Tíminn - 25.08.1938, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1938, Blaðsíða 1
XXII. áx. Rvík, fimmtud. 25. ágúst 1938. 35. blað Hlutverk ungra Framsóknarmanna Þmgslitaræða lormaims S. U-F- Hrunín paradís í blöðum heildsalanna er oft vitnað til áranna 1924—27. Það er sagt, að allt myndi hér i góðu lagi, ef fylgt væri nú sömu stjórnarstefnu og þá. Það er ekkert undarlegt, þó slík skoðun komi fram í mál- gögnum heildsalanna. Árin 1924 —27 var hér góðæri vegna hagstæörar sölu á íslenzkum sjávarafurðum erlendis. En meg- inhluti gróðans lenti ekki hjá hinum vinnandi höndum, sejn sköpuðu hann, heldur í vösum milliliðanna. Og allar ráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar höfðu það markmið að auka þennan gróða. Þessvegna var krónan hækkuð um 35—40%. Það varð þungur baggi á framleiðslunni, en milli- liðirnir græddu. Skattar voru hafðir lágir og lítið gert til að hindra skattsvik. Með erlendum lántökum var létt undir með byggingu skrauthýsa. Ríkis- valdið lét sér mestu skipta, að milliliðirnir gætu átt arðsama og náðuga daga, enda var höfuð ríkisstjórnarinnar úr þeirra hópi. En bændur og verkamenn hafa ekki sömu endurminningar frá 1924—27. Sjómenn eru þess vafalaust minnugir að þá var margsinnis hafnað kröfum þeirra um 8 klst. hvíldartíma á togurum, svo aðeins sé eitt dæmi nefnt úr reynslu þeirra. Bændur munu þess einnig minnugir, að þeim var neitað um allan stuön- ing til að gera landbúnaðinn jafnréttháan öðrum atvinnuveg- um landsins um aðgang að veltufé. Þeír muna eftir barátt- unni gegn vegalagningunum, byggingar- og landnámssjóði, áburðareinkasölunni og öðrum hliðstæðum framkvæmdum í þágu landbúnaðarins. Bændur og verkamenn minnast þess sameiginlega aö tekjur hins mikla góðæris lentu að minnstu leyti hjá þeim. Þær urðu eftir hjá stórframleiðendum og milli- liðunum, sem notuðu þær til mannskemmandi óhófslifnaðar, bæði innanlands og utan. Þannig fóru tekjur góðærisins 1924—27. Þær sköpuðu engin teljandi verðmæti í landinu og þær bættu ekki hag hinna vinn- andi stétta. En hitt er eðlilegt, að í endurminningum millilið- anna verði þetta tímabil að hinni týndu Paradís, og að þeim fyndist allt vera í lagi, ef þessir „gömlu, góðu dagar“ kæmu aftur. * Síðan hefir mikið breyzt. Tím- ar góðæris, sem byggðist á hag- stæðri saltfisksölu, eru löngu liðnir. Gömlu markaðirnir eru lokaðir og verðið fallið annars- staðar. Auk þess hefir verið ó- venjulegt aflaleysi um langt skeið. Vegna hins minnkandi verðmætis útflutningsins hefir orðið að takmarka innflutning- inn og skerða með því gróða- möguleika milliliðanna. En breytingin hefir náð víðar en til hinna ytri kringumstæðna, sem þjóðin býr við. Það hefir (Framh. á 4. slðu.) Prentun þingtíðinda frá stofnþingi S. U. F. er nú að verða lokið og verða þau send út um mánaðamótin. Fer nú undirbúningurinn að haust- og vetrarstarf- semi félaganna að hefjast. í þingtíðindunum birtast m. a. ræður ráðherranna, sem fluttar voru á þinginu, á- varp formanns flokksins, og niðurlag af ræðu formanns S. U. F., er hann sagði þing- inu slitið. Fer það hér á eftir: .. Hinum fyrirhuguðu störf- um þingsins er lokið. Þau starfs- lok þýða í raun og veru það, að nú er aðalstarfið að hefjast. í mörgum ágætum ræðum hér á þinginu hefir meginá- herslan verið lögð á starfið. Það hefir verið sýnt með skýrum rökum, að engum umbótum verður þokað áleiðis, nema með mikilli vinnu, og að það sé starf- ið og áhuginn fyrir því, sem gerir mennina mikla. Það hefir verið bent á ýmsa helztu for- ingja hinnar stjórnarfarslegu og menningarlegu viðreisnar hér á landi og sýnt hvernig þeir