Tíminn - 28.02.1939, Qupperneq 3

Tíminn - 28.02.1939, Qupperneq 3
25. blað TtMINN, þrigjjndaglmn 28. febrúar 1939 101 ANNÁLL: Bjarní Ólafsson, skípstjóri, og skipverjar hans, Tómas J. Þorvaldsson, Jón Sveinsson og Teitur Benediktsson, Akranesi Klukkan að ganga ellefu ár- degis sunnudaginn 19. febr. s. 1. barst sú fregn mann frá manni í Akraneskauptúni, að Bjarni Ólafsson, skipstjóri á línuveiða- gufuskipinu Ólafi Bjarnasyni frá Aki'anesi, hefði drukknað, Bjarni Ólafsson skipstjóri. ásamt þrem hásetum sínum, við lendingu í Teigavör á Akranesi. Lífgunartilraunir var þá verið að reyna við Bjarna og Tómas Þorvaldsson, sem náðust á land, en vonin um að hægt yrði að vekja þá aftur til þessa lífs, varð brátt að engu. Fregn þessi flaug eins og stormsveipur yfir kaup- túnið. Sorg og söknuður fyllti hvert heimili á Akranesi á svip- stundu. Þeir, sem svo sviplega létu líf- ið þarna, voru allir bornir og barnfæddir á Akranesi og áttu þar heimili. Það voru þessir menn: 1. Bjarni Ólafsson, Borg. 2. Tómas J. Þorvaldsson, Bragagötu 4. 3. Jón Sveinsson, Akri. 4. Teitur Benediktsson, Suð- urgötu 37.. Þeir Bjarni Ólafsson og Tóm- as Þorvaldsson verða bornir til grafar á Akranesi í dag. Bjarni Ólafsson skipstjóri var tæpra 55 ára, kvæntur Elínu Ás- mundsdóttur frá Háteig á Akra- nesi. Þau hjónin áttu einn son, Ólaf, sem nú er í þann veginn að ljúka námi í læknisfræði við háskólann. Auk þess áttu þau tvö fósturbörn. Bjarni var fyrir löngu orðinn þjóðkunnur mað- ur. Helztu æfiatriði hans eru í stuttu máli þessi: Hann er fæddur að Litla-Teig á Akranesi 28. febr. 1884 og voru foreldrar hans hjónin Katrín Oddsdóttir prests Sveinssonar og Ólafur Bjarnason, formaður og sjó- sóknari mikill, bróðir Brynjólfs Bjarnasonar frá Engey og þeirra systkina. Voru þeir frændur al- kunnir fyrir dugnað og harð- fengi, en móðir hans gáfuð kona, kunn fyrir hjálpsemi og drengskap. Þessa mannkosti foreldra sinna erfði Bjarni alla í ríkum mæli, enda bar snemma á því, að hann þætti afbragð annara manna um flesta hluti. Bjarni ólst upp á Litla-Teig á Akranesi, þar til hann var kom- inn yfir fermingu. Faðir hans dó, er Bjarni var á unga aldri, en móðir hans giftist síðar Birni Hannessyni á Litla-Teig og var hann hjá þeim síðan, þar til hann giftist. Þegar Bjarni var nýfermdur fékkst hann um stund við verzl- unarstörf við Thomsensverzlun á Akranesi, en hætti þvi von bráðar og fór til sjós og var á fiskiskútum í nokkur ár. Um tvítugt gekk hann í Stýri- mannaskólann og lauk þar fiskimannaprófi hinu meira. Ári síðar kaupir hann, ásamt nokkrum frændum sínum og vinum, mótorbátinn „Fram“, sem var um 10 smál. að stærð. Strax og Bjarni fór að stunda sjóinn, kom í ljós að ekki mundi heiglum hent að etj a kappi við hann á því sviði, og ávann hann sér brátt mikið frægðarorð sem fiskimaður og sjómaður. Tvö ár gerðu þeir félagar „Fram“ út frá Sandgerði. Var Bjarni skipstjór- inn og varð aflahlutur háseta um 1100 krónur hjá honum fyrstu vertíðina, og þótti geysifé í þá daga. Árið 1908 hætti hann þessari útgerð og réði sig á ensk- an togara og stundaði þar sjó í tvö ár, en