Tíminn - 08.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.12.1938, Blaðsíða 2
298 TÍMEVIV, fimmtndagiim 8. des. 1938 75.1)1 nft Skógrækt, sem atvínnuvegur og íjárhagsmál Nöngförin til Ameríku ‘gítninn Fimmtudaginn S. des. Samstarf millí flokka Eins og pólitískri flokkaskipt- ingu nú er háttað hér á landi, hefir enginn einn stjórnmála- flokkur nægilegt fylgi til þess að geta farið með stjórn lands- ins án þess að njóta til þess fulltingis einhvers annaxs flokks eða flokka. Undanfarin ár hefir lausn þessa máls orðið sú, að samstarf hefir átt sér stað milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins. Þessir flokkar hafa átt og eiga mörg sameiginleg áhugamál, og þess- vegna hefir samvinna milli þeirra verið eðlilegri en nokk- urra annara tveggja flokka. Nú er það hinsvegar svo, að slík mál geta fyrir legið til úr- lausnar á vissum tímum, að eðlilegast sé að fleiri flokkar og helzt sem mestur hluti þjóð- arinnar standi saman og hafi samráð um lausn þeirra. Slíkt mál er t. d. sambandsmálið og framtíðarlausn á fyrirkomulagi utanríkismálanna, og þau við- fangsefni eru nú skammt und- an. Það væri ekki viðkunnan- legt, ef þau mál þyrftu að dragast inn í flokkabaráttuna. Slíkt mál er líka fyrir hendi, ef ófriður er yfirvofandi og gera þarf óvenjulegar og róttækar ráðstafanir fyrir þjóðarheild- ina af þeim ástæðum. Núverandi forsætisráðherra hefir í tveim ræðum vakið at- hygli þjóðarinnar á þessu sér- staka viðhorfi, í fyrra sinn á Alþingi sl. vetur, og í annað sinn 1. desember síðastliðinn. Og margir eru þess áreiðanlega fýsandi að taka þetta viðhorf til athugunar. Ummæli forsætisráðherra um þessi efni í ræðunni 1. des. hafa ennþá ekki verið mikið rædd í blöðum. Einar Olgeirsson hefir að vísu á þau minnst, en af takmarkaðri samúð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Sömuleiðis hafa í aðalblaði Sjálfstæðisflokksins, Morgun- blaðinu, birzt um þetta efni ummæli, sem vert er að taka til athugunar, ekki þó vegna þess, að þau lýsi miklum skilningi eða samstarfsvilja, heldur vegna þess, að þau eru glöggt sýnishorn þess hugsunarháttar, sem ekki má vera ráðandi, ef nokkurt víðtækara samstarf milli flokka en nú er, á að geta átt sér stað. í tilefni af ræðu forsætis- ráðherra segir Morgunblaðið þetta: „Sé það nú meining ráða- manna Framsóknarflokksins að breyta til og taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins*), fagnar Sjálfstæðisflokkurinn þeim straumhvörfum og myndi fús til samstarfs". En það mega vitanlega allir gera sér ljóst, að ef Sjálfstæð- isflokkurinn gæti ekki, ef til kæmi, hugsað sér annan sam- starfsgrundvöll en þann, að Sjálfstæðisflokkurinn einn yrði öllu ráðandi, þá er það vitan- lega sama sem fullkomin neit- un alls nánara samstarfs af flokksins hálfu, og er þá hægt að spara sér allar frekari við- ræður við hann um þau mál. Samstarf milli flokka um rík- isstjórn eða lausn landsmála byggist aldrei og getur aldrei byggzt á því, að einn flokkur ráði öllu. Þar þurfa jafnan samningar að koma til greina. Þar sem skoðanir fara ekki saman, verður eftir því, sem unnt er, að finna millivegi. — Stj órnarstefnan í heild verður þá samkomulagsstefna, en ekki hrein flokksstefna. Tökum það dæmi, að Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkúrinn mynduðu það, sem af mörgum myndi kallað „þjóðstjórn“. Engin