Tíminn - 09.03.1939, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1939, Blaðsíða 4
118 TÍMIIVIV, fimmttidagiim 9. marz 1939 29. folað MOLAR Dr. Getulio Dornellas Vargas einrœðisherra i Braziliu, er 55 ára gamall. Hann er lœknir að menntun, en lagði það starf fljótlega á hilluna og gerðist stjórnmála- maður. Hann var kosinn á þing 24 ára gamall og gekk um líkt leyti i herinn. Þar náði hann fljótt miklum metorðum og fyrir atbeina ýmsra byltingartilrauna, sem voru daglegir atburðir í Braziliu, var hann orðinn hers- höfðingi eftir skamman tíma. Hann lagði jafnhliða þessu mikla stund á hagfrœðileg efni og varð þess vegna gerður að fjármálaráðherra i einni ríkis- stjórninni. Árið 1930 var hann landsstjóri í einu stærsta fylk- inu. Sama ár var hann fram- bjóðandi i forsetakosningu, en beið lægri hluta, enda var hann beittur brögðum. Hann undi ó- sigrinum illa og fyrr en varði hafði honum heppnazt að gera stjórnbyltingu og verða forseti á þann hátt. Árið 1934 var hann löglega kjörinn forseti og hefir haldið þeirri tign síðan. Hefir hann fyrir nokkru látið breyta stjórnarskránni þannig, að hon- um verður tœpast steypt af stóli, nema með byltingu, og sömu- leiðis má segja, að stjórnarskrá- in veiti honum einrœðisvald. Vargas hefir ekki setið í nein- um friðarstóli þessi átta ár, sem hann hefir farið með völd. Þrí- vegis hefir hann orðið að kveða niður byltingartilraunir. Sú fyrsta var gerð af nokkrum her- foringjum 1932 og er talin blóð- ugasta byltingin i allri sögu Suð- ur-Ameríku. ■— Kommúnistar gerðu þá nœstu 1937 og fasistar þá seinustu síðastliðið vor. Er áróður erlendra einrœðisflokka, einkum þýzkra nazista, mjög mikill í landinu, og beinist hann aðallega g'egn Vargas. En margir Þjóðverjar og ítalir eru búsettir í landinu. Stendur öðrum þjóð- um, einum Bandaríkjamönnum, stuggur af þessum áróðri naz- ista, þvi yfirráð nazista í Brazi- llu myndu mjög torvelda sambúð V esturheimsrikjanna. Auk þess hefir Vargas átt í stríði við ýmsa fleiri örðugleika, eins og t. d. mikið verðfall á kaffi, sem er ein helzta fram- leiðsluvaran. Stjórn hans er þó að mörgu leyti talin sú bezta, sem Brazilía hefir haft. Hefir hann gengizt - fyrir mörgum merkilegum umbótum, m. a. í skólamálum. Vargas er stuttvaxinn og herðamikill. Hann er barngóður og Ijóðelskur. Hann er sagður skjóticr í ákvörðunum og mjög harður í horn að taka, ef því er að skipta. * * * Nýlega var safnað i sjóð handa ekkjum franskra flugmanna með þeim hœtti, að nokkrar ungar og laglegar stúlkur kysstu þá, sem gáfu sig fram, í eina sek- úndu fyrir 100 franka. Sú, sem var laglegust, safnaði á þennan hátt 16.000 frönkum á 5 klst. •}> Ý Chile er mesta jarðskjálfta- land heimsins. Seinustu 17 árin tlR BÆIVUM Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík heldur fund í Sam- bandshúsinu á mánudagskvöldið. Til umræðu er: Ofbeldis- og einræðis- stefnumar og baráttan gegn þeim. Frummælandi er Gunnar Eggertsson. Auk þess verða sýndar skuggamyndir úr sumarferðalögum félagsins og rætt um ferðalög á komandi sumri og til- högun þeirra. Fundurinn hefst kl. 8.15 og eru menn áminntir um að koma stundvíslega á fundinn. Utanfélagsfólk sem tekiö hefir þátt í sumarferðalög- um félagsins, er velkomið á fundinn. Byggingarsamvinnufél. Rvíkur. heldur aðalfund sinn i Kaupþings- salrum á mánudagskvöldið kemur. Fundurinn hefst kl. 8.30. Gestir í bænum. Egill Egilsson kaupfélagsstjóri í Bæ á Rauðasandi, Þórður Halldórsson á Dagverðará í Breiðavíkurhreppi á Snæfellsnesi, Sigurður Þórðarson, kaupfélagsstjóri á Nautabúi, Kristján Kristjánsson bifreiðaeigandi á Akur- eyri. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund á föstudaginn 10. þ. m. kl. 9. Frú Aðal- björg Sigurðardóttir flytur erindi. AðaUundur Kaupfé- lags Árnesinga (Framh. af 1. síðu) Félagsmenn fengu í ágóðahlut 7% af allri vöruúttekt, þar af 4% útborgað, en 3% lagt í stofnsjóð. Auk venjulegrar verzlunar- starfsemi rekur félagið útgerð í Þorlákshöfn og gerir þar út 2 vélbáta í vetur, en alls eru gerð- ir þar út 8 vélbátar. Félagið á verstöðina. Þá rekur félagið og búskap í Laugardælum. Keypti það jörð- ina vorið 1937, og hefir byggt þar fjós fyrir 40 kýr og tilheyr- andi áburðarhús og hlöðu, og vandaða verkfærageymslu. Einnig byggði það á sl. ári bif- reiðaverkstæði 13X13 mtr. með áföstum bifreiðaskúrum fyrir 10 bifreiöar. Eru byggingar þessar allar úr járnbentri steinsteypu og að öllu hinar vönduðustu. Eru þær gerðar eftir uppdrætti Þóris Baldvinssonar bygginga- meistara, en Kristján Ólafsson bóndi í Bár var yfirsmiður. Á fundinum var samþykkt að veita kr. 5.000.00 til húsmæðra- skólans á Laugarvatni og kr. 250.00 til héraðsbókasafns Ár- nessýslu. Úr stjórn áttu að ganga Guð- mundur Þorvarðarson í Sandvík og Guðmundur Guðmundsson á Efri-Brú og voru báðir endur- kosnir. Fulltrúar á aðalfund Sam- bandsins voru kosnir Egill Gr. Thorarensen forstjóri og Gísli Jónsson bóndi á Stóru-Reykj- um. hafa orðið þar 12000 meiri og minni jarðskjálftar og hafa sumir valdið stórfelldu tjóni. Einn mestí jarðskjálftakippur varð nú í vetur. Lagði hann í rústir einn bœ á stœrð við Rvík og nokkra aðra smœrri bœi, sem voru á stœrð við Akureyri. Nokk- ur þúsund manna létu lifið, og enn fleiri sœrðust meira og minna. Eignatjón skipti hundr- uðum milljóna króna. Sigríður Narfadóttir. (Framh. af 3. síðu) líkams- og sálarþrek hennar að mestu. Gat hún þó lesið bækur og hlustað á útvarp sér til dægrastyttingar og hugarhægð- ar. Guðstrúin var hennar heit- asta hjartans mál og í biblíuna sótti hún anda sínum svölun á raunastundum lífsins. Var henni sú bók kunn spjaldanna milli. — Á þessum reynzlustundum hennar síðustu ára voru það maður hennar, dóttir og tengda- sonur, sem lögðust á eitt með að létta henni byrðar sjúkleika og elli. Og í höndum þessara ástvina fékk hún að kveðja heirninn eftir mikið og eftir- breytnisvert æfistarf. — Sigríðar verður ætíð getið meðal þeirra góðu kvenna, sem gerðu garðinn frægan, og verð- ur minning hennar blessuð og í heiðri höfð. Kr. Þ. Búnaðarþínginu lokið (Framh. af 1. síðu) Eylands yrði valinn til þessarar farar. — Samþykkt var þings- ályktunartillaga um húsnæði þjóðminjasafnsins, þess efnis að tekjum happdrættis háskólans yrði varið til húsbyggingar fyrir safnið, þegar háskólabygging- unni er lokiö. — Skorað var á alþingi að hlutast til um, að rannsóknarstofa háskólans tæki unglambasjúkdóma til rækilegr- ar rannsóknar, og á stjórn Bún- aðarfélagsins að fá því fram- gengt, að rannsakaður verði svo fljótt sem auðið er, kúasjúk- dómur sá, sem tjóni hefir valdið í Eyjafirði, Vestmannaeyjum og víðar. Skorað var á ríkisstjórn- ina að staðfesta starfsreglur fyr- ir sauðfjárræktarfélög. Til til- raunaráðs Búnaðarfélagsins var því beint að framkvæmdar yrðu tilraunir með ræktun hörs og úr því skorið, hvort hör geti hér á landi náð þeim þroska, að unnt sé að nýta hann. — Stjórn Búnaðarfélagsins var falið að taka til rækilegrar athugunar á hvern hátt yrði leyst úr húsnæð- isþörf félagsins og hvort ekki mundi hagkvæmast að sam- eina undir einu þaki heimili og aðsetursstað félagslegrar starf- semi bændanna í höfuðstað landsins og samkomu og kynn- ingarstað alls sveitafólks, er til Reykjavíkur kemur. — Farið var fram á að veitt yrði fé úr ríkis- sjóði til ráðningaskrifstofu fyrir landbúnaðinn. Mörg fleiri merkileg mál voru til meðferðar og hlutu afgreiðslu á búnaðarþinginu, þótt þessara sé getið. Flestir búnaðarþingsfulltrúar