Tíminn - 04.12.1935, Blaðsíða 3
TiMINN
203
frítt á íslenzkri höfn, en ríkis-
styrkurinn til áburðarkaupa
nemur kr. 2.00 á poka og er
það raunverulega verð því nú
kr. 20.00 pokinn, sem svarar
því, að 1 kg. af köfnunarefni
kosti kr. 1.29.
Kalkammonsaltpétur myndi
á sama hátt kosta kr. 22.70
pokfnn og mundi köfnunarefn-
ið þannig með 20,5% innihaldi,
eiga að kosta kr. 1.10 pr. kg.
Rannsóknir hafa leitt í ljós,
að kalkammonsaltpétur er
jafn heppilegur til grasræktar
og kalksaltpétur og virðist því
margt benda til þess, einkum
vegna þess hve miklu munar á
flutningskostnaði, að kalkam-
monsaltpétur, sem er „konsen-
treraðri“ áburður, verði valinn.
Það magn af köfnunarefni,
sem er flutt inn í nitrophoska
samsvarar nokkurnveginn
sömu pokatölu af kalksalt-
pétri eða kalkammonsaltpétri,
þannig, að það má ganga út
frá því að núverandi notkun
íslands af köfnunarefnisáburði
sé ca. 25.000 pokar á ári. Þessi
notkun hefir áður verið allt að
50% meiri og það virðist vera
ástæða til að ætla,'að notkun-
in geti smámsaman vaxið um
ca. 50% eða upp í 35—40.000
poka á ári, ef hægt verður að
framleiða. köfnunarefnisáburð-
inn á Islandi fyrir nokkru
lægra verð en nú er hægt að
flytja hann inn fyrir.
Ræktað land á íslandi er
rúmlega 28000 hektarar og er
heyfengur af því ca. 100.000
tonn og er það að meðaltali 3.8
tonn af hektara. Rannsóknir
hafa sýnt að hægt er að tvö-
falda töðufallið með því að
bera meira á af köfnunarefnis-
áburði og í öllu tilfelli er hægt
að auka það um 50% án veru-
legrar fyrirhafnar.
Útheyskapurinn nemur ca.
80.000 tonnum á ári, sem að
gæðum mun mega jafna við 40
—50.000 tonn af heyi af rækt-
uðu landi. Það myndi því hafa
mjög mikla fjárhagslega þýð-
ingu fyrir íslenzkan landbún-
að, ef aukinn heyfengur af
því landi, sem nú þegar hefir
verið ræktað, gæti komið í stað
hins dýra og erfiða úthey-
skapar.
Nú er notað til jafnaðar einn
poki af kalksaltpétri á hektara
af landi og sýna tilraunir að
það er oflítil áburðarnotkun.
Það er lítill vafi á því að tvö-
föld notkun myndi vera miklu
nær réttu lagi til þess að fá
sem bezta fjárhagslega útkomu
af ræktuninni, þótt það verði
að sjálfsögðu erfitt fyrir ís-
lenzkan landbúnað að kaupa
svo mikið á allra næstu árum. )
Auk þess, sem að framan hef- \
ir verið sagt um grasrækt, má
geta þess, að vel er mögulegt
að rækta hér á landi allt sem
Island þarf af kartöflum, en
það hefir vitaskuld í för með
sér aukna notkun á köfnunar-
efnisáburði.
Danir flytja inn köfnunar-
efnisáburð sem svarar til 10
kg. á íbúa, en íslendingar
flytja inn 4—500 tonn. af köfn-
unarefni, sem svarar ca. 4 kg.
á íbúa. Virðist einnig frá því
sjónarmiði mega álíta að not-
kun íslendinga á köfnunarefn-
isáburði geti tvöfaldazt.
Áætlunin um hiná fyrirhug-
uðu verksmiðju gerir hinsveg-
ar aðeins ráð fyrir því, að
framleiða í byrjun 25 þúsund
poka af kalkammonsaltpétri,
sem svarar til notkunar á 500
tonnum af köfnunarefni á ári.
