikla ör-
læti bankanna til að lána fram-
kvæmdastjórum sínum (sem
jafnframt „eiga“ fyrirtækið),
nál. 400 þús. kr. til persónu-
legra þarfa ofan á þau mjög
svo sómasamlegu laun, sem
þeim eru greidd fyrir „starf“
sitt.
Það myndi áreiðanlega m'arg-
ur bóndinn eða sjómaðurinn
vera fús til að senda Lands-
bankanum „blóm“, ef hann
hefði átt slíkum fríðindum að
mæta.
En hversu lengi eiga hinar
vinnandi stéttir, sem bera á-
byrgðina á bönkunum, að láta
sér nægja „blómin“ frá hluta-
félaginu Kveldúlfi?
Norðmenn gefa nrinnismerki
um Snorra Sturluson.
Snorranefndin svonefnda í
Noregi hefir ákveðið að hefja
fjársöfnun um allan Noreg í
því skyni að gefa íslandi minn
ismerki um Snorra Sturluson.
Minnismerkið á að vera þakk-
lætisvottur hinnar norsku þjóð-
ar fyrir þann skerf, sem
Snorri lagði til norrænnar sögu-
ritunar. Nefndin hefir ákveðið
að bjóða út til samkeppni með-
al myndhöggvara um1 smíði
þessa minnismerkis. Nefndin
gerir sér von um að unnt verði
að reisa minnismerkið í Reyk-
holti 23. sept. 1941.
Vísir í vandræðum.
Vísir er nýlega að reyna
að bera blak af Magnúsi
Guðmundssyni í sambandi
við umsögn hæstaréttar um
umsækjendur dómaraembætt-
anna og heldur því nú fram, að
afstaða. próf. Ólafs Lárusson-
ar stafi ekki af því, að hann
„þekki ekki“ M. G., heldur því,
að prófessorinn vilji ekki kveða
upp álit um dómarahæfileika
manna, nema þeir gangi undir
„dómarapróf"!
En hvernig stendur þá á því,
að hann er reiðubúinn að kveða
upp þann dóm um Þórð Eyj-
ólfsson, að hann sé „hæfur til
starfsins“ og um Sigfús M.'
Johnsen, að hann „geti ekki
komið til greina móti neinum
hinna“? Ekki hafa þeir geng-
ið undir neitt dómarapróf
fremur en Magnús Guðmunds-
son.
Utan úr heimi
Fáum fregnum, sem borizt
hafa um herflutninga ítala til
Afríku ber saman um tölu her-
manna. Fréttaritari „Politiken“
í Addis Abbeba segir, að sam-
kvæmt heimildum, sem stjóm
Abessiníu hafi aflað sér, hafi
14. þ. m, verið búið að flytja
136 þús. ítalskra hermanna
gegn um Suezskurðinn, og séu
innfæddir hermenn taldir með,
hafi Italir 180 þús. hermenn í
Erithea og 60 þús. hermenn
í Somalilandi. Samtals sé því
herafli Itala í Abessiníu 240
þúsundir.
Á sama tíma höfðu ítalir 60
flugvélar í Somalilandi og 300
flugvélar í Erithrea. Stærsta
flughöfnin, sem þeir hafa reist
eystra er í Arsab. Þaðan er
örugg flugleið til Addis Ab-
beba, og Arsab liggur nálægt
strönd Rauðahafsins.
Italir hafa þegar flutt mjög
mikið af hergögnum til Af-
ríku. Þó er fullyrt, að skot-
færabirgðir þeirra þar geti
ekki hrokkið til langs tíma og
verði Suezskurðinumj lokað,
muni geta horft til mikilla
vandræða fyrir þá í þeim efn
um.
Herafli Abessiníu er áætlað-
ur að geta orðið 1.100 þús.
manns, og verður honum skipt
niður í 27 deildir. Á landa-
mærunum að norðan verða
480 þús. hermenn, að sunnán
450 þús, austan 120 þús og
45 þús við landamærin að
vestan. Fjórði hluti þessa her-
styrks er þegar kominn til
landamæranna. Eins og sakir
standa, getur Abessinía ekki
haldið öllum þessum liðsafla
hervæddum í einu, sökum
hergagnaleysis.
Sáttatillögur Þjóðabandalags-
ins hafa nú verið bii’tar. I þeim
er gert ráð fyrir víðtækum
ráðstöfunum, til þess að efla al
mennar framfarir í Abessiníu.
Gert er ráð fyrir alþjóðlegu
lögregluliði, sem sjái um frið á
landamærum Abessiníu, verndi
Norðurálfumenn, sem þar eiga
heima og vinni gegn þrælahaldi.
Tillögurnar gera ennfremur ráð
íyrir því, að Abessiníustjórn sé
skipaður ráðunautur í við-
skipta- og fjármálum', ennfrem-
ur ráðunautur, sem hafi eftir-
lit með réttarfari í landinu og
að þessir m'enn séu undir stjórn
útlends embættismanns, sem
beri ábyrgð á starfi sínu fyrir
Þjóðabandalaginu. Honum er
ætlað að gefa árlega skýrslu
um störf sín og ástandið
í landinu. — Að endingu
bjóðast stjórnir Bretlands og
Frakklands til þess að afhenda
Abessiníu nokkur landsvæði í
Somalilandi, til þess að greiða
fyrir því, að Abessinía geti
orðið við kröfum um breytingar
á landamærum.
Abessinía hefir fyrir sitt
leyti gengið að þessum tillög-
um. En ítalir hafa. neitað, og
þar við situr. Vígbúnaður í
Miðj arðarhafi og við það held-
ur áfram. Englendingar búast
um í virkjum sínum| á Gi-
braltar og Malta. Italir hafa
fært hámark herskyldualdurs
úr 32 upp í 55 ár. Herflutning-
arnir um Suezskurðinn halda ó-
slitið áfram. Tyrkir og jafnvel
Rússar (í Svartahafi) eru
byrjaðir á flotaæfingum.