af stefnuskrám þessara þriggja flokka gæti orðið stefnuskrá slíkrar stjórnar. Slík stjórn yrði að vinna eftir alveg sérstakri starfsskrá, sem miðuð væri við þau aðalverk- efni, sem nauðsynlegt væri, að *) Leturbr. Tímans. Þrátt fyrir vel unnið út- breiðslustarf áhugamanna um skógrækt á íslandi, mun okk- ur fæstum landsmönnum vera Ijóst, hve mikla fjárhagslega þýðingu það hlyti að hafa fyr- ir ísland, ef skógur væri rækt- aður hér að nýju, svo að um munaði. Ég held, að flestir líti á skógræktarstarfsemina sem fegrunarstarf nær eingöngu, en gefi minni gaum en skyldi að því, hversu það myndi breyta til batnaðar afkomumöguleik- um þjóðarinnar, ef landið væri vaxið skógi, — jafnvel þótt smáskógur væri. — Ef við lítum á þá fjárhags- legu þýðingu, sem skógurinn hefir fyrir ýmsar nágranna- þjóðir okkar, þá komumst við ekki hjá því að finna átakan- lega til þess hver þjóðarógæfa það hefir verið, að íslnezku skógarnir skyldu svo gjöreydd- ir, að um aldaraðir hefir þurft að flytja inn hverja spýtu, sem þjóðin þarf að nota. Finnlendingar hafa Norður- landaþjóða mest verðmæti úr skógum sínum, eða hvorki meira né minna en 82,9% af heildarútflutningi landsins. — Hefir útflutningur þessi farið hraðvaxandi og aukið velgengni þjóðarinnar. Svíar koma næstir, og nema skógarafurðir 42,2% af öllum útflutningi þeirra, og er þó Svíþjóð gagnauðugt land og hefir mikla útflutningsverzlun. Norðmenn eru þriðju í röð- inni, og nema skógarafurðir 24,6% af útflutningi þeirra. Rúmlega y3 af þessum skóg- arafurðum er timbur, en allt að því % hlutar er pappírsmassi, trjákvoða o. fl. slíkar afurðir. hún hefði með höndum. Vinnu- aðferðir bæjarstjórnar Reykja- víkur, þar sem tillögum minna- hlutans er vísað frá með ó- svífnum dagskrám eða felldar frá atkvæðagreiðslu, geta aldrei verið undirstaða „þjóðlegrar einingar“. Og hinum gætnari þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins dettur væntanlega heldur ekki í hug, að svo geti orðið. Að lokum þetta: Framsóknar- flokkurinn mun aldrei láta sitt eftir liggja til að sameina þjóð- ina til átaka, ef heildarhags- munir krefjast og hinn nauð- synlegi skilningur er fyrir hendi hjá öðrum aðilum. En hann mun heldur aldrei hika við að leggja út í baráttu fyrir góðum málstað, flokksmálstað eða þjóðarmálstað, ef ekki er annað fyrir hendi. Höfundur þessarar greinar, Ragnar Ólafsson lögfræðing- ur, dvelur nú í New York og var kominn þangað nokkru áður en þingkosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram. í greininni ræðir hann úrslit kosninganna og áhrif þeirra. Stjórnmálamenn Bandaríkj- anna hafa undanfarnar vikur reynt að hafa áhrif á almenn- ingsálitið með útvarpsræðum, fundahöldum, blaðaskrifum og öðrum þeim margvíslegu tækj- um, sem þeir hafa til umráða. 8. nóv. voru almennar þing- kosningar til beggja deilda sambandsþingsins og auk þess voru kosnir ríkisstjórar í hin- um einstöku ríkjum. Úrslitin eru nú kunn. Republicanar hafa unnið rúmlega 80 ný þing- sæti í neðri deild og 8 í efri deild og 15 ríkisstjóra, en tap- að ríkisstjórakosningum í þremur ríkjum, þar sem þeir áður höfðu ríkisstjóra. En þrátt fyrir þessi úrslit hafa demo- cratar öruggan meirahluta í báðum deildum þingsins og ríkisstjóra í mörgum mikilvæg- ustu ríkjunum. Kosningarnar í New York ríki drógu að sér mikla athygli. Lehman, sem verið hefir