Tíminn - 11.03.1939, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.03.1939, Blaðsíða 2
120 TÍMBJIV, lawgardagiim 11. inarz 1939 30. blaS ^ímmn Lauyardaginn 11. marz Kúlu-Andersen og Héðinn Valdimarsson Sjónanníð útvcgsmanna Það hefir jafnan verið talið svo, að talsverður meirihluti út- vegsmanna væri í Sjálfstæðis- flokknum, eða styddu a. m. k. þann flokk í kosningum. Og víst er það, að svo að segja allir stórútgerðarmenn eru í þeim flokki. Þessir útvegsmenn hljóta að gera þær kröfur til síns eigin flokks, að hann sé á verði um hagsmunamál þeirra öðrum flokkum fremur eða a. m. k. eigi miður en aðrir flokkar. Að honum, öðrum flokkum fremur, sé treystandi til að taka sér fyrir hendur hverskonar for- göngu og leggja á sig hverskon- ar erfiði og fyrirhöfn til að koma málum útvegsins í höfn. Tíu af hinum' kjördæmakosnu þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins eru kosnir á þing í kjördæm- um, þar sem útgerð er mjög þýðingarmikill atvinnuvegur og sumstaðar aðalatvinnuvegur. Tveir af hinum landkjörnu þingmönnum eru líka komnir á þing fyrir atkvæðastuðning útvegsmanna í bæjum og sjáv- arþorpum. Núverandi formaður flokksins hefir verið meðeigandi og framkvæmdastjóri í stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Það væri því full ástæða til að ætla, að aðstaða útvegsmanna innan flokksins hlyti að vera mjög sterk og að hagsmunir þeirra ættu þar öruggt vígi, svo langt sem geta flokksins og möguleik- ar ná. Eins og nú standa sakir er útvegsmönnum það líka mjög mikilsvert að eiga sér pólitísk- an flokk, sem öruggur er í mál- um þeirra og farsæll í vinnu- brögðum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að heildar- afkoma útvegsins er nú mjög erfið og að fjöldi útgerðarfyrir- tækja er rekinn með tapi. Milli- þinganefnd í útgerðarmálum hefir einróma viðurkennt, að nauðsynlegt væri að veita út- veginum kjarabætur. Útgerðar- menn sjálfir hafa á fundum sínum samþykkt áskoranir til þings og stjórnar í sömu átt. Og allur þorri þeirra hefir fyrir augum alveg ákveðna leið, sem útvegsmennirnir telja rétt og eðlilegt að fara til að koma fram þessum kjarabótum fyrir útveginn. Það er náttúrlega tilgangslít- ið að deila um það, hvaða lands- málaflokkur eigi að hafa for- göngu um lausn þessa máls. Þegar um slíka þjóðarnauðsyn er að ræða, má það teljast öll- um flokkum jafn skylt. En ekki hefði það getað talizt óviðeig- andi, að einmitt sá flokkurinn, sem flestir útvegsmennirnir eru í, Sjálfstæðisflokkurinn, hefði beitt sér fyrir úrræðum og þá leitað samkomulags við aðra flokka um að afla þeim úrræð- um eða öðrum álíka góðum, nægilegs stuðnings til þess, aö tryggja lögfestingu þeirra og framkvæmd. En forgangan er þó eins og áður er sagt, ekki aðal- atriði. Þessa forgöngu hefir Framsóknarflokkurinn orðið að hafa til þess, að skriður kæmi á málið, og telur það vitanlega ekki annað en skyldu sina eins og á stendur, enda þótt viðhorf Framsóknarmanna víðsvegar um landið sé nokkuð misjafnt gagnvart þeirri leið, sem út- vegsmenn helzt vilja fara. Á- lyktun á nýafstöðnu Búnaðar- þingi sýnir, að bændastétt landsins sem heild beitir sér ekki sérstaklega fyrir breytingu á gengisskráningu íslenzkrar krónu, og fer það að vonum, því að hagsmunir bænda eru hér nokkuð misjafnir eftir lands- hlutum. En Búnaðarþingið lýsti þó yfir því fyrir hönd bænda- stéttarinnar, að það myndi fall- ast á þær ráðstafanir, sem nauð- synlegar kynnu að teljast vegna atvinnulífsins í heild til sjávar og sveita. Er slíkt vel mælt og hófsamlega. Það sem frá sjónarmiði út- vegsmannanna, eða