Tíminn - 28.04.1937, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1937, Blaðsíða 2
70 T I M I N N samkvæmt þessum útreikningi. til þess að kjötframleiðsla og sauðfjárbúskapurinn geti bor- ið sig. Þessa fjárhæð verður ríkisstjórnin að færa bændum í bú sín. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að undirtektir þeirra Bændaflokksmannanna undir það, að þessi niðurstaða væri rétt, voru byggðar á því, að þeir ímynduðu sér, að þessu marki myndi ekki verða náð í náinni framtíð, og þess vegna væri, ef menn mættu svo að orði komast, óhætt að standa á þessum tölum sem kröfum. Ég hefi nú athugað nokkuð verðlag á sauðfjárafurðum 1934 og 1936, og komizt að þeirri niðurstöðu, miðað við útflutningsskýrslur og fyrir- hggjandi tölur um meðalverð- lag á kjöti, að með því verð- lagi á ull og gærum, sem var s. 1. ár, sé því marki, sem nefnd Eúnaðarfélagsins setti um verðlag á sauðfjárafurðum ti) þess að búin gætu borið sig, svo að segja náð. Ég skal nátt- úrlega ekki taka ábyrgð á því, að tölur útflutningsskýrsln- anna séu réttar, en þótt þær séu ekki alveg nákvæmar, ættu þær að vera álíka réttar bæði árin og því óhætt að taka mark á breytingunni til hækkunar á verðlaginu, sem þær sýna. Ég ætla nú ekki að fella neinn dóm um það, hvort þessar nið- urstöður Búnaðarfélags nefnd- arinnar séu réttar eða ekki, eða hvort verðlag á iandbúnaö- arafurðum nái nú framleiðslu- verði. En ég ætla mér að spyrja Hannes Jónsson að því, hvernig samræma eigi það tvennt: Annarsvegar niðurstöð- ur Búnaðarfélagsnefndarinnar um framleiðslukostnaðarverð og ánægju Bændaflokksins með þá niðurstöðu, og svo hins- vegar hróp Bændaflokksins nú um það, að vegna ranglátrar gengisskráningar fái bændur ekki nándar nærri tilkostnað- arverð fyrir afurðir sínar, að ég nú ekki tali um hinar barna- l.-gu fullyrðingar um, að ekk- ert hafi ræzt úr fyrir landbún- aðinum á sl. 2 árum. Ennfremur ætla ég að butiría á það, að ef miða ætti við til- kostnaðarverðsútreikning Bún- aðarfélagsnefndarinnar frá 1934, þá ætti þetta frv. Hann- t sar Jónssonar ekki að leiða til neinnar gengislækkunar bænd- anna vegna. Ég vænti líka, að hv. flm. þessa frv. hafi gert sér það ljóst, að ef nokkurt vit á að vera í meginhugsun 2. gr. frv. um að skrá pening- ana með tilliti til tilkostnaðar- verðs, þá ætti aðjiækka gengi krónunnar í hvert skiti sem bændur eða aðrir framleiðend- ur færu að fá meira fyrir sínar áfurðir en tilkostnaðarverð, og þannig að plokka af þeim þann ágóða, sem þeir kynnu að geta haft af rekstrinum. Hin ill- ræmda gengishækkun í valda- tíð Jóns Þorlákssonar hefði því verið alveg í anda þessa frv., sem nú er flutt af Bænda- fiokknum. 1 3. gr. frv. er nokkuð nánar talað um tilkostnaðarverð og er þar talað um, að nefndin eigi aðgang að ýmsum gögnum til þess að geta ákveðið rneðal- talstil kostnaðarverð þeirrar vöru, sem seld er á erlendum markaði. Ég hefi skygnst í greinargerð frumvarpsins eft- ii’ nánari skýringum á þessu ákvæði um meðaltalstilkostn- aðarverð, en sé ekki neitt minnst þar á þetta algera ný- mæli í íslenzkri löggjöf. Nú vil ég beina þeirri fyrirspurn til hv. flm., hvað átt er' við með þessu „meðaltalstilkostnaðar- verði“. Mér þykir sannast að segja nokkuð undarlegt að þessu skuli ekki fylgja neinar skýringar. Satt að segja fmnst mér emu gilda hvar gripið er niður í þetta frv. Það er van- ! hugsað kák, og flutt eingöngu I til þess að sýnast. Ég hefi ] nú rakið efni þess og sýnt ! fram á að hv. flutningsm. hefir ! ekki einu sinni nennt að leggja vinnu í að undirbúa málið. Á- scæðurnar