Tíminn - 02.03.1939, Page 1

Tíminn - 02.03.1939, Page 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. RITSTJÓRNARSKRIFSTOFUR: ETDDUHÚSI, Llndargötu 1 d. SÍMAR: 4373 og 2353. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 1 d. Síml 2323. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. 23. árg. Reykjavík, fimmtudaglnn 2. marz 1939 Tollalöggjöíin endurbætt Míllíþmganefnd í tolla- og skattamálum hefír lokíð endurskoðun og samræmíngu tollalöggjaiarinnar og samið ítarlegt frv. um aðflutníngsgjöld Tíminn hefir snúið sér til formanns milliþinga- nefndar í skatta- og tolla- málum, Guðbrandar Magn- ússonar, og beðið hann að skýra blaðinu frá hinu nýja frumvarpi um aðflutnings- gjöld, sem nefndin hefir samið og lagt hefir veriö fram á Alþingi. — Árið 1936 var komið svo, sagði Guðbrandur, að hinir tveiv mikilsverðu tekjustofnar ríkis- sjóðs, verðtollurinn og vörutoll- urinn, voru orðnir svo saman gengnir, sakir innflutningstak- markana og aukins innlends iðnaðar, að þeir gáfu það ár 714 þús. krónum minni tekjur en þeir höfðu að meðaltali gefið undanfarin 12 ár, en 2,8 miljón- um króna minni tekjur en árið 1925. Hefir þvi orðið að bæta ríkissjóði þetta upp með ýmis- konar bráðabirgðaráðstöfunum, svo sem lögum um viðskipta- gjald, gengisviðauka o. fl. viö- auka. Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra hefir beitt sér fyrir því, að öll mál, er snertu tekjuöflun ríkisins, yrðu tekin til nýrrar íhugunar, og á þinginu 1938 fékk hann samþykkta þingsá- lyktun um að skipuð yrði milli- þinganefnd í tolla- og skatta- mál. í nefnd þessari eru fulltrúar frá þremur aðalflokkum þings- ins og ennfremur tollstjórinn og skattstjórinn í Reykjavík. Er Magnús Jónsson alþm. fulltrúi Sj álf stæðisf lokksins, en Jón Blöndal cand. polit. fulltrúi Al- þýðuflokksins í nefndinni. Milliþinganefnd þessi hefir nú lokið fyrsta þætti af starfi sínu og samið frumvarp til laga um tollskrá. í frumvarpi þessu eru sam- einuð öll aðflutningsgjöld á vörum, sem til landsins flytj- ast, önnur en benzinskattur, sem í eðli sínu mætti teljast að- flutningsgjald, en er hinsvegar í framkvæmd fremur söluskatt- ur. Er frumvarpið allt mikill lagabálkur. Aðalstarf nefndarinnar hefir verið í því fólgið, að sameina og samræma núgildandi aðflutn- ingsgjöld og sníða þau við tekjuþörf ríkisins samkvæmt á- setlun fjárlaga 1939. Þá hefir sá háttur. verið upp tekinn, að flokka vörurnar eftir eðli þeirra en ekki eftir stafrofs- röð. Hefir í því efni verið stuðzt við fyrirmynd, sem Þjóðabandalagið hefir samið, og önnur ríki á Norðurlöndum eru að taka sér til fyrirmyndar. Loks hefir nefndin leitazt við, að samræma tolla þá, sem lagð- ir eru á hverja einstaka vöru- tegund með hliðsjón á nothæfi Guð'brandur Magnússon. vörunnar, og því, hvort varan er hráefni, hálfunnin vara, eða fullunnin vara. Ennfremur með hliðsjón á því, hverja þýðingu varan hefir fyrir aðalfram- leiðslustörf þjóðarinnar. Aðflutningsgjöld þau, sem nefndin leggur til í frumvarpi sínu, að lögleidd verði, ættu að gefa ríkissjóði 10,4 miljónir miðað við meðalinnflutning ár- anna 1935—1937. Hið tiltölulega mikla verk sem nefndin hefir afkastað, miðað við tíma, segir Guð- brandur að lokum, er ekki sízt að þakka ritara nefndarinnar, hr. cand. jur. Sigtryggi Klem- entssyni. Hefir hann verið skrif- stofustjóri nefndarinnar og að- alstarfsmaður. En Sigtryggur hafði í samráði