Tíminn - 26.01.1939, Side 2

Tíminn - 26.01.1939, Side 2
42 TllMINN, fimmtmlagfmi 26. janúar 1939 11. blað Morgunblaðið, Bjarni Benediktsson og óreiðan í íjármálum Reykjavíkur ^íminn Fimmtudaginn 26. jan. „Brennandi ofstæki“ Knútur Arngrímsson sagði í hinni umtöluðu ræðu á sam- komu Sjálfstæðismanna á Eiði í sumar, að sá málstaður væri lítils virði, sem ekki mætti vinna fyrir með „brennandi of- stæki“. Fyrir þessi ummæli og fleiri þeim lík, var borið mikið lof á ræðumanninn í blöðum Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Þingmenn flokksins virðast einnig hafa látið sér þau vel líka, eða hafa að minnsta kosti ekki tekið afstöðu gegn þeim enn sem komið er. Það vantar heldur ekki að Mbl. síðastliðinn sunnudag fylgi kenningu Knúts um nauðsyn hins „brennandi ofstækis“. Það virðist ekki fara mikið fyrir ró- legri yfirvegun í hugum þeirra manna, sem þar eru að verki við að veTja hinn illa stæða mál- stað bæjarstjórnarmeirahlut- ans í Rvík. í þessari varnarræðu Mbl. fyr- ir fjármálastjórnina í höfuð- staðnum, er aðgerðum Fram- sóknarflokksins gagnvart Reyk- javíkurbæ líkt við hinar grimmilegustu drápsaðferðir meðal hernaðarþjóða! Minna má nú ekki gagn gera! Það er sagt, að sumt af lagasetningum flokksins, sem Rvík viðkemur, hafi verið eins og „skipuleg á- rás“ í „nútímahernaði", þar sem sótt er fram með eldspú- andi skriðdrekum og brugðnum byssustingjum. Aðrar aðgerðir Framsóknarmanna í garð Reyk- javíkur minna hinsvegar á hungurárásir á ófriðartímum „þegar dreginn er máttur úr umsetnum borgum með því að teppa þangað aðflutninga á matbjörg“. En ekki nóg með það. „Svo koma loftárásirnar, þar sem ráðizt er á unga og gamla í blindni". Og loks má líkja „aðför stjórnarflokkanna gegn höfuðstaðnum við eitur- byrlarastarf ófriðarþjóða“. Mun þar vera átt við gashernað í nútímahernaði. Öll þau ummæli, sem hér að ofan.eru birt innan tilvitnunar- merkja, eru tekin orðrétt upp úr Reykjavíkurbréfum Mbl. sl. sunnudag. Einkennilegt er það- að vísu, að til skuli vera menn innan Sjálfstæðisflokksins, sem láta sér nú detta í hug möguleika á pólitísku samstarfi við flokk, sem svona hroðalega á að hafa farið að ráði sínu gagnvart höf- uðstað landsins. Framsóknarflokknum má það e. t. v. í léttu rúmi liggja, þótt slík óvitaorð rjúki úr pennum þeirra, sem komnir eru út á fremstu nöf rökþrota í neyðar- vörn fyrir vonlausum málstað. Og sjálfsagt duga ekki gervöll „kaldavermsl“ Péturs Halldórs- sonar, til að sefa tilfinninga- hita þeirra aumkunarverðu manna, sem hér gefa hugar- stríði sínu lausan tauminn. En það er ömurlegt fyrirbrigði á að horfa, þegar hinir óæðri hlutar mannsins brjótast undan yfir- ráðum heilabúsins eins og raun ber vitni um í áðurnefndri Morgunblaðsgrein. Núverandi ríkisstjórn hefir á síðustu árum gengið í ábyrgð fyrir 6—7 milj. kr. láni handa Reykjavíkurbæ til að hrinda í framkvæmd virkjun Sogsins. Hún hefir tjáð sig reiðubúna til að greiða fyrir hinni marg- þráðu hitaveitu á sama hátt. Hún hefir veitt hundruð þús unda á ári