Tíminn - 01.10.1938, Qupperneq 3

Tíminn - 01.10.1938, Qupperneq 3
47. blað TÍMINIV, langardaglmi 1. okt. 1938 187 15 Æ K l It Harald Victorin: Kappflugiö umhverfis jörðina. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Ólafur Er- lingsson gaf út. 196 bls. Verð: kr. 6 innb., 4.60 ób. Saga þessi, sem sjálf fjallar um kappflug, var á sínum tíma skrifuð í keppni um verðlaun, sem heitið var fyrir hina beztu unglingabók, er bærist, — og hlaut verðlaunin. Nafn bókarinnar ber með sér hvert efni hennar er í stórum dráttum, en vitnar þó enganveg- inn um þau æfintýri, sem þar er frá skýrt. Samt getur hver mað- ur rennt í grun, að sitt af hverju hlýtur að bera við á kappflugi umhverfis jörðina. Bókin er einkum ætluð drengj- um og virðist alls eigi illa til fallið, að ætla þeim flugæfintýri til lestrar á þessum tímum, þegar hugur svo margra, ekki sízt ung- linganna, beinist að flugmálum. Skírnir, tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags, CXII. árg. Skírnir er nýkominn út, mikið rit að vanda. Flytur það margar og athyglisverðar ritgerðir og eru Barði Guðmundsson, Guðmund- ur Hannesson, A. Lodewyckx, Guðm. Friðjónsson, Theodóra Thoroddsen, Matthías Jónasson, Agnar Kl. Jónsson, Guðmundur Finnbogason, Stefán Einarsson, Helgi Péturss, Steindór Sigurðs- son og fleiri höfundar þeirra. Einnig eru ritdómar um all- margar bækur, flestir eftir Jakob Jóh. Smára. Guðmundur G. Hagalín: Sturla í Vogum, I. og II. Verð: kr. 20.00 innb., 16.00 ób. Fyrir skömmu síðan kom út stór saga í tveimur bindum, eftir Guðmund Hagalín. Mun bráð- lega birtast alllangur ritdómur um ritverk þetta hér í blaðinu. Frímann B. Arngrimsson: Minningar frá London og Paris. Bókaútg. Edda. Akureyri 1938. Höfundurinn dvaldi í London 1896—97, en fór síðan til Parísar og var þar alls í 17 ár. Vann hann fyrir sér með ýmsu móti og dreif margt á daga hans. Hann hafði á þessum árum mikinn á- huga fyrir notkun rafmagns hér á landi, en fékk mjög slæmar undirtektir meðal landa sinna og mun það ekki hafa átt minnstan þátt í þessari útlegð hans. Þegar heimsstyrjöldin hófst, varð hann að hverfa heim og dvaldi eftir það á Akureyri til dáuðadags. Hann lézt haustið 1936, 81 árs gamall. Frímann B. Arngrímsson var fyrir margra hluta sakir merki- legur maður, mjög góðum gáfum gæddur, en einrænn og ósam- vinnuþýður. Hann fór ungur ÍÞRÓTTIR Evropukepimi kveima í frjálsum íþróttum. Seint í síðastl. mánuði var háð í Vín Evrópukeppni kvenna í frjálsum íþróttum. Keppendur voru frá allmörgum löndum, m. a. frá Noregi og Svíþjóð. Þýzku keppendurnir unnu mikinn sig- ur, fengu 96 stig. Næst komu pólsku þátttakendurnir með 29 stig. Til fróðleiks verður hér birt yfirlit um þá keppendur, sem náðu beztum árangri: 80 m. grindahlaup: Claudia Testoni, Ítalíu, 11.6 sek. 100 m. hlaup: Stanislawa Wa- lasiewicz, Póllandi, 11,9 sek. 200 m. hlaup: Sami sigurvegari og í 100 m., 23,8 sek. 4 X Í00 m. boðhlaup: Þýzka- land 46.8 sek. Langstökk: Irmgard Prátz, Þýzkalandi, 5,88 m. Hástökk: Ratjen, Þýzkalandi, 1,70 m. Spjótkast: Gelnis, Þýzkalandi, 45,58 m. Kúluvarp: Hermine Schröder, Þýzkalandi, 13, 29 m. Kringlukast: Mauermayer, Þýzkalandi, 44,80 m. Séu úrslitin á þessu móti borin saman við úrslitin á allsherjar- mótinu hér í sumar, sést að kvenfólkið hefir orðið beztu karlmönnum okkar hlutskarpara í þremur íþróttagreinum, há- stökki, kringlukasti og kúluvarpi. í kúluvarpinu