halda heim til sín hina næstu daga. JÖRÐ í nágrenni Reykjavíkur til sölu nú þegar. — Upplýsingar hjá Jóni Hjartarsyni, Kárastíg 9. Sími 5186. Vinnið ötullega fyrir Tímann. Hver vHl framselja landið? (Framh. af 2. síðu) ísland, en ekki fyrir önnur lönd. Stúdentar frá enskum háskól- um hafa verið hér í rannsókn- um uppi á öræfum, í sambandi við nám sitt. Síðan hafa þeir gefið út skýrslu um leiðangra sína, eins og hefðu þeir unnið þrekvirki. Þetta er óviðkunnan- legt og á ekki að líðast fram- vegis. íslenzk stjórnarvöld eiga að hafa húsbóndarétt yfir rann- sóknum á íslandi og ráða birt- ingu á skýrslum, sem hér eru gerðar undir eftirliti innlendra manna. í amerískum blöðum var þess getið í haust, að skipshafnir af erlendum herskipum, sem gistu ísland í kurteisisskyni hefðu sýnt ónærgætni við íslenzku þjóðina með því að ganga fylktu liði með hornablæstri um götur höfuðstaðarins. Ég var staddur erlendis um þetta leyti og get ekki sagt um hvort saga hins ameríska blaðs hefir verið rétt. En það er skilyrðislaus kurteis- isskylda liðsmanna af herskip- um, sem fá landgönguleyfi í vinsamlegu landi, að hafa eng- an hernaðarblæ á framkomu sinni. Undir þeim kringumstæð- um eru liðsmennirnir gestir en ekki hermenn. Lögreglan í land- inu á að benda gestum landsins á þessa ótvíræðu kurteisis- skyldu, þegar tilefni er til. Engin stórþjóð hefir betri að- stöðu en einmitt Þjóðverjar að skilja aðstöðu smáþjóðar, sem vill vera frjáls. Sjálfir líta Þjóðverjar á sig eins og þjóð- flokk, sem starfar að frelsis- baráttu sundraðrar þjóðar. Fá dæmi úr veraldarsögunni sýna betur mátt þjóðernistilfinning- arinnar, heldur en þegar verka- mennirnir í Saarhéraðinu greiddu nálega allir atkvæði með að sameinast Þýzkalandi, þó að stjórnarfar landsins væri andstætt pólitískri stefnu þeirra. Við íslendingar skiljum og metum þessa sterku þjóð- ernistilfinningu. Hún gegnsýr- ir hugi íslendinga. Þess vegna er það vonlaust mál, að fá ís- lenzka menn til að taka sér í hönd útlend drápstæki til að vega að sinni eigin þjóð. Hið viðurkennda sjálfstæði landsins er ekki nema 20 ára, og nokkuð af frelsi þjóðarinnar er ófengið enn. íslendingar eru að læra að koma fram sem frjáls og sjálfstæð þjóð. Við höf- um mikið af þeirri náttúrlegu greind og manndómi, sem frjáls þjóð þarf að hafa. Hver íslend- ingur trúir því að hann sé per- sónulega jafnoki einstakra manna úr hinum stóru frænd- löndum, Englandi og Þýzka- landi. Við eigum að umgangast þessa stóru og sterku frændur eins og jafninga, þrátt fyrir mun í fólkstölu og herbúnaði. Við eigum í framkomu við þessa frændur og allar aðrar þjóðir að sýna i einu þá einföldu kurt- eisi í öllum skiptum, sem sæm- ir menntuðum og ágætum þjóð- um. En jafnframt þessari ein- földu kurteisi og þeirri gest- risni, sem fer svo vel íslend- ingum, eigum við að sýna i allri breytni og framkomu út á við, að ísland sé okkar land, að auð- lindir þess séu okkar eign. Að rannsókn íslands og gæða þess sé okkar verk, og að menn frá öðrum þjóðum vinni ekki að slíkum viðfangsefnum nema undir stjórn og handleiðslu ís- lenzkra manna. Ráðagerðir gáfaðra manna í blöðum stórþjóðanna um að hafnir og vötn íslands verði á komandi árum bækistöð er- lendra kafbáta og sprengivéla fyrir aðstoð íslenzkra manna, mun aldrei verða að veru- leika. ísíenzka þjóðin mun gæta fullkomins hlutleysis gagnvart öllum sínum prýðilegu nábúum, sem allt eru frændþjóðir, og þykist þess fullviss að engin af þessum þjóðum reyni að rjúfa grið á íslendingum. J. J. Fréttabréf til Tímans. Tímanum er mjög kærkomið að menn úti á landi skrifi blað- inu fréttabréf öðru hvoru, þar sem skilmerkilega er sagt frá ýmsum nýmælum, framförum og umbótum, einkum því er