Tíminn - 24.11.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.11.1938, Blaðsíða 4
280 TÍMIM, fimmtndagiim 24« nóv. 1938 70. hlað Japanski forsœtisráðherrann, Fumimaro Konoye fursti, er 46 ára gamall. Aðeins einu sinni áður hafa Japanir haft yngri forsœtisráðherra. Konoye er yf- irmaður einnar af þeim fimm furstaœttum, sem rekja œttir sínar til „þeirra guða, sem fyrst- 'ir bjuggu á japönsku eyjunum“. Forfeður hans hafa mann fram af manni verið nánustu ráðgjaf- ar keisaranna. Frama sinn á Konoye að nokkru leyti œtt sinni að þakka og að nokkru leyti því, að hann er lœrisveinn hins há- aldraða Saionji fursta, sem keis_ arinn metur mest af ráðgjöfum sínum og talinn er mesti stjórn- málamaður Japana á þessari öld. Sjálfur þykist hann of gamall til að gegna forsœtisráðherrastörf- um. Konoye er lýst þannig, að hann sameini á margan hátt hinn gamla og nýja tíma. Hann hefir mikinn áliuga fyrir verk- legum umbótum og menningu vestrœnna þjóða, en hneigist jafnframt að stefnu herforingj- anna um aukna landvinninga og yfirráð Japana á meginlandi Asíu. Konoye er heilsuveill og taugaveiklaður. Hann er reyk- ingamaður mikill, en neytir ekki áfengis. Hann hefir gaman að skrautlegum veizluhöldum og mœtt einu sinni i veizlu, búinn eins og Hitler. Aðal íþrótt hans er golf. Sonur hans stundar nám við háskóla í Ameríku og er for- maður golflclúbbsins þar. Sjálfur er Konoye mjög hrifinn af amer- ískri menningu og hefir gert nokkrar tilraunir til að bæta sambúð Bandaríkjanna og Jap- ans. Hann er hneigður fyrir hljómlist. Einn bróðir hans er þekktur hljómsveitarstjóri. Margir japanskir stjórnmala- málamenn hafa verið myrtir. Konoye óttast sýnilega sömu ör. lög. Hann býr í skotheldu húsi, þar sem.vélbyssum er komið fyr- ir á þakinu, og liggja frá því margir laungangar. * * * Nýlega auglýsti ungur maður í Stokkhólmi eftir eyrum til kaups. Hann var fœddur eyrna- laus og vildi losna við þann lík- amslýta. í auglýsingunni, sem birtist í „Dagens Nyheter“, tók hann það fram, að kvenmenn œttu auðveldara með að vera eyrnalausar en karlmenn, þvi þœr gœtu látið hárið hylja þennan lýta. Manninum bárust um 40 til- boð, langflest frá karlmönnum. Þykir það sýna, að konur séu eigingjarnari en karlmenn. * * * Liftryggingarfélag í New York hefir. nýlega. gert. yfirlit. um dauðsföll 121 þús. kvenna, sem hafa liftryggt sig hjá því. Niður_ staðan sýnir, að grannvaxnar konur lifa lengur en þœr, sem eru gildvaxnar, og að hávaxnir, grannir kvenmenn lifa lengst. (TR BÆNTJM Karlakór Iðnaðarmanna heldur, samsöng í Gamla Bíó kl. 7,15 til ágóða fyrir samskotasjóð aðstand- enda sjómannanna, er fórust með tog- aranum Ólafi. Rauði kross íslands hefir útvarpskvöld í kvöld og flytja læknarnir Gunnlaugur Einarsson, Gunnlaugur Claessen og Siguröur Sig- urðsson þar erindi. Verzlunin Gullfoss o-engst fyrir tveimur tizkusýningum í dag að Hótel Borg, kl. 4 og kl. 9 síðd. Sýndir verða nýtízku