Tíminn - 06.10.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.10.1938, Blaðsíða 4
196 TÍMDíN, fimmtiidagimj 6. okt. 1938. 49. blað „Þjóðernissinnar“ á Spáni (þ. e. Franco og fylgismenn hans), hafa nýlega sýnt það, á nokkuð sérstœðan hátt, hversu þjóðlegir þeir eru. Hverfi l Bilbao, sem borið hefir alspanskt heiti frá upphafí, hefir verið skýrt upp og heitir nú í höfuðið á Þýzkalandi! — Andstceðingar þeirra segja eftirfarandi sögu og segjast hafa fyrir henni öruggar heimildir: Þegar uppreisnarmenn tóku Santander féllu 6000 hermanna af liði þeirra. Af þeim voru 2727 ítalir, 1014 Þjóðverjar, 1115 Márar og aðrir, sem féllu, til- heyrðu ýmsum þjóðflokkum. Hvar voru þá hinar „þjóðlegu spönsku hetjur"? sfc Nýlega hafa nokkur þúsund kvenna og karlmanna í Banda- ríkjunum verið látin greiða at- kvæði um það, hver vœri lag- legasti maður ársins 1938. í fyrsta skípti fékk sami maður- inn flest atkvœði, bæði hjá kon- um og karlmönnum. Það var Anthony Eden fyrv. utanríkis- ráðherra Breta. * * * Tekjur Norðmanna af ferða- lögum erlendra ferðamanna eru áætlaðar um 20% meiri en s.l. ár. Einkum hafa ferðalög Englend- inýa og Bandaríkjamanna til Noregs aukizt. Leiðréttingf. Tímanum hefir borizt eftirfarandi leiðrétting: „í grein, sem birtist í Tímanum í gær, er því meðal annars haldið fram að verð á skófatnaði hafi hækkað mikið hér í Reykjavík í seinni tíð. Út af þessu þykir okkur rétt að upp- lýsa, að í verzlun okkar hefir verð á skófatnaði haldizt alveg óbreytt síðan í vor, en í maí voru einmitt margar tegundir lækkaðar í verði. Dæmi það, sem tilgreint er um álagningu á strigaskóm, getur heldur alls ekki staðizt. Nægir í því sambandi að benda á, að tollur af strigaskóm er ekki 33%, eins og þar er haldið fram, heldur sem næst 43%, sem sund- urliðast þannig: Verðtollur 15%, við- skiptagjald 15%, vörutollur 18 aurar af brúttó kg., og gjaldauki af öllu saman 12%, og verður þetta allt 40% til 45% af verðmæti vörunnar. Enda er okkur alls ekki kunnugt um, að neitt svipuð álagning eigi sér stað á skófatnaði og nefnd er í blaðinu. Vonum að þér birtið þessa stuttu leiðréttingu í næsta tölublaði. Reykjavík, 30. september 1938. HvamibergsbrœSur." ATH. Tíminn telur rétt að birta þessa stuttu athugasemd frá skóverzlun Hvannbergsbræðra, enda þótt hún breyti engu um það, sem í aðalatrið- um hefir verið sagt hér í blaðinu. Það er rétt, að tollur á strigaskóm var vanreiknaður um rúmlega 10 aura, sem stafar af því, að í gögnum þeim um innkaup tiltekinnar vörusendingar sem farið var efti- hafði þungatollur ekki verið tilgreinuur. En þó þessi breyting sé tekin til greina er verzl- unarálagningin á strigaskóm samt 3—4 sinnurn hœrri en tollurinn. Skóverð hjá Hvannbergsbræðrum eða veröbreytingar síðan í maí í vor hefir ekki verið sérstaklega rannsakað eða gert að umtalsefni hér í blaðinu. ÚR B/EINUM Glímufélagið Ármann heldur aðalfund sinn í Alþýðuhúsinu í kvöld. Hefst hann kl. 8.30. Framsóknarvist. Framsóknarmenn efna til skemmti- kvölds i Oddfellowhúsinu á morgun og hefst það kl. 8.15. Verður þar sam- eiginleg kaffidrykkja, Framsóknarvist sniluð, ræður fluttar. sungið og dans- að. Aðgöngumiðarnir kosta kr. 2.50 og fást á afgreiðslu Tímans í dag og á morgun og við innganginn, ef rúm leyfir. Vegna þess, að væntanlega verður aðsókn mikil, er fólki ráðlegt að kaupa sér aðgöngumiða strax í dag eða tímanléga á morgun. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í Eddu á morgun kl. 5. Gamla Bíó sýnir nú ameríska mynd, sem nefn- ist: Þeir fengu honum vopn. Önnur aðalsöguhetjan er ungur Ameríkani, sem gerðist sjálfboðaliði í heimsstyrj- öldinni, enda þótt hann vildi engum manni mein ~era og fengi aðsvif í fyrsta sinn, sem hann var látinn æfa sig í því að drepa mann. En þá iðju lærði hann í heimsstyrjöldinni og varð svo sólginn í hana að hann gerðist glæpamaður, þegar hann kom heim aftur. Er myndin ádeila á hin skað- vænlegu, andlegu áhrif styrjalda. — Aðalhlutverkin eru mjög vel leikin af Spencer Tracy og Franchot Tone. Gestir í bænum. Indriði Hannesson bóndi í Lindar- brekku í Kelduhverfi, Teitur Gíslason á Hrafnabjörgum á Hvalfjarðarströnd. Jónas Jónsson (Frh. af 1. síOu.) þyldi samkeppni við goshverina vestra. Næst fór J. J. til Winnipeg og átti nú eftir að halda fjölmargar samkomur í hinum einstöku byggðum, sem liggja þar í kring, bæði í Canada og Bandaríkjun- um. Einn daginn bauð rafveita Winnipegborgar honum og 24 íslendingum úr borginni að sjá rafstöðvar bæjarins og var það tveggja daga ferð. Mjög rómar J. J. myndarskap íslendinga vestra. Verður hann hvarvetna var við að þeirra er að góðu get- ið, hvar sem þeir starfa. Þykja þeir einhverjir hinir beztu borg- arar í Vesturheimi, jafnframt því að þeir unna meir sínu gamla landi heldur en auðvelt er að lýsa. J. J. mun væntanlega koma heim til íslands um miðjan nóv- ember. Á víðavangi Miðstj. Framsóknarflokksíns heldur fund í Edduhúsinu kl. 5 4 morgun. Hermann Jónasson. Eysteinn Jónsson. (Frh. af 1. síðu.) hækkunina til áburðarkaupa. Innflutningur „áfengis og tó- baks“ hefir því verið minnkaður en ekki aukinn eins og sann- leikspostular Sjálfstæðisflokks- ins vilja vera láta. * * * Mbl. í dag er með mesta írafári út af því, að Tíminn hafi ekki talað með tilhlýðilegri virðingu um „friðarstefnu" Sir Neville Chamberlain. En hvað er þá að segja um menn eins og Ant- hony Eden, Winston Churchill, Duff Cooper og friðarvininn Cecil lávarð, sem allir hafa mótmælt samningunum í Mún- chen? Ætli það væri ekki viss- ara fyrir Mbl. að gefa þeim á- minningu? Húðir og skinn. Ef bændur nota ekkl til eigin þarfa allar HÉÐIR og SKIMV. sem falla til á heimilum þeirra, settu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörnm í verð. — SAMRAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA selur IVAUTGRIPA- HtÐIR, HROSSHÚÐIR, KÁLFSKIM, LAMB- SKIM og SELSKIW til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL SÚTUNAR. - MUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSHÚÐIR og KÁLFSKIIW er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- einuin, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- að er. Góð og' hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Með ráði Þingvallanefndar er