Tíminn - 14.07.1937, Síða 2

Tíminn - 14.07.1937, Síða 2
118 T 1 M I N N »0f vott heim, of þurt heima«. Fyrir nokkrum árum kom hefðarkona úr höfuðstaðnum á þekkt s'tórbýli i sveit. Djúpar traðir lágu gegnum túnið. Rigning hafði verið undanfaríð og vatn stóð í tröðinni á löng- um kafla. Þegar hefðarkonan var loks komin heim á hlað- ið, varð hún lengi að bíða eftir því að nokkur kæmi út að tala við hana. Henni fannst ósam- ræmi í þessari aðstöðu. Fólk- ið á bænum of þyrkingslegt. Vegurinn heim of votur. Ritstjórn Alþýðubl. famast á svipaðan veg. Það er mikið ósamræmi í framkomu þeirra sjálfra við Mbl. og þess, sem þeir telja viokunnanlegt á öðr- um .Síðan um kosningar hafa þessir menn skrifað margar greinar um að Framsóknar- menn væru í þann veginn að hefja pólitískt samstarf við í- baldið, og að það væri svívirði- legt athæfi og móðgun við kjós- endur Framsóknarþingmanna. En þegar ritstjórum Alþýðu- blaðsins er bent á nokkrar staðreyndir úr lífi Alþýðu- flokksins, sem ekki koma vel heim við ásakanir þeirra í garð Framsóknarmanna, þá verða þeir orðlausir. Annað veifið hefir Alþýðubl. heimtað að neitað væri einni milljón upp í skuldasúpu Kveldúlfs, til þess að hægt væri að leggja fyrirtækið strax að velli. Á hinn bóginn hefir Alþýðubl. verið þrjú ár í bandalagi við í- haldið um eitt mál móti Fram- sóknarflokknum, og eins og fyr er getið, þrásinnis valið íhalds- menn til að stýra málum Al- þýðunnar, eins og væru þeir bezt til þess fallnir, að gæta hagsmuna öreiganna. Ritstjórar Alþýðublaðsins finna að þeir hafa hér von- lausan málstað. Flokkur þeirra er á undanförnum árum búinn að sýna íhaldinu trúnað við hin óskiljanlegustu tækifæri. Það hefir ekki verið neitt smá- bros til hægri, tilbúið af kænum Jjósmyndara, heldur skQllihlát- ur yfir allt andlitið. Þessi á- rtægjumerki hafa stundum varað í nokkur ár í senn. Ritstjóm Alþýðubl. færir það fram, að ég hafi krafizt þess að Kveldúlfur fengi aðra hús- bændur og aðra stjóm. Þetta varð, fyrir 'tilverknað okkar Framsóknarmanna. Kveldúlfur er nú undir eftirliti um allan sinn rekstur. Eftirlitsmenn- irnir eru æðstu húsbændur íyrirtækisins og hinir sönnu stjórnendur þess. Kröfu minni var fullnægt. Og í kosningun- um uppskar Framsóknarflokk- urinn aukið traust og fylgi fyrir aðgerð sína i Kveldúlfs- málinu: Fyrir að skapa fyrir- tækinu nýja stjórn og nýja húsbændur, en drepa það ekki með byltingarkenndum aðferð- um. Ritstjóm Alþýðubl. veit að leiðandi menn í flokki þeim, sem á blaðið, telja að flokkur- inn hafi hér í bænum tapað allt að 2000 atkvæðum. Mjög mikið af þessum atkvæðum er fylgi sjómanna. Og mjög mikið af traustleysi sjómann- anna stafaði af óánægju þeirra við Alþýðubl. út af framkomu þess og nánustu fylkifiska þess í Kveldúlfsmálinu. Frjálslyndir kjósendur í landinu una vel framkomu Framsóknarmanna í hinu póli- tíska starfi, en gagnrýna hið innantóma hjal Alþýðubl, og algerða vöntun ritstjóranna að berjast fyrir almennum um- bótamálum. Það er komið svo