Tíminn - 15.04.1939, Page 2

Tíminn - 15.04.1939, Page 2
TÍMIM, langardaginn 15. apríl 1939 44. bla« 1T4 ^ímtnrt Laugardaginn 15. apr. hmflutningshöitín Maður, sem þótt einkennilegt megi virðast, á sæti á Alþingi, hélt því fram nýlega, að sú leið, sem fara ætti til að hjálpa sjáv- arútveginum, væri að afnema innflutningshöftin. Væru inn- flutningshöftin afnumin, var helzt á honum að skilja, að ekki þyrfti meira að gera. Að minnsta kosti væri gengislækkun þá ó- þörf. Nú tala sum Reykjavíkur- blöðin um, að gengislækkunin geti ekki komið að gagni, nema því aðeins, að innflutningshöft- in verði afnumin. Þessi skoðun, að afnám inn- flutningshaftanna, geti orðið einhverskonar bjargráð fyrir þjóðina, er ákaflega einkennileg. Erfitt er að hugsa sér, að þeir sem raunverulega bera skyn á viðskiptamál, haldi henni fram í fullri alvöru. Hitt er aftur á móti vitanlegt, að ýmsir menn hafa þá leiðinlegu ástríðu að berja höfðinu við steininn og neita staðreyndum. Ýmsir slík- ir menn hafa alltaf í þrjózku sinni neitað að viðurkenna nauðsyn þess að takmarka vöru- innflutning til landsins. Og nú halda þeir því fram, að afnám haftanna væri bjargráð fyrir þjóðina. En flestir þessara manna vita betur. Þeir vita, hversvegna inn- flutningshöftin voru sett og hvaða áhrif þau hafa haft. Þeir vita, að höftin voru sett vegna þess að þjóðin gat ekki framleitt og selt nógu míkla útflutnings- vöxu til að borga það, sem inn var flutt og standa auk þess straum af öðrum óhjákvæmi- legum greiðslum. Af þessum á- stæðum varð vöruinnflutning- urinn að minnka. Það var ekki hægt að halda áfram á þeirri leið að láta vöruskuldir aukast um 10 miljónir á einu ári. Og það þuTfti að sjá svo um að hin- um takmarkaða gjaldeyri væri varið á þann hátt, að hinar nauðsynlegri vörur væru yfir- leitt látnar sitja fyrir. í frjálsri gjaldeyrisverzlun er auðvitað engin trygging fyrir því að svo verði. Sá, sem selur miður nauð- synlega vöru, dregur sig ekki af sjálfsdáðum í hlé til þess að nauðsynjavöruverzlun geti feng- ið hinn takmarkaða gjaldeyri. En innflutningshöftin eiga sér líka aðra veigamikla orsök, en það eru viðskiptasamningar þeir, sem íslendingar hafa orðið að gera við ýmsar aðrar þjóðir. Þessar þjóðir vilja ekki kaupa íslenzka framleiðslu nema því aðeins að fá að selja íslending- mu aftur jafnvirði hennar eða a. m. k. hluta hennar í vörum síns eigin lands. Við íslendingar getum ekki verið án þess að selja vörur til þessara landa, og þá verður vitanlega að sjá svo um, að þeirra vörur séu keyptar eins og samningar áskilja, jafnvei þótt þau innkaup kunni að vera óhagstæðari en sumstaðar ann- arsstaðar. En þessu er ekki hægt að koma í kring nema því aðeins að innflutningshöft séu í gildi og meira og minna af innflutn- ingsleyfunum bundin við tiltek- in lönd. Þannig eru innflutningshöftin til orðin. Þau eru sköpuð af harðri nauðsyn í utanríkisvið- skiptum þjóðarinnar og sameig- inlegir hagsmunir alþjóðar krefjast þess að þau séu fram- kvæmd meðan ástandið leyfir ekki annað. Annað eins smábarnahjal og það, að afnám haftanna myndi hafa þýtt viðreisn fyrir fram- leiðslu landsmanna, er í raun- inni ekki þess eðlis, að um það þurfi að ræða. Myndi framleiðsl- unni vegna betur, ef inn í land- ið væru fluttar vörur, þarfar og óþarfar, langt fram yfir það, sem hægt er að borga? Myndi fram- leðislunni hagur að því, ef t. d. ávextir, vefnaðarvörur og skó- fatnaður væri látinn sitja fyrir kolum, salti eða tilbúnum áburði? Myndi það