Tíminn - 17.01.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1939, Blaðsíða 3
7. blað Tólirsrv. þriðjiidagiim 17. Janúar 1939 27 tÞRÓTTIR Kolviðarlióll. íþróttafélag Reykj avíkur keypti hínn þekkta gististað, Kolviðarhól, síðastl. vor. Hafði félagið þar aðsetur fyrir skíða- fólk sitt undanfarna vetur. Til- gangur félagsins með kaupun- um var að koma þar upp góð- um dvalarstað fyrir skíðafólk. Jafnframt er þaxna góð að- staða til að iðka ýmsar sumar- íþróttir. Félagið hefir látið vinna að því í haust og vetur að breyta innra fyrirkomulagi hússins og látið endurbæta það á margan hátt. Með góðu móti geta nú dvalið þar um 60—70 nætux- gestir, en alls mun vera hægt að hýsa þar um 100 manns, ef þörf krefur. Frágangur allur er hinn prýðilegasti, bæði í svefnher- bergjum og borðsölunum. Ætlunin mun vexa að selja næturgistíng á 50 aura, en rúm og fæði fyrir sólarhringinn á 5 kr. Menn eru þó ekki skuld- bundnir til að kaupa fæði og geta haft með sér nesti. Er sér- stakur borðsalur fyrir þá, sem hafa með sér nesti. í brekkunni fyrir ofan bæ- inn hefir félagið látið reisa stóra stökkbraut. Einnig hefir félagið látið gera þar dráttar- braut og mun hún algert ný- mæli hér á landi. Verður það vafalaust mörgum skíðamann- inum kærkomin hjálp í strit- inu upp brekkuna. Er dráttar- brautin 160 m. löng og rekur hana bílhreyfill. Þessar framkvæmdir allar hafa kostað mikið fé og hafa félagsmenn aflað til þess fjár með miklum og eftirbreytnis- verðum dugnaði. Knattspyrnuþingið. Knattspyrnuþingið, þar sem sæti áttu fulltrúar frá knatt- spyrnufélögunum í Reykjavík, er nýlokið. Þar var meðal ann- ars samþykkt, að breyta nöfn- um knattspyrnuflokkanna. 1. flokkur heitir hér eftir meist- araflokkur og B-flokkur heitir 1. flokkur. Þá var samþykkt, að reynt væri að hafa jafnan sér- stakt úrvalslið, og að athuga möguleika á því, að ísland tæki þátt I meistarakeppni Norður- landa. - Kaup og sala - Ullartófni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomið. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. jurtir og ollu miklu tjóni, eink- um í Reykjavik og nágrenni. Búfjárhöld: Búpeningur gekk almennt vel undan síðastliðið vor. Voru hvergi fóðurvandræði svo orð sé á gerandi. Bændur urðu þar á landinu, sem hey voru mest skemmd frá sumrinu 1937, að kaupa óvenjumikinn fóðurbæti og varð það tilfinnanlegur kostn- aðarauki fyrir marga. Jörð greri mjög snemma siðastliðið vor, svo að víða um land var kominn góður sauðgróður áður en sauð- burður hófst. Og þótt vorið yrði siðar kalt, olli það ekki tjóni, hvað sauðfjárhöld snerti. Sauð- burður varð yfirleitt mjög van- haldalítill. Þess vegna mun mega telja að skepnuhöld hafi verið mjög góð á árinu. Þar sem engir óvenjulegir kvillar herjuðu á bústofn bænda. Hér er gengið fram hjá hinni alræmdu „mæðiveiki“ og sömu- leiðis hinni nýju pest, „Jones“- veiki, sem fyrst hefir verið rann- sökuð á síðastliðnu hausti. Þetta er gert, vegna þess að Bjarni Ásgeirsson mun skýra frá þeim í sínu erindi. Ummæli mín um fjárhöldin eiga því aðeins við þær sveitir, þar sem þessar pest- ir hafa ekki geisað. Það, sem af er þessum vetri, hefir sauðfé og hross verið létt á gjöf. Um áramótin setti hann mikinn snjó niður í flestum byggðum norðanlands og lítur því fremur harðindalega út nú. Slátrun sauðfjár: Samkvæmt skýrslu formanns kjötverðlagsnefndar, var árið A N N Á L L Afmæli. Ólafur ísleifsson læknir og dannebrogsmaður i Þjórsártúni á áttatíu ára afmæli í dag, 17. janúar. — Hann ólst upp upp í mikilli fátækt, en þó tókst honum vegna dugnað- ar og mikils á- huga að afla sér þ e i r r a r þekkingar, að hann varð eftirsóttur læknir og fékk læknisleyfi, þótt hann hefði aldrei á skólabekk komið. Hann var mjög heppinn í starfi sínu og til hans leitað úr Ár- nes- og Rangárvallasýslum og jafnvel austan úr Skafta- fellssýslu og vestan úr Kjósar- sýslu til hjálpar sjúklingum, og margir bókstaflega trúðu á hann sem lækni. Ólafur reisti nýbýlið Þjórs- ártún og