Tíminn - 14.07.1937, Qupperneq 1
iS.fgtcÍbela
cg tnn|)eimta $afnat»tt. )ö
0ímt 2353 — Póetf)ólf dð)
©^albbagi
klalilii et I |4»l
ffongaqgoitani (ostat 7 K-
XXI. ár.
Gr eidslu j öfnuður-
0 * m r m-jc
ínn ut a vid
Hér í blaðinu er á öðrum stað
skýrt frá niðurstöðum viðskipt-
anna við útlönd þá 6 mánuði,
sem liðnir eru af árinu. Eru
niðurstöðumar þær, sem við
mátti búast, að fluttar hafa
verið inn erlendar vörur fyrir
talsvert hærri upphæð en á
sama 'tíma í fyrra. Verðmæti
útflutningsins er hinsvegar
svipað og á sama tíma í fyrra,
og viðskiptajöfnuðurinn því
nokkru lakari það, sem af er.
Munar þetta því, að ef gert
væri ráð fyrir hlutfallslega
sama jöfnuði síðara hluta árs
eins og var í fyrra, þá ætti
greiðslujöfnuður langt til að
nást við áramót. En í fyrra
gerði þjóðin eins og kunnugt,
nokkuð á þriðju milljón betur
en að ná fullum gi’eiðslujöfn-
uði.
Það er auðákilið mál, hvemig
á þvi stendur að verðupphæð
innfluttra vara er hærri nú en
á sama 'tíma í fyrra. Það staf-
ar að verulegu leyti af þeirri
verðhækkun, sem orðið hefir
erlendis. Síðan í júnímánuði í
íyrra hafa t. d. kornvörar
hækkað um 43%, nýlenduvör-
ur um 27%, og algengasta
byggingarefni um 17—35%.
Þar við bætist svo það, að
óhjákvæmilegt hefir reynzt að
leyfa efnisinnflutning til ýmsra
óvenjulegra framkvæmda. T. d.
er nú verið að byggja tvær síld-
arverksmiðjur (á Akranesi og
Iíúsavík), fyrir utan Hjalteyr-
arverksmiðjuna, sem byggð er
fyrir erlent lán og kemur við-
skiptajöfnuð því ekki beint
við. Ennfremur hafa ver-
ið gerðar allveralegar viðbætur
við eldri verksmiðjur. Einnig
er nú um óvenjulegan innflutn-
ing að ræða til nýbýla, síma,
hafnargerða o. s. frv.
En eru þá líkur til þess, að
greiðslujöfnuður geti náðs't á
árinu? Það er vitað, að sú
verðhækkun, sem orðið hefir á
heimsmarkaðinum, kemur út-
flutningnum til góða á síðara
hluta ársins, þegar þær afurð-
ir fara að flytjast út, sem verð
hefir hækkað á, svo sem ull og
lýsi, Þorskaflinn mun sízt reyn-
ast drýgri en í fyrra, hvorki
að magni né verði. En á síld-
inni veltur það mjög, hversu
útflutningurinn í heild reynist
og þá um leið greiðslujöfnuður-
inn. Síldarflotinn er nú stærri
en nokkra sinni fyr og tækin
til að vinna úr sQdinni líka af-
kastameiri en þau hafa áður
verið. Enda hefir hin síðari ár
all't verið gert af hinu opinbera,
sem í þess valdi hefir staðið
til að efla síldariðnaðinn og þar
með að gera síldarútgerðina að
nokkurnveginn tryggum at-
vinnuvegi.
En eins og ástandið er nú er
það vitanlega áríðandi, að ekki
verði slakað hið minnsta á inn-
flutningstakmörkununum frá
því, sem nú er. Fjárhagslegt
sjálfstæði landsins verður þar
Búnaðarfélag
íslands
8. þ. m var aldarafmæli
búnaðarfélagsskaparins á Is-
landi hátíðlegt haldið í höfuð-
stað landsins. Þann dag minnt
stað landsins. Leiðtogar bænda-
minntust þeirra stóru átaka, er
gerð hafa verið í íslenzkum
landbúnaði á síðustu 100 árum,
og þeirrar farsælu félagslegu
þróunar, sem orðið hefir í
sveitum landsins.
