Tíminn - 03.03.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.03.1937, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 39 Ufanríkismálín í hendur 7 Tiliaga ííl þingsályklunar borin iram af S ping- mðnnutn úr Framsóknatflokknum og Aipýðufl. Hin neíkvæða fjármálastefna Eftirtaldir þingmenn: Bjarni Asgeirsson, Héðinn Valdimars- son, Jónas Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Páll Zóphóní- asson, Ásgeir Ásgeirsson, Gísli Guðmundsson og Emil Jóns- son lögðu fram svohljóðandi tillögu í Sþ. 27. febr.: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að undirbúa í samráði við utanríkismála- nefnd skipulag á meðferð utan- ríkismála, innanlands og utan, sem bezt kann að henta, er Is- lendingar taka alla stjórn þeirra mála í sínar eigin hend- ur, og bera síðan tillögur um þessi mál undir Alþingi. Kostn- að þann, er ályktun þessi hefir í för með sér, skal greiða úr ríkissjóði“. G r e i n a r g e r ð: Samkvæmt sambandslögunum, 18. gr., get- ur Alþingi hvenær sem er, eftir árslok 1940 krafizt, að byrjað verði á samningum um endur- skoðun þeirra laga, og verði ekki nýr samningur gerður inn. on 3 ára frá því að krafan kom fram, getur Alþingi samþykkt, að sambandssamningurinn sé úr gildi felldur, enda gr-eiði 2/3 hlutar þingmanna þessu atkv., og það verði síðan endursam- þykkt með 3/4 hlutum greiddra atkvæða við almenna atkvæða- greiðslu kjósenda í landinu, sem 3/4 atkvæðisbærra kjós- enda taka þátt í. Sama rétt hefir Ríkisþing Dana. Á Alþingi 1928 var í sam- bandi við fyrirspurn frá Sig. Eggerz því lýst yfir af hálfu Framsóknarflokksins, íhalds- flokksins og Alþýðuflokksins, að þessir flokkar vildu nota uppsagnarákvæðin eins fljótt og lög standa til, meðal annars til þess að taka utanríkismálin að fullu í hendur íslendinga. | Sjálfstæðisflokkurinn var þá að vísu ekki fæddur, og mun því ekki telja sig bundínn við þess- ar yfirlýsingar, en aðalmenn hans allir voru þá í íhalds- flokknnum. Gefst nú Sjálfstæð- isflokknum tækifæri til að gefa upplýsingar máli þessu viðvíkj- andi. Á árinu 1928 var sett á stofn föst utanríkismálanefnd þing- manna, er starfar ásamt ríkis- stjórninni að meðferð utanrík- ismála, og síðan hefir raun- verulega stjórn þessara mála að miklu leyti færzt inn í land- ið. Allir verzlunarsamningar eru gerðir að fyrirlagi ríkis- stjórnarinnar og utanríkismála- nefndar og venjulega af ís- lenzkum sendimönnum. En að lögum til er ástandið óbreytt með meðferð Dana á þessum málum, meðan sambandssamn- ingurinn stendur. Nú er farið að styttazt unz uppsögn á sambandssamningn- um væntanlega fer fram og full þörf á, að undirbúningur verði gerður um endanlega skipun þessara mála á sem tryggileg- astan og þó kostnaðarminnstan hátt. Ákvörðun verður að gera um, á hvaða stöðum erlendis þurfi að hafa sérs’taka íslenzka sendimenn og ræðismenn og hvernig verði á öðrum stöðum erlendis tryggt, að umboðs- menn verði fyrir íslenzka ríkið, er annist nauðsynleg sendi- sveitar- eða ræðismannsstörf fyrir það. Þá þarf og að skipa málum þessum heima fyrir með sérstakri stjómardeild og til allra þessara starfa sjá fyrir hæfum mönnum i tíma, og þó þannig, að nauðsynlegs spam- aðar verði gætt í hvívetna. Þess verður að vænta, að gott samkomulag fáist um lausn þessara mála, sem svo miklu skipta íslenzku þjóðina, milli allra stjórnmálaflokka í landinu, enda þótt Sjálfstæðis- flokkurinn hafi undanfarandi