Tíminn - 01.10.1938, Síða 4

Tíminn - 01.10.1938, Síða 4
188 TlMHVN, langardagimt 1. okt. 1938 47. blað Samkomulagið í Muncheu. (Frh. af 1. síðu.) rituðu þá svohljóðandi yfirlýs- ingu: „Vér, leiðtogi Þjóðverja og kanslari, og brezki forsætisráð- herrann, höfum á framhalds- fundi komið oss saman um að viðurkenna, að það sé höfuðskil- yrði fyrir báðar þjóðimar og Ev- rópu, að sambúð þeirra sé góð. Samkomulagið sem gert var í gærkvöldi, og brezk-þýzka flota- Samkomulagið, sem gert var í vilja beggja þjóða vorra, að heyja aldrei styrjöld sín á milli. Vér höfum ákveðið að fara sam- komulagsleiðir til þess að jafna ágreiningsmál vor og vinna að friðinum í álfunni.“ Á rússneskum blöðum er auð- heyrt, að Rússar óttast það mjög, að Múnchenráðstefnan verði upphaf að nánara banda- lagi milli stórveldanna í Vestur- Evrópu. Dansfólk, takið eftir! Nú er sérstakt tækifæri til að læra Lambeth Walk á einu kvöldi! — það er annað kvöld í Oddfellowsalnum kl. 9 stundvís- lega. Námskeið þetta er ekki fyrir byrjendur, en aðeins fyrir fólk, sem hefir eitthvað dansað áður. — Allar nánari uppl. í síma 3159. — Áður en æfingin hefst, sýna 4 pör Lambeth Walk. Dansskóli Rigmor Haiison. BÍÓ !!í!{!!!'íí!!! sýnir í kvöld hina margþráðu kvikmynd „Kamelíufrúin66. Metro-Goldwyn-Mayer - tal- mynd, gerð samkvæmt hinu heimsfræga skáldverki Alex- andre Dumas. Aðalhlutverkin leika: GRETA GARBO, ROBERT TAYLOR Og LIONEL BARRYMORE. ATH, Pantaðir aðgöngumiðar ó- sóttir klukkan 8, þá tafarlaust seldir öðrum. > NÝJA BÍÓ! TOVARICH Amerísk stórmynd frá Warner Bros., gerð eftir samnefndu leik- riti eftir hinn heimsfræga rit- höfund, Jaques Deval. Aðalhlutverkin leika: CHARLES BOYER (sem Michail Alexandrovitch stórfursti), CLAUDETTE COLBERT (sem Tatiana Petrovna stór- furstafrú) og BASIL RATHBONE (sem umboðsmaður rússnesku Sovétstj órnarinnar). Nokknr hnndruð plöt- ur af notuðu j á r n i og sömuleiðis notað timbur til sölu. FYRIRMÆLI um ráðstafanir vegna sammerkinga á fé í Skagafirði og um auð- kenni á fé austan Héraðsvatna og víðar. Upplýsingar í sfmum 4642 og 2164. 1. gr. Sauðfjáreigendum, er fé hafa á fóðrun í Skagafirði austan Hér- aðsvatna og Jökulsár eystri, er stranglega bannað að marka sauð- Harðir kostir. Það er sameiginlegt álit heimsblaðanna, að kostir þeir, sem Tékkar hafa orðið að sam- þykkja, séu mjög harðir og ó- verðskuldaðir. En fylgismenn samkomulagsins benda á það, að þótt einhver bráðabirgða- lausn hefði náðst á þá leið, að Súdetar létu sér að þessu sinni nægja sjálfstjórn, myndi aldrei hafa náðst nein varanleg lausn á deilunni fyr en þeir hefðu sameinazt Þýzkalandi. Þangað til hefðu þessi ágreiningsmál haldið áfram að vera stöðug hætta fyrir heimsfriðinn. Til frambúðar muni Tékkum líka reynast það heppilegast, að deilan sé leyst á varanlegan hátt og sjálfstæði þeirra sé meiri trygging í ábyrgð Breta og Frakka á landamærunum en fjallgörðunum milli Bæheims og Þýzkalands. í Englandi hefir Chamberlain verið mikið hylltur fyrir fram- göngu sína í þessu máli. Sú að- dáun mun þó byggjast meira á því, að ófriði var afstýrt, en á samkomulaginu sjálfu. Það hefir enn einu