hvarf þá aftur heim til íslands og gerðist þá félagi þeirra Þórðar Ásmundssonar, mágs sins, og Lofts Loftssonar í Sandgerði og ráku þeir saman verzlun og útgerð í tvö ár. Var Bjarni þá í landi þau árin, en hætti við þetta aftur og lét byggja sér nýjan mótorbát, Hrafn Sveinbj arnarson, yfir 20 smálestir, á árinu 1912. Var hann skipstjóri á þeim bát langa hríð eða til ársins 1920 og aflaði allra manna mest. Siðan keypti hann hálfan Kjartan Ólafsson, sem var mótorbátur yfir 30 smá- lestir. Var hann skipstjóri á honum í 5 ár, en keypti þá á- samt Þórði Ásmundssyni og fleirum gufuskipið „Sigfried“, sem gert hafði verið upptækt fyrir áfengissmygl. Nefndi hann (Framh. á 4. síðu) þess. Væri þetta eins ljóst eins og sumir halda, myndu þjóðirnar ekki fleygja út hundruðum þús- unda til grundvallandi rann- sókna nú á tímum, rannsókna er einmitt eiga að skapa undirstöð- una undir skoðanir manna urn heilsufar og fæði. En það eru spámenn alls staðar, jafnvel í föðurlandi sínu, og því er ekki að neita, að oft gengur það fram, er þeir segja fyrir. Eg hefi ekki í hyggju að taka þátt í þeim deilum, sem nú fara fram á ís- landi um matarhæfið. Til þess skortir mig nokkra þekkingu á staðháttum, en þó ef til vill fremur á sjálfum manneldismál- unum. Mér hefir skilizt svo, að rikisstjórnin hafi í hyggju að hefja rannsóknir heima um mat- arhæfið og heilsufarið. Væri það i samræmi við það, sem fram fer erlendis. Hefi ég áður drepið á það. Slíkar rannsóknir eru að minu áliti lífsspursmál, og hefi ég áður látið þá skoðun mína í ljósi við núverandi stjórn og ýmsa ráðandi menn um heilsu- mál heima. — Kem ég þá að því, hvernig þetta mál horfir við frá mínu sjónarmiði. Allar þjóðir, sem hafa haft fast aðsetur í löndum sínum, öld- um og áraþúsundum saman, hafa myndað sér sérstakt matar- hæfi og sniðið það eftir land- kostum, gróðri og tíðarfari. Þetta þjóðlega matarhæfi landsmanna hefir þroskazt og skorðazt við aldareynslu. Það hefir fullnægt lífsskilyrðum þjóðanna og menn- irnir hafa sniðið þörfina eftir því. Annars hefðu þjóðirnar lið- ið undir lok. Þetta er eitt af grundvallarlögmálum náttúr- unnar, að semja sig að staðhátt- um og lifa í samræmi við þá. Þannig hafa þjóðlegir matar- hættir myndazt og þeir eru holl- astir hverri þjóð. Hallæri og stórslys, svo sem eldgos, drep- sóttir, styrjaldir og önnur ósköp, raska oft hinu eðlilega viðurværi þjóðanna. Líkt getur einnig átt sér stað, er vissir flokkar fólks eða miklir hlutar íbúanna taka að lifa langvistum við önnur kjör, t. d. í sjóferðum, lokuðum stofnunum (fangelsum, hælum, sjúkrahúsum o.s. frv.). Og enn getur hið þjóðlega viðurværi raskast við óeðlileg verzlunar- kjör og við gagnrýnislausa stæl- ingu á lifnaðarháttum erlendra þjóða, sem eiga við allt önnur kjör að búa. Þess eru mörg dæmi að höggvist hefir skarð í þjóðirn- ar, er þjóðlegt matarhæfi þeirra hefirstórbreytzt af ofannefndum ástæðum. Má minna á hungurs- neyð vegna eldgosa á íslandi, sult og seyru i styrjöldum á mið- öldum og í stríðinu mikla, skyr- bjúginn á hafflotum ýmsra landa, og augnveiki í Danmörku, er verzlunarkjör þar 1 