Tíminn - 21.07.1937, Side 2

Tíminn - 21.07.1937, Side 2
122 T 1 M I N N Hvert stefnir Albvðuflokkurinn? Framsóknarflokkui’inn á tvo nábúa, íhaldið og Alþýðuflokk- inn. Báðir hafa þessir flokkar óviðkunnanlega fylgihnetti. 1- haldið hefir nazistana og hefir haft við þá opinbert bandalag í undangengnum kosningum, og samneyti um mörg ár. Al- þýðuflokkurinn hefir haft kom- múnistana í eftirdragi. Að vísu barizt við þá í kosningum og það oft all harkalega. En síð- ustu dagana virðist vera að byrja þar samstarf, sem getur orðið jafn innilegt eins og bandalag íhaldsins við nazist- ana. Framsóknarflokkurinn lýsti glögglega yfir á flokksþingi sínu í vetur, í viðbót við alla sögu flokksins og eldri sam- þykktir, að hann vill ekkert samstarf við ofbeldis- og bylt- ingarmenn. Framsóknarmenn eru þess vegna í varanlegri andstöðu bæði við kommúnista og nazista, af því að báðir flokkarnir eru yfirlýstir bylt- ingaflokkar og standa auk þess báðir undir stjóm erlendra stórvelda og eru þess vegna meðan þau sambönd haldast, hættulegir frelsi og sjálfstæði íslendinga. Viðhorf Framsókn- armanna til Alþýðuflokksins og Mbl.-manna miðas't alveg sér- staklega við það hversu þessir tveir flokkar haga samneyti sínu við flokka, sem vilja vinna mál sín með ofbeldi og hlíta forustu erlendra valdamanna. Eins og ég hefi áður tekið fram, álíta Framsóknarmenn mjög óheppilegt að gera fjár- lög fyrir árið 1938 nú í sumar og hafa verið færð gild rök fyrir því. Við álítum, að heppi- legast sé að gera áætlun fyrir næsta ár á síðustu mánuðum þessa árs. Við álítum þess vegna nauðsynlegt, að núver- andi ríkisstjórn haldi áfram ó- breyttum störfum þar til Al- þingi getur komið saman í október i haust. Þann tíma viljum við nota til að undirbúa meðferð hinna mest aðkallandi mála, og jafnframt athuga hvort grundvöllur sé fyrir á- framhaldandi samstarfi með núverandi stjómarflokkum. Ó- mögulegt er að segja, hver niðurstaða verður á slíkum at- hugunum. Þó álíta flestir Framsóknannenn, að slikt sam- starf ætfci að geta tekizt a. m. k. um stundarsakir, ef hinir gætnari og framsýnni Alþýðu- flokksmenn ráða stefnu og framkvæmdum flokksins. Tveir straumar eru í Alþýðu- flokknum, „rólegur“ og „óró- legur“. Mestallt undangengið kjörtímabil var „rólegi“ straumurinn yfirsterkari, enda tókst núverandi stjórnarflokk- um þá að leysa saman til ómet- anlegs gagns fyrir alla þjóðina mörg hin vandasömustu stór- mál. En í vetur varð „órólega" deildin yfirsterkari um stund, svo sem kunnugt er orðið af Kveldúlfsmálinu. Leiddi það til kosninga í vor sem leið. Sjó- mennirnir kunnu illa aðferðum þeim, sem Alþýðuflokkurinn tók þá upp og yfirgáfu flokk- inn á mjög áberandi hátt. Kveldúlfsmálið átti að verða kosningamál, en varð hið mesta erfiðleikamál þeirra, sem vak- ið höfðu upp öfgastefnuna í þeim aðgerðum. Kosningarnar hlutu ótvírætt að benda Al- þýðuflokknum á, að honum væri sú vinnuaðferð happa- drýgst, að vinna með ró og gætni að framförum lands og lýðs, svo sem verkamannaflokk- ar gera í löndum frændþjóð- anna. Enginn vafi er á því, að inn- an Alþýðuflokksins eru og hljóta að verða um stund all- mikil átök um hvort flokkur- inn eigi að starfa að rólegum framförum eða framkvæmdum liliðstæðum uppgjöri Kveldúlfs með alþingissamþykkt. Allra síðustu