Tíminn - 30.10.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1935, Blaðsíða 2
82 TlMINN Fisksala íslendinga [J. J. hefir undanfarna viku birt í Nýja dagblaðinu greinaflokk und- ir fyrirsögninni „Fisksala íslend- inga“, og fara hér á eftir nokkrir kaflar. í fyrstu greininni er farið hálfan annan áratug aftur í tím- ann og rakin saga fiskhringsins gamla, sem Copeland stjórnaði, en A því fyrirtæki tapaði fslands- banki á fjórðu miljón króna. Næsta grein er um „nýja fiskhring- inn", sem stofnaður var 1932, hið svokallaða „Sölusamband ísl. fisk- i'ramleiöenda", sem raunverulega var ekkert annað en samtök þriggja stærstu fiskútflytjendanna. þessu fyrirtæki réðu „þrístjórarn- ir“, Richard Thors, Kristján Ein- arsson og Ólafur Proppé, og höfðu 24 þús. kr. árslaun hver. f næstu grein, sem nefnist „Dýr myndi Hafliði allur“, er minnst á ýmsar ráðstaíanir „þrístjóranna", t d. þegar þeir borguðu ítalska kaup- manninum Gismondi rúml. 300 þús. kr., fyrir að keppa ekki við við- skiptafirma Kveldúlfs um að kaupa íslenzkan fisk]. ÍV. Veisian á Btaðast&ð ölafur Thors fullyrðir í nafn- lausri grein í Mbl., að sjómenn og verkamenn hafi lagt vel- þóknun sína á sjálfskömmtun þrístjóranna, 24 þús. kr. handa hverjum. Erfitt er að hugsa sér meiri ósannindi. Fiskhring- urinn leyndi eins lengi og unnt var hve skipulagið var vesælt, hve frekjan vár taumlaus, bæði til launa og valda. En erfiðis- menn og smáútvegsmenn lands- ins voru ekki spurðir um neitt. Þeir urðu að heyra og hlýða. Þeir voru eins og skipbrots- menn, sem teknir eru af flaki og boðið húsaskjól. Umboðssal- an suður í löndum var búin að leggja þá í fjötra. f því fyrirtæki, þar sem ekki voru félagsmenn, ekki stjórn ekki endurskoðendur, ekki aðal- fundur, ekkert nema þrír ein- valdir framkvæmdastjórar, um- vafðir þokuhjúp fullkomins ábyrgðarleysis gagnvart al- menningi, var fátt á að treysta nema gáfur, þekkingu og manngildi forstjóranna. Og hverjir voru svo þessir þrír menn, sem sett höfðu sig eins og almenna forsjón alls vinnandi fólks við sjó á fs- landi ? Ríkarður Thors þóttist mest- ur þessara manna og réð þar mestu. Á hann lagði íhaldið nú samskonar átrúnað eins og það hafði í fyrri kreppunni lagt á Copeland. Ríkarður hefir litla bóklega menntun, og alls enga félagslega reynslu eða þekkingu. Hann er fisksali Kveldúlfs og ekkert annað. Þó að flest lönd jarðarinnar sykkju í sjó, myndi það ekki snerta tilfinningalíf þessa manns, ef Kveldúlfur stæði eftir með tog- ara sína, pakkhús, og verk- smiðjuna á Hesteyri með til- heyrandi síldarmálum. Það hef- ir verið og er aðalstarf hans að selja fisk til Italíu, Spánar og Portúgals. Ef Ríkharður hefði verið sölupiltur í þýzku firma, sem vildi koma vörum inn í I þessi lönd, myndi hann hafa verið knúður til að læra mál þessara þjóða, en það hefir hann ekki gert. I því llggja yfir- burðir Þjóðverja, að þeir læra tungur allra þjóða, er þeir eiga skipti við til að skilja til fulls óskir kaupenda, og hugsunar- hátt þeirra. Sleifarlagið og lausatökin á starfi Ríkarðs kemur fram í því, að hann reynist ekki fær til að komast í það samband við skiptavini sína sem eingöngu fæst með að nema mál þeirra. Að öðru leyti sézt hve mikið Ríkarð vantar á að geta verið heppilegur verzlunarforkólfur, þar sem hann hefir liðið, að bræður hans settu fast í skrauthýsum yfir 400 þús. kr. af því fé, sem bankamir hafa lánað útgerðarfyrirtæki hans til atvinnurekstrar, og að þola það, að föður hans séu