Tíminn - 02.03.1939, Side 2

Tíminn - 02.03.1939, Side 2
104 TÍMEVN, flmmtwdagiim 2. rnarz 1939 26. hlatV ftminn Fhnintudayinn 2. marz Hverjum á að hjálpa? Tveir aðilar í þessu landi hafa síðan Aiþingi hófst sett von sína á aðstoð Sjálfstæðisflokks- ins í þýðingarmiklum málum. Annar aðilinn eru útvegs- menn landsins. Atvinnuvegur þeirra á í vök að verjast. Milli- þinganefnd hefir reiknað út, að meðal togari tapi 25—30 þús. kr. á ári. Önnur útgerð er líka yfirleitt rekin við þröngan kost. Útvegurinn hefir fulla þörf á því, að hið opinbera geri ráð- stafanir honum til aðstoðar. En slíkar ráðstafanir verða naum- ast framkvæmdar nema sam- starf geti orðið um þær milli allra aðalflokka þingsins. Mikill fjöldi útvegsmanna hefir áreið- anlega vænt sér mikils trausts þar sem Sj álfstæðisflokkurinn er, í því máli. Sá flokkur hefir jafnan talið sig mjög sinnandi málum útgerðarinnar, og skulu ekki á það bornar brigður hér, að svo hafi verið. Útvegsmenn hafa því haft fullt tilefni til að vænta þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn skærist ekki úr því flokkasamstarfi, sem nauðsyn- legt er til framgangs þessum málum. Og það má líka óhætt ganga út frá því, að mikill vilji hafi verið innan flokksins í þá átt að setja þetta mál öðrum ofar. En til Sjálfstæðisflokksins hafa líka verið gerðar kröfur úr annarri átt. Það eru kröfur Héðins Valdimarssonar og kom- múnista um að fá hjálp Sjálf- stæðismanna til að troða ill- sakar við andstæðinga sína í Alþýðuflokknum og steyta hnef- ana framan í ríkisvaldið. Fyr- irfram myndi nú margur hafa álitið, að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki sá rétti aðili til að rétta hlut stólfótastefnunnar, eða gæti að minnsta kosti látið slíkar væringar afskiptalausar, þegar önnur mál nákomnari þörfnuðust aðstoðar hans. En raunin hefir þó, svo undarlegt sem það má virðast, orðið allt önnur. Síðustu vikurnar hefir Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði og eitthvað af flokknum í Reykj avík verið í einskonar her- væðingarástandi í þeim tilgangi að stöðva uppskipun fiskjar af hafnfirzka veiðiflotanum, banna verkamönnum að ganga til vinnu sinnar og koma í veg fyr- ir, að framfylgt yrði landslög- um. Blöð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa, vegna þessara atburða, hvorki haft tíma né rúm til að ræða vandamál út- vegsins né sinna þeim á nokk- urn hátt. Öll þeirra orka hefir farið í það að verja málstað stólfótamannanna í Hafnarfirði og óvirða og tortryggja hinn ný- stofnaða dómstól, sem haft hefir mál þessi til meðferðar. Helzti málfærslumaður flokks- ins hefir sömuleiðis verið önn- um kafinn við að verja stólfóta- málstaðinn. Þannig hefir hálfur mánuð- ur af hinum dýrmæta tíma þingsins farið- forgörðum án þess að tekizt hafi að koma á því samstarfi, sem nauðsynlegt er til lausnar málefnum útgerð- arinnar. Útvegurinn hefir orðið að bíða meðan hinum nýju vinum úr austri var liðsinnis þörf. Það mál er nú úr sögunni a. m. k. í bili. Og er þess þá að vænta, að Sjálfstæðisflokkur- inn fái ráðrúm til að snúa sér