Tíminn - 21.07.1937, Síða 3

Tíminn - 21.07.1937, Síða 3
T 1 M I N N 123 Yfirlit um síldveiðina til 17. júlí Samanburður víð veiðina í iyrra Síðastl. laugardag var bræðslu- síldarveiðin samtals 568.039 hektó- lítrar, en hún var á sama tíma í lyrra 599.436 hl. Veiðin er því 31.397 hl. minni nú en í fyrra. Síðastliðna viku bárust síldar- verksmiðjunum samtals 342.534 hl., og verður það að teljast lítil veiði, þó var veiðin enn minni sömu viku a iyrra ári, eða 91.156 hl., enda, liefir nú dregið saman. Munaði 80 þús. hl. á veiðinni í lok fyrri viku, en ekki nema 31 þús. hi. á laugar- daginn. það, sem hamlað hefir síldveið- um í sumar, eru alveg sérstaklega óhagstæðar gæftir, hafa að stað- aldri verið norðaustan stormar og kuldi, en þoka hinsvegar oft verið til baga, ef dregið hefir úr veðri. Síðastliðinn sunnudag náðu nokk- ur skip í síld á Húnaflóa, en svo varð veður óhagstætt, að skipin komust ekki fyrir Skaga með veið- ina. verðs, með því verði, sem skipin fcngu í fyrra og fá nú, þá verður niðurstaðan þessi: A fyrra ári nam veiðin um þetta levti 399.624 málum @ 5,30 = kr. 2.118.007,20, en á þessu ári 378.692 málum @ 8,00 = kr. 3.029.536,60. Auk þeirrar veiði, sem tilgreind vcrður á skýrslu um afla hvers skips um sig, og birt verður hér á fólgnar í hcildartölu bræðslusildar- innar, sem greind er að framan. Talið er að meir hamli síldveið- u.num óhagstáeo veðrátta en hitt, að síld sé ekki fyrir hendi. Síidarafli til bneðshi Verksmiðjur: ‘V, '37 ,7', ’36 Jiekt"l. lióktol Sólbakka 26.691 Hesteyrar 39.615 33.061 Djúpuvíkur 63.373 69.558 Ríkisvcrksm.Sigluf. 179.391 234.825 Sig. Kristj., Sigluf. 7.029 22.298 S. Hjaltalín, Sigluf. 20.664 37.342 Hjalteyrar 55.012 eftir, liafa 8 færeysk skip, sem að einhverju leyti kunna að vera á höndum íslenzkra útgerðarmanna, lagt upp 13.583 mál í bræðslu. pá hafa 32 norsk skip lagt á land hjá Krossanesverksmiðjunni samtals 15.934 mál og eru þessar tölur uagveroareyrar Krossaness Raufarhafnar Seyðisfjarðar Neskaupstaðar 22.855 49.006 72.917 111.000 42.225 31.470 22.585 15.682 10.876 Hektól. samtals 568.039 599.436 Nýtt kaupíélag í Reykjavík KaupSélag: Reykjavíkur og PöntunarSélag verkamanna verda sameínuð Vekja verður eftirtekt á því, að .Jiótt hér hafi verið gerður saman- nurður á síldveiðinni nú og í fyrra, þá er margs annars að gæta. í fyrsta lagi fóru flest skipin nú viku fyr á veiðar, en siðastliðið ár, að vísu veiddu þau á þessari viku ekki nema ea. 30 þús. hl. En skipin eru mun fl.ciri á síld- veiðunum nú en á fyrra ári. Veiðiskip 1936 1937 Togarar 18 32 Línuveiðarar 30 30 Vélskip með herpinót 126 138 Skip samtals 174 200 Á fyrra ári höfðu þessi veiðiskip 138 herpinætur en á þessu ári veiða íslenzk skip með 162 herpi- nótum. Hefir veiðiskipum því fjölgað um 26, en herpinótum um 24 þegar þess er gætt, að stærstu veiðiskipunum hefir fjölgað mest, að nú eru 32 togarar á síldveiðum á móti 18 í fyrra, og sé einnig litið til þess hve veiðitíminn er orðinn lengri, virðist gætilega áætlað að voiðin hefði þurft að vera 25% meiri nú en á sama tima í fyrra, fil þess að vera sambærileg. Með öðrum orðum, bræðslusíldin liofði þurft að vera orðin 710 þús. 1:1- í stað 568 þús. Öll bræðslusíldarveiðin á fyrra ári nam 1 millj. 68 þús. hl. og þyrfti eftir því að verða 1 millj. 