goldin 25 þús. kr. í eftirlaun og að bræður hans fái nokkuð hærri upphæð árlega til persónulegr- ar eyðslu, frá fyrirtæki, sem eins og útsvarsskráin sýnir, á fullt í fangi með að standa undir hóflegum stjómarkostn- aði. vRíkarður Thors minnir á Copeland í aðstöðu sinni sem fisksali, í frámunalegri léttúð í að undirbúa sig til að vera fær um að skipta við Suður- landaþjóðir, og í því ótrúlega gáleysi, sem kemur fram í að leyfa að taka svo mikið af lánsfé útgerðarinnar í stjóm- arkostnað vina og vandamanna. Að síðustu má segja, að það lof, sem Mbl.-menn bera nú á Ríkarð sem ofurmenni í verzl- unarframkvæmdum sé ná- kvæmt bergmá) af hrósi hinna sömu manna um Copeland, er hann stofnaði eldri Fiskhring- inn. Næsti maður að vöxtum og virðingu í Fiskhringnum var Kristján Einarsson sölumaður i Alliance. Hann er fullkominn hversdagsmaður tii allra hluta, lenti á skrifstofu hjá ensk- um fisksala, og þaðan til Alliance. Það má fullyrða, að í hverri sveit og sjávarþorpi á íslandi má fá fjölmarga menn sem fullkomlega gætu gengið inn í lífsstarf Kr. Einarssonar, án þess að nokkuð hallaði á með afköstin. Að síðustu kemur ölafur Proppé: Hann er vinsælastur af þessum þremenningum hjá almenningi, og er sennilega bezt fallinn til að vinna fyrir aðra menn af þeim. Samt er | erfitt að fá þá, sem hafa þekkt hann sem þingmann, að fallast | á, að hann muni endurleysa föðurlandið. Þegar Proppé sat ó þingi, vissu allir, að hann var lítið gefinn, lítið menntur, hug- niyndasnauður, og gersamlega áhrifalaus. En þrátt fyrir allar þessar vantanir er hann senni- lega mestur maður af þessum þremur mönnum. Þegar litið er á, að þessi þrenning hefir nú um mörg ár haft aðalstjóm á sölu stærstu útflutningsvörunnar á Is- landi, þá er ekki furða, þó að leið sjómanna og bátaeigenda hafi oft verið sannkölluð þymi- braut. Eftir því sem síðari Fisk- hringurinn óx að aldri, varð hann óvinsælli hjá almenningi á Islandi og hjá erlendum mönnum er við hann áttu að skipta. Gismondi fékk alls eng- an fisk frá íslandi árið eftir að hann fékk hinar fyrgreindu skaðabætur. Var þá búið að firta hann svo, að hann vildi aðeins sinna keppinautum Is- lendinga. Á Spáni átti Kveld- úlfur þriðjung í fisksölufirma í Barcelona með Norðmanni ein- um og Spánverja. Grunuðu aðrir fiskkaupmenn í Barce- lona að þetta útibú Kveldúlfs sæti við hið innsta borð um skiptin. Kvörtuðu aðrir Barce- lonakaupmenn þrásinnis til Fiskhringsins um að þeir sætu á hakanum og væru oft ekki virtir svars, þótt þeir skrifuðu eða símuðu fisksölustjóminni í Reykjavík. Óx á margan hátt óánægja með aðstöðu Ríkarðs Thors, bæði um skiptingu á söluleyfum hér heima milli sjáv- arþoi*pa og kauptúna, og á Ítalíu og Spáni, þar sem Hálf- dán Bjarnason og félagsbræður Kveldúlfs í Barcelona gerðust óþarflega hlutsamir um íslenzk fisksölumál. Nú leið fram á útmánuði 1934. Ásgeir Ásgeirsson var í útlöndum, og berast þá þau tíð- indi frá Spáni, að stjómin leggi blátt bann á innflutning á saltfiski, nema frá löndum, er geri verzlunarsamninga. Ás- geir Ásgeirsson vissi að Rík- arður Thors var í London. Sím- ar ráðherrann til hans frá Khöfn og biður hann að bregða skjótt við og fara til Madrid og freista að sjá hvað unnt sé að gera til að halda opnum markaðinum. Ríkarður varð við óslc þessari, fór til Spán- ai- og var þar sem einskonar sendiherra í nálega tvo mán- uði. Heima i Reykjavík var mikil óánægja með að Ríkarður væri einn frá fiskframleiðendum í Madrid. Vissu