Tíminn - 19.01.1939, Blaðsíða 4
TlMIM, fimmtmlagiim 19. jamiar 1939
8. blað
32
MOLAR
Dr. Hacha, sem nýlega hefir
verið kjörinn forseti Tékkósló-
vakíu, hefir aldrei haft nein op-
inber afskipti af stjórnmálum.
Hann hafði heldur ekki lagt
neinn skerf til sjálfstæðisbar-
áttu Tékka. Hinsvegar er kunn-
ugt um að hann er vinveittur
Þjóðverjum og það mun hafa
ráðíð mestu um forsetakjör þessa
ópólitíska embœttismanns.
Hacha er 65 ára gamall. Hann
nam lögfræði og nokkru áður en
heimsstyrjöldin hófst var hann
orðinn starfsmaður í austuríska
dómsmálaráðuneytinu. Árið 1916
var hann skipaður dómari í
œðstadómi Austurríkis. Eftir
stofnun tékkneska ríkisins var
hann forseti hins nýja hœsta-
réttar l Prag og þeirri stöðu hef-
ir hann gegnt óslitið þangað til
hann var kjörinn forseti ríkis-
ins eins og áður segir.
Eitt af verkum Hacha í hœsta-
rétti Tékkóslóvakíu var það, að
úrskurða þýzka nazistaflokkinn
l Tékkóslóvakíu ólöglegan. Þann
úrskurð kvað rétturinn upp 1933.
Eftir það stofnaði Henlein flokk
sinn, sem viðurkenndi lög og
stjórnarskipulag Tékkóslóvakíu
þangað til á síðastl. sumri.
í fréttaskeyti frá Prag var
forsetakosningu Hacha lýst á
þennan hátt:
„Þegar þingið hafði lokið
kosningunni og úrslitin voru til-
kynnt, gullu við mikil fagnaðar-
óp. Hermannahljómsveit lék
þjóðsönginn og hleypt var af 21
fallbyssuskoti. Meðan þessi at-
höfn fór fram, voru höggmyndir
hinna tveggja fyrrverandi for-
seta, Masaryks og Benes, teknar
úr þínghúsinu og fluttar burtu á
venjulegum flutningabifreiðum.“
Á víðavangi.
(Framh. af 1. síðu)
handa bæjarsjóði", og á sýnilega
að ganga upp í reksturshalla
þann, sem flokkurinn býst við
að verði á fjárhagsáætluninni,
þrátt fyrir þær hækkanir, sem
búið er að gera. 200 þús. kr. á að
verja til að koma upp iðnskóla
og gagnfræðaskóla. 100 þús. kr.
eiga að fara í atvinnubætux, og
er þessi tillaga samhljóða tillögu
frá kommúnistum, sem áður var
fram komin. Loks á að taka fé
að láni til að skila fé barnahæl-
issjóða, sem bærinn mun vera
búinn að „éta upp“, og á nú að
reisa barnahæli fyrir þessa pen-
inga.
* * *
En hvar ætlar bæjarstjórnar-
meirihlutinn að fá öll þessi lán?
Tíminn hefir fulla ástæðu til
að ætla, að Landsbankinn muni
ekki lána Reykjavíkurbæ meira
fé en orðið er, nema tryggingar
verði settar. Og það er raunar
engin furða, þó að bankinn taki
slíka afstöðu, eftir hina gífur-
legu söfnun lausaskulda af bæj -
arins hálfu nú upp á síðkastið.
Geti bæjarsjóður fengið lán nú
hjá einhverjum öðrum, hefði
áreiðanlega staðið næst að verja
því til að grynna eitthvað á
þessari miklu lausaskuld við
Landsbankann.
tTR BÆMJM
Framsóknarfélag Reykjavíkur
heldur fund í Sambandshúsinu ann-
að kvöld kl. 8.30. Verður rætt um út-
vegsmál og fjárhagsáætlun bæjarins.
Fermmgarbörn
séra Árna Sigurðssonar eru beðin að
koma til viðtals í Fríkirkjuna á morgun
(föstudag) kl. 5.
Meyjaskemman
verður sýnd annað kvöld. Sýning
hefst kl. 8.30. Venjulegt leikhúsverð.
Sálarrannsóknarfélag íslands
heldur aðalfund sinn í Varðarhús-
inu í kvöld. Hann hefst kl. 8.30. Séra
Kristinn Daníelsson flytur erindi.