ár tekið þá afstöðu að vinna eklci sameiginlega með öðrum þingílokkum að utanríkismál- um, heldur neitað að sitja fundi utanríkismáianefndar. Ekkert mál er eins óeðlilegt að hafa að deiluefni innanlands eins og sjálfstæðismál þjóðar- innar. Er tillaga þessi fram borin í samræmi við ályktun þá um ut- anríkismál, er samþykkt var á flokksþingi Framsóknarmanna og birt hefir verið hér í blaðinu. Síðasta hálmstráíð Forsprakkar íhaldsmanna eru orðnir að viðundri fyrir gaspur sitt um innflutningshöf'tin. I fyrra fullyrti Ólafur Thors, að enginn árangur væri af starfi gjaldeyrisnefndar. Nú er það komið í ljós, að dregið hef- ir verið úr innflutningnum um 16 milj. kr. samtals eftir að nýj u gjaldeyrislögin gengu í gildi og fram til síðustu ára- móta. Þá gripu íhaldsblöðin 'til þess ráðs að halda því fram, að innflutningshöftin hefðu aðal- lega komið niður á nauðsynja- vörum og að birgðir þessara vara væru óhæfilega litlar. En samkvæmt opinberum upplýs- ingum stendur það nú ómót- mælt, að nefndin hefir yfirleitt aldrei neitað um innflu'tnings- ’.eyfi fyrir útgerðarvörur, og að kornvöruinnflutningurinn á sl. ari hefir alls ekki rýmað eins og íhaldsblöðin sögðu. Þá sögðu íhaldsblöðin, að nefndin hefði níðst á innflutn- ingnum til Reykjavíkur. En skjalfestar tölur sýna, að hlut- fallslegur innflutningur Reykja víkur hefir fremur vaxið en minnkað. Næst var farið að bollaleggja um það, að ef innflutningur hefði verið ótakmarkaður, þá hefði á sl. ári verið hægt að kaupa inn vörur til framtíðar- innar og losna við þá almennu verðhækkun, sem orðið hefir um þessar mundir! En þjóð, sem berst í bökkum við að j greiða ársúttekt sína og hefir | miss't sinn stærsta markað, tek ur yfirleitt ekki svona kenning- ar hátíðlega. En þannig hafa forsprakkar íhaldsmanna hrakist úr einum stað í annan. Og almenningur er orðinn dauðleiður á þvætt- ingi þeirra, sem er eitt í dag og annað á morgun. Þrjóska þeirra gegn því að viðurkenna rétt mál, er bersýnileg og fyrirlitin. Og þó er Jóhann úr Eyjum í útvarpsumræðum um fjárlögin . gerður út af örkinni til andófs í þessu máli. Jóhann hafði fram að færa spánýja „röksemd“, sem hann sennilega er þó búinn að nota í Vestmanna- eyjum. En niðurstaða Jóhanns er í stuttu máli þessi: Ef öll þau leyfi, sem innflutnings- nefnd hefir gefið út á sl. ári, hefðu vei'ið notuð, myndi inn- flutningurinn hafa orðið mörg- um miljónum króna hærri. Hinn hagstæði viðskiptajöfnuð- ur er því ekki innflutningshöft- unum að þakka, heldur því, að innflytjendur hafa ekki notað leyfin, sem þeir fengu! Það sýnist nú að vísu þurfa brjóstheilindi til að halda slíku fram á sama tíma sem verið er (og af sömu mönnum) að kveina út af því, hvað höftun- um hafi verið stranglega beitt! Og heiðarleiki af þeirri tegund, sem fram kemur í þessum mál- flutningi Jóhanns, er vissulega éngum þingmanni til sóma. Því að Jóhann þessi veit það vel sjálfur, að innflutningsleyfi þau, sem gefin eru út, eru aldrei notuð alveg að fullu, og þau ganga úr gildi eftir til'tek- inn tíma. Þetta veit innflutn- ingsnefndin og tekur vitanlega full't tillit til þess. Og svo sérstaklega stendur á, að meginhluti hinna ónotuðu leyfa voru útgerðarvöruleyfi. Þessi leyfi hafa eins og áður er sagt yfirleitt alls ekki verið Þegar núverandi fjármála- i’áðherra tók við stjórn, var 1 j milj. 400 þús. kr. rekstrarhalli hjá ríkissjóði og skuldir ríkis- ins