Tíminn - 17.09.1938, Blaðsíða 4
164
TÍMINN, langardagiim 17. scpt. 1938,
41. blað
Sœnska rithöfundinum Sven
Stolpe, var meinaö að ferðast
yfir Þýzkaland, þegar hann œtl-
aði á mót Oxfordmanna i Inter-
laken nú fyrir skömmu síðan.
Stolpe alítur sjálfur, að bann
þetta stafi af því, að hann á sam_
komu á þýzk-norrænu rithöf-
undaheimili í Trawemúnde í vor
hafi gagnrýnt þýzk blöð.
Þá skýra útlend blöð einnig frá
því, að í Þýzkalandi hafi verið
bönnuð sala á bók Bertil Malm-
berg, „Tyske inntrykk". Er hún
þó talin lýsa Þýzkalandi og á-
standínu þar mjög vel, enda er
höfundurinn mjög hliðhollur na-
zismanum.
* * *
Nýlega hefir farið fram hús-
rannsókn í öllum spilavítum í
Chicago, en það er álitið, að þau
séu öll undir stjórn Al Capone.
Þegar húsrannsóknín fór fram,
voru 2500 gestir á spilavltunum,
og var meiri hluti þeirra konur.
Allar spilavélar voru eyðilagðar.
Al Capone situr nú í Alcatraz-
fangélsinu, eins og kunnugt er,
þar sem hann er að afplána 11
ára fangelsisdóm.
* * *
Einu sinni kom norskur stór-
þingsmaður, sem drykkfelldur
var i meira lagi, á ritstjórnar-
skrifstofur Morgunbl. norska, og
óskaði eftir að fá að tala víð r'ít-
stjórann, Friele, sem ekki var
:inn. Þingmanninum var þá
boöið að bíða hans og þekktist
hann það.
Eftir skamma stund kom Fri-
ele. Um leið og hann heilsaði
þingmanninum, sagði hann: „Já,
ég bjóst víð að það vœruð þér,
sem biðuð eftir mér. Ég þóttist
þekkja vagninn yðar fyrir utan.“
„Vagninn minn?“ spurði þing-
maðurinn mjög undrandi, því að
hann hafði alls ekki komið i bíl.
Síðan gekk hann út að gluggan-
um til þess að vita við hvað rit-
stjórinn œtti. Honum brá heldur
en ekki i brún, þegar hann sá, að
úti á götunni stóð ölvagn. Sagt
var að þingmaðurinn hefði orðið
stórum hófsamari eftir en áður.
* * *
Pólski pianóleikarinn Benow-
ski hefir nú stefnt manni einum,
sem Piatowski heitir, og krefst af
honum 2500 zloty skaðabóta. Pi-
atowski hafði hóstað svo hátt og
lengi á hljómleikum hjá Benow-
sky, að hann neyddist til að
hœtta leíknum. Hlaut Benowski
mjög slœma blaðadóma eftir
hljómleikana og kennir Piatow-
ski um.
Tíminn stækkar.
(Frh. af 1. síBu.)
ýmsum sviðum, svo sem af-
drifaríka heimsviðburði, alkunna
menn, bókmenntir, trúBnál, sögu-
leg efni, náttúruvísindi o. fl. og,
ef sérstaklega stendur á, um
meginlínur í innlendum stjórn-
málum. Til að semja slíkar
greinar, mun blaðið gera sér far
um að afla sér aðstoðar hinna
færustu manna í landinu á því
sviði, sem um er að ræða í hvert
sinn eða heimilda úr áreiðanleg-
um erlendum blöðum og tíma-
ritum. Almennum stjórnmála-
greinum er ætlaður staður á 2.
síðu. Á 3. síðu eru stuttir fræð-
andi greinakaflar í fréttasniði,
um takmarkað og sérstætt efni,
svo sem um íþróttir, nýútkomn-
ar bækur og tímarit, sérstök á-
hugamál húsmæðra, dánardæg-
ur, hjónabönd, bústaðaskipti og
aðrar þvílíkar „persónulegar“
fréttir o. s. frv. Þá er og í blaðinu
framhaldssaga neðanmáls og
mun oftast verða ,létt‘ skemmti-
saga til tilbreytingar frá hinum
alvarlegri efnum. Á 4. síðu mun
verða „smælki" til gamans, aug-
lýsingar og fleira.