al- mennino-i hér með gefið til k'mna að rjúpnaveiði, annað villifugladráp, flutningur á dauðum fuglum og skot- vopnum, sem hæf eru til fuglaveiða, er stranglega bannað, eins og að und- anförnu, alstaðar í heimalandi Þing- valla, utan sem innan takmarka friðlýsta svæðisins. Umsjónarmaður. * Groöafoss fer á föstudagskvöld 7. októ- ber, um Vestmannaeyjar til Hull og Hamborgar. Útlendar Iréttír (Framhald af 1. síðu.) mönnum til hjálpar og hefir Runciman lávarður skorað á Breta, að bregðast vel við, því þetta fólk verði að flýja heim- ili sin, án minnstu saka. IViVHEIMTUMEiViV T t m u n s út um land! Sumarannirnar eru bún- ar. HaustiÖ er rétti tíminn til þess aö innheimta blað- gjöld Tímans og vinna að útbreiðslu hans. BendiÖ mönnum á stækkunina og endurbœturnar á blaöinu, sem nú tvímœlalaust vand- aðasta, fjöbreyttasta og ó- dýrasta blaö, sem fólk í dreifbýlinu hefir völ á. Vtnnið ötullega fyrir Tt mann. Hvert greitt árgjald er mikill styrkur og hver nýr kau'pandi stór vinningur. Bálfarafélag tslands. Skrifstofa: Hafnarstrœti 5. Félagsskírteini (æfigjald) kosta 10 kr. Skirteini, sem tryggja bálför, kosta 100 krónur, og má greiða þau i fernu lagi, á einu ári. Allar nánari upplýsingar á skriístofu félagsins. Siml 4658. - Kaup og sala - Úrval af allskonar kvenblúss- um og mislitum eftirmiðdags- kjólum. Nýkomin falleg efni í fermingar- og eftirmiðdagskjóla. Saumastofan Uppsölum, Aðalstr. 18. Simi 2744. Gott píanó óskast til leigu strax. — Upp- lýsingar í síma 1097. sættmœmt gamla Bíót Þeir fengu lioniim vopn. Mikllfengleg og spennandi Metro-Goldwin-Mayer-talmynd, er gerist í lok heimsstyrjaldar- innar. Aðalhlutverkin eru snilldar- lega leikin af SPENCEAR TRACY, FRACHOT TONE og GLADYS GEORGE. Börn fá ekki aðgang. tttmttttttttm NÝJA BÍÓ t | TOVARICH Amerísk stórmynd frá Wamer Bros., gerð eftir samnefndu leik- riti eftir hinn heimsfræga rit- höfund, Jaques Deval. ASalhlutverkin leika: CHARLES BOYER (sem Michail Alexandrovitch stórf ursti), CLAUDETTE COLBERT (sem Tatiana Petrovna stór- furstafrú) og BASIL RATHBONE (sem umboðsmaður rússnesku Sovétstjórnarinnar). 1 fyrst um sinu á þriöjudögum, föstudöguiii og siiiiiiiidögum. Afgreiðsla í Ileyhjjavíh: Bifreiðastöð Islands. — Síini 1540. BIFREI9ASTÖB AKIJREYRAR. FJÖLRITUN OG VÉLRITUN. Fjölritun á allskonar eyðublöðum, skýrslum, tækifæris- ljóðum prýddum með teikningum, verðlistum, umburðar- bréfum, auglýsingabréfum, nótnapappír o. fl. ÝMSIR LITIR. Fjölrítunarstoia Fríede Pálsd. Briem Tjarnargötu 24. Sími 2250. Lögtak. Eftir kröfu borgarstjórans í Reykjavík og að undangengnum árskurði verður lög- tak látið fara fram fyrir 4. og 5. fimmtung útsvarsins 1938, sem féll í gjalddaga 1. september og 1. október s. 1. ásamt drátt- arvöxtum, að átta dögum liðnuin frá birt- ingu auglýsingar þessarar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 4. október 1938. Björn Þórðamn. Skemmtíkvöld. Framsóknarfélögin í Reykjavík halda sam- eiginlegt skemmtikvöld í Oddfellowhúsinu á iuorgiin (föstudag) 7. október. Skemmtunin hefst kl. 8 l/t síðdegis stund- víslega. Framsóknarwhist — góð verðlaun. Ræður — Dans. Aðgöngumiðar á kr. 3.50 (kaffi inni- falið) fást á afgreiðslu Tímans og við inn- ganginn meðan húsrúm leyfir. 