Tíminn - 25.03.1939, Qupperneq 1

Tíminn - 25.03.1939, Qupperneq 1
RITSTJÓRAR: GÍSLI GUÐMUNDSSON (ábm.) ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. FORMAÐUR BLAÐSTJÓRNAR: JÓNAS JÓNSSON. ÚTGEFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. 23. árg. Reykjavík, lau^urria^'inn • * ■ 25. marz 1939 Athyglisverð nýjung Framleíðsla hafín á fískímjölí tíl manneldis Enska flotastjórnin hefir seinustu mánuði látið smíða allmarga mótor- báta, sem eru hraðskreiðari en nokkur skip önnur, og munu þeir œtlaðir til óvœntra skyndiárása. Er talið að stœrri herskipin geti jafnvel átt erfitt að verja sig gegn þeim, því erfitt sé að hœfa þá vegna hraðans. Hér á myndinni sjást nokkrir þeirra í mynni Thamesfljótsins. Guðm. Jónsson verkfræð- ingur hefir um langt skeið unnið að tilraunum með framleiðslu fiskimjöls til mannelöis. Hafa þessar til- raunir gefizt vel og er nú hafin vinnsla slíks fiski- mjöls í stórum stíl. Kemur hið nýja fiskimjöl í fyrsta skipti á markaðinn hér í Reykjavík í dag. Á síðastliðnu ári var stofnað hlutafélag til þess að hrinda fiskimjölsframleiðslunni í fram- kvæmd. Hefir það komið sér upp verksmiðju með nauðsynlegum tækjum í Skjaldborg við Skúla- götu og hefir til þess notið 7500 króna fjárstyrks frá Fiskimála- nefnd, auk nokkurs lánsfjár úr Fiskiveiðasjóði. Stofnhlutafé fé- lagsins er um 40 þús. krónur og má auka það upp í 100 þúsund krónur. Fiskimjöl þetta er unnið úr slægðum og hreinsuðum, nýjum bátafiski. Fer vinnslan þannig fram, að fyrst er fiskurinn sax- aður sundur, gufuþurkaður við lágan hita og fínmalaður. Að lokum er mjölið látið í pakka er taka hálft kílógramm af mjöl- inu. Alls getur verksmiðjan unn- ið úr fimm smálestum af fiski á Bírger Ruud Norski skíðakappinn, Birger Ruud, sem kom hingað með Lyru á þriðjudaginn, er 28 ára gamall. Hann er ættaður frá Kongsberg, en þaðan eru margir beztu skíðakappar Norðmanna. Hann hefir stundað skíðaíþróttir síð- an hann var á barnsaldri og vann fyrsta verðlaunapening sinn sjö ára gamall. Árið 1930 sigraði hann i skíðastökki á Holmenkollen, þá 18 ára gamall, og ári síðar vann hann sigur í skíðastökki á alþjóðamóti, sem háð var í Þýzkalandi. Síðan hef- ir hann margsinnis borið sigur úr býtum á alþjóðamótum og á vetrarolympíuleikjunum í Þýzkalandi árið 1936 varð hann hlutskarpastur í skíðastökki. í fylgd með skíðakappanum er kona hans, Magda Ruud. Dvelja þau bæði í skíðaskálanum að Hveradölum þessa dagana, en munu halda heimleiðis á mánu- daginn kemur með Dronning Alexandrine. dag. Mjölið, sem verksmiðjan framleiðir er þrennskonar, og er ein tegundin einkum ætluð í súpur, önnur í buff, bollur, búð- inga o. s. frv., en hina þriðju má nota í hvorttveggja. Alls má matreiða 40—50 rétti úr þessu nýja fiskimjöli og hefir leiðar- vísir, sem húsmæður geta fengið í matvörubúðunum næstu daga, verið prentaður. Úr hverjum pakka er talið að fáist fiskimjöl í súpu á 16—20 diska. Verksmiðjan hefir þegar sent talsvert af fiskimjöli á erlendan markað, meðal annars til fjar- lægra landa, svo sem Indlands, Gyðingalands og Suður-Amer- íku. Vitneskja um hvernig fiski- mjölið hefir líkað, er enn ókom- in frá þessum löndum, en í ná- grannalöndunum hefir það fengið góða dóma. Fiskimjöl þetta hefir svipaða eiginleika