fyrir allri þessari ! málsmeðferð skiljast þó nokkuð betur ef fortíð þeirra manna, sem að því standa, er athuguð nokkuð nánar. Þeir Hannes Jónsson og Þorsteinn Briem tala um gengislækkun, sem sér- stakt hagsmunamál bænda- stéttarinnar eins og á stendur, vegna þess hve verðlagið sé Irábærilega lágt, einmitt fyr- iv þá framleiðendur. Af þessu verðum við að draga þá álykt- un, að þeir álíti gengislækkun vfirleitt vera mikið hagsmuna- mál fyrri bændastéttina. Þor- steinn Briem hefir nú haft þá ánægju, að vera landbúnaðar- ráðherra á þeim tímum þegar ■'■erðlag á landbúnaðarafurðum var lægra en það hefir orðið fyrr eða síðar á síðari áratug- um, og helzt leit út fyrir, að ■sauðfjárbúskapur myndi leggj- ast niður. Greip hann þá tíl þessarar einu lausnar, sem hann nú telur nokkurs virði fyrir bændastéttina, gengis- lækkunar, til þess að rétta hlut landbúnaðarframleiðendanna ? Nei, hann gerðí það ekki. Ilann minntist ekki á hana, og ekki nóg með það, liann gerði beldur engar aðrar ráðstafanir til þess að hækka verðlag á af- urðum bænda, og í því var ekkert gert fyrr en eftir að bonum var rutt úr ráðherra- stóli eftir kosningarnar 1934. Segjum að hann hafi ekki haft vald til þess að koma fram gengislækkun. Barðist hann þá ekki fyrir henni? Hélt hann ekki snjallar ræður til þess að sannfæra samstarfsmenn sína um hina brýnu nauðsyn á geng- islækkun? Nei, hann gerði það ekki heldur. Hann þagði. Hann upplauk ekki sínum munni um þetta eina stóra hagsmunamál landbúnaðarins,að dómi Bænda- flokksins, fyrr en hann var búinn að fá þá aðstöðu, að hann réði engu. Ef til vill mætti ganga út frá því, að óat- luguðu máli, að verðlag á landbúnaðarafurðum hefði ver- ið óhagstæðara eftir að Þor- steinn Briem komst í minna- hlutaaðstöðu en það var áður, cg að á því séu kröfurnar um gengisbreytingu byggðar, þótt áður væri um þær þagað. En cins og ég gat um aðan, þá er þetta sem betur fer öðru nær. Útflutningur landbúnaðaraf- urða var árið 1932 3,3 millj. kr. og 1933 4,5 millj. Þetta eru þau árin, sem Þorsteinn Briem er í almætti sínu, en gleymir að sinna lífshagsmunamáli bændastéttarinnar. En árið 1935 nam útflutningur land- búnaðarafurða kr. 6,5 millj. og árið 1936 8,4 millj. kr. Þetta eru þau 2 ár, sem Þorsteinn Briem og Hannes Jónsson hafa verið í minnahlutaaostöðu, og sá tími, sem þeir sí og æ hafa verið að klifa á nauðsyn geng- islækkunar til þess að rétta hlut bændastéttarinar vegna ó- hagstæðs verðlags. Hér við bætist svo það, að heildarverð- mæti mjólkurafurða hefir á þessum sama tíma meir en tvö- faldazt, og kjötvérðið 'ihnan- lands hækkað sem nemur mörg- um hundruðum þúsunda króna, kvort árið um sig. Ég ætla ekki með þessu að fara að halda því fram, að þessi mikla verðhækkun hafi nú þegar valdið einhverri al- sælu í sveitum þessa lands, en hinu ætla ég að halda fram, að það situr illa á þeim mönnum, sem hengu við völdin 1932— 1933, gersamlega aðgerðar- lausir um allt það, er gat mið- að að því að hækka verðlag á landbúnaðarafurðum, og minnt- ust ekki á gengislækkun, sem nokkurt úrræði fyrir landbún- aðinn, að skrafa nú sífellt um gengislækkun sem mál mál- anna og sérmál landbúnaðarins, eftir að híutur hans hefir þó verið réttur eins og ég hefi sýnt fram á. Ef við, sem höf- um stjórnað undanfarin 2 ár, höfum brugðizt framleiðendun- um til sveita, með því að fella ckki gengi krónunnar, hvað ætti þá að þeirra eigin dómi, að segja um þá sjálfa, sem létu undir höfuð leggjast að nota þetta úrræði, sem þeir þykjast trúa á, þegar hlutur landbún- aðarframleiðanda var a. m. k. lielmingi