við fjármálaráð- herra áður farið utan og dvalið ’á aðaltollstöðvum nágranna- landanna til þes að kynna sér þessi mál. Þá hefir annar ungur maður (Framh. á 4. síðu) FORSETAR ALÞINGIS Menntamálaráð hefir beitt sér fyrir því, að auka hróður Alþingis með því, að það eign- aðist málverk af sem allra flest- um hinna þýðingarmeiri manna, sem verið hafa forsetar þess. Nú nýverið hefir þingið fengið fjög- ur málverk af forsetum sínum Eru það þeir Benedikt Sveins- son, Einar Árnason, Halldór Steinsen og Jóhannes Jó- hannesson. Þessar myndir verða fyrst um sinn í suðurstofu efri deildar. Eftirlít með bönkum og sparísjóðum Tvö frv. frá míllíþinga- nefnd I bankamálum Tvö frumvörp hafa verið lögð fram í efri deild frá milliþinga- nefndinni í bankamálum. Er annað þeirra um eftirlit með bönkum og sparisjóðum, en hitt um sparisjóði. Samkvæmt frv. um eftirlit með bönkum og sparisjóðum verður embættismanni, sem skipaður er af konungi, falið að hafa með höndum eftirlit með bönkum og sparisjóðum. Er honum heimilt að hafa aðstoð- armenn í samráði við fjármála- ráðuneytið. Honum ber að f.vlgjast vel með því að bankar og sparisjóðir fylgi lögum og samþykktum, sem um þá gilda. Sömuleiðis ber honum að líta eftir því að bankar og spari- sjóðir hagi útlánum sínum á sem tryggastan hátt. Hann er trúnaðarmaður og ráðunautur ríkisstjórnarinnar í bankamál- um og gefur henni skýrslur um málefni þeirra lánsstofnana, sem undir hann heyra, eftir því, sem hún óskar. Ágreiningi, sem rís milli hans og banka- og sparisjóðsstjórnar, má vísa til fjármálaráðuneytisins. — Kostnaður við starf hans greið- ist af bönkum og sparisjóðum í hlutfalli við viðskiptaveltu þeirra. Er frv. þetta mjög sniðið eft- ir hliðstæðum lögum í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Frv. um sparisjóði er all- langt og mun ýtarlegra en nú- gildandi sparisjóðslög. Hefir nefndin haft löggjöf nágranna- þjóðanna til samanburðar, er hún samdi frv., en ekki fylgt henni nema að því leyti, sem samrýmanlegt var staðháttum hér. Nefndin telur veigamestar breytingarnar í þessu frv. frá því, sem er í núgildandi lögum, miða að því, „að búa sem tryggi- legast um útlán, svo þau ekki tapist“. Frv. eru flutt af Bernharði Stefánssyni og Árna Jónssyni, en þeir eiga báðir sæti í milli- þinganefndinni. 26. blað NEGRIN, forsætisráðherra spanska lýðveldisins. AZANA, fyrrv. forseti spanska lýðveldisins. Atökin niii Npán I byrjun febrúar var því spáð, að miklir atburðir hlytu að ger- ast í Spánarmálunum áður en mánuðurinn væri liðinn til sambandi við Spán, snertir lítið og má með sönnu segja, að menn séu enn engu fróðari um það, hvernig þau mál muni fara, en þeir voru seinustu dag- ana í janúar. Það, sem nú er spurt um í sambandi við Spán, snertir lítið styrjöldina sjálfa. Síðan Franco náði Kataloníu á vald sitt, ex sigur hans talinn viss. Vörn stjórnarsinna á Mið-Spáni er talin vonlaus. Forseti lýðveldis- ins, Azana, hefir viðurkennt þetta með því að segja af sér eftir að hafa reynt árangurs- laust að fá fylgismenn sína til að gefast upp gegn fullum grið- um. Negrin forsætisráðherra er talinn aðalhvatamaður þess, að óskir Azana voru ekki teknar til greina. Það, sem nú þykir mestu skipta í sambandi við Spánar- málin, er ráðstöfun þess her- liðs, sem ítalir hafa á Spáni, og hvaða stefnu Franco tekur end- anlega í utanríkismálum. Frá upphafi virðist enska stjórnin hafa frekar