fórnuðu kröftum sínum ó- skiptum til að vínna að fram- gangi áhugamálanna, án tillits til þess hvort þeir högnuðust eða töpuðu á því persónulega. Þau dæmi og fjölmörg önnur sanna okkur, að það er enginn maður sannur hugsjónamaður, sem ekki er reiðubúinn til að færa hugsjónum sínum miklar fórnir, ef aöstæðurnar krefjast þess. Kvæði Hannesar Hafsteins: í hafísnum, er eitt það fegursta, sem ort hefir verið á íslenzka tungu, um sanna karlmennsku og fórnarlund. Þar er dregin upp ógleymanleg mynd af hug- rökkum hugsjónamanni, sem fórnar kröftum sínum og sein- ast lífinu sjálfu í þágu annara. En það er fleira í þessu kvæði, sem er ástæða til að minnast á við þetta tækifæri. Þar er vel lýst hinum mikla vá- gesti, sem stundum kemur hing- að norðan úr höfum og veldur hér margvíslegum búsifjum. Reynsla margra alda hefir kennt þjóðinni að óttast þennan vágest, hafísinn. í niðurlags- oröum kvæðisins er þó sýnt, að þjóðin á annan verri andstæð- ing. Þar segir: Öllum hafís verri er hjartans ís, ef hann heltekur skyld- unnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vis, þá gagnar ei sól né vor. írski stjórnmálamaðurinn, de Valera, hefir nýlega sagt að ír- lendingar ættu ekki nema einn hættulegan óvin, sundurlyndið. En sá óvinur gæti líka verið hættulegri sjálfstæði þjóðarinn- ar en allir aðrir andstæðingar hennar til samans. Þeir, sem fylgjast með hinum harðnandi átökum milli stétt- anna hér á landi, munu hik- laust fella svipaðan dóm um ís- lenzkt þjóðlíf um þessar mund- ir. Af hverju stafar sundurlynd- ið? Það á rætur sínar í því, að menn kunna ekki að vinna saman. Þeir meta eigin hag svo mikils, að þeir geta ekki tekið réttlátt tillit til annara og af því rísa deilurnar. Hver stétt hugsar eingöngu um sig og miðar kröfur sínar við það, en lætur sig afkomu heildarinnar eða annara stétta engu skipta. Hinar efnameiri, fámennari stéttir hafa byrjað þessa bar- áttu, en hinar hafa síðan fylgt í fótspor þeirra. Það er þessi eigingirni stéttanna og tillits- leysi til annara, sem skapar sundurlyndið í þjóðfélaginu og er sá „hjartans ís“, sem er mesti voði þjóðarinnar. Það er rétt, að þjóðin býr nú við ýmsa fjárhagslega erfið- leika, markaðstöp, verðfall, fiskleysi, fjárpest o. s. frv. En þeir eru hverfandi litlir hjá þessu andlega öfugstreymi. Þó að hér léki allt í lyndi, fiskafli væri nægur og markaðir góðir, gæti sundurlyndið og eigingirn- in verið jafnmikil plága fyrir þjóðina. Það er eins og skáldið segir, að hvorki „sól né vor“ koma aö gagni, þegar „hjartans ís“ hefir náð tökum á þjóðinni. Þennan andlega ís verður þVí að bræða, ef þjóðin á að halda manndómi sínum, menningu og sjálfstæði. í Englandi stendur nú þing- ræðið föstustum fótum og enska heimsveldið ber’ vott um meiri stjórnarhæfileika en nokkurt annað stórveldi, sem sagan greinir frá. Margir skýra þetta á þá leið, að enskir stjórnmála- menn standi öðrum framar sem málamiðlunarmenn. Þeir kjósi að jafnaði samkomulagsleiðina meðan nokkrir slíkir möguleik- ar séu fyrir hendi. í fljótu bragði virðist þetta bera vott um veikleika og undanhald, en reynslan sýnir hinsvegar, að mesti styrkleiki brezka heims- veldisins hefir iðulega verið fólginn í slíkum vinnubrögðum. Það getur verið sigursælt í bili, að beita ofbeldi og fylgja lög- máli hnefaréttarins. En slíkt hefnir sín jafnan, þegar til lengdar lætur. Það helzt lengur og betur á hinu, sem unnið er með friði. Það er þessi hæfileiki Eng- lendinga, sem veldur því líka að innanlandsdeilur hafa aldrei risið þar svo hátt, að þær hafi ógnað heimsveldinu, en það eru A wíðavangi Hörmulegt slys. Sorglegt slys