335 þús. hl., ef veiðimagnið ætti að verða hlutfallslega jafnmikið og á fyrra ári. Breyti maður framangreindri hektólítratölu, sem veiðst hefir nú og í fyrra í síldarmál, og telji til Kaupfélag Reykjavíkui og Pönl- unarfélag verkamanna hafa hvort um sig samþykkt að sameinast í nýtt samvinnufélag undir nafn- ínu: „Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis“. í hvoru félagi um sig hefir svo sem tilskilið er, ályktun þessa efnis verið gerð á tveim lög- mætum félagsfundum í röð. Síð- asta atkvæðagreiðslan fór fram í Kaupfélagi Reykjavíkur í fyrra- kvöld, og er sameiningin þannig iöglega ákveðin. pað er ákveðið í ályktunlnni, að hið nýja félag, Kaupfélag Reykja- víkur og nágrennis, gangi í Sam- band ísl. samvinnufélaga. Er hér með þýðingarmikiö spor stigið til einingar samvinnuhreyf- ingarinnar í höfuðstað landsins. pegar Kaupfélag Reykjavíkur \ar stofnað fyrir tæpum 6 árum, Framsóknarmenn í Húnavatns- og Strandasýslum héldu vorhátíð sína að Reykjaskóla i Hrútafirði sunnudaginn 11. þ. m. Sóttu sam- komuna á fjórða hundrað manns, flestir úr Vestur-Húnavatnssýslu og Slrandasýslu, en einnig all- margt úr Austur-Húnavatnssýslu og 20—30 manns úr Reykjavík. Sumir Strandamanna komu á bif* jeið norðan úr Guðlaugsvík. — Höfðu sumir þeirra farið heim- an að frá sér á hestum um miðja nótt og náð til Guðlaugsvíkur um var unnið að því, að sameina alla þá menn í Reykjavík um stofnun félagsins, sem áhuga höfðu á samvinnuverzlun. En þetta mis- íókst þá. þessvegna hafa undan- farið starfað í Reykjavík tvö eða jafnvel fleiri félög, sem öll hafa verzlað með sömu vörur. Nú er j>að reynsla, bæði hér á landi og erlendis, að beztur árangur næst með því, að ekki sé nema eitt sam- vinnufélag á sama stað, með sama markmiði. Fyrir því hefir sú ákvörðun ver- ið tekin að þau tvö félög, sem nú starfa í Reykjavík og annast verzlun með algengar nauðsynja- vörur, Kaupfélag Reykjavíkur og Pöntunarfélag verkamanna verði sameinuð í eitt félag svo sem að framan greinir. morguninn, eftii’ 5 klukkustunda lei'ðalag. Skúli Guðroundsson alþm. setti mótið, en meðal annara ræðum. voru Hallgr. .Tónasson kennari, llannes Pálsson bóndi á Undir- íclli og Hormann Jónasson forsæt- isráðherra. Var sungið á milli ræðanna, en er líða fór á daginn var tekið að danza og var danz- að fram yfir miðnætti. — Kristján Sigurðsson flutti kvæði. Samkoman fór sérstaklega vel l'ram. Allmargir menn gengu við VoFhátíðiF FFamsókttaFmanna sagt er að hinn norski bóndi og fuilhugi, Egill ullserkur, mælti við konung sinn, Hákon Aðal- steinsfóstra, þá er hrinda skyldi af höndum sér árás er- lendra herskara: „Vér þykjumst eiga höfð- ingja röskvan, þér skuluð og eiga trausta fyigd af oss". Þessi gömlu norrænu bar- áttueinkenni 10. aldar manna lifa enn í hugum og starfi ís- lendinga 20. aldarinnar. Og landið, sem heillaði hina frjálsbomu bændur og hölda í skaut sitt handan yfir höf, und- an ofríki og frelsisheftingu, {>að ber og enn hinn sama svip. Enn rísa jöklar þess við himin, bjartir og svipmiklir. Enn sem fyrr teygjast tindar hárra fjalla upp í tært bJádjúp geimsins og benda þroskaþrá mannanna til réttra átta. Enn niða bjartir straumar fallandi vatna um brattar hlíðar og djúpa dali, og hið óendanlega silfurblikandi haf er okkur enn táknmynd þeirrar óyfirsjáan- legu framtíðar, sem liggur framundan vaxandi þjóð. 1 landi með mikla kunna og aðra enn ókunna framtíðar- möguleika, í landi með að vísu 1000 ára byggð, en þó lítt num- ið á ýmsan hátt, bíða unga fólksins mörg óleyst verkefni. Eitt það verkefni, sem hér hefir verið hafizt handa við að leysa á myndarlegan hátt, hin síðustu ár, er bygging þessa skóla, sem er samkomustaður okkar í dag og sem er og á að vera menningarmiðstöð þessara héraða á ókomnum árum. Hingað á ungt fólk ekki ein- ungis að sækja sér fróðleik