Tíminn - 02.10.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1935, Blaðsíða 2
166 TIMINN Arás Morgunblaðsms á Einar Arnórsson og Bjarna Benediktsson „BHmadrengirnir i Kveldúifi IC Mbl. hefir ekki þózt geta komizt hjá því að sýna Magn- úsi Guðmundssyni einhvem samúðarvott í þeim þrenging- um, sem hann hefir orðið fyr- ir út af umsókn sinni um aómaraembætiið í hæstarétti. Þó kemur þessi samúð nokk- ug seint í ljós — og hefði mátt vænta hennar þegar birt var umsögn dómaranna. En á- stæðan er skiljanleg. Jafnvel meðal nánustu aðstandenda Mbl. er erfitt að finna mann, sem vilji halda því fram í al- vöru, að M. G. hefði átt að að fara í hæstarétt. að neinni niðurstöðu, og er það vorkunnarmál! Allar bollaleggingar Mbl. um það efni eru því út í loftið. Iiitt er vitanlega alveg rétt hjá Mbl., að það er nokkuð hastarlegt, að maður éins og M. G., sem verið hefir sýslu- maður, skrifstofustjóri í stjórn- arráðinu, hæstaréttarmála- flutningsmaður og dómsmála- ráðherra, skuli hafa, getið sér svo ringan orðstír að prófess- or við háskólann „þekki“ hann ekki. En um þessar raunir sín- ar verður M. G. að eiga við sjálfan sig, en aðra ekki. Grein Mbl. er, eins og von er, hinn aumasti lausalopi, og sýnilega skrifuð með hangandi hendi. Fyrirsögnin er að vísu nokkuð hressileg(!): „Svívirði- leg misbeiting á embættis- valdi“. En í greinina vantar alla skýringu á því, í hverju þessi „svívirðilega misbeiting“ sé fólgin. En Mbl. skal í fullri vin- sema bent á það, að ef það þykist þurfa að hafa í frammi ásakanir út af veitingu dóm- araembættanna, þá er því bezt að snúa sér að flokksbræðrum sínum, Einari Arnórssyni og Bjama Benediktssyni, svo og próf. Ólafi Lárussyni. Því að dómsmálaráðherrann hafði eins og kunnugt er, fengið um- sagnir þessara mætu manna áður en hann veitti embættin, og hann gekk ekki að neinu leyti móti þeirra tillögum um veitingu embættanna. Hvorki Einar Arnórsson né B j arni Benediktsson treystu sér til að taka Magnús Guð- mundsson fram yfir Gissur Bergsteinsson eða Þórð Eyj- ólfsson. Hinsvegar var í um- sögninni tekið fram, að einn umsækjandinn kæmi „ekki til greina móti neinum hinna“. Ef rétturinn hefði verið .á sömu skoðun og Mbl. þ ykist vera, hefði hann auðvitað á sama hátt tekið fram, að M. G. „kæmi til greina“ á undan öllum hinum. Þá eyðir Mbl. talsverðu rúmi í að reyna að skýra sér- afstöðu próf. ólafs Lárusson- ar, sem1 ekki sagðist „þekkja“ M. G. Kemst blaðið þar ekki Er M. G. atvinnulaus? Síðari hluti greinarinnar er einskonar harmagrátur út af því, að M. G. skuli ekki hafa verig nógu fljótur til að koma sjálfum sér í embætti. meðan hann var ráðherra, og sitji nú uppi án þess að hafa nokkra „feita stöðu“! M. G. er hæstaréttarmála- fiutningsmaður. Og hingað til hefir verið álitið, að þeir hæstaréttarmálaflutningsménn, sem álits njóta, væru launa- hæstu menn landsins og hefðu þannig stórum „feitari" stöð- ur en dómarar. Ummæli Mbl. verða því ekki skilin á aðra leið en þá, að M. G. hafi lítið álit og lítið að gera sem mála- flutningsmaður. Ekki geta það talizt meðmæli með honum í réttinn. Eða. hvað finnst almenningi? Og þegar nú að lokum allt er athugað, sem fyrir liggur, einnig frá