til atvinnuaukning- ar í bænum og önnur hundruð þúsunda til tryggingar sjúkum mönnum, örkumla og aldur- hnignum. Þetta eru þær loftá- rásir og sá eiturgashernaður, sem Framsóknarflokkurinn hef- ir rekið á hendur Reykvíking- um! Það getur vel verið, að til séu þeir menn í Reykjavík, sem finnst lýsing Mbl. rétt og við- eigandi. Hitt er meira en vafa- samt, hvort slíkir menn eru til ávinnings fyrir lýðræðislega lausn mála á þessu landi. Gagnrýni Framsóknarflokks- ins á stjórn Sjálfstæðisflokksins á bæjarmálum Reykjavíkur hef- ir sýnilega komið mjög illa við Morgunblaðið og prófessor Bjarna Benediktsson, sem má víst telja helzta ráðamann Sjálfstæðisflokksins í málefnum Reykjavíkurbæjar. Prófessorinn hélt í síðustu viku langa ræðu um framfærslumálin á Varðar- fundi.sem birt var í Mbl., en síð- asta sunnudag skrifuðu svo rit- stjórar Mbl. aðalgreinina og allt Reykjavíkurbréfið um þessi mál. Bæði prófessor Bjarni og Mbl. viðurkenna að fjármál Reykja- víkur séu komin í hið mesta ó- efni. Vegna þess að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir ætíð viljað telja öllum landsmönnum trú um hið gagnstæða, óttast nú forráða- menn hans mjög afleiðingarnar af því, að Reykjavíkurbúar og aðrir landsmenn fái nú að kom- ast að raun um að fagurgali Sjálfstæðisflokksins um hinn glæsilega fjárhag Reykjavíkur- bæjar hefir verið tómar blekk- ingar. Einu úrræðin, sem þeir sjá sér til varna, eru að skella skuld- inni á ríkisstjórnina og Alþingi. Framsóknarmenn eru kallaðir „hatursfullir ofsóknarmenn Reykjavíkur“ og þegar þeir leyfa sér að gagnrýna stjórnina á Reykjavíkurbæ, eru þeir kallaðir „viðbjóðslegir hræsnarar“ sem „allir ærlegir menn, hvar sem búa á landinu, hljóta að fá megnustu andstyggð á“. Höfuðákæran á ríkisstjórnina og Alþingi er sú, að framfærslu- lögin frá 1935 hafi velt slíkri byrði yfir á Reykjavíkurbæ, að hún hafi riðið fjárhag Reykja- víkur að fullu. Prófessorinn seg- ir að hagfræðingur bæjarins hafi reiknað út, að þessi byrði nemi 400.000 krónum árlega á árunum 1936 og 1937 og sízt muni hún verða minni árið 1938. Enda þótt þessi fullyrðing væri rétt, getur hér þó varla verið um meira en rúmlega 1.200.000 kr. að ræða 4 þeim þrem árum, sem fram- færslulögin hafa verið i gildi. Þetta er því sýnilega ekki nothæf skýring á því að Reykj avíkurbær hefir safnað yfir 2 millj. króna lausaskuldum á síðustu þrem ár- um, auk þess sem útsvörin hafa stórhækkað. Gildi fullyröingarinnar um byrði Reykjavíkur . af fram- færslulögunum skal hinsvegar athugað nokkru nánar. Þegar framfærslulögin voru sett, gaf Jakob Möller svohljóðandi yfir- lýsingu á Alþingi: „Eg skal svo ekki blanda mér mikið í málið í heild, en aðeins NIÐURLAG V. 1. Skógræktarstjóri skal á næstu tveim árum semja skrá yfir alla skóga og skógarleifar, sem eru í eign ríkis, kirkju, hreppa, skóla eða annara opin- bera stofnana. 