óskað eftir sigri Francos af ótta við það, að kommúnistar myndu mega sín mest meðal stjórnarsinna eftir að búið var að ráða niðurlögum Francos. En það mun hún hafa ályktað af því, að engri lýðræð- A. KROSSGÖTTJM Mæðiveikin í Kolbeinsstaðahreppi. — Búnaðarhættir. - Fljótsdalshéraði. — Nýr forstöðumaður við vinnuhælið. Fénaðarhöld — Af - F.U.F. á Akureyri. Kristján H. Breiðdal bóndi á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu skrifar Tímanum: Eins og kunnugt er, var vorið 1937 girt vegna mæðiveikinn- ar á milli Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu og Mýrasýslu úr Hítárósi í Hítár- vatn og þaðan yfir fjall til Hvamms- fjarðar. Var þetta gert í þeirri von, að mæðiveikin væri eigi enn komin i Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Þessi von brást. Haustið eftir varð veikinnar vart í Hítárnesi í allstórum stil. Var ákveðið af mæðiveikinefnd að farga öllu fé á bænum. Vorið eftir, eða á út- líðandi vetri, varð veikinnar enn vart á tveimur bæjum, Hafursstöðum í Hnappadal og Skjálg, sem er nær vest- ast í miðsveitinni. Var Hafursstaðaíéð keypt og flutt að Laugarvatni, en Skjálgarféð rekið suður fyrir girðingu í Hítardal. í haust kom veikin enn upp í Miðgörðum, sem eru um miðbik hreppsins, og var enn allmögnuð. Var fénu fargað. En jafnframt veiktist ein og ein kind á þrem eða fjórum bæjum öðrum. Síðan hefir veikinnar ekki orð- ið vart í sveitinni, en menn eru þó mjög kvíðnir og búast við, að hún gjósi upp áður en langt um líður. t t t Bændur munu yfirleitt hafa í hyggju að treysta meira á mjólkurframleiðsl- una en verið hefir og eru góðir mögu- leikar í miklum hluta sveitarinnar til að auka hana. Samgöngur til Borgar- ness eru að verða öruggar að vetrar- lagi.Mjólkursamlagið 1 Borgarnesi virð- ist geta tekið á móti talsvert auknu mjólkurmagni héðan. Gengur starf- semi samlagsins vel og bændur ánægð- ir með fyrirtækið. Milli tíu og tuttugu bændur í sveitinni láta mjólk í sam- lagið og gengur bifreið til Borgarness tvisvar í viku. — Almennur áhugi er fyrir aukinni garðrækt og eru menn að ráðgera að útvega sér leiðbeinanda í garðrækt á Vori komanda, ef hægt er. r t r Fénaðarhöld munu hafa verið í bezta lagi síðastliðið vor og fé rnrrn vænna til frálags í haust heldur en undan- farið. Sláturhús eru tvö í hreppnum, bæði að Grund, miðsveitis. Er það mjög mikill beinn og óbeinn hagnaður fyrir bændur að slátrunin er fram- kvæmd heima í hreppnum. r r t Af Fljótsdalshéraði skrifar Pétur Jónsson bóndi á Egilsstöðum: Tölu- verður snjór er hér og mikU ísalög. Hafa að undanfömu verið blotar öðru hverju, en gert frost þess í milli. — Lagarfljót er því sem næst allt ísi lagt og er töluverð umferð eftir því. Góð færð er á Héraði, þótt eigi sé hægt að koma við bifreiðum. Ferðast menn aðallega með hesta og sleða. Reiðfæri er alveg sérstaklega gott. — í Fljótsdal er snjólítið og hafa verið þar hagar í allan vetur, þegar fært hefir verið að beita sökum veðurs. — Víða hefir borið á lungnabólgu í sauðfé og hefir eitt- hvað af kindum drepizt af hennar völdum. Hefir þurft að gefa mikið á I mundir. þeim bæjum, er veikin hefir komið upp á. Féð hefir verið bólusett gegn veik- inni með lyfi frá rannsóknarstofu há- skólans og hefir víðast tekið fyrir hana, þegar búið er að bólusetja tvisv- ar, en þó er það ekki alveg einhlítt. — Rannsóknarstofan telur, að þessar mismunandi verkanir bólusetningar- lyfsins