meginhluta þeirra, eins og nú er komið, er aðalatriði, er því að geta í flokki sínum, Sjálfstæðisflokknum, , (Framh. af 1. síðu) sagnar um gesti þessa. Hún óskaði þessvegna eftir að einn þingmaður úr hverjum þing- flokki ætti viðræður um málm- námið við þessa menn. Ásgeir Ásgeirsson, Ólafur Thors og ég urðum fyrir valinu. Þar sem við tókum móti gestum þessum fyrir hönd þingflokkanna, lét- um við þá koma til móts við okkur í þinghúsið. Á sama tíma var í þinghúsinu annar fundur, þar sem ég átti að mæta í sýn- ingarráðinu vegna þátttöku ís- lendinga í New York sýning- unni. Ég hugsaði mér að sjá fyrst hina nýstárlegu gesti og síðan að koma á hinn fundinn. IV. Komumenn höfðu með sér tvo aðstoðarmenn: málfærslumann héðan úr bænum og aðalverð- bréfakaupmann b æ j a r i n s, Sturlu Jónsson. Ekki lagði hann mikið til málanna, en settist í djúpan afastól úti í horni og leit út eins og Rockefeller á tí- ræðisaldri. Við buðum barónin- um með hið virkilega Balkan- útlit sæti í þægilegum legubekk, og Englendingnum við hlið hans Baróninn virtist, eftir nafnspjaldi hans að dæma, hafa tekið að sér að vera einhvers- konar trúnaðarmaður í Evrópu fyrir lýðveldið Honduras í Mið- Ameríku. Mun honum, sem von var, hafa þótt sá trúnaður ekki óheppilegur fyrir mann er vildi forvitnast um fjármál íslend- inga. Englendingurinn tók nú fyrst til máls, og lýsti lauslega námu- fyrirætlunum sínum á Vestur- landi. Taldi hann sig þurfa að senda vísindamenn þangað til að endurskoða verk Steins Em- ilssonar að einhverju leyti. Það myndi kosta allmikla fjárhæð, og það fé vildi baróninn ó- gjarnan leggja fram nema stjórnin hefði staðfest samning- inn um undanþágu frá útsvari, eigna- og tekjuskatti. Við bentum honum á, að þessa und- ar-þágu gæti Alþingi eitt, en ekki stjórnin, veitt, ef til þeirra úrræða ætti að grípa. Englend- ingurinn taldi þá félaga hafa miklu víðtækari ráðagerðir. Þeir vildu leita að dýrum efnum til vinnslu á Reykjanesi, fyrir norðan og austan, í byggðum og óbyggðum. Þeir hugsuðu sér auðsjáanlega að láta sína móð- urlegu hönd ná til alls íslands og allra íslendinga. lagt til öruggan aðila í sam- starfi því, sem óhjákvæmilegt er til að koma kjarabótum fram og gera þær framkvæmanlegar. Og eins og nú er komið, á það að vera mjög svo auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að veita út- vegsmönnunum þessa liðsemd. Hann á þess nú kost, ekki ein- ungis að styðja með þingfylgi þá leiðina, sem útvegsmenn- irnir flestir myndu kjósa, held- ur einnig að fara með fram- kvæmd málefna sjávarútvegsins í ríkisstjórninni, meðan kjara- bæturnar eru að koma til fram- kvæmda. Það er ekki svo, að verið sé að heimta af Sjálfstæð- ismönnum að greiða atkvæði með lögum, sem þeir kynnu að vera hræddir um, að aðrir flokk- af gætu spillt í framkvæmd- inni. Síður en svo. Sjálfstæðis- flokknum er beinlínis boðið að fara sjálfur með framkvæmd þessara mála og styðja hana með ráðum og dáð eftir því, sem hann hefir vilja og getu til. Vera má, að sumum mönnum í Sjálfstæðisflokknum þyki þó ljóður á þessu ráði. Ef þeir taka að sér framkvæmdina, sem þátttakendur í ríkisstjórn eða yfirlýstir stuðningsmenn stjórn- ar, bera þeir auðvitað ábyrgð á framkvæmdinni, þó ekki einir heldur ásamt öðrum flokkum, sem að stjórninni stæðu. Og í sumum tilfellum getur það sjálfsagt verið dálítið óþægi- legt að taka á sig þessa ábyrgð. Því að þótt, útvegsmenn verði ánægðir, má eflaust benda á ýmsa aðra, sem ekki uni að sama skapi vel sínum hlut. Óánægja þeirra hlyti að bitna að ein- hverju leyti á þessum flokkum, sem að