Tíminn - 27.10.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.10.1938, Blaðsíða 2
230 mirv\. fimmtMdagiim 27. okt. 1938 58. blað Horft iiiii ö\l ^gímirm Fhmntudatiinn 27. oUt. Héðins- og lýðræðis- umhyggja Morgun- blaðsíns Það hefir vakið almenna eft- irtekt, með hversu mikilli alúð og athygli blöð Sjálfstæðis- flokksins hafa fylgzt með við- ureign Héðins Valdimarssonar við Alþýðuflokkinn. Og það hefir heldur ekki leikið á tveim tungum hvoru megin samúð þessara blaða hefir verið í þeim átökum. Þegar talið var, að Héðni vegnaði betur, ljóm- aði Morgunblaðsásjónan af á- nægju. En ef eitthvað bjátaði á fyrir Héðni eða álitið var að hann hefði lagt spil sín illa, var eins og skugga drægi á þessa sömu ásjónu. Nú síðan hið sam- eiginlega flokksþing H. V. og kommúnista hófst, hefir mikil rækt verið við það lögð í Mbl., að gera sem mest úr því, sem þar hefir fram farið, en hinsvegar sem minnst úr Alþýðusam- bandsþinginu og störfum þess. Seinast skýrði það svo frá, að „þing Stefáns Jóhanns væri að lognast út af“ o. s. frv. Enginn, sem þetta hefir lesið, getur efazt um, að starfsemi Héðins Valdimarssonar sl. ár hefir verið Mbl. mjög svo kær- komin. En hvers vegna? Svarið er hægt að lesa 1 Mbl. í gær. Þar birtist forystugrein með yfirskriftinni: „Máttlaus minni- hlutastjórn“. í þessari greln er því haldið fram, að ríkisstjórn- in eigi nú ekki lengur því fylgi að fagna í landinu, sem hún hafi haft um kosningar í fyrra. Hún sé því ekki lengur lýðræðis- stjórn, og þess vegna beri henni að segja af sér og láta íhaldið táka við stjórnartaumunum að meira eða minna leyti. Um þetta segir blaðið svo: „Hitt liggur opinberlega fyrir, að helmingur Alþýðuflokksins hefir síðan um kosningar í fyrra snúist öndverður gegn stjórn- inni“. Hér er átt við lið Héðins Valdi- marssonar. En það er vitanlega alveg út í bláinn mælt hjá Mbl., að um það liggi nokkuð fyrir, að helmingurínn af kjósendum Alþýðuflokksins fylgi Héðni út úr flokknum. Um þetta liggur ekkert fyrir. Það sem fyrir liggur er, að einn af átta þing- mönnum Alþýðuflokksins er far- inn úr flokknum vegna þess, að hann var rekinn þaðan.Það væri þá meira vit í að reikna kjós- endahlutfallið eins og þing- mannahlutfallið og ganga út frá, að fylgi Alþýðuflokksins hefði minnkað um V8 eins og þing- mannatalan. En um það liggur einu sinni ekkert fyrir. Það er vitað, að ýmsir þeirra, sem voru því mótfallnir, a"ð H. V. væri rek- inn, láta það þó ekki varða sam- starfsslitum við flokk sinn. Og þó að Héðinn hafi með hjálp kommúnista og Sjálfstæðis- manna fengið talsverða at- kvæðatölu í sumum verklýðsfé- lögum, þá sannar það vitanlega ekki neitt. Tíminn gæti með alveg sama rétti haldið því fram, að helm- ingurinn af fylgi Bændaflokks- ins við síðustu kosningar væri nú kominn yfir í Framsóknarflokk- inn. Almennt er talið, að Bænda- flokkurinn sé nú orðinn svo að segja fylgislaus. Það er líka vit- að, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir tapað fylgi á þessu ári, sér- staklega í Reykjavík, vegna ó- merkingsháttar og