ríkis- stjóri 6 undanfarin ár og getið Á síðari tímum hafa menn lært að notfæra sér afurðir skóganna með fjölbreyttara móti en áður, og hefir það aukr ið verðmæti þeirra geysilega. í öllum þessum löndum og annarsstaðar þar sem veruleg- ur skógur vex, eru nú á síð- ustu tímum gerðar öflugar ráðstafanir til þess að tryggja það, að skógur vaxi í stað þess, sem höggvið er, og á allan hátt með skógana farið eins og hina dýrmætustu þjóðareign. Nú kunna menn að vilja fá að vita hvað þetta komi íslend- ingum við, þar sem hér er lít- ill sem enginn skógur og hefir ekki verið um aldaraðir. En þrátt fyrir það varðar okkur mjög um þessi mál. Og það vegna þess, að fullreynt er, að birkiskógur getur vaxið upp hér á landi á nokkrum áratug- um og ennfremur að fura og greni geta vaxið hér svo að til nytja má teljast á 30—40 ár- um, ef þau fá að vera í skjóli birkisins. Að vísu kynni að þurfa að bíða lengur eftir því að svo stór- vaxinn skógur fengist, að not- aður yrði beint í venjulegan borðvið. En skógurinn er verð- mætur fyrir því og úr honum getur fengizt hið bezta bygg- ingarefni, þrátt fyrir það, ef viðurinn er settur í verksmiðjur til pressunar. Þá má nefna, að pappír er unninn úr viði, gervi- silki o. fl. vörur. Þær er hægt að framleiða jafnt úr smáum trjám sem stórum. Það er engum vafa bundið, að aukin skógrækt eykur stór- kostlega þjóðarauðinn og jafn- framt er það staðreynd, að hægt er að koma hér upp verulegum nytjaskógi á næstu hundrað árum eða svo, ef ötullega er að því unnið. Til þess þarf að auka stór- kostlega gróðursetningu trjáa frá því sem nú er. Það er þó ekki hægt að gera verulega stórt átak í þessum efnum nema á- hugi verði mikill og þátttaka sé almenn undir forystu skóg- ræktarstjóra ríkisins og þeirra skógræktarfélaga, sem stofnuð" hafa verið. Það verður að koma þessum málum þannig fyrir, að öll vinna, sem að þessu lýtur verði framkvæmd sem sjálfboðaliða- vinna. — Skólarnir, ungmenna- félögin og sérstök skógræktar- félög verða að hafa forgöng- una. Nú þegar hefir, að því er virðist, töluverður áhugi verið vakinn af forgöngumönnum þessa máls og þarf að fylgja sér gott orð, var í kjöri af hálfu democrata. En af hálfu Repu- blicana var í kjöri Dewey, glæsilegur, ungur lögfræðingur, sem er að góðu kunnur fyrir að hreinsa til í glæpahverfum New York borgar. Alþýðuflokk- urinn studdi Lehmann og auk þess fylgdi honum að málum hinn vinsæli borgarstjóri, La Guardia. Lehman sigraði með tæplega 70 þús. atkvæða meira- hluta. Hann hafði yfir 600 þús. atkvæða meirahluta í New York City, en í útborgunum og bændahéruðum kringum borg- ina, var Dewey í meirahluta. Democratar unnu einnig sena- torkosningarnar (til efri deild- ar) í New York City. Þar var í kjöri Wagner, áhrifamaður í flokki Roosevelts og einn af aðalhöfundum nýju vinnulög- gjafarinnar. Hann var kosinn með 450 þús. atkvæða meira- hluta. Þegar litið er á kosningaúr- slitin sem heild, virðist sigur Republicana mikill. En til að skilja úrslitin, er nauðsynlegt að þekkja kosningafyrirkomu- lag Bandaríkjanna. Fjórða hvert ár eru forsetakosningar. En almennar þingkosningar eru annað hvort ár, samhliða for- setakosningunum og á miðju forsetatímabilinu. Þegar þing- kosningar fara fram um leið og Kunnur maður í Reykjavík ritar Tímanum á þessa leið: „Árnaðaróskir allra góðra ís- lendinga fylgdu Karlakór