Tíminn - 12.08.1937, Qupperneq 4

Tíminn - 12.08.1937, Qupperneq 4
136 T I M I N N Borgfírzka FraxoL. aí 1. síöu. íylgjast með útbreiðslu hennar og gaugi, má draga ákveðnar áiyktanir, sem hafa má ai' mik- ;ó gagn. Telja má nokkurnvegin víst aS veikin smitist beint frá kind til kindar. Víst er þetta þó ekki, og bændur í Afríkuj telja, að kind geti smitazt í 10 daga eða svo, aí landi eða úr húsum, sem veikt fé heíir ver- ið í eða gengið á. Yeikin kemur gjarnan fram hér þannig, að bóndinn verður var við það seint að vetrinum, að ein eða táaz- kindur eru með veikina. Sé nánai' aðgætt, hverjar kind- urnar eru, kemur svo að segja alltaf í ljós, að þær hafa haust- ið áður verið í réttum inn á aöal sýkta svæðinu, og því smitazt þar. Séu þessar kind- ur þá strax teknar frá, drepn- ar eða einangraðar, þá eru iikur til að Dóndinn geti slopp- ■ö við frekari sýkingu á fé sínu. Þetta hefir yfirleitt ekki verið gert og því smitai- þessi kind aðrar, og næsta sumar og haust, á því þessi bóndi sem veturinn áður átti eina eða fáar kindur með veikina, heilan hóp sýktan. Sumstaðar hefir þá eingöngu veriö sýkt fé úr sama húsinu og sjúka kind- in var í veturinn áður, sem sýn- ir hvað smitunarhættan í hög- unum er hverfandi lítil, ef hún yfirleitt á sér stað, nema þá frá mæðrum til lamba sinna. Af þessu má telja víst, að þeir, sem á mæðiveikisvæð- inu búa, og ekki hafa enn fengið veikina í fé sitt, hafa enga á- stæðu til að ætla að þeir missi neitt að ráði næsta ár, og því heldur enga ástæðu til að lóga venju fremur af stofninum í kaust. Þeir sem aftur hai'a átt eina eða fáar kindur sjúkar í vor, og ekki tekið þær úr fénu, mega eiga víst að missa í haust og framan al' næsta vetri mikið ai' sínu fé eða um 35—40%. Þeir gera því rétt í því að drepa öll sín lömb, og vænna fé sem frálag er í, en engin ástæða er t'yrir þá að drepa ærstofninn, ærkjöt er lítils virði, og af án- um lifir alltaf allmaigt, og gefur arð annað árið sem mæðiveik- in er í fénu. Á þriðja árinu sem veikin er í stofninum heldur áfram að drepast, og þeir sem hafa haft veikina í fénu í 2 vetur, þurfa ekki að gera reikning fyrii' því að geta alið upp til viðhalds honum, og eiga því að drepa öil lömb sín. Aftur á móti er ekki ráðlegt íyrir menn að drepa ærnar al- mennt, nema ef horfið yrði að þyí ráði, að hafa fjárskipti á stærra eða minna svæði, en það mál þarf nákvæma rannsókn og nndirbúning, og er ekki tíma- bært nú í haust. Undir umræðunum kom í ljós, að allmikill hugur var í mönn- um með að skipta um fjárstofn. Mest virtist Jón í Deildartungu Itafa hugsað það mál. Hann hugsaði sér svæðinu skipt í hólf og fjárskiptin höfð á fleiri ár- um. Hafði hann hugsað sér, að það svæðið sem skipt væri um fé á t. d. 1937, kæm/ nokkru af sínum ám í fóður á svæðið sem skipta ætti um fé á 1938, en fóðraði svo í staðinn lömb fyrir þá, sem næsta ár ætluðu að skipta um fjárstofninn, og á þann hátt ynnist hvorttveggja, að enginn bóndi yrði alveg sauð- laus — hefði fóðraæmar það ár- ið sem svæðið væri gert sauð- laust af mæðiveikifénu — og fóðraði þá lömb fyrir þá sem .skiptu um næsta ár, svo þeir þá fjárpestin fengju veturgamalt og