dagana hefir stjóm Alþýðuflokksins starfað að því með þingmönnum Fram- sóknarmanna að styrkja að- stöðu núverandi ríkisstjórnar fram á næsta þing og undirbúa skynsamlega athugun aðkall- andi vandamála. En á sama tíma virðast einstakir menn ! í Alþýðuflokknum hafa far- ! ið. sínar eigin leiðir, án þess ! að hafa um það samráð við | valdamenn flokksins og lagt ! út í tvennskonar æfintýri: | Annarsvegar að samþykkja j fctórfellda kauphæklcun og j hinsvegar að taka þátt í sam- fylkingar-„makki“ við kom- múnista. Kommúnistar höfðu verið málgefnir og til lítilla vinnu- drýginda á fundum verka- mannafélagsins Dagsbrún. Varð það ástæðan til þess að Dags- brún gerði í vetur þýðingar- mikla lagabreytingu, með því að vald venjulegra félagsfunda var falið trúnaðarmannaráði 100 fulltrúa. Var vel séð fyrir góðum friði í þessu fulltrúa- ráði, því að enginn kommún- isti náði þar kosningu. Dagsbrúnarmenn höfðu í vetur uppi kröfur um kaup- hækkun, samfara stytting vinnudagsins, en féllu frá að leggja út í baráttu í það sinn. Nú leið vorið og fram á mitt &umar. Þá er krafan 'tekin upp að nýju, að því er virðist án þess að stjórn Alþýðuflokksins hafi verið um það spurð eða höfð í ráðum. Málið er > rætt með nokkrum hita í Alþýðu- blaðinu af formanni Dagsbrún- ar og síðan borið undir 100 manna fulltrúaráðið og fellt þar. Að vísu má telja víst, að 100 fulltrúamir, sem nálega allir eru verkamenn, hafi í sjálfu sér bæði óskað eftir hærra kaupi og styttri vinnu- tíma. En þeim hefir ekki þótt tíminn hentugur til átaka um málið, og þess vegna neitað að leggja út í baráttuna eins og nú stendur á með afkomu at- vinnuveganna. Nú mátti þykja sjálfsagt, að málið yrði lagt á hilluna. Hin- ir völdu trúnaðarmenn höfðu sagt sitt orð. Enginn kommún- isti var viðstaddur til að hafa 'truflandi áhrif á ráðagerðir þeirrar samkundu. En nú skeður það ótrúlega. ÞTið mikla vandamál er tekið ! úr höndum trimaðarmannanna J og flutt til kommúnistanna í Dagsbrún. Þar er haldinn al- mennur fundur um málið. Eng- j inn vafi er á, að kommúnistar hafa fjölmennt á þennan fund, enda höfðu þeir ástæðu til þess. Þeim hlaut að finnast það ekki alllítill „trúnaðarauki", að vera nú settir skör hærra en sjálfir trúnaðarmennirnir, sem höfðu verið skapaðir með svo mikilli baráttu fyrir nokkrum mánuðum, í því skyni að vera hinir gætnu og ráðdeildarsömu forráðamenn verkalýðsins. Dagsbrúnarfundurinn sam- þykkti síðan kauphækkunina, og að tilkynna skyldi öllum atvinnurekendum i bænum, að kaupið yrði hækkað um 10%, en vinnudagurinn ekki styttur að sinni. Ómögulegt er að spá um endalok þessarar deilu. Láta at- vinnurekendur undan eða leggja þeir út í varnarstríð? Hvor aðilinn er sterkari, at- vinnurekendur eða verkamenn? Verðu r þetta nýtt Kveldúlfs- mál, fullt af sársauka og erfið- leikum fyrir þá, sem fram- kvæmdina hefja, eða verður það augnablikssigur, þar til önnur verðhækkun hefir gert „sigurinn“ að engu? Enginn getur séð fyrir úr- slitin. En ef deilan stendur meir en örstutta stund, verður hún þjóðarböl, sem bætist ofan a fjárpestina, grasleysið í þrem af fjórðungum landsins, og ó- gæftirnar við Norðurland. Frá sjónarmiði Framsóknar- manna hefir 100 manna trún- aðarráðið réttlætt tilveru sína með því að ráðleggja varasemi og hóf í þessum efnum. Við