efla fram- leiðsluna, ef vanrækt yrði að verzla við þau lönd, sem heimta jafnvirðiskaup og útflytjendur þannig sviftir möguleikum til að selja íslenzkar afurðir í þessum löndum? Þessum spurningum þarf Allír verða að vinna - Allt verður að bera sig Brautryðjandí á samgönguleiðum Vestur-Skaftafellssýslu Fyrir 30 árum þekktist ekki atvinnuleysi á íslandi. En nú eru margir, sem ekki fá að vinna, og margir, sem ekki vilja vinna.Auk þess vinna margir á þann hátt, að framleiðslan er ekki sam- keppnisfær við önnur lönd. Um stund er hægt að fljóta á þennan hátt, með því að láta tapið af framleiðslunni koma niður á bankana og ríkissjóð. En til lengdar er það ekki hægt. Og nú er komið nokkuð nærri þessum takmörkum. Gróði stríðsáranna er frumor- naumast að svara. Slík „úrræði“ hefðu áreiðanlega ekki reynzt bjargráð fyrir framleiðsluna. En eru þá þær ástæður fyrir hendi nú, eftir að búið er að lækka krónuna, að hægt sé að afnema innflutningshöftin? Vitanlega ekki. Ennþá hefir gengislækkunin engin áhrif haft í þá átt að auka útflutning og þar með gjaldeyristekjur lands- manna. Menn vona að hún fái einhverju áoTkað í þá átt, þegar frá líður, en vitanlega tekur það sinn tíma. Og þá fyrst, þegar út- flutningsverðmætið hefir aukizt tii veruiegra muna frá því, sem nú er, er hægt að tala um það í alvöru að afnema innflutnings- höftin. Setjum svo, að innflutnings- höftin væru afnumin nú eða framkvæmd um stundarsakir svo linlega að til muna dragi úr áhrifum þeirra. Einhverjir kaupsýslumenn kynnu að græða á þeirri ráðstöfun í bili. En það er fyrirsjáanlegt, að þannig yrði ekki lengi áfram haldið. Svo framarlega sem útflutningurinn ekki stórykist á sama tima, myndi gj aldeyrisástandið eftir skamma stund heimta, að inn- flutningshöftin yrðu aftur sett og þá sennilega strangari en nokkru sinni fyr. En með stund- arléttúð væri þá búið að spilla margra ára verki. Enda þótt oft hafi andað kalt frá ýmsum Sjálfstæðismönnum í garð innflutningshaftanna, er það alveg vafalaust, að innan þeirra flokks er nú raunverulega fyrir hendí full viðurkenning á staðreyndum þessa máls. Það er ekki nema eðlilegt og mannlegt, að í þeim hluta þessa flokks, sem næst stendur innflytj endahags- munum, sé sterkari löngun en annarsstaðar til að losna við all- ar hömlur. En um það eru raun- ar allir sammála, að þegar fram- Ieiðslumagn og markaðsmögu- leikar leyfa, eigi höftin að hverfa. Þá, en fyr ekki, er hægt að tala um slíka ráðstöfun í fullri alvöru. sök núverandi erfiðleika. Þá skapaðist verðlag á löndum og lóðum, húsum og vinnu, sem átti við ástand þess tíma. En eftir stríðið kom verðhrunið út í löndum. Hér var hinni nýju dýr- tíð haldið uppi með góðum vilja allra, og að nokkru leyti með lánum. Mikið af lánsfénu gekk til að skapa nýjar framkvæmdir og nýtt atvinnulíf. En mikið fór í eyðslu, sem var í ósamræmi við getu landsmanna. Breytingin á verðgildi krón- unnar er tilraun til að bæta að nokkru úr því sjúka ástandi, er dýrtíðin hafði skapað. Fátækra- málin eru næsta stórmálið. Reykjavík getur ekki gleypt Ak- ureyri. Reykjavík getur ekki og á ekki að hafa 5000 menn iðju- lausa á framfæri. Mjög mikill hluti þessa fólks getur unnið eitthvað, og á ekki fyrst og fremst að lifa atvinnulaust á allra dýrasta stað i landinu. Það hefir risið nýr iðnaður í landinu, siðan gjaldeyrisvöntun dró úr innflutningi erlends varn- ings. En iðnaður þessi er ekki samkeppnisfær gagnvart útlönd- um. í fyrra varð meðal vélbátur á Akranesi að