framkvæmdinni standa, og þeir yrðu að gera sitt til að draga úr slíkri óánægju og af- leiðingum hennar. En þetta er ekki annað en það, sem sérhver ráðandi stjórnmálaflokkur verður að þola á hverjum tíma. Þess eru tæpast dæmi, að stór- mál sé framkvæmt án þess, að einhverjir verði óánægðir, stundum heilar stéttir manna. Stjórnmálaflokkar geta því yf- irleitt ekki reiknað með því, að koma fram mikilsverðum á- hugamálum án þess að taka á sig ábyrgðina og þær óvinsældir, sem henni kunna að fylgja hjá einhverjum hluta þjóðarinnar. En ef Framsóknarflokkurinn, sem aðallega hefir fylgi sitt ut- an sjávarsíðunnar, er reiðubú- inn til að taka á sig sinn hluta af þessari ábyrgð — hversvegna ætti þá Sj álfstæðisflokkurinn, f 1 o k k u r útvegsmannanna sjálfra, ekki að vilja gera það? Þannig spyrja útvegsmennirn- ir. Og það er von, að þeir spyrji svo. Ragnar Ólafsson: Rausnarlegt tilboð í grein þessari lýsir Ragnar Ólafsson lögfræðingur, sem nú dvelur í Amerfku, starf- semi félagsins „The American -Scandinavian Foundation" og þýðingu þess fyrir ísland. Maður að nafni Carl Lorent- zen, danskur að uppruna, pró- fessor við New York háskólann, hreyfði því, árið 1907, að þörf væri á aukinni kynningu milli Bandaríkja Norður-Ameríku og Norðurlanda-þjóðanna. Máli var var vel tekið. 1908 heimsóttu forsetar Columbia háskólans og New York háskólans háskóla Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar og héldu þar fyrirlestra. í kjöl- far þeirra fylgdu fljótlega pró- fessorar frá Norðurlanda há- skólunum til fyrirlestraferða í Bandaríkjunum. 1908 var enn- fremur stofnað félag í New York til að vinna að nánari kynnum milli Skandinavíu og Banda- ríkjanna og til að halda uppi sambandi milli Skandinava bú- settra í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Stofnendurnir voru flestir af skandinaviskum ætt- um. En auk þeirra voru nokkrir aðrir Ameríkubúar, sem áhuga höfðu fyrir menningu Norður- landa. Einn af stofnendum félagsins var danskur maður að nafni Niels Poulsen, forstjóri stórs iðnaðarfyrirtækis í New York og vellauðugur maður. Hann gaf félaginu árið 1910 hundrað þús- und dollara. Eftir það var fé- lagið kallað „The American- Scandinavian Foundation“. — Vexti af þessari upphæð skyldi nota til að greiða kostnað af stúdentaskiptum, fyrst og fremst til verkfræðistúdenta, milli Bandaríkjanna og Norður- landa. Poulsen dó 1911. í erfða- skrá sinni hafði hann enn á- nafnað „The American-Skan- dinavian Foundatíon“ um 500, 000 dollara. Þessar gjafir eru undirstaðan að því fé, sem fé- lagið hefir yfir að ráða, þó að aðrir hafi seinna b.ætt þar við. Árið 1912 var ungur amerísk- ur norrænufræðingur, Mr. Henry Goddard Leach ráðinn forstjóri fyrir félagið. Hann hef- ir lengst af síðan annaðhvort verið forstjóri eða formaður þess. Mr. Leach hefir unnið fé- laginu mikið gagn bæði með starfi sínu og með ríflegum fjárframlögum, því að hann er vel auðugur maður. Að undirlagi Mr. Leach voru stofnuð sjálfstæð félög í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, til að vinna að aukinni kynningu milli Norðurlanda og Bandaríkjanna á sviði vísinda, mennta og verk- legra framkvæmda. Þessi félög vinna í samvinnu við „The Ame- Baróninn og Sturla kaupmað- ur hlýddu þegjandi á þessa byrjun að samtali. Og eftir að þessum inngangi var lokið, snéri Englendingurinn sér skyndilega frá hinum stóru ráðagerðum um námuvinnsluna að fjármál- um íslendinga. Hann sagðist vita að ísland vantaði fé, og þeir félagar væru líklegir til að geta útvegað það. Síðan byrjaði hann að telja upp skuldir lands- ins á ýmsum