og annað mjöl, að það getur geymzt í langan tíma án þess að spillast. Og með þessum hætti er gert kleift að selja vöru, sem jafngildir nýjum fiski á þeim mörkuðum, sem annars væri ógerlegt að ná til, og ætti því þessi vinnsla, ef vel tekst til, að rýmka til muna fiskmarkað íslendinga. Endurbætur á námulögunum. Þingið hefir samþykkt bráða- birgðalög, sem ríkisstjórnin gaf út síðastliðið haust, um breyt- ingu á námulögum. Er hún þess efnis, að óheimilt sé að selja eða leigja námuréttindi í land- areignum kaupstaða, hreppsfé- laga eða annarra opinberra sjóða, án samþykkis rikisstjórn- arinnar. Þessi regla mun áður hafa gilt um landareignir ein- staklinga. Eru lög þessi sett til að koma í veg fyrir, að útlendingar geti náð undir sig námuréttindum hér á landi, án þess að þau mál séu athuguð gaumgæfilega áður og tryggt að slíkir samningar geti ekki orðið til tjóns. Afráðið mun, að í vor verði hafizt handa um byggingu Hallgrímskírkju að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Er fyrirhugað að byggingunni verði lokið & þrem árum og verður grunnurinn gerður í ár. Eigi er enn endanlega ráðið, hvort hin nýja bygging verður reist þar sem nú stendur gamla kirkj- an„ eða spölkorn ofar á hól í túninu í Saurbæ. Verður það ákveðið nú á næstunni. Myndi það hafa í för með sér töluverða röskun á kirkjugarðinum og leiðum í honum, ef nýja kirkjan yrði reist á sama stað og sú gamla. Kirkjan verður byggð samkvæmt teikningu Guðjóns Samúelssonar pró- fessors. Fjárupphæð sú, er Hallgríms- kirkjunefnd hefir yfir að ráða, til byggingar Hallgrímskirkju í Saurbæ, mun nú nema sem næst 100 þúsund kr., og auk þess líklegt, að kirkjunni safn- ist talsvert fé umfram venju í gjöfum og áheitum, þegar framkvæmdir hefj- ast. Ætti það fé samanlagt að nægja tíl kirkjubyggingarinnar. r r r Siðastliðna viku hafa Árni Pálsson verkfræðingur og Árni Snævarr unnið að því að gera fullnaðarmælingar á Andakílsárfossum hjá Syðstu-Fossum í Borgarfirði. Á þessum mælingum á að byggja endanlega áætlun um kostn- að við virkjun fossanna fyrir Akranes- og Borgarneskauptún og nærliggjandi héruð sunnan og norðan Skarðsheið- ar, eftir því, sem við verður komið. Staðhættir til virkjunar virðast að Samyinnubyggð í Ölfiusi Frv. irá fjórum þing- mönnum Framsóknar- flokksins Fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins í neðri deild, Stein- grímur Steinþórsson, Sveinbjörn Högnason, Pálmi Hannesson og Helgi Jónasson flytja eftirfar- andi frumvarp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka eignar- námi land vestan og sunnan Ingólfsfjalls í Ölfusi til að reisa nýbýli: „Ríkisstjórninni veitist heim- ild til að láta eignarnám fara fram á landi vestan og sunnan Ingólfsfjalls til að reisa þar ný- býli. Land skal tekið eftir því, sem nýbýlastjórn ríkisins telur með þurfa til að þar rísi sam- vinnubyggð með tímanum. Þó skal sjá svo til, að jarðir þær, sem þarna eiga lönd nú, séu eigi skertar svo, að á þeim -verði ekki rekinn lífvænlegur búrekstur vegna landskorts. Eignarnámið skal framkvæmt samkvæmt fyrirmælum laga um framkvæmd eignarnáms, nr. 61 frá 14. nóv. 1937.