vanefnda í hitaveitumálinu. Það fylgi hefir auðvitað farið yfir til stjórn- arflokkanna, Framsóknarflokks- ins og Alþýðuflokksins. Og auð- vitað mætti, eftir fordæmi Mbl., setja upp einhverja áætlun um, hverju þessi fylgisaukning stjórnarinnar muni nema. Þetta væri þó, eins og hver maður getur séð, ágizkun ein. Það, sem fyrir liggur, eru úrslit síðustu kosninga og hinn þing- ræðislegi meirihluti, sem stjórn- arflokkarnir hafa nú á Alþingi, þrátt fyrir brottför H. V. Mbl. viðurkennir líka, að þessi þing- ræðislegi meirihluti stjórnar- innar sé fyrir hendi. En það er helzt að skilj a á blaðinu, að ekki NIÐURLAG V. En við það, sem nú hefir verið sagt, má því bæta, að þrátt fyri” kreppuna og hin mörgu og örð- ugu viðfangsefni af hennar völd- um, hefir á þessum árum einnig verið unnið fyrir framtíðina, svo að yfirleitt hefir ekki verið betur gert á jafn skömmum tíma. Og ýmsar þær framfarir, sem komizt hafa í kring eftir síðustu stjórn- arskipti, hafa kostað mikið fé. Þetta fé hefir verið lagt fram, þrátt fyrir hinar dýru kreppu- ráðstafanir, án þess að skulda- byrði ríkisins hafi verið aukin, og þó hafa skattar og tollar ekki verið nema 5% hærri á þessum árum en á næsta 10 ára tímabili á undan. Á það mætti þá í fyrsta lagi minna, að á árunum 1935—38 hefir verið varið úr ríkissjóði til að byggja vegi og brýr í landinu eigi minni upphæð en samtals 3.600.000 krónum. Þar að auki hefir verið varið til viðhalds á þjóðvegum landsins nærri þrjár millj. kr., enda hefir þjóðvega- kerfið verið stóraukið á þessum árum, og fjöldi nýrra vega tek- inn í þjóðvega tölu. Til hafnarmannvirkja og lend- ingarbóta hefir líka verið varið mjög miklu fé á þessum árum víðsvegar um landið. Má nefna ýmsa staði, svo sem Akranes, Skagaströnd, Húsavík, Sauðár- krók, Hofsós, Þórshöfn, Horna- fjörð og Vestmannaeyjar, þar sem kappsamlega hefir verið unnið að framkvæmdum á þess- um árum, en þessir staðir eru þó miklu fleiri en hér eru nefndir. Það má minna á síldar- bræðsluverksmiðjurnar, sem rík- ið hefir ýmist látið byggja eða auka eða forðað frá eyðileggingu með því að kaupa þær af fyrri eigendum. Það má minna á vís- indastofnun atvinnuveganna, sem komið hefir verið upp í Rvík og á að geta haft ómetanlega þýðingu á komandi tímum. Það má minna á hina nýju sterku útvarpsstöð og endurvarpsstöð- ina á Eiðum. Það má minna á það, að sett hefir verið á stofn ný deild 'við Búnaðarbankann, til að styðja hina nýju atvinnugrein bænda, loðdýraræktina. Og komið hefir verið á fót vísi til lánsstofnunar fyrir hinn uppvaxandi iðnað í landinu, hinum svonefnda Iðn- lánasj óði. verði nú mark tekið á þingræð- inu út af fyrir sig. Minnir þetta óneitanlega nokkuð mikið á yf- irlýsingar kommúnista í fyrra, sem töldu sig fylgjandi „lýð- ræði“, en vildu ekki viðurkenna „þingræðið“. Ólafur Sigurðsson fiskirækt- arráðunautur og bóndi á Hellulandi, ferðaðist á síðast- iiðnu sumri um Austurland og skoðaði þar flestar árnar og athugaði fiskiræktarskilyrðin. í eftirfarandi grein skýrir hann frá þessu ferðalagi sínu og niðurstöðum af athugunum sínum. 