keppinautar hans, bæði Proppé og Kr. Ein- arsson að það segir fátt af ein- um. Kom nú upp krafa um að bankastjóramir Magnús Sig- urðsson og Helgi Guðmundssou væru sendir suður til Spánar. Hafði M. S. oft verið í samn- ingum fyrir landið, og þótt var- færinn og farsæll í verkum. Voru engir mótfallnir hans suðurgöngu. En er kom að Helga Guðmundssyni beittu Jensenssynir sér með hirnii mestu heift og hörku á móti því að hann færi líka. — Þessi mótstaða var öllum óskiljanleg, nema þeim, sem vissu með hve rnikilii afbrýðisemi bræður Rík- | arðar Thors litu á ferðir til ( Spánar, þar sem þeir vildu í vera einir til frásagnar. H. G. j var eini Islendingur búsettur ! heima, sem kunni tungu Spán- j verja, þekkti alla leyndardóma j fisksölunnar og hafði mikla persónukynningu á Spáni. Mönnum, sem ekki vildu hafa Ríkarð eina „fiskifræðinginn“ i nefndinni, lék einmitt hugur á að H. G. væri sendur suður. Því meir sem ólafur Thors sótti á að kyrsetja H. G., því ákafari varð sóknin frá ýmsum áhrifamönnum í flokknum að beygja Jensenssyni í þessu efni. Atvinnumálaráðherrann Magnús Guðmundsson var eins og milli steins og sleggju. Að lokum dettur honum það snjall- ræði í hug að kalla nokkra lielztu samherja sína heim til sín að Staðastað og gera þeim þar glaðan dag. Helgi var boð- inn þangað líka. Ólafur taldi öll tormerki á að Helgi færi, en enginn tók í strenginn með lionum. Var ólafur nú borinn ofurliði og kom engum vöm- um við. Ráðherrann úrskurð- aði að báðir bankastjóramir skyldu fara til Spánar á eftir lííkarði og þeir gerðu það. Sennilega verður það sjó- mönnum og útvegsmönnum tor- skilin gáta hversvegna Ríkarð- ur Thors og bræður hans vildu með engu móti fá þennan kunn- uga mann með sér til að starfa að hinu mikla vandamáli. Menn geta gizkað á eitt og annað en að síðustu hljóta allir að stanza við sama atriðið: Jen- senssynir vildu ekki hafa með sér á Spáni eina manninn, sem hægt var að fá heiman frá Is- j íandi með margháttaða kunn- , ugleika á því landi, sem semja ; átti við. Hitt er annað mál að : veizlan á Staðastað kom í stað forlaga og óf örlagavef sinn um þann ættbálk, sem vildi fá að vera einn um hituna á Spáni. Fiskskatturixm Síðan snemma vors 1934 hafa fiskeigendur orðið að gjalda all- hátt gjald af útfluttum fiski í svokallaðan „verðjöfnunar- sjóð“. Hefir gjald þetta þótt nokkuð þungur baggi og fólk við sjávarsíðúna unað misjafn- lega við. Af því að skattur þessi féll á sama vorið og kosningar voru háðar, og nú- verandi stjóm tók við, hafa ýmsir andstæðingar ríkis- stjómarinnar reynt að gera hana tortryggilega í þessu sam- bandi, svo sem hér væri um að ræða ráðstöfun þeirra mahna, sem nú eiga sæti í ríkisstjórn- inni. Eftir sættagerðina á Staða- stað héldu bankastjóramir áleiðis til Madrid og var Rík- arður Thors þar fyrir og deild- arstjóri hans frá Barcelona. Höfðu allþýðingarmiklar umræð ur átt sér stað, áður en banka- stjórarnir komu, um fisksölu- málið og verzlunarskiptin. Tók- ust innan skamms samningar á þeim grundvelli að það ár fengu íslendingar að flytja til Spánar nálega 17 þús. tonn af saltfiski í stað þess að áður var innflutningurinn um 30 þús. tonn. Vonir vom gefnar um meiri innflutning, ef afgangur yrði af leyfum til annara þjóða. Varð og sú niðurstaðan að út- flutningur til Spánar í fyrra varð rúmlega 20 þús. smálestir. Ásgeir Ásgeirsson kom heim á undan sendinefndinni, en vissi að hvernig sem færi myndi j innflutningur stórum minnka til