varð við Tungu- fljótsbrú 20. þ. m. Rann bifreið út af veginum í fljótið. í bif- reiöinni voru fimm manns, Sig- urbjörn Ástvaldur Gíslason í • Ási, kona hans, Guðrún Lárus- dóttir alþm., dætur þeirra, Val- gerður og Sigrún, og danskur maður, sem var bílstjóri. — Drukknuðu þær mæðgur, en Sigurbjörn og bílstjórinn björg- uðust með naumindum. Prú Guðrún Lárusdóttir var fædd aö Valþjófsstað 8. janúar 1880, dóttir séra Lárusar Hall- dórssonar og Kristínar Péturs- dóttur konu hans. Hún giftist Sigurbirni Ástvaldi árið 1902. Áttu þau alls sjö börn. Frú Guðrún var gáfuð kona og mikilhæf. Hún hefir um margra ára skeið látið mjög til sín taka í félagsmálum og stjórnmálum og var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sein- ustu átta árin. Hún fékkst einn- ig talsvert við ritstörf og skáld- sagnagerð. Magnús Gíslason sýslumaður mun taka sæti hennar í þing- inu. Nýr sauðfjárræktarráðunautur. Halldór Pálsson frá Guðlaugs- stöðum í Húnavatnssýslu hefir einmitt slíkar deilur, sem hafa átt mestan þátt í glötun ann- ara heimsvelda. Englendingar hafa að vísu deilt innbyrðis, en í hvert sinn, sem reynt hefir eitthvað á þjóðina til átaka út á við, hafa sannazt á þeim um- mæli Einars Benediktssonar: Þegar bíður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál. Við eigum að stefna að þvi að slíkt hið sama megi segja um þjóð okkar. Við eigum að hafa það markmið, að jafna deilur og ósætt innbyrðis með sam- komulagi og friði. Við eigum að vinna gegn hinni gagnlausu og skaðlegu stéttabaráttu, stefna að því, að bræða hinn andlega ís og láta samheldni og sam- vinnu þjóðarþegnanna koma I stað sundurlyndisins. Við þurfum að kenna ein- staklingunum að vinna saman á réttan hátt, kenna þeim að taka heilbrigt tillit til hags- muna og réttinda annara, kenna þeim að skipta afrakstri starfsins og náttúrugæðanna réttlátlega á milli sín. Slíkur skilningur og sú samheldni, sem hann hlýtui' að skapa, er hin eina örugga vörn þjóðar- sjálfstæðisins gegn aðsteðjandi hættum. Án slíks skilnings koma líka engar\erklegar um- bætur og framfarir að sönnu gagni, því ef þær hjálpa ekki til að bæta manngildið, heldur þvert á móti verða orsök að aukinni úlfúð og sundrungu, eru þær sannarlega unnar fyrir gíg og jafnvel til bölvunar. Þetta markmið, aukin sam- vinna og samheldni, hefir jafn- an verið aðalmarkmiö Pram- sóknarflokksins. Hann hefir barizt fyrir aukinni samvinnu á öllum sviðum þjóðlífsins. Þótt slíks hafi oft áður verið mikil (Framh. á 4. síðu.) JOANNES PATURSSON Sjá viðtal við hann á öðrum stað í blaðinu. nú nýlega tekið við sauðfjár- ræktarráðunautsstarfinu hjá Búnaðarfélagi íslands. Hann hefir að undanförnu stundað nám við háskólann í Edinborg og lauk þaðan prófi í landbúnaöarfræðum árið 1936. Aðalnámsgrein hans var sauð- fjárrækt. Síðan hefir hann um tveggja ára skeið stundað fram- haldsnám, bæði í Skotlandi og Cambridge og að nokkru leyti hér heima á íslandi. Til þessa hefir hann notið nokkurs styrks héðan að heiman, jafnframt því sem háskólinn í Edinborg styrkti hann allríflega í viðurkenning- arskyni fyrir dugnað og hæfi- leika. í sumar, áður en han kom heim, ferðaðist hann um Norð- urlönd og heimsótti tilrauna- stöðvar og búnaðarskóla. Einnig mætti hann sem einn af full- trúum af hálfu íslands á bún- aðarþingi í Uppsölum. Á síðastliðnu vori varði Hall- dór við háskólann í Edinborg doktorsritgerð, sem fjallaði um samanburð á gæðum kjöts af fé af ýmsum kynjum, einkum skozku fé og kynblendingum. Á ensku nefnist þessi ritgerð „Meat Qualities in the sheep with special reference to Scott- ish breeds and crosses." — í