Framsóknarmenn munum fúsir t.il að vihna með verkamönn- um og sjómönnum að því að minnka dýrtíðina í bænum og landinu og gætum þar bent á margar leiðir. En til okkar hef- ir ekki verið leitað, þegar þessi styrjöld var hafin. Sennilega verður eins og stundum fyr, leitað til okkar, þegar að því kemur að verkamenn og at- vinnurekendur eru þreyttir á stríðinu og vilja semja frið. Á þessum sama verkamanna- fundi kom kommúnisti nokkur með tillögu um bræðralag milli Alþýðuflokksins og kommún- ista. Héðinn Valdimarsson kom þá með breytingartillögu, sem virtist ganga í sömu átt, en gat þó þýtt það, að kommún- istar ættu að ganga ínn í Al- þýðuflokkinn, afneita bylting- areðli sínu og ganga undan er- lendri áþján. Eftir því sem Al- þýðubl. segir, var þessi tillaga samþykkt af fundarmönnum með miklum fagnaðarlátum. En þó að slík tillaga sé sam- þykkt á einum fundi í einu verklýðsfélagi, er hún ekki þar með orðin stefna Alþýðuflokks- ins. Þvert á móti er Alþýðu- flokkurinn enn sem komið er, í opinberu stríði við kommúnista, og hefir svift þá öllum völdum, metorðum og tiltrú. Ef. kom- múnistar eiga að renna inn í Alþýðuflokkinn verður eitt af tvennu að gerast: Kommún- istar að afneita stefnuskrá sinni og segja Rússum upp allri hlýðni og hollustu, eða Alþýðu- flokkurinn verður að opna hlið sín fyrir kommúnistum eins og þeir eru nú.Og til þess þarf lagabreytingu í Alþýðuflokkn- um, sem ekki verður gerð nema á sambandsþingi, sem í fyrsta lagi getur orðið snemma í vet- ur. — Ég hefi áður bent á að Fram- sóknarflokkurinn beiti hinni varfærnu og umburðarlyndu aðferð Englendinga í skiptum við nábúana. Þess er full þörf nú á órólegum tímum í landi, þar sem kommúnistar og naz- istar sækja á að hátta ofan í hvílurúm Jóns Baldvinssonar og Ólafs Thors, og þykjast eiga þar löglegan griðastað. Framsóknaimenn hafa gert sitt til að vinnufriður héldist, og áð afrakstur sumariðjunnar gæti bætt upp hallæri vertíðar- innar. Ef mistök eru í því efni þá er það annarra • sök, Við höfum gert okkar til að ríkis- stjómin gæti líka haft vinnu- frið og þingflokkarnir tækifæri til að búa sig undir erfiðleika þá, sem bíða allra þingmanna, með ábyrgðartilfinningu á Al- þingi í vetur. Alþ.fl. hefir ekki nema um tvo vegi að velja Annaðhvort að fylgja hinni gömlu stefnu Staunings, Per Albin Hanson, Nygaardsvold og Jóns Baldvinssonar, eða að kasta sér út í æfintýri með forsjárlausum yfirborðsmönn- um. Forlög íslenzku verka- mannastéttarinnar á næstu ára- tugum geta verið komin undir því, hversu leiðtogum íslenzka Alþýðuflokksins tekst að halda á málum sínum. Framsóknarmenn hljóta af mörgum ástæðum að óska þess, að gifta og manndómur megi verða yfirsterkari í þróun verkamannaflokksins. 1 tutt- ugu ár hafa Framsóknarmenn og umbótafúsir verkamenn starfað saman um hin þýðing- armestu mál. Þar hafa að vísu stundum komið til greina deil- ur og hörð átök og hörð orð. Sameiginlegu og þýðingar- miklu átökin hafa þó verið miklu fleiri, heldur en kapp- launirnar. Og svo getur enn farið um mörg ókomin ár, en þó því aðeins að flokkarnir nái því jafnvægi og þeirri samstill- ingu um stjórn og framkvæmd- ir, sem hann hefir of oft vant- að nú í ár. Framsóknarmenn geta ekki óskað nábúunum til hægri og vinstri betri óska en að þeim megi takast