kunni að stafa af því, að um fleiri en eina tegund lungnabólgu sé að gera í fénu. t t r Sigurður Heiðdal yfirumsjónarmaður vinnuhælisins á Litla-Hrauni hefir óskað eftir lausn frá starfi sínu a. m. k. um stundarsakir. Þrálát veikindi hafa verið á heimili hans undanfarið, en starfíð við stjórn þvilíks hælis er mjög erfitt og þreytandi, einkum meðan stofnunin er á byrjunarstigi. Dóms- málaráðherra mun hafa sett Jón Sigtryggsson fangavörð í Reykjavík til að stýra hælinu fram á vor. t t t Aðalfundur í Félagi ungra Fram- sóknarmanna á Akureyri var haldinn 29. janúar sl. í félagið gengu nokkrir menn, bæði piltar og stúlkur. Ný stjórn var kosin. Hana skipa: form. Barði Brynjólfsson, ritari Jóhannes Eliasson og gjaldkeri Barði Benediktsson. Fé- lagið hefir síðan haldið tvo fundi, og hafa stöðugt bætzt við nýir félagar. Er mikill sóknarhugur í ungum Fram sóknarmönnum á Akureyri um þessar isstjórn myndi verða komið við fyrst eftir borgarastyrjöldina, heldur yrði að stjórna með meira og minna harðræði með- an áhrifin frá styrjöldinni væru að fyrnast. Sá stuðningsflokkur stjórnarinnar, sem hefði lagt mesta rækt við áróður innan hersins, yrði þá líklegastur til að ná völdum, en það voru ein- rnitt kommúnistar. Myndu þeir ekki víla fyrir sér að steypa Negrin og Azana af stóli eftir að málin væru komin á það stig. En frá sjónarmiði ensku stjórnarinnar hlýtur kommún- istastjórn á Spáni að vera enn hættulegri fyrir heimsfriðinn og lýðræðið en stjórn Francos. — Kommúnistastjórn á Spáni hefði gefið kommúnistum í Frakklandi byr í báða vængi og skapað þar aukna sundrung og glundroða. Endirinn hefði vel getað orðið sá, að Frakk- land hefði einnig horfið úr tölu lýðræðisríkjanna og geta þeirra til að miðla málum og halda fas- ismanum í skefjum hefði þá minnkað að sama skapi. Hinsvegar mun enska stjórn- in hafa gert sér vonir um, að hægt yrði að ná samkomulagi við Franco og gera hann óháð an fasistarikjunum. Mun hún þar sérstaklega hafa reiknað með því, að Franco þyrfti mik- ið erlent lánsfé til viðreisnar- starfs í landinu, en það var hvergi að fá, nema hjá Bretum. Af þeirri ástæðu myndi hann því vera fús til vináttu við þá og veita ekki lið óvinum þeirra. Til þess að geta unnið að þessu markmiði, hefir stjórnin nú þegar viðurkennt stjórn Franco sem löglega stjórn Spánar og fengið Frakka til að gera slikt hið sama. Hún hefir einnig hjálpað Franco til að ná einni Baleareyjunni á vald sitt, en Mussolini haft hug á, að láta ít- alskt herlið gera það. í blöðum Franco er yfirleitt skrifað mjög vingjarnlega um Breta og ósk- að eftir góðri samvinnu við þá. Það er víst, að bæði ítalir og Þjóðverjar, sem þykjast hafa unnið mest til vináttunnar við Franco, hafa hinn mesta beyg af þessari viðleitni ensku stjórn- arinnar, enda mun þeim ljóst, að Franco vill gjarna losna við íhlutun þeirra eins og málum er nú komið, því hún er orðin óvinsæl meðal þjóðarinnar. Enn virðist hann þó á báðum áttum og ekki hafa tekið neina endan lega afstöðu. Á meðan verður ekki séð fyrir endanleg úrslit Sþánarmálanna. En heimurinn veitir nú engu meira athygli en því, hvort frekja og ósvífni ein ræðisherranna reynist sigursælli í þessum málum en hin mark- vissa seigla, sem um langt skeið hefir verið einkenni brezkra stjórnmálamanna á úrslita stundum. Óli Vilhjálmsson framkvæmdarstjóri S. í. S. í Kaup mannahöfn varm að viðskiptasamn- ingum við