landi leiddu í för með sér útflutning á því nær öllu smjöri til Eng- lands. Eitt hið átakanlegasta dæmi um, hvað það hefir í för með sér, að geta ekki samið sig að landkostum, er eyðing ís- lendingabyggða í Grænlandi. ís- lendingunum þar tókst þetta ekki, þeir reyndu að lifa af fram- andi matarhæfi, íslenzkum mat, sem þá var enn nokkuð blandað- ur norskum og dönskum háttum, og ekki eins íslenzkur og síðar TBÚLOFUNARHRINGANA, sem æfilöng gæfa fylgir, selur SIGURÞÓR, Hafnarstr. 4. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. Sendið nákvæmt mál. SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Reykjavík. IÁ«iípar keyptur I Landssmiðjunni. ¥ Sígurður Olason & Egíll Sígurgeirsson Málflutningsskrifstola Austurstræti 3. — Sími 1712. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Eolavcrzlun Sigurðar Olafssonar. Símar 1360 og 1933. „Já, þetta er hinn rétti kaffi- ilmur“, sagði Gunna, þegar Maja opnaði „Freyju“-kaffi- bætispakkann. „Nú geturðu verið viss um að fá gott kaffi, því að nú höfum við hinn rétta kaffi- bæti. Ég hefi sannfærzt um það eftir mikla reynslu, að með því að nota kaffibætir- inn „Freyja“, fæst lang- bezta kaffið. É1IS13 Þið, sem enn ekki hafið reynt IVfc/ju* kaffibæti, ættuð að gera það sem fyrst og þér munuð komast að sömu niður- stöðu og Ma|a. Hitar, ilmar, heillar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir þrótt Frcyju-kaffibætir. Tilbúinn fatnað eða saumaðan eftir máli fáið þér alltaf beztan hjá okkur Mörg ný eíní fyrírliggjandí. Vcrksmiðjuútsalan Gefjun — Iðunn Aðalstræti. Húðir og skinn. Ef bændnr nota ekki til cigiit þarfa allar HÚÐIR og SKINM, sem falla til á keimilnm þeirra, ættu þeir að biðja KAUPFÉLAG sitt að koma þessum vörum í verð. - SAMBAMÐ ÍSL. SAMVINIVUFÉLAGA selur. IVAUTGKIPA- HtFÐIR, HROSSHtJÐIR, KÁLFSKUVIV, LAMB- SKINIV og SELSKUVIV til útlanda OG KAUPIR ÞESSAR VÖRUR TIL StJTUIVAR. - IVAUT- GRIPAHÚÐIR, HROSSRÚRIR og KALFSKEVIV er bezt að salta, en g'era verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda Útbreiðið T I M A IV IV y (srðbréfabankini £ ^.ostc/vstr. ó sirru 5652 .Opið kl.11-12o<^-3 ,r> y sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinn- unnm, bæði úr holdrosa og hári, áður en salt- varð. Það er engum vafa bund- ið, að ónógt matarhæfi réði nið- urlögum þeirra. Þeim tókst ekki að sníða matarhæfi eftir land- kostum Grænlands. Skrælingjar kunnu það og lifðu góðu lífi allt fram á þann dag, er Danir tóku að spilla matarhæfi þeirra með dönskum krásum og suðrænum siðum. Nú eru þeir að líða undir lok, aðallega vegna óhollrar er- lendrar fæðu, tannlausir og heilsulausir. Og líkt mun fara fyrir hverri þjóð, sem gagnrýnis- laust og þekkingarlaust lætur af gömlum siðum í viðurværi og lífsháttum. Það er hægt að drepa Eskimóa á því, að gefa þeim hrís- grjón og ávexti, en á því lifa Indverjar. Það er hægt að drepa Indverja á því að gefa þeim hrátt selakjöt og sigið hvalkjöt, en á því lifa Eskimóar. Svona er mat- arhæfi mannanna misjafnt. Hið forna matarhæfi íslend- inga hefir vafalaust verið hollt. Hin kjarnmikla íslenzka þjóð ber þess skýran