Breifffirðingafélagið
heldur ársmót að Hótel Borg í kvöld.
Ræðuhöldum og söng verður útvarpað
frá mannfagnaðinum.
Bíóin.
Nýja Bíó sýnir nú ameríska stór-
mynd: Prinsinn og betlarinn. Myndin
byggist á hinn frægu sögu Mark Twain
um son Hinriks VIII, sem skipti um
fatnað við betlaradreng og var álitinn
betlari um skeið, en hinn drengurinn
var á meðan krýndur til konungs.
Sagan er ekki sannsöguleg, en mjög
atburðarík. Myndin hefir heppnazt vel
og er talin gefa glögga hugmynd um
vissa þætti í lífi ensku hirðarinnar og
undirstéttanna á þeim dögum. Gamla
Bíó sýnir aðra ameríska mynd: Hrói
höttur frá E1 Dorado. Myndin gerist í
Kaliforniu nokkru eftir að Bandaríkin
höfðu lagt hana undir sig og á meðan
gullæðið var sem mest. Myndin er vel
leikin og auðsjáanlega hefir verið til
hennar vandað.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir í kvöld sjónleikinn „Fróðá“
fyrir lækkað verð. Nokkrir mjög ódýrir
miðar seldir daginn sem leikið er.
Gestir í bænum.
Hannes Pálsson, bóndi á Undirfelli
og Ari Arnalds, fyrrverandi bæjarfó-
geti á Seyðisfirði.
Aðalfnndur S. f. F.
fFramh. a1 1. siðu)
lagi, að fresta á nýjan leik affal-
fundi, sem halda átti í fyrra, því
auðvelt er, samkvæmt lögum
sambandsins, að kalla saman
aukafund, þegar þurfa þykir.
Mun iíka víst, að fundinum er
ekki frestað sökum tillagna
milliþinganefndar, heldur vegna
einhvers innra ósamkomulags
um stjórnarkosninguna.
Jóhann Jósefsson og Gísli vél-
stjóri veittust alldólgslega að
tíðindamanni Tímans í fundar-
byrjun í gær og var ávarp Jó-
hanns eitthvað á þessa leið:
Hvern andskotann eruð þér að
ljúga í Tímanum? Hann játaði
þó, að hann væri ekki búinn að
sjá blaðið og vissi því, ekki ná-
kvæmlega hvað þar hefði verið
sagt af fundinum. Orðbragð og
framkoma Gísla hafði svipaðan
blæ. Þóttust þeir ekki hafa látið
neitt í ljósi, sem virtist benda til
þess að þeir vildu stöðva fiskút-
flutning, til að knýja fram kröf-
ur útvegsmanna.Þeim var gefinn
kostur á því, að Tíminn birti frá
þeim yfirlýsingu, þar sem þeir
lýstu sig mótfallna slíkum ráð-
stöfunum og sæist þá, að blaðið
hefði misskilið afstöðu þeirra.
Hvorugur hefir enn þegið það
boð.
Annars var framkoma þessara
kumpána á fundinum með þeim
hætti, að helzta áhugamál þeirra
Tillögur Fram-
sóknarflokksins.
(Framh. af 1. síðu)
legri aðferðir en nú tíðkast við
gatnagerð í bænum, m. a. með
því að nota steinsteypu í stað
malbikunar á fjölförnustu göt-
um, að blágrýti sé notað í mal-
bikun og að athugaðir séu
möguleikar á að nota götustein.
Nýjar götur: Vegna þess, að
engar skýringar eru gefnar á
því í frumvarpi til fjárhagsá-
ætlunar fyrir 1939, hverjar göt-
ur skuli gera fyrir fé það sem á-
ætlað er til nýrra gatna, legg-
ur bæjarstjórnin fyrir bæjar-
ráð, að útbúa fyrir næsta bæj-
arstjórnarfund nákvæma
skýrslu um hverjar nýjar göt-
ur eða götuhluta skuli gera á
árinu og hve miklu fé skuli
verja í hverja götu.
Hitaveitumáliff: Bæjarstjórn
ályktar að fela bæjarráði að
leggja fyrir fyrsta eða annan
bæjarstjórnarfund nákvæma
skýrslu um hitaveitumálið. Sé
þar skýrt frá, hve miklu fé sé
búið að verja til undirbúnings
og rannsókna á hitaveitu frá
Reykjum frá byrjun. Ennfrem-
ur hvernig boranir ganga þar og
hvað bæjarráð ætlast fyrir um
framtíðarlausn málsins.
