Tíminn - 12.08.1937, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1937, Blaðsíða 3
TIMINN 185 <>iörðist hann útg'erðarmaður og framkvæmdastjóri. Þann sfarfa hafði hann fyrir ýms fé- lög. Jón var einn af aðalstofnend- um Alliance og framkvæmda- stjóri þess félags um langt skeið. Árið 1930 var Jón skipaður bankastjóri Útvegsbankans og gegndi hann því starfi til dauð- adags, Fjölda mörgum trúnaðar- störfum gegndi Jón. Hann var bæjarfulltrúi í Reykjavík um mörg ár, og voru honum falin margháttuð og margvísleg t.rúnaðarstörf í bænum. Alþingismaður var hann kos- inn fyrir Reykjavík 1927, og var það til 1931. Þingmaður Rangæinga var hann frá 1981 —1937. í síðustu kosningum varð hann landkjörinn þing- maður af lista Sjálfstæðis- flokksins, Jón kvæntist 4. apríl 1904 Þóru Halldórsdóttur frá Mið- hrauni í Miklaholtshreppi, hinni ágætustu konu, og lifir hún mann sinn ásamt 5 börnum þeirra hjóna, 4 dætrum og ein- um syni, Ólafi, sem nú er fram- kvæmdastjóri Alliance. Öll eru börn þeirra hjóna vel gefin og gjörfuleg. Þegar Jón fór að heiman úr foreldrahúsum, hafði hann ekki mikinn farareyri. En hann var gæddur framúrskarandi viljaþreki og dugnaði. Hann sýndi í öllu starfi sínu mikið á- ræði og festu og jafnan þó fyr- ivhyggju, er af bar. Jón Ólafsson lét sér mjög ant um atvinnu- og menningar- mál þjóðarinnar og unni þjóð sinni af alhug. Hann má hiklaust telja með- al allra fremstu brautryðjenda sinnar samtíðar á sviði at- vinnu. og umbótamála þjóðar- innar. Jón Ólafsson var heilsteypt- ur maður. Hann var fastur í skoðunum og fylginn sér í liverju máli. Þó var hann mjög sanngjam og samvinnuþýður. Afstöðu til mála tók hann eft- ir málavöxtum. Annað kom þar ekki til greina. Hann var afar vinsæll maður, yfirlætislaus og drengur góður í þess orðs beztu merkingu. Hann vildi leysa hvers manns vandræði, er til hans leitaði, og sparaði til þess hvorki fé né fyrirhöfn. Hann réð hverjum manni heilt, er til hans leitaði. Eftir Jón liggur mikið og merkilegt æfistarf. Þjóðin á þar á bak að sjá c.inum af sínum mætustu son- um. Jörundur Brynjólfsson. II. ÓlaSur Fínnbogason lézt að heimili sínu, Auðsholti í ölfusi í Árnessýslu, 21. júlí s. 1. úr heiftugri lungnabólgu eftir 8 sólarhringa þjáningar. Með ólafi er fallínn í valinn mjög greinileg fyrirmynd ágæt- ustu bænda íslenzkra, svo sem síðar mun sýnt verða. Foreldrar Ólafs, Finnbogi Ól- afsson (d. 1918) og Ingibjörg Sigurðardóttir (d. 1922) voru bæði Austur-Skaftfellingar að uppruna, en munu hafa búið sín fyrstu hjúskaparár austur í Skriðdal, fyrst á Víðilæk og þar fæddist Ólafur 10. ág. 1884, en síðar á Borg og Arnaldsstöðum Árið 1910 fluttist Finnbogi með fjölskyldu sína í Árnessýslu og keypti þá bráðlega eina af beztu jörðum sýslunnar, Auðs- holt í ölfushreppi. Ólafur tók við búsforráðum þegar faðir hans dó 1918, fyrst með móður sinni og síðar með Rósu systur sinni. Systkinin stóðu svo hlið Þvottaduftið PERLA er bezt! „Nú skal ég þvo fyrir mömmu á meðan hún er í burtu, segir Gunna‘( Þær kouur sem reynt hafa Perlu-þvottaduft telja pað lang bezta pvottaefníð. Það leysir óhreinindin fljótt og vel úr fötunum. Allir blettir hverfa. Það er pví ótrúlega létt að pvo úr Perlu-pvoitaduftinu. Óhreinindin renna fyrirhafnarlaust úr og pvott- urinn verður hvítur og fallegur; ÞETTA ER RAUNVERULEIKI. Húsmæður! Reyniö Perlu-pvottaduftið! Það mun sannfæra yður um ágæti pess, og paðan aS notið pér ekki annað þvottaefni. við hlið í baráttu erfiðra ára með sæmd og nutu einróma trausts. Guðný systir þeirra, sem er ekkja, hefir einnig ver- ið með þeim alllengi.