“ í greinargerð frv. segir: „Land það, sem hér um ræðir, er að flestra dómi mjög vel fall- ið til ræktunar, bæði vegna legu sinnar og annara staðhátta. Auk þess liggur það svo nærri Reykjavík, að auðvelt ætti að vera að nota þar atvinnubóta- vinnu til undirbúnings ræktun- arinnar og við að koma býlum þar upp. í nýbýlalögunum er gert ráð fyrir, að reistar verði samvinnubyggðir, þar sem stað- hættir eru góðir til þess. Virðist land það, sem hér umræðir, hafa flesta slíka kosti til að bera, og má vænta þess, að menn fýsi að setjast þar að, eins og land þetta er í sveit sett. Munu margir, sem farið hafa um þjóðveginn þarna, hafa haft orð á því, að óvíða væri jafn girnilega landspildu að sjá af óræktuðu landi, til að nema með ræktun og nýjum bændabýlum. Hinsvegar er það sjálfsagt, að taka tillit til landsþarfa býla þeirra, sem þarna eru fyrir, eft- ir því sem unnt er, án þess að tjón yrði að fyrir hina nýju byggð, sem þarna yrði reist.“ mörgu leyti góðir við Andakílsárfossa, stutt og auðvelt að leiða vatnið til þess að fá góða fallhæð og tiltölulega hægt um vik að mynda stórt, vatns- mikið uppistöðulón. Nær tuttugu ár eru síðan fyrst var í alvöru tekið að ræða og gera athuganir um hvort eigi væri tiltækilegt að virkja fossa þessa og veita þaðan raforku um þéttbýlustu byggðarlögin í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum. r r r Þorsteinn Helgason í Stóra Holti, skrifar í áframhaldi af því, sem birt- ist í Tímanum. á fimmtudaginn: Sunn- anveðrátta er stundum misbrestasöm hér í Fljótum, og var sumarið 1926 það versta, sem ég man eftir, síðan ég flutti í byggðarlagið. Var hey þurrkað aðeins tvisvar á sumrinu, um miðjan ágúst og vikuna fyrir fyrstu réttir. Síðan hafa óþurrkasumur að ráði verið 1934, 1935 og 1937. Hafa stundum snjó- þyngslavetur fylgt óþurrkasumrunum, t. d. 1935—36. Urðu þá margir að kaupa fóðurbæti og sumir bændur ráku fé sitt til sjávar um vorið, sem var gott, Urðu fénaðarhöld góð, og má það að nokkru þakka fóðurbætinum og að nokkru því, að þann vetur tóku bænd- ur að nota ormalyf handa fénu, svo að heilsufar þess varð betra. Síðast- liöið sumar var mjög kalt frá því vika var af sumri og fram í miðjan júlí. Var grasspretta lítil, einkum á mýrar- landi. Heyskapur byrjaði seint, en hey- skapartíð varð farsæl og gerði aldrei Eínkennileg Seinustu mánuðina hefir framkoma rússnesku stjórnar- innar í utanríkismálum verið með þeim hætti, að sýnilegt þyk- ir, að henni sé ekki fullkomlega ljóst, hver afstaða hennar eigi að vera, en vilji hinsvegar sýn- ast djörf og einbeitt í augúm erlendra aðdáenda sinna. Utan Rússlands deila kom- múnistar mjög harðlega á und- anlátssemi við einræðisríkin. Þeim varð það þess vegna mikið fagnaðarefni, þegar Rússland sleit nýlega stjórnmálasam- bandinu við Ungverjaland. Hafði Ungverjaland gerst aðili í sáttmálanum gegn kommún- isma, sem Þýzkaland, ítalia og Japan höfðu áður undirritað. Þessi einarða framkoma So- vet-Rússlands, sögðu kommún- istar, ætti að vera lærdómsrík fyrir lýðræðisríkin. Svona á að setja hnefann í borðið eins og Sovét-Rússland hefir gert við Ungverj aland. úrfelli né hvassviðri, sem heyjum spillti, og urðu hey því í meðallagi að gæðum og vöxtum. Þegar leið á haust- ið, voru úrkomur tíðar, krapahríðar eða rigning næstum daglega og urðu sumstaðar skemmdir á heyjum. í lok októbermánaðar gerði skyndilega hvassviðrishríð af