Skrifstofur bæjarins: Bæjar-
stjórn leggur fyrir bæjarráð að
flytja skrifstofur bæjarins í
nýja hafnarhúsið fyrir 1. okt.
n. k.
Ógreidd bæjargjöld: Bæjar-
stjórnin leggur fyrir bæjarráð
að láta nú þegar semja skrá
yfir alla þá gjaldendur í bæn-
um, sem skulduðu útsvör, fast-
eignagjöld og önnur bæjar-
gjöld um síðustu áramót. Séu í
skrá þessari tilgreind nöfn og
heimilisföng skuldunauta og
skuldarupphæð hvers einstaks.
Jafnframt sé tilgreint frá hvaða
ári eða árum skuldin stafar.
í samræmi við tillöguna um
löggilta endurskoðendur, er lagt
til að á fjárhagsáætlunina bæt-
ist nýr liður: Laun tveggja
löggiltra endurskoðenda, sem
framkvæmi daglega endurskoð-
un á reikningum bæjarsjóðs,
stofnana bæjarins og hafnar-
sjóðs, kr. 12000,00.
Þá er lagt til að hækka fram-
lagið til Iðnskólans um 4000 kr.
eða í 10,000 kr.
Tíminn mun á næstunni gera
nánari grein fyrir þessum til-
lögum, eftir að lokaumræður
hafa farið fram um fjárhags-
áætlunina.
virtist það, að koma af stað æs-
ingum. Gísli svívirti samvinnu-
félögin og sagði að stjórnarvöld-
in ofsæktu sjávarútveginn. Jó-
hann fullyrti að atvinnumála-
ráðherra hefði lofað fundinum
tillögum milliþinganefndarinnar
fyrirákveðinntíma og yrði fund-
urinn að ganga fast eftir því
loforði. Fundargerðin upplýsti
hinsvegar að ráðherrann hefði
ekkert slíkt loforð gefið og
neyddist Jóhann því til að játa
sig ósannindamann í áheyrn
alls fundarins.
Bókfærslunámskdð
fyrir byrjendur hefst á morg-
un, föstudaginn 20. þ. m.
Ennþá geta nokkrir nemend-
ur komizt að.
Uppl. í síma 2370 og 4523.
Fjögra laufa smárínn
(Framhald af 3. síðu.)
leið. Einn segir t. d. „Meðan
æskulýður Svíþjóðar gengur
fram undir merki J. U. F. get-
um við gömlu mennirnir átt
von á batnandi tímum“. (Kapt.
fríherra D. M. K.) Annar segir:
„Hið ómetanlega menningar-
starf, sem J. U. F. félögin vinna
og hafa framkvæmt, vekur ó-
skipta aðdáun og þakklæti mitt
og annarra“. (Ríkisþingsm. P.
Gustafsson). Aðrir skrifa um
þá þýðingu, sem J. U. F. hafi
fyrir framtíð landbúnaðarins og
telja því fé mjög vel varið, sem
ríkið og búnaðarfélögin verja til
starfsemi Jordbrukaranas Ung-
doms Forbund.
í Danmörku var það, að þá-
verandi landbúnaðarráðunaut-
ur í Bandaríkjum N. A., hr. S.
Sörensen, vakti athygli dönsku
stjórnarinnar í Danmörku á
skipulegum félagsskap meðal
unglinga í N.-Ameríku, sem
hafði starfað að fræðslumálum
með góðum árangri.
Stuttu síðar, eða haustið 1923
sendi International Education
Board í New York, hr. F. P.
Lund, til Danmerkur, til þess að
stofna hagskipuleg æskulýðsfé-
lög í sveitum eftir sömu grund-
vallarreglum sem hin svonefndu
4 H félög í Ameríku. Þessi starf-
semi hefir fjögra laufa smár-
ann í skjaldarmerki sínu og
einkunnarorð — „að gjöra hið
bezta betra“.
Vorið 1926 skipaði landbún-
aðarráðuneyti Danmerkur sér-
staka fastanefnd eftir tillögu
frá J. E. B., Landsudvalget for
landökonomisk Ungdomsar-
bejde, til þess að halda því
verki áfram, sem F. P. Lund
byrjaði og að ráðstafa því fé,
sem I. E. B. lagði fram til starfs-
ins fyrstu árin.