Aðstandendum Tímans er það
ljóst, að sú stórfellda stækkun
og vöndun Tímans, sem nú á sér
stað, kostar mikið fé og mikla
vinnu. Fjöldamargir vinir Tím-
ans víðsvegar um land hafa þeg_
ar heitið fjárhagslegri aðstoð
sinni í þessu skyni, ef til þarf að
taka.En það má líka ganga út frá
því sem vísu, að allir Framsókn-
armenn og allir lesendur Tímans
vilji fyrir sitt leyti að því stuðla,
að gera blaðið sem fjölbreyttast
og læsilegast. Verð blaðsins úti
um hinar dreifðu byggðir, verður
að vísu lítið hækkað frá því, sem
áður var, þrátt fyrir stækkunina.
Hinsvegar verður hærra verð á
þeim stöðum, þar sem blaðið
kemst nýtt eða svo að segja nýtt
til kaupendanna. En með því að
stuðla að útbreiðslu blaðsins og
skilvísi við það, getur hver ein-
stakur lesandi lagt fram mikils-
verðan skerf til þess að Tíminn
geti haldið áfram að vera það,
sem hann vill vera: Boðberi al-
hliða menningar og fræðslu á
sérhverju íslenzku heimili.
Nýlátinn
er Vigfús Kristjánsson frá Úlfsbæ í
Bárðardal. Vigfús var merkur maður og
vel látinn. Hann var jarðsettur 7. þ. m.
að viðstöddu miklu fjölmenni
Orðsendingf
um aðsendar greinar
tll Tímans.
Það hefir verið algengt, að vin-
ir Tímans víðsvegar um landið
hafi sent honum greinar til birt-
ingar: Fréttabréf um viðburði í
einstökum héruðum, eftirmæli,
svör við einu og öðru, sem fram
hefir komið á prenti, ritgerðir
um landsmál, héraðsmál o. s. frv.
Vegna þeirrar föstu niðurröð-
unar á efni blaðsins, sem nú er
upp tekin, verður óhjákvæmilegt
að fara eftir föstum reglum um
birtingu slíkra greina. Hér eftir
verður í flestum tilfellum ekki
hægt að birta slíkar greinar í
heilu lagi, heldur eingöngu efn-
isútdrátt, sem starfsmenn blaðs
ins gera og oftast verður miklu
styttri en greinin sjálf (þetta á
þó auðvitað ekki við um greinar,
sem ritaðar eru eftir beiðni
blaðsins. Þær eru vitanlega birt_
ar í heilu lagi). Ef ekki er annað
fram tekið, verður litið svo á, að
höfundur aðsendrar greinar
heimili að gera slíkan útdrátt.
Fregnir um dánardægur, af-
mæli o. þ. u. 1. munu verða birtar
á ákveðnum stað í blaðinu, tekn-
ar sem útdráttur úr eftirmæla-
greinum eða eftir öðrum heim-
ildum. Með þessu móti verður því
við komið að birta miklu fleira
um þessi efni en unnt er i rúm-
frekum minningargreinum, eins
og tíðkazt hafa hér á landi en
alveg eru að leggjast niður í er-
lendum blöðum, nema í hlut eigi
menn, sem hvert mannsbarn í
landinu kannast við.
Með þeim fyrirvara, sem hér er
á hafður, vill blaðið taka það
fram, að hverskonar aðsent efni
er því kærkomið og verður ná-
kvæmlega athugað af starfs-
mönnum blaðsins.
Sérstakléga eru með þökkum
þegin stutt fréttabréf úr sveitum
og verstöðvum, þar sem tekið sé
fram í sem allra skemmstu máli,
um afkomu atvinnulífsins, ein-
stakar framkvæmdir einstak-
linga og hins opinbera, fátíða
viðburði, mannslát, afmæli
þekktra manna, stofnun nýrra
heimila o. s. frv. Slík bréf þyrfti
blaðið helzt að fá úr hverju
hreppsfélagi á landinu, ekki
sjaldnar en annan hvorn mánuð.