að hinum málstaðnum, sem bið- ina hefir orðið að þola, málstað sjávarútvegsins. Eflaust eru þeir menn margir innan Sjálfstæðisflokksins, sem álíta, að beiðnir þær, er fyrir lágu um aðstoð flokksins og blaða hans, hafi átt að afgreiða í annari röð. Að málefni sjáv- arútvegsins hefðu átt að ganga fyrir og að hjálparbeiðni Héð- ins og hans manna hefði að skaðlausu mátt bíða. En væntanlega segja útvegs- menn sjálfir flokknum skoðun sína á því máli, og mætti það þá hafa holl áhrif á þá menn innan flokksins, sem einkenni- legastar hugmyndir hafa um það, hverjum skyldast sé að hjálpa. Verðlagsnefnd og störf hennar Höfnin í KeflaTÍk Síðan verðlagsnefnd tók til starfa hefir verið skammt á milli árásargreina, sem birzt hafa í dagblaðinu Vísi, á nefnd- ina. Hefir ekki annað orðið skilið af þessum skrifum blaðsins, en að það álíti öll afskipti verð- lagsnefndar af verðlagi í land- inu, óþörf, og jafnvel skaðleg, þar eð verzlanir hefðu fram til þessa af sjálfs dáðum hvar- vetna gætt hófs um álagningu. Vísi mun samt nú vera farið að skiljast, að það hefir ekki góðan byr hjá almenningi, að halda því fram, að allt sé og hafi verið í sómanum, hvað á- lagninguna snertir, og mun því blaðið hafa ákveðið að breyta um bardagaaðferð í þessu máli. Stefnubreytingin er boðuð í greinarkafla, sem birtist í Vísi síðastliðinn þriðjudag, og sem hljóðar þannig: „Því eru nú, sakir innflutn- ingshaftanna, lítil takmörk sett viff hvaffa verði innflytjendur geta selt varning sinn, af því að innflutningurinn er skorinn svo viff nögl, aff framboffiff full- nægir ekki eftirspuminni. Þess vegna hefir veriff gripiff til þess, aff heimila verfflagsnefnd að hafa hemil á verfflaginu, meff þeim hætti, að ákveffa hámarks- álagningu, en meff þeim hætti, aff í því felst engin trygging fyrir hæfilegu verfflagi.“ Hér er berlega viðurkennd þörfin fyrir starf verðlags- nefndar, en hinsvegar reynt að telja fólki trú um, að það sem nefndin hefir gert fram til þessa, sé algerlega misheppnað. Svo sem kunnugt er, ákvað verðlagsnefnd fyrir skömmu, að verzlunarálagning á flestum tegundum vefnaðarvöru og fatnaðar mætti ekki vera hærri en hér greinir: 1. í heildsölu 16%. 2. f smásölu: a) Þegar keypt er af innlend- um heildsölubirgðum, 50%. b) Þegar keypt er beint frá útlöndum, 74%. Vísir gerir þessar álagningar- reglur að umræðuefni og er óá- nægður með þær. Það sem blað- ið einkum setur fyrir. sig, er það, að smásalar, sem flytja inn beint frá útlöndum, án þess að hafa miligöngu heildsalanna í Reykjavík, skuli leyft að njóta þeim mun meiri álagningar, sem nemur heildsöluálagningunni, er þeir sleppa við. Lætur Vísir í ljósi þá skoðun, að þetta verði til þess, að smásalarnir kaupi hjá erlendum heildsölum, sem leggi ekki minna á en þeir inn- lendu, og geti verðlagsákvæðin af þessum ástæðum ekki orðið til annars en þess, að sá verzl- unarhagnaður, sem áður hefir runnið til innlendra heildsala, lendi framvegis hjá erlendum stéttarbræðrum þeirra, í er- lendum gjaldeyri, og afleiðingin verði tjón fyrir landið í heild. Hér kemur ljóslega fram