rit- gerðinni er borið saman vaxtar- lag, bráðþroski og holdafar fjár af ýmsum kynjum, rætt um eðli kjötsins og fleira. Jafnframt er lagður grundvöllur að því, hvernig hægt sé með mælingum á skrokkunum að meta kjötið og gæði þess. Þetta getur haft hagnýtt gildi fyrir þá, sem þurfa að meta kjöt og jafnvel lifandi fé. Námsferill Halldórs hefir ver- ið hinn glæsilegasti og ætti að mega vænta mikils af starfi hans hér heima. Halldór mun í haust halda hrútasýningar norðanlands og í Borgarfirði. Síldveiðin. Undanfarið hefir verið stirð veðrátta nyrðra og síldveiði sama og engin. En nú er veðrið að batna aftur og hafa þau skip, sem fariö hafa út, fengið góðan afla. 20. þ. m. var saltsíldaraflinn orðinn 191 þús. tn., en var á sama tíma í fyrra 179 þús. tn., og 1936 158 þús. tn. Bræðslu- síldaTaflinn var orðinn 1.303 þús. hl., en var um svipað leyti í fyrra 1.784 þús. hl. og árið 1936 1.050 þús. hl. Uian lir heimi Færeysk sijórnmál í meira en 30 ár hefir Jó- annes Patursson verið foringi í frelsisbaráttu Pæreyinga og kunnasti maður eyjanna, bæði heima fyrir og út á við. Um það eru víst allir á einu máli, bæði fylgismenn hans og andstæðingar, að þar er óvenju- lega glæsilegur og hæfileikamik- ill foringi. Maðurinn er vel vax- inn og fríður sýnum, sterkur og karlmannlegur, og svo fjölhæfur og ljóngáfaður, að hann hefir alstaðar getað staðið í fremstu röð meðal landa sinna og borið merki þeirra með sæmd meðal annarra þjóða Hann er meðal helztu skálda eyjanna og leiftr- andi stemningsmaður, og á því hægt með að ná til fólksins og magna það upp. Hann er flest- um mönnum lærðari í sögu og fornfræði eyjanna, og í þjóð- kvæðum þeirra. Raddmaður er hann mikill og dansmaður, og er því sjálfkjörinn forsöngvari á dansgólfi. Hann hefir um langt skeið verið stærsti og umsvifa- mesti bóndi eyjanna, búið á mestu jörðinni, biskupssetrinu forna, Kirkjubæ, gert þar stór- felldar jarðabætur og jafnvel haldiö búnaðarskóla um skeið. Meðal alþýðu manna í Færeyj- um er hann jafnan nefndur „Jó- annes bóndi“, eða aðeins „bónd- inn“, og er það virðingarnafn. Jóannes bóndi var ungur mað- ur, þegar fyrst tók að bera á honum í stjórnmálum og þjóð- ernismálum Pæreyinga. Hann lét mjög til sín taka í gamla „Pör- oyingafélaginu‘“, bæði með því að hvetja fólkið með ljóðum sín- um og ræðum, og svo með bein- um framkvæmdum. Hann var kosinn á þing til Danmerkur og hélt þar fast á hlut þjóðar sinn- ar. Um 1906 hafði hann komið ár sinni svo fyrir borð, að Danir gáfu Færeyjum kost á allmikilli sjálfstjórn. En dansksinnaðir menn gerðu þá afarharðan and- róður gegn honum og tókst að sigra hann í kosningum og fella sjálfstjórnartilboðið. Þetta árr, 1906, hefir oft .verið nefnt „syndafallsárið" í sögu Færeyja. Þá voru stofnaðir þeir tveir flokkar, sem síðan hafa strítt um völdin og barizt um sjálf- stæðismálin í eyjunum, „Sjálf- stýrisflokkur“ og „Sambands- flokkur", og var Jóannes Paturs- son foringi hins fyrrnefnda. Hafa oft verið áhöld um styrk þeirra í Lögþinginu, og nú hafa þeir 8 þingmenn hvor. Á síðari árum hafa bætzt við tveir flokk- ar í þinginu, jafnaðarmanna- flokkur, sem hefir 4 þingmenn, og svonefndur „Vinnuflokkur", sem hefir 2 þingmenn. í þjóð- ernismálunum hafa þessir tveir flokkar venjulega staðið með „Sj álf stýrisflokknum“. Jóannes bóndi er nú 72 ára gamall, en lítur út fyrir að vera mikið yngri Enn er hann sami eldmóðsmaðurinn og fyrr, jafn- logandi og fjörugur. Hann er þó eigi lengur formaður „Sjálfstýr- isflokksins“, heldur hefir Edvard Mitens tekið við því starfi. — (Framh. á 4. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.