Þýzkaland fyrir íslands hönd, ásamt þeim Sveini Björnssyni og Jóhanni Jósefssyni, en ekki Helgi P. Briem. Honum hefir verið falið að fara í viðskiptaerindum til Spánar. Á víðavangi Á ýmsum tímum hefir það Dótt við brenna, að ríkisstjórn- in hafi eytt nokkuð miklu fé fram yfir það, sem Alþingi hefir heimilað henni í fjárlögum. Frægust í því efni eru „fjár- aukalögin miklu“ í stjórnartíð íhaldsins um 1920. Hjá því verð- ur auðvitað aldrei komizt, að bæði tekjur og gjöld fari eitt- hvað fram úr áætlun. En það er skylda ríkisstjórnarinnar að láta þetta verða sem allra minnst og gera svo þá kröfu til Alþingis á móti, að það leggi vinnu og athugun í það, að gera allar áætlanir sem nákvæmast- ar. í fjármálaráðherratíð Ey- steins Jónssonar hefir orðið stórfelld breyting til bóta í þessu efni. Árið 1938 urðu umfram- greiðslurnar ekki nema 7%, og er það hið lægsta á síðustu 20 árum. Til samanburðar má geta iess, að meðal umframgreiðslur áranna 1925—34 voru um 30% og hæst komust þær upp í 45%. * * * En fjárhagsafkoma ríkissjóðs á árinu 1938 miðar í fleiri atrið- um í rétta átt. Tekjuafgangur- inn er meiri nú en hann hefir áður orðið síðan 1928. Stendur Detta auðvitað í nánu sambandi við það, hve umframgreiðslurn- ar liafa nú orðið litlar. Lausa- skuld sína í Landsbankanum hefir ríkissjóður lækkað um iy4 miljón kr. frá því sem hún var í árslok 1937. Greiðsluafgangur, Degar búið var að inna af hendi afborganir fastra lána, var 380 lús. kr. * * * Ýmsir munu sjálfsagt minn- ast þess, að Mbl. og ísafold gerðu á sl. hausti mikið veður út af lausaskuldum ríkissjóðs í Landsbankanum, og birtu um þær rangar tölur. Var þetta gert til að leiða athygli manna frá skuldasúpu Reykjavíkurbæjar í bankanum. Fjármálaráðherra gat þess þá í grein hér í blað- inu, að ríkisskuldin myndi væntanlega lækka á tímanum til áramóta og að óskandi væri, að eins færi um lausaskuld Reykjavíkur. Orð ráðherrans hafa reynzt rétt, að því er rík- inu kemur við, en því miður hefir lausaskuld Reykjavíkur ekki lækkað, heldur þvert á móti. * * * Mbl. í dag gerir launagreiðsl- ur ríkisins að umtalsefni, telur að þær séu of háar og hafi vax- ið um 600 þús. kr. í tíð núver- andi stjórnar. Þessa upphæð fær blaðið með því að bera sam- an lausaskrár, sem eru mismun- andi víðtækar og er samanburð- urinn því blekking. Sjálfsagt er að viöurkenna, að ýmsar launa- greiðslur ríkis og ríkisstofnana, t. d. bankanna, séu hærri en eðlilegt virðist, samanborið við tekjur manna af aðal bjarg- ræðisvegum landsins. En hér er stundum hægra um að tala en úr að bæta. í þvi sambandi mætti t. d. minna á launa- greiðslurnar hjá Sölusambandi ísl. fiskframleiðenda. Þar hafa fylgismenn Mbl. ágæta aðstöðu til sparnaðar, því að þeir geta þar öllu ráðið, sem þeir vilja. * * * S. í. F. er eins og kunnugt er allsherjar stofnun til að selja fisk útvegsmanna. Það þarf ekki mörgum orðum um það að fara, að fiskurinn hefir verið í lágu verði og útvegurinn borið sig illa i mörg ár. Útgerðin hefir því varla mátt við því að greiða mjög há laun fyrir sölu hinna verðlágu afurða. En svo virðist þó hafa verið. Á aðalfundi S. í. F. 1936 kom það fram í umræð- um, að nokkrir helztu starfs- menn hefðu laun sem hér segir: Þrír forstjórar samtals 63 þús„ skrifstofustjóri 15 þús„ bókari 12 þús„ gjaldkeri 8400, þrír skrifstofumenn 21600, Árni frá (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.