flokksmönnum M. G., sem spurðir voru, þá munu þeir verða býsna fáir, sem finnst það eðlilegt, að dóms- málaráðherrann færi að breyta skoðun sinni um það, á hverri hæðinni M. G. ætti heima í gráa húsinu við Skólavörðustíg. Ferðam enn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðj an Acta. Blómadrengirnir í Kveldúlfi hafa orðið býsna reiðir út af greinarkorninu: „Kveldúlf ur sendir blóm“, sem birt var hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Hafa þeir brugðið við og sent „spámanninn Samúel“ fram á ritvöll Morgunbl. itl að ausa, úr sér fáryrðum um Sambandið, Jón Ámason framkvæmdastj óra, Gísla Guð- mundsson ritstj. o. fl. En öll eru þau fáryrði af litlu tilefni mælt og þó minna viti. Greinarhöf. segir, að öll bæj- arblöðin „með Morgunblaðið í fararbroddi“ hafi keppst við að minnast Landsbankans á fimmtugsafmælinu — nema. blöð Framsóknarmanna. Hér er raunar rangt með farið. Nýja dagblaðið mun blaða fyrst hafa skýrt frá afmælinu, og þann 18. sept. flutti það grein um bankann og sögu hans. Tíminn birti sömuleiðis grein um bankann á fremstu síðu í næsta blaði, sem út kom eftir „afmælið". Hinsvegar lætur það dálítið hjákátlega í eyrum, að heyra talað um „Morgunblaðið í far- arbroddi“ þeirra, sem nú þyk- ist hafa ástæðu til að sýna Landsbankanum sóma. „Öðru- vísi mér áður brá“, þegar Mbl.- liðið hérna í Reykjavík stóð „í fararbroddi" hinna erlendu ís- landsbanka-hluthafa, sem vildu drepa Landsbankann. Það er grátbroslegt að sjá þetta gamla flugumannalið nú, þegar önnur sund eru því lokuð, hjúfra sig í skjól þessarar stofnunar og þess manns, sem Framsóknarflokkurinn á sínum tíma barðist fyr- ir að koma inn í bankann. — Og víst má vera ánægju- legt fyrir þann mann, að líta niður á íhaldið gamla skríðandi að fótum sér í allri þeirri djúpu auðmýkt, sem þrælslundinni er eiginleg. Mbl.-liðið hefir strikað yfir sína fyrri tilveru í málefnum þjóðbankans. Það er búið að „gleyma Jensen“ eins og Magnús Sigurðsson sagði forð- um á fundi um einn þeirra Kveldúlfs-bræðra. Nú þykist þetta sama fólk stórlega móðg- að, ef minnst er á Landsbank- ann í sömu andránni og aðra veraldlega hluti! Það gengur jafnvel svo langt, að hafa í frammi hótanir í því sambandi og krefja einstaka menn reikn- ingsskapar í nafni Landsbank- ans (!), ef þeir kyrj i ekki upp „halelúja“ og „amen“ af hrifn- ingu yfir hverju smáatviki, sem fram fer innan veggja þessarar virðulegu stofnunar. Það er auðvitað, að núver- andi bankastjórar Landsbank- ans standa ekki á bak við saurskrif Morgunblaðsins í gær. Þeim er engin þægð í slíku, nema síður sé, og óska ekki eftir að verk þeirra sjálfra eða bankans séu gagn- rýnd í sama tón og „moð- hausarnir“ brúka. Þeim dettur ekki í hug, að Landsbankinn sé „heilög stofnun", sem lands- lýðurinn eigi að skjálfa af ótta fyrir. Þeir vita, að bankinn er eign þjóðarinnar og að fulltrú- ar hennar á Alþingi setja hon- um lög og stjórn. Þeir vita, að augu alþjóðar hvíla á rekstri bankans á hverjum tíma og að almenningur gleðst yfir því, sem þar gengui1 vel og mynd- arlega, en gagnrýnir vægðar laust, það sem miður kann að fara. Því að það er ekki fyrst og fremst hið skríðandi Morg- unblaðslið, sem ábyrgðina ber á veltufénu, heldur hinar vinnandi ’stéttir landsins. Þess vegna eru skrif eins og umrædd Mbl.