minni en nú er, og reyndu heldur engin önnur úr- ræði. Það er ekki að furða þótt þessir menn(!) telji sig eiga að hafa trúnað bændanna, og þá einu réttu, til þess að taka við íorystu í málum þeirra. En livað segja bændur sjálfir um það. Trúa þeir fagurgala þess- ara manna eftir þá reynslu, sem þeir hafa haft af störfum þeirra ? Þá mun ég þessu næst ræða nokkuð almennt um gengis- Þóra Jónsdóttír Ilöfða í Skagafirði andaðist að heimili sínu 13. þ. m. Hún var gift Friðrik Guðmundssyni bónda á Höfða. Þóra var Þing- oyingur og Skagfirðingur að ætterni, ung og glæsileg kona. Ilöfðu þau hjón búið 4 ár á Höfða með mikilli rausn og myndarskap. Þótti öllum, sem til þelcktu, mikil sorg um frá- fall þessarar ágætu konu. málið. Af þeim, sem helzt hreyfa gengislækkun nú í augnablikinu, er það mál flutt fyrst og fremst sem sérmál landbúnaðarins. Út af því vil eg fara nokkrum orðum um sérafstöðu landbúnaðarins til gengislækkunar. Samkvæmt áliti skipulagsnefndsi atvinnu- mála, er framleiðsla landbún- aðarafurða um 18 millj. kr. til sölu frá heimilum. Af því hafa verið fluttar út afurðir fyrir um 6—8 millj. kr., en seldar innanlands fyrir um 10—12 rnillj. kr. Af þessu leiðir auð- sjáanlega það, að landbúnaður- inn sem heild verður ekki ein- ungis að taka tillit til verð- lagsins á þeim vörum, sem seldar eru úr landi, heldur einn- ig, og öllu fremur, til verðlags- ins á innlenda markaðinum. En þar að auki kemur svo hitt, sem gefur landbúnaðinum nokkuð aðra afstöðu til þessa máls en sjávarútveginum, a. m. k. undir vissum kringum- stæðum, að landbúnaðarfram- leiðendur hljóta að meta það mikils, að innanlandskaupgetan sé sem allra mest. Framsóknar- fiokknum var þessi afstaða landbúnaðarins vel ljós fyrir síðustu kosningar, og hans að- aláhugamál var, að fá hækkað verð á landbúnaðarafurðum innanlands og bæta á þann hátt aðstöðu bændastéttarinn- ar. Flolckurinn tók þó ekki það ráð, að beita sér fyrir lækkun krónunnar, heldur hinn kostinn, að hækka með aðstoð löggjaf- ar verðlagið innanlands, og láta útflytjendur landbúnaðaraf- urða njóta uppbótar, sem tekin var af þessari verðhækkun. Þessi aðferð hafði þann mikla Jón Karlsson bóndi á Mýri í Bárðardal and- aðist 13. þ. m. Hann var kvænt- úr Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Mýri og var jörðin óðal henn- ar. Þau hjón höfðu lengi búið prýðilega á Mýri og komið upp stórum hóp mannvænlegra barna. Tveir af sonum þeírra hjóna eru söngkennarar við Reykjaskóla og Laugaskóla. — Mýri er efsti bær í Bárðardal, næst Sprengisandi. Þótti gest- um gott að koma af sandinum til þeirra ágætu hjóna, Jóns og Aðalbjargar. kost umfram gengislækkunina, að hún lamaði ekki kaupgetuna innanlands, og hún hafði einnig þann mikla kost, að verðhækk- unin á landbúnaðarafurðunum varð hreinn tekjuauki fyrir bænduma. Gjaldahlið búreikn- ingsins steig ekki, eins og hún hlýtur að gera, ef gengis- lækkunarleiðin er valin, því að það er kunnara en frá þurfi að segja í löngu máli, að við gengislækkunina hækkar að- flutt vara hlutfallslega jafnt í verði og útflutta varan, og þar að auki hækka ýmsir aðrir Jcostnaðarliðir ýmist strax eða síðar. Ég held að það sé ekk- ert ofsagt, þótt því sé slegið föstu, að með afurðasölulögun- um hafi undanfarin 2 ár tek- izt að bæta rekstrarafkomu bú- anna meira en hægt hefði verið að gera með gengislækk- un. Auk þess hafði þessi lausn þann stóra kost, að hún gaf ekki tilefni til neinna kaup- deila eða annarra slíkra deila, í:em mjög er hætt við í sam- bandi við gengisbreytingar. Eins og nú er komið sölu á afurðum