Reykjavíkur, þegar kórinn með miklu áræði afréð Evrópuför í fyrrahaust, alla leið til Vínar-r borgar, af því að honum hafði skilizt, að sigur í slíkri ferð væri meginskilyrði til þess að ná samningum um Ameríkuför. Enda fögnuðu allir góðir dreng- ir, þegar K. R. náði sérstaklega hagkvæmum samningi um Ameríkuför við Columbia Con- cert Corporation, einmitt sem árangur af þessari Evrópuför. Þess vegna hefir það líka vakið almenna og megna gremju hér- lendis, þegar almenningi urðu heyrumkunn samningsrof C. C. C. við K. R. Þetta er líka eðlilegt. Öllum, sem kynnzt hafa skýrslu K. R., hlýtur að vera fullkomið á- hyggjuefni, að mál, sem jafn miklu var búið að fórna fyrir eins og söngför K. R. til Ame- ríku og með jafn góðum og á- nægjulegum árangri, skuli allt í einu vera komið í það horf, að íslenzka þjóðin hefir þegar hlotið af nokkurt ógagn, og mun hljóta af fyrirsj áanlega vanvirðu, ef nokkuð yrði gert til þess að létta þeim óheppnu mönnum, sem þessum samn- ingsrofum hafa valdið, gönguna á þeirri óheillabraut, sem þeir stefna eftir. Það er fullkomið áhyggjuefni frá sjónax-miði þjóðlegra menn- ingarvina, að íslenzkur karla- kór, sem ásamt K. R. er í Sam- bandi íslenzkra karlakóra, skuli ekki meta sig dýrara en það, að fást til samninga á bak við sambandsfélaga sína, til þess að hjálpa Mr. Walters*) til þess að bjóða þá niður á erlendum markaði, að hann skuli fást til *) Milligöngumaður C. C. C., sá er minnst var á í síðasta blaði, en þá ekki nafngreindur. fast eftir þeirri öldu, sem nú er að rísa. Þjóðin hefir gott af því að fá verkefni, sem er þýðingarmik- ið, þótt það skili ekki hagnaði svo að Segja samdægurs. Er ekki hægt að gera áætlun um framkvæmdir í þessum mál- um, sem væri miðuð við lang- an tíma og rædd og athuguð í þeim félögum, sem taka vildu að sér forgöngu og settu síðan metnað sinn í að ljúka sínum hluta verksins á sem styztum tíma? Það er áreiðanlega töluvert á- berandi einkenni á íslending- forsetakosningar, dregur nafn vinsæls forseta fjölda atkvæða til frambjóðenda flokks hans. Það er því venja, að andstöðu- flokkur forsetans vinnur á í þingkosningum á miðju for- setatímabilinu. Þegar þetta, er athugað, með tilliti til hins mikla kosningasigurs Demo- crata 1936, var það fyrirfram vitað, að Republicanar myndu vinna á í kosningunum í ár. Hin rótgróna hræðsla Banda- rikjamanna við of mikið vald h j á f ramkvæmdarst j órninni, átti og sinn þátt í að auka fylgi Republicana, því að kosn- ingarnar 1936 gáfu Roosevelt vissulega mikið vald. Almennt var þó ekki búist við, að Repu- blicanar ynnu jafnmörg þing- sæti og raun varð á. Kosning- arnar eru þess vegna sigur fyrir þá, þó að mikilvægi hans sé ekki í hlutfalli við hina auknu þingsætatölu þeirra. En hvaða áhrif hafa kosn- ingarnar á stjórnarstefnu Bandaríkjanna næstu ár? Milli 1920 og 1930 voru Re- publicanar við völd. íhaldssöm klíka auðmanna réði stefnu flokksins. — Stjórnartímabil þeirra endaði með hinni miklu kreppu 1929—’32. Sigur Roose- velts 1932 var fyrst og fremst uppreisn þjóðarinnar gegn valdi fjármálaauðvaldsins. Kjörorð Roosevelts var að maðurinn en ekki peningar skyldi ráða. Og þjóðin kaus hann með miklum meirahluta. Stjórn Roosevelts hefir verið róttæk í mörgu. Hann hefir látið samþykkja fjölda af lögum, sem komið þess að láta nokkurs staðar er- lendis sjást, að vel