Nefnd sú í Danmörku, sem
stjórnar þessari starfsemi, er
skipuð 7 mönnum og formaður
nefndarinnar er tilnefndur af
landbúnaðarráðherra en hinir
af samvinnu- og búnaðarfélög-
um.
Hér á landi hefir lítið verið
um þessa starfsemi skrifað.
Einstakar greinar, t. d. átthaga-
þekking, hefir verið gjörð að
umtalsefni en ótal margt er
enn ótalið og getur ekki rúmazt
í stuttri blaðagrein.
í skýrslu yfirnefndarinnar í
Danmörku, eftir fyrstu 5 ára
starfsemina, segir svo þegar
getið hefir verið um þær miklu
vonir, sem tengdar eru við
starfið: „Fyrir þá miklu
hjálp til að ala upp duglegri,
hraustari og betri þjóðfélags-
borgara með kjark og löngun til
þess að vinna algenga sveita-
vinnu, er ástæða til að þakka
International Edueation Board
og það fé, og þær mikilsverðu
bendingar, er komið hafa frá
Ameríku til starfsemi fjögra
laufa smárans hér á landi.“
4-laufa smárinn er enn í
vexti, bæði vestan hafs og aust-
an og hefir alstaðar reynzt mik-
ið menningartæki og óvenju-
lega vinsælt.
Pétur Þ. Einarsson.
Hljómsveit Reykjavíkur.
Meyjaskemman
verffur leikin annaff kvöld
kl. 8%.
Venjulegt leikliusverð
Engin alþýffusýning verffur
haldin, en nokkur sæti verða
seld fyrir 2 krónur.
Affgöngumiðar verða seldir í
dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á
morgun í Iffnó. — Sími 3191.
Jörðin FOSSÁ
í Kjós, fæst til kaups og ábúðar
í næstu fardögum.
Semja ber við
Ólaf Ág. Ólafsson,
Valdastöðum, Kjós.
Símstöð: Reynivellir.
198 Andreas Poltzer:
sagt, að hún væri gift fyrverandi ritara
Kingsley lávarðar. En eigi að síður var
þetta samt svo mikilsvert atriði, að það
var sjálfsagt að rannsaka það þegar í
stað.
Whinstone þakkaði innilega fyrir þess-
ar mikilsverðu upplýsingar og fylgdi
Violet til dyra. Þau voru komin út að ytri
dyrunum þegar hann minntist þess allt
í einu, að heimsókn Violet hafði vakið
ákveðna von hjá honum.
Það var eins og Violet læsi hugsanir
hans, og hún sagði nú að fyrra bragði:
— Hún vinkona mín er móðguð af því
að þér skuluð aldrei sýna yður ....
Augu Whinstone ljómuðu. Hann not-
aði ekki venjulegu aðferðina, að afsaka
sig með annríki og þessháttar, en flýtti
sér að spyrja:
— Hefir ungfrú Holm látið það í ljós
á nokkurn hátt?
— Já, oftar en einu sinni, kæri full-
trúi! Þetta var nú að visu hrein og bein
lygi, en Violet skoðaði ekki huga sinn
um að segja það samt. Hún var ekki
blind og skildi hvað á spítunni hékk,
hvað þau tvö snerti. Þessvegna bætti
hún við:
— Þér verðið auðvitað að segja mér
hvað gerist á Hótel Abadie. Annað kvöld
förum við Patricia á Princess — eigin-
lega átti ég að vera í samkvæmi hjá
Patricía 199
Gouda barónessu, en ég er farin að þreyt_
ast á þessum hátíðlegu og íburðarmiklu
samkvæmum — og þessvegna komið þér
á Princess, herra Whinstone. Það er ein-
staklega látlaus staður, en maður kann
vel við sig þar, karlmennirnir sem dansa
eru kurteisir og jafnvel konunglega
fólkið kemur þangað oft.
Whinstone fulltrúi hét því, að koma
þangað áreiðanlega kvöldið eftir.
Whinstone sat í anddyrinu á Hótel
Abadie og sá hina svonefndu Madame
Dupres koma til sín. Whinstone giskaði
á, að þessi dökkhærða kona mundi vera
um fertugt, þó að hún hún virtist ung-
legri vegna þess hve máluð hún var.
Hann stóð upp og sagði til nafns síns.
— Þér viljið tala við mig um áríðandi
málefni, sagði franska konan og horfði
forvitnislega á hann. Fulltrúinn gat
ekki varist því að taka eftir, að henni
var órótt.