borga 1200 kr. meira fyrir íslenzk veiðarfæri til einnar vertíðar, heldur en ef sama vara var keypt frá Noregi. Svipað er að segja um húsgögn og alla vinnu við fatasaum o. s. frv. Þegar rætist fram úr gjald- eyriserfiðleikunum, hlýtur ís- lenzki iðnaðurinn að hrynja eins og spilaborg, nema ef þeir, sem þar vinna skilja sinn vitjunar- tíma, og hjálpa til að lækka dýr- tíðina, svo að þeir verði sam- keppnisfærir við fólk í öðrum löndum. íslendingar eru góðir sjómenn, en þeir hafa engin skilyrði til að koma sér upp siglingaflota, er starfað geti á alþjóðamarkaði. Ef skip á stærð við Eddu, væri selt héðan til Bergen, myndi einn liður í lögbundnum kostn- aði lækka um 22 þúsund á ári. Annar fastur útgjaldaliður myndi lækka um helming. Það þarf litlum getum að því að leiða að Reykjavík getur alls ekki keppt um siglingar, með þessum mun á tilkostnaði. Annaðhvort verða íslendingar að láta sína hraustu sjómenn hýrast at- vinnulausa á hafnarbakkanum, í stað þess að sigla úm heims- höfin, eða að Reykjavík og ís- land alit verður að lækka dýr- tíðina, svo að framleiðslukostn- aður hér á landi verði ekki meiri en í þeim löndum, sem við kepp- um við. Héðinn Valdemarsson og kom- múnistalið hans hyggst að halda Það var í júlímánuði 1929. Austur í Reynisdal i Mýrdal biðu tveir ferðalangar eftir á- ætlunarbílum, sem gekk milli Víkur og Markarfljóts. Við höfð- um gengið yfir Reynisfjall kveldið áður, vorum öllum leið- um ókunnir, enda var förunaut- ur minn útlendinguT. Á ákveðnum tíma kom bíll- inn. Við stýrið sat maður um tví- tugt, stillilegur, fríður sýnum, óvenju þreklegur og bauð af sér góðan þokka. Hann hét Brandur Stefánsson, frá Litla-Hvammi í Mýrdal. Magnús bóndi í Reynisdal hafði vikið að því, að enda þótt árnar væru vatnsmiklar og tor- færar og þá í miklum vexti, mundi Brandur slarka yfir þær, ef það annars væri á nokkurs manns færi. Hann var sannspár um það. Það var mér lengi síðan hin fullkomnasta ráðgáta, hvernig þessi fimm manna vagn komst yfir öll jökulvötnin á þessari leið. Aðeins eitt þeirra var þá brúað, Jökulsá á Sólheimasandi. við skipulagslausri dýrtíð. Hann veit að yfir 30 þingmenn úr þremur flokkum stóðu að lögum um breytingu á skráningu krón- unnar, og að sú stórfellda fram- kvæmd er byrjunarþáttur í sam- starfi hinna ábyrgu flokka, til að koma atvinnulífinu í landinu á heilbrigðan grundvöll. Kommún- istar leita sér nú liðs, jafnvel á ólíklegustu stöðum, til að geta haldið við sundrungarstarfsemi sinni. Héðinn er að því leyti verr settur nú en fyrr, að meðan hann var undir aðhaldi hjá Magnúsi Kristjánssyni og Jóni Baldvinssyni, báru þeir oft vit fyrir honum. En nú hefir hann engan sér betri til ráðuneytis, heldur eingöngu hina veikluðu kommúnista, eins og Brynjólf Bjarnason, sem af minnimáttar- tilfinning hafa þá eina löngun að sjá þjóðfélag sitt í rústum. Framtíð íslands veltur á því, að samstarfið milli ábyrgra manna í þingi og utan þings haldi áfram, án tillits til þess, hvaða menn sitj a í ráðherrastól- unum. Síðan þarf að taka hvert stórmálið af öðru til lausnar. — Síldarverksmiðjur ríkisins eru nú loksins komnar undir örugga og samhenta stjórn. í utanríkis- nefnd, menntamálaráði, fiski- málanefnd, síldarútvegsnefnd, gjaldeyrisnefnd og bankaráðum tveggja banka, starfa fulltrúar hinna ábyrgu flokka eins og þeir væru ekkert nema íslendingar. Og eftir þeirri leið verður starfað unz allir vinna og öll atvinna ber sig. J. J. Hafursá, Klifandi og Bakkakotsá voru einna