hefir búið þar alla tið síðan. Ber býlið vott um stór- huga og dugandi húsbændur, því að húsakynni eru stór og ræktun mikil. Ólafur er giftur Guðríði Ei- riksdóttur frá Minnivöllum og eiga þau þrjú börn á lífi. Hef- ir kona hans verið honum sam- hent í öllu og er gestrisni þeirra og hjálpsemi alkunn. Ólafur hefir fengizt mikið við ritstörf og margt af greinum hans birzt í blöðum og tímarit- um, en þó á hann mikið í fór- um sínum af óprentuðum rit- gerðum. Hann er mikill ferða- maður og hefir ferðazt um mik- inn hluta landsins. Hann hefir næmt auga fyrir fegurð nátúr- unnar og hefir sýnt ást sína á henni í verki. Hefir hann komið upp svo fögrum blómagarði við bæ sinn, að nær einstakt mun vera hér á landi. Dagur Brynjólfsson hrepp- stjóri í Gaulverjabæ í Flóa varð sextugur 8. janúar síðastliðinn. Dagur hefir verið hreppstjóri og hreppsnefndaroddviti Gaul- verjabæjarhrepps allt frá því, að hann kom fyrst í sveitina fyrir 23 árum. Sýslunefndar- maður hefir hann verið um langt skeið, í stjórn Búnað- arsamb. Suður- lands, í stjórn Mjólkurbús Flóamanna, í stjórn Flóaáveitunnar og mörg- um fleiri trúnaðarstörfum gegn- 1937 slátrað 398 þús. dilkum, en árið 1938 aðeins 352 þús., eða 46 þús. færra. Þessi fækkun stafar að sjálfsögðu að miklu leyti af „mæðiveikinni“ og þeirri fækkun, sem hún hefir valdið í sumum héruðum landsins. Árið 1937 var meðal skrokkþungi 13.44 kg. en 1938 14.27 kg. Féð var óvenjuvænt um allt land í haust, bæði lömb og fullorðið. Dilkarnir lögðu sig í haust að meðaltali um 11/2 kg- af kjöti meira en þeir gerðu haustið 1935. Það var eftirtektarvert að á mæðiveikis- svæðunum var féð hlutfallslega vænzt. Sennilega stendur væn- leki fjárins þar að einhverju leyti í sambandi við, að sauðféð hefir orðið of margt í högum áður og þess vegna vanþrifizt. Auk þess mun féð hafa verið alið meira, vegna veikinnar og þess vegna skilað meiri afurðum. Þetta eru þó aðeins ágizkanir, en þarf að rannsakast betur. Komrækt: Norðan og austan lands brást kornræktin að mestu, vegna of mikils kulda. Sunnan lands heppnaðist hún sæmilega vel. Á Sámsstöðum gáfu hafraakrar sem voru 2,8 ha. að stærð, 25 tn. af höfrum, pr. ha. Helmingurinn af landinu var þó nýbrotið. í öllum löndum myndi þetta vera talin góð uppskera. Ræktun byggs og hafra er nú orðin árviss á Sámsstöðum og fastur liður í búskapnum þar. Þótt uppskera sé eðlilega misjöfn eftir árferði. Annars staðar gengur misjafn- lega og ýmsir gefast upp, |sem reynt hafa kornrækt eitt eða tvö ár. Framhald. Grænmetisverzlun ríkisins. IJTNÆÐI. Þeim, sem þurfa að kaupa útlendar útsæffiskartöflur fyrir komandi vor, viljum vér benda á, aff allar slíkar pantanir þurfa aff vera komnar í vorar hendur fyrir lok febrúarmánaffar. Samkvæmt gildandi ákvæðum getum vér ekki afgreitt pant- anir frá einstökum mönnum. Skákþing Revkjavikur heSsi stmnudagmn 22. janúar. Þátttakendur mæti í K. R. húsinu kl. 8,30 næstkomandi fimmtudag'. Tafilfélagf Reykjavíkur. IJlS 3- 2 0 STK. PAKKIW KOSTAR K R . 1.60 Breiðfirðingafélagið, Ársmót Breiðfirðingafiélagsins verður haldið að Hótel Borg fimmtud. 19. p.m. Mótið hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7,30 e. hád. Aðgöngumiðar í Rakarastofunni Bankastræti 12, sími 4785, Hattabúðinni Laugavegi 12, simi 5447 og Félagsbakaríí (S. Jensen) Vesturgötu 14, sími 3278. Tilbúinn áburður. Þeir, sem ætla að kanpa tilbiítim áburð til notknnar á komandi vori, ern beðnir að gera pantanir sínar sem allra fyrst, og eigl síðar en svo, að þær séu komnar i vorar liendiir Orð í tíma töluð (Framh. af 2. síðu) má vænta að ríkið geti styrkt framkvæmd verksins með öðru móti en framlagi þeirrar vinnu, sem þegnskyldan á að skapa. Ef til vill er einmitt þegn- skylduvinnan öruggasta leiðin út úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir á landi hér, og jafn- framt stærsta skrefið, sem við getum stigið nú, til batnandi þjóðarhags og viðunandi lífs- kjara. Guðm. Þorláksson. »Á íslands miðum« (Framh. af 2. síðu) á önglinum", sagði rauðmag- inn. „Mig varðar ekkert um öng- ulinn, því að stirtlan er lostæt. Ég ét það, sem mér sýnist.