klæðnaðir frá verzluninni og hattar frá hatta- búð Gunnlaugar Briem, yfirhafnir frá klæðaverzlun Andrésar Andréssonar, náttkjólar frá „Smart" og hanzkar frá Hanzkagerð Guðrúnar Eiríksdóttur. — Snyrtistofan Edina mun siá um hár- greiðslu og sn'U'tingu. Prjónlessýningin hefir opna skrifstofu í Miólkurfélags- húsi við Tryggvagötu, neðstu hæð, sími 5444. Verður tekið þar á móti sýning- armunum daglega kl. 2—4. Gestir í bænum. Siggeir Lárusson bóndi í Kirkjubæj- arklaustri, Gunnlaugur Ólafsson bóndi á Blómsturvöllum í Fljótshverfi, Ás- mundur Guðjónsson, Vestmannaeyjum, Jón Þorkelsson í Litla-Botni við Hval- fjörð, Einar H. Einarsson bóndi, Skammadalshóli í Mýrdal. Jónas Jónsson kominn heim. (Framh. af 1. síðu) lestra til að kynna land og þjóð og skapa aukna samstarfs- möguleika á þann hátt. Hann hefði reynt að ná tali af sem allra flestum löndum vestra og slík heimsókn hefði áreiðan- lega verið þeim kærkomin, því enginn maður væri jafn fjöl- fróður um atburði seinustu ára eða menn hér heima, sem hann. Þessa viðkynningu hefði hann ekki sízt notað til að vekja á- huga fyrir samvinnu íslendinga beggja megin hafsins og þeir, sem þekktu lægni Jónasar í þeim efnum, efuðust ekki um á- rangurinn. Jónas Jónsson svaraði með langri ræðu. Rakti hann fyrst sögu ferðalagsins í stórum dráttum. Endaði hann ræðu sína með þeim ummælum, að hann væri stoltur af Vestur- íslendingum. Auk þessa héldu stuttar ræð- ur Eysteinn Jónsson, Sigfús Halldórs frá Höfnum, Þórarinn Þórarinsson og Guðbrandur Magnússon. Á krossgötum. (Framh. af 1. síðu) reisti i sumar íbúðarhús úr steinsteypu á jörð sinni. Var það gert með til- styrk Byggingar- og landnámssjóðs. Er það fyrsta nýtízku steinhúsið, sem byggt er í sveitinni. Endurbygging bæj- anna, sem sumir eru mjög hrörlegir, er þar víða aðkallandi vandamál. — Af- koma manna þar í byggðinni yfirleitt sæmileg. Margir höfðu meðal annars dálitla vinnu við hvalveiðastöðina á Suðureyri í Tálknafirði. Indverski lífvörðurinn Lífvöröur enska varakonungsins í Indlandi er talinn meðal beztu hermanna í lieimi. Lífvörðurinn er stofnaður 1773 af Warren Hastings. Hér á myndinni sjást nokkrir hermenn í lífverðinum. | FRUMSKÓGA- STtLKAN :: ii ♦♦ J Gullfalleg og hrífandi kvik- :: j mynd, tekin á Suðui'hafseyjum ;♦ af Paramountfélaginu t; H Aðalfhlutverkin leika: »j DOROTHY LAMOUR og :: RAY MILLAND, ;; ♦f ♦♦ h leikendurnir úr hinni vinsælu ;; :: mynd „Drottning frumskóg- ;; ;; anna“ er sýnd var í Gamla Bíó í ♦♦ j! fvrravetur. Þessi mynd er öll ♦♦ tekin i eðlilegum litum, Techni- H color. :: 1:::u:::::::::n: nýja bíó "mniNrtnttÞ : IVjósnaramiðstöð ♦I i Stokkliélml n * :: Ensk kvikmynd, er styðst j: :: að ýmsu leyti við sanna jj jj viðburði, er gerðust í :: j: Stokkhólmi síðustu mán- :j jj uði heimsófriðarins. :: ♦♦ ♦♦ ♦; Aðalhlutverkin leika: jj VIVIAN LEIGH og CONRAD VEIDT. jj Aukamynd: jj Mickey Mouse í flutningum ♦♦ :: Börn fá ekki aðgang. j: •: :: |! 