og þekkingu, heldur og ekki síður jíkamshreysti, aukinn vilja- þrótt, aukna lífsgleði, vaxandi athafnaþrá til fangs við þau margvíslegu og erfiðu við- fangsefni, sem bíða óleyst, fá- tækrar en framsækinnar þjóðar í erfiðu en kostamiklu landi. Frá þessum stað eiga að liggja taugar inn á sérhvert heimili nálægra sveita, sem veita hollum, þjóðlegum og þroskandi áhrifum inn í hvers manns sál. íslendingar eru hættir að búa sér til æfintýri um gull og gersemar uppi á ókleifum tindum eða bak við hrynjandi fossa. Imyndunaraflið þarf ekki lengur að leika sér að ó- möguleikans eftirsóttu óskum í táknmyndum einum. Fengið frelsi, örugg festa í viðsýnni og hóflegri félagsmálaþróuti fólksins, bendir á og opnar leiðir og markmið, markmið, sem að vísu geta verið og eru erfið og langsótt, en sem þó með giftusamlegri baráttu geta fyr en varir orðið að áþreifan- legri nálægð fyrir fótum oklcar. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem hingað, síðan Reykja- skóli var reistur. Þetta er fyrs'ta almenna mót Framsóknarmanna . í Stranda- og Vestur-Húnavatnssýslum, síðan kosningarnar fóru fram. Ég vil enda þessi orð mín með því að óska ykkur Fram- sóknarmenn og konur til ham- ingju með þá rösku og glæsi- legu foringja, er þið V.-Hún- vetningar og Strandamenn völduð ykkur í þessum kosn- ingum og vteittuð svo örugga fylgd. Og ég óska ykkur til hamingju með þá menntastofn- un, er hér er upp risin og sem ó að verða lyftistöng margvís- legustu framfara í þessum hér- uðum, til andlegrar og efna- legrar farsældar í nútíð og framtíð. Við’ getuM vissulega glaðst yfir því, er ungt og djarfhuga t Guðlaug Pálsdótfír í Neðra-Seli Fædd 1836. — Dáin 1937. 10. júní síðastliðinn andaðist Guðlaug Pálsdóttir í Neðra-Seh á Landi 101 árs og 4 mánaða að aldri. Hún var fædd í Odda- koti í Austur-Landeyjum 12. febr. 1836. Rúmlega 6 ára, eða vorið 1842, fluttist hún með foreldrum sínum að Borg á Landi. — Árið 1869 giftist hún Jakobi Hjaltasyni frá Kald- balt á Rangárvöllum og reistu þau þá bú í Borg. — Árið 1882 fluttu þau að Neðra-Seli. Að 8 árum liðnum (1890) missti Guðlaug mann sinn og bjó síð- an með börnum sínum enn í 8 ár, en þá (1898) tók Loftur sonur hennar við jörðinni og dvaldi Guðlaug síðan hjá hon- um, sem eftir var æfinnar. — Þau Jakob og Guðlaug eignuð- ust 6 börn, dó eitt í bemsku, 2 rál. miðaldra, en 3 eru á lífi: Gróa ’núsfreyja í Heysholti, Loftur bóndi í Neðra-Seli og Guðrún húsfreyja i Holtsmúla. — Lifandi niðjar Guðlaugar munu nú rúml. 40. Hér er s'tiklað á fáeinum at- riðum úr æfi Guðlaugar og þeim, sem venjulegast og helzt er tekið eftir, en æfisögur manna verða aldrei skráðar að fullu og því oftast skynsamleg- ast að segja sem fæst. Ég get þó ekki stillt mig um að geta eins atriðis enn úr lífi gömlu konunnar, þó hliðstæð megi finna. — Þess er getið að þau hjón fluttu frá Borg 1882. Sú jörð var fremur góð heyskapar- jörð og talin notagóð og happa- sæl. Sumarið áður var óvenju- legur grasbrestur, svo heima- fenginn heyskapur á valllendis- )>elta tækifæri í Framsóknarfélög Mutaðeigandi héraða. Vorhátíð Framsóknai’manna í Múlasýslum var haldin á Hall- ormsstað sama dag. — Á sjötta lmndrað nranns var á samkom- unni og fór hún mjög vel fram. Ræður fluttu séra Stefán Bjöms- son próf. á Eskifirði, sem setti samkomuna fyrir hönd Framsókn- arfélaganna og séra Jakob Krist- insson skólastjóri á Eiðum. Veður var hið bezta og skemmtu menn sér ágætlega. Samkoman var i Atlavílc í Hallormsstaðaskógi, og er það einhver fegursti sam- komustaður á landinu. fólk skipar sér