Spánar það ár. Gerði hann þá þegar þá stjómarráðstöfun frá fjármálaráðuneytinu, að leggja skatt á leyfi til útflutn- ; ings á saltfiski, og skyldi fé þetta ganga í verðjöfnunarsjóð, til að bæta þeim skaðann, sem út undan kynnu að verða á markaðinum. Mönnum þætti í sjálfu sér ekki undarlegt, þó að stofna þyrfti verðjöfnunarsjóð, eins og allt útlit var. Sama aðferð, með lágu gj aldi, hefir af nú- verandi stjórn verið höfð til að jafna markaðinn fyrir bænd- ur, að því er snertir sölu á i kjöti og mjólkurvörum. En því var strax veitt cftir- tekt, að það var ekki atvinnu- málaráðh., Magnús Guðmunds- son, sem gerði þessa ráðstÖfun, heldúr f jármálaráðherrann, Ás- geir Ásgeirsson, og þó var þetta vitanlega gert fyrir atvinnulíf- ið, en ekki sem skattamál. Ásgeir Ásgeirsson gaf engf- um Framsóknarmanni og eng- um jafnaðarmanni nokkra skýringu á þessu stórfellda fjármáli 1934. En hann hafði frá byrjun staðið í nánu sam- bandi við Ríkarð Thors um álagningu og framkvæmd þessa verð jöfnunarskatts. Hér skal ekki um það rætt, hvort þessi skattur er góður eða illur, nauðsynlegur eða ó- nauðsynlegur. Hér er aðeins rakin saga málsins að því leyti sem hún verður skýrð á þessu stigi. Núverandi land- stjóm erfði frá Ásgeiri Ás- geirssyni og Ríkarði Thors allá þá aðstöðu, fullgerða og full- komna, sem leiddi til þess, að þennan skatt varð að inn- heimta í verðjöfnunar- og markaðssjóð. Og um leið og stjóm Ásgeirs Ásgeirssonar skilaði af sér þessu sem öðrum málum í hendur eftirmanna sinna, kom í ljós hversvegna stjóm Ás- geirs Ásgeirssonar hafði ekki gengið hreint að verkí, og gef- ið út bráðabirgðalög um skatt á hið áðumefnda sölugjald, sem vafi lék á hvort telja mætti löglega ráðstöfun. Ásgeir Ásgeirsson var þá svo ógæfusamur að halda eins og íhaldið, að Ríkarður Thors væri Þurrmjólkurvinnsla Ráðuneytið hefir falið mér að athuga möguleika fyrir vinnslu á þurrmjólk og notkun hennar við bakstur í brauð og kökur samkv. tillögum mínum, sem ég birti í tveim blaðagrein- um á síðastliðnu vori, og munn legu viðtali, sem ég hefi átt við landbúnaðarráðherra og aðra, sem hug hafa á aukinni mjólk- umeyzlu samhliða aukinni mjólkurframleiðslu og um leið víðtækum umbótum á matar- æði alls almennings. Ég hefi nú aflað mér full- nægjandi upplýsinga um fram- kvæmd þessa máls og mun hér á eftir skýra frá því, sem ég’ hefi ekki þegar tekið fram í áðurnefndum blaðagreinum. (Hér er stuttur kafli, þar sem dr. Vestdal bendir á, eins og hann áður hefir tekið fram, hvílíkt feikna hagsmunamál þetta sé fyiir bændur um leið og með framkvæmd þess megi stórbæta mataraíði almennings) I Þýzkalandi hafa verið fram kvæmdar mjög víðtækar tilraun ir með framleiðslu mjólkur- dufts og notkun þess við bakst- ur í brauð og kökur. Framleiðsla mjólkur- dufts. Víðtækustu tilraunimar með framleiðslu mjólkurdufts hefir próf. dr. W. Mohr í Kiel fram- kvæmt. Hann hefir rannsakað ekki einungis vélar, sem til þurrmjólkurvinnslu væru heppi legastar, heldur og það mjólk- urduft, sem framleitt er með mismunandi tegundum véla og frá ýmsum verksmiðjum. Til framleiðslu á mjólkur- dufti eða undanrennudufti, sem nota á til íblöndunar í ýmsar mjöltegundir eða í súkkulaði, er — samkvæmt viðtali við próf. Mohr — nægjanlegt að nota vélar með tveim völtum, sem upphitaðir eru með gufu, og fer þá öll uppgufun vatnsins í mjólkinni fram á þessum völt- um. Duftið, sem fæst með þessu móti, uppfyllir þau skil- yrði, sem gera verður til þess við