Verksmiðjan er áætluð þannig,
að hún geti framleitt þetta
magn 8—9 mánuði af árinu
með þrískiptum lvinnutíma| á
sólarhring. Ef verksmiðjan er
rekin allt árið yrði auðveld-
lega hægt að auka fram-
leiðsluna á kalkammonsalt-
pétri um 50% eða framleiða
ca. 37—38 þúsund poka af
honum. Éf verksmiðjan væri
notuð til framleiðslu kalkam-
monsaltpéturs og nitrophoska,
mundi með mesta álagi
vera hægt að framleiða ca. 35
þúsund poka af kalkammon-
saltpétri og 15 þúsund poka af
nitrophoska eðá m. ö. o. tvisv-
ar sinnum meira en notað er
á íslandi nú af tilbúnum á-
burði.
Þá segir í áætluninni, að
verksmiðja sú, sem gert er ráð
fyrir að reisa og sem á að nota
allra nýjustu aðferðir (Elee-
trolyse) um tilbúning á á-
burði, myndi kosta ca. D/ó
mílljón króna fullgerð. Gert er
ráð f.vrir að takast megi að
byggja slíka verksmiðju á 14
—16 mánuðum og ætti því að
vera unnt að hafa lokið bygg-
ingu hennar á sumrinu 1937,
ef nú þegar er hafizt handa
með að koma málinu í fram-
kvæmd. Gert er ráð fyrir að
Sogsstöðin verði tilbúin í ágúst
1937 og ætti því að vera hægt
að framleiða í tæka tíð allan
þann köfnunarefnisáburð er
vér þurfum á árinu 1938, ef
áburðarverksmiðjan verður til-
búin nægilega snemma á árinu
1937. Ég tel því mjög æski-
legt að nú þegar verði sam-
þykkt lög, er heimili ríkis-
stjórninni að láta reisa slíka
verksmiðju.
Um framleiðsluna og fram-
leiðslukostnaðinn segir 1 áætl-
uninni: Eins og áður er sagt,
kostar kalkammonsaltpétur
með 20,5% köfnunarefni nú
ca. kr. 20.70 pokinn, sem svar-
ar til kr. 1.10 pr. kg. af köfn-
unarefni. Ef framleiddir eru
25.000 pokar af þessum kalk-
ammonsaltpétri á ári, sýnir
rekstraráætlun verksmiðjunn-
ar, að hægt er að framleiða
pokann fyrir kr. 19.70 og verð-
ur verðið af kðfnunarefni
þannig 96 aurar.
Þar sem með þessu móti
sparast kr. 3.00 á poka, mið-
að við núverandi innflutnings-
verð, græðist á verksmiðjunni
umfram fyrningu o. s. frv. ca.
kr. 75.000,00 á ári.
Séu í þessari verksmiðju
framleiddir 35.000 pokar af
sama kalkammonsaltpétri,
fellur verðið fyrir pokann nið-
ur í kr. 15,30 og verð pr. kg.
af köfnunarefni niður í 75
aura. Miðað við þá fram-
leiðslu græðist á rekstrinum
umfram fyrningu o. s. frv. kr.
259.000,00 á ári. Ef maður
liugsar sér, í stað einhliða
framleiðslu á kalkammonsalt-
pétri, að verksmiðjan verði
látin framleiða t. d. 25.000 poka
af kalkammonsaltpétri og
10.000 poka af nitrophoska,
en þetta magn er auðvelt að
framleiða í hinni áætluðu
verksmiðju, sézt af rekstrar-
yfirlitinu, að hægt er að búa
til Nitrophoska fyrir kr. 25,24
pokann, en nuverandi kostn-
aðarverð þess er kr. 34,00 pok-
inn.
Af áætlunum þeim um
reksturskostnað, sem að fram-
an getur, sézt, að það er fram-
úrskarandi heilbrigður og fjár-
bagslega tryggur grundvöllur
fyrir byggingu köfnunarefnis-
verksmiðju á íslandi.