fast um þýð- ingarrík málefni og hrindir þeim fram til sigurs og heilla fyrir sjálft sig og samtíð sína. En það er líka annað, sem ekki síður er ánægjuefni framsækn- um mönnum og konum, og það er að eiga mikil og hugstæð og þjóðnýt óleyst verkefni. Óleyst verkefni, sem bíða eftir óleystum kröftum, sem æskan finnur og veit, að hún býr yfir og er albúin að beita. Og ég á ekki annað, sem ég kýs heldur að óska hinni mann- vænlegu æsku þessara sveita og þessa lands, en að í hvert sinn er þið hafið unnið mikla sigra og giftufulla, þá eygið þið jafnharðan ný markmið til að ná og ný verkefni til að skipa tfl farsældar, farsældar fyrir sjálf ykkur, fyrir héröð ykkar, fyrir þjóðina ykkar í heild. Undir því að æska þjóðarinn- ar sjái ávalt slík hlutverk og berjist fyrir þeim af óhvikulli djörfung, af stálefldum vilja og viturlegri forsjá, undir því er framtíð íslands komin. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Simn.: Kol. Reykjnvik. Sími 1933. jörðum varð sama og enginn og hross „komust aldrei í hold“, sem kallað er. Um haustið var, því miður, treyst á landgæðin, eins og oft áður. Á Einmánuði var fyrirsjáanleg heyþröng á flestum bæjum í ofanverðri Landsveit. Var þá farið að koma hrossum til göngu á grös- ugra land — á syðstu bæjum í sveitinni og í Holtum, en sauðfé ætluð jörðin, eða heima- hagar. Laust fyrir sumarmál skall á það harðviðri af land- norðri, sem enn er vitnað til og stóð um hálían mánuð. Þá var svo ástatt í Borg, að Jakob maður Guðlaugar, eini karlmað- urinn heima, var allmjög farinn að kenna banameins síns og því eigi fær um að fara út í veðrið, enda var það ekki tallð fært fullfrískum mönnum frá bæ. — Að kastinu loknu var Borg eydd með öllu af sand- foki og fénaður að mestu fatl- inn. Eftir stóðu: kýmar 3, þau hioss, er heima voru, 1 hestur og 2 trippi (af 14 er til voru), 16 sauðir af 60 og 1 ær af 70. — Með þessa búslóð flutti Guð- laug að Neðra-Seli gangandi með 5 böm (4 í bernsku og 1 á f ermingarári), mann siun sjúkan, búsáhöld á klámum, en kýrnar voru látnar bera rúm fatnaðinn. — Borg, æsku- og starfsstöðvar hennar í auðn og að baki og vel má geta sér til, að fleiri borgir hennar hafi „fokið til“ í veðrinu því, þó eigi verði getið hér. — Næsta ár (fardagaárið 1882—83) varð að leggja á þau hjón 300 fiska sveitarútsvar, eða nokkuru meira en ómagaframfæri allt árið. Þetta síðasta atriði sýnir, að nokkuru, hvernig efnahag var þá komið í Landsveit og skýrir e. t. V., að vel getur ver- ið eðlilegt, þó framkoma og hættir þeirrar kynslóðar, sem mótuð er af þeim lífskjörum, sem þetta ástand skapaði, sé nokkuð á annan veg, en þeirra, sem ekki hafa reynt. Mig skort- ir þekkingu til að dæma um, hvort eða hver áhrif þetta hafði á Guðlaugu, en eigi varð séð, að andlegt þrek hennar, þor eða. þolgæði dvínaði þó árin færðust yfir, hvorki í ástvina- missi né öðru er ábjátaði. Um- hyggja fyrir öðrum og einkum þeim, er minni máttar voru, hélzt óskert til æfiloka. Ef til vill hefir skapið verið allríkt að eðlisfari, en gerð þess var föst og ákveðin — a. m. k. síðus'tu 40—50 árin — og aðaleinkenn- in virtust vera þessi: engin undirmál og fullur drengskap- ur í sambúð við aðra. Fám vik- um fyrir andlátið heyrði ég hana gefa þessa lífsreglu: „Þú verður að taka því, sem að höndum ber“. Þess er varla að vænta að skapgerð og lífsskoð- un hennar verði betur lýst af öðrum, en hún gerði sjálf, ó- beint, með þessari setningu. Þrátt fyrir 13 ára myrkur (blindu) og lúaþjáningar í fót- um, sem varnaði henni fóta- vistar þau árin, var hún svo andlega heil