Tíminn - 27.05.1938, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.05.1938, Blaðsíða 3
TÍMINN 85 Kannske hefir Sjálfstæðis- flokkurinn einhvern óljósan grun um að þessu kunni að vera svona farið, og þaðan stafi tregðan sem á því er, að verða við óskum gjaldendanna um birtingu opinberra skýrslna, um hvaða fólk það er, sem kostar bæjarfélagið allt þetta fé! Til þess að menn geri sér gleggri grein fyrir, hvað 8 millj. kr. eru mikil fjárhæð, skal minnt á þaö hér, að hitaveitan er ekki áætluð nema 7 milljónir króna. Gæti ekki öllum ábyrgum stjórnmálaflokkum komið sam- an um það einmitt nú, þegar þeir komast að raun um, að jafnvel hin dásamlegu nátt- úrugæði, jarðhitinn í nánd við Reykjavík, verða því aðeins virkjuð, að menn snúi bökum saman, að þá verði búið svo um, að það verði ekki tillitin til „Stéttarfélags styrkþega", sem kommúnistar leitast við að koma á, sem ráði því í framtíð hverjir stjórna höfuðstað landsins! En varlegasta krafa í því efni er, áð fátækraframfærið verðl héreftir framkvæmt fyrir opnum tjöldum, hvar sem er á landinu. G. M. Landið 9 Reykjavík 35 Athyglísverðar staðreyndír Samkvæmt nýlokinni at- hugun fjármálaráðuneytis- ins, hafa tollar og skattar ríkissjóðs að meðaltali á mann numið því sem hér segir: 1925—1934: kr. 100.48 1934: — 103.22 ' 1935—1937: — 109.74 Hækkunin nemur 9% eða 9 kr. á mann, sé miðað við meðaltal áranna 1925—1934. En hinsvegar ekki nema 6 krónum eða 6%, sé miðað við árið 1934, en þá giltu tolla- og skattalög, sem eldri stjórnir höfðu haft áhrif á. Lokun saltfisksmarkaðanna og hnignun þorskveiðanna hefði haft hinar ægilegustu afleiðing- ar, ef þjóöfélagið hefði ekki neytt allra ráða til þess að halda uppi athafnalífi í landinu. Enda hefir beinn og óbeinn stuðningur ríkisins við atvinnuvegina aldrei verið meiri en í tíð núverandi stjórnar. Hefði ekki sú stefna verið upp tekin, að auka toll- og skatttekjur ríkissjóðs, til þess að ríkið gæti haldið uppi slikum stuðningi við atvinnuvegina, og jafnframt haldið uppi miklum opinberum framkvæmdum, þá myndi afkoma almennings nú ekki hafa verið á marga fiska. Eru þetta sannindi, sem ekki verður um deilt. Hitt mun almenningur ekki hafa vitað, hve ótrúlega lítil meðaltalshækkunin er, sem rík- issjóður hefir til sín tekið í aukn- um sköttum og tollum á þessum síðustu og erfiðustu árum. Svo sem áður var greint, er hækkunin 6 kr. síðan 1934, og sézt bezt hve smávægileg hún er, þegar þess er gætt, að beinar greiðslur ríkisins á síðastliðnu ári vegna sauðfjárveikinnar einnar, námu sem svarar 5 krón- um á hvert mannsbarn á land- inu. Hliðstæðar tölur fyrlr Reykjavókurbæ En þar sem að það eru einkum blöð Sjálfstæðisflokksins, sem öðru hvoru hafa fengið kviður og álasað núverandi fjármála- stjórn ríkisins, þá þykir við eiga hér að benda á hvað hliðstæðar tekjur Reykjavíkurbæjar, þ. e. útsvör og fasteignaskattar, námu að meðaltali á mann í bænum: Bæjarstjórn Rvk. verður að læra aí ríkísstjórninní 1925—34 1935—37 kr. 88.00 — 123.00 Samkvæmt því hafa „tollar og skattar" Reykjavíkur hækkað um 35 kr. að meðaltali á mann i bænum, á sama tíma, sem hlið- stæðar álögur ríkissjóðs hafa að- eins hækkað um 9 kr. að meðal- tali á mann í landinu. En þrátt fyrir það hefir Reykjavíkurbær ekki varið einum eyri meira til framleðslunnar í bænum en áð- ur, en ríkið hefir hinsvegar á sama tíma stóraukið framlög sin til þeirra hluta. Er ekki að undra, einmitt nú þegar bæjarstjómarmeirihlutinn er að senda frá sér niðurjöfnun- arskrána, og sér samtímis fyrir sér þessar staðreyndir, þótt hann þá láti blöð sln tala um að taka þurfi upp „nýja stjórnarstefnu“. En það er hinsvegar enganveg- inn líklegt að almenningur í landinu sé ráðinn í því að hlýta forsjá íhaldsins um það, hver sú nýja stjórnarsteína eigi að vera! G. M. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Edda h.f. Morgunblaðið fær einskonar flog í hvert skipti, sem útsvars- skráin kemur út. Enda er það ekki óeðlilegt, þótt blaðinu finnist hún minna of mikiö á hina hörmulegu fjármálastjórn bæjarins og álíti þess vegna nauðsynlegt að koma með ein- hverjar afsakanir. En þessar tilraunir Morgun- blaðsins til að bera í bætiflák- ana fyrir stjórn bæjarins, er jafnan mjög misheppnaðar, eins og málefni standa líka til. Að þessu sinni er það Bjarni Benediktsson, sem hefir fundið upp „afsakanirnar“ fyrir stjórn bæjarins. Þær eru i stuttu máli i þvi fólgnar, að allir örðugleikarnir séu afleiðing af stjórnarstefnu ríkisstjórnarinnar og engar bætur fáist, nema Alþingi taki upp „nýja stefnu“, sem mönn- um skilst helzt að eigi að vera stefna íhaldsstjórnarinnar á ár- unum 1924—27. Það þarf ekki miklar skýringar eða langt mál til að afhjúpa þessa blekkingu. Stefna ríkisstjórnarinnar í fjármálum og atvinnumálum er einkum að tvennu leyti frá- brugðin stefnu fyrri ríkisstjórna. Hún hefir eftir megni reynt að takmarka innflutning til landsins og varið margfalt meira fé til atvinnuveganna en áður heflr verið gert. Verður vafalaust erfitt fyrir Morgunblaðið að skýra það, hvernig slíkar ráðstafanir hafi aukið erfiðleikana. Sannleik- urinn er einmitt sá, að hefðu þessar ráðstafanir ekki verið gerðar, myndi markaðshrunið, aflabresturinn, óþurkarnir og fjárpestin hafa riðið atvinnu- lífi landsmanna að fullu. Ef ríkið hefði ekki, gegn andstöðu íhaldsins, byggt síldarverk- smiðjur, styrkt karfavinnslu, hlynnt að ufsaveiðum, látið smáútgerðina fá skuldaskil o. s. frv., myndi útgerðin vera full- komlega 1 kalda koli. Hefði ríkið ekki látið landbúnaðinn fá af- urðasölulögin, kartöflustyrkinn, loðdýralánadeildina, nýbýla- hjálpin o. s. frv„ myndi af- koman vera ólíkt verri I sveit- unum og fólksflóttinn þaðan meiri. Ef iðnaðurinn hefði ekki eflst í skjóli innflutningshaft- anna, myndi vera mun meira atvinnuleysi í höfuðborginni og stærri bæjunum. Það er fyrst og fremst fyrir þær og aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að tekjur skattgreiðenda hér í bænum ukust það mikið árið 1937, að ekki þurfti að hækka skattstigann að þessu sinni, þrátt fyrir 200 þús. kr. hækkun útsvaranna. En hefði hinni „nýju stefnu" Morgunblaðsins verið fylgt, stefnu áranna 1924—27, myndi slík þróun ekki hafa átt sér stað, heldur hefðu erfiðleikarn- ir verið auknir með aðgerðum og afskiptaleysi ríkisvaldsins. Þá hefði innflutningurinn verið ótakmarkaður. Allur inn- lendur iðnaður hefði verið ’ „undirboðinn" og dauðadæmd- * ur, meðan fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar var að blæða til ólífis. Þá hefðu atvinnuvegirnir ekki fengið nein framlög frá rík- inu, en útsvör og tollar verið hækkaðir til að standa undir vaxandi sveitarþyngslum og at- vinnubótavinnu. En ótakmarkaður innflutn- ingur og engin framlög til at- vinnuveganna voru aðalein- kennin á stjórnarstefnu íhalds- ins á árunum 1924—27. íhaldið hefir að því leyti, sem , það hefir getað, fylgt þessari stefnu í stjórn bæjarins. Þrátt ! fyrir hin sívaxandi útsvör hefir það ekki varið einum einasta eyri til framleiðslunnar, heldur eytt öllu í fátækraframfærslu og arðlausa atvinnubótavinnu. Þess vegna er líka komið eins og komið er. Ef Reykjavík hefði