stöðum, bæði samningsbundnar og lausar, „frosnar" innstæður erlendra manna á íslandi o. s. frv. Hann var svo að segja með hitaveit- una í hálsinum, þegar ég greip fram í og óskaði að ræðumaður héldi sér við námuvinnsluna, með því að það væri eina mál- efnið, sem við þremenningarnir hefðum umboð til að tala um við þá félaga. En Englendingn- um þótti meira máli skipta að tala um hin miklu og góðu lán, sem ísland þyrfti að fá, fremur en námuna. Ég lét í ljós þá skoð- un, að allt umtal um lántökur væri okkur óviðkomandi, og þó að við íslendingar værum lítil þjóð, þá myndum við ekki taka á móti umræðum um fjármál okkar frá erlendum mönnum, sem væru þeim með öllu óvið- komandi. Ólafur Thors og Ás- geir Ásgeirsson komu nú inn í umræðurnar og héldu þeim á- fram með glöggum rökum á ís- lenzka grundvellinum. — Ég kvaddi miljónamæringinn með afsökun um að ég þyrfti á ann- an fund og áliti verkefni mínu lokið með þeim. Þegar ég var farinn lét baróninn, sem auk þess var trúnaðarmaður fyrir Honduras, falla nokkur óá- nægjuorð um framkomu mína, og gat þess að hann ætti allt annað skilið því hann ætti góða vini að í fésýslustofnunum í Ameríku. Ásgeir og Ólafur ræddu síðan námumálið nokkuð itar- lega og slitu síðan fundi. Stjóm- In tjáði þessum mönnum að hún hefði ekki leyfi til að semja um undanþágu frá sköttum, og staðfesti ekki samninginn um námuréttindin. Fóru hinir ný- stárlegu gestir nú úr landi, en skyldu eftir mál sitt í höndum Sturlu kaupmanns og banda- manna hans. Engin eftirmál urðu að svo stöddu um þessi mál nema að Héðinn Valdimarsson lét í ljósi mikla gremju við rík- isstjórnina fyrir að hafa ekki mátt „vera með“ vegna komm- únista. Byrjaði hann og Einar Olgeirsson að senda mér skeyti í málgögnum kommúnista, og töldu mig hafa átt þátt i að fæla þessa velgerðamenn landsins burtu frá sínu eðlilega verkefni. En allir, sem höfðu kynnzt Balk- an-baróninum, höfðu allt aðra skoðun á ferðalagi þessara manna heldur en kommúnistar hér, sem mest geipuðu um för þeirra. V. En varla hafði liðið nema hálfur mánuður þegar frétt kom aftur um að hinn róman- tíski Balkan-barón myndi enn eftir íslandi. Hafði Sturla kaup- maður fengið bréf frá hinum enska aðstoðarmanni. Munu kommúnistar þegar í stað hafa fengið afrit af því, og létu nú mikið yfir sinni aðstöðu. Barst til þingmanna vitneskja um efni bréfsins, áður en Héðinn Valdi- marsson gerði það að sínum per- sónulega boðskap. Bréfið byrj- aði með hlýrri kveðju: „Elsku Sturla“. Næst tjáði bréfritarinn að konan væri eins og venjulega við góða heilsu, en Jónsi litli hefði haft kvef nokkra daga. Síðan lýsti vinur Sturlu yfir að hann hefði í hyggju að koma snarlega aftur til íslands og bjóða þjóðinni 60 miljónir kr. til eignar og afnota. En nú var náma Steins Emilssonar ekki lengur með í ráðagerðinni. „Elsku Sturla“ sá að í öllu þinginu átti baróninn engan betri vin en Héðinn Valdimars- son og kommúnista. Hann snéri sér til þeirra og lét þá hafa bréf- ið góða sem kjölfestu í þá sigl- ingu, sem kommúnistar ætluðu nú að hefja með Balkan-barón- inum. Héðinn Valdimarsson á ekki mjög mikið af hugmyndum, en þarf meira með til að fleyta sinni þungfæru persónu. Honum þótti sér hafa verið stórlega misboðið með að vera ekki „tek- inn með“, þegar baróninn kom. Hugmyndir hans og barónsins voru að ýmsu leyti nátengdar. Páll Torfason hafði verið hjálp- arkokkur Kúlu-Andersen 1921 og fengið nokkuð af þeim 100 þús. kr., sem lántakan kostaði opinberlega. Héðinn fann að auður stóll gat beðið hans við hlið barónsins við hina væntan- legu lántöku. Hann fann svo