sú staðhæfing heildsalanna hér, að þeir geti æfinlega gert miklu betri innkaup erlendis en smá- salarnir. Þeir kaupi aldrei af erlendum heildsöluhúsum, held- ur aðeins frá verksmiðjum, sem smásalarnir hafi ekki aðgang að, að skipta við o. s. frv. Eitthvað kann að vera hæft í þessum staðhæfingum heildsal- anna, en að miklu leyti eru þær byggðar á blekkingum, og er það augljóst þegar af því, að margar af svonefndum vefnað- arvöru-heildverzlunum h é r, gera engu stærri kaup en miðl- ungs smásöluverzlanir, og hafa því ekki skilyrði til að komast að hóti betri kjörum á erlend- um markaði. Eða dettur nokkr- um í hug að það eitt sé nóg til að komast í sambönd við stór- ar erlendar verksmiðjur, og fá þar beztu kjör, að kallast heild- sali frá Reykjavík, en geta ekki boðið upp á meiri viðskipti en venjuleg smásöluverzlun. Það er því engum vafa undir- orpið, að margar af stærstu smásöluverzlunum hér, geta gert alveg eins góð innkaup á er- lendum markaði eins og þeir, sem við heildsöluna fást, og ef þessum verzlunum hefði verið leyfð minni álagning á innkaup sín, en fellur á þau innkaup, sem ganga í gegnum heildsal- ana, þá hefði mátt líta svo á, að óþarfa miliilið væri neytt upp á smásalana. Og það mun verðlagsnefnd ekki hafa óskað að gera. Þá er að athuga, hvernig við- horfið er, að því er snertir inn- kaup minni smávöluverzlana. Vafalaust gæti það orðið til tjóns fyrir landið, ef hver af þessum verzlunum út af fyrir sig færi að kaupa inn erlendis. En engin ástæða virðist til að óttast að verðlagsákvæðin verki í þessa átt. Því þó að smásal- arnir fái 16% hærri álagningu á þenna hátt, þá mundu þeir á- valt hafa töluverðan aukakostn- að og fyrirhöfn þar á móti, og ef þeir auk þess fyndu, að þeir yrðu ekki eins samkeppnisfærir með að kaupa inn sjálfir erlend- is, mundu þeir ekki gera slíkt. Áhyggjur Vísis í þessu sam- bandi virðast því vera ástæðu- lausar. Sömuleiðis virðist vera ástæðulaust hjá blaðinu að álíta að álagning sú, er heildsölunum hefir verið leyfð á vefnaðarvöru, útiloki þá á nokkurn hátt, frá verzluninni. Skal blaðinu bent á að spyrjast nánar fyrir i hópi heildsalanna sjálfra, og mun Undanfarið hafa orðið tals- verð átök um það, hvort hlynna skuli að þeim hafnarmannvirkj - um, sem Keflvíkingar hafa nú til afnota, og kaupa þau, eða byggja stærri og varanlegri höfn í Njarðvík. Ómögulegt er að svo stöddu að segja neitt um hver endir verður þessarra mála, en ég, sem skrifa þessar línur, vil leitast við að láta í ljós skoðun mína á málinu. Árið 1932 réðist Óskar Hall- dórsson í að byggja hafskipa- bryggju á Vatnsnesinu. Hún stendur enn. Litlu síðar, eða 1934, lét hann einnig byggja vörzlugarð í króknum innanvert við bryggjuna og hann er heldur ekki hruninn. Enda þótt mann- virki þessi séu af mörgum talin á óheppilegum stað, og ekki nægjanlega traust og vel byggð, þá neitar því enginn, að þetta var af dugnaði gert, og þess er heldur ekki að vænta, að neinn maður sé algjör og óskeikull. Þess vegna tel ég, að ráða- mönnum þessa byggðarlags sé mest um að kenna, teljist ó- heppilega