verstar, allar kolmó- rauð, beljandi jökulsvötn, auk fjölda annara vatna, stórra og smárra. En hin ungi, duglegi bílstjóri lét sér hvergi bregða. Með ótrú- lega næmri athygli valdi hann vað á þeim, réð dýpt vatnsins af straumlaginu óð sjálfur yfir ískyggilegustu straumálana til þess að kanna botninn og varð oft að margleita á þann hátt vaðs á sömu ánni, áður en hann lagði bíl sinn og farþega í strenginn. Vagn sinn hafði hann þannig umbúinn, að ekki „dó“ á vélinni, þótt allt lægi nærri kafi. Og heilum á húfi skilaði hann okkur vestur að Seljalandi seinni hluta dagsins. Það mun hafa verið vorið 1927 að Brandur Stefánsson keypti sér bifreið og fékk flutta með Skaftfellingi til Víkur. Stundaði hann í fyrstu vöruakstur fyrir verzlanir þorpsins frá lending- arstað, sem er góðan spöl vestan við kauptúnið. En í aprílmánuði árið eftir hóf hann bílferðir milli Víkur og Seljalands. Höfðu þá aldrei fyrr sézt slík farartæki í Mýrdal né undir Eyjafjöllum. Fékk Brand- ur ýmist Kristján Ólafsson á Seljalandi eða Helga bónda á Hlíðarenda til þess að reiða far- þega yfir Markarfljót og Þverá, því þá höfðu bílstöðvarnar í Reykjavík fastar ferðir austur í Fljótshlíð. Samgöngum þessum hélt Brandur uppi til haustsins 1932, hafði hann þá haft alls í notk- un 8 bifreiðar og flestaT eða all- ar nær uppslitnar á þessu fimm ára tímabili. Má vel af því marka, að ekki hefir verið hér um gróðafyrirtæki að ræða né heldur leikur einn að viðhalda þvílíkum samgöngum á slíkri leið. Ekki mun heldur sveitungum Brands hafa þótt fyrirtæki hans glæsilegt, enda varla að undra. Vegir afar slæmir, en árnar hin mestu foröð og efalítið bráðó- færar bílum, að dómi kunnugra, hvað þá ókunnugra. Hygg ég ekki efamál, að hvergi á íslandi hafi verið brotizt í að koma á fót föstum bílsamgöngum á tor- sóttari leið en hér var um að ræða. Til slíks þurfti óvenju dirfsku, afburða þrek og karl- mennsku, og þann kunnugleik á háttum hinna dyntóttu jökul- vatna, sem engir búa yfiT til jafns við Skaftfellinga*). *) Bjarni heitinn í Hólmi mun þá hafa verið búinn að fá sér bíl til flutninga austan Mýr— dalssands. JÓNAS JÓNSSON: Benedikt Jón^on frá Auðnum i. Þingeyjarsýsla er ekki talin meðal hinna frjósamari eða auðugri héraða á íslandi. En í tvær aldir hefir hún verið til- tölulega auðug að mönnum, sem hafa haft sterkan áhuga á fé- lagslegum framförum. Skúli fó- geti var búðardrengur á Húsa- vík. Magnús Ketilsson var ná- frændi Skúla. Tryggvi Gunn- arsson var bóndi á harðbala- jörð í Fnjóskadal og Jakob Hálfdánarson alinn upp á Mý- vatnsheiði. Úr Þingeyjarsýslu spratt upp hin fyrsta æskulýðs- hreyfing, þjóðliðið. Þar var stofnað hið fyrsta kaupfélag, og tuttugu árum síðar Samband íslenzkra samvinnufélaga. Úr Þingeyjarsýslu fékk Framsókn- arflokkurinn sinn fyrsta ráð- herra. Ungmennafélögin í þeirri sýslu reistu hinn fyrsta héraðs- skóla og fyrstu yfirbyggðu sund- laug á íslandi. Og nú á dögum eru Þingeyingar ötulustu land- námsmenn á íslandi. Börnin skipta ættaróðulum sínum í margar jarðir, hýsa þær að nýju, brjóta ný lönd og endurfæða á þennan hátt fjörugt byggðalíf undir nýjum skilyrðum. í þessu héraði, sem liggur varnarlítið fyrir sókn hinnar köldu hafáttar, hefir fólkið van- izt við harða lífsbaráttu, og fundið þörf til samstarfs og hjálpar. Þess vegna hafa svo margar umbótahreyfingar átt þar friðland og griðastað, frá þeim tíma að þjóðin byrjaði að varpa af sér erlendri og inn- lendri kúgun. Sú viðreisn hófst þegar Skúli