langt hér í bænum, að Mbl. er á góðri leið með að sannfæra bæjarbúa um að Alþýðufl. hafi unnið móti Sogsvirkjuninni. I stað þess að hrinda af Alþýðu- flokknum svo ranglátu og skað- legu áhlaupi og láta íhaldið finna vanmátt sinn, þá eyða hinir grunnfæru ritstjórar Al- þýðubl. miklu af rúmi sínu í árásir á Framsóknarflokkinn, sem þeir geta ekki staðið við á nokkurn hátt. Dómar kjós- endanna hér í Rvík ætti að verða til þess að leiðtogar verkamanna hér í bænum reyndu að láta aðalblað flokks- ins snúa sér að baráttunni fyrir bættum kjörum, í stað þess að byrja tilgangslausa herferð á hendur þeim flokki, sem síðastliðin 20 ár hefir staðið fyrir öllum þýðingar- mestu umbótum sem gerðar hafa verið í landinu. Ritstjórn Alþýðubl. verður að horfa framan í þá stað- reynd, að þeir hafa notað ó- heppileg vinnubrögð. Þeir hafa skotið yfir markið, er þeir vildu neita milljón Thors Jen- sen upp í skuldimar. Þeir vita að ekkert hefir sært verka- menn hér í bænum meir en að sjá alla smala Mbl.-Iiðsins, og með þá fortíð, sem það lið hefir, á föstum launum í skrif- stofum sjúkratrygginganna, og að íhaldið gerði úr þessari skrifstofu vígi til að sópa þús- undum af varnarlausum aum- ingjum á kjörstaðinn til efling- ar „breiðfylkingunni“. Þeir vita að frjálslyndum möxmum á Seyðisfirði þykir höfuðskömm að vínkaupanda Lárusar Jó- hannessonar, sern nú er banka- stjóri Útvegsbankans á Austur- landi. Og að lokum hafi sjó- meim og verkamenn sýnt það í þessum kosningum, að þeim þótti vegurinn „of votur heim“ þegar fulltrúar þeirra féllu í faðm Sveins Benediktssonar á Siglufirði, eingöngu í því skyni að koma verksmiðju þeirri, sem M. Kr. hafði reist undir áhrifa- vald spekúlantanna. Ég hefi leitt rök að því hve háskalegt það sé lýðræðinu í landinu, bæði að beita hinu til- gangslausa offorsi, sem kom fram í því að neita að taka við eignum' Thors Jensen, og í þeirri ótrúlegu skammsýni, sem kemur fram í því, að stofna til stórra framkvæmda, og þýð- ingarmikilla fyrirtækja og láta síðan ráða þar í virðingarstöð- ur dreggjum íhaldsins. Á slíkri framkomu er hægt að tapa miklu fylgi við kosn- ingar. Mér sýnist svo sem mikið vonleysi hafi gripið mikinn hluta borgarbúa um það hversu þeir eigi að taka á framtíðar- máium Reykjavíkur. Því að það fólk, sem vonast eftir úr- lausn á vandamálum frá nazist- um, kommúnistum, eða Sigurði rafvirkja og hans nótum, er sannarlega villt í þokunni. Ráð- in myndu þó ekki svo torsótt, ef vel er leitað: Hvernig væri að koma skipulagi á fisksöluna í 0 bænum, hreinlegar búðir og ódýran fisk? Hvernig væri að setja skatt á dýrar búðir, og luksushús? Ilvemig væri að meta húsaleigu að nokkru eftir hinni almennu gjaldgetu at- vinnuveganna ? Hvernig væri að prenta skrá yfir það fólk, sem er á sveitaframfæri í kaup- stöðum og hvað hver styrk- þegi fær? Hvernig væri að koma á sameiginlegum inn- !