Tíminn - 26.01.1939, Page 3

Tíminn - 26.01.1939, Page 3
11. blað TfMBXft, f&mmtadaginn 26. jammr 1939 43 „Já, þetta er hinn rétti kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefisannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. œSii! Þið, sem enn ekki hafið reynt Frey|u« kaffibæti, ættuð að gera það sem fyrst, og þér mnnnð komast að sömu niðnr- stöðu og Maja. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Frey ju -kaf f ibætir. Islenzkur vefnaður. Karlmannafataefni. Uppistaða: Sauðsvart tvöfalt band. ívaf: Ljósgrátt tvöfalt band. Skeið: 45 tennur á 10 cm. 1 þráður i hafaldi, 2 í tönn. Karlmannafataefni. Uppistaða og ívaf: Dökkbrúnt og ljósgrátt tvöfalt band. Skeið: 45 tennur á 10 cm. 1 þráður í hafaldi, 2 í tönn. Leikfimi í norskum barnaskólum. í Noregi er nú risinn mikill áhugi fyrir því að auka leikfim- iskennsluna í skólunum. Hefir hún verið mjög lítil og sum- staðar engin fram til þessa. Helztu íþróttaiðkanirnar í skól- unum byggjast á frjálsum sam- tökum, en þar er venjulegt að ræða um íþróttir, sem keppt er í. Ná þessar íþróttaiðkanir því sjaldnast nema til þeirra, sem eru hraustastir og áhugasam- astir. Hinir draga sig til baka. Nú er um það rætt, að gera leikfimina að fastri námsgrein í barnaskólum og láta hana ná til allra nemenda, sem geta stundað hana. Verður þeim skipt í mismunandi flokka eftir getu og heilsufari og sérstök á- herzla verður lögð á leikfimi, sem bætir úr ýmsum líkamsgöll- um eða hindrar þá. Einnig er ráðgert að kenna undirstöðuat- riði í heilsufræði, lífgunartil- raunir, að búa til bráðabirgða um beinbrot o. s. frv. Þetta er þó enn ekki komið til framkvæmda. Stranda fram- kvæmdirnar aðallega á því, að kennslukrafta vantar til að koma þeim í verk. Ríkið hefir að vísu starfrækt leikfimisskóla undanfarin ár, en hann hefir haft tiltölulega fáa nemendur. Nefnd, sem hefir verið sett til að athuga þessi mál, hefir lagt til að komið yrði á fót nýjum leikfimisskóla, sem yrði miðaður við það, að ala upp kennaraefni fyrir barnaskólana. Þessi skóli starfaði í 40 vikur árlega, en kennslutími hvers nemanda yrði ekki nema 20 vikur með 36 klst. námi á viku. Skólinn hefði 100 nemendur í einu og gæti hann þannig útskrifað 200 nemendur árlega. En það sem slík aukning leikfimiskennara yrði ekki nægileg fyrst í stað, er ætlazt til að þeir, sem ljúka námi í þessum skóla, geti kennt öðrum kennurum. Enn er ekki fullvíst, hvort úr þessum framkvæmdum verður í Noregi. En það er áreiðanlega full ástæða fyrir okkur, að fylgj- ast vel með því, sem verður gert, bæði þar og i hinum ná- grannalöndunum í þessum mál- um. Fornir skógar og nýir (Framh. af 2. siöu) Sunnan undir öllum sveita- bæjum ættu að koma litlir trjágarðar. Það þarf að laga garðstæðið um leið og bæirnir eru endurbyggðir. Aðalkostn- aðurinn við þetta er verð girð- ingarefnis og fræsins eða plantnanna. Eins og nú stend- ur, er mjög örðugt að afla sér trjáfræs og plantna. En hér þarf Skógræktarfélag íslands að koma til hjálpar, og afla hvorutveggja og selja með vægu verði. Mjög auðvelt er að safna birkifræi úr hinum fornu skóg- um, þeim sem þroskavænleg- astir eru og beinvaxnastir. * * * Að lokum vil ég heita á alla þá hina mörgu, sem hafa áhuga fyrir þvi að klæða landið skógi, og hafa fyrr eða síðar um það rætt eöa ritað, að styðja mál mitt um verndun og friðun allra fornra skóga og skógarleifa. Það þolir enga bið róttækra ráð- stafana hins opinbera. Vona ég að Skógræktarfélag íslands, þing og stjórn, beiti sér fyrir því að hafizt verði handa þegar á þinginu í vetur, og það mál verði mál allra flokka. Hreinar léreftstusknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F, Lindargötu 1D. c Austuvstr. ð sími ,%&2.0pi6 Annast kaup og sölu verffbréfa. Beztu kolin - Kaup og sala - Ullarefni og silki, margar tegundir. BLÚSSUR, KJÓLAR o. fl. nýkomiff. SAUMASTOFAN UPPSÖLUM. Sími 2744. Rakningsmunstur: 2 þræðir dökkbrúnir, 2 — ljósgráir. ívafinu raðað eins. REF4EIGGIVDVR Kaupið hið nýja fiskimjölsfóður frá hlutafél. Fiskur Reykja- vik. Það er unnið úr glænýju hráefni, er hraðþurrkað við lágt hitastig og er þess vegna mjög mikið betra en annað fiskimjöl. Leitið upplýsinga hjá hlutafélaginu Fiskur, Skjaldborg við Skúlagötu. — Sími 5472. Happdrætti Háskóla Islands GEIR H. ZDEGA Sí.nar: 1964 og 4017. 