— Fyrst af öllu verð ég að fá að vita
rétta nafnið á yður, frú, sagði Whinstone
lágt.
Franska konan fölnaði. Whinstone sá
það, þó að lag af farða væri á hörund-
inu.
— Eruð þér frá lögreglunni? spurði
hún og reyndi ekki einu sinni að leyna
kvíða sínum.
Hrói Höttur | NÝJA BÍÓ | Prinsinn
I frá E1 Doraclo | | og betlarinn.
P Stórfengleg og áhrifamikil | H Amerísk stórmynd frá
| Metro Goldwin Mayer- || h Warner Bros, samkv. hinni
8 kvikmynd. H ?! heimsfrægu sögu með
jj Aðalhlutv. leika: p sama nafni, eftir hinn : || dáða ameríska ritsnilling
WARNER BAXTER, H MARK TWAIN.
t| ANN LORING og H H Aðalhlutv. leika:
]} MARGO. ::
H ERRAL FIYNN »
w Þetta er kvikmynd, sem || og tvíburabræðurnir
U snertir hjarta hvers eins er |! || BILLY og
« sér hana. :: !| BOBBY MAUCH
j* ♦♦ Börn fá ekki affgang. h H Börn yngri en 12 ára fá || ekki aðgang.
| n , m !!
ÞAKKARÁVARP
Mitt innilegasta hjartans þakklæti til sveitunga minna og
nágranna fyrir einlæga samúð þeirra og hluttekningu við and-
lát og jarðarför mannsins míns sál., Jóhannesar Andréssonar
Valberg, og fyrir drengskap þeirra og rausnarlegar gjafir í pen-
ingum og annari aððstoð. — Bið ég góðan Guð að blessa þá alla
og launa þeim af ríkdómi sinnar náðar, er þeim mest á liggur.
Ypishóli í Skagafirði, 15. janúar 1939.
Jóna Sigríðnr Pálsdóttir.
Athngið!
Það er hægðarauki að því að kaupa sportvörurnar sem mest
á sama stað. —
Við framleiðum og seljum kaupmönnum og kaupfélögum:
Tjöld, bakpoka, svefnpoka, stormjakka,
stormbhissur, skíðablússur og skíða-
vettlinga.
— Stærðir við hvers manns hæfi. —
Auk þess hverskonar
Yfirbreiðslur, lóða- og reknetabelgi o.fl.
Bclgjag’erðin
Sænsk-íslenzka frystihúsinu.
Sími 4942.
í nok kurn hluta af
^Bændaforlniii^
— rit Búnaðarsambands Suðurlands — vantar eina örk. — Þeir
sem kynnu að hafa fengið send gölluð eintök, eru vinsamlega
beðnir um að tilkynna það til Búnaðarfélags íslands, svo að
hægt sé að senda ógölluð eintök í staðinn.
Búnaðarsamband Suðurlands.
REFAEIGENDUR!
Kaupið hið nýja fiskimjölsfóður frá hlutafél. Fiskur Reykja-
vík. Það er unnið úr glænýju hráefni, er hraðþurrkað við lágt
hitastig og er þess vegna mjög mikið betra en annað fiskimjöl.
Leitið upplýsinga hjá hlutafélaginu Fiskur, Skjaldborg við
Skúlagötu. — Sími 5472.
Magnús Eíiikssoii
Doktorsritgerð Eiríks Albertssonar, Hesti, sem hann ver í dag,
' fæst í skinnbandi og óbundin.
BÓKAVERZLFN fSAFOLDARPRENTSMlÐJE
Austurstræti 8. Sími 4527.
Glaumbæjar Grallarinn
eitt skemmtilegasta nótna- og vísnasafn, sem út hefir komið. —
Textar þýddir af Magnúsi Ásgeirssyni. Emil Thoroddsen hefir
. /
útsett lögin og samið sum þeirra sjálfur. —
Fæst hjá bóksölum um land allt.
Framsóknarfélag
Reykj avíkur
heldur fund á morgun — föstudag — kl. 8,30
i Samvinnuskólanum. — Fundurefni:
1. ÍTTVEGSMÁL. Atvinnumálaráðherra hefur
umræður.
2. FJÁRHAGSÁÆTLLIV RÆJARFVS. Sigurð-
ur Jónasson skýrir frá afgreiðslu hennar.
Mœtið stundvíslegu.
STJÓRAIA.