■ aupum fyrir þurfamenn bæja- félaganna og vinnustofum til að láta þá ná þeirri sjálfsbjörg, sem vinnuþrek og heilsa leyfir? Hvernig væri að koma á olíu- pöntun, netapöntun og salt- pöntun fyrir útveginn. Allt þet'ta er til athugunar fyrir gott fólk, þegar búið er að átta sig til fulls á því vandamáli, hvernig Alþýðu- flokkurinn á að búa að íhald- inu. J. J. iRunólfur Sigurössoni Dýrfinnustöðum. Runólfur Jónsson bóndi að Dýr- finnustööum í Akrahreppi, andað- ist að heimili sínu 22. marz s. 1. Runólfur er fæddur að Stóru-Ökr- um í Blönduhlíð 25. marz 1881. Bróðir Runólfs er Steindór Jónsson kaupmaður á Sauðárkróki. Ólust þeir bræður upp að Torfmýri í sömu sveit. Runólfur var á unga a)dri, er hann missti föður sinn. En tók. við stjórn á búi móður sinnar, er hann var enn í æsku, og bjó með henni allmörg ár. Runólfur giftist eftirlifandi konu sinni, Mar- íu Jóhannesdóttur, 1915. Hún er dótturdóttir Björns þorleifssonar breppstjóra á Skála í Sléttuhlíð, er var nafnkunnur búhöldur og sveitarhöfðingi á sinni tíð. Runólfur og María hafa búið all- an sinn búskap á Dýrfinnustöðum og varð þeim 12 bama auðið og eru þau öll á lífi. Runólfur hlaut, arfafé lítið og hlaut því að búa við einyrkjatekjur, er hann hafði af búi sínu á kostalítilli leigujörð. þó tókst honum að standa straum af beimili sínu án þess að njóta st.yrks frá öðrum og mun enginn liafa tapað á viðskiptum við hann, enda var honum það metnaðannál mikið. Runólfur var karlmenni að kjarki og burðum. enda orðlagður dugnaðarmaður. Hann var heima- elskur, fáorður og æðrulaus, af- skiptalítill um annara hagi, en tryggur vinum sínum. Hann var bókavinur mikill og sílesandi, ef tómstundir gáfust, enda var hann fróður um margt og hafði mjög ákveðnar skoðanir um þjóðmál. Runólfur var Framsóknarmaður cg kvikaði aldrei frá þeirri stefnu. þótti honum sem hún væri ein við bænda hæfi. Dýi-t er það verk, er Runólfur befir innt af höndum þó sjaldan séu slíkir menn, sem hann var, rómaðir viða. SkagfirSingur. Viðskiptín við útlönd * fyrsfu 6 mánuði ársíns. Braðabirgðaskýrsla Hagstofunn- ar um innfluttar og útfluttar vörur ;i fyrstu sex mánuðum ársins ligg- ur nú fyrir. Innfluttar vörur til júníloka hafa numið 23 millj. 189 þús, kr. F.n þai' frá ber aö draga innflutn- mg til Sogsvirkjunarinnar og síld- arverksmiðjunnar á Hjalteyri, sem hvorttveggja er byggt fyrir erlend lán, seni afborgast á löngum tíma. Að þessu frádregnu er innflutn- ’ngurinn til júniloka ca. 22 millj. 200 þús. kr. Sambærilegur vSrumnflutningur um sama leyti í fyrra var 19 millj. 473 þús. kr., árið 1935 ca. 22 millj. ; 45 þús. kr., og árið 1934 ca. 24 millj. 546 þús. kr. Útflutningurinn til júníloka hef- ir nú reynzt samkvæmt bráða- ! birgðaskýrslunum ca. 15 millj. 946 þús. kr. í fyrra var hann á sama tíma ca. 16 millj. 186 þús. kr., árið 1935 ca. 16 millj. 647 þús. kr. og árið 1934 ca. 16 millj. 