Tíminn - 02.03.1939, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.03.1939, Blaðsíða 3
26. blað TÍMIM, fimmtMdagiim 2. marz 1939 105 ÍÞRÓTTIR Iþróttamót Skarphéðlns. Þ i n g héraðssambandsins Skarphéðins var haldið skömmu eftir áramótin, að Tryggvaskála. Fulltrúar voru mættir frá 16 ungmennafélögum. Á fundinum voru mörg merki- leg mál tekin til umræðu og kom fram mikill áhugi fyrir aukinni starfsemi félaganna. Gerði þingið ýmsar samþykktir, sem gengu í þessa átt. Einna mest mun hafa verið rætt um íþróttamálin. Sam- þykkt var m. a. að kjósa þriggja manna nefnd til að vinna að því að endurskipuleggja í- þróttavöllinn að Þjórsártúni, m. a. með tilliti til glímupalls, knattleikja og annars þess, sem nauðsynlegt þykir. Þá var sam- þykkt að gangast fyrir skíða- námskeiði á sambandssvæðinu eins fljótt og auðið væri. Þá var samþykkt reglugerð fyrir íþróttamót Skarphéðins. Til athugunar fyrir aðra þá, sem gangast fyrir slíkum mótum úti á landi, skulu hér birt á- kvæði reglugerðarinnar um verðlaun og lágmarksákvæði í sambandi við þau: „Þrenn verðlaun skulu veitt fyrir afrek í hverri íþróttagrein, sem keppt er í, 1., 2. og 3. verð- laun. Þó skulu keppenda ekki veitt nein verðlaun nema hann nái tilskildu lágmarksákvæði, sem héraðsþing setur. Lágmarksákvæði til verðlauna á íþróttamótum Skarphéðins skulu fyrst um sinn verða sem hér segir: a) 100 m. hlaup: I. 12,5 sek., II. 13,0 sek., III. 13,5 sek. b) 800 m. hlaup: I. 2 mín. 20 sek., II. 2 mín. 30 sek., III. 2 mín. 40 sek. c) Þrístökk: I. 11,5 m„ II. 11,0 nn, III. 10,5 m. d) Langstökk: I. 5,50 m„ II. 5,25 m„ III. 5,00 m. e) Hástökk: I. 1,45 m„ II. 1,40 m„ III. 1,35 m. f) Stangarstökk: I 2,80 m„ II. 2,40 m„ III. 2,20 m. g) Kúluvarp: I. 10,5 m„ II. 10,0 m„ III. 9,5 m. h) Spjótkast: I. 40,0 m„ II. 36,0 m„ III. 32,0 m. i) Kringlukast: I. 32,0 m„ II. 28,0 m„ III. 25,0 m. Fyrir fyrstu verðlaun skal veita þrú stig, fyrir önnur verð- laun tvö stig og fyrir þriðju verðlaun eitt stig. Fyrir flesta keppendur frá sama félagi veit- ist þrjú stig, fyrir næst flesta tvö stig og til félags, sem er þriðja í röðinni, veitist eitt stig.“ Samþykkt var að gera allt, B Æ K U R Belgjurtír Áburðarsala ríkisins hefir gef- ið út rit eftir Ólaf Jónsson framkvæmdastjóra Ræktunar- félags Norðurlands og fjallar það um belgjurtir og ýmsar til- raunir, sem gerðar hafa verið um ræktun þeirra. Ræktun jurta af ertublóma- ættinni er, að telja má, nýmæli hér á landi, og það er fyrst á hinum síðustu árum, að leitt hefir verið í Ijós, svo að ekki verður um villzt, að þær má rækta hér með talsverðum á- rangri. Þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið, er þó hvergi nærri lokið, og má í framtíð- inni vænta enn meiri árang- urs heldur en nú er í ljós kom- inn. Rit þetta fjallar að mestu um þær tegundir belgjurta, sem hægast er um vik og hagfelld- ast að rækta með fóðuröflun fyrir augum. En það, sem gerir þessar jurtir sérstaklega eftir- sóknarverðar til ræktunar, er einkum það tvennt, að þær eru auðugar af köfnunarefnissam- böndum og því sérstaklega