hafa aðunnizt , sem þeim er þó naumast láandi, þar eð þeir þekkja lítið til annars en hinnar æfagömlu kyrrstæðu íhaldsværðar, sem hér hefir til þessa hafa verið taldir góðir og gildir í þeirra hópi, sem við- urkenna að álagningin sé nógu há. Tíminn drap á það fyrir skömmu, að athugandi væri fyr- ir verðlagsnefnd, hvort ekki væri rétt að lækka álagninguna á hinum allra nauðsynlegustu vefnaðarvörum frá því sem nú er, þótt leyfð væri eitthvað hærri álagning á vörum, sem væru síður nauðsynlegar. Reynir Vísir að gera sér mat úr þessu, og telur að Tíminn sé sér sam- mála um það, að nefndinni hafi verið mislagðar hendur, er hún ákvað hámarksálagninguna. En vitanlega eru margar hliðar á þessu máli, og ein er sú, að ef lítil álagning er leyfð á hinar nauðsynlegustu vefnaðarvörur, en há eða ótakmörkuð álagning á hinar, þá gæti slíkt haft á- hrif í þá átt, að kaupmenn létu nauðsynjavörurnar sitja á hak- anum og einbeindu verzlun sinni að hinum miður þörfu vörum. Mun þetta einnig hafa vakað fyrir verðlagsnefnd er hún ákvað álagninguna á vefn- aðarvörur. En hvað sem slíkum fyrir- komulagsatriðum líður, er þess að vænta, að verðlagsnefnd láti ekki nöldur og útúrsnúninga í málgögnum heildsalanna hafa áhrif á gerðir sínar í þessu máli. það þá finna menn, sem fram ríkt. Sennilegt er, að enn sæti við sama um þessi mál, ef ekki vildi svo til, að nýtt ljós er að fæðast í hugum einstakra manna, sem að þessum málum lúta, og má búast við, að það leiði til heillavænlegra mála- loka. Vegna þess að séð er, að þeir, sem taldir eru núverandi eig- endur hafnarmannvirkjanna í Keflavík, geta ekki haldið þeim, af eigin efnum, í viðunanlegu lagi, þá hefir talsverö alda risið um það, að hreppurinn kaupi þessi mannvirki. Um það eru þó deildar meiningar og valda þeim eftirtaldar ástæður: í fyrsta lagi semur ekki um kaupverð. í öðru lagi vilja sum- ir leggja hafnarvirki í Njarðvík. í þriðja lagi er þarna jafnvel um að ræða, frá beggja hálfu, eigin hagsmuni, sem tengdir eru við legu hafnarinnar. Hafnarvirkin við Vatnsnes munu kosta samkvæmt áætlun um 800 þús. kr., þegar búið er að endurbæta þau og lengja vörzlu- garðinn. Óneitanlega yrði mun betra fyrir báta í króknum inn- an við garðinn eftir þá lagfær- ingu, en rúm er þar þó svo lítiö, að langt er frá að nægi þeim fiskiflota, sem nú stundar veið- ar héðan úr Keflavík og verði fiskiveiðar, eftirleiðis sem hing- að til, aðalatvinnuvegur lands- manna, þá má ganga út frá því, að fiskibátum fjölgi og að þeir stækki í náinni framtíð. Og hvar eiga þeir þá að vera, ef ekki í beztu verstöðvunum? Og Kefla- vík er ein af þeim. Gengið er út frá að hér heima fyrir vinnist svo á í þessum hafnarmálum, að hreppurinn bindi kaup á Vatnsneshafnar- virkjunum, hverja afstöðu má vænta að þing og stjórn taki til þeirra mála? Því að þangað yrði óumflýj anlega að leita um styrk til kaupanna, — ef sýnt er og sannað, að hafnarvirki þessi eru ónóg í náinni framtíð, þó ekki væri tekinn til greina lé- legur frágangur þeirra. Fram- sýnir menn eru jafnan lofaðir, og við verðum að ætla, að þjóð