sinni sézt, að stefna Churchills í sambúð Breta við Þjóðverja hefir reynzt réttari en stefna Chamberlains. Meðan Chamberlain reyndi hina friðsamlegu leið, náði hann engum árangri. Fyrst eft- ir að Englendingar höfðu her- væðzt og sýnt afstöðu sína eins greinilega og unnt var, lét Hit- ler undan og var fáanlegur til samkomulags. tJR H/CTVtJM Ungir Framsóknarmenn austanfjalls efna til skemmtunar í skíðaskálanum í Hveradölum í kvöld kl. 9. Framsóknarmenn hér í bænum, sem hafa hug á að fara u”n eftir, ættu að tilkynna þátttöku sína í síma 2353 hið bráðasta. Lagt verður af stað héð- an kl. 8. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, séra Bjarni Jónsson, kl. 5, séra Garðar Svavarsson. í fríkirkjunni kl. 5, séra Árni Sigurðs- son. í Laugarnesskóla, barnaguðsþjón- usta kl. 10%. í fríkirkjunni í Hafnar- firði, barnaguðsþjónusta kl. 2. Á Kálfa- tjörn kl 2, séra Garðar Þorsteinsson. Hvað er dans? (Framhald af 3. síðu.) æskir eitthvers nýs. Þeir geisa yfir löndin líkt og „Jo-jo“, tá- lausu skórnir, rauða háralitunin og annað því um líkt, en hverfa síðan alveg. En það getur verið gaman að þeim á meðan þeir standa yfir og er auðvitað um að gera fyrir fólk, sem ætlar sér að nota þá á annað borð, að læra þá sem allra fyrst. Hefi ég með þetta fyrir aug- um, hugsað mér að halda sér- stakt námskeið þar sem verða kenndir eingöngu hinir nýjustu dansar: Lambeth Walk, Palais Glide og Velita. Legg ég hinsveg- ar aðaláherzluna á kennslu frumdansanna í skóla mínum. Það er skömm fyrir okkur að geta ekki dansað jafnvel og íbú_ ar nágrannalandanna. í stað þess ættum við að setja okkur það takmark að dansa ekki að- eins jafn vel, heldur betur. Það getum við hæglega, ef við höfum það hugfast, að það er ekki nóg að læra dansana, heldur þarf að æfa þá og viðhalda þeim eins og hverri annari íþrótt. Rigmor Hanson. Flugskflyrði. (Frh. af 1. siðu.) stæðum, afmarka þau, ryðja ef með þyrfti og halda við, en standa um þetta starf í sam- bandi við Flugmálafélagið. Sumstaðar yrði samhliða, ef til vill unnt að koma við svifflug- æfingum. Sagan um sjúkra- flutninginn úr Öræfunum bend- ir til að unga fólkið eigi ekki að láta þess tillögu flugmála- ráðunautsins eins og vind um eyrun þjóta. Sumir sjúklingar þola ekki flutning í bíl, þótt við yrði komið, og þá er flugvél eina úrræðið, yrði henni komið við. Gestir í bænum: Ólafur Benónýsson bóndi í Háafelli í Skorradal, Guðmundur Stefánsson bóndi á Fitjum, Björn Daviðsson, Þver- felli 1 Lundarreykjadal. fé sitt undir fjármark sem notað er í Skagafirði vestan Héraðs- vatna og Jökulsár eystri. 2. gr. Skylt er sauðfjáreigendum, er fé eiga í Skagafirði austan Hér- aðsvatna og Jökulsár eystri, og sem er með fjármörkum úr Skaga- firði vestan áðurgreindra vatnsfalla, að afmarka þetta fé undir fjármark sem heimilt er að nota austan Héraðsvatna eða Jökulsár eystri eða slátra þvi að öðrum kosti. 3. gr. Fjáreigendur, sem flutt sig hafa með fé sitt austan yfir Héraðs- vötn eða Jökulsá eystri eftir að mörkum var safnað til síðustu markaskrár Skagafjarðarsýslu, skulu gefa sig fram við varðstjóra mæðiveikivarnanna við Héraðsvötn fyrir 20. október n. k., sem heldur sérstaka skrá yfir þessa fjáreigendur og fjármörk þeirra. 