Búnaðarfélag íslands í þess
núverandi mynd, er til orðið
fyrir samstarf ríkisvaldsins og
bændanna í hinum dreifðu
byggðum. Frá ríkinu fær það
starfsfé sitt og vald til að
ráða framkvæmd miltilsverðra
mála. En hin félagslega upp-
bygging stofnunarinnar, með
þátttöku allra bænda landsins,
á að vera trygging þess, að
störf hennar séu jafnan í sam-
ræmi við kröfur lífsins og hina
skapandi krafta í sveitunum.
I þessu sambandi ber þess
alveg sérstaklega að minnast,
að einmitt á hundraðasta
starfsári búnaðarfélagsins hef-
ir þeirri stórfelldu umbót feng-
izt framgengt, að allir bændur
landsins hafa beinan kosning-
arrétt til Búnaðarþings. Þar
með er eitt stærsta sporið
stigið í eðlilegri þróun þessa
merka félagsskapar. Jafnframt
hefir Bf. I. fengið aflétt þeirri
óeðlilegu hömlu, sem á það var
lögð með hinum eldri jarð-
ræktarlögum, að meirihluti
stjórnar þess skyldi 'tilnefndur
af ríkisstjóminni.
Það hefir verið eitt af
stefnumálum Framsóknar-
flokksins frá upphafi, að efla
Búnaðarfélag Islands og gera
það að sterku og heilbrigðu
stéttarfélagi allra bænda lands-
ins. Þess vegna beitti flokkur-
inn sér fyrir því á sínum tíma,
að opinber fjárframlög til þess
yrðu stórhækkuð og að því
yrði falin að verulegu leyti
framkvæmd landbúnaðarlög-
gjafarinnar. Og þess vegna
hefir hann líka á allra síðustu
áram beitt sér fyrir því, að í-
lilutun bændanna í öllum héröð-
um landsins um störf félagsins
yrðu raunverulega tryggð.
Og þess vill Tíminn óska
bændum landsins til handa, að
Bf. I. megi jafnan verða þeim
forsjál og öragg forysta og að
þar megi dafna vakandi áhugi,
djarfmannleg bjartsýni og vilji
til þeirra athafna, sem bera
sveitafólkið og atvinnulíf þess
fram á við tU vaxandi mann-
dóms og menningar á kom-
andi tímum.
að sitja í fyrirrúmi fyrir hags-
munum heQdsalanna, sem
heimta innflutningshöftin af-
numin. Enda hefir heildsala-
málstaðurinn beðið greinilegan
ósigur í nýafstöðnum kosning-
um.
Reykjavík, 14. júlí 1937.
30. tbl.
Helztu fyrv. forgöngumenn
búnaðarfélagsskaparins á íslandi
t>ór8ur Svembjörnsson
háyfirdómarí
Halldór Friðriksson
yfirkennari
Páll Briem
amtmaður
pórhallur Bjarnarson
biskup
Sigurður Sigurðsson
Ininaðarmálastjóri
Tryggvi þörhallsson
forsœtisráðherra
A víðavangi
Landkjörstjórn
kom saman í dag til þess að
úthluta uppbótarsætum og gefa
út kjörbréf handa uppbótar-
þingmönnum. Breytti rannsókn
hennar engu um uppbótarsætin
frá því, sem áður hefir verið
sagt hér í blaðinu. Blöð í Reykja
vík ræða nú sitt af hverju um
skipun ríkisstjórnarinnar fram-
vegis. Á blaði Alþýðuflokksins
er nú svo að skilja, að eitthvað
muni eiga að draga úr þjóðnýt-
ingarkröfunum frá s. 1. vori.