34 Andreas Poltzer: Patricia 35 — Eftir að ungfrú Holm var yfirheyrð í dag, fór ég beina leið í hús Kingsley lávarðar. Ásamt einum þjóninum rann- sakaði ég skrifstofu ritarans á nýjan leik. Ég veit ekki, hvers vegna mér datt 1 hug að spyrja þjóninn, hve lengi þessi ritvél hefði verið notuð. Mér til mikillar undr- unar fékk ég þá að vita, að ritvélin hafði ekki komið í húsið fyrr en 3. nóvember, en Kingsley lávarður hvarf nóttina milli annars og þriðja nóvember. Ritvélin, sem ritarinn var vanur að nota, hafði verið send til viðgerðar nokkru áður. En þegar dráttur varð á að hún kæmi aftur, hafði viðgerðarstofan sent aðra ritvél til að nota á meðan. Hún kom klukkan níu um morguninn. Og úr því að þér funduð seðilinn þennan dag í bréfakörfu Ortega, hlýtur hann að vera skrifaður af manni, sem hafði lykil að stofunni. — Þetta er alveg rétt hjá yður, Whin- stone fulltrúi. Einhver, sem hefir viljað leiða gruninn að ungfrú Holm, hefir skrifað seðilinn og fleygt honum í bréfa- körfuna, svo að við skyldum finna hann. Það er alveg rétt. En þér gleymið einu, kæri samverkamaður: Hvenær fenguð þér að vita, að það væri ungfrú Holm, sem átti gráa hanzkann, sem þér funduð á skrifstofunni? — Nálægt klukkan 2 y2 síðdegis.... — Og ég fann seðilinn um likt leyti. Hvernig getið þér skýrt það, að sá, sem sem skrifaði seðilinn, vissi fyrr en við, hvaða gestur hafði komið þarna um nóttina? Whinstone hugsaði sig um sem snöggv- ast og sagði svo: — Ég hefi einmitt verið að velta þess- ari spurningu fyrir mér. Þegar við getum gert ráð fyrir, að Patricia Holm segi satt, höfum við mikilsverða bendingu. Vind- illinn, sem hvarf allt í einu af öskubakk- anum og hurðin, sem allt í einu lokaðist og opnaðist aftur, bera því ljóst vitni, að einhverjir fleiri hafa verið í húsinu með_ an hún var þar. Það er þessi dularfulli gestur, sem hefir skrifað seðilinn. Líklega hefir hann þekkt ungfrú Holm. Hann hlýtur að hafa séð hana áður. Seðillinn sannar líka, að hann þekkti nafn hennar og skyldleika hennar og lávarðarins. Yfirfulltrúinn kinnkaði kolli. Svo benti hann þjóninum að koma með næsta rétt. — Það getur verið, að þér hafið rétt fyrir yður, Whinstone. Það má sleppa Patriciu Holm frá Scotland Yard aftur. * * * Þrátt fyrir tignarlegt nafn og það, að hverfið, sem það var í, væri af betri end_ anum, var danshúsið „Princess" mjög Aðefns ein v i ka er nú eftir af sláturtíð þessa árs. Nú eru því síð- ustu forvöð að birgja sig upp af kföti og slátrf fyrir veturinn. — Áæstn daga verður slátrað hjá oss dilkum úr beztu saudSjárhéruðum sunnanlands og hvergi er meðferð sláturafurð- anna eins fullkomin eins og I hinu nýja sláturhúsi voru. Þaulvanir og vandvirkir menn spaðsalta kjötið fyrir þá, er þess óska. Gerið svo vel að senda oss pantanir yðar sem allra fyrst, því fyr sem þær berast oss, því auð- veldara veitist oss að fullnægja óskum yðar. Virðingarfyllst Hláturféla^ Nuðurlands Sími 1349.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.