verðmætar fóðurjurtir, og geta þroskazt vel án verulegra köfn- unarefnisáburðar, og auk þess miðlað öðrum jurtum, sem með þeim vaxa, köfnunarefni og auðgað jarðveginn af þessari jurtanæringu. Almenn ræktun og hagnýting þessara jurtategunda er þó verulegum vandkvæðum bundin hér á landi og margir, sem reynt hafa, hafa orðið fyrir mistök- um og vonbrigðum við ræktun- ina. En með aukinni kunnáttu um ræktunaraðferðirnar og þær kröfur, sem jurtir þessar gera til íslenzks jarðvegs, má vænta að betur heppnist. Ólafur Jónsson hefir um níu ára skeið haft með höndum til- raunir þær, er bókin fjallar um, en auk þess höfðu áður verið gerðar svipaðar tilraunir víðar. Er byggt á nokkuð traustum grunni. sem hægt væri til að beina ölvuðum mönnum frá íþrótta- móti Skarphéðins. Stjórn Skarphéðins skipa nú: Sigurður Greipsson formaður, Sigurjón Sigurðsson féhirðir og Sigmundur Þorgilsson ritari. A n n a s t hagkvæm innkaup á bókum fyrir lestrarfélög og aðra. Biðjið um verðlista. BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR, Vesturgötu 21. matseðla og uppskriftir um framandi rétti. Svo langt er gengið, að í þessum bókum stendur oft ekki eitt einasta orð um hvernig íslenzkur matur er búinn til, en eintómar er- lendar kreddur. Ég get ekki annað en sagt það hreinskilnislega, að þeir sem að þessum kokkabókum standa, hljóta að hafa gert þetta í ein- hverju hugsunarleysi og þekk- ingarleysi á því, hvað sennilegt má telja að hollt sé og óhollt. Þetta matarhæfi, sem á hinn grunnhyggnasta hátt hefir ver- ið veitt inn í landið, er ekki ann- að en illa danskur matur, fæði, sem við hér í Danmörku erum sannfærðir um að er óhollt, við- urværi, sem Danir ætla nú að fara að eyða miljónum króna til að reyna að endurbæta. Þetta hafa íslendingar fengið í stað- inn fyrir gamla matinn. Fyrir tveim árum síðan var mér trúað fyrir stjórn vísinda- leiðangurs til Færeyja. Er ég nú að skrifa lokaskýrslurnar um þær rannsóknir. Aðalárangur þeirra miklu rannsókna er nú ekkert launungarmál. Hann er sá, að hið æfagamla matarhæfi Færeyinga, grænmetis- og á- vaxtalaust, er sennilega eitt hið hollasta fæði, sem enn hefir verið rannsakað til hlítar. Þjóð- in er hraust og líkamlega á mjög háu þroskastigi. Þetta á þó ekki við fólk í fiskiþorpum, sem tek- ið hefir upp erlendan sið í mat- arhæfi. Mér þykir ekki ósennilegt, að matarhæfi íslendinga yfirleitt nú á tímum sé stórum lakara en verið hefir áður. Er ég þar sammála stéttarbræðrum mín- um, sem um það hafa ritað, þó ekki sé ég þeim allskostar sammála um allar ályktanir, sem dregnar hafa verið af því. Ég sé aðeins eina leið út úr þessum vanda, en hún er sú, eins og áður hefir verið drepið á, að rannsaka manneldið á íslandi til hlítar. Það er trúa mín, að þegar því er lokið, verði það miklu auðveldara en menn halda, að bæta úr því sem ó- hollt reynist, hvort sem það verður hægast að gera það með grænmeti og ávöxtum, eða með íslenzkum matjurtum, eða þá fiski og kjöti. Ég myndi ekki vilja bera ábyrgð á, að breyta matarhæfinu að nokkrum mun að órannsökuðu