Tíminn - 25.03.1939, Side 3

Tíminn - 25.03.1939, Side 3
36. folað TÍMINN, laMgardaginn 25. marz 1939 145 HEIMILIÐ Fiskimjöl til manneldis Úr hinu nýja fiskimjöli til manneldis, er kemur í fyrsta skipti á markaðinn í dag, má gera margskonar • rétti, súpur buff, bollur og búðinga. Birtir Tíminn hér nokkrar uppskriftir að slíkum réttum sem sýnis- horn: Tómatsúpa (fyrir 10 manns): 2 bollar fiskimjöl, Sýíjlíter vatn, soðið 30 mín., salt, froðan tekin af, síað í klæði, 100 gr. smjörlíki bræðist í potti, 100 gr. hveiti hrærist út í smjörlíkið. Síðan hrærist súpukrafturinn út í, setja svo tómatkraft (ca. y4 kg.), y4 kg. makkaroni soðið í 10 mín., smátt skorið, og sett út í súpuna. Grænmetissúpa(fyrir 8 manns): 1 seljurót, 3 blaðlaukar, 2 gul- rætur á að þvo vel og skrælast, látið sjóða með 200 gr. fiski- mjöl í 3 1. vatni í V2 tíma. Hið hreinsaða grænmeti er skorið fínt og soðið í siaðri súpunni. Jafna með hveiti úthrærðu í vatni. Fiskbuff (fyrir 4 manns): 1 bolli fiskimjöl, 1 bolli kar- töflumjöl, 1 bolli hveiti, 2 tesk. gerduft, salt. Þetta blandast í fati. 2—3 egg og 1 bolli nýmjólk hrærist út í. Síðan steikist þetta í flötum stykkjum á pönnu og látið vera í pínulitlu vatni á pönnunni í 5 mín., áður en það er framreitt. Brúnaður laukur settur yfir stykkin á fatið. Fiskibollur nr.l (fyrir 4 manns): 1 bolli fiskimjöl, 1 bolli hrís- mjöl, 1 bolli hveiti, 2 tesk. ger- duft, salt, hakkaður laukur, pipar. Þetta blandast saman í skál. 2 egg og dálítil mjólk hrær- ist út í, svo að verði fast deig, síðan steikt í bollur á pönnu. Fiskbúðingur nr. 1 (f. 5 manns): 100 gr. smjörlíki, 100 gr. hveiti, bakist upp með % 1. sjóðandi mjólk. Látið kólna. í það hrær- ist 150 gr. fiskimjöl, 3 egg, salt, pipar, fínt hakkaður laukur, látist í vel smurt form, síðan í skál með vatni í (eða pönnu) og sett inn í ofn og soðið í 30 mín. Sósan eftir eigin smekk, t. d. karrysósa, tómatsósa, sít- rónsósa o. s. frv. Fiskigratin nr. 7 (hvíkálsgratin — fyrir 5 manns): 200 gr. hvítkál, soðið í 1 1. af vatni með salti. 100 gr. smjörlíki, 100 gr. hveiti, bakist upp með hvítkálssoðinu. 100 gr. fiski- mjöl, 3 egg, salt, pipar, múskat, hrærist út í. Síðan er hvitkálinu hrært saman við. Látist í eldfast fat, tvíbökumylsna og dálitlir A O A' L L Afmæli. Áífheiður Sigurðardóttir, ekkja Benedikts Kristjánssonar í Ein- holti í Hornafirði, er 83 ára í dag. Hún sat óvenjulega skírn- arveizlu í hin nýja skóla- og fundahúsi Mýrahrepps 8. jan. s. 1. Þar voru skírð fimm börn. Var Álfheiður amma eins barns- ins en langamma hinna fjögra. Boðsgestir voru 150 og stóð fagnaðurinn fram á bjartan dag, og sat gamla konan þar til öllum gleðskap var lokið, hin glaðasta sjálf, enda alla tíð létt í lund og hrókur alls fagnaðar. Er Álfheiður búin að vera blind í 15 ár, en svo er hún ern, að hún fór fótgangandi á sam- komustað í fylgd vandamanna. Álfheiður er fjórði ættliður frá Þórdísi Eiríksdóttur, systur Jóns Eiríkssonar konferensráðs. smjörslattar látið yfir. Bakist í ofni í 20 mínútur. ATH. Með öllum fiskimjöls- búðingum og gratinum má hafa hrært smjör og brætt smjör og tartarsmjör. Tartarsmjör er þannig: 100 gr. smjör, pressuð y2 sí- tróna, 1 matskeið af frönsku sinnepi. Þetta bara hrært sam- an. Fiskim j ölssósur. 