og hress, að vel mátti vera öðrum sálubót. Minnið hélst óskert fram yfir aldarafmælið, en svo var að sjá, að nokkurt bil væri komið milli hennar og þessa heims síðasta árið. Þó var svo bjart yfir hug hennar, að hún sá enn, sem fyr, bróðurandann — jafnvel í and- byr liðinna daga. Að síðustu þetta: Þökk fyrir ylinn og styrkinn, sem hún færði mér í hvert sinn, er ég nálgaðist rúm hennar — og sem ég sakna að autt er orðið. — Að öðru leyti fer ekki vel að rekja meira en aldaræfisögu fyrir þann, sem ekki er nema rúmlega Hálfdrættingur að árum. Húsmæðraskólínn að Staðaríellí Fyrir rúmlega 10 árum tók ungfrú Sigurborg Kristjáns- dóttir frá Múla við ísnfjarðar- djúp Staðarfell á leigu og byrj- aði að starfrækja þar hús- mæðraskóla og fékk til þess lít- inn ríkisstyrk. Nokkru áður var skólanum breytt í Herdísar- skóla eftir gjafabréfi í'rú Her- dísar Benediktsson. Var þá um 1930 aukið við húsakostinn á Staðarfelli svo að þar er nægi- legt húsrúm fyrir 24 náms- meyjar. Sigurborg Kristjánsdóttir starfrækti skólann þangað 'til í fyrravor, með dæmalausri elju og ósérplægni, Hafði hún á hendi mikla og margliáttaða kennslu og gerði á allan Iiátt sitt ítrasta til þess að náms- meyjarnar hefðu sem mest not af verunni. Forstaða Staðarfellsskólans var erfið, ekki sízt hin fyrstu ár, og fröken Sigurborg’ hlífði sér ekki við störfin fremur en ýmsir frændur hennar hafa gert við búskap og jarðabæ'tur. Ráðlögðu læknar henni að taka sér um stund hvíld og gerði hún það. Dvaldi hún þá um stund utanlands, meðfram til að kvnna sér nýjungar í hús- m æðramenntun. Stjórnarráðið hefir nú ráðið sem forstöðukonu að Staðar- felli unga og mjög efnilega stúlku, ungfrú Svövu Sigfús- dóttur, sem nú stundar nám í einum af beztu hússtjórnar- skólum í Svíþjóð. Tekur hún við forstöðu skólans í haust. Staðarfell er góð jörð og fögur, en mannfrek ef nota skal allar landsnytjar. En ekki er auðvelt fyrir forstöðukon- una að reka þar stórbú, og mun það fáum hent, úr því fröken Sigurborg frá Múla hætti slík- um einkarekstri. En mjög skiptir miklu fyrir skólann, að fjölskyldunni, sem rekur búið, sé mjög annt um gengi og gagn skólans. Að Staðarfelli flutti í vor og tók þar við búsforráð- um Ingibjörg Pétursdóttir frá Bár á Snæfellsnesi og býr hún þar nú með 'tveim sonum sín- um uppkomnum. Ingibjörg er systir Sigurðar Kristófcrs Pét- u.rssonar hins þekkta skálds og rithöfundar. Hún er lík bróður sínum um gáfur og menntun og í öllu hin prýðilegasta kona. Ekki munu hin ungu hús- mæðraefni hafa skaða af að kynnast þvílíkri fyrirmyndar- konu úr hópi hinnar eldri kyn- slóðar. Um nokkur undanfarin ár höfum við Þorsteinn Þorsteins- son Dalasýslumaður unnið að því á Alþingi að fá nokkur íramlög í rafstöð á Staðarfelli, og vonum við báðir að það tak- ist að raflýsa skólahúsið áður en námsmeyjarnar koma, þó að margskonar erfiðleikar séu nú á tímum á öllum byggingar- framkvæmdum. Þegar Staðarfellsskólinn var stofnaður var eins og eðlilegt er nokkur reipdráttur um stað- inn. En úr því hafði verið skor- | ið 1921 þegar Alþingi og ríkis- ' stjórn tóku við jörðinni sem framtíðarheimili Herdísar. Nú ' eru þær óánægjuraddir þagnað- | ar. Nú viðurkenna allir að Stað- ! arfell er fagurt og sögufrægt j höfuðból. Þangað liggur akveg- | ur og sími frá Búðardal. Það | liggur í miðjum Breiðafirði, og | þangað eiga námsmeyjar fyrst | og fremst að sækja frá Vestur- landi og lengra að eftir því, sem húsakostur leyfir. Norður- og Austurland eru nú bezt sett af fjórðungum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.