íhaldsblaðið „Vísir" er digur-
mælt um það, að Sjálfstæðis-
flokkurinn muni 'tæpast vinna
með öðram að stjórnarmyndun,
nema hann fái að skipa alla ráð-
herrana! Af málgagni Bænda-
flokksins hefir komið út eitt
blað síðan um kosningar. Þar er
sagt, að kosningaúrslitin séu ó-
skiljanleg, en því þó slegið
föstu, að Bændafl. hafi tapað á
samvinnunni við Ólaf Tliors og
að ýmislegt bendi til þess, að
Framsóknarflokkurinn megi
skoðast sem ,milliflokkur“.
Yfirlýsing flokksþingsins.
Á flokksþingi Framsóknar-
manna í febrúarmánuði, var
m. a. samþykkt eftirfarandi
yfirlýsing:
„Ura undanfarin ár hefir
Framsóknarflokkurinn haft
samstarf um ýmis löggjafar-
málefni við flokk verkamanna
í kaupstöðum og kauptúnum, ■
Alþýðuflokkinn. — — — — J
Flokksþingið telur, að þetta
samstarf hafi yfirleitt lánast J
vel. Þó vill flokksþingið taka
skýrt fram, að það telur slíkt
samstarf því aðeins geta haldið
áfram, að það sé reist á sama 1
grundvelli og hjá lýðræðisþjóð- ■
um nágrannalandanna, þar sem ;
frjálslyndir milliflokkar standa |
að ríkisstjórnum með verka-
mannaflokkunuin, þannig, að
unnið sé með óskiptum kröft-
um að almennum framfara- og
menningarmálum, en ÞJÓÐ-
NÝTIN GARKRÖFUR KOMI
EKKI TIL GREINA, og að
Alþýðuflokkurinn styðji að
því að leysa hin mest aðkall-
andi vandamál bændanna og
annara framleiðenda“.
Þessi yfirlýsing flokksþings-
ins var opinberlega birt fyrir
alþjóð manna löngu fyrir
kosningar.
Og þessari yfirlýsingu hafa
kjósendur Framsóknarflokks-
ins svarað með því að fylkja
sér um flokkinn enn fastar en
við næstu kosningar á undan.
Á grundvelli þessarar yfirlýs-
ingar bætti Framsóknarflokk-
urinn við sig fjórum þingsæt-
um og nokkuð á fjórða þúsund
atkvæða í kosningunum.
Alþýðuflokkuriim og
dómur kjósendanna.
En Alþýðuflokkurinn gekk
hinsvegar til kosninganna með
nýja sérstöðu í samvinnu og
ágreining við Framsóknarflokk-
iun. Flokksþing Alþýðuflokks-
ins bar fram kröfur um þjóð-
nýtingu og ógætilegar ríkislán-
tökur. Það vildi ekki láta sér
nægja þann samvinnugrund-
völl „almennra framfara- og
menningarmála“, sem verið
hafði. Og í kjölfar þessarar
nýju afstöðu sigldi Kveldúlfs-
frumvarpið og „kosningabomb-
urnar" inn á Alþingi.
Þessu breytta viðhorfi Al-
þýðuflokksins hafa kjósendur
hans líka svarað fyrir sitt
leyti.
Þeir hafa svarað með því,
að atkvæðamagn Alþýðuflokks-
ins minnkaði um 12% í kosn-
ingunum.
Það er því hreinn misskiln-
mgur hjá Alþýðublaðinu, að
flokksþing Framsóknarmanna
hafi verið í neinu ósamræmi
við sína kjósendur. Kosning-
arnar sýna einmitt, að það
hefir verið í fullu samræmi
við vilja þeirra. En kosning-
arnar sýna hitt jafn glögglega.
að sú afstaða, sem Alþýðu-
flokkurinn tók í bili, sl. vetur,
hefir ekki verið í samræmi við
vilja Alþýðuflokkskjósendanna.