lömb undan því strax næsta ár, og aldrei kæmi mjög mikið kjöt- magn er selja þyi'fti sama haust ið. Þessi skoðun, sem Jón form- p ði og setti fram í ákveðnum tillögum, hvað Borgarfjörð snerti, virtist hafa fylgi, en hins vegar voru menn varfærnir að gera mikið í haust, en vildu láta reyna þetta á einum eða fleiri stöðum, og þá sérstak- lega Heggstaðanesinu í Vestur- Húnavatnssýslu, sem þegar er afgirt með einfaldri girðingu, og mætti með því að gera girðing- una alveg tvöfalda, vera. alger- lega einangrað frá sýkta fénu innan við girðinguna. Enginn vafi er á þvi, að hér er á ferðinni tillaga, sem þarf að gjörhugsa og grandskoða, og sem líkleg er til, að geta íengið þann búning, ef góð samtök og eining er, sem geti ■ leitt til þess, að mæðiveikinni verði útrýmt með öllu og at- vinnurekstrinum aftur komið á heilbrigðan grundvöll. Prófessor Dungal benti á það í erindi sínu, að nauðsyn bæri til þess, að gera ýmsar sérráð- stafanir viðvíkjandi smölun og fjárrekstri í haust, til að minka | smitunarmöguleikana. Voru all- ir sammála um þetta atriði, og er nú ákveðið að sýslufulltrú- arnir er sjá um framkvæmdir vamarráðstafanna, komi sam- an hér í Reykjavík um næstu helgi til að semja reglu- gerð er geri mögulegt að fram- I kvæma frekari varnarráðstaf- anir, og jafnframt þá benda á, hvað hver einstakur bóndi getur gert í þeim efnum. I því sam- bandi má benda á, að enginn bóndi, sem áður hefir átt ó- sjúkt fé, ætti að setja á eða taka heim til sín fé úr útrétt- um, þar sem veikt fé er í rétt- inni, að bændur ættu eftir því sem við verður komið að forð- ast að láta fé sitt koma til rétta, að í réttum ætti að halda safninu dreif't meðan réttað er, taka strax úr veikar kindur, hver sem á þær, og reka þær beint til slátrunar úr réttinni, en ekki með heimafénu. Til þess þarf bæði að ælla sér- stakan dilk í réttinni og hafa niðurskiptingu sláturdaga milli hreppa og deilda það rúma, að hægt sé að koma þessu fé að. Ef, eða þegar, horfið yrði að því ráði, að fara að smáskipta um fjárstofna, eyðileggja allt fé, sem hefir mæðiveikina eða getur verið smitað af henni, þá er na.uðsynlegt að vita nákvæm- lega takmörk veikinnar. Fyrir því talaði Pétur Ottesen um þá miklu nauðsyn, sem væri á því, r.ð lungu væri nú rækilega skoð- uð í haust í sláturhúsunum, sérstaklega á jaðrasvæðuni veikinnar og þeim svæðum, sem enn eru talin laus við hana, en liggja upp að þeim. Voru all- ir sammála um þetta, og var samþykkt tillaga um það efni. Fundurinn fór prýðilega fram og skoðanamunur var lítill. | Helzt var hann um það, hve { fljótt ætti að hefjast handa um ! að skipta um fjárstofn, drepa allt sjúkt og grunað fé og flytja annað inn í staðinn. Sumir vildu iát,a byrja á þessu strax í haust, aðrir vildu fara hér gætilegar, og fá fyrst skorið úr því á litl- um svæðum, að ekki gæti hinu aðflutta fé stafað hætta af sýk- íngu frá landinu. Hygg ég rétt að athuga málið vel, en ég hygg að vonin um það, að lækning finnist sé það lítil, að rétt sé að hverfa að því ráði, að skera niður og skipta um fjárstofn, en finna þarf til þess þá leið, að sem minnstan skaða geri heild- inni, en þó jafnframt er trygg- ust