30. júní fór ég heiman að; var svo um talað, að ég skyldi ferð- ast um Austfirði. í leiðangri þessum var ég á aðalfundi Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga á Hallormsstað og hafði þar gott tækifæri til að tala við ýmsa menn víðsvegar að. 7. júlí fór ég með formanni Búnaðarsambands Austurlands, Hallgrími á Ketilstöðum og for- manni fiskiræktar og veiðifélags Fljótsdalshéraðs, Sveini á Egils. stöðum, út að Lagarfossi, til að athuga um fiskiveginn, hvort hann þyrfti endurbóta við. Hafði nokkur orðrómur um það gengið, að hann mundi ekki í lagi vera. Reyndist fiskvegurinn í góðu lagi; þó mundi betra að víkka útrennslisopin úr sumum þrónum og setja járngrind fyrir neðri hliðarrásina, en hlaða fyr_ ir þá efri með stórum steinum. 9. júlí fékk ég hesta og fylgd- armann frá Djúpavogi suður í Álftafjörð. Skoðaði á þeirri leið Samþykkt er og komin til framkvæmda nýbýlalöggjöf, sem þegar hefir borið mikinn árang- ur víðsvegar um landið, og rétt að segja jafnhliða lög um styrk til endurbyggingar á sveitabýl- um. Að fráteknum jarðræktar- lögunum, hefir sennilega aldrei verið afgreidd frá Alþingi jafn þýðingarmikil löggjöf fyrir framtíð íslenzks landbúnaðar. Garðræktin í landinu er í mik- illi framför vegna löggjafar á þessu sviði, sem gerð hefir verið á þessum árum. Má þar nefna lögin um grænmetisverzlun rík- isins, kartöfluverðlaunin og síð- ast en ekki sízt hinn íslenzka garðyrkjuskóla, sem nú er að taka til starfa á Reykjum í Öl- fusi. Byggingu kjötfrystihúsa hefir miðað vel áfram á þessum tíma. Og tekin hefir verið upp sú ný- breytni, að koma fyrir í mörgum þessara húsa útbúnaði til að hraðfrysta fisk. Allar þessar framkvæmdir hafa notið opin- bers stuðnings. Til mjólkurbúa hafa líka verið greiddar veruleg- ar upphæðir á þessum tíma. Sett hafa verið lög um erfða- ábúð bænda á jörðum hins opin- bera, mikilsverð framtíðarum- bót, sem einnig kostar ríkið nokkurt fé miðað við það, sem áður var, en enginn mun eftir telja. Þá hefir verið komið í kring gagnlegum breytingum á jarðræktarlögum og búnaðar- þing endurskipulagt. Af framtíðar- og framfara- málum, sem kosta hið opinbera fjárframlög, má nefna hina nýju löggjöf um elli- og sjúkratrygg- ingar. Við hliðina á nýbýla- og endurbyggingarlöggjöfinni, eru þessi lög e. t. v. stærsti áfanginn í menningarbaráttu þjóðarinnar, sem náðst hefir á þessum árum og þótt lengri tími væri tekinn. Sjúkratryggingar kaupstaðanna, er í fyrstu var óvinsælt mál, og sérstaklega dró úr fylgi Alþýðu- flokksins í bili, eru nú farnar að njóta almennrar hylli, a. m. k. í höfuðstaðnum. Fjöldi fólks má nú áreiðanlega ekki til þess hugsa, að þessi löggjöf yrði úr gildi felld. Um ellitryggingarnar var í upphafi miklu minni á- greiningur, en það á langt í land, að þær beri fullan árangur og því vafamál, hvort þær verði jafn skjótt vinsælar sem sjúkra- tryggingarnar. Til viðbótar því, sem nú hefir verið talið, má nefna mörg menningar- og framfaramál, er ekki hafa kostað bein útgjöld, sem neinu nemi, úr ríkissjóði, en