Framleiðsluaðferð sú, er á að
nota, er margreynd og notuð í
íjölda verksmiðja. Áætlunin
er byggð á nákvæmum tilboð-
um frá verksmiðjum, er fram-
leiða vélar og efni til þess-
háttar verksmiðja. Yfirleitt er
áætlunin gerð varlega og er
nokkur ástæða til áð ætla að
kostnaður við byggingu verk-
smiðjunnar geti orðið eitthvað
ódýrari en áætlað er.
Til viðbótar við það, sem
tekið er upp úr áætluninni hér
að framan, ber sérstaklega að
leggja áherzlu á eftirfarandi
atriði:
1. Að áburðurinn er unninn
eingöngu úr íslenzkum hráefn-
um, sem sé vatni, lofti og kalk-
sandi og að rafmagnsorka úr
Sogsstöðinni verður notuð í
stað orku úr erlendum hráefn-
um. Áætlunin byggir á raf-
orkuverði úr Sogsstöð, sem
Rafmagsveita Reykjavíkur tel-
ur sig geta selt fyrir til þessa
fyrirtækis.
2. Áætlun yfir reksturskostn-
að verksmiðjunnar sýnir, að
ea. helmingur af reksturs-
kostnaðinum verður eftir í
landinu. Af þeirri upphæð er
kr. 130—140.000,00 árlega,
sem fara í vinnulaun og verð-
ur það föst atvinna fyrir ca.
30 manns.
3. Þess ber vel að gæta, að
köfnunarefni hefir oft áður
verið mikið dýrara, t. d. sýna
verzlunarskýrslurnar, að inn-
kaupsverðið 1930 hefir verið
rúmlega 20% dýrara en það
var árið 1933. Með innlendri
áburðarverksmiðju höfum við
tryggingu fyrir því, að köfn-
unarefnisáburður sá, sem vér
framleiðum, þarf ekki að
hækka í verði, enda þótt hann
hækki í verði á heimsmarkað-
inum.
Ég tel sjálfsagt að ríkið, sem
nú þegar hefir með höndum
Innfluiningur erlendra vara í
Arneso og Rangárvallasýslu
Svar iil Morgunbl. og
dr. Odds Guðjónssonar
I Mbl. birtist í vikunni sem
leið, grein, sem nefnist „Mis-
rétti í úthlutun innflutnings-
leyfa". Fjallar grein þessi að
mestu um innflutning á bygg-
ingarefni til Árnessýslu á þessu
ári, og kemur fram sú skoðun
hjá blaðinu, að verzlanir í Ár-
nessýslu, og þá auðvitað fyrst
og fremst Kaupfélag Ámes-
inga, hafi fengið of mikinn inn-
fJutning á þessum vörum, sam-
anborið við innflytjendur ann-
arsstaðar á landinu. Dr. Oddur
Guðjónsson ritar einnig í sama
blað um þetta efni.
Verzlunarráð íslands hefir
látið Mbl. í tó upplýsingar, sem
það fékk hjá Gjaldeyris- og
innflutningnefnd um innflutn-
ingsleyfaveitingar fyrir ýmsum
byggingarvöruteg. til verzlana á
Eyrarbakka, Stokkseyri og Sel-
fossi, og birtast þær í áður-
nefndri Mbl.grein. Þá telur
blaðið sig hafa fengið að vita,
hve mikið af þessum vörum
hafi verið flutt til Árnessýslu
á þessu ári og kemst að þeirri
alla verzlun með tilbúinn á-
burð, reisi sjálft verksmiðju
til þess að framleiða tilbúinn
áburð. Þar sem nú virðist vera
fundinn fjárhagslega tryggur
gi’undvöllur fyrir rekstri slíkr-
ar verksmiðju, sýnist heldur
ekki vera eftir neinu að bíða
með að hefja framkvæmdirn-
ar um byggingu hennar. Það
virðist eigi vera hægt að mæla
á móti því með rökum, að tek-
ið verði lán erlendis til bygg-
ingar slíkri verksmiðju, þar
sem allverulegur hluti af þeim
gjaldeyri, sem vér árlega
greiðum út úr landinu fyrir
tilbúinn áburð, sparast við
byggingu hennar.