vaxandi. Greiðsluhalli við- skiptanna við útiönd var þá, eftir því sem næst verður kom- izt, um 10 miljónir króna. En tvö síðastliðin ár (1935 og 1936) hefir verið að meðal- tali fast'að 400 þús. kr. reks'tr- arafgangur hjá ríkisssjóði. Hagur ríkisins hefir batnað. Og viðskiptin við útlönd eru nú komin í það horf, að á síðast- liðnu ári innti þjóðin af hendi allar greiðslur erlendis með andvirði útfluttrar íslenzkrar framleiðslu á árinu og þó vel það. Framlög ríkisins til atvinnu- veganna og verklegra fram- kvæmda og til stuðnings al- menningi í hinni hörðu lífsbar- áttu hafa verið stórlega aukin á þessum tveim árum. Og þó er heildarhækkun samanlagðra tolla og skatta, sem ríkið leggur á þjóðina ekki nema tæp 5%*), og er það li'tlu ’) Skattar og tollar voru áriö 1034 um 11 milj. 843 þús. kr., on áriö 1936 um 12 milj. 338 þús. kr eða öllu heldur stefnuleysi, hinnar ábyrgðarlausu, úrræða- lausu og foiystulausu stjórnar- andstöðu. takmörkuð. Innflytjendur þess- ara vara hafa haft það fyrir augum fyrst og fremst að biðja ekki um of lítið. Og nefndin hefir veitt án takmarkana, það sem beðið var um, af því að þarna var ekki ætlunin að beita höftunum. Afleiðingin svo auð- vitað sú, að innflutningurinn varð miklu minni en sem leyf- um svaraði. En vitanlega hefir nefndin líka fylgst með því jafnóðum, eftir því, sem hinar mánaðarlegu innflutningsskýrsl ur Hagstofunnar gáfu til kyima. Það er ekki gott að segja, upp á hvei'ju íhaldsmenn finna næst í þessu máli. | meira en sem nemur fólksfjölg- j uninni á þessum árum, sem mun vera um 2 '/2 % • Gegn þessari fjármálastefnu streitist „neikvæði flokkurinn“ á Alþingi. Gegn þessari fjár- málastefnu hófu þeir upp raust sina, Jóhann úr Eyjum og Þor- steinn Briem við 1. umræðu íjárlaganna í útvarpinu nýskeð. Báðir þessir menn eiga sína fjármálasögu. Jóhann Jósefs- son hefir verið aðalráðamaður i bæjarfélagi, sem varð að láta auglýsa nauðungaruppboð á eignum sínum vegna vanskila. Og Þorsteinn Briem var ráð- herra með 1,4 milj. kr. tekju- haila í ríkissjóði og 10 milj. kr. greiðsluhalla á viðskiptun- um við útlönd! Og hver eru svo úrræði þess- ara manna ? Úrræðin eru þessi: 1. Að minnka tekjur ríkis- sjóðs (fella niður skatta og tolla, leggja niður gróðafyrir- tæki ríkisins o. s. frv.). 2. Að hækka útgjöld ríkis- sjóðs. 3. Að byrja á ný að safna vöruskuldum erlendis. Þetta er hin „neikvæða" fjármálastefna. Það er stefna, eða öllu heldur stefnuleysi hinnar ábyrgðarlausu, úri’æða- lausu og forystulausu stjórnar- andstöðu. Lestras'iélög — Bókatnenn hafa tæpl. efni á því að nota ekki tækifærin til að ná 1 góðar og ódýrar bækur áður en þær eru uppseldar. Ennþá fæst Dvðl frá byrjun. I henni cru um 170 skáld- sögur. (Margar þeirra ei'u beztu stuttar úrvalssögur, sem til eru i heiminum, eftir þekktustu og vin- sælustu heimsskáldin). Sögurnar kosta um 12 aura hver til .jafnað- ar og þá með því að allt sé ókeypis annað, sem í Dvöl er af fróðlcik, kvæðum, ferðasögum, kýmnisögum og öðru, — frá upp- hafi. — Sumum heftum Dvalar er örlitið til af. Pantið áður en það er of seint. Utanáskrift: Dvöl, Reykjavík. týr sagði mér af létta af viðtal- inu, þann hinn sama dag. Eftir það var ekki annað til en stíga yfir höfuð höfðingjanum. Þá er mér og kunnugt um, að sumir Valtýingar ætluðu þá landshöfðingja að verða fyrst- urn íslandsráðherra, töldu hann færastan um að setja nýju stjórnina á laggimar. Sjálfur