4. gr. Sauðfjáreigendur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna og Jökulsár eystri og Eyjafjarðarsýslu, skulu hafa allt fullorðið hyrnt sauðfé brennimerkt glöggu hreppsbxennimarki. 5. gr. Brot gegn þessum ákvæðum varða sektum samkvæmt lögum nr. 45 frá 27. maí 1938. Reykjavík, 30. september 1938. Mæðiveikmefnd. Mæðiveikin. (Framhald af 3. síðu.) fjárstofn á pestarsvæðinu, þá vildi ég benda þeim bændum, sem eru nýbúnir að fá hana í fé sitt, á það, að þeir geta með því að fá nú í haust lambhrúta, frá þeim bændum, sem lengst eru búnir að hafa veikina í fé sínu, og nota þá handa ám sínum, búizt við því að eiga haustið 1939 minna móttækileg lömb fyrir veikinni, en ef þeir nota hrúta sína, sem þeir enn ekki vita hvernig standa sig móti henni. Að líkindum gætu þeir með þessu komið upp ærstofni aftur, ári fyrr, en þeir gætu af sínu eigin fé. Þetta vildi ég, að þeir athug- uðu, sem hafa mæðiveikina byrj_ andi í fé sínu, og ætla sér að koma sér í framtíðinni upp stofni, sem sé lítið móttækilegur fyrir veikina. 26. sept. 1938. Páll Zophóníasson. M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 3. okt. kl. 6 síðd. til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla á laug- ardag. Allar smærri sendingar og vör- ur til Vestmannaeyja þurfa að koma á laugardag. Sklpaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. 28 Andreas Poltzer: Þar sást Patricia brosandi, lúta fram að manni einum, mjög suðrænum í útliti. Þessi ungi Suðurlandabúi var James Or- tega, ritari Kingsley lávarðs. Ljósmynd- ina, sem Patricia tók með skjálfandi hendi, hafði Forest leynilögreglumaður tekið daginn áður .1 testofunni. Opið á ljósmyndavélinni hans var falið í fell- ingum til endanna á skjalamöppunni hans. Þessvegna hafði hann getað tekið margar myndir af Patriciu og unga manninum, án þess, að þau yrðu vör við. Hann hafði ekki getað botnað í því, sem þau sögðu, því að þau töluðu mál saman, sem hann skildi ekki. Hvað átti Forrest að gera þegar þau fóru af testofunni: elta Patriciu eða ó- kunna manninn? Honum hafði að visu verið skipað að gæta Patriciu. En ef hann hefði þekkt leiðsögumann henn- ar í tæka tíð mundi hann ekki hana skoðað huga sinn um að breyta á móti fyrirskipununum, sem hann hafði fengið. Patricia fór beint heim til sín. Um mið- nættið kom Forrest á Scotland Yard og framkallaði þegar myndirnar. Hálftíma síðar sá hann allt í einu, hversvegna honum hafði komið maðurinn, sem var með Patriciu, svo kunnuglega fyrir sjón- ir, undir eins og hann sá hann. Hann bar myndirnar saman við mynd, er hann Patricia 25 Whinstone hafði naumast nefnt nafn- ið Kingsley fyrr en Wright yngri var byrjaður á langri skýrslu. Hann þekkti, að því er virtist, sögu Kingsleys betur en hinn horfni sjálfur. Whinstone hafði á skömmum tíma fengið allar þær upplýs- ingar, sem hann óskaði að svo stöddu, um samkomulag lávarðarins og hins látna sonar hans. Einnig fékk hann að vita, að föðurbróðir Patriciu, eldri bróðir föður hennar, og sá, sem næstur stóð til að erfa