173 þús. kr. það að innflutningurinn frá út- löndum er nokkru hærri nú en á sama tíma í fyrra stafar aðallega of tvennu: VerShækkun á erlend- um vörum og aukningu innflutts efnis til nýrra aðkallandi fram- iivæmda. Af innfluttu efni til nýrra fram- kvæmda má t. d. nefna efni til Ijárpestargirðinganna, til bygging- ar nýbýla og til aukningar og end- urbóta við sildarbræðslustöðvar. Nýjar verksmiðjur eru í byggingu á Húsavík og á Akranesi. Miklar endurbætur og aukningar hafa verið gerðar á ríkisverksmiðjun- um á Siglufirði og Raufarhöfn, cnnfremur á einkaverksmiðjunum á Djúpuvík og Dagverðareyri. Inn- flutningui' til hafnargerða og síma hefir líka reynzt óvenjulega mikill. Til allra þessara framkvæmda hef- ir þurft meiri og minni innflutn- ing á erlendu efni. Viðvikjandi verðbreytingu er- lendra vara, skal þess getið, eftir áreiðanlegum upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér, að t. d. meðalverð á kornvörum er nú i’úml. 43% hærra en á sama tíma I fyrra og á nýlenduvörum rúml. 27%. Timbur hefir á sama tíma hækkað um 25%, sement um rúml. 35% og þakjárn um 17%. Búsáhöld ýms hafa hækkað um 15%. Ýmsar aðrar vörur hafa hækkað verulega i verði, t. d. vör- ur til iðnaðar, sem raunar hafa hækkað til mikilla muna. það er þegar kunnugt, að all- mikil verðhækkun hefir einnig átt f'ér stað á ýmsum íslenzkum út- flutningsvörum. En þær vörur, t. d. ull, lýsi o. fl., sem hér koma einkum til greina, eru aðallega íluttar út síðara hluta ársins, ogsú verðhækkun hefir þvi ekki tilsvar- andi áhrif á viðskiptajöfnuðinn, landinu í hag, enn sem komið er. Aldaraímæli skaparins Búnaðarfélag Islands hélt 8. þ m. hátíðlegt 100 ára afmæii búnaðarfélagsskaparins á Is- landi. Til þessa hátíðahalds vav boðið stjórnum búnaðarsam- bandanna, fulltrúum frá bún- aðarfélagsskap Dana, Norð- manna, Svía, Finna og Færey- inga, starfsmönnum Bf. I., ríkisstjórninni og ýmsum öðr- , um, sem þátt hafa átt í starf- ' semi búnaðarfélagskaparins á síðari árum. Aðal hátíðarathöfnin hófst í neðri deildar sal Alþingis kl. 1 um daginn. Ræður fluttu þar Magnús Þorláksson núv. for- rnaður Bf. I. og Hermann Jón- asson landbúnaðarráðh. Stutt ávörp fluttu sendiherra Dana, fyrir hönd búnaðarfélagskapar- ins í Danmörku, Ole Herzog rit- ari fyrir „Selskabct for Nor- ges vel“, Winter búnaðarráðu- nautur fyrir hönd Færeyinga, Hallgrímur Þórarinsson bóndi á Ketilsstöðum fyrir hönd Bún- aðarsambands Austurlands og Arni G. Eylands, sem afhenti Bf. I. 3000 kr. gjöf frá áburðar- verksmiðjunum þýzlcu, en þetta fé á að vera upphaf sjóðmynd- unar til styrktar íslenzkum bú- fræðinemendum. búnaðarfélags- á Íslandí. Hallgrímur Þórarinsson af- henti Bf. I. að gjöf frá Búnað- arsambandi Austurlands fagurt málverk af Snæfelli, gert af Finni Jónssyni listmálara. Að lokinni athöfninni í Al- þingishúsinu, bauð ríkisstjóm- in gestunum að skoða hina nýju rannsóknarstofnun at- vinnuveganna, sem nú er í þann veginn að taka til starfa. En að því loknu bauð landbún- aðarráðherra þeim til kaffi- drykkju að heimili sínu. Um kvöldið hélt Bf. I. sam- kvæmi fyrir gesti sína að Ifótel Borg. Voru þar ræður fluttar og skemmtu menn sér að við- ræðum og gleðskap fram eftir nóttu. I útvarpinu var þetta kvöld sérstaklega