lét dr. Valtýr á þeim árum xippi við mig, að hann teldi öll törmerki á að taka þá völdin, taldi það ekki mega verða fyr en hann hefði komið fram ein- hverju af þeim stóxmælum, er hann þá hafði á prjónunum. Þá segir í þáttunum, að and- ófið gegn Valtýzkunni hafi vei’ið þrískipt. Þetta er heldur *) Dr. Valtýr átti mjög öfund- samt. Lagamenn töldu ekki koma 1 i 1 mála að ólögfróður maður tæki ráðherradóm og löglœrður bekkj- arbróðir hans fann honum auk þcss til foráttu, að hann liefði verið „fux“ í bekknum (þó með 1. cinkunn til stúdentsprófs). Bæði B. Th. Melsteð og Finnur Jónsson iræðafélagar lians í Höfn, gerðu honum allt til ama. Finnur fylgdi hpnun\ heim 1901 og barðist liai'kalega á rnóti lionum. Lenti hann í svæsinni ritdeilu við Kristján háyfirdómara, með svo mikluin gífuryrðum, að hann þóttist þurfa aö afsaka sig með því „að eins og rnaður lirópar í skóginn fær rnaður svar“, sem út- lagt á íslenzku þýðir: kveður við kalli. ekki rétt. Því var tvískipt að- eins. Annarsvegar gömlu end- urskoðunai’mennirnir og hins vegar landshöfðingjaliðið, og tel ég Jón Vídalín þar attaní- css og annað ekki. Og fyrir engan mun mátti telja hann forsprakka samvinnumanna, þegar sakir þess að á þingi voi-u þeir þá sízt færi’i, er Val- týzkunni fylgdu. En sam- steypa þessi var næsta óeðli- leg og eldi langa stund af lienni til mikils óhagræðis fyrir flokkaskipun á þingi. Þá má í þessu sambandi ekki gleyma því, að landshöfðingja- liðið, sem þá var af öllum tal- inn kjarninn í afturhaldsöfl- unum með þjóð vorri, hafði sig fyrst verulega frammi við kosningarnai' 1900, enda fór þá fyrst að bresta í þessu eld- gamla valdatré, sem spi’o'ttið var upp af rótum hinnar dönsku einveldisstjórnar, er Jón Sigurðsson alla æfi átti í höggi við. Höfundur hleður miklu lofi á Hannes Hafstein, þann glæsi- mann, og skal þar um sagt, að honum vóx stjórnvizkan með aldri, og ábyggilega mikil missa í, að hans naut ekki við sáttmálagerðina 1918. Aftur er höfundur mun fáorðai'i um Bjöm Jónsson, sem ég tel mestan mann og áhrifaríkast- an með Islendingum síðan Jón Sigurðsson leið. Mátti vel geta þess, að fyrir hans atgöngu komust bannlögin á 0g er það djarfasta á'takið, sem enn hef- ir gert verið til að lypta Is- lendingum á hærra siðmenning- arstig en aðrar þjóðir. Höfundur lætur mjög af því hve vel Bretum hafi fai’izt við- skiptin við okkur í heimsstríð- inu og borgað afurðir okkar höfðinglega. Hér skýtur skökku við. Með bi'ezku samningunum 1915 áskildu Bi’etar sér kaup á afurðum okkar fyxir stórum lægra verð en nágrannaþjóð- irnar seldu þær. Voru þetta argir nauðasamningar af okkar hendi og mæltust alls ekki vel fyrir, enda mér vitanlega ekki slíku bei'tt við aðrar þjóðir, og því einsdæmi. Hver rök lágu til þess, skal hér látið liggja nxilli hluta, en sumir menn hafa sett samningana í samb. við daður nokkurra stjómmála- manna vorra við Þjóðverja um þær mundir og má engum vei’a kunnugra um það en þáverandi ráðherra, Einari Arnórssyni, núverandi hæstaréttardómara með því nafni. En víst er um það, að þeir samningar hafa okkur mest illt gert, fyrst með því að mun minna fé safnað- ist hér fyrir á s'tríðsárunum en ella mundi, en þó var sá skaðinn miklu mestur, að fyrir það rugluðust allir fjármála- heilar þessa lands svo átakan- lega, að fjármál vor komust þá á skammri stund í svo mikla óreiðu, að við súpum enn af því seyðið. Það var