metið ís- lenzkt lista- og menningarfé- lag sé fáanlegt — hvað þá held- ur fúst — til launráðasamn- inga, sem eru sambandsfélög- um þess til hnekkis. Það er fullkomið áhyggju- efni, að- Mr. Walters skuli hafa getað orkað jafn miklum vand- ræðiim fyrir fslendinga með þeim vopnum,er hann hefir beitt og að þurfa skuli að bendla annan eins ötulleik og Mr. Walters hefir hér af sér sýnt, við íslenzkt þjóðerni. Sú teg- und af ötulleik, er hvorki Vest- ur-íslendingum né oss hér heima til gagns eða sóma, og það er ekki þess háttar amerísk framtakssemi, sem vér óskum að nema af Mr. Walters, og það því síður, sem það er auðséð, m. a. af bréfi hans til forsæt- isráðherra, að Mr. Walters eru jafn óljós takmörkin fyrir „dip- lómatiskum“ sem viðskiptaleg- um siðvenjum. En hver leiðindi, sem oss kunna enn að stafa af þessum tilverknaði Mr. Walters og sam- verkamanna hans, þá má þó af þessum leiðindum læra. Það verður nefnilega aldrei loku fyrir það skotið, að ýmsir æfin- týramenn beggja megin hafs- ins vilji nota sér vináttusam- bönd vor og Ameríkumanna sér til hvers konar hagnaðar. Hvert slíkt dæmi á að skerpa sjónir vorar á verðinum gegn því hvorutveggja, að slíkir menn héðan að heiman geti notað þjóðerni sitt sér til framdrátt- ar meðal Vestur-íslendinga, enda gínum vér þá heldur ekki við hverri flugu, sem eitthvert stórfélag vestanhafs sendir oss með mönnum, sem kunna að vera af íslenzku bergi brotnir, þótt þeir fáist til slíkra erinda, í því trausti, að vér séum svo litlir karlar, að oss megi allt bjóða.“ X. um nú á dögum, hversu ótamt þeim er að taka í ákvörðunum sínum og framkvæmdum tillit til þjóðarheildarinnar og þess, hvað henni er fyrir beztu. Ein- mitt þess vegna væri það þýð- ingarmikið fyrir þjóðina, ef menn sameinuðust um verulega stórt átak í skógræktarmálum og legðu á sig fyrirhöfn þeirra vegna; ekki sízt fyrir þá sök, að málið allt er þannig vaxið, að um það getur ekki skapazt flokkadráttur né við það orðið tengdir þrengstu eiginhags- munir. hefir við kaun stóreignamanna bæði í flokki Republicana og hans eigin flokki. Það hefir þess vegna staðið og stendur enn styr um stjórnarstefnu hans. Walt Street talar illa um Roose- velt. En bjarminn í stefnu hans hefir sigrað, ekki einasta meðal fylgismanna hans, heldur og meðal andstæðinga hans. Lög, sem á fyrstu stjórnarárum hans þóttu mjög róttæk, eru nú talin jafn eðlileg og sjálfsögð eins og hver önnur gömul lög. Þegar Roosevelt hverfur úr forsetastól 1940, skilar hann öðrum Bandaríkjum, en hann tók við 1932. En Roosevelt er að hverfa inn í söguna og þjóð- in óskar að hvíla sig eftir átak hans. En hún óskar ekki að breyta um stefnu. Forustumenn Republicana flokksins hafa skilið þetta. Gamla íhalds- klíkan má sín ekki jafn mikið og áöur. Yngri og frjálslyndari menn hafa tekið við. Og þeir krefjast ekki, að löggjöf Roose- velts verði afnumin, en vilja fara hægara í breytingarnar. Á þennan hátt ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir, að þingið samþykki hin nýju róttæku lagafrumvörp, sem Roosevelt ætlar sér að leggja fyrir það í „Myrkrið er mannafjandi, meiðir það líf og sál,“ og myrkr- ið og kuldinn hafa um allar aldir talizt verstu óvinir mann- kynsins. Handan við haf og Samgöngur víð Borgarfjarðar- hérað Samgöngur í og við Borgar- fjarðarhérað eru góðar. Lax- foss er líftaugin svo að