2 0 S T K. PAKKIM KOSTAR K R . 1.70 Sala hlutamiða fyrir árið 1939 er hafin: Fyrirkomulag verður að öllu leyti hið sama og síðastliffið ár. 5000 vinníngar samtals 1 miljjón 50 |íás...ul krónur. Verð: 1/1 miði 60 kr. eða 6 kr. í hverjum flokki 1/2 miði 30 kr. eða 3 kr. í hverjum flokki 1/4 miffi 15 kr. eða 1.50 í hverjum flokki Þeir, sem í síðasta lagi 15. febrúar beiðast sama númers, sem þeir höfffu í 10. flokki 1938, og af- henda miða sinn frá 10. flokki, eiga forkaupsrétt að númerinu, svo framarlega sem sami um- boðsmaður hefir fengið það aftur frá skrifstofu happdrættisins. Eftir 15. febrúar eiga menn ekki tilkall til ákveðinna númera. Þeir, sem unnu í 10. flokki 1938 og hafa fengið ávísun á hlutamiða í 1. fl. 1939, athugi: Að ávís- anirnar eru ekki hlutamiðar, heldur verffur að framvísa þeim og fá hlutamiða i staðinn. Að á- vísanirnar gefa ekki rétt til númera þeirra, sem á þær eru skrifuð, lengur en til 15. febrúar. Umboðsmenn I Frú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björns- dóttir, Túngötu 6, sími 4380. Dagbjartur Sigurffsson kaupm., Vesturgötu 42, sími 2814. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Frú Maren Pétursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, — sími 3244. Reykjavík eru: Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1 (Mjólkur- búðin), sími 3586. Elís Jónsson kaupmaður, Reykjavíkurveg 5, — sími 4970. Jörgen Hansen yngri, Laufásveg 61, sími 3484. Pétur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. Umboðsmeni. í Hafnarfirði eru: Valdimar Long kaupmaður, sími 9288. Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, simi 9310. Athugið: Vinningar í happdrættinu eru með 1 ö g u m undanþegnir tekjuskatti og utsvari, — þ. e. þeir teljast ekki til skatt- skyldra og útsvarsskyldra tekna. 212 Andreas Poltzer: Patricia 209 að það var Violet og slembilukkunni að þakka — þá beið hann hinsvegar að öðru leyti tilfinnanlegan og óvæntan ósigur. Dularfulli maðurinn, sem stal arinhillum, var ennþá laus og liðugur, um hvarf Kingsley lávarðar upplýstist ekkert og í hinum smærri málunum gerðist heldur ekki neitt. Þjófurinn, sem hafði stolið skjölum Patriciu frá honum, var ófundinn. Og í viðureigninni við Alice Bradford hafði hann tapað. Daginn eftir að hann hitti Alice Brad- ford í klúbbnum, hafði hann farið í húsið í Upper Harley Street á þeim tíma, sem hún var bundin á skrifstofunni. Honum veittist ekki erfitt að finna litla þakherbergið og komast þar inn, þótt lásinn ætti að heita þjófheldur. í stóra skápnum voru enn allskonar föt af ólíkustu gerðum. Þau sýndu greini- lega, ásamt farðaborðinu í horninu, til hvers herbergið var notað. Whinstone tókst að ná nokkrum ágætum fingra- förum af snyrtiáhöldunum og ljósmynd- aði þau. Dyravörðurinn i húsinu gat frætt hann á því, að gömul kona hefði þetta her- bergi á leigu, og hafði hann ekki séð hana nema einu sinni — fyrir mörgum mánuðum. Konan hafði borgað leiguna fyrir fram fyrir heilt ár, enda var hún hafði komizt að því að hún bjó á Im- perial undir réttu nafni, með því að rannsaka málið á flutningaskrifstofunni. Hann fór að gruna hvað á spýtunni hékk. — Frú, ég ætla ekki að leggja fyrir yður fleiri spurningar, sagði hann al- varlegur — ef þér svarið þessari spurn- ingu hreinskilnislega: — Vissi Meller, að þér höfðuð flutt á Imperial Hotel? Hún varð náföl og hvíslaði svo lágt að varla heyrðist: — Já, ég sagði honum það í bréfinu, sem ég skildi eftir. .. . Nú stóð Whinstone upp í annað skipti frá því að samtalið l.afði byrjað, en nú var hörkusvipurinn horfinn af andliti hans. Hann hneigði sig djúpt. — Þakka yður fyrir, frú! Og leyfið mér að gefa yður vel meint ráð: Farið sem fljótast heim til Frakklands aftur. — Já, herra fulltrúi, svaraði frú Meller. En Whinstone heyrði á raddhreimnum, að hún var enn á báðum áttum. Og þó að hann hefði helzt kosið að komast hjá þvi að segja henni sannleikann, fann hann að það var skylda hans að gera það. — Frú, maðurin yðar fyrrverandi er alls ekki verður ástar yðar.... Síðustu vikurnar hefir hann meðal annars hvað

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.