helgað Búnaðarfé- lagi íslands. Fluttu þar erindi Sigurður Sigurðsson fyrv. bún- aðarmálastjóri, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri, Pálmi Einarsson ráðu- nautur og Páll Zóphóniasson ráðunautur. Á laugardag 10. júlí fór all- margt af gestum austur fyrir fjall í boði Bf. I. og skoðuðu þar ýmsar helztu framkvæmdir. Auk þeirra erlendu gesta, sem áður voru nefndir, kom hingað í tilefni af af- mælishátíðinni $r. Hasselbach formaður landbúnaðarfélagsins danska. Af sérstökum ástæð- um gat hann þó ekki mætt við sjálf hátíðahöldin, en fól sendi- herra Dana að koma þar fram fyrir sína hönd. I tilefni af 100 ára afmælinu er í þann veginn að koma út saga búnaðarfélagsskaparins hér á landi. Er það mikið rit, í tveim bindum, hið fyrra sam- ið af dr. Þorkeli Jóhannessyni frá Fjalli og hið síðara af Sig- urði Sigurðssyni fyrv. búnaðar- málastjóra. Hér fer á eftir Ræða landbúnaðarráðherra á 100 ára afmælinu 8. þ. m. Háttvirta samkoma, góðir útvarpshlustendur. Búnaðarfélag íslands er nú 100 ára, þessvegna höldum við þessa hátíð. Við bjóðum hingað velkomna ))únaðarfrömuðina fjær og nær og liina erlendu fulltrúa, sem veitt hafa okkur þá ánægju að sækja okkur um langan veg hingað heim. Líklega hefir það fyrst og fremst vcrið meðvitundin um það að við vorum eftirbátar annara í land- lninaði, sem knúði fram stofnun Inínaðarfélagsskaparins íslenzka fyrir 100 árum. Síðan hefir mikið i unnizt. Og Búnaðarfélag íslands ;i áreiðanlega sinn þátt í því. Við þökkum brautryðjendunum fyrir þeirra miklu og óeigingjörnu slörf, án þess að nefna nokkur einstök nöfn. Enda er það svo að á bak við flest umfangsmikil fé- lagsstörf er vinna þúsundanna, sem eiga enga skráða sögu. En um leið og við þökkum starfið og gleðjumst yfir sigrinum, þá skul- um við einnig muna það að í öll- um störfum eru alltaf einhver mis- tök og að þessi tímamót, eins og öll önnur eru ekki aðeins til þess að gleðjast heldur til þess, og ekki síður að gera upp reikningana við sjálfan sig. Og nú á þessum tímamótum, þegar litið er yfir hin stóru átök Búnaðarfélags íslands og hin miklu gagnsemi þess á umliðnum árum, þá sjáum við óteljandi stór verkefni, sem enn hefir ekki tekizt að leysa og önnur ný, sem hafa i erið að skapast. Og við hljótum að komast að raun um það, að aldrei liafi verið meiri þörf fyrir þróttmikiS félagslíí bænda í land- inu, til eflingar atvinnuvegi sín- um, en einmitt nú. Starfið stækk- ar sjóndeildarhringinn, þess vegna stæklcar það líka stöðugt hin sýni- legu verkefni. Og það er gott að við stöndum nú á þeim tímamót- um að við skiljum þá staðreynd. þetta 100 ára afmæli Búnaðar- félags íslands á að vera ný her- hvöt, einskonar ný félagsstofnun, eða ef maður vill orða það svo, ný vakning í upphafi nýrrar ald- ar, því hennar er þörf nú engu síð- ur en þörf var á félagsstofnuninni fyrir 100 árum. þessi afmælishátíð nær þá fyrst og tilgangi sínum ef svo að segja hver og einn, sem hingað sækir, fer héðan með þeim ásetningi að leggja