-grein, banka stjórum Landsbankans til hins mesta ama og leiðinda, enda ekki frá þeim runnin. Hún er komin frá „blómadrengjun- um“ í Kveldúlfi, þessum yfir- lætisfullu en getulitlu lánleys- ingjum, sem alltaf þykjast vilja ráða fjármálum og at- vinnumálum þjóðarinnar, en geta svo ekki borgað sínar eig- in miljónaskuldir nema með „blómvöndum“ við hátíðleg tækifæri! En það er sama, hvernig þessir vanstilltu menn hella úr skálum reiði sinnar. Allt landið hlær að „blómunum frá hlutafélaginu Kveldúlfi“! Ráðuneytið beinir þeim til- mælum til yðar, að þér til- kynnið ráðuneytinu tilnefningu yðar fyrir 1. okt. n. k. Mun ráðuneytið þvínæst láta boða fulltrúana til sameiginlegs fundar. sign. Hermann Jónasson“. Bréf þetta, hefir verið sent Sambandi ísl. samvinnufélaga, Búnaðarfél. íslands, Fiskifél. Islands, Landssambandi Iðnað- armanna, Mjólkursölunefnd, Fiskimálanefnd og Síldarút- vegsnefnd. Fyrsta samvinnu- byggðín Nú næstu daga hefst nýr þáttur í þjóðlífi Islendinga. Hópur atvinnulausra, verka- manna úr Reykjavík fer þá austur yfir fjall og byrjar að vinna að undirbúningi hinnar fyrstu samvinnubyggðar, á landi ríkisins í Flóanum. Þessi leiðangur austur fyrir íjall hefir tvennskonar þýð- ingu. Með honum er í senn byrjað að framkvæma tvö stór- mál, sem Framsóknarflokkur- inn berst fyrir og hefir unnið að nú síðustu árin. Framsóknarflokkurinn hefir haldið því fram, að atvinnu bótavinnan yrði að vera skipu- lögð eftir verkefnum og að það væri ekkert vit í því, að ætla að hjálpa hverjum manni til að fá vinnu þar, sem hann telur sér heimili, heldur verði að flytja fólkið til, þangað sem verkefnin eru fyrir hendi. Þess vegna setti Framsókn- arflokkurinn það skilyrði fyrir ríkisframlagi til atvinnubóta á þessu ári, að 100 þús. kr. af atvinnubótafénu yrði varið til að undirbúa nýbýli í sveit Var þá ákvæði um þetta sett inn í fjárlögin sem heimild. En nú hefir Framsóknarflokk- urinn krafizt þess af atvinnu- málaráðherra, að hann notaði heimildina þegar í stað, og hef- ir ráðherrann orðið við þeirri Ný auglýsingasíarfsemi íil að kynna innlenda framleiðslu Herinann Jónasson forsætis- ráðherra hefir í s.l. viku sent nokkrum stofnunum, sem um- boð hafa fyrir framleiðendur eftirfarandi bréf: „Reykjavík, 26/9. Ráðuneytið vill hérmeð snúa sér til yðar með eftirfarandi: Sú viðskiptastefna, sem nú ríkir í heiminum hefir það í för með sér, að hver einstök þjóð reynir eftir fremsta megni að sporna við innflutn- ingi erlendrar framleiðslu. Þetta hefir, eins. og kunnugt er, komið mjög hart niður á útflutningsvörumarkaði þessa lands, og þá með þeimj afleið- ingum, að þjóðin á erfiðara með en áður að nfla sér þess gjaldeyris, sem þarf til þess að kaupa nauðsynjavörur frá öðrum löndum. Þetta gerir það að verkum, að þörfin er nú ríkari fyrir þjóðarheildina en nokkru sinni fyrr, að nota sem allra mest þær vörur, sem landið sjálft framleiðir, til fæðis, klæðnaðar cg annai’a nauðsynja. Er því mjög áríðandi, að landsmönn- um sjálfum verði ljóst, hvað framleitt er í landinu af slík- un.i vörum, notagildi þeirra og gæði, og ennfremur