mikla nauðsyn til að auglýsa fylgi sitt Við málefnið fyrir öll- um landslýð, að hann lét gera af sér ljósmynd, sem náði yfir mikinn hlut af síðu í blöðum kommúnista. Og til skýringar þessari mynd lét Héðinn fylgja ýtarlega grein, þar sem hann flutti í eigin nafni hugmyndir Gyðingsins, sem komið hafði sunnan frá Balkanlöndum með vitneskjuna um trúnað sinn fyrir Honduras og peningavonir handa íslendingum. Héðinn Valdimarsson flutti nú sem sinn boðskap kenning- una um að taka í einu 60 milj- ónir að láni, borga gamlar skuldir og „innifrosnar" inn- stæður. Nota síðan afganginn til að byggja togaraflota, hitaveitu o. fl. handa höfuðstaðnum. Æði margir menn voru búnir að frétta um aðdraganda þessa máls, gremju kommúnista yfir að „vera ekki með“, bréfið til Sturlu, um kvef Jónsa og tilboð rican-Scandinavian Founda- tion“. Tilgangi sínum reyna þau aðallega að ná með stúdenta- skiptum. Félögin skipta með sér verkum. Ameríska félagið styrk- ir ameríska stúdenta og menntamenn til náms eða kynningarferða á Norðurlönd- um og vinnur að því að kynna skandinaviska menningu í Ame- ríku. En Norðurlanda félögin styrkja námsmenn hvert frá sínu landi til dvalar í Ameríku og vinna á annan hátt að því að kynna ameríska menningu á Norðurlöndum. Norðurlanda félögin afla sér tekna með frjálsum framlögum frá verzlunar- og iðnfyrirtækj - um, sem skipta við Ameríku, og með framlögum frá áhuga- mönnum. Þannig hefir sænska félagið tryggt rúmlega tíu námsstyrki árlega, hvern að upphæð 1000 dollara, danska félagið að eins færri og norska félagið fjóra eða fimm. Ameríska félagið veitir árlega nokkrum stúdentum styrk til náms á Norðurlöndum. Það leggur einnig fram mikla vinnu til að greiða götu norrænna menntamanna í Ameríku, bæði þeirra, sem eru við nám, og fyrirlesara og annarra, sem eru um skemmri tíma. í New York starfrækir það norrænt bóka- safn. Það gefur út vandað tíma- rit, „The American-Scandinav- ian Rewiew“, sem kemur út árs- fjórðungslega. í tímaritinu eru birtar valdar greinar um nor- ræn efni. Hafa öðru hvoru birzt í því greinar um ísland. Hanna Astrup Larsen, kona af norsk- um ætum, hefir verið ritstjóri tímaritsins um mörg undanfar- in ár. Auk þessa hefir félagið með höndum útgáfu skandinav- iskra bóka. Af íslenzkum bók- um, sem félagið hefir gefið út, má nefna: Enskar þýðingar af Eddunum báðum, Völsungasögu, nokkrum íslendingasögum, þýð- ingu á Fjalla-Eyvindi, Bóndan- um á Hrauni og fleiru. Síðast- liðið ár lét félagið þýða og gaf út bók prófessors Hjalmars Lindroths: „Island Motsaternas Ö“. Hefir sú bók selst vel. Það er gaman að geta þess, að sú bók, sem mest hefir selst af, af öllum bókum, sem félagið hefir gefið út, er Sæmundar Edda. Til að kynna skandinaviska list, hefir félagið öðru hvoru gengizt fyrir norrænum listsýningum. víðs- vegar um Ameríku. Eins og áður er getið, hefir ameríska félagið gefið út þýð- ingar á nokkrum íslenzkum bókum. Það hefir og birt grein- ar um ísland og íslenzka menn- ingu í tímariti sínu. Ennfrem- ur hefir það greitt götu nokk- urra íslenzkra mennta- og lista- manna, sem heimsótt hafa Ameríku. Það átti t. d. þátt í því, að Philadelphia fékk Einar Jónsson til að gera myndastyttu af Þorfinni Karlsefni. Sigurður Nordal kynntist og félaginu vet- urinn sem hann dvaldi í Ame- ríku. En sökum þess, að ekki hefir verið stofnað íslenzkt- amerískt félag, sem vinunr í samvinnu við „The American- Scandinavian Foundation", hef- ir ísland ekki notið góðs af stúdentaskiptum milli land- um miljónirnar. Öllum, sem lásu skrifin í kommúnistablöðun- um, varð endanlega