hinsvegar á síðasta kjörtímabili fylgt þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, að verja sem mestu fé til fram- leiðslunnar, og varið þó ekki væri nema *4 hluta af framlag- inu til fátækraframfærslunnar og atvinnubótavinnunnar til efl- ingar framleiðslunni, myndi at- vinnulif bæjarins nú vera í meiri blóma en raun er á. Stefnubreytingin, sem þarf að verða, er því sú, að bæjarstjórn- ; in taki upp stefnu rikisstjómar- innar, en ekki að ríkisstjórnin taki upp stefnu bæjarstjórnar- innar. Meðan útsvörin halda áfram að vaxa, en ekki minnsta hluta þeirra er varið til að styrkja og efla framleiðsluna, heldur á- standið áfram að versna hér í bænum. Viðreisn atvinnuveganna verður ekki öðruvísi framkvæmd en með þvi að fylgja enn fastar fram þeirri stjórnarstefnu, sem fyrst var tekin upp af ríkis- stjórn Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar, að hið opin- bera reyni að styrkja og efla framleiðsluna á allan hátt. En eins og kringumstæðunum er nú háttað, væri sú „stefna ár- anna 1924—27“, að veita fram- leiðslunni engan opinberan stuðning, hreinn dauðadómur fyrir atvinnuvegina. Morgunblaðið getur ekki gert flokki sinum meiri óleik en að bera saman stefnu hans og rík- isstjórnarinnar í þessum málum. Þ. Þ. Utan úr heimi (Framhald af 1. slðu.) sögu stjórnmálanna. Frásögnin er mjög hlutdræg og svívirðileg í garð andstæöinganna, en hún er listaverk þrátt fyrir það. Beri maður niðurstöður efnis og þær nokkur hundruð myndir, er bókina prýða, saman við hin- ar klaufalegu áróðurstilraunir Northcliffs meðan á stríðinu stóð, er auðséður sá skerfur, er Goebbels hefir lagt til út- breiðsluvísindanna. Þessi bók hlýtur að sannfæra mann meðan maður les hana, enda þótt maður viti fyrirfram hversu frásögnin er ósanngjörn og ranglát. Goebbels hefir kom- izt að raun um, að áróður get- ur sigrað skynsemina, ef hann er skrásettur og studdur mynd- um. Hver sá, sem ferðast um Þýzkaland hlýtur að komast að eftirfarandi, hver svo sem af- staða hans er fyrir: Hinn stöðugi áróður í blöðum, útvarpi og manna á milli, vinn- ur bug á mótstöðu hans og hann verður að gæta sín til þess að fara ekki að aðhyllast hugsjón- ir, sem hann mundi ákveðið gagnrýna, ef hann hefði tæki- færi til að athuga þær í næði í heimalandi sínu. Goebbels hefir fundið stærð- fræðihlutfall milli straumþunga áróðursins og mótstöðu ein- staklinganna. Áróðurinn er það öflugur, að hann bugar efandi útlendinga. Hversu miklu meiri hljóta ekki áhrifin að vera á hans eigin landa, sem fyrirfram eru reiðubúnir að láta sannfær- ast um ágæti hins nýja ríkis? Goebbels er ekki aðsópsmikill í ytra útliti. Hann er litill og haltur og aldrei kyr. Enginn dirfist að tala upphátt um hið mjög svo „óariska“ vaxtarlag hans. Fyrir skömmu nefndi heilbrigðisfélag eitt hann í tímariti sínu sem dæmi um hvernig andinn gæti sigrazt á líkamlegri fötlun. Það er ennþá á almannavörum í Berlín hvernig fór fyrir vesalings út- gefendunum að þessu tímariti! Það verður ekki hjá því kom- izt að setja Goebbels í samband við mannvonsku. Gáfur hans eru frábærar, en þvingaöar og bitrar og hann leggur nú — eft- ir að hann er kominn til valda — einkum stund á hatur og hefndir, sérstaklega gagnvart Gyðingum og kommúnistum. Mönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds er þeir heyrðu hvernig hann talaði um Rússland í Núrnberg; ásakanir hans voru svo heiftúðugar. Goebbels lýtur ekki að neinu málskrúði eða sérstöku látæði til að skreyta ræðu sína. Hann talar hægt og málið er hreint og skýrt. Þetta er mjög frábrugð- ið