100 gr. fiskimjöl soðið y2 tíma í y2 1. af vatni. Síað i klæði. 50 gr. smjör bakist upp með 50 gr. hveiti. í það er soðið hrært. Sjóðist í 5 mín. y2 bolli rjómi, salt, sykur, edik. Fiskisinnepssósa. 100 gr. fiskimjöl soðið í y2 tíma í y2 1. vatni. Síað í klæði. 50 gr. smjör bakist upp með 50 gr. hveiti. í það er soðið hrært. Sjóðist í 5 min. 1 matskeið út- hrært fiskisinnepsmjöl hrært í y2 bolla af köldu vatni setjist út í. í f' ^rðbréfhbanki ustuvslr. ."j simi .%S2.0pið kl.11-12o<j-1_S nrv kaupir kreppulánasjóðs- bréf, veðdeildarbréf og hlutabréf i Eimskipafé- lagi íslands h. f. — Ann- ast allskonar verðbréfa- viðskipti. V IOskiptaskráin 1939 kemur í bókaverzlanir á mánudag Hreinar léreftstnsknr k a u p i r PRENTSMIÐJAN EDDA H.F. Lindargötu 1 D. Jónas Sveinsson læknir og „prentvillan“. Framh. af 2. síöu) næsta einkennilegur, því hingað til virðist Jónas hafa verið ólat- ur á aö láta hitt og þetta frá sér i blöðin. En þeim, sem fylgzt hafa með mjólkurskrifum Jón- asar, kemur þetta ekki á óvart. í grein, sem Jónas skrifaði í Alþýðubl. 29. desember síðastl., kemst hann þannig að orði: .... „ég get fullyrt, að rann- sóknir nýlega gjörðar frá búi einu hér í nágrenninu á mjólk hafa sýnt, að þar er til vetrar- mjólk með 15 mgr. í lítranum af C-bætiefni og að meðaltal af mörgum kúm, sem nýlega voru rannsakaðar þar, var 10 mgr. í lítranum“. Til skýringar þessu, og ein- göngu að því er ætla má, vegna þess, að hér sé um óvenjulega C-bætiefna-auðuga mjólk að ræða, bætir svo Jónas þessu við, neðanmáls: „Vitanlega var þessi rannsókn gerð áður en mjólkinni var hellt saman við aðra mjólk“. Það, sem fyrst vekur hér eftir- tekt er það, að ekkert er hér minnst á 20 mgr. eða neitt ná- lægt því, og var þó grein þessi birt 9 dögum síðar en hin marg- nefnda grein Jónasar frá 20. desember. í öðru lagí er það eftirtekt- arvert, að þarna er ekki um að ræða mjólk úr mörgum stöðum, heldur aðeins frá einu búi. í þriðja lagi vekur það at- hygli, að svo mikilsvert þykir Jónasi það, sem hann hefir þarna fram að bera, að hann lætur blaðið feitletra það. En út- koman er, sem sagt þessi, eftir því sem segir í greininni: .... „meðaltal af mörgum kúm, sem nýlega voru rannsak- aðar þar, var 10 mgr. í lítran- um“. Hver mun nú trúa því, að Jónasi þætti þetta 10 mgr. með- altal svo mikið tiltökumál, að hann undirstrikaði það sérstak- lega í grein sinni, hefði hann áður haft með höndum eða vit- að um rannsóknir úr mörgum stöðum, sem sýndu 20 mgr. Ég hygg að það sé aðgæzluleysi hjá Jónasi, ef hann ætlar nokkr- um að trúa slíku. Hitt mun flestum, ef ekki öllum, sem þetta athuga, virðast einsætt, að prentvilla sú, sem Jónas sagði ist að ná völdunum svo tryggi- lega í sínar hendur, að auðveld- ara verði að beita þjóðinni til sameiginlegra varna gegn er- lendum hættum. Carol konungur hefir verið æfintýramaður á ýmsan hátt. Hann er fæddur 1893. Ungur komst hann i kynni við rúss- neska liðsforingjadóttur