11111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111| 11111111111111111111111| 111111111| 1111III111111 | PETROHAX luktirnar, með hraðkveíkju, selur Sendar hvert á land sem er gegn póstkröfu. BimiimiiiiiimmmiimiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiH Bifreiðarafgevmar - ViðtæRjarafgevmar ACCUMUL ATOREN-F ABRIK, KARUAKÓR IPWAÐARMAMA SÖAGSTJÓRl: PÁUL HAUUDÓRSSON Endurtekur samsöng sínn í GAMUA RÍÓ fimmtudagiim 24. þ. m. kl. 7 e. h. KIIVSÖAGVARAR: Maríus Sölvason og' Halldór Guðmiiiidsson. RREVTT SÖAGSKRÁ. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar og í Gamla Bíó eftir kl. 4 í dag. DR. TH. SONNENCHEIN. Allur aSgængseyrir rciinur í samskotasjjóö ekknauna eftir sjómenuina, sem fórust incð togaranum Ölafi. Aðrar fréttir. (Framh. af 1. síðu) Parísar í gærkvöldi. Munu þeir ræða við frönsku stjórnina um Spánarmálin, ástandið í Austur- Asíu, fjármálasamvinnu Breta og Frakka og flóttamannamálið. Ungverska stjórnin hefir lent í minnahluta í þinginu. Mun það stafa af óánægju út af því, að stjórnin fékk ekki öllum landa- kröfum Ungverja fullnægt. Hreinsun fer nú fram í Sam- bandi Ung-kommúnista í Rúss- landi. Formaður þess hefir m. a. verið rekinn fyrir einræðis- tilhneigingar, ásamt flestum helztu starfsmönnum sam- bandsins. Vtnnið ötullega fyrir Tímann. ,€rllllfOS$é fer á föstudagskvöld 25. nóv. til Breiðafjarðar, Vestf jarða, Siglu- fjarffar og Akureyrar, þaffan beint til Kaupmannahafnar og Stettin. Kemur við í Leith á heimleið. Auglýsing í Alþýðublaðinu í gær gildir því ckki. SEU FÆÐl Tilkynniné frá Fískimálanefnd Ríkisstjórnin liefir ákveðið, að á næsta ári skuli varið úr Fiskimálasjóði allt að krónum 200.000,00 til styrktar byggingu vélbáta, og getur styrkurinn numið allt að 20—25% af kostnaðarverði bátanna. Styrkuriim verður veittur sjómöimum og út- gerðarmöimum, sem stunda vilja fiskveiðar sem atvinnu, og mcð því skilyrði, að bátarnir verði smíðaðir iimanlands. Það er ekki að fullu úkveðið, hvernig styrkveitingunum verð- ur hagað og bvaða skilyrði verða sett, en þcir 118 Andreas Poltzer: Þess vegna varð hann að hlaupa frá þýfinu og sækja það aftur síðar, við hentugleika. Líklega hefir síminn hringt meðan hann var að bauka við hilluna. Hann greip, ósjálfrátt eða vanhugsað símtólið og setti litarblettina á það. Ég er ekki viss um, hvers vegna hann skar á símþráðinn. Ef til vill hefir hringt í sífellu og hringingin truflað hann — en það er vitanlega ekki nema tilgáta.... — Og haldið þér, að þessi kynlegi glæpamaður hafi loks náð takmarki sínu og fundið Shakespeare-handritið? — Nei, Sir William, sagði fulltrúinn ákveðinn. Þjófurinn hefir ekki fundið Shakespearehandritið, því að það er eftir minni skoðun alls ekki til. * * * Hér verður að segja í fáum dráttum frá hinum kynlegu arinhilluþjófnuðum, þeirra vegna, sem ekki hafa lesið um þá í blöðunum: í febrúar 1929 var stolið arinhillu úr gömlu húsi í