máli, og ber því allt að sama brunni heima eins og allsstaðar annarsstaðar. Þetta verður að rannsaka. Hvernig verður nú manneld- ið rannsakað? Heima á íslandi eru stað- hættir og gamalt matarhæfi allt öðruvísi en víðast hvar ann- arsstaðar. T. d. má nefna súr- metið, sem er því nær óþekkt annarsstaðar en á íslandi. Því miður er þá lítið hægt að styðj- ast við erlendar rannsóknir, bæði eru þær enn ófullkomnar og maturinn allur annar. Rann- saka verður því málið frá rótum meðal íslendinga sjálfra. Fyrst er að rannsaka heilsu- far og þroska landsmanna. Síð- an er að rannsaka lifnaðar- hætti fólksins, húsakynni, klæði o. s. frv. Þar næst að rannsaka hvaða fæðutegundir eru notað- Karlakór Reykfavíkur Söngstjórí: SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. ftaiiittöiigiii* í Gamla Bíó íimmtudaginn 2 marz 1939 kl. 7 e. h Eínsöngvari: GUNNAR PÁLSSON. Víð hljóðlærið: GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDOTTIR Aðgöngumiðar fást í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur (áður Hljóðfæraverzlun Katrínar Viðar). Síðasta sinn. Irmilegt þakklæti fyrir auðsýnda hjálp og samúð í lang- varandi veikindum — og við andlát og jarðarför móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, Jóhönnu Jóhannesardóttur frá Geitavík. Sveina Helgadóttir. Guðmundur Bjamason. Sigurrós Rósinkarsdóttir. Aðalheiður L. Guðmundsdóttir. Erna J. Guðmundsdóttir. Hátíðasundmót K. R. fer fram fimmtudaginn 2. marz og hefst kl. 8,30 síðd í Sundhöllinni. Margir þátttakendur. — Spennandi keppni. Aðgöngumiðar seldir í Sundhöllinni Stjórn K. R. Jafnvel ungt fólk cykur vcllíftjiii sína rncft því aft iiotn harvotn og ílmvotn Við framleiðum: EAU DE PORTUGAL EAU DE OEININE EAU IIE COLOGNE BAYRHUM ÍSVATN Verðið í smásölu er frá kr. 1,10 til kr. 14,00, eftir stærð. — Þá höfum við hafið framleiðslu á ILMVÖTNUM úr hinum beztu erlendu efnum, og eru nokkur merki þegar komin á markaðinn.- Auk þess höfum við einkainnflutning á erlendum ilmvötn- um og hárvötnum, og snúa verzlanir sér því til okkar, þeg- ar þær þrcrfa á þessum vörum að halda.- Loks viljuan vér minna húsmæðurnar á bökunardropa þá, sem vér seljum. Þeir eru búnir til með réttum hætti úr r é 11 u m efnum. — Fást allsstaðar.-- Áfengisverzl. Vegna óvenjumikils út- ilutnings á ísvörðum íiski tíl Bretlands, það sem aí er ár- inu, verður irá og með 1. marz þ. á. ekkí leyíður þang- að írekari útílutningur á ís- vörðum þorski íyrst um sinn Fiskímálanelnd. ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar. Símar 1360 og 1933. c Á^stovslr. í> simi 5h52.0olð kl.11-t2oq1_sJ Annast kaup og sölu verðbréfa. Viimið ötullega fyrir Títnann. ar, meðferð þeirra, matreiðslu og hvað landsmenn hver og einn borða. Rannsaka verður svo matinn sjálfan, meltanleika, næringærgildi, vitamin o. fl. Þetta miðar allt að þvi, að afla sér öruggrar þekkingar á öllum þessum atriðum, eins og þau eru í raun og veru. Kemur svo að aðalatriðinu, stærsta vandamál- inu, að finna hverju heilsa og þroski manna er mest háður, finna orsakirnar að vanheilsu og