á vikunum þar til Alþingi kemur saman, að kveða niður ólánsfylgjur sínar, naz- ista og kommúnista, eins og við höfum gengið frá sams- konar leiðindaveru, sem lædd- ist í slóð okkar. Við munum ekki láta í ljós nein undrunar- merki, þó að skipti nábúanna kunni að verða nokkuð öfga- kend og með þverbrestum þar til vetrar að. íslenzkir kjósend- ur munu smátt og smátt kenna hinum skammsýnu umbrota- mönnum landsins, að dagar þeirra eru liðnir að lcveldi. — Framundan er hið mikla starf að gera þjóðina aftur fullkom- lega frjálsa, að endurreisa at- vinnulífið úr fangbrögðum lieimskreppunnar, að skapa at- vinnu handa hverri manneskju, sem hefir dáð til að vinna fyrir daglegu brauði. Með hinni j gætilegu og þolinmóðu mála- , miðlunarstefnu, sem læra má | af Englendingum munu Fram- sóknarmenn bera giftu til að lægja öldugang þann, sem nú virðist líklegur til að granda snekkjum samferðamannanna. J. J. Ágœt herbergi til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Ræoa flutt á vorhátíð Framsóknarmanna í Reykía- skóla 11. júlí s 1. af kennara í Yfir fæðingarbæ Jónasar Hallgrímssonar í Öxnadal, gnæf- ir hinn þjóðkunni Hrauns.- drangi Hann rís þverhnýptur og hár yfir umhverfi sitt, eins cg risavaxinn go'tneskur kirkju- fcurn upp úr lágreistu borgar- hverfi. Upp á hann hefir enginn mennskur maður fæti stigið, enda er tindurinn ókleifur með öllu. En þótt svo sé, hefir þjóð- trúin náð þangað upp og tengt m. k. tvenn munnmæli við staðinn. önnur sögnin er á þá leið, að kista full af gulli og gersem- um sé þar uppi, þeim til eign- ar og umráða, er fyrstur klífur tindinn. Hin er sú, að sérhver sá, er komist þangað upp og fái laugað sig í geislum upp- rennandi sólar, fái hverja ósk uppfyllta, er hann kýs sér fyrst. Við íslendingar erum auðug- ir að margvíslegum þjóðsög- Hallgrímí Jónassyni Reykjavík um, sem fara margar hverjar ídlfjarri hinni raunverulegu rás lífsins. Sagnirnar um Hraunsdranga eru 'tvær af mjög mörgum sömu tegundar, þar sem upp- íylling eftirsóttustu verðmæta cða hugðarefna liggur fyrir fótum sigurvegarans, eftir unna þraut. Við könnumst við þessar sagnir, nær því úr hverju byggðarlagi landsins. Hefir ykkur aldrei dottið í hug, hverjar væru ástæður til þessarar tegundar þjóðsagn- anna, þar sem heitustu draum- ar rætast, ef sigraðir eru erfið- leikar, sem engum mennskum manni eru raunar viðráðanlegir. Þvílíkar sagnir koma ekki upp nú á tímum, Þær urðu heldur ekki til á fyrstu blóma- öldum þjóðarinnar. Munu þær ekki hafa skapazt þegar íslendingar voru hneppt- ii hinum hörðustu fjötrum. Þegar þjóðin var fátæk að brýnustu nauðsynjum einhæfr- ar tilveru, þegar hún var þó cnnþá fátækari að frelsi og sjálfforræði. Þegar ófrelsi og áþján frá hendi erlendrar ein- valdsdrottnunar var hvarvetna eins og veggur á vegi fram- sækins atorkuhugar, eða þegar blind öfl náttúruhamfaranna v og hafíssins heljarkló laust straffsvipu sinni yfir gróður- magn landsins og líf og af- komu fólksins, sem á því bjó. Þegar raunveruleikinn um velmegun og farsæld almenn- ings var draumsýn ein, fjarlæg eins og morgunroðinn á aus'fc- urloftinu, þá skapast æfintýr- in um gullið uppi á hinum ó- kleifu tindum eða bak við jöt- unefldan streng fossins. Það er þrá mannshugans, sem býr sér til heillandi æfin- týri, þegar