Það er stórkostlegt velferð-
armál fyrir íslenzkan landbún-
að, að nú þegar verði hafizt
handa um að ríkið byggi verk-
smiðju til framleiðslu tilbúins
áburðar.
r.iðiirstöðu, að þar sé um mik-
ið ósamræmi að ræða, sérstak-
lega að því er snertir innflutn-
ing á þakjárni.
Við þennan samanburð Mbl.
er það að athuga fyrst og
fremst, að verzlanir í Rangár-
’ vallasýslu munu hafa flutt
byggingarefni með skipum til
Eyrarbakka og er því sá inn-
flutningur vafalaust með í vöru
’ magni, sem talið er að hafi
komið til Árnessýslu. En þar
, að auki getur mismunurinn að
einhverju leyti stafað af því,
| er nú skal greina.
Snemma á árinu fékk Kaup-
félag Árnesinga innflutnings-
leyfi fyrir ýmsum vörum, svo
sem kornvörum, nýlenduvörum,
byggingarefni, verkfærum, bús-
áhöldum o. fl. 1 vor eða snemma
í sumar fór kaupfélagið fram á,
i að leyfi, sem það hafði fengið
fyrir málningarvörum, ýmis-
konar jámvörum, verkfærum
og búsáhöldum, mættu einnig
gilda fyrir „þakjárn og annað
byggingarefni", og var þá ritað
á leyfin, að heimilt væri að
nota þau einnig fyrir þessum
vörum. Mun því kaupfélagið
hafa notað þessi leyfi að ein-
hverju leyti fyrir þakjárn, en
þar sem ekki var ákveðið að
hve miklu leyti þessi leyfi
yrðu notuð fyrir „þakjám og
annað byggingarefni“, voru
engar breytingar gerðar á
skýrslum nefndarinnar í sam-
bandi við þessa áritun á leyfin.
Eru allmörg dæmi þess, að slík-
ar breytingar á innflutnings-
leyfum hafa verið gerðar, þegar
verzlanir, eftir að hafa fengið
leyfi fyrir ákveðnum vöruteg-
undum, hafa komizt að raun
um, að hagkvæmara væri að
nota leyfin að einhverju leyti
fyrir aðrar vörur en þær, sem
upphaflega voru leyfðar.
Eftir að hafa fengið þessa
sltýringu, má gera ráð fyrir,
að skæðar tungur haldi því
fram, að ekki hafi innflutnings
leyfi Kaupfélags Árnesinga fyr-
7500 kr. laun eða atvinnutekj-
ur og þar yfir, þó að einhleyp-
ir séu. Verður því að telja
þennan skatt hátekjuskatt og
eðlilegan, eins og á stendur
hjá okkur nú.
Framsóknarfl. hefði viljað
láta allan þennan skatt renna í
ríkissjóð. En til samkomulags
við Alþýðufl. hefir Framsókn-
arflokkurinn gengið inn á, að
helmingur hans renni til bæj-
ar- og sveitarfélaga. í reynd-
inni þó aðeins bæjarfélaga, þar
sem um hátekjuskatt þennan
verður eigi að ræða í sveitum.
Þetta þýðir auðvitað það, að
ríkissjóður fær af þessum há-
tekjuskatti minni tekjur en
ella hefði orðið, ef Framsókn-
arflokkurinn hefði einn ákvarð-
að. Verður því að afla þeim
mun meiri tekna með öðru
móti.