segja, milli héraðsins og höfuðstaðar- ins. Bifreiðaferðir um héraðið eru nægar og fremur vel skipu- lagðar. En frá og í héraðið eru nokkur mistök á bifreiðaferð- um, og hafa þar þeir, sem höfðu meiri völd en skipulagsnefnd fólksflutninga með bifreiðum, tekið fram fyrir hendur nefhd- arinnar af lítilli forsjá og skapað óeðlilega samkeppni, engum til gagns, en skipulagn- ingu bifreiðaferða til tjóns og vanvirðu. Á ég hér einkum við ferðir Steindórs og B. S. A. sömu dagana hlið við hlið milli Akur- eyrar og Borgarfjarðarhéraðs, og bifreiðaferðir fyrir Hvalfjörð frá Borgarnesi á sama tíma og Lexfoss fer frá bryggju í Borg- arnesi og þá smalamennsku þeii’ra bifreiða á bryggjunni þar á farþegum, sem ætla að fara með skipinu. Laxfoss fær lítilfjörlegan styrk af almannafé, sem varla er meira en greiðsla fyrir póst- flutning og Breiðafjarðarferð- ir þær, sem hvíla sem allþung- bær kvöð á skipinu. Það er oi’ðin svo fjölfarin leið úr Borg- arnesi með Laxfossi, að það er varla fært að taka skipið út af leiðinni nokkurntíma, svo dög- um skipti. Og helzt þyrfti ferð- um hans að fjölga frá því sem nú er. Fyrir héraðsbúa og þá, sem ferðast í héraðið og ná- grannahéruðin, þyrftu að vera a. m. k. tvær ferðir á viku allt árið, og ættu þær að vera sem fráskildastar ferðum, sem ætl- aðar eru fyrir langferðafólk, svo sem til Akureyrar og víðar. Fargjöld og farmgjöld með Laxfossi væri líka nauðsynlegt að lækkuðu. Og það myndi vera hægt að gera það með bættu skipulagi. Nokkur sam- keppni er að myndast á milli Akraness og Borgarness um ferðamennina. — Tel ég eðli- legast að ferðir séu jöfnum höndum frá báðum stöðum og að farartæki þau, sem flyttu vörur og farþega á þessum leiðum, væru eign sama félags- ins og þyrftu þá tvö skip jafn- an að vera í förum a. m. k. á sumi’um, annað aöallega fyrir farþega en hitt flytti mest- megnis vörur. Með þessu móti og góðri skipulagningu á bifreiða- ferðunum, má fá fleiri ferðir, betri skip og lægri farþega- og farmgjöld. Góðar samgöngur við Borgarfjörð er ekki aðeins hagur Borgfirðinga, heldur meirahluta landsmanna. V. G. ár. Hvort þeim tekst það, er undir því komið, hve öruggt fylgi Roosevelt er innan Demo- crataflokksins. Það er erfitt að álykta frá kosningaúrslitunum hvernig forsetakosningarnar 1940 muni fara. Þrátt fyrir sigur Republic- ana samanborið við kosning- arnar 1936, hafa Democratar enn öruggan meirahluta. En kosningar benda til þess, að hvort sem næsti forseti verður democrat eða republicani, muni hann ekki verða jafn af- kastamikill og róttækur og Roosevelt hefir verið, en þó ekki langt til hægri. En eitt er nokkurn veginn víst, að ein- ræðisstefna í hvaða mynd, sem hún birtist, á ekki vinsældum að fagna í Bandaríkjunum á næstu árum. Eftir hinn mikla ósigur lýðræðisstefnunnar og lýðræðisríkjanna í Evrópu und- ir forustu Mr. Chamberlains, virðast allir hér sammála um, að Bandaríkin verði að taka að sér f orustu lýðræðisrikj anna. Og þau búa sig af kappi undir að rækja þær skyldur, sem því eru samfara. New York 12. nóv. 1938. Ragnar Ólafsson. sanda hefir alltaf hillt undir sólarlöndin í draumum skamm- degisbúans. Þar var Gimlé heiðinna forfeðra okkar og þar var Ódáinsakur kristinna af- Eysteinn Jónsson. Ragfnar Ólafsson: Hvert stefna Bandaríkín? La n d n ámsdraumar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.