“ Hann gleypti bæði beitu og öngul — og hvarf. Vesalings þorskurinn! Aq. ir hann. — Dagur er mjög vin- sæll maður og leysir vandamál hvers, sem til hans leitar, og er lífsglaður og bjartsýnn á framtíðina. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. Mörgum mun ef til vill finn- ast fátt til frásagnar úr fá- mennum og strjálum byggðum. En þó mun mála sannast, að í hverju byggðarlagi gerist nokk- uð það, sem tiðindum sæti, sé vel að gætt. Allmargir menn hafa orðið til þess að skrifa Tímanum greina- góð bréf, og er þeim hér með þakkað fyrir. Skrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjavík er á Lindargötu 1 D Framsóknarmenn utan af landi, sem koma til Reykja- víkur, ættu alltaf að koma á skrifstofuna, þegar þeir geta komið því við. Það er nauðsynlegt fyrir flokks- starfsemina, og skrifstof- unni er mjög mikils virði að hafa samband við sem flesta flokksmenn utan af landi. Framsóknarmenn! Muniff aff koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1 D. TRÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendiff nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4, Reykjavik. Sigurður Olason & Egill Sigurgeirsson Málllutningsskríistofa Austurstræti 3. — Sími 1712. Kopar keyptur í Landssmiffjunni. (J éröbréfabanki C /xusturstr. 5 sími S652 jankinn .0pi6 U.1MFcí5-fc/ Annast kaup og söln verffbréfa. fyrir febrúarlok. ISúast má við að verðið verði óbreytt frá því sem var síðastliðið ár. Áburðarsala ríkisins. 196 Andreas Poltzer: — Já, alveg rétt. Við lékum hann hjá Walpole í gærkvöldi — allt kvöldið. Fólk varff svo skelkað’, að það náði sér ekki aftur. — Og hvað heitir þessi ágæti leikur? — Við höfðum ekkert nafn á honum, en ég held, að hertoginn af Salisbury hafi kallað hann gæsamarkað, vegna þess að skinnið á manni hleypur í hnykla af hræðslunni og verður eins og á gæs. — Ágætt, mjög frumlegt! sagði full- trúinn af eintómri kurteisi. Nú mundi Violet aftur eftir erindi sínu. Hún leit i kringum sig, og þegar hún hafði gengð úr skugga um, að enginn var þarna nálægur, sagði hún rólega og blátt áfram: — Vitið þér heimilisfang frú Meller- Ortega? Whinstone, sem hafði grunað, að stúlkan hefði af tilviljun dottið ofan á eitthvað, sem tíðindum sætti, spratt upp: — Ungfrú Violet, hvað vitið þér? En Violet endurtók spurninguna: — Vitið þér, hvar frú Meller-Ortega heldur sig? — Nei, það veit sá sem allt veit. Ég hafði ekki einu sinni vitað fyrr en nú, að Meller-Ortega væri kvæntur.... Nú sagði Violet frá samfundum sinum og frúarinnar í veitingahúsinu , Cheap- side og hvernig hún hefði veitt frúnni Patricia 193 þekkið þér annars nokkuð til á Spáni? — Ekki landið sjálft, en maðurinn minn er spanskur.... Ókunna frúin hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en hún iðraðist þess að hafa sagt þetta. Að minnsta kosti gat Violet ekki þetur séð, og hún yar ánægð með áhrifin, sem spurningar hennar höfðu haft. En allt í einu virtist Parísarfrúin fara að eiga annrikt, og þó að Violet léti hana skilja það ótvírætt á sér, að sig langaði til að hitta hana aftur, þá virtist ókunna frúin ekki gefa því neinn gaum. En Violet var ekki að skapi að slíta þessum kunningsskap svona fljótt. Ó- kunna frúin var ekki fyrr komin út úr veitingaskálanum en Violet fór á eftir henni. Nálægt klukkutíma seinna staðnæmd- ist leigubifreið fyrir utan Scotland Yard og ung og grönn stúlka steig út. Eftir að hún hafði látið bifreiðarstjórann skilja, að hann ætti að bíða, flýtti hún sér að dyrunum og sneri sér að dyraverðinum með þessum orðum: — Ég þarf að komast inn til Whinstone fulltrúa, herra umboðsmaður! Lögregluþjónninn, sem varð upp með sér yfir þessum göfuga titli, sem hann hafði ekki einu sinni dreymt um að fá nokkurntíma á æfi sinni, fylgdi stúlk- unni með sífelldum hneigingum og beyg_

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.