okkar eigi þeim mönnum á að skipa í æðstu valdasætin. Fullkomin höfn í Njarðvíkum er samkvæmt áætlun talin kosta um 2,600,000,00 kr., en þar er um að ræða mannvirki, sem yrði til fyllsta gagns og sóma á kom- andi tímum. Bátalægi er þar um 30—35 hekt. Undanfarna vetur hafa all- margir aðkomubátar stundað fiskiveiðar héðan frá Keflavík, og nú í vetur eru þeir fleiri en áður. Útlit er því fyrir, að ef þessu heldur áfram, muni fiski- flotinn hér naumast geta stund- Bændahvöt Þó að sól í himin heiði hugi fólksins saman leiði; vísast er að öllum eyði yl til sœrða náungans, œttarlandsins forni fjandi, er fyrir öllu Norðurlandi, heljar köldu handabandi, heilsar börnum vorliugans. Enn er treyst á breíðu bökin bœndanna, með föstu tökin, þá alvörunnar ýtrust rökin eru fyrir dyrum manns. Ríkur er sá aldarandi enn í þessu kalda landi: eftir því hve vaxi vandi, vaxi þróttur búandans. Válegur i sveit er seztur Suðurlanda illur gestur, það er enginn feigðar frestur, né fyrirheit um afturhvarf. Fjölda bœnda fjárstofn hverfur. fastar enn sá gestur sverfur. En það eru engar hugans herfur, er hljóta víkings blóð í arf. Þeir munu síðast undan aka, ekki hót á klónni slaka, örugglega vinna og vaka, vaka yfir landsins hag. Þeim er starf í blóðið borið og baráttan við kalda vorið. Þeir eru ekki að spara sporið, né spyrja lög um vínnudag. Flutt á aðalfundi Búnaðarsambands Dala- og Snæfellsnessýslu í maí 1938. Kristján H. Breiðdal. að veiðar að fullu gagni vegna vöntunar á lendingabótum, og eins og vænta má, verður það jafnvel örðugast fyrir aðkomu- bátana. Að þetta hefir ekki orð- ið að tjóni í vetur, enn sem kom- ið er, kemur af því, hvað tíðar- farið hefir verið hagstætt, en engum dylst, að ef tíðin stirðn- ar, þá muni löndunarskilyrðin valda talsverðum örðugleikum. Það dylst engum, að Keflavík- urhreppur getur ekki af eigin efnum keypt eða byggt áminnst mannvirki, en allir sjá og skilja, að eitthvað þarf að gera. Hér má ekki stara á hagsmuni eða afkomu fárra manna, heldur verður að líta á hagsmunalega afkomu heildarinnar, á hvern hátt hún er tryggust. Ríkið legg- ur árlega stórar fjárfúlgur til vega um landið, með það fyrir augum að gera það byggilegra. Líta má svo á, að því beri ekki síður að tryggja leiðir þeirra mörgu hraustu og góðu drengja, er sækja því drýgstu og mestu verðmætin, en þær leiðir eru bezt tryggðar með auknum hafnarbótum. Keflvíkingar og aðrir Suður- nesjamenn, berið heilan hug til þessa máls, standið saman, þótt langt sé milli bústaða okkar. Ætlist ekki til að hver geti feng- ið höfn hjá sér, og tefjið ekki gott og þarft málefni þess vegna. Látið náttúruskilyrðin og hyggindi ráða gerðum ykkar. Allir sem einn, skorum á þing og stjórn að bregðast vel við þessu þjóðarnauðsynjamáli. H. H. Skúlí V. Guðjónsson: Manneldisrannsóknir NIÐURLAG Matarvísindin fóru fyrst fram á vísindastofunum. Þau komust þó snemma út úr þröngum dyr- um þeirra. Þau eru nú tekin að fást við rannsóknir á sjálfum lífskjörum manna, matarhæfi almennings og heilsu. Það lítur út fyrir, að maður- inn geti lifað góðu