til að koma að fullu gagni. Því lengur sem halda þarf vörð- u.m og girðingum, því meiri líkur eru til, að einhverstaðar sleppi kind á milli, og því er nokkuð vafasamt hvort dreifa á f járskiptunum á mörg ár, þegar horfið verður að þeim. Nokkuð hefir borið á því, að menn telji bezt að drepa allt sitt fé. Ég vona, að þeir verði e.kki margir, sem taka upp það ói'áð nú. Það er enn ótímabært. Einu þarf hver bóndi að átta s:g vel á, hvers hann má vænta með tilliti til heilbrigði fjárins í vetur. Þá hefir líka borið nokkuð a því, að einstaka menn telja mæðiveikina ekki alvarlega, og hafa verð hirðulitlir um það hvort fé þeirra smitaði eða ekki og hvort það, þó veikt væri, fengi saman við annað fé eða ekki. Þetta dugar ekki. Hver fjáreigandi verður að leggja sig fram um það, að samgöng- ui fjár verði sem minnstar og þar með gera sitt til að hefta útbreiðslu veikinnar. Fóðrafé ættu menn ekki að taka nema sem minnst, og enginn, sem hefir fé sitt heilbrigt, ætti að taka fóðurfé sem nokkur grun- ur getur verið á, að hafi tekið mæðiveikina. Það hefi)' verið svo, að menn austan Blöndu hafa tekið fóðurfé vestan yfir ána. Þetta mega þeir ekki nú r.ð lögum. Einstaka menn, sein búa austan við ána, eru nú farnir að lofa að taka fé í fóð- ur vestan yfir hana. Slíkum lof- orðum verða þeir að rifta. 1 lok fundarins var nefnd manna falið að vinna áfram að samtökum bænda á svæðinu, og er hugmyndin að halda annan oddvitafund síðar. Mév þótti leiðinlegra að odd- vitum úr þeim hreppum Árnes- sýslu, sem veikin er þegar kom. in í, skyidi ekki boðið á fund- inn. Væntanlega verður það ræst, því að eins og fundarboð endur tóku fram, þarf hér samstarf milli allra bænda á öllu því svæði, sem mæðiveikin * nú er á, og því á enga að vanta þegar rætt er um þessi mál. Ég vona að bændur beri gæfu til að standa hér saman, og ég vona að það heppnist að verjast i írekari útbreiðslu veikinnai' j ^^úst 1937. urn landið en orðið er, og smá- í Páll Zophóníasson. ÍMiStilillllHÉI sftarfar eins og að undanförmi frá 1. nóvember til 15. febrúar n. k. / Námsgreinar: Iþróttir (fimleikar, glímur, sund og útiiþróttir). Bóklegt: fleilsufræði, »t»rðfræði, íslenaka og danaka. Umaóknir þurfa að vera komnar til undir- ritaðs fyrir lok septembermánaðar n.k. Símstöð ,Gey8Ír‘. Sígurður Greípsson. B æ n d a s k ó 1 i n n á Hólum í Hjaltadal starfar næsta vetur með sama fyrirkomulagi og að uudanförnu. Kenndar verða ðalgreinar búfræðinnar, auk stuðninga- greina. Einnig smiðar, söngur og leikfimi. — Verkleg kennsla verður vor og haust. Krísfján Karlsson skólasfjórí. Sauðfjáreígendur öll stserstu sauðfj&rrnktarlönd heimsins nota GOOPERS-BAÐLTF O Það læknar hverskonar óþrif betur en nokk- urt annað baðlyf. COOPEES-BAÐLYF eykur vöxt og gæði ullarinnar fremur en nokkurt annað baðlyf. COOPEBS-BAÐLYF DUFT - LÖGUR - SAPA fæst hjá öllum kaupfélögum. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. saman að eyðileggja féð sem getui' verið með veikina, þar raeð útrýma henni að fullu og öllu, og þá jafnframt gera það á þann hátt, að heildinni verði sem minntur hnekkir að.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.