Þegar vitanlegt var, að ekki
var hægt að nota verzlunarleið-
ina og ekki var heldur með
beinum sköttum einum hægt að
afla þeirra tekna, sem þurfti til
þeirra nýmæla, sem lýst hefir
verið, þá varð að skyggnast
eftir öðrum leiðum. Þá var,eins
og eðlilegast var í þessu máli,
litið til þess, hvernig farið
hefði verið að meðal annarra
þjóða undir svipuðum kringum-
stæðum. 1 Noregi eru ástæð-
umar líkastar og hjá okkur
í þessu efni. Beinir skattar há-
ir þar eins og hér. Þar komst
til valda vinstrimannastjóm
bænda og verkamanna, sem
vildi halda uppi verklegum
framkvæmdum og framlögum
til smáframleiðslu. Þá var þar
lagður skattur á alla vörusölu
verzlana, sem mætti (á lélegri
íslenzku) nefna umsetningar-
skatt. Þessi leið var töluvert
mikið athuguð hér í þessu sam-
bandi. En eftir að hafa athug-
að hana og borið hana saman
við þá leið, sem farin er í frv.
því, sem hér liggur fyrir, sem
sé að leggja gjald á vörur, þeg-
ar þær koma til landsins, þá
urðu flokkarnir sammála um,
að betra mundi vera að nota
þá leiðina, sem við höfum far-
ið hér í frv., miðað við okkar
ástæður. Skal ég færa nokkur
rök fyrir þessari niðurstöðu.
Það gæti kannske orðið til
þess, að menn yrðu okkur sam-
mála urh, að þessi leið eigi bet-
ur við okkar staðhætti.
Með því að leggja gjald á
vöruumsetningu almennt í
landinu, þá hefði varla orðið
hjá því komizt að gjaldið hefði
líka komið á innlendar vörur,
sem seldar eru í búðum. En
eins og nú er háttað um gjald-
eyrisástandið hér hjá okkur og
viðskiptasambönd við önnur
lönd, þá er eitt af þeim aðal-
atriðum, sem taka verður til
greina við afgreiðslu skatta-
mála að reyna að skapa inn-
lendu framleiðsluvörunum betri
aðstöðu á innlenda markaðin-
um, heldur en útlendri vöru,
bæði framleiðsluvörum bænda
og innlendri iðnaðarvöru. Með-
al annars af þessari ástæðu
var valin sú leið, að láta vöru-
gjaldið eingöngu hitta útlenda
vöru, en ekki koma jafnt nið-
ur á útlendri og innlendri vöru.
Ef „umsetningargjald" hefði
verið lagt á, þá hefði það orðið
að koma jafnt niður á allar vör-
ur, til þess að framkvæmdin
vrði ekki of flókin.
Með því hinsvegar að taka
gjaldið af vörunum strax og
þær koma til landsins er hægt
að hafa það misjafnt, eftir því
hve nauðsynlegar vörurnar eru
og hvort hægt er að nota inn-
lendar vörur í þeirra stað. Með
þeirri aðferð einnig, eins og frv.
ber með sér að undanþiggja
gjaldinu þær vörur, sem bein-
línis eru nauðsynlegar vegna
framleiðslunnar, bæði til lands
og sjávar og einnig þær vör-
ur, sem nauðsynlegastar eru
neytendum.
Vitanlega hefðu báðir flokk-
arnir helzt kosið, að hægt hefði
verið að sinna nýmælunum, sem
nefnd hafa verið, án þess að
hækka skattana, en þess var
enginn kostur. Var því ekki
annað fyrir hendi, en láta þess-
ar framkvæmdir niður falla,
eða afla nýrra tekna til þess
að standa undir þeim.
Því hefir verið haldið fram
undir umræðum um þetta mál,
að skattur þessi yrði til að
íþyngja atvinnuvegunum, sem
vitanlega verða að standa und-
j ir öllu hér eins og annarsstað-
j ar, og því væri hér verið að
^ leggja inn á hættulega leið. Þar
, sem þetta atriði er einmitt
; aðalatriði þessa máls, mun ég
j fara um það nokkrum orðum
og sýna fram á, að skattur
| þessi hittir einmitt ekki fram-
leiðsluna, heldur er miklu frek-
| ar til þess að létta undir með'
henni.