lífi af mjög misjöfnu fæði. Hann étur allt eins og rottan, þess vegna ræð- ur hann ríkjum í heiminum og rottan fylgir honum. Maðurinn getur hæglega lifað af dýrafæðu einni, að mjólk meðtaldri. Hann getur einnig lifað því nær ein- göngu af jurtafæðu í sumum löndum, en þroskast þó ekki af slíkri fæðu á barnsaldri, nema hann borði líka meðfram mat úr dýraríkinu, svo sem egg eða mjólk. í dýrafæðu eru öll þau efni, sem maðurinn þarfnast eins og eðlilegt er, og þau eru þar í því ástandi, sem þau eru hollust. í jurtafæðu vanta sum efnin alveg, svo sem D vitamin, sem ver menn beinkröm, en önnur eru í því ástandi að þau verða ekki nema að hálfum not- um, t. d. A vitamin, sem eykur vöxt, ver menn sérstakri augn- veiki, og eykur sennilega mót- stöðu manna gegn smitandi sjúkdómum. Margir hafa hing- að til haldið að vitaminin væru ríflegust í jurtum og eiginlega talið, að það væru einu vitamin lindirnar. Þetta er mesti mis- skilningur. Á síðustu tímum hafa menn tekið að rannsaka dýrafæðuna nákvæmlega. Hefir þá komið í ljós, að vitaminmagn þar er jafnmikið eða öllu meira en í jurtum. Sem skemmtilegt dæmi má nefna, að það virðist vera jafnmikið C vitamin í þorskahrognum og í sítrónum og appelsínum. Þorskahrogn eru sítrónur hafsins, eins og kunn- ingi minn einn komst að orði, þegar hann heyrði þetta. Líku máli er að gegna um spendýra- lifur. Hingað til hafa menn þó talið, að C vitamin væri helzt í jurtafæðu. Fleiri dæmi gæti ég nefnt til stuðnings þeirri skoð- un, að dýrafæða geti verið jafn vitamin-auðug og jurtamatur. Er nú að koma sterkur aftur- kippur (reaktion) gegn öfga- fengnum skoðunum um ágæti jurtafæðunnar. Finnst mér það réttmætt, eftir því sem ég þekki bezt til síðustu ábyggilegra rannsókna um það mál. En rannsóknir eru oft mismunandi mjög að gæðum. Er oft erfitt að átta sig á hvert gildi sumar þeirra hafa. Fer því fjarri að trúa megi þeim öllum gagnrýn- islaust, eins og sumum stundum hættir til. Þegar þess er gætt, að lifa má góðu lífi á dýrafæðu einvörð- ungu og jurtafæðu nær því eingöngu, og að allir meðalvegir þar á milli eru vel færir, verður það fyrst og fremst fjárhags- og atvinnu-atriði hvernig mat- arhæfið á að vera. Með öðrum orðum landshættir ráða þar mestu, eins og áður er sagt. Því sérkennilegri, sem þessir lands- hættir eru, því sérkennilegri verður fæðan. í norðlægum löndum eru miklir erfiðleikar á að rækta auðmeltar matjurtir og ávextir þroskast ekki. En þessar jurtir vaxa mjög í suð- rænum löndum. Jurtir nor- rænna landa eru að mestu ó- meltanlegar mönnum. Því not- um við húsdýrin og látum þau melta þessar jurtir og breyta þeim í kjöt, fitu og mjólk, auð- melt og fullkomin næringarefni. Þessa aðferð fann maðurinn upp fyrir miljón árum síðan, er hann tók dýrin í þjónustu sína. Hún kom honum bezt að haldi í hinum köldu löndum, og enn er þessi búskaparaðferð vafa- laust hentugust þar. Matarhæfi á íslandi hefir alltaf verið byggt á húsdýrabúskap og fiski- veiðum, og merkilegt má það vera, ef þetta reynist ekki hag- kvæmast, ef vel er að gáð. En nú kemur nýtt til