sýna hinsvegar að þessi hlið verkefna hefir sízt verið vanrækt á þessum árum, enda þótt í mörg horn væri að líta á öðrum svið- Hamarsá, Geithellnaá og Hofsá. Þetta eru allt talsvert stórar bergvatnsár, en vantar því mið- ur, að mjög miklu leyti, upp- vaxtarskilyrðin. Þó eru nokkur síki eða kílar, sem uppsprettur streyma um, t. a. m. við Hofsá. Við Hamarsá er góður lindarkíll inn hjá Hamarsseli. Það er þessi eini kíll, sem heldur við þeirri silungsveiði, sem er í Hamarsá, og sama er að segja um Geit- hellnaá; þar er það einungis eitt síki, sem silungur getur hrygnt í og alizt upp. Ég gisti á Mel- rakkanesi og fékk þar fylgd og hesta, sem ég þurfti og flutning til Djúpavogs. Frá Djúpavogi lét Jón Sig- urðsson, kaupfélagsstjóri, flytja mig inn að Berufirði. Á þessari leið eru Búlandsá, Hvítá, og Fossá, allar mjög brattar og lítils virði, þó að ofurlítill sil- ungur slæðist þar upp. Fjarðará er falleg og nógu vatnsmikil, nægilegir hryggningarstaðir, en uppvaxtarstaðina vantar svo að segja alveg, einungis 2 eða 3 síki eða kílar, sem seiði geta lifað í og dafnað í friði. Frá Berufirði fékk ég fylgd og hesta yfir Berufjarðarskarð í Breiðdalinn. Árnar í Breiðdaln- um, Suður- og Norðurdalsá, eru lengstu og mestu árnar á Aust- fjörðum. Suðurdalsáin hefir hin beztu skilyrði inni í dalbotnin- um. Það má minna á hina mik- ilsverðu umbót, sem gerð hefir verið á bændaskólunum, með því að gera þá að þriggja missera samfelldum skólum með verk- legu námi. Fræðslulagakerfið hefir verið endurskoðað og end- urbætt. Sett hafa verið lög um stuðning til lestrarfélaga í sveit- um og smærri kauptúnum. Kom- ið hefir verið á fót ríkisútgáfu námsbóka handa börnum og ó- keypis útbýtingu slíkra bóka, gegn tiltölulega lágu gjaldi á barnaheimili. í réttarfars- og löggæzlumál- um hafa verið gerðar stórfelldar umbætur. Hin gamla og harðvít- uga deila um hæstarétt hefir verið til lykta leidd á tiltölulega friðsamlegan hátt, en með full- um sigri fyrir Framsóknarflokk- inn. Sett hefir verið ný löggjöf um meðferð einkamála í héraði og ný lög um meðferð opinberra mála í undirbúningi. Nýju og ó- dýrara skipulagi en áður hefir verið komið á landhelgisgæzl- una. Þá hafa og nú hin umþrátt- uðu lagaákvæði um varnir gegn því að nota loftskeyti til hjálpar Þegar maíferð Esju féll niður síðastliðið vor af völdum verk- fallsins, varð landið fyrir stór- skaða og þó einkanlega land- búnaðurinn. Þetta var af því að áburður á tún, kornakra og í sáðgarða komst ekki á jörðina fyr en of seint. Slíkt má ekki koma fyrir oftar. Þær sveitir — Suðurlandið, — sem höfðu vörubílasamband við Reykjavik voru þó skár settar pn önnur héruð, sem urðu að treysta á strandferðirnar. Nú er það kunnugt, að hey- fengur og uppskera úr görðum varð sæmileg á Suðurlandi, en mjög rýr annarsstaðar og er ó- mögulegt að vita, hve mikið af skaðanum stafar af því, að til- búni áburðurinn komst ekki fyr en í ótíma út um landið. Stærð og lögun landsins og byggðin meðfram ströndum þess bendir á að strandferðirnar þurfi að vera góðar og