hinu óskipulega orðaflóði Hitlers.og öskri Görings. Goeb- bels er líka tvímælalaust bezti ræðumaður nazista. Það ber enginn á móti þvi, að hann sé gáfaðasti maðurinn innan flokksins, en hann hefir alla tlð verið postuli beiskjunnar, og það er erfitt að láta sér til hug- ar koma að nokkuð jákvætt geti sprottið upp af jafn rót- grónu hatri. Hinar mörgu bæk- ur hans fjalla líka miklu frem- ur um niðurrif en uppbyggingu. Hann hefir ekki snefil af draumlyndi Hitlers eða hinum víðfeðmu hugsjónum Rosen- bergs. Goebbels er illa við Englend- inga og finnst hlægilegt að þeirra hægfara og gagnrýnandi stefna skuli sýna árangur, og að þeim skuli takast að halda aðstöðu sinni i heiminum. í ut- anríkismálum er það stefna Goebbels, að ná samkomulagi við Ítalíu — og svo helzt að eitthvað sérstakt komi fyrir í Mið-Evrópu. Þegar síðasta flokksþing var haldið í Núrnberg, vildu rit- handasafnendur ólmir ná til hans. Hvað eftir annað svaraði hann málaleitun þeirra með þessum orðum: „Aðeins Austur- ríkismenn; ég skrifa ekki fyrir aðra en Austurrikismenn“. — Austurríki hefir ætíð verið tak- mark hans, enda þótt að það hafi illa átt samleið með trausti hans á byssustingjum Musso- (Framhald á 4. siðu.) holt er nú næststærsta skóla- heimili á íslandi og eitt af þeim fallegustu. Þar eru nú mikil og góð hús. En skólanefndin er stórhuga. Hún byggir við aðal- álmu hússins mikla viðbót, fjór- ar hæðir, og lætur auk þess reisa úr timbri og bárujárni stærstu vinnustofu sem nú er til við skóla á íslandi. Mér þykir sennilegt, að vel megi koma fyrir 100 nemend- um í einu, körlum og konum við vinnunám, trésmíðar, steln- steypu, fatasaum, prjón og vefn- að. í Reykholti á með samþykki og velvild Alþingis og ríkisstjórn- ar, að gera nú í vetur hina fyrstu tilraun um að framkvæma þings ályktun okkar Bjarna Bjarna- sonar á Laugarvatní, um fjöl- þætta vinnukennslu í héraðs- skólum landsins. Allar líkur eru til, að þessi tilraun muni hafa stórvægilega þýðingu, og að frá bæ Snorra Sturlusonar muni berast út um landið til annarra héraðsskóla, til gagnfræðaskóla, menntaskóla og bárnaskóla, ný vakninkar- alda. Þar á að setja hið verklega Aám í hásæti við hlið bóknáms og íþrótta. Það fer þessvegna vel á að þjóðin öll viti um þessa merkilegu tilraun í skólamálum, sem Reykhyltingar gera næsta vetur. Snorranefndin i Noregi hefir beðið um ljósmyndir af lands- lagi og byggingunni í Reyk- holtsdal til afnota fyrir Vige- land, er hann gerir Snorra- likneskið, og hefir Vigfús Sigur- geirsson kvikmyndagerðarmað- ur lokið þeim þætti í undirbún- ingnum. Menn vita það eitt um Snorramyndina, að mynd- höggvarinn ætli að hafa hana á allháum stalli úr íslenzku gab- bro, og að Snorri eigi að horfa I suðurátt, móti sól og sumri. Sennilegt þykir að myndhöggv- arinn muni láta myndastytt- una vera á hæð, beint fram af aðalinngangi í skólann. Yrði myndin þá í miðjum Snorra- garðinum. Alþingi veitti á fjárlögum næsta árs 1000 kr. í Snorragarð- inn. Leiðir það að sjálfsögðu, að þjóðin getur ekki látið sér sæma, að Norðmenn gefi veg- legt líkneski af frægasta manni á íslandi, eftir frægasta mynd- höggvara, sem nú er uppi í heimi og láta þeta merka llsta- verk vera i álíka vanhirtu um- hverfi eins og Leifsmyndin var í fyrstu hér í Reykjavík. Nokkur byrjun að trjágarði hefir verið gerð sunnan við skólahúsið í Reykholti. En með- an óráðið er, hvar myndastytt- an verður reist, er ekki hægt að skipuleggja þann garð. Nú gerir Guðjón Samúelsson húsa- meistari ráð fyrir að leggja það til, að garðurinn verði mikið stærri, bæði sunnan