notkun til baksturs. Þó er það ekki að öllu leyti uppleys- anlegt í vatni aftur — ca. 60% af mjólkurduftinu eru uppleys- anleg'— og hefir auk þess orð- ið fyrir tiltölulega langri og hárri upphitun, sem vart verð- ur við á bragðinu. Á brauðun- um gætir þó einkis bragðs vegna þessa undanrennudufts, enda er ekki nauðsynlegt að nota 1 þau 100% uppleysanlegt duft. Aðrar vélar, sem próf. Mohr mælti sérstaklega með, vinna á þann hátt, að fyrst er mjólkin inndömpuð í lofttómi 1 : 3, og síðan er þessi þykkta mjólk þurrkuð til fullnustu á valta. Þar sem ekki þarf að sjóða úr mjólkinni nema lítinn hluta af vatninu á þessum valta, verður mjólkin fyrir lægri hita og mun styttri upphitun í þessum vél- um. Árangurinn er líka sá, að þurrmjólkin er fullkomlega upp leysanleg í vatni — 100% upp- leysanleg — og bragðgóð. Enn einn kostur við þessar vélar er mikill spamaður á hita við þurrkun mjólkurinnar. Þetta er ný gerð á vélum við þurrkun á mjólk og eru þær stöðugt að ryðja sér til rúms. Á eitt atriði vildi ég þó enn minnast í þessu sambandi. Þurrkun á mjólk er einhver bezta aðferðin til að konservera hana, þ. e. a. s. ef geyma á mjólk lengri tíma án þess að hún skemmist, er þurrkun á henni ein bezta aðferðin Nú mun svo vera háttað, að á ýmsum stöðum, eins og t. d. á öllum íslenzka skipaflotanum, er eltki mögulegt að nota ný- mjólk til nokkurra muna, því hún mundi skemmast á einum til tveim dögum. Til þess nú að gera mönnum mögulega mjólkumeyzlu á þessum stöð- um, er bezta ráðið að fram- leiða mjólkurduft, og þegar neta á mjólkina, er duftið leyst upp í vatni. Mjólkurduftið þolir margra mánaða geymslu án þess að skemnaast, og sú mjólk, sem fæst við að leysa það upp í vatni, stendur lítið að baki nýmjólk að gæðum. En til þessa þarf mjólkur- duftið að vera fullkomlega upp- leysanlegt. Mjólkurduftið, sem framleitt er með þeim vélum, sem fyrst voru nefndar, er ekki nema rúmlega að hálfu leyti uppleysanlegt, og þess vegna ekki nothæft í þessum tilgangi. Aftur á móti er duftið, sem úr síðamefndu vélunum fæst, að öllu leyti uppleysanlegt og því mjög hentugt til þessara nota. Ég vildi því eindregið mæla með, að hinar síðarnefndu vél- ar yrðu keyptar nú í fyrstu, svo hægt væri að framleiða sem fullkomnasta vöru. Ef mjólk eða undanrenna yrði hinsvegar þurrkuð á fleirurh en einum stað í landinu — eins og allar líkur virðast benda til að hægt verði að gera — mundi vera nægjanlegt að nota við þá framleiðslu vélamar af ódýrari gerðinni, því hægt væri að nota duftið úr þeim eingöngu til blöndunar í mjöltegundir. Notkun mjólkur og undanrennudufts. Það mun ekki ástæða að fjöl- yrða um notkun mjólkurdufts til þeira þarfa, sem það nú er notað hér á landi, sem sé í súkkulaði og ýmsan vaming úr súkkulaði. Notkun mjólkurduftsins til að búa til úr því mjólk aftur, hefi ég þegar minnzt á, og býst ég við, að þar verði hægt að fá nokkum markað fyrir það. Auk þess er sennilegt, að það mundi verða töluvert notað til heimil- þarfa, þegar hægt verður að fá það keypt í verzlunum eins og aðra algenga matvöru. Þessi markaður fyrir mjólk- urduft mun þó ætíð verða nokk- uð takmarkaður, og er ekki ósennilegt, að hann yrði ca. 60 tonn á ári, en það samsvarar ca. 0,5 millj. lítnun af ný- mjólk. En tillögur mínar gengu 1 þá átt, að mjólkurdufti yrði bland- að í hinar ýmsu mjöltegundir, sem notaðar eru til manneldis, og þannig bætt fæða alls al- mennings í landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.