2. Ríkið skal árlega verja allt að 30.000 krónum úr jarða- kaupasjóði (afgjöldum þjóð- jarða) til þess að kaupa þá skóga, sem nú eru í einstakl- ings eign. 3. Allir þei'r skógar, sem nú eru opinber eign, svo og þeir skógar, sem ríkið eignast i framtíðinni, skulu teknir úr á- búð einstaklinga og friðlýstir. Skulu gerð um hin friðlýstu svæði greinileg landamæri og girt, ef þörf er til, svo fljótt sem auðið er. Innan hinna friðlýstu svæða, skulu öll dýr láðs og lagar eiga friðland, þar skal öll fjárbeit bönnuð og hverskonar náttúrurask, nema með leyfi skógarvarða. 4. Öll þau mál, sem varða verndun skóga og nýrækt þeirra, heyra undir atvinnu- málaráðuneytið. En skógrækt- arstjóri skal vera ráðunautur þess. 5. Skógverðir skulu vera 4 á landinu, einn í fjórðungi hverj- um. Þeir ráða sér aðstoðar- menn, er nefnast skóggæzlu- benda á, að það er auðsætt, að með þeirri lagabreytingu, sem hér er verið að gera, er þyngdur mjög framfærslukostnaður í Rvík og öðrum kaupstöðum. Það er kunnugt, að síðustu árin hefir hefir verið stöðugur fólks- straumur úr sveitunum til kaup- staðanna, sem hlýtur á erfiðum tímum að auka á vandræði þeirra kaupstaða, sem fyrir því verða, sem ekki er þó á bætandi, eins og nú er, að mjög er erfitt að fá skuldir greiddar, sem sprottnar eru af framfærslu þurfamanna úr öðrum sveitar- félögum. Nálgast það meir og meir, að á endanum muni allar slíkaT greiðslur falla niður, svo þar er ekki úr háum söðli að detta.“ Lýsing Jakobs á ástandinu, eíns og það var orðið, var rétt. Til Reykjavíkurbæjar var end- urborgað frá öðrum sveitafélög- um endurkræfur framfærslu- styrkur árið 1932 ca. kr. 84,000. Árið 1933 ca. kr. 78.000. í reikn- ingum Reykjavíkurbæjar fyrir árin 1934 og 1935 sést eigi, að neinn framfærslustyrkur hafi verið endurgreiddur frá öðrum sveitafélögum, enda þótt gjalda- megin í reikningunum séu bæði árin tilfærð útgjöld á þeim lið. Um sama leyti og framfærslu- lögin voru sett, voru einnig sett lögin um kreppulán til hrepps- og bæjarfélaga, sem Reykjavík- urbær naut mjög góðs af. í árs- lok 1935 átti Reykjavíkurbær útistandandi hjá öðrum sveita- og bæjarfélögum, vegna útlagðra framfærslu- og sjúkrastyrkja, kr. 628.523.01. Það var almennt viðurkennt, að Reykjavíkurbær myndi litlu eða engu hafa náð inn af þessari skuld, enda sýnir ofangreind lýsing Jakobs Möll- er það. Vegna kreppulánalag- anna fékk Reykjavíkurbær hins- vegar greitt upp í þessa skuld kr. 253.270 árið 1936 og kr. 34.650 árið 1937. Enda fór það svo, að Reykjavíkurbær fékk endur- greitt frá öðrum sveitafélögum ca. kr. 290.000 árið 1936 og ca. 94.000 árið 1937, eða rúmlega kr. 222.000 meira á næstu tveimur árum eftir að framfærslulögin gengu í gildi heldur en bæði árin 1932 og 1933. Það er þess vegna svo langt frá því að ríkis- valdið hafi skaðað Reykjavíkur- bæ með framfærslulögunum og kreppulánalögum hrepps- og bæjarfélaga, heldur hefir Rvík- urbær beinlínis stórkostlega hagnazt á þeim. Þá kemur annað atriði til greina. Með nýju Alþýðutrygg- ingalögunum hefir ríkið tekið á sig útgjöld, sem beinlinis bæta menn, einn í sveit hverri, þar sem ríkið á skóglendi. Skyldir eru skógarverðir að koma eigi sjaldnar en annaðhvert ár í skóglendisumdæmi sitt. Skulu þeir þá kenna mönnum gresjun skógar og fela skóggæzlumönn- um alla umsjá skógarins í sveit sinni. 