kasta fjórir kven- menn á Evrópumótinu lengra en Kristján Vattnes á allsherjar- mótinu og sigurvegarinn í kringlukasti kastar ca. 3,50 m. lengra en íslenzka metið er! Þess má geta, að bezti maður okkar í hástökki, Sigurður Sig- urðsson, var ekki með á alls- herjarmótinu. íþróttamenn okkar verða því að sækja sig til þess að geta orðið samkeppnisfærir við kvenþjóð- ina! vestur um haf, aflaði sér þar góðrar menntunar og græddist nokkuð fé. Stofnaði hann þá blaðið Heimskringlu og var út- gefandi og ritstjóri þess í þrjú ár. Endurminningar Frímanns eru skrifaðar á látlausu máli og er frásögn hans laus við yfirlæti,! eins og stundum vill verða í slík- um endurminningum. Bókinni fylgir æfisöguágrip eftir Geir Jónasson magister. Er það vel skrifað og skýrir vel örlög þessa sérkennilega gáfumanns. Hvað er dans ? Eftir Rigmor Hanson Að halda utan um laglega stúlku og lalla með hana fram og aftur, einhvernveginn, en helzt í takt við hljóðfæraslátt- inn? Það álit virðast sorglega marg-. ir hafa á samkvæmisdansi og er það þó algerlega rangt. Sam- kvæmisdans ber að skoða sem hverja aðra íþrótt, er menn iðka sér til gagns og gamans. Þannig líta Bretar á, og reyndar marg- ar aðrar menningarþjóðir, en ég nefni Breta sérstaklega, vegna þess að þeir standa þar fremstir í flokki og öðrum til fyrirmynd- ar. — í Bretlandi dansar fólk tango-spor þegar hljóm. sveitin leikur tango-lag, fox- trot-spor þegar leikinn er fox- trot o. s. frv. og er það auð- vitað bæði sjálfsagt og jafnrétt eins og þegar fólkið í „gamla daga“ dansaði rheinlánderpolka ef rheinlánderpolka-lag var leikið, en ekki mazurka, fingrapolka eða eitthvað allt annað! — En hér heima finnst mér bera mjög mikið á því, að fólk dansi alltaf sömu sporin, ef dansspor skyldi kalla, alveg sama hvaða danslag er leikið. Og það jafnvel fólk, sem ég veit að hefir lært og kann að dansa vel og ætti að vita hvaða spor til- heyra hverjum dansi. Þetta hef- ir mér þótt bæði leiðinlegt og einkennilegt, og hefi ég því und- anfarið reynt að komast að því, hvernig á þessu stendur. Ein ástæðan virðist vera sú, að margir geta ekki gert sér grein fyrir því, hvort heldur sé leikið tangólag eða Slow Fox, Quick step eða Rumba, og heyra jafn- vel ekki mun á enskum vals og Wienarvölsum. Er til ágætt ráð við þessu, ef íslenzkir hljóðfæraleikarar, er leika undir dans, vildu taka upp þann siö að kalla upp nafn dans þess, er leika á, í hvert sinn. Hefi ég þegar sent tillögu þess efnis til Félags íslenzkra hljóðfæraleikara, og væri æski- legt, að allir hljóðfæraleikarar tækju þennan sið upp, ekki að- eins hér í bæ heldur og í öllum kaupstöðum og sveitum lands- ins. Þótt þetta væri gert, myndum við samt ekki verða brautryðj- endur á þessu sviði, heldur fara eftir dæmi stórþjóðanna. Víða þar sem ég hefi komið í útlönd- um, í stórum danshúsum og skemmtistöðum, hefir verið komið fyrir ljósskilti hjá hljóm_ sveitinni ,eða spjald með lýsandi bókstöfum, sem tilkynnti í hvert sinn hvaða dans hljómsveitin væri að leika. — En þar sem þessu var ekki svo fyrir komið VIRCINIA CICARETTUR St. Jóseísskólínn í Hainariírðí verður setlur þriðjud. 4. okt. kl. 10. Skólastjórinu. ii m Htnrmrar alla daga nema máimdaga. Atgreiðslu í ReyUjavík: Bifreiðastöð íslaitds, sími 1540. Bifreiðastöð AUureyrar. 2^)STK. PAKKINN KOSTAR KR.