ljóst, hver er ástæðan til að Héðinn Valdi- marsson er búinn að koma höfðinu undir sig í íslenzkri pólitík, svo sem raun ber vitni um. Hann er nægilega grunn- fær til að láta leika með sig eins og virkilegan Grænlend- ing, og það í þeim efnum, sem hann hefir varið mörgum ár- um til að nema. VI. Fyrir fáum dögum kemur skip að landi og með því aftur félagi Balkan-barónsins. Hafði hann með sér nýjan hjálparmann, en baróninn sjálfur bar við veik- indum, að hann gæti ekki kom- ið aftur. Létu kommúnistar svo um mælt, að hann hefði á þing- hússfundinum ekki mætt hjá fulltrúum þingflokkanna því barnslega trúnaðartrausti, sem hæfði í sambúð við svo tiginn mann, og þótti félögum Einars Olgeirssonar mein að burtveru hans. Vinur Sturlu kaupmanns virt- ist nú hafa gleymt með öllu málmnámunum fyrir vestan og minntist ekki á þær við neinn ráðamann. En í hinni fyrri ferð höfðu þær verið hið yfirlýsta aðalerindi. Hann heimsótti ekki ræðismann Breta, og mátti þó telja eðlilegt að þaðan fengi hann kynningarbréf sér til framdráttar. Ekki reyndi hann heldur að ná tali af stjórn Landsbankans, og mátti hann þó vel vita, að í 20 ár hefir einn af bankastjórunum verið ráðu- nautur allra ríkisstjórna um fjármálaefni landsins út á við. í stað þess leitar hann beint og umbúðalaust upp í stjórnarráð, og ber drauma kommúnista- blaðanna þar fram í sínu eigin nafni. í sjálfu sér var vafasamt hvort ríkisstjórnin gat tekið svo óundirbúinni heimsókn af svo umboðslausum gestum, og vænt- anlega verða slíkar heimsóknir frá hálfu þvílíkra manna tor- sóttari hér eftir. En með sam- böndum þeim, sem barónsfjöl- skyldan hafði við kommúnista og nokkra Sjálfstæðismenn í bænum, var búið að þyrla upp svo miklu moldviðri um pen- ingaaðstöðu þessara manna, að stjórninni myndi hafa verið legið mjög á hálsi af mörgum grunnfærum mönnum, ef hún hefði ekki gefið þessum gestum fullkomið tækifæri til að opna hin kærleiksríku hjörtu og til- kynna ríkisstjórninni hvernig ætti að haga afhendingu hins mikla fjármagns, sem átti að endurfæða íslenzku þjóðina. Ríkisstjórnin tók þessvegna á móti barónsfólkinu með sömu alvöru og Sturla kaupmaður og málpípur kommúnista hefðu (Framh. á 3. síðu) anna, sem þó er aðalverkefni félagsins. Nú hefir Mr. Leach, forseti amerlska félagsins, boðist til að ábyrgjast 1000 dollara náms- styrk á ári í fimm ár fyrir ame- ríska menntamenn til náms á íslandi. Tilboðið er gert með þvi skilyrði, að á íslandi verði stofn- að íslenzkt-amerískt félag, sem geti lagt fram jafn háa upp- hæð til að styrkja íslenzka menn til náms i Bandaríkjunum. Til að greiða fyrir yfirfærslum væri hægt að komast að samningum um að íslenzka félagið mætti á- vísa styrkgreiðslum til íslenzkra námsmanna á ameríska félagið gegn því, að það mætti ávísa sínum styrkgreiðslum á íslenzka félagið. Myndi þá hvort um sig greiða í mynt síns lands. Far- gjald yrði þó allt af að greiða í amerískri mynt. Ef við viljum sinna þessu til- boði, þarf fyrst og fremst að stofna íslenzkt-amerískt félag. Þyrfti helzt að gera það í sam- ráði við menntamálaráðuneytið og háskólann. Næst væri að út- vega fé. Mætti athuga, hvort háskólinn ræður yfir sjóöum, sem gætu lagt fram fé í þessum tilgangi. Einnig er líklegt að Al- þingi vildi styrkja eitthvað. Jafnframt þarf að fara fram á, að verzlunarfyrirtæki, sem skipta við Ameríku leggi fram eitthvað af mörkum. Áhuga- menn yrðu að sjálfsögðu að annast um framkvæmdina. Fé- lagsmenn í félagi Vestur-ís- lendinga og aðrir, sem heimsótt hafa Ameriku, myndu að von-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.