6. Skógræktarstjóri skal semja og atvinnumálaráðherra staðfesta reglugerð, er mæli fyrir um meðferð á skógum rík- isins, og um störf og skyldu skógarvarða og skóggæzlu- manna. VI. Athugasemdir við tillögurnar. Tillögur þessar gera eigi ráð fyrir að sérstök fyrirmæli séu í lögunum um meðferð þeirra skóga, sem eru í einkaeign. Þessi lagafyrirmæli hafa reynzt á- rangurslaus eins og að framan er sýnt. En þær leggja aðaláherzlu á það, að skógarnir komist undir yfirráð ríkisins og séu alfrið- aðir. 1. Er þá fyrst að fá glöggt yfirlit yfir hverja skóga ríkið á nú. Mun það eiga all verulegan hluta af skógum landsins, eða þó öllu heldur kirkjujarðasjóð- ur. Skógarnir eru mestir á land- rýmstu jörðunum. Þar hefir sauðfénu sízt unnizt aldur til að útrýma þeim. En gömlu prests- hag bæjarsjóðs Reykjavíkur. Það er álitið, að sá hagur, sem bæjarsjóður Reykjavíkur hefir nú af framlögum ríkisins til elli- og örorkutrygginga og til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sé rúmlega 200.000 krónur á ári. Þá er þess að gæta, að enda þótt Reykjavíkurbær hafi eigi fengið neitt úr Jöfnunarsjóði árið 1937, þá er eigi enn lokið útreikningnum fyrir árið 1938, og ér líklegt að Reykjavíkurbær muni fá greiðslu úr sjóðnum framvegis, enda gert ráð fyrir 90.000 króna greiðslu úr sjóðn- um til Reykjavíkur í fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árið 1936. Útreikningar prófessorsins og hagfræðingsins eru því eigi vel í samræmi við veruleikann, hvað snertir byrði Reykjavíkur af framfærslulögunum. Hér að framan hefir því verið sýnt og sannað að byrði Reykja- víkur af framfærslumálunum hefir sízt verið aukin fyrir að- gerðir núverandi ríkisstjórnar. Með sanngjörnum ráðstöfunum var Reykjavíkurbæ gert kleift á árunum 1936—37 að ná inn um það bil helmingnum af öllum útistandandi skuldum sínum hjá öðrum sveitafélögum, skuldum, sem Jakob Möller hafði í þing- ræðu talið tapaðar, og allir vissu að voru að mestu leyti tapaðar. Með lögunum um Jöfnunarsjóð verður nokkuð létt framfærslu- þunganum af Reykjavíkurbæ í framtíðinni og með tillagi ríkis- ins til elli og örorkutrygginga og til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, er lagður stór skerfur til að létta kostnað af framfærslunni í Reykjavík. Þá er því haldið fram í Mbl., að ein af höfuð-orsökunum til fjárhagsvandræða bæjarsjóðs Reykjavíkur, sé hinn hái tekju- skattur. Fyrst og fremst er það um tekjuskattinn að segja, að það snertir alls eigi beinlinis fjárhag bæjarsjóðs Reykjavíkur hvort hann er hár eða lágur. Hækkun tekjuskattsins er sára- lítil í samanburði við hækkun útsvaranna í Reykjavík. Borgar- stjóri Pétur Halldórsson gaf upplýsingar um það í bæjar- stjórn Reykjavíkur á sl. hausti, að útsvörin innheimtust álíka vel hlutfallslega nú eins og áður, og virðist þess vegna eigi tekju- skatturinn vera stórkostlega í vegi fyrir því, að