og gift- ist henni i leyfisleysi og ólög- lega. Síðar var hann látínn gift- ast grískri prinsessu og átti með henni einn son, Michael. Hjóna- band þeirra varð óhamingju- samt, enda hófst á þessum árum kunningsskapur milli hans og konu af gyðingaættum, Lupescu. Olli samdráttur þeirra miklu hneyksli og lauk með því, að Carol skildi við konu sína, af- salaði sér konungdómi og settist að í París með Lupescu. Kaus hann heldur ástmey sína en konungdóminn, eins og frændi hans, Játvarður VIII., gerði nokkrum árum síðar. Þegar Carol fór í útlegð, töldu flestir að þessi æfintýragjarni konungsson væri úr sögunni. í fimm ár dvaldi hann í París. Á meðan lézt faðir hans og hinn kornungi sonur hans kom til valda. Stjórnmálaerjur fóru vaxandi í landinu. Þrátt fyrir kvennamál sín, hafði Carol get- ið sér vinsældir meðal almenn- ings og höfðu margir hugsað gott til stjórnar hans. Endalokin urðu því þau, að hann var kvaddur heim og krýndur til konungs 1930. Carol konungur hefir reynzt hinn athafnasamasti þjóðhöfð- ingi. Sérstaklega hefir hann tekið ástfóstri við hermál og menntamál. Pyrir atbeina Car- ols hefir rúmenski herinn feng- ið mjög fullkominn útbúnað og einskis verið sparað í fjárfram- lögum til hans. Skólar hafa ver- ið reistir víðsvegar um landið og hefir Carol lagt á sig mikil ferðalög og erfiði til að auka áhuga almennings fyrir þeim. Jafnframt þessu hefir Carol látið ýms atvinnumál sig miklu skipta og jafnan haft hönd í bagga með öllum meiriháttar utanríkismálum. Hann er mála- maður ágætur og er mjög laginn í samræðum. Enginn konungur í Evrópu er talinn jafnoki hans í ræðumennsku.og er honum sér- staklega lagið að ná tökum á tilfinningum áheyrenda sinna. Hann er fríður sýnum og fram- koman öll hin fyrirmannlegasta. Þess má geta, að Carol hafði Lupescu heim með sér úr út- legðinni og hefir hún fylgt hon- um jafnan síðan. Er hún talin kona stórgáfuð, og hefir vafa- laust haft mikil áhrif á stjórn- arstefnu konungsins. Til skamms tíma hefir naz- istaforinginn Codreanu verið hættulegasti keppinautur Car- ols. Hann hafði unnið sér tals- vert fylgi, og komið sér upp vopnuðum stormsveitum. Jafn- framt var það opinbert leyndar- mál, að hann naut mikils styrks frá Þýzkalandi. Lengi vel reyndi Carol að komast hjá því, að beita ríkisvaldinu gegn undir- róðri hans. Á seinasta ári þótti þó ekki tryggilegt að draga það lengur, enda hafði þá sannazt á hann bein þjónusta við Þýzka- VINSÆLAR SÖGUBÆKUR: Aðalheiður 5,50 Á vængjum morgunroðans 4,50 Umskiptingur 6,00 Fyrirskipun kardinálans 5,00 Ást og afbrýði 8,00 Sonur eyðimerkurinnar 3,80 Gifting Barry’s 5,00 Maðurinn með stálhnefana I.