hverja fjái'hagslega og atvinnulega þýðingu notkun þessara vara hefir. Víðsvegar erlendis er nú mikið að því gert, að kynna þjóðunum sjálfum sína eigin l'ramleiðslu, og yfirleitt með góðum árangri. Ráðuneytið er þeirrar skoð- unar, að slíka starfsemi þurfi einnig að hefja hér á landi í stærri stíl en verið hefir. I samræmi við þessa skoðun hefir ráðuneytið því ákveðið, að fara þess á leit við nokkrar þær stofnanir, er telja má að hafi almennast umboð fyrir framleiðendur í landinu, að þær tilnefni hver um sig einn full- trúa í ólaunaða nefnd, er vinni að því, í samráði við ráðuneyt- ið, að leggja á ráð um að á- kveða, á hvera hátt skuli unn- ið að því að auglýsa og veita fræðslu um íslenzkar fram- leiðsluvörur og hvetja lands- menn til að auka notkun þeirra. Heyskapurinn i sumar og ásetningurinn í haust Sumarið er liðið og réttir standa nú yfir. Forðagæzlu- mennirnir fara nú næstu daga að fara um hreppana, og í samráði við bændur að ákveða hve margt þeir skuli setja á, og hvaða fóðurbæti þeir skuli fá sér, ef heyin ekki teljast nægilegur forði fyrir þá skepnutölu, sem bóndinn vill setja á. Og þegar. því er lokið fer bóndinn að ákveða hvaða skepnum hann lógar og hverj- ar hann setur á. Sprettan í sumar kom snemma, en með Hvítasunnu kom kirkingur í hana, svo að hún varð ekki í meðallagi. Sér- staklega urðu bað túnin, sem eru í miður góðri rækt, sem1 ekki spruttu vel og svo hálf- deigar mýrar. Tíðin hefir verið breytileg og . tafsöm til heyskapar. Þurkar stóðu venjulega stutt. og notuðust því misjafnt. Vegna þessa hirtu líka sumir nokkuð djarft, og því hefir sumstaðar hitnað meir í heyj- unum en gott var, og þau skemmst af þeirri orsök. Verst hefir heyskapur gengið á norðvesturhorni landsins. Þar hefir hrakizt og þar eru hey lítil. Þó eru þar innan um bændur sem rosinn kemur lítið við. Það eru þeir, sem búnir eru að ná valdi á votheysgerð- inni. Páll bóndi í Höfða t. d. gaf í vetur sem leið öllum sín- um skepnum hálfa gjöf af vot- heyi, og sama hafa, einstaka aðrir gert, bæði í fyrra og áð- ur. Og í sumar er Páll slö tún sitt fyrri slátt, setti hann allt í vothey, en hinir sem voru að reyna að þurka, fengu alla töðu lirakta. I september rigndi óvenjulega mikið á Austur- og Norðurlandi og drap þá hey hér og þar. Þrátt fynr þetta mun óhætt að segja, að nú séu bændur yfirleitt með kringum meðal heyforða — tæplega þó — og að heyin þar, sem þau hafa ekki skemmst, séu ágæt, og megi byggja á þeim til fóðurs í vetur. Ráðuneytið hefir nú tryggt að nægilegt síldarmjöl og karfamjöl verði til í landinu fram yfir októberskoðunina. Er þetta gert til þess, að þeim bændum, sem skoðunar- mönnum þyki ekki setja vel á, geti gefizt kostur á að afla sér fóðurbætis. Með beit er síldarmjölið bezt. Þó er talið, að karfamjölið sé enn betra, en á það vantar reynslu. Búnaðarfélag íslands hefir skrifað öllum forðagæzlu- mönnum og minnt þá á að skoða svo tímanlega, að fóður- bætis væri hægt að afla ef með þyrfti. Við íslendingar höfum svo oft séð afleiðingar | ills ásetnings, að það ætti ekki i að þurfa að minna á að hafa hann góðan. Og þó er það svo, að margir virðast gleyma liðna tímanum æði fljótt. Ég varð meira en lítið