tregum þroska. Er þá komið upp á hinn efsta tind og er það- an létt ganga í allar áttir. Það- an falla öll vötn til sjávar. Þó ekki verði komizt alla leið upp á þennan þekkingartlind, þá má þó komast í miðjar b.líðar og er þaðan mjög miklu betra útsýni en á flatlendi þejkkingarleysis- ins, sem við nú stöndum á um viðurværi íslendinga nú á tím- um.. Slíkar rannsóknir sem þessar kosta of fjár, ef greiða ætti fullu verði og rá/5a til þeirra nýtt fólk. Mér þykir óvíst hvort takast mætti að afla slíks fjár- magns í fljótu bragði. En til er önnur leið og held ég að hún geti verið fær. Er það, að nota þá vinnukrafta., sem þegar eru fyrir og fulllau.naðir áður, til (Framh. & 4. síöu) 272 Andreas Poltzer: er Violet og Patricia voru boðnar á, ekki nema bakherbergi á veitingastað, sem jafnvel með bezta vilja ekki var hægt að telja til hinna fremri í London. Og maðurinn, sem hafði boðið, var hvorki lávarður né kvikmyndaleikari. Hann hét nefnilega Penelop Meager, frændi Violet og eigandi „Indversku fjárhirzlunnar“. Þetta boð var í nánu sambandi við sögu verzlunar Penelop Meagers, því sam- kvæmt því, sem hann staðhæfði, var „Indverska fjárhirzlan“ stofnuð af ein- um frægum forföður hans fyrir réttum þrjú hundruð árum. Og í sannleika var þetta nægilegt tilefni til að gera sér dagamun. Að lokum réttu örlögin hlut frænku hins núverandi eiganda indversku fjár- hirzlunnar. Sendill, sem hafði seinkað af einhverjum ástæðum, kom og afhenti hinn nýhreinsaða og nýpressaða bleik- rauða kjól. Og af því að Violet þurfti ekki lengri tíma til að hafa kjólaskipti en til þess að lesa svo sem hundrað blaðsíður í sögu eftir Galsworthy, komu ungu stúlkurn- ar ekki nema tveimur tímum of seint i bakherbergið á veitingahúsinu, sem áður var nefnt. Eitthvað nálægt tuttugu manns mun hafa verið statt þar fyrir, þar á meðal i ungfrú Helen afgreiðslustúlka, Bill^ Patricia 269 ekki lengi að hugsa sig um, en fór að dæmi bifreiðarstjórans. Það var blátt áfram lygilegt, hve hart hún gat hlaupið. Maðurinn í litla bílnum hafði lika stigið út. Hann horfði á eftir flóttafólk- inu, án þess að gera nokkrar ráðstaf- anir til að því væri veitt eftirför. Svo gekk hann að stóra vagninum. Patricia var farin að jafna sig aftur, því að loftið hafði batnað í bifreiðinni við það, að digra frúin hafði skilið hurð- ina eftir opna. En hún var hálfrugluð ennþá og hlýddi unga manninum ósjálf- rátt, er hann sagði henni, að hún skyldi koma út úr bifreiðinni. — Ef þér þorið að trúa mér fyrir yður, þá skal ég koma yður heim til yðar aftur, ungfrú Holm, sagði ókunni maðurinn. Patricia hafði þegar í stað fengið traust á unga manninum, sem hafði bjargað henni. Hún settist við hliðina á honum inn í litla vagninn og svo héldu þau af stað. Þau fóru á fleygiferð og innan skamms staðnæmdust þau við húsið, sem Patri- cia átti heima i. Ókunm maðurinn fylgdi henni alveg að dyrunum. — Verið þér sælar og liði yður vel, ungfrú Holm, sagði hann og kinkaði kolli til Patriciu, sem ekki hafði náð sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.