Úr efni þeirra yrði svo valið
smátt og smátt. Það gerir ekkert
til, þótt fleiri en eitt bréf komi
í einu úr sömu sveitinni „til að
byrja með“. Skrifið strax um
næstu helgi, þið, sem hafið tíma
til!
Ari Hálfdánarson
á Fagurhólsmýri í Öræfum verður 87
ára 19. sept. Er hann ern vel, fylgist
vel með öllu sem gerist og les og skrifar
gleraugnalaust.
FYRSTI KAPÍTULI
Sýningin á söngleikahúsinu Covent
Garden var úti. Sir Thomas Beecham
hafði stjórnað hljómsveitinni og sýnt
„Meistarasöngvana“. Þessi sýning var
eitt af þessum samkvæmiskvöldum, þeg-
ar úrvalið af hljómlistarvinum Lund-
únaborgar setur sér stefnumót.
Þegar Patricia gekk niður James Street
áleiðins til næstu stöðvar neðanjarðar-
járnbrautanna, var hún enn á töfravaldi
hljómlistarinnar, sem hún hafði heyrt.
Það var þokuslæðingur. Við Piccadilly
steig Patricia af neðanjarðarbrautinni.
Þegar hún kom upp á götuna aftur, var
þokan orðin svo þétt, að stúlkan fór að
hugsa um, hvort hún ætti ekki heldur að
snúa við. En hún vissi, að Violet vinkona
hennar beið óþolinmóð, og hún vildi ekki
svíkja hana um að koma. Þess vegna tók
hún í sig kjark og labbaði rakleitt af
stað, en þokan varð æ þéttari og ógagn-
særri með hverri sekúndunni. Umferðin
hafði stöðvazt, að heita mátti; aðeins
PRENTSMI8JAM EDDA H.F. stöku sinnum heyrðist gaul í bíl. Patricia
n
Hássaði
n
1—2 sólríkar forstofustofur
með aðgangi að baði, til lelgu í
miðbænum 1. okt. Tilboð merkt
reglusemi, sendist afgr. fyrir 22.
þ. mán.
- Kaup og sala -
Tvær notaðar kolaeldavélar til
sölu í góðu standi. Jón Guð-
mundsson, Ránargötu 12.
Úrval af allskonar kvenblúss-
um og mislitum eftirmiðdags-
kjólum. Nýkomin falleg efni í
fermingar- og eftirmiðdagskjóla.
Saumastofan Uppsölum, Aðalstr.
18. Sími 2744.
Sígurður Ólason &
Egíll Sígurgeírsson
Málflutnmgsskrífstofa
Austurstræti 3. — Sími 1712.
" BIFREIÐASTÖÐIN '
GEYSIR
Símar 1633 og 1216.
Opin allan sólarhringinn.
LÍTIL JÖRÐ
vel í sveit sett, eða land undir
nýbýli, óskast til kaups effa leigu,
sem fyrst.
Tilboff meff upplýsingum um
verff, effa leiguskilmála o. fl.,
sendist afgreiffslu Tímans, merkt
Jörff.
IfjeldgaardI
og FLATAU |
Alþýðnsýning
í Iðnó
SUNNUDAG K L. 3.
Öll sœti kr. 2.50, stœði 1.50.
í Hljóðfærahúsinu, hjá Ey-
mundsen og ef nokkuð er
eftir í Iðnó á sunnudaginn
frá kl. 1—3.
Ípróttír
(Framhald. af 3. síðu.)
kast: 43,64 m. Stangarstökk:
3,80 m. Spjótkast: 52,60 m. 1500
m. hlaup: 4 mín. 49,2 sek. —
Fyrir þessi afrek hlaut hann 7214
stig og er þar með fjölhæfasti
íþróttamaður í Evrópu.
Þau lönd, sem hlutu flest sam-
anlögð stig fyrir afrek íþrótta-
manna sinna, eru þessi:
Þýzkaland: 36 stig.
Finnland: 24 stig.
Svíþjóð: 23 stig.
England: 18 stig.