statt og stöðugt lögmál að vörur félli fljótt og mikið í verði eftir hvem ófrið. Svo reyndist einnig í þetta sinn með öðrum þjóðum, þótt á því yrði dálitlir hnykkir sak- ir þess að ófriðurinn tók víðar yfir og var stórfenglegri en nokkuru sinni áður. Hjá okkur fóru aftur afurðir meira og minna upp í verði og aðalvar- an, saltfiskurmn, hækkaði jafn- vel allt að því um þriðjung. — Fyi’ir það var stríðsbraskinu haldið hér áfram og efnt til stæi’ri viðfangsefna en áður í þeirri villutrú, að verðið mundi haldas't. Var hún svo mögnuð með þjóðinni, að jafnvel ráð- settir bændur skirtust við að skera nægilega af heyjum sín- um, illa höfðum. Og þar er að leita upptakanna að hruni Is- landsbanka, sem þá var aðal- fjárstofnun landsins, þó að sú bannaða kx’ónuhækkun síðar meir sneri hann úr hálsliðun- um. ------- Tveir síðustu þættir erind- anna fjalla um sambandsmálið og aðdragandann að því. Kveð- ur höf. það engum efa undir- orpið, að við þá hefðum átt opna leið til skilnaðar, ef við hefðum viljað. Mun þetta mála sannast og styðst við það, að síðan á stríðsárunx höfum við farið allra okkar ferða fyrir Dönum og þeir jafnan lá'tið síga á hömlu, er á hefir reynt. En sé þetta haft fyrir satt, verður ei’fitt að skilja, hví Is- lendingar létu hrekjas't stall af stalli í samningum við Dani og gefa upp hin dýrustu réttindi. Hér skal það mál ekki langt rakið en aðeins bent á 2 höfuð- ati’iði: I uppkastinu sæla frá 1908 var jafnrétti Dana bundið við búsetu þeiri-a hér í landi, að skiparéttindum undanskildum, en í samningnum 1918 er bú- setuskilyrðið þurkað út. Og þó hafði jafni’éttisákvæðið jafnan verið sárasti þyrninn í augum íslendinga 0g var það enn 1918. Sézt þetta á því, að í stjórnar- ski’á konungsríkisins íslands 5. maí 1920, var 5 ára búseta gerð að skilyrði fyrir kosning- arrétti til Alþingis, án tillits til þjóðei-nis, og þar með dreginn broddurinn úr hinu skilyrðis- lausa jafnrétti Dana. Voi’u þetta ber svik við Dani og þá- verandi forsætsi’áðhera Jón Magnússon lét þetta bei’lega á- sannast, því að einmitt sakir þessa a'triðis skaut hann sér undan ábyrgð á sjálfri stjórn- arskránni, en lét Pétur frá Gautlöndum skrifa undir hana með konungi, mann sem alls ekki hafði komið nærri því máli. Enn meiri hrakför fór þó möi’landinn í fjárskiftunum við Dani. Fyrir eina milljón ki’óna til háskólans afsalaði landið sér öllum fjái’kröfum þeim í hendui’. Þegar þess er gætt, að þá voru peningar svo verðlitlir hér á landi, að allir peninga- menn urðu fá'tækir, ef marka má orð höfundarins þar um, sézt bezt hvílíkt afnám samn- ingai-nir vonx að þessu leyti, enda lxelzt gefið í skyn, að þessi linkind af vorri hálfu ætti að skoðast sem þokkabót 'til Dana fyrir viðurkenningu full- veldisins. Ilefir aldi’ei vei’ið jafn hraklega drítt í hreiður Jóns Sigurðssonar eins og með þessum endemis fjárskiftum, því með þeim var allt hans stai’f og barátta fyrir fjárkröf- um vorum gjört að ómei’ku ó- magahjali. Er á þetta stutt fyrir því, að það bil, sem er milli sam- tandsþjóðanna, vei'ður aldrei brúað fyr en Danir hafa látið oss njóta fulli’ar sanngirni í fjárskiptum við þá. Af þessari lýsingu, þótt stutt sé, ætti mönnum að skiljast, að engin þörf er á að gylla sambandslögin fyrir oss, hve- nær sem fæi’i býðst, því að hitt mun sönnu nær, að þau gátu ekki lélegri orðið. Magnús Torfason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.