íslenzkra bænda inn- anlands, get ég ekki séð að gengislækkun sé undir venju- legum kringumstæðum sérmál bændastéttarinnar, ef litið er á kana sem heild. Hún hefir ef allt gengur sinn eðlilega gang \ið sjávarsíðuna, aðra mögu- leika til þess að bæta afurða- \rerðið eins og greinilega hefir komið í ljós á undanförnum ár- um,og vonandi getur enn miðað í sömu átt. Gengislækkun get- ur heldur ekki að mínum dómi Iðran Péturs og aftúr- hvarf Akranessklerksins Síðan mjólkurlögín komu til framkvæmda hafa tveir menn á þingi skarað fram úr öllum Öðrum í illgirni og ósvífnum blekkingum í þeirra garð, — cn það eru þeir Pétur Magnús- son og Þorsteinn Briem. — Báðir eiga þeir enda vonda samvizku, þegar á þau mál er minnst, — og sáu gleggst hversu gífurlegur ósigur það var þeim báðum persónulega.ef framkvæmd þeirra heppnaðist, eins og nú er raun á orðin. Þorsteinn Briem neitaði, með- an hann var landbúnaðarráð- lierra, að framkvæma hin fyrstu mjólkurlög, af ótta við kaupmannastéttina í Reykja- vík, og nú er komið í ljós, að hann hefir skaðað bændur svo hundruðum þúsunda króna skiftir árin 1933 og 1934 fyrir þann vesaldóm sinn. Hvergi hefir því berlegar komið í ljós, hve gjörsamlega hann var ó- óhæfur til að veita hagsmuna- málum bændanna forstöðu. Pétur Magnússon, sem fram- ar öðrum þingmönnum bar skylda til sem þingmanni Rang- æinga að styðja mjólkurlögin í orði og verki, vegna hagsmuna umbjóðenda^ sinna, var eini þingmaðurinn, sem varð ber að því, að taka þátt í hinu ill- ræmda mjólkurverkfalli, sem smákaupmenn og braskaralýð- ur Reykjavíkur kom af stað, til að koma framkvæmd mjólk- urlaganna á kné strax í byrjun. Þeir, sem fyrir verkfallinu stóðu, hafa nú verið dæmdir til sektar og skaðabóta fyrir lögbrot, — og hefir því Pétur sannarlega ekki hlífst við lög- brotum til að koma þessu mesta hagsmunamáli umbjóð- enda sinna fyrir kattarnef, — og hafa þannig mörg hundruð krónur árlega af hverjumþeim, sem trúðu honum fyrir því, að standa fremstum í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum og betri afkomu. Þessi frásaga er íjót, en því miður allt of sönn. Þess vegna hefir samvizkan engan frið gefið þessum þing- mönnum, þegar rætt hefir ver- ið um þessi mjólkurlög, — og eru þeir kunnastir allra að ó- svífni og blekkingum og bein- um ósannindum, er þau hafa verið rædd. Hver af meðlimum Mjólkurbús Flóamanna myndi t. d. vilja skrifa undir þá full- j rðingu Þorsteins Briem, sem hann endurtók um eitt skeið, að þeir hafi ekkert hærra verð fengið fyrir mjólk sína fyrir aðgerðir mjólkurlaganna, en þeir höfðu áður? Hvað skyldu þeir verða margir meðlimir Mjólkursamlags Borgfirðinga, sem vildu skifta á aðstöðu sinni á markaðinum í Reykja- vík, eins og hann er nú og eins og hann var áður en mjólkur- lögin komu til framkvæmda. En því hélt Þ. Briem hiklaust [ fram, að nú væru þeir ver sett- ir en áður. Og hvað margir bændur skyldu það vera í Borg- arfirði, Suðurlandsundirlendi og jafnvel vestan heiðarinnar, sem langar til að láta Mjólkur- i félag Reykjavíkur annast alla , sölu á mjólk og mjólkurafurð- um í Reykjavík, — eins og Þorsteinn Briem vildi ákveða með lögum á þingi i fyrra. — Þannig má lengi rekja ó- sannindi og óheilindi þessa manns í mjólkursölumálunum. Þar er af nógu að taka. Pétur Magnússon hefir gerst ialsmaður og málsvari þess rnesta hneykslis og óhæfu, sem komið hefir fram 1 Öllu þessu mjólkurstríði, — og hefir þar þó hent sitt af tíverju. Hann hefir lagt í það mikla vinnu og fyrirhöfn og haldið um það hrókaræður á þingi, að verja það ófremdarástand, sem var í mjólkurstöðinni undir stjórn Eyjólfs Jóhannssonar, sem r.