sig allan fram fyrir hin stóru verlcefni, sem eru lramundan i íslenzkum landbún- uði. því að vissulega verðum við að viðurkenna það að framundan og við fætur okkar eru stórkost- leg verkefni óunnin. Ilöfum við ekki horft á það ár eftir ár, að bústofninn er, vegna lélegs ásetnings, í yfirvofandi hættu, ef nokkuð ber út af. Hvar cr landbúnaðurinn stadaur, ef slysið ber að höndum? Hér er þjóðarvoði á ferð. Nýting áburðar- ins og notkun hans er ábótavant og löp af því nema hundruðum þús- unda á hverju ári. Sama má segja um nýtingu heyjanna. Fullkomin túnrækt og grasrækt á ennþá langt í land. Kynbætur búpeningsins eru enn á byrjunarstigi, þar er mjög þýðingarmikið verk að vinna, þeg- ar tekið er tillit til þess árangurs, sem nágrannaþjóðimar hafa náð á þessu sviði. Nýjar greinar land- búnaðarins svo sem loðdýraræktin, má segja, að séu einungis á til- raunastigi. Og jafnliliða atvinnu- ieysinu er garðræktin svo skammt ú veg komin, að mikið vantar á, að framleiðslan fullnægi neyzlunni i sjálfu landinu, sem þó er hlut- fallslega miklu minni en hjá flest- um öðrum menningarþjóðum. Nýt- ing og matreiðslu garðávaxta er mjög ábótavant. Búfræðimenntun og liúsmæðramcnntun hefir verið og er enn ófullkomin vegna vönt- unar á verklegum viðfangsefnum. Við þurfum að eiga læsilegt og fræðandi bændablað, sem fylgist með framkvæmdum og nýbreytni nútímans. Og eitt af stærstu við- íangsefnunum, sem nú eru fram- undan er húsagerðin í sveitunum. Við þurfum að stefna að því, að byggingarefni vcrði framleitt í iandinu sjálfu. Annað þýðingar- mikið framtíðarmál er iðnaðurinn i sveitunum. það er sjaldgæft að koma á sveitaheimili, þar sem hlutir og húsgögn til heimilisnotk- unar eru ekki að meira eða minna leyti aðkeyptir og jafnvel útlendir. þetta þarf að breytast. Bændur á íslandi verða að skilja það og finna, að ef hér er til einhver aðall með þjóðinni, þá er hann í sveit- unum. Sveitafólkið verður að vita það, að ef hér á að varðveitast íslenzk menning, sem við höfum búið við í meir en 1000 ár, þá 6r það sveitafólkið, sem verður að varðveita hana, og sveitafólkið á að vera stollt af því hlutverki. Einn þátturinn í þeirri varðveizlu, á að vera sá, að sérhver hlutur á íslcnzku sveitaheimili sé' í ís- lenzkum stíl. það þarf undir mörgum kringumstæðum að finna liinum gamla stíl ný form, sem eru meir í samræmi við þau þægindi, sem nútíminn krefst. En það má ckki líða á löngu áður en hvert einasta sveitaheimili í landinu er að meira eða minna leyti, helzt öllu leyti, byggt upp af kunnáttu- og lmgleiksmönnum í sveitunum, meðal bændanna sjálfra. Ef til vill þarf til þess að þetta geti orð- ið að stofna vinnuskóla víða í sveitum og ef til vill að breyta sumum héraðsskólunum meir yfir í verklegt nám. Á einn eða annan liátt þarf þetta að gerast. Heimilin á íslandi þurfa að vcrða íslenzk aftur. þannig mætti lengi halda áfram. þó margt hafi áunnizt og einmitt vegna þess hve margt hefir áunn-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.