Ef við tökum hátekju-
skattinn til athugunar, þá
verkar hann ekki fyr en at-
vinnutekjurnar eru komnar
upp í 7—8000 krónur að frá-
dregnum öllum kostnaði, en því
miður mun reynslan vera sú,
að framleiðendur hafa yfirleitt
ekki haft svo háar tekjur eða
hærri árið sem er að líða, og
því hittir skatturinn þá yfir-
leitt ekki. Að öðru leyti vil ég
benda á, að ef einhver fram-
leiðandi hefir nú haft meiri
tekjur en þetta, þá eru ákvæði
i núgildandi skattalögum um
i það, að framleiðendur megi
! draga töp sín á framleiðslunni,
| síðastliðin 2 ár frá gróðanum.
Kemur þetta atriði því alveg í
1 veg fyrir, að skattur þessi
komi þungt niður á framleiðsl-
unni. Með öðrum orðum, smá-
framleiðenduma hittir skattur-
inn ekki, en stórframleiðend-
urnir mega draga töp síðustu
ára frá gróðanum, samkv. lög-
um frá 1934 og hlífa sér með
því móti ef sæmilega hefir
gengið í ár.
Þá er viðskiptagjaldið. Und-
anþegnir því eru allar vörur,
sem notaðar eru beint til fram-
leiðslunnar. Iþyngir sá skattur
því ekki framleiðslunni.
Þegar rætt er um þessa nýju
skatta og afstöðu framleiðend-
anna til þeirra, vil ég biðja
menn að athuga einnig gaum-
gæfilega til hvers þeir eiga að
notast. Af þeim rúmlega 900
þús. kr., sem gert er ráð fyrir
að skattur þessi nemi, gengur
meiri hlutinn beinlínis til þess
að styrkja framleiðsluna. Þar
er upphæð sem á að ganga til
skuldaskila smáútvegsmanna,
upphæð, sem á að ganga til ný-
býla í sveitum, sem á að stuðla
að því, að menn geti byrjað
þar framleiðslu. Þá á og nokk-
ur upphæð af þessum að ganga
til vaxtaívilnunar fyrir bændur.
Þá á að styrkja kartöflurækt.
Þá á að nota nolckuð af þessari
upphæð til þess að styrkja
mjólkurbú og frystihús. Þá á
ennfremur að verja nokkru af
þessu fé til þess að styrkja
iðnaðarmenn, til þess að þeir
geti fengið lán úr iðnlánasjóði.
Á þessu sést, að yfirgnæfandi
meirihluti af þessu fé á að
ganga til styrktar framleiðsl-
unni og atvinnuvegunum. Hér
er því stefnt að því, að skatt-
leggja þær stéttir þjóðarinnar,
sem hæstar hafa tekjur og mest
nota erlendar vörur til þess að
styrkja smáframleiðendur og
verkamenn. Sannleikurinn er
því sá, að enda þótt mönnum
hætti til í fljótu bragði, að
halda að gjöld þessi verði til að
íþyngja atvinnuvegunum, þá
eru þau þvert á móti þeim til
stuðnings á lögð. Auk þess ber
að minnast þess gagns, sem
framleiðendum, einkum land-
búnaðarvara og iðnaðarvara,
verður vitanlega að þeirri
bættu aðstöðu, sem afurðir
þeirra fá í samkeppninni við
ýmsar af erlendu vörunum
vegna gjaldsins, sem lagt er
á hinar síðarnefndu.
Af því sem ég nú hefi sagt,
ætti öllum að vera það ljóst, að
hér er ekki verið að afla tekna
til venjulegrar eyðslu, eða til'
þess að auka kostnað við rekst-
ur ríkissjóðs, heldur eiga tekj-
urnar þvert á móti að ganga til
hagsbóta smáframleiðendum og
verkamönnum. Tekjuöflun til
slíkra hluta verður að teljast í
fullu samræmi við stefnuskrár
stjórnarflokkanna og hagsmuni
umbjóðenda þeirra, þar sem Al-
þýðuflokkurinn fer fyrst og
fremst með umboð fyrir launa-
verkamennina, en Framsóknar-
fiokkurinn fyrir smáframleið-
endur til sveita og við sjó.