tign föður síns, væri ofursti í enska hernum í Indlandi. Hann var ekkjumaður og barnlaus. — Patricia myndi þá erfa eignir afa síns, ef frændi hennar dæi? spurði Whinstone, án þess hann léti sem það skipti nokkru máli. — Það er alls ekki víst, sagði Wright yngri. Holm ofursti er ekki orðinn fimmtugur ennþá. Hver veit, nema að hann gifti sig aftur og eignist erfingja? Og þá fengi bróðurdóttir hans ekki grænan eyri. En Sir Arthur varð að við- urkenna, að hann vissi ekki hvar barna- barn Kingsley lávarðar væri niðurkomið, eða hvort það væri á lífi. Whinstone taldi það þarfleysu, að fylla í eyðurnar á sögu kjaftaskúmsins. Honum fannst það leitt, að Patricia Holm skyldi hafa flækzt inn í þetta mál og SRBPAUTCEWP IRÍMISI Nsl Súðin austur um land þriðjudag 4. okt. kl. 9 síðdegis. Tekið á móti flutningi til há- degis í dag og á mánudag til .kl. 10% árdegis. Pantaðir farseðlar óskast sótt- ir degi fyrir burtferð. Nokkur notuð reiðtýgi og aktýgi til sölu mjög ódýrt. Gísli Sigurbjörnsson söðlasmiður Laugaveg 72 Sími 2099 TRÚLOFUNARHRINGAR, sem æfilán fylgir, sendir gegn póst- kröfu, hvert á land, sem er. — Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4,, Reykjavík. Samvínnuskólínn verður settur mánudayinn 3. oht., hl. 1,30. SKÓLASTJÓRINN. Lögtak, Eftir kröfu tollstjúrans í Reykjavík f. h. ríkissjúðs og að undangengiium úrskurði i dag verða lögtök lútin fram fara fyrir ógreiddum tekju- og eignarskatti. fast- cignaskatti, lestagjaldi, liundaskatti, líf- eyrissjúðsgjaldi og námsbúkagjaldi, sem féllu í gjalddaga ú manntalsþingi 1938, gjöldum til kirkju, súknar og húskúla, sem féllu í gjalddaga 31. desember 1937, kirkjugarðsgjaldi, sem féll í gjalddaga 15. júlí 1938 og vitagjölduin og iðntrygging- ariðgjöldum fyrir úrið 1938. Verða lög- tökin framkvæmd ú úbyrgð ríkissjúðs en kostnað gjaldenda að útta dögum liðnum frú birtingu þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 28. septbr. 1938. Björn Þúrðarson. Tilkynnmg, Kjötsalan í Verbúðunum er tekin til starfa og selur eins og áður: kjöt í heilum kroppum, mör og svið — allt gegn staðgreiðslu. Þeir, sem þess óska, og eiga góð og lagarheld kjötílát, geta feng- ið kjötið niðursaltað í þau gegn vægu aukagjaldi. — Kappkostað verður að uppfylla óskir manna um vandaða vöru og að afgreiða pantanir allar með fyllstu nákvæmni. Reykvíkingar! Um leið og við þökkum margra ára ánægjuleg viðskipti, væntum við þess að mega njóta þeirra enn á þessu hausti. Sendið oss allar stærri pantanir sem fyrst, á meðan slátrun er í fullum gangi. Virðingarfyllst. Kjötsala Kaupfiélags Borgfirðinga Verbúðunum við Tryggvagötu. Sími 4433. Engin ástæða er til að laga blóðmörinn heima þegar hœgt er að fá hann í Kaupfélaginu fyrir 1 kr. kgr. (áður 1,60 pr. kgr.) Kjöt í heilum kroppum 7. fl. A 1,30 kg. II. fl. 1,20 kg. ^Ökaupféicscjié Kjötbúðirnar. Skrifstoíur vorar eru íluttar í Kírkjuhvol víð Kírkjutorg, “ia Landssamband iðnaðarmanna, sími 5363. Samband meistara í byggingaiðnaði, sími 3232. Sveinasamband byggingamanna, sími 5263. Trésmiðafélag Reykjavíkur, sími 4689.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.