norðvestri. Lá þá sauðfé úti og fennti nokkrar kindur á sumum bæjum, en fundust þó flest- ar. Hefir það eigi hent á annan ára- tug, að fé hafi fennt hér. Fé og hestar voru teknir á gjöf mánuð af vetri og hefir ekki veriö hægt að beita síðan, vegna snjólaga og áfreða, og tíð oftast umhleypingasöm. r r r Af Akranesi hefir elgi verið róið til fiskjar nú um hríð og hefir valdið bæði gæftaleysi og aflabrestur. í gær reru þó bátar, en öfluðu lítið. Kenna menn helzt loðnugöngu um aflabrest- inn, en samt er einnig treg netaveiði. r r r Síðastliðið sumar ferðaðist hér um land svissneskur listmálari, frú Mari- ell Wehrli, og málaði myndir á ýmsum fegurstu stöðum á landinu, t. d. í Borg- arfirði, við Mývatn, í Dimmuborgum, og einnig á Vestfjörðum. Frúin kom heim til sín í októbermánuð'i og hefir síðan unnið að íslandsmyndum sínum. Hinn 15. febrúar opnaði hún sýningu á íslandsmálverkum sínum í Miinchen í Þýzkalandi. Að þessari sýningu lok- inni, hafði henni verið boðið að halda (Framh. á 4. síðu) framkoma En þessi gleðilæti þeirra hættu fljótlega. Nokkrum dög- um seinna var tilkynnt, að und- irritaður hefði verið nýr við- skiptasamningur milli Rúss- lands og Ítalíu. Samkvæmt hon- um áttu viðskipti milli þessara landa að aukast verulega. Um líkt leyti var byrjað á viðræðum um nýjan verzlunarsamning milli Rússlands og Þýzkalands. Hefði verið rétt að slíta öllu sambandi við Ungverjaland fyr- ir þátttöku í bandalagi gegn kommúnisma, var ekki síður rétt að beita sömu hörku gegn Ítalíu og Þýzkalandi, sem jafn- framt voru á þesum augnablik- um að hjálpa Franco til endan- legs sigurs á Spáni. En Ung- verjaland var smáríki, hin löndin stórveldi. Undirdátarnir utan Rússlands þurftu eitthvert tilefni til að geta hælt hinum miklu foringjum sínum. Þess vegna var Ungverjum sýndur hnefinn. En leikurinn náði ekki tilætluðum árangri, þegar jafn- framt var setzt að samninga- (Framh. á 4. siðu) Danski íhaldsflokkuriim og g’jaldcyrishöftiii. í byrjun næsta mánaðar fara fram kosningar í Danmörku og er kosningabaráttan nú í al- gleymingi. Nokkru áður en þinginu var slitið í byrjun þessa mánaðar, fóru fram einskonar eldhús- dagsumræður í þinginu og snér- ust þær m. a. um gjaldeyris- höftin. Lýsti formaður íhalds- flokksins, Christmas Möller, af- stöðu flokks síns til þeirra á þá leið, að hann væri þeim mjög ándvígur, en honum kæmi þó ekki til hugar að hægt væri að afnema þau strax, heldur yrði það að gerast smásaman og í sambandi við aðrar ráðstafanir. Christmas Möller andmælti einnig þeim ummælum fram- sögumanns vinstri flokksins, að fjárhagsmál Dana væri í öng- þveiti og ríkið einskonar gjald- þrotabú. Benti hann á ýms at- riði, sem sönnuðu að fjárhags- afkoma Dana væri langt frá því, að verðskulda slíka lýsingu. Margir stjórnarandstæðingar hafa legið Christmas Möller á hálsi fyrir þessi ummæli, en hann hefir oft áður deilt við samherja sína um það, að já- kvæð barátta stj órnarandstæð- inga væri sigursælli en hóflaus gagnrýni og neikvæð andstaða gegn framkvæmdum stjórnar- innar. A. KROSSGÖTIJM Hallgrímskirkja í Saurbæ. — Fullnaðarmæling Andakílsfossa. — Úr Fljót- um. — Af Akranesi. — Málverk frá íslandi á sýningum í Mið-Evrópu. 