sögunar. Leikni manna í að rækta mat- jurtir allskonar hefir aukizt stórum á seinni árum. Tilbúinn áburður, jarðhiti og ýms tækni hafa valdið þvi að miklu ódýr- ara er en áður að rækta þessar matjurtir, og það oft nær óháð tíðarfarinu. Nú er öldin önnur en þegar Stefán G. kvað „Ég er bóndi og allt mitt á undir sól og regni“. Vafalaust má þó rækta matjurtir í miklu stærri stíl en gj ört er á íslandi, þó ekki sé notaður til þess varmi úr jörð. Býst ég við að rannsóknir myndu leiða í ljós, að þetta gæti orðið full-arðvænlegt. — Kornrækt virðist nú vera að takast, eins og verið hefir til forna og má vera að hún geti einnig orðið arðvænleg. Ég býst því vi_ð, að hið þjóðlega matar- hæfi íslendinga geti vel breytzt nokkuð í þá átt að neytt verði meira af jurtamat. Trúlegast þætti mér þó að uppistaðan verði enn um langan aldur bezt úr fæðu úr dýraríki en ekki jurta. Næst forsjóninni sjálfri er tízkan sterkasta afl í heimi. Hvorki Hitler, Mussolini eða Stalin geta ráðið við hana. Tízkan fer ekki að lögum og hún hefir hingað til farið sínu fram oft á tíðum í bága við sannleikann og velferð fólksins. Hún er dutlungafull og snýst á ýmsar sveifar. Á seinni árum hefir hún lagzt á sveif með vís- indunum, sérstaklega þó heil- brigðisvísindum. Við, þessir svo- kölluðu heilsufræðingar, höfum stundum verið einskonar tízku- kóngar eins og skraddarar í London og hattameistarar í París. Hitt og þetta höfum við talið hollt og tízkan ber það á léttum vængjum út um allan heim. Það er móðins að reyna að lifa hollu lífi. Tízkan hefir sitið um vitamin og aðrar nýjar kenningar, gripið þær og sniðið úr þeim klæði og skoðanir, sem ekki fara öllum vel né eru við hæfi allra þjóða, en tízkan klæðir alla í sama búning. Ég er hræddur um að ávaxta- og grænmetistízkan eigi ekki við íslenzka þjóð, þó hún eigi við Mið-Evrópu þjóðir og Suður- landamenn. Líkt mun því vera farið um fæðuna og um klæðn- aðinn'. Þunn klæði suðrænna manna myndu hlífa illa í stór- hríðum úti á íslandi. Sé hægt að draga nokkurt lögmál af rannsóknum síðustu tíma á manneldinu, þá er það þetta: Sérhvert land verður að sníða sér stakk -eftir vexti, lifa sínu lífi, alast upp á eigin fæðu, halda sínu sérstaka mataræði. Þar með er þó ekki sagt, að þetta matarhæfi eigi að vera ó- umbreytanlegt. Það er á stöð- ugri rás eins og allt í lífi þjóð- anna, en breytingar þess eiga að gerast af ráðnum hug og í sam- ræmi við það sem vísindi hvers tíma telja heillavænlegast. íslenzkt matarhæfi hefir breytzt mjög á seinni árum. Matur, sem áður var í hvers manns munni, svo sem harðfisk- ur, bræðingur, slátur, skyr, brauð úr heimamöluðu korni og grautar, hákarl, þorskhausar, hangikjöt og margt og margt eru nú sjaldgæft nýnæmi, og selt dýrum dómum í kaupstöð- um eins og súkkulaði og sælgæti. Hvað hafa svo íslendingar fengið í staðinn. Tízkan hefir borið þeim erlendan mat, sam- sull af annara þjóða réttum, aðallega dönskum. Matreiðslu- bókum og kvennafræðurum hefir verið dreift út um allt land. Fjöllesnustu blöð birta

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.