varðar atvinnulífið. Allar upp- lýsingar þurfa að vera sem fyllstar og gleggstar, svo að ó- kunnugir geti fyllilega áttað sig á atburðum, fyrirtækjum og staðháttum, sem lýst er. 282 Andreas Poltzer: Svo að hann kom oft til okkar og ég man eftir honum frá því að ég var barn. — Og svo gerðuð þér hann að sam- verkamanni yðar? Alice Rake kinkaði kolli. — Ég hefði varla getað hitt á aðstoð- armann, sem mér hentaði betur. Favert er fæddur sporhundur. Vitið þér til dæm- is, hverjir hafa leitað til hans um hjálp síðustu þrjá árin? Alice Rake nefndi nöfn frægra manna, sem komu mikið við opinber mál. — Herra minn trúr! sagði fulltrúinn. Þá verð ég að segja, að Favert hefir tekið sig á síðustu þrjú árin. Hann leit á úlfliðsúrið sitt og sagði: — Nú verð ég því miður að fara, ung- frú Alice. Gleymið því ekki, að upp frá þessum degi erum við vinir og samherj- ar .... — En þér verðið að lofa mér einu, herra Whinstone! Whinstone lét sem hann yrði forviða, þó að hann renndi grun í hvað það væri, sem hún óskaði, þessi dóttir Rake of- ursta, sem hafði farizt með svo sorglegu móti. — Og hvað er það, ungfrú Alice? — Ég verð að fá að vera ein um, að tortíma manninum, sem rak föður minn út í dauðann! sagði hún. Whinstone, sem sá hvernig eldurinn Patricia 283 brann úr augum ungu stúlkunnar, hugs- aði sem svo með sér, að hann vildi ó- gjarnan eiga hana að óvini. Hann rétti henni hendina og sagði: — Ég skal virða þá ósk yðar. * * * Gildaskálinn í Holborn, sem Whinstone kom inn í seint um kvöldið, var einkum samkomustaður blaðamanna. Whinstone kom undir eins auga á manninn, sem hann var að leita að. Victor Hurst, blaða- maður hjá „Express“, var nokkuð nær- sýnn, og þess vegna tók hann ekki eftir fulltrúanum fyrir sitt leyti. Hurst sat í hóp með mörgum öðrum, svo að Whinstone settist við annað borð skammt frá. Eftir dálitla stund stóð allur hópurinn upp og bjóst til brott- ferðar, nema Hurst og lagleg ung stúlka. Það var ekki laust við að þau dufluðu og stúlkan hló í sífellu, hvellt og gjallandi. Whinstone hafði ekki augun af þeim. Unga stúlkan tók eftir því og varð upp með sér af athyglinni, því að auðvitað datt henni ekki annað í hug, en að það væri hún, sem Whinstone væri að horfa á. Loks vakti hún athygli kunningja síns á Whinstone. Blaðamaðurinn pírði augunum. Síðan tók hann upp gleraugun sín og bar þau fyrir augun, eins og stangargleraugu. Og nú fyrst þekkti hann fulltrúann. Einkalíf listmálarans Afar skemmtileg gaman- mynd frá Metri-Goldwyn- Mayer, gerð samkvæmt leikriti Ferenec Molnar. — Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar MYRNA LOY og WILLIAM POWELL. nýja bíó stmjnvmmÞ Saga Borgar- ættarínnar Kvikmynd eftir sögu Gunnars Gunnarssonar, tekin á íslandi árið 1919 af Nordisk Films-Compani. Leikin af íslenzkum og dönskum leikurum. tihHtttTtlttttttttttlttltttttlttTTTTl.íTttttft Nvr diesel-landmótor 50—60 hestafla óskast til kaups á næsta vori. Tiiboð sendist Samband ísLsamvinnufélaga Crrímndansleiknr glímufélagsins Ármann verður í Iðnó laugardaginn 11. marz kl. 9,30 síðdegis Nýja bandið leikur. — Ljóskastarar. Aðgöngumiðar á afgreiðslu Álafoss frá föstudegi 10. febrúar og í Iðnó frá kl. 4 á laugardag. Lærið að synda! Sundnámskeið í Sundhöllinni hefjast að nýju mánud. 13. þ.m. Sundhöllin býður nú nemöndum sínum betri kjör en áður. Þátttakendur gefi sig fram á föstudag og laugardag kl. 9—11 f. h. og kl. 2—4 e. h. — Uppl. á sömu tímum í síma 4059. Umboðimeiin og aðalskrifstofan hafa opið til kl. 12 í kvöld. Happdrættið. Gula bandið er bezta og ódýrasta smjörlíkið. f foeildsöln hjá Samband f sl. samvinnufélaga Sfml 1080. ACCUMUL AT 0REN-F ABRIK, DR. TH. S0NNENCHEIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.