36. blað A víðavangi Vísir birtir i gær ritstjórnar- grein með yfirskriftinni: „Föstuhugleiðing". Mun það eiga að tákna, að aðstandendur blaðsins eigi nú við nokkrar þrengingar að búa. Ýmislegt skrítið er í greinarkorni þessu. Þar standa m. a. þessi spaklegu orð: „Það hefir komið fyrir að- eins einu sinni í veraldarsög- unni, að réttlætið hafi verið krossfest“. Menn kynnu að ef- ast um, að Kristján Guðlaugs- son hafi lesið alla veraldarsög- una, eftir þessu að dæma! En nú virðist blaðið bera í brjósti nokkurn ugg urn það, að „kross- festing réttlætisins" kunni að koma fyrir I annað sinn, og þá ekki austur í Jerúsalem heldur hér norður á íslandi í sambandi við umtalaða þjóðstjórnarmynd- un. Nánar er þetta ekki skýTt, enda höfundi greinarinnar sýni- lega eitthvað tamara en að skýra mál fyrir sjálfum sér eða öðrum. Vísir kemst þó að þeirri nið- urstöðu, að til þessarar „kross- festingar" á „réttlætinu" þurfi ekki að koma, ef vel sé á haldið. „Enda eiga menn það nokkuð undir sjálfum sér, hvort skutur- inn liggur eftir, ef fast er róið fram í“, segir blaðið. Mun víst eiga að skoða þetta sem ein- hverskonar herhvöt til hinnar órólegu deildar, sem að Vísi stendur, um að kippa ekki inn árunum meðan enn sé „róið fram í“. Enda virðist Vísir vilja halda sem lengst í hin frægu orð Staðarhóls-Páls, að „skipið er nýtt, en skerið hró, og skal því undan láta“! * * * Á öðrum stað hér í blaðinu er vikið að hinu furðulega athæfi kommúnista, er játað var á Al- þingi í fyrradag, að þeir hafa símað ósannar fregnir til birt- ingar í dönsku kommúnistablaði, er til þess eru fallnar að skaða stórlega hagsmuni íslands er- lendis og að vekja erlendis um- tal, sem þjóðinni getur ekki orð- ið annað en tjón að. Allir viti bornir menn, sem skyn bera á slíka hluti og ábyrgðartilfinn- ingu hafa, fordæma þetta at- hæfi. En angurgapar þeir, sem að þessu athæfi stóðu, hafa ekki látið þar við sitja. í Þjóðviljan- um í gær er haldið áfram að skrifa um þetta mál á hinn hneykslanlegasta hátt, þrátt fyrir þá eftirminnilegu ráðn- ingu, sem Einar Olgeirsson hlaut á Alþingi i fyrradag. * * * Þjóðviljinn segir m. a. svo í gær (orðrétt): „Auk þess er það vitanlegt, að þó opinberlega yrði því vafalaust neitað, að fylgzt mun hafa verið all náið með þeim samningum, sem hér áttu sér stað (þ.e. viðræður við sendi- menn þýzka flugfél.) af hálfu erlendra ríkja, ekki sízt Eng- lands, og mun það hafa átt sinn þátt í þeim góðu úrslitum, er nú hafa fengizt, er ríkisstjómln hefir hafnað kröfum Luft- hansa.“ * * Það er ekki nóg með það, að því sé skrökvað upp, og forsætis- ráðherrann borinn fyrir því, að Þjóðverjar hafi sent hingað her- skip til að knýja fram kröfur sínar, heldur er það nú með sömu óskammfeilni gefið í skyn berum orðum, sem vitanlega er jafn ósatt, að annað erlent ríki, England, hafi líka haft í frammi kúgunarráðstafanir og að ís- lenzka stjórnin hafi beygt sig fyrir þeim! Menn geta gert sér í hugarlund, hvort ensku stjórn- inni þyki sér nokkur vinsemd sýnd með slíkum áburði, ef hann bærist henni og hún áliti að hann væri runninn frá ábyrgum mönnum á íslandi. Og sjálfsagt væri Þjóðverjum heldur ekkert um það gefið, að um það færu að ganga fregnir í heimsblöð- unum, að hér hefðu orðið átök (Framh. á 4. síðu)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.