Þær systur liafa nú misst bróður sinn og samherja. Minning um drengi- lega sambúð og fölskvalausan bróður lifir. Rósa lauk á unga aldri kennaraprófi, en fórnaði kennslustarfinu fyrir samvinnu víð bróður sinn við búskap á jörð, sem foreldrarnir höfðu valið og keypt. Ólafur var stórtækur fram- iaramaður, hýsti, ræktaði og gir'ti jörð sína. 1933 seldi hann Auðsholtið. Kaupmandinn er Grímur Hákonarson sem lengi hefir verið í Vesturheimi. Ólaf- ur vissi að þessi maður hafði áhuga fyrir að flytja heim til íslands og vildi leggja fjár- muni sína í bújörð á íslandi. Ræktarsemin náði líka til þess hver afdrif jarðarinnar yrðu er hann sjálfur hætti búskap. Ól- afur gerði þrennskonar samn- ing við kaupandann, kaupsamn- ing, fimm ára leigusamning og loks tók ólafur að sér ásamt Kjartani múrarameistara í Reykjavík, bróður Gríms, að gera þær húsabætur, sem sam- boðnar væru kostum jarðarinn- ar og möguleikum. Enda má sjá í Auðsholti hinn prýðileg- asta frágang í byggingum og umhverfi. Þannig skilur Ólafur við jörðina, sem hann tók við af foreldrum sínum fyrir nær- felt 20 árum. Við þetta, sem lýst hefir verið, bætist svo hinn mikli myndarskapur í öllu heim ilishaldi, ásamt fágætu viðmóti Ólafur kvæntist aldrei, en samt ól hann upp að meira eða minna leyti 9 börn. Sýnir þetta gleggst hvert athvarf þetta heimili hefir verið þeim, sem lítils máttu sín. Reykjavík Sími 1249. Símnefm Slturfélag. NiðurBudaverksmiðja. ReylKbLús. BJúgnagevð. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Nlður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötíð allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútimakröfum. Ostar og emjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Ólafur var vinnumaður mik- ill og ætlaði sér ekki af, enda var hann orðinn lúinn maður og ekki heilsuhraustur. Hvers manns bón var leyst, væri þess nokkur kostur. Allir vissu að meðan þrek hans entist var að- stoð til reiðu hverjum nýtum málstað og þörfu verki. Ef eitthvað þurfti að leysa af hendi, var ekki spurt um hvern- ig á stæði heima fyrir, hjálpin var ætíð sjálfsögð. Hann hélt mjög fast á máli sínu, þótti því stífur í lund. — Hver sem í hlut átti fékk að heyra skoðun hans hreina og beina þegar það átti við, en hann blandaði sér aldrei í mál manna eða gjörðir kæmi slíkt bonum ekki við. ólafur var I maður óframgjam, en vegna mikilla mannkosta hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf, sem ekki er ástæða til að telja hér. Sé skapgerð og lífsstörf Ól- afs metin af kunnugleik og réttsýni er augljóst að með hon um er héðan horfinn hinn á- gætasti maður. Bjami Bjarnason. Tímmn er útbreiddasta blað landsins Bifreiða- tryggingar ÉMfillðif 90 Ml y. Sími 1700 RETEIB J. GEIJM©5S ágæta hollenzka reyktóhak VEBÐ: AROMATI8CHER StHAG kcatar kr. 1,05 Vm **• FEIMUECHRNDER SHAG — — 1,15--- íæat í ölltim verziumtm Ný verksmiðja Nýlega hefir verksmiðja tek- ið til starfa í Reykjavík, er býr til margskonar tegundir af dósum og brúsum. Meðal ann- ars mun hún búa til hentugar dósir til niðiirsuðu í heimahús- um. Væri mjög æskilegt að ) niðursuða kjöts, fiskjar og annara matvæla gæti færst í | vöxt meðal almennings í land- I inu. Er framleiðsla á niður- | suðudósum verulegur þáttur í | þeirri nýbreytni. | Verksmiðjan er í sænska i frystihúsinu og hefir síma i 4942.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.