|-50 Happdrætti Háskóla Islands. Tilkynnin Eins og áður hefir verið auglýst geta þeir sam- lagsmenn, sem ekki hafa notið hlunninda í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur sökum of hárra tekna, framvegis trygggt sér þau hlunnindi, sem samlagið veitir, gegn því að greiða tvöfalt iðgjald og öðrum nánari skilyrðum samkv. 24. gr. laga um alþýðutryggingar og samþykkt stjórnar Sjúkrasamlagsins. Þeir, sem ætla að nota sér þessi hlunnindi og hafa tryggt sig í samlaginu samkv, ofangreindum skilyrð- um fyrir 10. okt. n. k. verða undanþegnir biðtíma, þ. e. geta öðlazt full réttindi í samlaginu þegar í stað. Reykjavík, 28. sept. 1938. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Ral magnsnotendur í Reykjavík sem hafa bústaðaskipti og hafa haft raforku samkvæmt heimilis- taxta Rafmagnsveitunnar, með eða án ábyrgðar, eru áminntir um að fá taxta sinn skrásettan fyrir hina nýju íbúð. — Einnig verða þeir, sem flytja í íbúð, þar sem verið hefir heimilistaxti, að sækja um þann taxta, ef þeir vilja verða hans aðnjótandi. Sé þessa ekki gætt, verður raforkan reiknuð með venjulegu ljósaverði. Tilkynning Vinninga þeirra, sem féllu árið 1937 á neðantalin númer, hefir ekki verið vitjað: 1. flokkur B 5807. 2. --- C 9652, B 22654, C 22959, B 23205, A 24929. 3. --- B 675, 5014, A 8041, B 14252, B 15573. 4. --- B 7334, C 13616. g 9703. 6 —— C 1583, C 1952, C 14492, A 16679, A 21780, B 21988. 7. --- B 13643, A 13870, C 14878, A 15632, A 16460, A 20978, C 21790, A 23011. 8. --- B 3489, B 6132, C 11741, A 17319, C 17738, B 21911, A 24186. 9. --- A 1546, C 3798, B 6491, B 7445, A 8551, C 8793, C 9511, 10408, B 11610, A 12224, B 16476, A 21865, B 22746, C 24440. 10. — 156, B 558, B 569, A og B 785, A 1227, A 1577, B 1578, C 1765, B 1841, B 2012, C 2090, A 2372, B 2377, C 2598, A 2676, B 3027, C 3219, B 3630, B 4069, B 4107, A 4255, A 4269, B 4591, C 4687, C 4793, B 4856, A og C 4869, B 5817, A 6102, B 6137, B 6251, C 6713, C 6804, B 6810, C 6815, B 7209, B 7291, A 7422, B 7445, A 7521, C 7596, B 7948, A 8153, A 8814, C 8939, A 9501, B 9628, C 9798, A 10668, B 10978, A 11216, B 11323, B 11654, B 12454, C 12627, A 13368, B 13401, A 13447, A 14501, A 14636, B 14708, 15192, A 16365, B 16488, C 16907, A og B 17904, C 18445, B 18492, A 18606, C 18853, B 19276, C 19312, C 19325, A og B 19398, B 19466, B 19891, B 19895, A 19975, B 21068, A 21355, A 21425, C 21890, A 21892, B 21918, A 22691, A 22711, B 22984, B 23088, A 23110, A 23214, B 23304, A og B 23343, A 23344, C 23383, C 23736, B 23958, A 24030, B 24292, B 24293, B 24564, C 24714. Samkvæmt 18. gr. reglugerðar Happdrættisins verða þeir vinn- ingar eign Happdrættisins, sem ekki er vitjað innan 6 mánaða frá drætti. Happdrættið vill þó að þessu sinni greiða vinninga þá, sem að ofan getur til 1. des. 1938. Eftir þann tíma verða vinning- arnir ekki greiddir. Vinningsmiðar séu með áritun umboðsmanns, eins og venja er til. Reykjavík, 9. sept. 1938. Happdrætti Háskóla íslands. Rafmagnsveíta Reykjavíkui. Kennsla kallaði hljómsveitarstjórinn upp nafn dansins. Önnur ástæðan er sú, að þó menn hafi löngun og kunnáttu til þess að dansa rétt, þá fá þeir ekkert tækifæri, ekkert rúm til þess! Flestallir dansleikir hér eru haldnir í gróðaskyni, og því selt inn eins mörgu fólki og frek- ast kemst inn, miklu fleirum en rúm er fyrir, ef ætlazt er til, að fólkið dansi, en standi ekki á sama stað, þjappað saman sem síld í tunnu. Hér er því mikil vöntun á danshúsi, eða „Palais de dance“, sem Englendingar kalla. Þau eru með því fyrir- komulagi, að fólk getur farið þar inn ákveðin kvöld í viku, fyrir ákveðinn inngangseyri, dansað og fengið sér hressingu og verið þess fullvíst, að það fái nóg rúm til að dansa á, þvi inngangur er þar takmarkaður og húsinu lokað, þegar náð er hámarks- fjölda. Gætu kaffihús bæjarins auðvitaö ráðið nokkura bót á þessu með því að hafa nægilega stórt svæði fyrir „dansgólf“, en raða ekki borðum mitt út á hið svokallaða dansgólf. Svo við snúum okkur, að sjálf- um dönsunum. Fyrst og fremst ættu menn að læra frumdans- ana. Þeir eru alltaf eins og breyt- ast ekki ár frá ári, eins og „nýju dansarnir“. Frumdansarnir eru fjórir: Vals, tangó, Slow foxtrot og Quick step. Þyrftu allir að kunna þá, sem vildu á annað borð þykja samkvæmisfærir. En nýju dansarnir eru ætlaðir fólki, sem kann frumdansana, og er svo vant að dansa, að það (Framh. á 4. síðu.) jOI aðeins TLoltur. Kopar keyptur í Landssmiðjunni. fyrir börn og fulloröna. Enska Oddný E. Sen Þýzka Elizabeth Göhlsdorf byrfar 1. oht. — Fjóluyötu 23. Sími 3172. 26 Andreas Poltzer: bendlazt við hið dularfulla hvarf afa síns. Þessi unga stúlka hafði haft djúp ,á- hrif á hann. Yfirleitt lét hann sig kven- fólk litlu skipta. Þess vegna var það þýð- ingarmikið, að mál Patriciu Holm skyldi vera honum svo mikið umhugsunarefni. * * * Forest leynilögreglumanni tókst vel að rækja það hlutverk, sem hann hafði fengið: að hafa gát á ferðum Patriciu Holm. Enda var ekki hægt að segja, að hún gerði honum erfitt fyrir. Hún virt- ist ekki hafa hugmynd um, 'að þessi þjónn Scotland Yard, veitti henni at- hygli. Forest varð blátt áfram léttúðugur. En hann fékk nú samt að iðrast þess, áður en leið á löngu. Eftir skrifstofutíma fór Patricia af skrifstofum fyrirtækisins í FleetStreet og gekk inn Strand. Forest fór makindalega í humátt á eftir henni. En allt í einu var stúlkan horfin. Lögregluþjónninn skim- aði í allar áttir og gat hvergi komið auga á hana. Hann bölvaði sér í sand og ösku fyrir skeytingarleysið, skimaði og skim- aði og beið þarna í stundarfjórðung. Og svo annan. Loks ákvað hann að hætta eltingarleiknum þann daginn. Hollvættur hans beindi för hans inn í testofu. Það voru mestmegnis háskóla- Patricia 27 stúdentar, sem vöndu komur sínar þang- að. Forest leynilögreglumaður fékk sér sæti. En allt í einu birti honum fyrir aug- um. Við eitt borðið sat Patricia. Hún var sem ákafast að tala við mann, suðrænan mjög í útliti. Ungan mann. * * ■* Morguninn eftir fékk Patricia Holm skilaboð um að koma á Scotland Yard. Duffy yfirfulltrúi tók á móti henni. Hann bauð henni sæti með mestu hæversku. Whinstone fulltrúi var líka viðstaddur. Heilsaði hann Pati’iciu mjög formlega. — Ungfrú Holm, viljið þér gera svo vel að segja mér, .... þannig byrjaði Duffy yfirheyrsluna — hvaða samband þér hafið við James Ortega, ritara Kingsley lávarðar? — Ég hefi aldrei heyrt þann mann nefndan fyrr en nú, og ég hefi aldrei séð hann, svaraði Patricia forviða. — Nú segið þér ekki satt, ungfrú Holm. Yfirfulltrúinn brýndi raustina. Hann laut fram. — Ungfrú Holm, ég ákæri yðúr fyrir brottnám Kingsley lávarðs, ef ekki er þá annað verra í tafli. Þér hljótið að eiga þátt í þeim leik. Hér er að minnsta kosti sönnun fyrir því, að þér segið ekki satt .... Duffy rétti Patriciu ofurlitla ljósmynd.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.