London. Hillan var öll úr marmara, stór og afar þung. Allir Lund- únabúar furðuðu sig á, hvernig hann hafði farið að losa þessa stóru hellu, án þess nokkur yrði var við, og hvernig hann hafði farið að því að koma henni burt úr húsinu. Fólki fannst það líka merkilegt tiltæki að fara að stela slíku. Patricia 119 Þetta gamla hús var frá átjándu öld og þar var mikið af dýrindis húsgögnum. En þjófurinn hafði ekki hirt neitt annað en arinhilluna. Að vísu var þetta sérlega falleg hilla, svokölluö Adamshilla, kölluð svo eftir Adamsbræðrunum, fjórum frægum enskum húsameisturum, sem voru uppi um miðja átjándu öld og höfðu myndað nýjan enskan byggingastíl, svo- nefndan Adamsstíl. Það var enga skýr- ingu hægt að finna á þessum kynlega þjófnaði, nema þessa: Þjófurinn hafði ótvírætt vit á list. Hann hafði sérstakar mætur á Adams- arinhillum, og vílaði jafnvel ekki fyrir sér að stela þeim, ef svo bar undir. Svo komu fleiri þjófnaðir af sama tagi. Á næstu fimm árum stal þjófurinn sam- tals tólf arinhillum, án þess að lögregl- unni tækist að ná í hann. Þessi langi tími, og það, að ekki væru framdir fleiri þjófnaðir en þetta, sýndi það, að þjófur- inn stal ekki hvað hillum sem vera skyldi, heldur hafði hann sjálfur sett sér ákveðnar reglur fyrir valinu. Almenning- ur fór að taka eftir þessum kynlegu þjófnuðum. Blöðin skrifuðu um þau dálk á dálk ofan og leituðust við að finna skýringu á málinu. Loksins hafði „Express" tekizt að ráða gátuna fyrir nokkrum vikum. Eða að yfir lengri og skemmri tíma. Smurt brauð og snyttur og á- bætir (desert) eftir pöntunum. Geng í hús og laga veizlumat. seni vilja verða styrksins aðnjútandi skulu senda umsúknir sínar til Fiskimálanefndar, eig’i síðar en bann 10. des. n. k. — 1 umsókmm- Guðrún Eiríksdóttir Garðastræti 47. Sími 5105. Útbreiðið T I M A AT A um skal taka fram: 1. Hvort um félag's- eða cinstaklingsrekstur verður að ræða og bvernig rekstri verður Iiagað. Á víðavangi. (Framh. af 1. síðu) því, að félagið gerði tilraun til að fara í kringum ákvæði vinnu- löggjafarinnar. Menn spyrja: Er það vilji forráðamanna flokksins, að fórna vinnulög- gjöfinni til þess að geta stutt kommúnista í baráttunni gegn Alþýðuf lokknum ? * * * 2. Stærð báta, tegund og afl vélar, sem rúð- gert er að kaupa. 3. Hvernig umsækjandi hafi tryggt sér nægi- legt fé til bútakauiianna, umfrarn fiað, sem væntaulegur styrkur kann að iiciua. — Þeim, sem ekki geta sent umsóknir bréflega fyrir 10„ des. n. k. skal lient á, að jieir geta sent bráðabirgðaumsókn í símskeyti. Ekki hefir heldur ennþá sézt yfirlýsingin, sem margir bjugg- ust við frá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins um að þeir séu ósamþykkir kenningum þeim, er fluttar voru af Knúti Arngríms- syni á flokkssamkomunni á Eiði í sumar. Eða ætla hinir „hægfara“ þingmenn að ganga undir jarðarmenið? Fiskimálanefnd. f ÚTBREIÐIÐ TÍMANNf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.