Reykjavíkur- bær nái tekjum sínum inn. En vegna þess að Mbl. hefir talað um tekjuskattinn, þá er ekki úr vegi að minna á það, að snemma á árinu 1934 var lagður á tekju- skattur, miðaður við tekjur árs- ins 1933, kr. 1.861.000. Þá var við setrin eru einmitt oft mestu jarðir sveitanna. Þá eiga kirk- urnar oft skógaritök og þarf öllu þessu vel til haga að halda. Margir og miklir skógar hafa verið seldir illu heilli, síðan sala hófst á þjóðjörðum og kirkju- jörðum. 2. Jafnframt því sem samin er skrá yfir skógeignir ríkis- ins skyldi og semja skrá yfir skóga þá, sem eru í einkaeign. Þessa skóga ætti ríkið alla að kaupa á næstu áratugum. Virð- ist það sjálfgefið, að úr því að ríkið ver nú árlega miklu fé til jarðakaupa, að skógarnir, sem ættu að vera til gagns og gleði alþjóð manna, séu keyptir fyrr en önnur jörð, sem eðlilega hlýtur að vera hagnýtt af ein- staklingum. Upphæðin, sem ég sting upp á að varið sé árlega til skógarkaupa, er auðvitað nokkuð af handahófi, en varla virðist minna fé mundu duga, ef nokkuð ætti að miða hratt áfram um skógakaupin. Ekki er nema sjaldan þörf að kaupa heilar jarðir. Skógar eru viðar en hitt nokkuð fjærri bæjum, og halda jarðirnar margar að miklu leyti gildi sínu sem bú- jarðir þó skógarnir séu seldir. Fyrst ætti að kaupa þá skóga, sem mestir eru og þroskalegastir 3. Þriðja tillagan, og hin næsta á undan, eru aðalatriði, sem miða að þvf að gjörfriða, með tímanum, alla skóga lands- ins, fyrst og fremst trjágróður- inn, en einnig annað líf á hin- um friðlýstu svæðum. Má þar nefna fuglalífið. Það er mjög völd stjórn, sem er studd af Sjálfstæðisflokknum. Sú stjórn og þingmeirihluti hennar hafði ráðið því á árinu 1933, hvernig fjárlögin fyrir 1934 skyldu sam- in. Þessi tekjuskattur er því al- gerlega á ábyrgð Sjálfstæðis- flokksins. Síðan hefir tekju- skattur í Reykjavík orðið þann- ig: — Árið 1935 .... kr. 1.978.000.00 — 1936 .... — 1.877.000.00 — 1937 .... — 1.333.315.00 — 1938 .... — 1.688.652.00 Tekjuskatturinn í þessi 4 ár, hefir því í Reykjavík orðið að meðaltali um 1.719.000 krónur, eða 142.000 krónum lægri á ári, en tekjuskattur sá, sem lagður var á fyrri hluta ársins 1934, og sem Sjálfstæðisflokkurinn bar fullkomna ábyrgð á. Reykjavíkurbær getur sannar- lega eigi kvartað yfir illri með- ferð af hálfu ríkisvaldsins. Háir styrkir hafa verið greiddir Reylcjavíkurbæ til atvinnubóta á síðustu árum. Þeir hafa verið sem hér segir: Árið 1932 .....kr. 250.000.00 — 1933 ......— 170.000.00 — 1934 ......— 232.000.00 — 1935 ......— 276.851.62 — 1936 ......— 282.000.00 — 1937 ......— 278.996.24 — 1938 ......