æstum hafði eyðilagt mjólkur- markaðinn fyrir bændum og þar með riðið mjólkurskipulag- inu að fullu. Er sú saga þó eitt hið ljótasta og ógeðsleg- asta dæmi þess, hvað ófyrir- leitnir menn leyfa sér, er þröng- ir sérhagsmunir þeirrg eru annarsvegar. Vitandi vits var að því unn- ið að gera mjólkina svo vonda, að hún væri óhæf til neyzlu. Svikist var um að láta rann- saka mjólkina við móttöku. Samkvæmt vottorði frá Sigurði Péturssyni gerlafræðing, var 4. flokks mjólk tekin viðstöðu- laust og affallalaust til að senda út sem neyzlumjólk. — Svikist var um að endurbæta kæliútbúnað stöðvarinar fyrir hitatímann, eins og lofað hafði | \erið. — Með þeim árangri að mjólkin þoldi enga geymslu og var endursend úr búðunum í hér bersýnilega að nota áhrifa- meira herbragð til að fá menn tii að hætta að neyta mjólkur, en mjólkurverkfallið hafði reynst. í Samsölunn: var eng- inn friður orðinn vegna stöð- ugra umkvartana á þessari skemmdu vöru. Þá voru brotin lóg til að reka þá bændur frá mjólkurstöðinni, með mjólk sína, sem ekki vildu ganga í þennan þokkalega félagsskap. Þetta var því tvennskonar upp- reisn til að koma mjólkurskipu- laginu á kné. Þá var mjólkurstöðin tekin af þessum mönnum leigunámi, — sett yfir hana ný stjórn og fenginn nýr mjólkurbússtjóri og því kippt i lag, sem vanrækt hafði verið. Árangurinn varð sá, að umkvartanir um vöruna hurfu, — salan jókst aftur, — svo að selt var að meðaltali 420 lítrum meira á dag þetta ár er því lauk, en árið áður, — þrátt fyrir það að salan hafði stórum stíl. Svikizt var um að fá í tíma nýtt „stassano“-tæki til gerilsneyðingar, eins og lof- að hafði verið, — í stað geril- sneyðingartækis þess, sem sannað var að var ónýtt. Um- gangur allur í stöðinni var svo sóðalegur, að þeim blöskraði, sem sáu. Afleiðingín varð sú, að mjólkursalan hrundi niður og var komin niður fyrir það, sem hún hafði verið árið áður, er mjólkurverkfallið stóð. Át’ti farið svo langt niður meðan á- standið var sem verst. Og eig- endur stöðvarinnar vissu svo á sig sökina, og fundu sig svo berskjaldaða, að þeir þorðu ; ekki annað en að hafa sig hæga meðan að þessu fór fram. | Þá hleypur Pétur Magnússon . fram fyrir skjöldu hjá þessum aðþrengdu sökudólgum. Hann telur að það, að bjarga mjólk- ! urmarkaðinum fyrir bændur og gera mjólkina aftur hæfa til neyzlu fyrir neytendur, eins og landbúnaðarráðherra gerði, er liann tók stöðina, — sé eitt það mesta hneyksli og fólsku- \ erk í garð bænda, — og jafn- vel stjórnarskrárbrot, — og heimtar stöðina taíarlaust af- henta aftur yfirráðum þessara rnanna. Hann fann hina réttu „lykt“ af þessu „verkfalli“ til að brjóta niður mjólkurskipu- lagið, og hafði enga; eirð á sér fyr en hann liafði gerzt þátttakandi á einhvern hátt í því líka. Þannig er þessi þingmaður ber að því að hafa, ekki einu sinni, heldur tvisvar, léð stuðn- ing sinn, sem hann mátti mestan, til að brjóta niður mjólkurskipulagið með því að eyðileggja markaðinn. Má þar segja, að ein syndin bafi boðið annari heim, — ems og hjá félaga hans, Þor- steini Briem. En sagan er eklci hér á enda um afrek þesara manna í þessu hagsmunamáli bændanna. Allt í einu kemur upp sá kvittur meðal þingmanna, að þingrof sé framundan og kosn- ingar á næstu grösum. Þá fyrst rumskar samvizkan hjá þessum heiðursmönnum. Þeir eiga að koma iram fyrir kjósendur og gera grein fyrir unnum afrekum í þágu bænda- stéttarinnar, sem þeir þurfa að biðja um að kjósa sig. Og þó að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.