og vestan við skólann niður að þjóðveg- inum, en nokkuð af þessu landi er nú mýrlendi og lítt hæft til ræktunar. Verður að gera djúp- an, opinn skurð, sennilega ekki minna en 3 y2—4 m. á dýpt frá þjóðveginum og niður i átt að Reykjadalsá. Gera síðan annan skurð nálega jafn djúpan of- an við veginn, og ræsa þannig fram allt mýrlendið, sem verður í Snorragarðinum. Síðan verður lögð ný vegálma heim að Reyk- holti framan við hús sr. Einars Guðnasonar, og koma fleiri kennarabústaöir með þeim vegi norðanmegin. En vestast í þeirri röð vill húsameistari láta reisa væntanlegan húsmæðra- skóla Borgfirðinga, sem lög voru samþykt um á síðasta Al- þingi. Reykhyltingar vilja gjarnan gera opna sundlaug í Snorragarði og myndi hún vafalaust fara bezt neðst í garðinum, beint suður af skóla- stofunum. Vegna þeirrar sundlaugar þarf djúpan frárennslisskurð, og má telja einsætt að það fé sem veitt er úr ríkissjóði til að prýða um- hverfið um myndastyttuna, verði fyrst og fremst að ganga til að fullþurrka landið. Þar næst verð- ur að girða garðinn og síðan að slétta landið eftir þvl sem með þarf(>og síðan að leggja um það gangbraut og planta runnum og trjám. Myndu þá skiptast á í Snorragarði vel hirtir grasvellir og fagrir trjálundir. Mun varla vera hægt að gera veg Snorra meiri nú á tímuin með mann- virkjum í Reykholti heldur en gert hefir verið og nú er unnið að með líkneski Vigelands og Snorragarði. Má segja, að íslend- ingar fari í þessu efni líkt að og Norðmenn, er þeir tengja saman fornöld og nútíma með glæsileg- um framkvæmdum. Þeir spenna brú yfir haf hinna myrku alda. Nú er unnið að tvennskonar umbótum í Reykholti. Annars- vegar að stækkun suðurálmu skólahússins um þriðjung og reisa hinn mikla vinnuskála úr timbri, áfast við leikfimishúsið og í sama stíl. Þar að auki hafa um 30 bændur 1 sveitinni reist 4 stóra gróðrarskála við hverinn og ætla með aukinni garðrækt að bæta sér að nokkru missi fjárstofnsins, þar til bót er ráð- in á því böli. Undir vinnuskál- anum verður að nokkru leyti hár kjallari, sem ætlaður er til að steypa í steina að vetrinum til. Á þann hátt má meðan frost eru, steypa mikið af byggingar- efni í framtiðarhús í Reykholti. Hlaða síðan úr steinunum á vor- in. Koma þaki yfir nýbygðina og láta síðan nemendur starfa i verklega náminu að því að full- gera húsin vetri síðar og smíða í þau húsbúnað. Á þennan hátt læra nemendur að byggja sér ný hemiili og þess þurfa flestir. Þar að auki hygg ég að við alla hér- aðsskóla þurfi að koma á fót fullkomnu iðnnámi til að vega á móti lokun iðnstéttanna í bæj - unum og hinu hörmulega at- vinnuleysi æskunnar í landinu. Sveitin og smáþorpin þurfa að hafa sina eigin iðnaðarmenn og þeir eiga að koma frá iðndeild- um skólanna. Reykhyltingar hafa nú í und- ir búningi skíðaskála uppi undir Oki, og verða þar vel settir með snjó. Sumir halda að þangað muni síðar leitað af innlendum mönnum, sem stunda vilja skíðagöngur á sumrin. Auk þess eru borgfirzkar konur byrjaðar að safna fé í húsmæðraskóla í Reykholti. Alþingi hafði fram- sýna forustu í þeirri löggjöf, enda vel í tekið sem vænta mátti/ Saurbær, Hvanneyri og Reyk- holt eru sögufrægir staðir í Borgarfirði. Nútímakynslóðin bætir miklu við frægð þeirra. Hin mikla sókn, sem lýst hefir verið 1 þessum greinaköfl- um, er táknandi um þann skap- andi stórhug, sem er í íslenzku þjóðinni, þegar hún byrjar að rétta sig við eftir margra alda erfiðleika. J. J. Kolaverzlnn SIGURÐAR ÖLAFSSONAR Símn.: Kol Reykjavík Sími 1888

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.