— 289.801.55 eða samtals kr. 1.779.649.41 á síðustu 7 árum. Árið 1933, með- an stjórnað var á ábyrgð Sjálf- stæðisflokksins, var hlutur Reykjavíkur af atvinnubótafénu aðeins 170.000 krónur. Öll árin síðan hefir hann verið á þriðja hundrað þúsund og árið 1938 nærfellt 300.000 krónur. Ekki hefir því núverandi ríkisstjórn reynzt órífiegri við Reykjavík um atvinnubótaféð en stjórn sú sem Sjálfstæðisfl. studdi • árið 1933. Þá má geta þess að ríkis- stjórnin hefir ábyrgzt stórlán til Sogsvirkjunarinnar, en sú fram- kvæmd hefir vitaskuld haft stórfellda þýðingu fyrir atvinnu- afkomu íbúa Reykjavíkur. Ekki stóð heldur á því að ríkið gengi í ábyrgð fyrir láni til hitaveit- unnar. Það er ekki ríkinu að kenna, hverig um það mál hefir farið. Það er alveg sama, hvernig á þessi mál er litið. Forráðamönn- um Sjálfstæðisflokksins mun al- drei takast að sannfæra neinn mann með heilbrigðri skynsemi um það, að fjárhagsógöngur þær, sem Reykj avíkurbær er nú kominn í, sé ríkisstjórninni eða Alþingi að kenna. Orsakirnar eru allt aðrar. Þær liggja fyrst og fremst í óstjórn á fjármálum Reykjavikurbæjar og stofnana hans um langt skeið. Allt hefir verið látið reka á reiðanum. — „Viðskiptalíf“ fylgismanna meiri hlutans í bæjarstjórninni hefir hvorki þolað það fyrr né síðar, að hagsýni væri gætt í innkaupum bæjarins og i hvers konar ráðstöfunum vegna fram- færslumálanna. Það hafa allt of mikilsvert aö rjúpurnar eigi öruggt griðland í skógunum, þar halda þær oftast til, þegar harðast er á veturna. Aðrir sérstakir skógarfuglar eru þrestir, músarindlar og auönutitlingar; eru tveir hinir síðarnefndu fremur sjaldgæfir. Ef til vill myndu ýmsir fleiri fuglar velja sér þar varpstæði ef þeir væru alfriðaðir, einkum andfuglar, í þeim skógum, sem að vötnum liggja. Þá ætti og að alfriða fiskana í skógarvötnum og ám. Hvergi er slík berjaspretta sem innan um skóga og í grennd við þá. Þar vaxa víða bláber, að- albláber, krækiber, einiber hrútaber og jarðarber.Muðling- ar, hinir stóru og fögru rauðu ávextir sortulyngsins, vaxa mjog mikið i skógum, og eru afar- fljóttíndir. Þeir eru taldir af- bragðs hænsnafóður. Sjálfgefið er, að berjasprettan vex þegar lyngið er friðað fyrir beit. En berjatínsluna ætti að leyfa gegn lágu gjaidi. Mætti það verða tekjugrein fyrir börn í ná- grenninu, og gáman og gagn fyrir sumargesti skóganna. Friðunin yrði ekki fullkomin nema með girðingu. En að miklu leyti má verja skógana vetrar- beit án girðinga, og suma alveg. En vetrarbeitin er langskaðleg- ust. Höggið má skipuleggja, án girðinga, og sjálfgefið, að högg yrði eigi leyft nema í snjólausu og undir umsjá þeirra.sem skóg- anna eiga að gæta. En skóg- arnir yrðu girtir smátt og smátt eftir því sem fé ynnist til. Þeir, margir þurft að lifa á viðskipt- unum við bæjarfélagið og meira eða minna gagnslitlum, en vel- launuðum störfum fyrir það. Meðan fjárhagur bæjarins var sæmilegur fyrir 10—15 árum, kveinkuðu ráðamenn bæjarins sér við að leggja á fylgismenn sína nægileg útsvör til þess að standast nauðsynlegar fram- kvæmdir, sem alls eigi mátti taka lán til. Fyrirhyggjulaust var safnað skuldum. Vextir og afborganir urðu smátt og smátt þyngri, engin aðgæzla höfð um skipulegan rekstur og sparnað, og afleiðingin er nú orðin sú, að árleg útgjöld bæjarins eru orðin óhæfilega há. Útsvörin og skatt- ar þeir, sem bærinn leggur á íbúa sína, fara stórhækkandi ár frá ári, og er þó eigi annað