fógeti, „faðir Reykjavikur“, fann sviðann í sál sinni, við skipun erlenda húsbóndans, sem skipaði honum að svíkja mál og vog við sveita- fólkið, sem kom í búðina. n. í þessu héraði fæddist Bene- dikt Jónsson frá Auðnum fyrir 93 árum. Og hann leitaði ekki burtu úr ættargarðinum. Frá æskustöðvunum í Laxárdal fluttist hann á miðjum aldri gegnum Aðaldalinn til Húsavík- ur. Þar starfaði hann síðara hluta æfinnar, og þar andað- ist hann fyrir nokkrum vikum. Líkami hans hvílir sólarmegin í höfðanum norðan við Húsa- víkurhöfn. Benedikt Jónsson fór aldrei í neinn skóla, aldrei til útlanda, og mjög sjaldan út úr sýslunni. Andi hans var þó ekki bundinn við þessi takmörk. Þrátt fyrir átthagafestuna og þaulsætni heima í byggð sinni, varð Benedikt Jónsson í and- legum efnum einna víðförlastur allra sinna samtíðarmanna á íslandi. En hann var ekki aðeins mikill aðdráttarmaður í félags- málabókmenntum, heldur var hann einnig hinn frumlegasti og áhrifamesti kennari meðal allra sinna samtíðarmanna. Laxá í Þingeyj arsýslu mun vera fegurst allra fljóta í Norð- urálfu. í Laxárdal neðanverð- um er merkisjörðin Þverá. Þar bjó um miðja öldina sem leið merkisbóndi Jón Jóakimsson. Eftir myndum að dæma hefir hann verið mjög líkur í sjón Herbert Spencer, hinum mikla enska heimsspekingi. Jón á Þverá var spakur maður, fastur í lund, fámáll og traustur. Hann var svo mikill þrifa- og hirðu- maður, að heimili hans var annálað um allt land, sökum hirðusemi og snyrtimennsku. Benedikt var elztur af börnum Jóns. Hann missti móður sína þegar hann var á unglingsaldri. Hún bað að þessum námfúsa dreng yrði komið í lærðaskól- ann, en það var ekki gert. Ef til vill hefir Benedikt sjálfur kosið fremur sjálfsnám en skólanám. Hann var nokkra stund við tungumálanám hjá sóknarpresti sínum á Grenjaðarstað. Þar kynntist hann jafnöldru sinni Guðnýju. Halldórsdóttur, sem líka var þar til náms. Þau felldu hugi saman á unga aldri, giftust rúmlega tvítug, og festu bú á lít- illi jörð í Laxárdal. Benedikt og Guðný bjuggu á Auðnum fram yfir aldamót. Börn þeirra voru þá uppkomin og flest farin að heiman. Benedikt flutti þá byggð sína til Húsavíkur og varð aðstoðarmaður hjá Steingrími Jónssyni sýslumanni, og síðan hjá eftirmanni hans. Auk þess vann Benedikt mikið að bók- haldi Kaupfélags Þingeyinga frá því félagið var stofnað og þar til hann lagðist banaleguna. Þann- ig var háttað hinum ytri at- burðum í lífi þessa einkennilega forgöngumanns í íslenzkri sjálfsmenningu. III. Benedikt las og lærði með lít- illi tilsögn tungur Norðurlanda- þjóðanna; ennfremur þýzku og ensku. Hann var sílesandi fjöl- breyttar og erfiðar bókmenntir á þessum málum. Nokkurn létti við enskunámið fékk hann af kynningu við enska laxveiði- menn, er bjuggu af og til á Þverá hjá föður hans. Meðal þeirra var skáldið og íslandsvin- urinn William Morris. Dóttir hans sendi bókasafninu á Húsa- vík að gjöf tvö hundruð bækur, til minningar um þennan æsku- kunningsskap skáldsins Morris og Benedikts á Auðnum. En ef frá er tekin skömm kennsla hjá sóknarprestinum og kynning við vel mennta enska ferða- menn, má segja, að bókfræði- þekking Benedikts hafi öll verið heimafengin. Hann glímdi við hinar erlendu tungur með mis- jöfnum orðabókum langt uppi í sveit. Hann ritaði stíla á er- lendu málunum og leiðrétti eftir erlendum fyrirmyndum. Hann hafði stálminni og las bækur um hugðarmál sín með óvenju- legum hraða. Samhliða búskap En ungi bílstjórinn frá Litla- Hvammi lét ekki árnar