hagfelld- ar íbúunum. Ef þær eru það ekki, verður afleiðingin lík fyrir þjóðina og ef hindruð er blóð- rásin í líkama einstaklingsins. Þess vegna er það, að þurfi að spara — og það er oft réttmætt — þá verður sparnaðurinn að koma fram á öðru fremur en strandferðunum. Um leið og hafðar eru fyrir augum hinar brýnu þarfir landsmanna yfirleitt á góðum strandferðum, verður ekki kom- um út fyrir Ásunnarstaði, en sá ljóður er á, að fossinn Beljandi hamlar öllum göngusilungi för- ina upp ána. Að vísu er nokkur urriða-veiði (vatnaurriði) í ánni fyrir ofan fossinn, en heldur er hún lítil. Norðurdalsáin er mjög falleg stangaveiði á, allt frá áramótum við Suðurdalsá og upp undir Gilsá. En hér kemur sami höf- uðgallinn og á mörgum Aust- fjarðaánum, að uppvaxtarskil- yrðin eru mjög takmörkuð. Þó eru nokkur síki og kílar, sem myndu fóstra seiði dável, ef þau væru í þau látin. Má í því efni benda á tvö síki milli Gilsár og Gilsárstekks, Neskíl hjá Hlíðar- enda og Skarðslækinn, er kemur úr Jórvíkurskarði, Tóarselskíl og Forvaðakíl. Er Skarðslækurinn þó langbeztur. Hér þyrfti að gera tilraun með laxaseiði, t. d. 50— 100 þúsund, sem skipt væri i báðar árnar. í Suðurdalsá fram í dalbotni, en í Norðurdalsá í sík- in, sér í lagi i Skarðslækinn. Þegar svo færi að verða vart við lax 5—6 árum síðar, yrði að vinda bug að því að gera Belj- anda fiskgengan, en það er til- tölulega létt verk. Frá Gilsárstekk lá leiðin yfir Breiðdalsheiði. Uppi á heiðar- brúninni er dálítið vatn, sem áð- ur var veiðilaust. En fyrir ná- lægt 20 árum fluttu feðgarnir Jón og Erlingur á Þorgrímsstöð- um nokkra urriða úr ánni, upp i vatnið. Er þar nú komin dágóð veiði af vænum og feitum urriða. í Skriðuvatni í Skriðdalnum er töluverð urriðaveiði. Veiðir Eyjólfur bóndi á Haugum urrið- veiðiþjófum, loksins gengið í gegn á Alþingi. Komið hefir verið á fót lögboð- inni vátryggingu fyrir allan vél- bátaflota landsmanna, þar á meðal opna vélbáta. Á skattalögunum voru þegar á þingi 1934 gerðar verulegar breytingar í réttlætisátt. Og í framhaldi af þeirri breytingu votu síðar sett sérstök ákvæði um hátekjuskatt. Með þessum ráðstöfunum hefir mikið áunnizt í þá átt að lækka laun hátekju- mannanna og láta það koma til góða atvinnuvegunum í landinu. Þá má heldur ekki gleyma vinnulöggjöfinni, sem samþykkt var á síðasta þingi og nú er ný- lega gengin í gildi. Þar er um mikilsvert réttarfarsmál að ræða og öfluga viðleitni til tryggingar vinnufriðnum í landinu. Hver, sem á þessar staðreynd- ir lítur, verður að viðurkenna, a. m. k. með sjálfum sér, að árin, sem liðin eru síðan um kosning- arnar 1934, hafa, jafnframt því að vera tímabil óvenjulegra kreppuráðstafana, einnig verið tímabil mikilla framfara í land- inu og menningarlegra umbóta í löggjöf þjóðarinnar. izt hjá að líta á þarfir einstakra hafna, þar á meðal Hafnar í Hornafirði. Er vissulega nauðsynlegt, að þeir, sem eiga að ráða fram úr þessu vandamáli í heild, geti líka þekkt, hvernig hér hagar til og því fremur tekið rétta af- stöðu til þess. Er þess þá fyrst að geta, að