fyrir- sjáanlegt, en að Reykjavíkurbær komist bráðlega í greiðsluþrot. Athugasemd í 72. tölublaði „Tímans“ út- gefnu 29. nóv. síðastliðinn birt- ast fréttapistlar úr Borgarfirði, — Á krossgötum —, eftir hr. Vig- fús Guðmundsson frá Borgar- nesi. Þar sem meðal annars er getið um að einn tiltekinn hreppur, — Álftaneshreppur í Mýrasýslu, — hafi átt inni hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Borg- arnesi,, við síðastliðin áramót 40 þúsund krónur. Af þessum fréttum eins og þær eru orðaöar er ekki annað að sjá en afkoma manna í héraðinu, og þá sérstaklega í Álftanes- hreppi, sé hin glæsilegasta og inneignir þær, sem getið er um, bæði í Álftaneshreppi og víðar séu heinlínis tilorðnar fyrir góða afkomu bænda yfirleitt. En þetta er alls ekki svo, minnsta kosti þar, sem ég þekki bezt til í Álftaneshreppnum. í fyrsta lagi er nú það, að Álft- hreþpingar skulduðu K. B. B. siðastliðin áramót um 11 þúsund krónur, svo raunveruleg inneign þeirra var ekki 40 þúsund krón- ur eins og hr. Vigfús Guðmunds- son segir, seldur innan við 30 þúsund. En hvernig hafa svo þessar inneignir myndazt? Hafa þær myndazt fyrir góða afkomu eða eitthvað annað? Vorið 1937 byrjaði mæðiveikin fyrir alvöru að drepa hér í hreppi, og drap á því ári mestallt féð á 3 bæjum. Sló þá miklum óhug á bændur í hreppnum, svo þeir um haustið slátruðu öllum sínum lömbum, margir öllu sínu veturgamla fé og nokkrir miklu af ánum. Af þessum ástæðum fækkaði sauðfé hreppsmanna frá áramótum 1936 til áramóta 1937 um nálega 2000. Fyrir þessa miklu bústofns- rýrnun urðu inneignir manna í viðskiptareikningum óeðlilega (Framh. á 3. síöu) sem land ættu að skógargirð- ingunum, ættu að vera skyldir að leggja fram nokkurn hluta kostnaðar í vinnu, svo sem ger- ist um landamæragirðingar. 4. Gert er ráð fyrir að skóg- ræktarstjóri sé hliðstæður bún- aðarmálastjóra sem ráðunaut- ur atvinnumálaráðherra. 5. Skógarverðir eru nú þrír, á Hallormsstað, Vöglum og Þing- völlum. Hér er gert ráð fyrir að bætt sé við skógarverði á Vest- fjörðum, en þar er allvíða skóg- ur. Skógarvörðum er ætlað að hafa eftirlit með öllum skógum í fjórðungi sínum, og að velja sér trúnaðarmenn í öllum skóg- arsveitum, er gæti skóganna, og annist gresjun þeirra, eftir settum, reglum. Þessir skóg- gæzluipenn ættu að taka laun sín eftir reikningi, og ætíð mundu fást meiri tekjur af skógunum en launum þeirra næmi. í tillögum þessum er eigi rætt um skógrækt af nýjum stofni, með sáningu eða gróðursetn- ingu. Ekki er þó svo að skilja, að ég álíti það mál lítilsvert. En mjög er það dýrara og þó sein- virkará. Eins og segir í gömlum málshætti, að hægara er að styðja en reisa. Ég hygg að ungmennafélögin, einkum í skóglausu héröðunum, ætti að fá sér bletti og girða, og sá þar fræi af birki og reyni. Sennilega mundu þau geta fengið landið gefins, og lagt fram alla vinnu, sem tóm- stundavinnu félaganna, án reiknings. (Frh. á 3. síðu). Jón Sigurðsson, Yziafelli: Fornír skógfar og nýlr

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.