né al- menningsálitið aftra sér. Hann sigraðist á flugstrengjum jökul- vatnanna, lagði meira að segja, haust og vor, í sjálft Markar- fljót og Þverá, og ók alla leið til Reykjavíkur. Og austur gegnum fordæðu Mýrdalssands, Múla- kvísl, fór hann vagni sínum í föstum áætlunarferðum og allt austur að Kirkjubæjarklaustri á Síðu. Til þvílíkra ferða, sem þess- ara, entust ekki bílar nema skamma stund. Þeir voru oft nær ónýtir eftir árs akstur eða skemmri tíma, eins og fyrr greinir. Og til slíkra svaðilfara entist heldur ekki vaskleikuT nokkurs manns — til lengdar, enda komu nú brýr smátt og smátt á verstu vatnsföllin, og nú, 10 árum síð- ar, er hver á brúuð á leiðinni, Skógá seinast í haust eð var. Þegar sýnt þótti að þessi leið var fær, fóru ýmsir að aka bíl- um austur, en ekki var hverj- um hent að fara í slóð Brands. Eitt sinn á austurleið, ók hann fram á 4 bíla, sem allir sátu fastir, sinn í hverri ánni, dró Brandur 2 upp úr, en hina höfðu eigendurnir yfirgefið og sátu bílarnir þar, sem komið var, það sinn. En verst var að fara þessa leið í glórulausu haustmyrkrl, þegar svo að segja þurfti að þreyfa sig áfram yfir árnar, er sífellt voru að breyta sér. Það var ekki ó- fyrirsynju, að hinn vaski braut- ryðj andi í samgöngumálum Vestur-Skaftafellinga, fékk við- urnefnið Vatna-Brandur, fyrir viðureign sína við verstu farar- tálma sveitanna. Því þó þess hafi sjaldan eða aldrei verið getið, er það Brandur Stefáns- son, sem fyrstur opnaði hina stórfögru Skaftafellssýslu fyrir bílasamgöngum og sigraðist þar á ólíklegustu torfærunum. Þetta tíu ára gamla ferðalag mitt með Brandi Stefánssyni rifjaðist upp að nýju fyrir nokkrum dögum, þegar ég átti leið með honum austur í sveitir. Hann er nú ökumaður hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur, allra manna viðfelldnastur í kynn- ingu, eins og hann er hverjum manni traustari og öruggari, þegar mikið reynir á. 10. apríl 1939. Hallgr. Jónasson. Skrifstofa Frainsóknarflokksins I Reykjavík er á Lindargötu 1D Framsóknarmenn! Munið að koma á flokksskrifstofuna á Lindargötu 1D. á smájörð, og forstöðu fyrir mannmörgu heimili, tókst Bene- dikt að verða víðlesnastur allra íslendinga um félagsmálakenn- ingar samtíðarinnar. Einn þátturinn í hinni full- komnu sjálfsmenntun Bene- dikts Jónssonar, var ritleikni hans. Hann skrifaði einhverja hina gleggstu og fegurstu rit- hönd, sem völ var á um hans daga hér á landi. Benedikt var allra manna hagastur í verki. Hann var ó- venjulegur sláttumaður, smið- ur, bókbindari og snyrtimaður um öll vínnubrögð. í æsku kynntist hann góðum skrifara, sem ritaði fallega, hallandi snar- hönd. Hann tók sér þessa rit- hönd í fyrstu til fyrirmyndar, en hún fullnægði ekki smekk hans. Hann kynntist enskri skrift, og líkaði hún betur. Hann fékk sér þaðan fyrirmyndir og skapaði síðan Tithönd sína á þeim grundvelli. Hún var alveg hallalaus, hver stafur ákaflega glöggur, en stafirnir þó sam- fastir, svo sem bezt mátti vera til að ná miklum hraða. Yfir rithönd Benedikts var listrænn stilhreinleiki, sem vakti í einu undrun og aðdáun þeirra, sem kynntust ritverkum hans. Nú var Benedikt mjög skrifandi maður. Hann átti mikinn þátt í bókhaldi Kaupfélags Þingeyinga alla stund frá þvi að það var stofnað. Hann ritaði kaupfé- lagsblaðið „Ófeig“, sem kom inn á hvert heimili í meira en hálfri sýslunni í meira en venjulegan mannsaldur. Og hann ritaði vinum og samherjum mikinn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.