vott. Kjöt, fiskur, mjólkurmatur, grautar, brauð, slátur, skyr og á síðari tímum kartöflur, var aðalfæðan. Ávext- ir og grænmeti þekktust varla meðal almennings, og það lítið að borðað hefir verið af þess- konar, var lítilsvirði fyrir þjóð- arfæðið í heild sinni. Þetta er allt önnur fæða en í Suðurlönd- um, þar sem „gul sítrónan grær, og gulleplið í dökku laufi hlær“. Heilsa íslendinga og þroski er þó engu lakari en Suðurlanda- búa. Við, sem komnir erum fram á þennan dag, höfum lifað af þessu íslenzka fæði ávaxta- og (Framh. á 4. síð'u) Annast kaup og sölu verðbiéfa. Vintiið ötullega fyrir Títnann. að er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN 268 Andreas Poltzer: þrýsti frúin vasaklút að andliti Patriciu. Patricia hafði rétt út báða handleggi til þess að ýta frúnni frá sér, en þeir féllu máttlausir niður — og hún fann að allt varð eins og í þoku umhverfis hana.... Það var ömurlegur vetrardagur í dag. Það var orðiö skuggsýnt, þó að eigi væri áliðið. Nú kom önnur bifreið akandi fram með stóru biíreiðinni. Það sat ungur maður við stýrið. Það var ekki gott að gera sér grein fyrir andlitsfalli hans, þvi hann hafði brett upp frakka- kraganum, og svo var hann með stór gleraugu. Hin svokallaða senora Mendez laut fram, er hún kom auga á litlu bifreiðina og kallaði eitthvað til bílstjórans. Og hann herti á stóru bifreiðinni, svo að hún geisti áfram strætið. En það var hægra sagt en gert, að snúa litlu bif- reiðina af sér. Þvert á móti. Litla bifreiðin var nú komin fram fyrir hina og staðnæmdist þversum á akbrautinni, Um stund virtist óhjákvæmilegt að bifreiðarnar rækjust á. En bifreiðarstjóranum á stóru bif- reiðinni tókst að snúa henni til hliðar og stöðva hana. Hann vatt sér út úr bifreiðinni og hljóp leiðar sinnar án þess að skeyta hót um digru frúna. Og frúin var heldur Patricia 265 aflað auðæfa sinna sjálfur. Þau eru eign Holms-fjölskyldunnar og þér eruð, að honum frátöldum, eina eftirlifandi manneskja þeirrar fjölskyldu. Stundarfjórðungi síðar fór Patricia af skrifstofunni. Hún var með talsvert af tíu punda seðlum í handtösku sinni. Aldrei hafði hún átt svona mikla pen- inga. Og þó var þetta ekki nema helm- ingurinn af mánaðartekjum hennar. Hinn helminginn hafði hún fengið í ávísun. Hún var gangandi og nam ósjálfrátt staðar við búðargluggana og henni fannst svo einkennilegt, að nú gæti hún gengið í búðir og keypt hluti, sem hún hafði ekki þorað að láta sig dreyma um að eignast áður. Hún kom aftur á skrifstofuna skömmu fyrir lokunartíma. Húsbóndinn spurði með mestu samúð, hvort það hefði verið óþægilegt erindi, sem málaflutningsmað- urinn hefði átt við hana. Þegar hann heyrði tíðindin, sagði hann innilega: — Ungfrú Holm, ég óska yður hjart- anlega til hamingju með þau umskipti, sem hafa orðið á kjörum yðar. Ég hefi alltaf vonað í kyrrþey, að afi yðar myndi taka yður í sátt.... En þó að ég geti ekki varizt að gleðjast yfir því, að sú von er gengin eftir, þá harma ég jafn- framt að missa starfshæfileika yðar.... Ef þér þyrftuð á því að halda, þá skyldi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.