hissa einu sinni, þegar ég kom til gamals bónda sem átti enga kind, en bjó ein- ungis við kýr og hross, og hafði þó enga mjólkursölu. Ég lét þetta berast í tal við gamla manninn. Og ég fékk að vita orsökina. Hún var sú, að hann milli 1880 og 1890 hafði orðið heylaus. Margt hafði hann misst, og sunnudaginn fyrsta í sumri skar hann 180 ær. Svo hafði honum orðið mikið um að horfa upp á skepnumar mál- þola, að hann átti aldrei kind þaðan í frá og bjó þó lengi þar eftir. Vitanlega er þetta dæmi ekki til eftirbreytni, en koma mætti það við taugar fleiri en þessa bónda, svo þeir myndu eftir því, að sjá skepnurnar svelta og velta út af vegna fóðurskorts. En þá ætti ’það að verða til þess, að betur væri sett á næst, en ekki hins, að þeir hættu að eiga skepnur. Það er sagt að sjórinn kringurr landið sé að kólna, straumar séu eitthvað að breytast. Ef til vill hefir þetta ekkert að segja, ef til vill er það forboði ísavetrar. Og all- ur er varinn góður. Ég hefi oft áður bent á það, að ekkert þjakar landbún- aðinum eins og það, hvað völu- beinið er valt — hvað vanhöld- in eru mikil — og hve öryggið er lítið. Og þó margar séu orsakir til vanhaldanna, þá er fóðurskortur alvarlegasta orsökin, enda eru sjálfskapar- vítin verst. Munið því að setja vel á í haust og reyna með því að skapa meira öryggi í búskap- inn en nú er. Þegar forðagæzlumaðurinn og bóndinn eru búnir að koma sér saman um ásetninginn, þá kemur að hinu, hvaða skepnur á að setja á? Og hvaða skepnum á að lóga? Um það vil ég fyrst og fremst segja þetta hvað fénu við kemur: Lambahey eru nú víðast ágæt. Hinsvegar hefir lambalíf undanfarin ár verið lítið, og gamalám fjölgað mik- ið. Að vísu fækkaði gamalán- um nokkuð síðastliðið haust og vetur, en þó eru þær enn allt of margar. Ærnar eiga ekki að verða eldri en 7 vetra. Það þarf að yngja þær svo ört upp að þær þurfi ekki að verða eldri. Og þar sem lambahey eru nú góð víðast hvar, eiga menn að byrja á því nú að ná æraldrinum aftur niður. Nú eru að vísu betri mögu- leikar til að láta gamalær og aðrar lélegar kindur lifa, en voru í fyrrahaust, en þó skyldu bændur fara, varle^* í það. Má vel vera að þaö sé eins rétt, fyrir bónda, sem sér fram1 á það að hann getur ekki látig búið bera sig, nema hann hafi 100 lömb, til frálags að hausti, að hleypa held- ur til lambgimbra, en setja á gamalær, sem eru orðnar van- met. Að vísu er það ekki ráð- legt að hleypa til gimbranna aimennt séð, en þegar góð hey eru til staðar, þá má gera það eitt ár, án þess að það komi að sök. En sérstaka hirðingu þurfa þær þá, og sérstaka uný- önnun að vorinu. Þá á bóndinn að hafa gát á kúabúinu. Það þykir goðgá að drepa kú nema hún sé orðin gömul, sé kálflaus, eða að ein- hverju leyti orðin gallagripur. En þetta er mésti misskilning- ur. I svo til hverri sveit á land- inu eru kýr á bezta aldri, sem bændur ættu að drepa. Hér á ég við strítlurnar, sem ekki borga fóðrið sitt. Þær eru marg- ar. 1934 eru 67 kýr í naut- griparæktarfélögunum, sem mjólka. undir 1500 kg. uni árið. Þær á allar að drepa. Þær borga ekki fóðrið sitt. 690 kýr mjólkuðu 1500—2000. Megin- ið af þeim á líka að drepa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.