bág og torbreytan- leg lífskjör brjóta hverja úr- bótaviðleitni á bak. Þetta er útrás á framþrá mannanna þeg- ár henni er heft leið um eðli- lega farvegu. En þótt slíkar sögur sem þær, t r ég hefi minnst á, hafi mynd- azt af þessum eða svipuðum á- stæðum, og þótt þær séu flestar fjarri því mögulega, þá geyma þær eigi að síður mikil og djúp sannindi. Hver sá, sem leggur á bratt- ann, sem ófær sýnist og kemst að markinu, hann er um leið að stækka sjálfan sig, auka manngildi sitt. Oft er það ekki annað gull, sem bíður hans að launum, en vaxinn manndómur hans sjálfs, andlegur og líkam- legur. Þau laun verða alltaf drýgri en hið mótaða gull, hvort heldur er veruleikans eða æfintýranna. Líklega eru það lífsins beztu kostir, að fátt eða ekkert, sem er manninum mikilsvert og dýr- mætt, fæst, nema mikið sé til þess unnið. Þær þjóðir, sem svo eru fróð- ar, að þær vita einhver skil á okkur íslendingum, sjá okkur nær ávalt fyrir sér í æfintýra- liillingum fortíðarinnar. í þeirra hugum er það fyrst og fremst sögueyjan og söguþjóð- in, sem eru hér norður við heimskautsmörk, fólk sem er aíkomendur hinna fornu sagn- ritara, go'tt að kyni og ætt, en annars kyrlát fortíðarþjóð með fomgripsins yfirbragð og blæ. Svona eru eða hafa verið hugmyndir almennings úti í heimi um okkur allt fram á síð- ustu ár — og eru vitanlega enn að miklu leyti. Víst höldum við íslendingar upp á hin gömlu menningar- einkenni okkar, sögu okkar og fcungu. Ómetanlega varðveizlu hafa þær veitt þjóðinni í sjálf- forræðisbaráttu hennar á liðn- um öldum og órjúfandi á hún að vera ást okkar á þeim dýr- rnæta arfi kynslóðanna. En það er nú svona samt. Við lifum ekki á því að vera söguþjóð — ekki eingöngu, jafnvel ekki í augum erlendra þjóða— þegar 'til lengdar læt- ur. Nú er líka hugsun þeirra erlendu gesta, sem landið heim- sækja, að opnast fyrir því, að hér búi — ekki neitt fornald- arfólk með ellimörk gamalla minja í svip og látbragði — hefcdur ungt fólk, ung þjóð, stórhuga í athöfnum, í fram- kvæmd og í framtíðarfyrirætl- unum. Og í þingræðislegum stjóm- arfarsháttum segja erl. stór- blöð, að við séum þroskaðri en ílestar eða allar þjóðir Evrópu. Eg veit ekki hvort slík um- mæli eru sönn, en þau eru ný- leg. Og hvert skyldi vera tilefni þeirra ? Þið vi'tið það flest eða öll. Það eru hinar nýafstöðnu al- þingiskosningar. Það er m. ö. orðum ykkar afstaða og ykkar framkoma — liáttvirtu tilheyrendur, ekki sízt ykkar, sem þessa vorhátíð sækið úr þeim tveim sýslum, er liggja að þessum fagra firði, og ef til vill víðar að, sem valda hinum sterku lofsemdar- orðum erl. blaða um íslenzku þjóðina. Það er sigur Framsóknar- flokksins í afstöðnum kosning- nm, er verpur ljóma hins stjórnarfarslega þroska, hinnar gætnu, en víðsýnu og stórstígu þróunar á land okkar og þjóð, að dómi kunnra forystumanna nálægra ríkja. í engum kjördæmum lands- ins hefir hið unga, framsælcna fólk, ásamt því eldra, unnið glæstari sigra með fulltrúa sina í fararbroddi, en einmitt hér í þeim tveim áminnstu kjördæmum, í engum stöðum gerðu and- stæðingamir öllu harðari átök til sameiningar og sigurs en í þessum sýslum, og á engum stöðum voru þeir brotnir jafn eftirminnilega á bak. Á ykkur sönnuðust þau vel orðin, sem

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.