Er reiknað þannig að hvert
land fær 3 stig fyrir 1. mann í
einhverri íþróttagrein, 2 stig
fyrir 2. mann og 1 stig fyrir 3.
mann.
Á viðavangi
(Framhald af 1. síðu.)
Héðinsmaðurinn sér sig um
hönd, er starfhæfur meirihluti
í bæjarstjórninni.
* * *
Alþýðublaðið hefir birt fxegn
um það, að fyrverandi starfs-
maður kaupfélagsins í Nes-
kaupstað, sem lét þar af störfum
sínum síðastliðið vor, hafi
brugðið fylgi við Framsóknar-
flokkinn og gengið í lið með
kommúnistum í bæjarstjórnar-
kosningunum. Þessi fregn er
algerlega á misskilningi byggð
og á sér engan stað.
Gmnla Bíó
EIGEM YIÐ AÐ
DANSÁ?
Pjörug og afar skemmtileg dans
og söngmynd, með hinu heims
fræga danspari
FRED ASTAIRE
og
GINGER ROGERS
Myndin sýnd kl. 7 og 9.
NýjaBÍÓ }möm*
H E IÐ A
Ljómandi falleg amerísk kvik-
mynd frá Fox, gerð eftir hinni
heimsfrægu sögu með sama
nafni, eftir JOHANNE SPYRI.
Aðalhlutverkið, HEIÐU, leikur
undrabamið
SHIRLEY TEMPLE
Sagan um Heiðu hefir hlotið hér
miklar vinsældir í þýðingu frú
Laufeyjar Vilhjálmsdóttur.
Síðasta sinn.
Reíahlerinn
er nauðsynlegasta áhald í hverju refabúi, hann tryggir yður
fyrir hvolpadauða betur en nokkuð annað.
Pantið hann strax, svo hægt sé að leggja hann í búið í haust.
Allar upplýsingar gefur aðai-sölumaður
Páll G. Þormar,
Laugarnesveg 52, símar 2260 & 4574.
Smásöluverð
á ralmagnsperum, algengustu
gerðum
Verð pr . stykki
Perustærð Osram perur ítalskar perur
15 Dlm kr. 1,00
15 watt — 1,00 kr. 0,85
eða niiiiui
25 Dlm — 1,00
25 watt 1,00 — 0,85
40 Llm — 1,25
40 watt — 1,25 — 1,10
60 watt — 1,60 — 1,40
65 Dlm — 1,60
75 watt — 2,00 — 1,75
ÍOO Dlm — 2,00
ÍOO watt — 2,75 — 2,15
125 Dlm — 2,75
150 Dlm — 3,00
150 watt — 4,00 — 3,10
200 watt — 5,50 — 4,10
300 watt — 8,00 _ 5,60
Raftækjaeinkasala ríkisins
NÝ BÓK. NÝ VIÐHORF.
Á vegnm andaiis
eftir
Grétar Fells.
Hlutverk bókarinnar, segir í formála, er „.... aff vera
sem vinur, er hvíslar lausnarorffi í eyru þeirra manna,
sem farnir eru aff ókyrrast í fjötrum bókstafsins og þrá
hiff glaða æfintýri andlegs frelsis“. — Fæst hjá bóksölum.
Kennsla
fyrir börn og fullorðna.
Euska Þýzka
Oddný E. Sen Elizabeth Göhlsdorf
byrjjar I. okt. — Fjóluyötu 23.
Upplýsingar til 1. okt. í síma 3172.
Verður styrjöld
afstýrt?
(Framhald af 1. síðu.)
Bæheims frá aldaöðli og eru
talin hin æskilegustu frá nátt-
úrunnar hendi til landvarna.
Þó Tékkar fengju að flytja núv.
landamæragirðingar og virki og
þau yrðu sett milli Súdetahér-
aðanna og Tékkóslóvakíu,
myndu landvarnirnar þar því
alltaf verða örðugri. Sameining
Súdetahéraðanna við Þýzka-
land myndi einnig gera Tékkó-
slóvakíu efnahagslega miklu
ósj álfstæðari og háðaxi nábú-
um sínum en nú ér, einkum
Þýzkalandi.