—III. 15,00 Gull Elsa 5,00 Scotland Yard 4,25 Perlumærin 5,00 Sendiboði keisarans 5,00 Erfðaskrá Lomes 4,50 Æfintýri Englendings 4,00 Rauða herbergið 3,50 Leyndarmál kastalans 2,75 Hér er um gífurlega eftirsótt- ar bækur að ræða, sem eru hver annari vinsælli og skemmti- legri. — Lestrarfélög, bókasöfn og einstaklingar sendi pantan- ir sínar sem allra fyrst. BÓKABÚÐ VESTURBÆJAR, Vesturgötu 21, Reykjavík. land. Codreanu og helztu fylgis- menn hans voru þá fyrirvara- laust settir i fangelsi. Fyrir ekki löngu síðan var sú fregn látin berast út, að Codreanu og fé- lagar hans hefðu reynt að flýja og fangaverðirnir verið nauð- beygðir til að skjóta þá. Þjóð- verjar töldu þessa fregn ótrú- lega, en hvað sem því leið, höfðu þeir misst beztu bandamenn sína í Rúmeníu, og hættulegasti andstæðingur Carols konungs var úr sögunni. Carol konungur hefir nú sam- einað alla stjórnmálaflokka í landinu í einn flokk, og í ríkis- stjórninni eiga nú sæti sex fyrv. forsætisráðherrar, sem áður til- heyrðu mismunandi flökkum og flokksbrotum. Þykir það bera þess merki að honum hafi tekizt þetta sameiningarstarf vel. En þó vinsældir hans séu miklar, er víst, að hin mikla hætta, sem yfir Rúmeníu vofir, hefir stuðl- að enn meira að þessari samein- ingu. Carol konungur hefir nú ný- lega orðið að veita Þjóðverjum víðtæk réttindi til iðjureksturs í landinu og að semja um aukin viðskipti við þá. Aðalmarkmið hans með þessu er vafalaust það, að vinna tíma til að treysta samvinnu við aðrar vinveittar þjóðir og styrkja varnir lands- ins. Það sýnir hinn mikli við- búnaður rúmenska hersins og hin stöðugu ferðalög rúmenskra stjórnmálamanna til nágranna- ríkjanna. Framtíð Rúmeníu veltur nú að verulegu leyti á því, hversu traust og hyggin forysta Carols konungs verður. Þ. Þ. verið hafa í greininni 20. des- ember, hafi þar eigi verið, og um annað tveggja geti aðeins verið að ræða, að Jónas hafi sagt það ósatt, að góð erlend mjólk innihéldi 20 mgr. af C- bætiefni í lítranum, eða að hitt hafi verið ósatt hjá honum, að rannsökuð hafi verið mjólk úr mörgum stöðum úr nágrenni Reykjavikur, fyrir 20. desember síðastliðinn, sem hafi verið fyllilega jafnauðug af C-bæti- efni og góð erlend mjólk. Það skal játað, að hvorugur er kosturinn góður, sízt fyrir mann í stöðu Jónasar. En má- ske má það vera honum nokk- ur hugnun, að hann getur sjálf- um sér um kennt. Og vel mætti þetta verða honum nokkur lær- dómur um að sýna meiri að- gæzlu, þó ekki væri nema sjálfs síns vegna, næst þegar hann kynni að taka sér fyrir hendur að ráðast á einhvern af at- vinnuvegum þjóðarinnar. Einhverjum kynni nú að sýn- ast svo, sem Jónas hefði mátt þykja nóg aðgert með því að neyðast til að gefa sjálfum sér aðgæzluleysisvottorðið. En hann er þar ekki alveg á sömu skoð- un. Hann þarf að stangast enn meira við sjálfan sig, og miðla almenningi enn fleiri skömmt- um af aðgæzluleysi sínu. í Morgunblaðinu 16. þ. m. kemst Jónas þannig að orði: .... „Mér er nær að halda, að ef við læknar hér hefðum ekki hafizt handa og mótmælt kenn- ingum Mjólkursamsölunefndar, um það, að íslenzk mjólk inni- héldi aðeins sáralítið af C- bætiefnum, þá stæði, allur al- menningur enn þann dag í dag í þeirri fullvissu, að svo væri“. í Morgunblaðinu 4. þ. m. (þ. (Framh. á 4. siSu) M. A. kvarttfnn syngnr í Gamla Bíó ámar^un kl. 3 síðdegis Síðasta sinn Breytt söngskrá. — Bjarni Þórðarson aðstoðar Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju. Kanpnienn, Kaupfélög, Skíðafélög! Hinn vinsæli Chemia skíða- áburður fyrir allskonar færi fyrirliggjandi. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem er. CHEMIA H.F. Kirkjustræti 8 C REYKJAVÍK ÞÉR ættuð að reyna kolin og koksið frá Kolaverzlim Sigurðar Olafssonar. Simar 1360 og 1933. Nú hlakka ég til að fá kaffi- sopa með Freyjukaffibætis- dufti, því þá veit ég að kaff- ið hressir mig Hafið þér athugað það, að Freyju-kaffibætisduft inni- heldur ekkert vatn, og er því 15% ódýrara en kaffi- bætir í stöngum REYNIÐ FREYJU-DUFT M.s. Dronning Alexandrine fer mánudaginn 27. þ. m. kl. 6 síðdegis til Kaupmannahafnar (um Vestmannaeyjar og Thors- havn). Farþegar sæki farseðla fyrir kl. 3 í dag. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgrefðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. Sími 3025. 312 Andreas Poltzer: Patricia 309 — reyndi Duffy að ná auðæfum Wenk- systranna með því að giftast Patriciu Holm nauðugri. Það áform strandaði — því að jafnvel fimustu afbrotamenn ráða ekki við örlögin. Það var leiðast, að Duffy skyldi sleppa við böðulinn, út af þessari kúlu ungfrú Alice Rake .... Hurst góndi nærsýnum augum á Whin- stone. Whinstone tók ekki fram í fyrir honum, meðan hann var að rifja upp söguþráðinn. Og enn sagði hann ekki neitt. Hurst saup stóran sopa úr glasinu sínu og hélt áfram: — Eitt verðið þér að útskýra fyrir mér, Whinstone. í fyrsta lagi er þetta: Bæði Meller og Duffy ætluðu sér að giftast Patriciu Holm nauðugri. Hvernig gátu þeir hugsað sér, að ungfrú Holm mundi ekki koma því upp eftir á? Ekki gátu þeir lokað hana inni og einangrað hana um aldur og æfi? — Duffy var meiri þorpari en Meller og maður getur trúað honum til alls. Hann gat látið hana farast vofeiflega undir eins eftir brúðkaupið — ég nefni það aðeins sem dæmi. Og þá var hann einkaerfingi eftir konu sinu. Meller, sem kynokaði sér við örþrifaráða meðan hann gat, hafði hinsvegar aðra ráðagerð á prjónunum. Hann hafði minnst lauslega þennan mann, sem þó var snillingur í sinni svívirðilegu grein, skyldi aldrei gruna neitt. Sir William kveikti aftur í vindlinum, sem hafði drepizt í. Svo hélt hann áfram: — Þessi Favart er skirleiks karl. Ef ég þættist ekki viss um, að hann sé hættur að að bregða sér út fyrir lögin, myndi ég láta njósna vandlega um hann. ... Hugs- ið yður, Whinstone, þetta bragð með fölsuðu fingraförin! — Hann hefir lofað mér því, Sir Wil- liam, að útskýra fyrir mér aðferðina, sem hann hafði til þess að búa til fingra- för Catherine Woodmill, sem hann hafði stolið úr safninu hjá okkur, á gúmmí- hanzka. Líklega hefir hann notað „foto- galvaniska" aðferð. Ungfrú Alice notaði þessa hanzka, þegar hún vildi villa á sér heimildir. Það er sannarlega furðuleg aðferð — ungfrú Rake hefir yfirleitt sýnt, að hún hefir gaman af því æfin- týralega, þrátt fyrir hina afburðagóðu glæparannsóknahæfileika hennar, sem geta síðar orðið að ómetanlegu gagni, ef þeim er beint á rétta braut! Ef ég má gefa yður ráð, Sir William.... Forstjórinn kinkaði kolli. — Ég veit hvað þér ætlið að segja, Whinstone! Og það kemst i framkvæmd, ef ungfrú Rake kærir sig nokkuð um. ...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.