Hornafjörður er eina nýtilega höfnin frá Djúpavogi til Vest- mannaeyja, eða öllu heldur til Rvíkur. Frá Höfn eru fullar 2 dagleiðir á landi til Djúpavogs og af þeirri leið ekki nema V3— V2 bílfær og þessi hluti leiðar- innar oft ófær af vötnum og snjó (Jökulsá, Lónsheiði). Til Reykjavíkur eru 7—8 dagleiðir á landi, þar af um yz bílfær og þessi y2 oft bráðófær af sönd- um og stórvötnum. Auðsætt er því, að mikla nauðsyn ber til fyrir íbúa þess- ara sveita, að sjósamgöngur séu i viðunandi lagi við þessa einu höfn á hinni óralöngu leið. Hinsvegar þarf ekki að vera mikil töf að sigla inn á höfnina fyrir meðalstór skip, því bæði er krókurinn af siglingaleið ekki langur — eins og menn geta séð ef litið er á uppdráttinn og svo geta slík skip siglt inn á innri legu; hún er sjálfgerð af náttúr- unni og örugg í skjóli hinna fögru eyja. Innrilegan er fylli- lega hálfu nær landi en hin og ann mest á stöng. Hann hefir komið upp hjá sér góðri urriða- veiði í smátjörnum rétt við tún- ið, fheð því að flytja þangað smáurriða og urriðaseiði, er hann tók úr lækjum og lænum við vatnsósinn. Fleiri tilraunir hefir Eyjólfur gert til að koma upp veiði í fisklausum vötnum lengra frá, en árangurinn er þar ekki enn kominn í ljós. Ég vil geta þess hér, að ég varð var við þann hugsunarhátt sum_ staðar á Austfjörðum, sem mað- ur á yfirleitt ekki að venjast annarstaðar á landinu, að sparci haustveiðina. Þar voru nokkrir veiðieigendur, sem voru þess vitandi, að það væri sama og að lóga ánum um sumarmálaleytið, að drepa væna göngusilunginn á fáum og litlum hrygningar- stöðum, sem áin hafði að bjóða. 13. júlí sat ég fund að Ketils- stöðum, með stjórnarnefnd Bún- aðarsambands Austurlands. Var þar rætt um framtíðarstarfsemi á sviði fiskiræktarinnar austan- lands. Þar var ákveðið, að ég færi, ásamt formanni Búnaðar- sambandsins, til Reyðarfjarðar að athuga seiði, er koma áttu með Súðinni að sunnan. Aö þeirri athugun lokinni, skyldi ég svo gera tillögur til Búnaðar- sambandsstjórnar um fram- tiðarframkvæmdir í fiskirækt- inni á Austurlandi. Við Hall- grímur á Ketilsstöðum og Sveinn á Egilsstöðum vorum staddir á Reyðarfirði, er Súðin kom þang- að að sunnan. Var nú ekið með seiðin upp á Fagradal. Reyndist þá röskur helmingur þeirra dauður og hin stórlömuð. Enda tekur því afgreiðslan miklu skemmri tíma þar, ef fara má út og inn um ósinn á sama fallinu. Austfjarðabáturinn og fiski- bátar á vertíðinni hafa farið um ósinn hvernig sem staðið hefir á sjó, nema í verstu veðr- um, og stundum fór Esjan inn á innri legu, þrátt fyrir stærðina. Þá er að líta á flutningsþörf- ina. Hún er þegar mikil og fer stöðugt vaxandi. Um langan tíma hefir verið rekin mikil útgerð frá Horna- firði með 20—30 vélbátum. Stutt er á fiskimið, svo olíu- eyðsla er lítil. Mikil loðna veiðist oft í firð- inum, stundum miklu meira en þarf til beitu og verður hún þá verðlítil. Á sumrin veiðist oft mikið af „lúru“ (smálúðu) inni í álun- um, sem liggja inn fjörðinn. En hraðfrystihús vantar til- finnanlega. Byrjað er þó á að koma því upp, en