— Alþýðuflokkskjósendumii
vilja, að samstarfinu sé haldið
áfram á sama grundvelli og
var, grundvelli hinna „almennu
framfara- og menningarmála“
Þeir heimta ekki að „þjóðnýt-
ingarkröfur“ séu settar á odd-
inn.
Uían úr heimi
Nú er líðið nærri ár síðan
uppreisnin hófst á Spáni, og
enn eru úrslitin í óvissu. Frá
upphafi hefir styrjöldin haft
Iieimspólitiska þýðingu. Voldug
öfl utan Spánar hafa gerzt
meginaðilar þessara grimmu
bræðravíga, og því hefir sú
hætta stöðugt verið yfirvofandi,
að úr borgarastyrjöldinni
spönsku yrði Evrópustyrjöld
eða jafnvel heimsstyrjöld. Því
var það, að Bretar, sem nú í
seinni 'tíð jafnan eru forverðir
friðarins og sjálfir geta ekkert
á styrjöld unnið, fundu upp það
ráð, að stofna til hinnar svo-
kölluðu hlutleysisnefndar, sem
gæta skyldi þess, að eigi yrðu
flutt vopn og hermenn til Spán-
ar frá öðrum löndum, og skyldi
gæzlustarfi uppi haldið við
strendur Spánar og á landa-
mærum. En allt er nú í tvísýnu
um þá viðleitni, með því að
Þýzkaland, Italía og Portúgal
hafa dregið sig til baka frá
gæzlustarfinu.
Aðalbardagarnir í vor hafa
rtaðið norður undir Biskayflóa,
og hafa uppreisnarmenn þar á'tt
í höggi við Baska, sem eru sér-
stakur þjóðflokkur af fornum
uppruna, og í upphafi styrjald-
arinnar mynduðu sjálfstætt lýð-
veldi, sem þó lýtur aðalstjórn
hins spanska ríkis, Um Bilbao,
höfuðborg Baska stóðu langar
og harðar orustur, er lyktaði
með því, að uppreisnarmenn
tóku boi’gina um 20. júní s. 1.
Aftur á móti hefir stjómarher-
inn upp á síðkastið sótt fram á
vígstöðvunum við Madrid, og
er hann nú bæði meiri og æfð-
ari og betur vopnum búinn en
áður var. Stjómarskipti hafa
orðið á Spáni í vor, og heitir sá
dr. Negrin, jafnaðarmaður, sem
forsætisráðherra varð í stað
hins fræga verkamannafor-
ingja, Caballero. Þess má einn-
ig geta, að uppreisnarmenn
misstu einn af helztu foringj-
um sínum, Mola hershöfðingja
í flugslysi við Bilbao í vor.
I meðvitund alls almennings
víðsvegar um heim færist
Spánarstyrjöldin meir og meir
í það horf, að þar sé um að
ræða meginátök milli fasism-
ans annarsvegar og lýðræðis-
ins hinsvegar. Þó að stjórn
Spánar sé studd af flokkum,
sem sumir hverjir hafa ekki
verið vinsamlegir lýðræðinu, þá
verður því ekki neitað, að hún
er upphaflega til orðin á alger-
lega lýðræðislegan hátt og í
samræmi við úrslit almennra
kosninga. Þessvegna nýtur hún
samúðar í lýðræðislöndum álf-
unnar, þó að ýmsar gerðir
hennar eða öllu fremur að-
gerðaleysi 4ður en uppreisnin
braust út, sé mjög umdeilt mál.
I Rússlandi og Austur-Asíu
er einnig viðburðasamt um
þessar mundir. I Rússlandi
virðist hið kommúnistiska
stjómskipulag nú standa mjög
höllum fæti. Handtökur hátt-
settra trúnaðarmanna ríkisins,
meðal annars í sjálfum „rauða
hernum“, mega nú heita dag-
legir viðburðir, og verður þetta
Framh. á 4. síðu.