sagt að efni vanti til að gera það úr garði. Hvergi er á landinu eins mik- il kartöflurækt eins og í Nesja- hreppi (en hann liggur næst- ur höfninni). Hún er stöðugt vaxandi, en brást þó í sumar vegna óvenju snemmra nætur- frosta um 20. ágúst, en fleiri lágu þó orsakir til. Enn er þess að geta, að hér eru málmar í jörðu, þótt ekki séu unnir, en í silfurbergsnámunni í Hoffelli var þó talsvert unnið í sumar. Hoffell er innsti bærinn í sveit- inni og því örðugt og kostnað- arsamt að koma silfurberginu til útflutnings. Sjálfsagt gæti verið hér leir- brennsla, því ógrynni eru það af jökulleir, sem vötnin bera fram og hlaða niður á undir- lendinu. Mjólkurbú gæti verið hér, því sumarhagar fyrir kýr eru víðast góðir, en nærri óþrjótandi tún- efni. Loks er þess að minnast, sem fáir munu vita enn, að í Aust- ur-Skaptafellssýslu er mikil náttúrufegurð, bæði stórfelld og fíngerð, svo að óvíða mun slík á þessu landi. Ástæða er því til að ætla, að ferðamönnum þætti mikill fengur í að geta skoðað sig um hér. En ekkert getur ræzt af þess- um framtíðardraumum,nema að sjósamgöngurnar við höfnina verði svo góðar sem kostur er. Vegna þess, hve strandferða- skipin hafa farið hér oft fram- hjá, einkum í skammdeginu, hefir einatt verið teflt á mjög mikla hættu með að flytja fólk og farangur út í þau á bátum út fyrir ósinn og fá afgreiðslu úti á rúmsjónum. Er mesta mildi, að ekki hafa hlotizt stór- slys af slíkum svaðilförum, sem einatt hafa verið farnar í myrkri að næturlagi í meira og minna vondum sjó. En það er (Framh. á 4. síðu.) hafði ekkert verið fyrir þau gert annað en láta ís í vatnið. Stórt atriði í þessu flutningamáli er hvað seiðin eru flutt seint. Það var mánaðartími eða meir liðinn frá því þau voru búin með kvið- pokann (nestispokann) og því orðin horuð og þróttlítil. Er sýnilegt, að hér verður að breyta til. Flytja seiðin miklu fyrr, eða í þann mund, sem kvið- pokinn er að hverfa og dæla lofti i vatnið með hægð meðan á flutningnum stendur. Þá er sjálfsagt að treysta ekki eingöngu á flutning seiða, held- ur reyna lika flutning frjógaðra hrogna, til framhaldandi klaks á viðtökustaðnum. Þá ætti einnig að reyna flutning augna- hrogna. Ég fór aftur ofan á Reyðar- fjörð til áframhaldandi athug- ana á fjörðunum. í Reyðar- fjarðará var áður nokkur göngusilungsveiði, væn bleikja. En nú hefir hún gengið mjög til þurðar, hin síðari ár, aðal- lega vegna of mikillar haust- veiði. Áin hefir nokkur skilyrði til uppvaxtar seiðum, eins og silungsveiði áður bendir til. Ég teldi, að ýmsu leyti æskilegt að gera tilraun með að setja í hana laxaseiði og þá helzt uppi í Fagradal, Reyðarfjarðarmegin við vatnaskilin. Eskifj arðaráin er fremur lítil og uppvaxtarstöðvar sáralitlar; þó er þar ein læna, svonefnd- ur Borgarkíll, sem aðallega mun halda við þeirri litlu veiði, sem verið hefir í ánni. Norðfjarðaráin er ein hin allra beztu af Austfjarðaánum. Ólafur Sigurðsson á Hellulandii Fiskírækt á Austurlandi Strandferðírnar ogf Hornafjörður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.